1. fundur 14. júní 2010

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2010 - 2014,

haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, mánudaginn 14. júní 2010, kl. 13:00.

 

Mætt voru: Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Sigurgeirsdóttir, Magnús Jóhansson, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Að auki Indriði Indriðason fjármálastjóri og Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þorgils Torfi Jónsson boðar og setur fundinn í krafti starfsaldurs í sveitarstjórn. Þorgils Torfi stjórnar fundinum fram yfir kjör oddvita.

 

  1. Skýrsla kjörstjórnar um sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí 2010, ásamt kjörbréfum.

Lagt fram bréf frá kjörstjórn Rangárþings ytra við sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí 2010. Með bréfinu fylgir afrit af skýrslu kjörstjórnarinnar til Hagstofu Íslands um kosningarnar og afrit af kjörbréfum til aðal- og varamanna í sveitarstjórn Rangárþings ytra.

Til kynningar.

  1. Kosningar í embætti sveitarstjórnar:
    • Kjör oddvita.

Tillaga um að Guðfinna Þorvaldsdóttir, Saurbæ, 851 Hellu verði oddviti 2010 - 2011.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, ÞTJ, AMK).

 

Nýkjörinn oddviti, Guðfinna Þorvaldsdóttir, tekur við fundarstjórn.

 

  • Kjör varaoddvita.

Tillaga um að Magnús Hrafn Jóhannsson, Freyvangi 22, 850 Hellu verði varaoddviti 2010 – 2011.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, ÞTJ, AMK).

  • Kjör hreppsráðs til eins árs.

Tillaga um að eftiraldir hreppsnefndarmenn skipi hreppsráð 2010 – 2011;

Aðalmenn:

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Bolöldu 4, 850 Hellu.

Steindór Tómasson, Bergöldu 2, 850 Hellu.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Laufskálum 4, 850 Hellu.

Samþykkt samhljóða.

Varamenn:

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Saurbæ, 851 Hellu.

Magnús Hrafn Jóhannsson, Freyvangi 22, 850 Hellu.

Þorgils Torfi Jónsson, Freyvangi 6, 850 Hellu.

Samþykkt samhljóða.

  • Kjör formanns og varaformanns hreppsráðs til eins árs.

Tillaga um að Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir verði formaður hreppsráðs 2010 – 2011

Samþykkt með fimm atkvæðum, tveir sitja hjá (ÞTJ, AMK).

Steindór Tómasson verði varaformaður 2010 – 2011.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (ÞTJ).

  • Kjör kjörstjórnar.

Tillaga um að eftiraldir skipi kjörstjórn.

Aðalmenn:

Valur Haraldsson, formaður, Heiðvangi 10, 850 Hellu.

Sigrún Sveinbjarnardóttir, Bogatúni 36, 850 Hellu.

Birkir Ármannsson, Brekku, 851 Hellu.

Samþykkt samhljóða.

Til vara:

Kristín Bragadóttir, Selalæk II, 851 Hellu.

Ólafur Helgason, Ártúni 2, 850 Hellu.

Bogi Thorarensen, Helluvaði, 851 Hellu.

Samþykkt samhljóða.

  • Kjör skoðunarmanna ársreikninga.

Tillaga um að eftiraldir verði skipaðir skoðunarmenn ársreikninga;

Aðalmenn:

Halldóra Þorvarðardóttir, Fellsmúla, 851 Hellu.

Knútur Scheving, Freyvangi 19, 850 Hellu.

Samþykkt samhljóða.

Til vara:

Lúðvík Bergmann, Bakkakoti 1, 861 Hvolsvelli.

Björgúlfur Þorvarðarson, Hrafntóftum II, 851 Hellu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundartímar hreppsnefndar og hreppsráðs.

Tillaga um að fundartímar hreppsnefndar verði fyrsti fimmtudagur í mánuði klukkan 13:00 og að fundartímar hreppsráðs verði þriðji fimmtudagur í mánuði klukkan 16:00.

Samþykkt samhljóða.

  1. Ráðning sveitarstjóra.

Lögð fram tillaga um að oddvita verði falið að auglýsa eftir umsóknum um starf sveitarstjóra kjörtímabilið 2010 – 2014.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (ÞTJ).

Oddvita falið að ganga frá starfslokasamningi við sveitarstjóra með hliðsjón af ákvæðum í ráðningarsamningi hans. Sveitarstjóri mun sinna starfi sínu þarf til nýr sveitarstjóri verður ráðinn.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Kjör nefnda, ráða og stjórna:
    • Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps (3 aðalmenn og 3 varamenn).
    • Héraðsnefnd (3 aðalmenn og 3 varamenn).
    • Atvinnu-, markaðs- og ferðamálanefnd (5 aðalmenn og 5 varamenn).
    • Fræðslunefnd (5 aðalmenn og 5 varamenn).
    • Skipulags og byggingarnefnd (3 aðalmenn og 3 varamenn).
    • Félagsmála- og jafnréttisnefnd (2 aðalmenn og 2 varamenn).
    • Samgöngu- hálendis og umhverfisnefnd (5 aðalmenn og 5 varamenn).
    • Stjórn Lundar, hjúkrunar-og dvalarheimilis (3 aðalmenn og 3 varamenn).
    • Barnaverndarnefnd (2 aðalmenn og 2 varamenn).
    • Íþrótta-menningar-og tómstundanefnd (5 aðalmenn og 5 varamenn).
    • Fjallskilanefnd Landmannaafréttar (1 aðalmaður og 1 varamaður).
    • Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar (1 aðalmaður og 1 varamaður).
    • Búfjáreftirlitsnefnd Rangárvallasýslu (1 aðalmaður og 1 varamaður).
    • Tilnefning fulltrúa Rangárþings ytra í stjórn Strandarvallar (1 aðalmaður og 1 varamaður).

Ofangreind nefndarskipan er til kynningar fyrir sveitarstjórn. Fyrirvari er gerður um samþykki nágrannasveitarfélaganna, Rangárþings eystra, Ásahrepps, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps um nýja skipan Félags- og jafnréttisnefndar, og Ásahrepps og Rangárþings eystra um nýja skipan Skipulags- og byggingarnefndar.

Með sameiningu nefnda og fækkun fulltrúa í einstaka nefndum er verið að hagræða og gera starf nefnda skilvirkara.

Sveitarstjóra falið að láta vinna breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp, þ.m.t. breytingar á nefndaskipan í samráði við varaoddvita, varaformann hreppsráðs og Guðmund Inga Gunnlaugsson, og kynna niðurstöður á næsta fundi hreppsnefndar sem ráðgerður er 28. júní nk. 13:00, til fyrri umræðu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Mötuneytismál Grunnskólans á Hellu, skipurit Grunnskólans á Hellu.

Oddvita falið að eiga fund með skólastjóra og fara yfir stöðu mötuneytis innan skólans og skila áliti til hreppsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Virkjun Kerauga, staða mála.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Unnið er að styrkingu vatnsöflunar og vatnsdreifingar á veitusvæði Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps og virkjun Kerauga. Að öðru leyti er vísað í fundargerðir vatnsveitunnar.

Til kynningar.

 

 

  1. Tryggingarmál stofnana sveitarfélagsins.

Sveitarstjóra falið að tilkynna tryggingarfélagi að ekki verði um sjálfkrafa framlengingu á tryggingum að ræða að loknum samningstíma, heldur verði óskað tilboða í tryggingar að þeim tíma loknum til að tryggja sem hagstæðust kjör hverju sinni.

Samþykkt samhljóða.

  1. Blátunnuvæðing Rangárþings ytra, með vísan í 13. lið 54. fundar hreppsnefndar.

Með blátunnuvæðingu er verið að koma á flokkun á pappír og pappa í sveitarfélaginu, en hlutfall pappírs er mjög stórt og til mikils að vinna að gera verðmæti úr honum. Varaoddvita falið að fara yfir framkvæmd málsins með sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

  1. Leiga á fundarsal sveitarfélagsins, með vísan á lið 13. á 58. fundi hreppsnefndar.

Sveitarstjóra falið að ræða við aðila um heppilegan tímapunkt að upphafi á leigu á núverandi fundarsal.

Samþykkt samhljóða.

  1. Heimasíða sveitarfélagsins, opin stjórnsýsla.

Sveitarstjórn vill opna stjórnsýsluna betur fyrir íbúum með því að efla heimasíðu sveitarfélagsins með því markmiði að auglýsa sveitarfélagið og gera upplýsingar um stjórnsýsluna aðgengilegri fyrir íbúa. Sveitarstjórn mun kappkosta að upplýsa íbúa um það sem fram fer í stjórnsýslunni svo sem lög leyfa, því upplýst umræða er forsenda þess að lýðræðið verði fullnýtt. Tillaga um að fela sveitarstjóra og oddvita að gera lýsingu á vinnu við heimasíðu sveitarfélagsins og leggja þær fram á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

  1. Töðugjöld 2010, undirbúningur.

Tillaga um að halda Töðugjöld 13. og 14. ágúst nk. Margréti Ýrr og Önnu Maríu falið að vinna að undirbúningi töðugjalda 2010 og funda með tenglum litahverfa í öllu sveitarfélaginu. Tillögum skal skilað á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Suðurlandsvegur 1-3, staða mála.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að opnuð verði Krónuverslun að Suðurlandsvegi 1 á Hellu, eins og samningur þess við Kaupás segir til um. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Kaupás um hvenær Krónuverslun verði opnuð á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

Þröstur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsvegar 1-3 ehf. gerði grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir og fjármögnun tengibyggingar. Fram kom að erfiðleikar eru varðandi fjármögnun á verkinu.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir hluthafafundi svo fljótt sem verða má. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti afbrigði frá samþykktum um fundarboðun. Fundarefni er kosning nýrrar stjórnar og fjármögnun verkefnisins.

Sveitarstjórn samþykkir að kanna með hvaða hætti eðlilegast sé að standa að tilnefningu manna í stjórn félagsins og með afgreiðslu mála á milli sveitarfélagsins og Suðurlandsvegar 1-3 ehf. Kanna þarf með hæfi manna sem sitja í sveitarstjórn ef þeir sitja einnig í stjórn félagsins með hliðsjón af samþykktum félagsins og reglum sem gilda um einkahlutafélög. Oddvita, varaoddvita og sveitarstjóra falið að vinna að málinu og skila áliti á aukafundi sveitarstjórnar sem halda skal að loknum hluthafafundi.

Samþykkt samhljóða.

  1. Leikvellir í sveitarfélaginu, staða leikvalla og hugmyndir um framtíðarskipulag.

Tillaga að fela formanni hreppsráðs ásamt sveitarstjóra að kanna stöðu leikvallamála í sveitarfélaginu og gera tillögu um framtíðarskipulag leikvalla til að leggja fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

  1. Rangárbakkar ehf. og Rangárhöllin ehf., vegna Gaddstaðaflata.

Sveitarstjóra og varaformanni hreppsráðs falið að ræða við bréfritara um málefni Gaddstaðaflata.

Samþykkt samhljóða.

  1. Landsmót harmonikkuleikara á Hellu 2011.

Sveitarstjóra og varaformanni hreppsráðs falið að ræða við bréfritara og benda á þá góðu aðstöðu sem er að finna á Hellu og nágrenni fyrir ferðamenn.

Samþykkt samhljóða.

  1. Vinnuskólinn, vegna fjölda umsókna.

Fyrir liggur að fjöldi umsókna er meiri en gert var ráð fyrir. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir niðurskurði til málaflokksins. Sveitarstjóra og formanni hreppsráðs falið að fara yfir stöðu mála og leggja fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Byggingar- og skipul.fulltr.embætti. Rangárþings bs., fundur 3. 6. 10, ársreikningur 2009 og tillaga að gjaldskrá.

Fundargerðin og ársreikningar 2009 eru til kynningar.

Gjaldskrá byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings bs. er staðfest, með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórna annarra aðildarsveitarfélaga sem standa að embættinu. Hreppsnefnd beinir því til stjórnar að skoða hvort ekki sé eðlilegra að miða við breytingar á vísitölu neysluvöru.

Samþykkt samhljóða.

  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 16. fundur, 16. mars 2010.

Til kynningar.

  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 17. fundur 10. júní 2010, ásamt ársreikningi 2009.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 22. verkfundur, 18. maí 2010.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 23. verkfundur, 25. maí 2010.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 25. verkfundur, 8. júní 2010.

Til kynningar.

  • Tónlistarskóli Rangæinga, 127. fundur 31. maí 2010.

Til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45.