Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
miðvikudaginn 26. maí 2010, kl. 13:00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús Jóhannsson og Lúðvík Bergmann Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn undir lið 6; Auðunn Guðjónsson endurskoðandi og Indriði Indriðason fjármálastjóri. Rúnar Guðmundsson og Ásgeir Jónsson sátu fundinn undir lið 2.1. og 2.2.
Forföll boðuðu Helga Fjóla Guðnadóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson, Gísli Stefánsson, Þórhallur Svavarsson, Þorbergur Albertsson og Þórunn Ragnarsdóttir.
Við bætist liður nr. 18. Samþykkt samhljóða.
Tillaga um að tekin verði á dagskrá liður 6. Ársreikningar 2009. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Samgöngunefnd, 14. fundur 5. maí 2010.
Til kynningar.
- Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 97. fundur 28. apríl 2010.
Til kynningar.
- Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 29. fundur, 19. maí 2010.
Til kynningar.
- Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt, fundur 12. maí 2010.
Til kynningar.
- Brunavarnir Rangárvallasýslu bs., 22. fundur 18. maí 2010, ásamt ársreikningi 2009.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 20. verkfundur, 27. apríl 2010.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 21. verkfundur, 7. maí 2010.
Til kynningar.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 292. fundur, 12. maí 2010.
Til kynningar
- Heilbrigðisnefnd Suðurlands 126. fundur, 12. maí 2010.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 189. fundur, 5. maí 2010.
Til kynningar.
- SASS, 433. fundur, 14. maí 2010.
Til kynningar.
- Skólaskrifstofa Suðurlands, 121. fundur, 17. maí 2010.
Til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, 774. fundur, 7. maí 2010.
Til kynningar.
Guðfinna Þorvaldsdóttir víkur af fundi kl. 15:00 og Lúðvík Bergmann tekur sæti hennar.
- Skipulags-, byggingarmál og tengd erindi:
- Skipulagsnefnd, 28. fundur, 21. maí 2010.
Sveitarstjórn staðfestir þá liði er varða Rangárþing ytra og eru:
118 2010 Þjóðólfshagi, Rangárþingi ytra, breyting á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar.
Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar frá 7. júlí 1999. Eldra deiliskipulag tekur til ca. 40 ha. lands, og eru um 30 ha. undir frístundabyggð. Helstu breytingar eru: Byggingarmagn á lóðum er aukið og hámarksnýtingarhlutfall er 0,03. Afmörkun lóða F30, F31, F32 og F33 breytist nokkuð og lóðir F34 og F35 eru nýjar.
Fram er komin athugasemd frá Lögmönnum Árbæ SLF. f.h. Guðbjargar Egilsdóttur eiganda lóðar nr. 11 í deiliskipulagi. Guðbjörg telur sig ekki hafa fengið neina sérstaka tilkynningu um breytinguna, þó að það sé skylt skv. skipulagslögum, að hennar mati. Hún er ekki aðildarfélagi, að félagi um frístundabyggð í Þjóðólfshaga. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins 7. apríl 2010. Bókun skipulagsnefndar nú: Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. lögum nr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga þar sem m.a. kemur fram að fara skuli með breytinguna eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða en sé um óverulega breytingu að ræða, en þá skuli fara fram grenndarkynning. Það er mat skipulagsnefndar að eðlilega hafi verið staðið að kynningu á deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar í Þjóðólfshaga.
Deiliskipulagstillagan telst því samþykkt.
124 2010 Miðsel, Rangárþingi ytra deiliskipulag fyrir gestahús og hesthús/reiðskemmu.
Deiliskipulagið nær yfir ríflega 3,5 ha. af landi Mið-Sels (landnr. 199841), Rangárþingi ytra, sem er í heild um 54 ha. Deiliskipulagið tekur til byggingarreits fyrir gestahús og hesthús/reiðskemmu. Á svæðinu er gamalt útihús sem verður rifið. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi vestan Hellu og um Bjallaveg (nr. 272). Gert er ráð fyrir að núverandi tenging við Bjallaveg verði færð norðar og verði í um 140 m fjarlægð frá vegtengingu við Neðra-Sel.
Guðbjartur Björnsson kt. 280539-3259, eigandi Efra-Sels gerir athugasemd við deiliskipulagið í Mið-Seli. Hann vill meina að vegur sé lagður í gegnum land hans og gerir athugasemd við að ekki skuli verið haft samráð við hann vegna málsins. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins 7. apríl 2010. Bókun skipulagsnefndar nú: Tekið verður tillit til athugasemda Guðbjarts og aðkomuvegur færður í fyrra horf.
Deiliskipulagstillagan telst því samþykkt.
128 2010 Hrafntinnusker, deiliskipulag og umhverfisskýrsla skálasvæðis á hálendi Rangárþings ytra.
Skálasvæðið við Hrafntinnusker er innan svæðis miðhálendisins og fellur það undir lög um mat á umhverfisáhrifum áætlana skv. lögum nr. 105/2006. Svæðið fellur undir þjóðlendur sbr. úrskurð óbyggðanefndar og 2. gr.laga nr. 58/1998 um þjóðlendur Deiliskipulag þetta nær til 1 ha. svæðis við Hrafntinnusker sem er 1.140 m. hæð yfir sjó. Skálinn á svæðinu stendur í um 1.028 m. hæð.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna, greinargerð og umhverfisskýrslu og mælist til að deiliskipulagstillagan verði auglýst lögum samkvæmt.
131 2010 Hvanngil, deiliskipulag og umhverfisskýrsla skálasvæðis á hálendi Rangárþings ytra.
Hvanngil er um 3 km suður af Álftavatni og er við Fjallabaksleið syðri, rétt norðan Mýrdalsjökuls. Deiliskipulagið nær til tveggja svæða og samanlögð stærð þeirra er um 2 ha. Ferðafélag Íslands festi kaup á skálunum í Hvanngili árið 2002 og núv. byggingar eru 1 skáli byggður 1994, 1 hesthús með gistiaðstöðu byggt 1963, 1 skálavarðarhús byggt 1993 og 1 salernishús byggt 1996. Tvö tjaldsvæði eru á svæðinu. Í deiliskipulagstillögunni er ekki verið að leggja til mikla uppbyggingu á svæðinu umfram það sem nú er heldur er stefnt að því að skilgreina lóðir og byggingarreiti utan um það sem fyrir er og tryggja að unnt sé að byggja við nauðsynlega stækkun skála og salernisaðstöðu eftir því sem ferðamannaþunginn á svæðinu eykst á komandi árum.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna, greinargerð og umhverfisskýrslu og mælist til að deiliskipulagstillagan verði auglýst lögum samkvæmt.
137 2010 Haukadalur lóð 5, á norðursvæði, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar, Rangárþingi ytra.
Breytingin felur í sér breytingar á gildandi greinargerð skipulagsins gr. 2.3 og 2.4. Í grein 2.3 er bætt við setningu sem segir „ Heimilt skal að byggja tvö hús á hverri lóð, enda sé stærð þeirra innan marka sem tilgreind eru í grein 2.4“
Í grein 2.4 er breytingin á þá vegu að heimilt verður að byggja allt að 250 m2 brúttó, þ.e. 180 m2 á aðalhúsi og annað hús allt að 70 m2. Að auki er byggingarreitur á lóð nr. 5 stækkaður og færður ofar í lóðina.
Skipulagsnefnd samþykkir ofangreinda breytingu á deiliskipulagi og greinargerð og mælist til að tillagan verði auglýst lögum samkvæmt.
139 2010 Deiliskipulag hálendismiðstöðvar að Hrauneyjum, Rangárþingi ytra.
Deiliskipulagið nær til um 6 ha lóðar Hálendismiðstöðvarinnar Hrauneyja, landnr. 179274. Deiliskipulagið tekur til byggingarreits fyrir stækkun hálendismiðstöðvarinnar, sem felur í sér stækkun á núverandi gistirými og byggingarreits fyrir fræðslustofu. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010 - 2022, þar er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Eldra deiliskipulag unnið af Litlu Teiknistofunni, dags. í júní 1993 m/síðari breytingum, er fellt úr gildi. Aðkoma að Hrauneyjum er af Landvegi 26 og aðkomuvegi að hálendismiðstöðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
140 2010 Steinkusel, deiliskipulag 4. frístundahúsalóða úr landi Efra-Sels, Rangárþingi ytra.
Deiliskipulagið nær til Steinkusels, landnr. 165021, sem er um 5 ha. spilda. Deiliskipulagið tekur til fjögurra nýrra frístundalóða þar sem heimilt verður að byggja frístundahús og gestahús eða geymslu. Deiliskipulagið er í samræmi við tillögu að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem er í endurskoðun en þar er svæðið skilgreint sem frístundasvæði. Aðkoma að Steinkuseli er um Bjallaveg 272 og aðkomuveg að frístundasvæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt. Nefndin bendir þó landeigendum á, að æskilegt væri að aðilar samnýttu betur vegtengingar, og að gerð verði ný vegtenging inn á svæðið norðan við núverandi aðkomuveg.
Farið yfir athugasemdir sem bárust vegna auglýsingar á eftirtöldu:
Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 og neðangreindum deiliskipulagstillögum og deiliskipulagsbreytingum:
Aðal- og deiliskipulagstillögurnar voru auglýstar í Morgunblaðinu, Búkollu (auglýsingablað borið út á öll heimili í Rangárvallasýslu) og Lögbirtingarblaðinu (á netinu). Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn lágu frammi á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa Ormsvelli 1, Hvolsvelli, og einnig á heimasíðum sveitarfélaganna, frá 17. mars til og með 27. apríl s.l. og var athugasemdafrestur til kl 16.00 þriðjudaginn 27. apríl 2010. Samkvæmt 1. mgr. 18 .gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 var auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagstillögu. Sveitarstjórn Rangárþings ytra auglýsir tillögu að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73-1997 með síðari breytingum. Aðalskipulagstillagan tekur til alls lands innan sveitarfélagamarka og er birt á uppdráttum og í greinargerð. Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum gögnum voru til sýnis frá 17. mars til og með 27. apríl s.l. á eftirfarandi stöðum: Skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, Hellu, Skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs. Ormsvelli 1, Hvolsvelli og Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Öll ofangreind gögn mátti nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins: http://www.rangarthingytra.is. Þeim sem töldu sig eiga hagsmuna að gæta var gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdafrestur var til kl 16:00, þriðjudaginn 27. apríl 2010. Athugasemdum ef einhverjar voru, var skilað á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa að Ormsvelli 1, Hvolsvelli. Komið hafa fram nokkrar athugasemdir við aðalskipulagstillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og svör við athugasemdum, sem má sjá í viðauka 2. með
fundargerð skipulagsnefndar og mælir með því að hreppsnefnd Rangárþing ytra staðfesti aðalskipulagstillöguna.
Samkvæmt 1. mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 var auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur.
Suðurlandsvegur 2-8, Rangárbakki 1-9, á Hellu, deiliskipulag iðnaðar-, athafna- og þjónustusvæðis.
Um er að ræða deiliskipulag iðnaðar-, athafna-, og þjónustulóða við Suðurlandsveg og við Rangárbakka 7 og 9 á Hellu. Svæðið er auðkennt sem I5, Þ3 og Þ4 í aðalskipulagi Rangárþings ytra á Hellu 2010-2022. Stærð skipulagssvæðisins er um 5 ha. Aðkoma að svæðinu er af hringtorgi á Suðurlandsvegi og um Rangárbakka.
Engar athugsemdir hafa borist og telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
Dynskálar á Hellu, deiliskipulag verslunar- og þjónustulóða auk iðnaðarlóða á lóðum 18-36. Einnig breyting á vegstæði Suðurlandsvegar.
Deiliskipulagið tekur til breytinga á vegstæði í gegnum Hellu, auk verslunar- og þjónustulóða við Dynskála 18 og 20. Vegurinn í gegnum Hellu verður færður sunnar á um 350 metra kafla. Þá er um að ræða 8 iðnaðarlóðir frá Dynskálum 22-36. Á lóðum 28-36 er gert ráð fyrir stækkun byggingarreits á hverri lóð til suðurs.
Engar athugsemdir hafa borist og telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
Dynskálar á Hellu, iðnaðarlóðir, austursvæði, lóðir 40-53.
Iðnaðarsvæðið afmarkast af Suðurlandsvegi að sunnan, fyrirhuguðu íbúðarsvæði á Öldum norðanverðu, og að núverandi iðnaðarlóð nr. 36 við Dynskála. Gert er ráð fyrir 11 lóðum, þar af eru tvær þegar byggðar. Aðkoma að svæðinu verður um nýja vegtengingu af Suðurlandsvegi.
Engar athugsemdir hafa borist og telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
Bakkasel, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundalóða á spildu úr landi Efra-Sels.
Deiliskipulagið tekur til um 10 ha. spildu í Bakkaseli í Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið felur í sér, byggingu tveggja frístundahúsa, tveggja gestahúsa og skemmu. Aðkoma að Bakkaseli er um Bjallaveg (nr. 272) og aðkomuveg að frístundasvæðinu.
Engar athugsemdir hafa borist og telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
Efra-Sel, deiliskipulag 4 frístundahúsalóða, Rangárþingi ytra.
Deiliskipulagið nær yfir ríflega 10 ha. svæði úr 40 ha. landsspildu Efra-Sels (landnr.199261). Deiliskipulagið tekur til 4 frístundahúsalóða, Sel 1 til 4. Lóðirnar eru 2,3 til 2,6 ha. að stærð. Áætlað er að hægt verði að byggja frístundahús og gestahús á hverri lóð. Unnið er að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2008-2020, og verður svæðið skilgreint sem frístundasvæði. Aðkoma að svæðinu er um Suðurlandsveg vestan Hellu og um Bjallaveg (nr. 272).
Engar athugsemdir hafa borist og telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
Deiliskipulag Hótels Rangár í Rangárþingi ytra.
Deiliskipulagið nær til um 20 ha. spildu úr landi Hótels Rangár, en land hótelsins (landnr. 187218) er í heild um 35 ha. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi austan Hellu og um aðkomuveg að Hótel Rangá. Deiliskipulagið tekur til byggingarreits fyrir stækkun hótelsins og byggingarreits fyrir starfsmannahús á austurhluta landsins.
Engar athugsemdir hafa borist og telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
Deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar Árhús á Hellu, Rangárþingi ytra
Deiliskipulagið nær til verslunar- og þjónustulóðar Árhúss á Hellu. Deiliskipulagsvæðið er tæplega 4 ha. og tekur til byggingar á smáhýsum og snyrtihúsi.
Engar athugsemdir hafa borist og telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
Fundargerð skipulagsnefndar hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra er samþykkt með sex atkvæðum. Einn situr hjá (ÓEJ). Liðir er snúa að aðalskipulagi er teknir fyrir sérstaklega í liðum 2.2.
- Athugasemdir við auglýsta tillögu að aðalskipulagi, svör sveitarstjórnar.
Lagt fram svarbréf vegna athugasemda við auglýsta tillögu að aðalskipulagi. Svör við athugasemdum má einnig sjá í viðaukaskjali 2, sem fylgir fundargerð 28. fundar skipulagsnefndar. Listi yfir þá sem gerðu athugasemdir er að finna í viðaukaskjali 1, með sömu fundargerð.
Tillaga að Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 var auglýst á tímabilinu 17. mars til 27. apríl 2010 með athugasemdafresti til 27. apríl. Alls bárust um 9 efnislegar athugasemdir við auglýsta skipulagstillögu frá einstaklingum og félagasamtökum en margir aðilar skrifuðu undir sömu eða sambærilegar athugasemdir.
Fjallað var um athugasemdir á fundum stýrihóps aðalskipulags dags. 4. maí 2010, skipulagsnefndar Rangárþings bs. dags. 19. maí 2010, og í sveitarstjórn dags. 20. maí 2010. Athugasemdir voru flokkaðar efnislega, í sviga eru hve margir aðilar gera athugasemdir:
Landnotkun við Ægissíðu (1)
Þéttbýli í Þykkvabæ (17)
Akstursíþróttasvæði í Þykkvabæ (15)
Færsla Suðurlandsvegar frá Brekkum að Ægissíðu (30)
Brú yfir Hólsá við Djúpós (6)
Varnargarðar við Djúpós (1)
Þjónustusvæði á hálendinu (1)
Vatnsverndarsvæði í Keldnahrauni (1)
Athugasemdir við umhverfisskýrslu (1)
Margar athugasemdanna eru samhljóða og fjalla um sömu efnisatriði, einkum þær sem snúa að þéttbýli í Þykkvabæ, akstursíþróttasvæði í Þykkvabæjarfjöru og færslu Suðurlandsvegar. Í meðfylgjandi svörum er leitast við að svara öllum efnisatriðum, sem hafa verið dregin saman í stuttu mál. Í sumum athugasemdabréfum komu fram hugleiðingar og/eða ábendingar sem ekki er litið á sem athugasemdir. Þá eru einnig athugasemdir um útfærsluatriði sem ekki verður gerð nákvæm grein fyrir á aðalskipulagsstigi.
Landnotkun við Ægissíðu.
Gerð er athugasemd við breytta landnotkun í landi Ægissíðu. Skv. gildandi aðalskipulagi sé gert ráð fyrir frístundabyggð og blandaðri landnotkun stofnana- og þjónustusvæðis. Skv. deiliskipulagi frá 2002 eru áætlaðar 10 frístundalóðir og íbúðarhús á jörðinni.
Svar: Í fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði sem m.a. felur í sér heimildir fyrir frístundahúsum til útleigu, eins og nú eru á jörðinni. Skv. aðalskipulagi er heimilt að byggja á hverri jörð allt að þrjú íbúðarhús sem ekki tengjast búrekstri. Eftir sameiningu Djúpárhrepps og Rangárvallahrepps eru ekki lengur forsendur fyrir skilgreiningu stofnanasvæða á jörðinni.
Þéttbýli í Þykkvabæ.
Gerð er athugasemd við að skilgreining á þéttbýli í Þykkvabæ sé fellt út. Óskað er eftir að Þykkvibær verði áfram þéttbýli í ljósi sögunnar þar sem Þykkvibær hefur verið nefndur elsta sveitaþorp landsins og að þróunarmöguleikar staðarins séu betri sem þéttbýli. Ennfremur er bent á að raforkutaxtar séu lægri í þéttbýli en dreifbýli.
Svar: Þykkvibær uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru varðandi þéttbýli skv. skipulagsreglugerð varðandi íbúafjölda og þéttleika byggðar. Sama gildir um byggðakjarna við Laugaland, Gunnarsholt og Rauðalæk. Í þéttbýli eru jafnan takmarkanir á húsdýrahaldi sem getur verið annmarkar á að uppfylla. Því telur sveitarstjórn ekki ástæðu til að halda byggðakjarnanum í Þykkvabæ inni sem þéttbýli, enda getur staðurinn haldið áfram sérkennum sínum sem „sveitaþorp“. Hella er því eini þéttbýlisstaðurinn í Rangárþingi ytra í skilningi aðalskipulags.
Raforkutaxtar taka ekki mið af stöðu byggðar í aðalskipulagi heldur er það ákvarðað út frá skilgreiningu Hagstofu Íslands, þar sem miðað er við minnst 200 íbúa byggð.
Akstursíþróttasvæði í Þykkvabæ.
Athugasemdir eru gerðar við áform um akstursíþróttasvæði í Þykkvabæjarfjöru, án samráðs við landeigendur.
Svar: Aðalskipulag sveitarfélaga er unnið í samráði við landeigendur með því að gefa aðilum kost á að koma sínum sjónarmiðum að á kynningarfundum. Sveitarstjórn mun ekki ganga gegn óskum landeigenda nema brýnir almannahagsmunir krefjist þess. Því mun akstursíþróttasvæði í Þykkvabæjarfjöru verða fellt úr skipulagstillögu, en áfram verður unnið að því að finna svæði þar sem hægt er byggja upp aðstöðu fyrir þessa ört vaxandi starfsemi.
Færsla Suðurlandsvegar frá Brekkum að Rangá við Hellu.
Athugasemd er gerð við að felld hafi verið úr aðalskipulagstillögu færsla Suðurlandsvegar, sem í vinnsluferli var áætluð frá Brekkum austur að Rangá. Tillaga um þessa færslu Suðurlandsvegar var kynnt á kynningafundum við gerð aðalskipulags.
Svar: Á kynningarfundum kom fram mikil andstaða gegn umræddri færslu Suðurlandsvegar hjá nokkrum hlutaðeigandi landeigendum. Litlar undirtektir voru við færslu vegarins hjá íbúum og umsagnaraðilum og því telur sveitarstjórn rétt að skoða betur mögulegar veglausnir til að tryggja sem best öryggi íbúa og umferðar, áður en endanleg útfærsla verður valin.
Brú yfir Hólsá við Djúpós.
Bent er á að út frá öryggissjónarmiðum sé mjög æskilegt að hafa greiðfæra leið vestur yfir Hólsá.
Svar: Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir um að huga þurfi vel að öryggismálum. Því verður skoðað vel með viðkomandi aðilum möguleiki á brú frá Ártúnum yfir á Þykkvabæjarveg enda styrkir sú vegtenging einnig möguleika á sviði ferðaþjónustu og atvinnusóknar. Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar er ekki unnt að setja þessi breytingu inn að lokinni auglýsingu aðalskipulags en í greinargerð aðalskipulags er kveðið á um að unnið verði að þessari tillögu.
Varnargarðar við Djúpós.
Bent er á að styrkja þurfi Djúpósstíflu til að standast stór flóð sem m.a. geta fylgt skyndilegri bráðnun jökulís.
Svar: Sveitarstjórn tekur undir að huga þurfi vel að öllum öryggisþáttum, þ.á.m. stíflumannvirkjum með tilliti til öryggis íbúa. Ef nauðsyn er á að styrkja stífluna er æskilegt að fara í þá framkvæmd í samstarfi við hlutaðeigandi stofnanir, en styrking varnarmannvirkja snertir hins vegar ekki aðalskipulag sveitarfélagsins.
Þjónustusvæði á hálendinu.
Ferðafélag Íslands (FÍ) gerir athugasemdir vegna þjónustusvæða ferðamanna á afréttum:
- i) Athugasemd er gerð við þá fullyrðingu að komið sé að þolmörkum í Landmannalaugum, þar sem engar rannsóknir styðji þá fullyrðingu. Haldið er fram að hægt sé að þjónusta mun fleiri ferðamenn en nú er, ef svæðið sé skipulagt í heild. Óskað er eftir því að Ferðafélaginu verði gert kleyft að bæta starfsemi sína í Landmannalaugum, með fjölgun skála og stækkun tjaldsvæða.
Ennfremur er gerð athugasemd við að ekki sé bent á nýjan stað fyrir hálendismiðstöð og að ekki hafi verið haft samráð við FÍ við gerð aðalskipulagsins:
Svar: Viðhorfskannanir, sem m.a. eru unnar af Háskóla Íslands, benda til þess að gera þurfi breytingar í Landmannalaugum. M.a kemur fram í könnun 2009 að um 30% ferðamanna telja of marga ferðamenn í Laugunum og í könnun 2006 kemur fram að svonefndir náttúrusinnar séu hættir að koma inn í Laugar, en einungis um 3% þeirra komi þangað. Þá segir það sína sögu að íslenskum ferðamönnum hefur fækkað í Landmannlaugum á síðari árum, en á sama tíma hefur orðið mikil aukning á ferðamannafjölda almennt. Því telur sveitarstjórn rök hníga að því að taka þurfi á skipulagsmálum svæðisins og horfa til framtíðar fyrir Fjallabakssvæðið í heild.
Sveitarfélagið hefur unnið undirbúningsvinnu vegna deiliskipulags í Landmannalaugum. Skipulagsvinna í Landmannalaugum og möguleg færsla þjónustuþátta kallar á víðtækt samráð fjölmargra aðila. Sveitarfélagið mun ekki mismuna hagsmunaaðilum varðandi aðkomu að skipulagsmálum, öllum er frjáls aðkoma og tillöguréttur, en sveitarfélagið mun hafa almannahagsmuni í fyrirrúmi.
- ii) FÍ vekur athygli á að deiliskipulagi fyrir Álftavatn sé lokið og deiliskipulag fyrir Hrafntinnusker og Hvanngil sé í vinnslu.
Svar: Gerð verður betri grein fyrir stöðu deiliskipulagsvinnu í greinargerð aðalskipulags en deiliskipulagi er ekki lokið.
iii) FÍ telur að gera þurfi nánari grein fyrir hvernig staðið verði að gerð rammaskipulags fyrir Fjallabakssvæðið, sem greint er frá í aðalskipulagstillögu. Þá sé ekki gerð fullnægjandi grein fyrir viðkvæmum svæðum á hálendinu og ekki sé tekið á vaxandi umferð vélknúinna ökutækja um hálendið. Þá sé ekki hugað að öryggisþáttum, s.s. hálendisgæslu og vöktun göngufólks.
Svar: Aðalskipulagi sveitarfélaga er ætlað að leggja meginlínur í landnotkun. Sveitarstjórn stefnir að því að vinna rammaskipulag af Fjallabakssvæðinu, sem taki einkum til ferðaþjónustu og samgangna, þar sem verður m.a. tekið á umferð um hálendið. Sveitarfélagið fer með skipulagsmál og mun því bera ábyrgð á rammaskipulagi sem verður unnið í samstarfi við hina fjölmörgu umsjónar- og hagsmunaaðila með hagsmuni almennings að leiðarljósi.
Vatnsverndarsvæði í Keldnahrauni.
Landeigandi gerir athugasemd við afmörkun vatnsverndarsvæðis í Keldnahrauni og telur að ekki hafi verið staðið nægilega faglega að afmörkun vatnsverndarsvæðis. Þá séu sumar lindir sem áætlaðar séu til virkjunar ekki með stöðugu rennsli og efnainnihald vatns sé ekki ásættanlegt til neyslu. Landeigandi dregur í efa að haft hafi verið samráð við sérfræðinga Orkustofnunar um skilgreiningu vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu.
Svar: Afmörkun vatnsverndarsvæða á Rangárvöllum var ákvörðuð við gerð gildandi Aðalskipulags fyrrum Rangárvallahrepps 2002-2014. Þá var afmörkun verndarsvæða kortlögð í samráði við Orkustofnun, eins og fram kemur í skýrslu Orkustofnunar um „Lindir og lindasvæði í Holta- og Landsveit og í Rangárvallahreppi“ nr. 054/2000. Þessi skýrsla var lögð til grundvallar stefnumörkun um vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi Rangárþings ytra. Vitnað er til skýrslu Orkustofnunar og ISOR frá 2008 í heimildaskrá. Tekið er undir að svæðið í Hekluhraunum hefur ekki verið rannsakað jafn ítarlega og nauðsynlegt er með tilliti til stöðugleika linda, vatnsgæða eða grunnvatnsrennslis. Sveitarstjórn mun því árétta í greinagerð aðalskipulags að unnið verði að ítarlegri rannsókn á vatnsgæðum og grunnvatni á svæðinu og að afmörkun vatnsverndarsvæða verði endurskoðuð að því loknu.
Umhverfisskýrsla.
Athugsemd er gerð við að verslunar- og þjónustusvæði á hálendinu séu ekki tekin fyrir í umhverfisskýrslu. Ekki sé tekið til umhverfismats álag af völdum ferðamanna í Landmannalaugum og að ekki séu metin áhrif þess að færa þjónustu úr Landmannalaugum.
Svar: Umhverfisskýrslu er ætlað að meta þau áhrif sem verða af þeim breytingum sem nýja skipulagsáætlunin felur í sér. Ekki eru lagðar til breytingar á verslunar- og þjónustusvæðum á afréttum í aðalskipulaginu og því er ekki grundvöllur til að meta breytingar á þeirri landnotkun. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um breytta landnotkun í Landmannalaugum.
Tillaga um að staðfesta framlögð svör við athugasemdum við auglýst aðalskipulag 2010 – 2022.
Samþykkt samhljóða.
Aðalskipulag Rangárþings ytra 2010 – 2022, er samþykkt af sveitarstjórn og sendist til afgreiðslu Skipulagsstofnunar og staðfestingar umhverfisráðherra.
Samþykkt samhljóða.
- Holtamannaafréttur, útivist og afþreying.
Til kynningar.
- Umsókn um einbýlishúsalóð, Öldur III.
Með hliðsjón af því að umrædd einbýlishúsalóð hefur ekki verið auglýst í samræmi við samþykktir um lóðaúthlutun er afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra falið að auglýsa umrædda lóð og aðrar nálægar einbýlishúsalóðir lausar til umsóknar og leggja umsóknina fyrir að nýja að umsóknarfresti loknum.
Samþykkt samhljóða.
- Landskipti, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- Engin erindi bárust.
- Hlutafjárframlag vegna Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
Tillaga um að auka hlutafé sveitarfélagsins í hlutafélaginu Suðurlandsvegi 1-3 ehf. í 120 milljónir króna.
Samþykkt með þremur atkvæðum, einn greiðir atkvæði á móti (MJ) og þrír sitja hjá (ÓEJ, ÞS, LB).
- Suðurlandsvegur 1-3 ehf., með vísan í 6. lið 56. fundar hreppsnefndar.
Lögð fram svör frá framkvæmdastjóra Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
Til kynningar.
- Ársreikningar 2009, fyrri umræða.
Lagðir fram til fyrri umræðu ársreikningar 2009 fyrir Rangárþing ytra og samstarfsverkefni á Laugalandi. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi og Indriði Indriðason fjármálastjóri gerðu grein fyrir helstu stærðum.
Tillaga um að vísa afgreiðslu til síðari umræðu á hreppsnefndarfundi 10. júní 2010.
Samþykkt samhljóða.
- Fjallarall, umsókn um keppnisleyfi.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfa keppnisleyfis fyrir Fjallarall.
Samþykkt samhljóða.
- Fjallskil Holtamannaafrétti 2008.
Með hliðsjón af því að niðurstaða hefur fengist í ágreining um niðurjöfnun fjallskila á Holtamannaafrétti er sveitarstjóra falið að jafna niður fjallskilakostnaði 2008 á upprekstrarréttarhafa, þannig að þriðjungur jafnist á rétthafa, þriðjungur á ásett fé og á rekið fé verði lagt álag sem jafngildi gjaldi á ásett fé fyrir hverja kind. Eftirstöðvar falli á sveitarsjóð.
Samþykkt samhljóða.
- Sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra á Suðurlandi.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins uns kynning á tillögu um skipulag málefna fatlaðra á starfssvæði SASS hefur farið fram.
Samþykkt samhljóða.
- Vatnajökulsþjóðgarður, stjórnunar- og verndaráætlun.
Til kynningar.
- Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010.
Heimild til sveitarstjóra um að staðfesta með undirritun kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí nk. og leggja fram til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins, frá 19. maí sl. er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Mýrarkot Laugalandi, ósk um leigu á þjónustuhúsi.
Lagt fram erindi frá leigjendum tjaldsvæðis á Laugalandi um leigu á Mýrarkoti til nota sem þjónustuhús við tjaldsvæði. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að fela sveitarstjóra, í samráði við oddvita Ásahrepps, að gera skammtímaleigusamning á umræddu húsi til þriggja mánaða á meðan ekki liggur fyrir ákvörðun um framtíðarnotkun á húsinu.
Samþykkt samhljóða.
- Suðurlandsvegur 1, ósk um leigu á atvinnuhúsnæði.
Lagt fram erindi frá Hallgerði ehf. vegna leigu á skrifstofuaðstöðu á Suðurlandsvegi 1. Sveitarstjóra falið að gera leigusamning í samræmi við fyrirliggjandi drög
Samþykkt samhljóða.
- Sautjándi júní hátíðarhöld, samstarfssamningur.
Lögð fram drög að samstarfssamningi vegna 17. júní hátíðarhalda á Hellu. Tillaga um að staðfesta samninginn.
Samþykkt samhljóða.
- Kæra til úrskurðarnefndar frístundahúsamála.
Lagt fram bréf vegna kæru til úrskurðarnefndar frístundahúsamála vegna leigu á lóð í landi Gaddstaða .
Til kynningar.
- Orkufrekur iðnaðar í héraði, samskipti við Greenstone.
Til kynningar.
- Staðgreiðsluáætlun og launagreiðsluáætlun.
Frestað til næsta fundar.
- Sundlaugayfirbreiðsla Hellu.
Lagt fram tilboð vegna sundlaugayfirbreiðslu á sundlaugina Hellu. Samþykkt að ganga að tilboðinu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Veiðifélag Ytri Rangár og vesturbakka Hólsár.
Ákvörðun um að fela Þorgils Torfa Jónssyni um að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi veiðifélagsins er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Stofnun Árna Magnússonar, styrkumsókn.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Samþykkt samhljóða.
- Háskólafélag Suðurlands, aðalfundarboð.
Til kynningar.
- Landskerfi bókasafna, aðalfundarboð.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu.
- Fornleifavernd, Hótel Rangá.
- Markaðsstofa Suðurlands, verkefni janúar – apríl 2010.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, kostnaðaráhrif laga um leikskóla og grunnskóla.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, umbætur á vsk-umhverfi sveitarfélaga.
- Sjúkratryggingar Íslands, fyrirspurn um íbúðir aldraðra.
- Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, framlag til sérþarfa fatlaðra barna.
- SASS, vegna ársþings 2010 og vegna eldgoss í Eyjafjallajökli.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.