59. fundur 10. júní 2010

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 10. júní 2010, kl. 13:00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Sigurgeirsdóttir. Að auki Indriði Indriðason fjármálastjóri og Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Um er að ræða síðasta fund hreppsnefndar kjörtímabilið 2006 – 2010.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Byggingarnefnd, 35. fundur, 2. júní.

Sveitarstjórn staðfestir þá liði er varða Rangárþing ytra og eru:

430-2010 Minnivellir, lóð 9, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Guðmundur Þór Ágústsson sækir um leyfi til að flytja 40 fm. sumarhús frá Laugarvatni á lóð sína nr. 9 í landi Minni-Valla. Samþykkt.

431-2010 Freyvangur 16, Hellu – leyfi til breytinga á gluggum og palli.

Ingólfur Rögnvaldsson sækir um leyfi til að breyta gluggum á húsi sínu að Freyvangi 16. Einnig óskar hann eftir leyfi til að setja báruplast sem þak á sólpalli við Freyvang 16, Hellu. Samþykkt.

432-2010 Nestún 3, Hellu – leyfi til að endurnýja glugga.

Karl Sigurðsson sækir um leyfi til að endurnýja glugga í húsi sínu að Nestúni 3 á Hellu. Samþykkt.

433-2010 Árbæjarhellir, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir húsi.

Guðrún Guðbjartsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir húsi til eins árs á landi sínu í Árbæjarhelli, Rangárþingi ytra, með samþykki systkina sinna og meðeigenda. Samþykkt.

434-2010 Lækur, lóð 13, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir gestahúsi.

Bjarni V. Ástþórsson sækir um byggingarleyfi fyrir gestahúsi á lóð sinni að Læk, lóð 13 í Rangárþingi ytra. Samþykkt.

435-2010 Arnkötlustaðir, Rangárþingi ytra – leyfi til að byggja við íbúðarhús.

Hannes Birgir Hannesson sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhús sitt að Arnkötlustöðum. Samþykkt.

436-2010 Hallstún, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi/gestahúsi.

Margrét Lilja Valdimarsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi /gestahúsi á landi sínu að Hallstúni í Holta- og Landsveit, landnr. 165230. Samþykkt.

Fundargerð byggingarnefndar hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra er samþykkt samhljóða.

  • Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 24. verkfundur, 1. júní 2010.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands 127. fundur, 2. júní 2010.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, 190. fundur, 20. maí 2010.

Til kynningar.

  • Aðgerðir í ferða- og upplýsingamálum, minnisblað, 26. maí 2010.

Til kynningar.

  1. Umsagnir um veitingaleyfi og tengd erindi:
    • Kaldakinn, gististaður í flokki I.

Hreppsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við veitingu leyfis fyrir gististað í flokki I (heimagisting) að Köldukinn.

Samþykkt samhljóða.

  • Kanslarinn, veitingastaður í flokki III.

Hreppsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við veitingu leyfis fyrir veitingastað í flokki III (veitingahús) í Kanslaranum, Dynskálum 10C á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Ársreikningar 2009, seinni umræða.

Tillaga um að staðfesta ársreikninga sveitarfélagsins og samstarfsverkefna á Laugalandi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þrír sitja hjá (ÓEJ, GÞ, MÝS).

Bókun B-lista vegna ársreikninga 2009

B-listinn harmar að ekki hafi verið staðið betur að rekstri sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili, þar sem ljóst er að mikill fjárhagsvandi hefur hlaðist upp í tíð núverandi sveitarstjórnar undir forystu D-lista. Það er búið að ráðstafa skatttekjum sveitarfélagsins næstu ára og ný sveitarstjórn fær gríðarlega erfið verkefni til úrlausnar á næsta kjörtímabili.

Eins og fram kemur í ársreikningi 2009 koma fram alvarlegar ábendingar frá endurskoðendum KPMG hvað fjármálin varðar.

Meiri hluti Rangárþings ytra hefur sett fé langt umfram fjárhagsáætlun í tengibyggingu við Suðurlandsvegs 1-3 á sama tíma og óvissa ríkir um fjármögnun sveitarfélagsins árið 2010.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Ólafur Júlíusson

 

Bókun fulltrúa D-listans vegna bókunar fulltrúa B-listans við afgreiðslu á ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2009, á 59. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 10. júní 2010.

D-listinn harmar að í bókun fulltrúa B-listans skuli koma fram ávirðingar um að fulltrúar D-listans skuli hafa misfarið með fé sveitarfélagsins. Ævinlega voru veittar heimildir til útláta á því fjármagni sem fór í Suðurlandsveg 1-3 ehf.

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur sveitarstjórnin þurft að takast á við ýmis vandamál, en líklega verður fjármálahrunið og afleiðingar þess að teljast með því stærsta. Á kjörtímabilinu hefur sveitarfélagið framkvæmt fyrir um 750 milljónir króna, á sama tíma hafa skuldir aukist um 650 milljónir og eignir sveitarfélagsins eru um 2 milljarðar. Það verður að teljast nokkuð gott að þrátt fyrir efnahagshrun og þrátt fyrir erfiðleika því tengdu skuli staðan ekki vera verri en raun ber vitni.

Þá verður einnig að segjast að lítið hefur farið fyrir uppbyggilegum tillögum B-listans við fjármálastjórn sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Nú þegar B-listinn hefur skipt um ham undir merkjum Á-listans og mun eftir helgi taka við forystu í sveitarstjórn vill D-listinn lýsa því yfir að á komandi kjörtímabili mun D-listinn ekki koma að fjármálastjórn sveitarfélagsins með sama sofandahætti og skilningsleysi og fráfarandi minnihluti.

D-listinn óskar fulltrúum B-listans velfarnaðar í störfum sínum í næstu sveitarstjórn.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson og Helga Fjóla Guðnadóttir

Ársreikningarnir áritaðir af sveitarstjórn.

  1. Tillaga um stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Sveitarstjórn áréttar fyrri bókanir varðandi tillögu um stækkun friðlands í Þjórsárverum og hafnar þessari tillögu um stækkun friðlands í Þjórsárverum á Holtamannaafrétti. Sveitarstjóra falið að upplýsa Umhverfisstofnun um afstöðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

  1. Lóð 5 í landi Gaddstaða.

Til kynningar.

  1. Upplýsingagjöf vegna birtingar ársreikninga.

Til kynningar.

  1. Launatölur og áætlanir á deildir.

Lagt fram yfirlit yfir greidd laun og áætlanir á rekstrardeildir sveitarfélagsins. Fram kemur að yfirlit eru í samræmi við áætlanir. Sveitarstjóra falið að láta vinna 6 mánaða uppgjör og leggja fyrir nýja hreppsnefnd.

Samþykkt með sex atkvæðum, Einn situr hjá (ÓEJ).

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Landeyjahöfn, kynningar- og umræðufundur.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
    • Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, heildaryfirlit yfir framlög, framlag fyrir nýbúafræðslu.
    • Vinnueftirlitið, eftirlit í byggingar- og mannvirkjagerð.
    • Fornleifavernd, Árhús, Leirubakki, Hrauneyjar, Lyngás.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna.
    • Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli

 

 

 

Oddviti þakkaði sveitarstjórn og sveitarstjóra samstarfið á kjörtímabilinu sem er að ljúka.

Sveitarstjóri þakkaði sveitarstjórn samstarfið á kjörtímabilinu.

Sveitarstjórn þakkaði oddvita og sveitarstjóra samstarfið á kjörtímabilinu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.