3. fundur 28. júní 2010

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2010 – 2014,

haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, mánudaginn 28. júní 2010, kl. 13:00.

 

Mætt voru: Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús Jóhannsson, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Einnig Indriði Indriðason og Örn Þórðarson sem ritaði fundargerð. Katrín Sigurðardóttir tók sæti Þorgils Torfi Jónssonar frá og með lið 21.

Tillaga um að við bætist liður nr. 26. Orlof sveitarstjórnar og umboð hreppsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 16. fundur, 16. mars 2010.

Gjaldskrárbreyting, sbr. 2. lið, er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 98. fundur, 28. maí 2010.

Til kynningar.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 99. fundur, 15. júní 2010.

Til kynningar.

  • Félagsmálanefnd, 30. fundur, 23. júní 2010.

Til kynningar.

  • Öldur III, 22. verkfundur, 8. júní 2010.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3 ehf., fundur 27. janúar 2010.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3 ehf., fundur 19. maí 2010.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3 ehf., fundur 21. júní 2010.

Til kynningar

  • Málefni Gaddstaðaflata, fundur 16. júní 2010.

Sveitarstjóra, Steindóri Tómassyni og Þorgils Torfa Jónssyni falið að ræða við nágrannasveitarfélögin um framtíðarmálefni Rangárbakka ehf. og Rangárhallarinnar ehf.

Samþykkt samhljóða.

  • Vinnumarkaðsráð Suðurlands, 17. fundur, 11. júní 2010.

Til kynningar.

  1. Umsagnir vegna leyfisveitinga, sýslumaður Hvolsvelli:
    • Galtalækjarskógur, tónleikar/útihátíð, tækifærisleyfi með áfengisveitingum.

Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga varðandi fyrirhugaða áfengissölu í Galtalækjarskógi.

Afgreiðslu frestað.

  1. Samþykktir um stjórn og fundarsköp, fyrri umræða.

Lögð fram drög að breyttum samþykktum um stjórn og fundarsköp. Afgreiðslu vísað til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Kjör nefnda, ráða og stjórna:
    • Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps (3 aðalmenn og 3 varamenn).

Oddvita falið að boða til sameiginlegs fundar, með sveitarstjórn Ásahrepps, í samráði við oddvita Ásahrepps.

Samþykkt samhljóða.

  • Héraðsnefnd (3 aðalmenn og 3 varamenn).

Tillaga um að skipa sem aðalmenn Guðfinnu Þorvaldsdóttur, Steindór Tómasson og Þorgils Torfa Jónsson og til vara Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur, Magnús H. Jóhannsson og Guðmund Inga Gunnlaugsson.

Samþykkt samhljóða.

  • Atvinnu- og menningarmálanefnd (5 aðalmenn og 5 varamenn).

Tillaga um að skipa sem aðalmenn Gunnar Aron Ólason, Tómas Þorgilsson, Nínu Maríu Morávek, Katrínu Sigurðardóttur og Ómar Diðriksson og til vara Ingva Harðarson, Jóhann Björnsson, Guðrúnu Dröfn Ragnarsdóttur, Guðmund Gunnar Guðmundsson og Sigríði Theódóru Kristinsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

  • Fræðslunefnd / skólanefnd(5 aðalmenn og 5 varamenn).

Tillaga um að skipa sem aðalmenn Magnús H. Jóhannsson, Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur, Jónellu Sigurjónsdóttur, Valgerði K. Brynjólfsdóttur og Írisi B. Sigurðardóttur og til vara Pálma Sævar Þórðarson, Hjördísi Rut Albertsdóttur, Arndísi Fannberg, Önnu Maríu Kristjánsdóttur og Ómar Diðriksson.

Samþykkt samhljóða.

  • Skipulags og byggingarnefnd (3 aðalmenn og 3 varamenn).

Tillaga um að skipa í byggingarnefnd sem aðalmenn þá Valmund Gíslason, Þorkel Guðnason og Guðmund Inga Gunnlaugsson og til vara Sigfús Davíðsson, Stein Másson og Þorgils Torfa Jónsson.

Tillaga um að skipa oddvita í skipulagsnefnd og til vara varaoddvita. Stefnt er að sameiningu nefndanna í eina nefnd; skipulags- og byggingarnefnd, í samvinnu við nágrannasveitarfélögin.

Samþykkt samhljóða.

  • Félagsmála- og jafnréttisnefnd (2 aðalmenn og 2 varamenn).

Tillaga um að skipa sem aðalmenn Hafdísi Garðarsdóttur og Lovísu Björk Sigurðardóttur og til vara

Guðmund Ómar Helgason og Katrínu Sigurðardóttur. Fyrirvari er gerður á að ekki er búið að ganga frá breytingu á samþykktum varðandi nefndina.

Samþykkt samhljóða.

  • Samgöngu- hálendis og umhverfisnefnd (5 aðalmenn og 5 varamenn).

Tillaga um að skipa sem aðalmenn Sigurgeir Guðmundsson, Þröst Guðnason, Anne Bau, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Önnu Maríu Kristjánsdóttur og til vara Jóhann Björnsson, Svan Lárusson, Margréti Eggertsdóttur, Bæring Guðmundsson og Katrínu Sigurðardóttur.

Samþykkt samhljóða.

  • Stjórn Lundar, hjúkrunar-og dvalarheimilis (3 aðalmenn og 3 varamenn).

Tillaga um að skipa sem aðalmenn Drífu Hjartardóttur, Kjartan Magnússon, Önnu Maríu Kristjánsdóttur og til vara Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur Magnús H. Jóhannsson og Guðmund Inga Gunnlaugsson.

Samþykkt samhljóða.

  • Barnaverndarnefnd (2 aðalmenn og 2 varamenn).

Tillaga um að skipa sem aðalmenn Særúnu Sæmundsdóttur, Sigrúnu Ólafsdóttur og til vara Þórdísi Ingólfsdóttur og Önnu Maríu Kristjánsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

  • Íþrótta- og tómstundanefnd (5 aðalmenn og 5 varamenn).

Tillaga um að skipa sem aðalmenn Guðna Sighvatsson, Guðjón Gestsson, Ingibjörgu Þóru Heiðarsdóttur, Bæring Guðmundsson og Guðmund Gunnar Guðmundsson og til vara Marý Lindu Jóhannsdóttur, Ínu Karen Markúsdóttur, Önnu Björg Stefánsdóttur, Ómar Diðriksson og Sigríði Theódóru Kristinsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

  • Fjallskilanefnd Landmannaafréttar (1 aðalmaður og 1 varamaður).

Tillaga um að skipa sem aðalmann Kristinn Guðnason og til vara Jón Gunnar Benediktsson.

Samþykkt samhljóða.

  • Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar (1 aðalmaður og 1 varamaður).

Tillaga um að skipa sem aðalmann Ingimar Grétar Ísleifsson og til vara Stein Másson.

Samþykkt samhljóða.

  • Búfjáreftirlitsnefnd Rangárvallasýslu (1 aðalmaður og 1 varamaður).

Tillaga um að skipa sem aðalmann Erlend Ingvarsson og til vara Kjartan Magnússon.

Samþykkt samhljóða.

  1. Laun sveitarstjórnar og nefnda.

Lagt fram yfirlit yfir greiðslur vegna trúnaðarstarfa á vegum sveitarfélagsins.

Til kynningar.

  1. Starfslok sveitarstjóra.

Lögð fram drög að samkomulagi vegna starfsloka sveitarstjóra. Tillaga um að staðfesta framlögð drög.

Samþykkt samhljóða.

  1. Trúnaðarmál.
  2. Töðugjöld 2010, undirbúningur.

Lagt fram erindi frá áhugahópi um Töðugjöld á Hellu, þar sem óskað er eftir styrk til skipulagningar og framkvæmdar Töðugjalda, að upphæð kr. 500.000,-.

Samþykkt samhljóða.

Margét Ýrr vék af fundi vegna vanhæfis undir afgreiðslu 8. liðar.

  1. Vinnuskólinn. vegna fjölda umsókna.

Tillaga um að auka framlag til vinnuskólans um kr. 1.800.000,-. og vísa kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Rekstrar-,kaupleigu- og lánasamningar, yfirlit.

Fjármálastjóri lagði yfirlit yfir rekstrar-, kaupleigu- og lánasamninga fram við lögmannsstofuna Lex, til frekari vinnslu, með vísan í 4. lið 2. fundar hreppsnefndar.

Til kynningar.

  1. Leikskólinn Heklukot, Gljábær Þykkvabæ.

Lagt fram bréf frá leikskólastjóra um stöðu Gljábæjar, þar sem lýst er áhyggjum af fækkun barna á deildinni. Sveitarstjóra, Magnúsi H. Jóhannssyni og Önnu Maríu Kristjánsdóttur falið að skoða málið betur með leikskólastjóra og skila áliti á næsta hreppsnefndarfundi.

Samþykkt samhljóða.

  1. Sorpbrennsla, styrking hitaveitu.

Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur, varðandi hagkvæmni sorporkuvers í Rangárþingi. Erindinu vísað til stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Samþykkt samhljóða.

  1. Tónkjallarinn, samstarf.

Lagt fram erindi frá Tónkjallaranum, um samstarf varðandi tónlistarkennslu. Tillaga um að vísa erindinu til fræðslunefndar til að móta stefnu varðandi samstarf um tónlistarkennslu og kostnaðarþátttöku í tónlistar námi í öðrum skólum en Tónlistarskóla Rangæinga.

Samþykkt samhljóða.

  1. Nýting Geldingalækjar fyrir afréttarfé.

Lagt fram erindi frá Landgræðslu ríkisins varðandi nýtingu Geldingalækjar fyrir afréttarfé. Sveitarstjóra og fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar falið að ræða við forsvarsmenn Landgræðslunnar varðandi beitarmál. Sveitarstjórn áréttar að ekki standi til að hætta upprekstri á Rangárvallaafrétti, enda brýnt að viðhalda nýtingarrétti á afréttinum.

Samþykkt samhljóða.

  1. NASDAQ OMX Iceland, áminning.

Lagt fram bréf frá Kauphöllinni, varðandi áminningu vegna brota á reglum um birtingar ársreikninga, þar sem segir að ársreikningar skulu birtir fyrir lok apríl. Rangárþing ytra mun í framtíðinni kappkosta að skila ársreikningi á réttum tíma.

Samþykkt samhljóða.

  1. Upplýsingamiðstöð í Rangárþingi ytra.

Lagt fram erindi frá stjórn Handverkshússins Heklu um upplýsingamiðstöð. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 200.000,- til handverkshússins, gegn því að þar verði veittar upplýsingar til ferðamanna í sumar 2010. Atvinnu- og menningarmálanefnd falið að móta stefnu í málaflokknum í samráði við hagsmunaaðila og skila tillögum til sveitarstjórnar í október nk.

Samþykkt samhljóða.

  1. Garpur íþróttafélag, endurnýjun samnings.

Lagt fram erindi frá Garpi um samstarfssamning vegna æskulýðs- og íþróttastarfs. Tillaga um að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Hellubíó, menningarhús.

Lagt fram erindi frá eigendum Hellubíós um rekstur menningarhúss. Sveitarstjóra falið að kalla bréfritara á fund varðandi erindið með atvinnu- og menningarmálanefnd.

Samþykkt samhljóða.

  1. Sorphirðugjald Þrúðvangi 33, Hellu.

Lagt fram erindi varðandi sorphirðugjald á Skólabrú ehf. Sveitarstjóra falið að láta kanna lagalegar forsendur sorphirðugjalda á Þrúðvangi 33 á Hellu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Til kynningar.

Þorgils Torfi Jónsson vék af fundi og Katrín Sigurðardóttir tók sæti hans.

  1. Rannsóknaboranir Vatnafjöllum.

Til kynningar.

Tillaga um að ræða lið 21. fyrir luktum dyrum. Samþykkt samhljóða. Fundi lokað.

  1. Embætti íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, yfirlit kostnaðar.

Lagt fram yfirlit yfir kostnað vegna reksturs embættis íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Fyrir liggur að kostnaður er kominn fram úr heimildum fjárhagsáætlunar 2010.

Tillaga um að fela sveitarstjóra að ganga frá starfslokum við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga.

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, KS).

Bókun Steindórs Tómassonar, varðandi stöðu íþrótta og æskulýðsfulltrúa.

Allt skipulag, í kringum stöðu íþrótta og æskulýðsfulltrúa ber vott um að stefna sveitarfélagsins hingað til hefur ekki verið skýr varðandi málaflokkinn og hefur til að mynda launakostnaður farið langt framúr hugmyndum sveitarstjórnar þegar lagt var upp með starfið í byrjun.

Þess vegna styð ég framkomna tillögu og það að endurskoða alla starfsemi varðandi skipulag á íþrótta og tómstundarstarfi og markaðssetningu á íþróttamannvirkjum og móta stöðuna á þeim grundvelli.

Steindór Tómasson

GIG gerir grein fyrir hjásetu sinni;

Afgreiðsla þessa liðar er að koma fram á þessum fundi án undangenginna kynningar á forsendum.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.

Bókun/greinargerð Á-lista:

Í ljósi þess að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er erfið og ekki var gert ráð fyrir fjármagni til embættisins í fjárhagsáætlun 2010, þá sjáum við okkur ekki annað fært en að afgreiða málið með þessum hætti.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.

Íþrótta- og tómstundanefnd falið að gera tillögur varðandi framtíðarskipan málaflokksins í heild og skila inn tillögum til hreppsnefndar eigi síðar en í ágúst 2010.

Samþykkt samhljóða.

Fundur opnaður að nýju.

  1. Launagreiðslur og – áætlanir, staðgreiðslu- og sjóðsstreymisyfirlit .

Lagt fram yfirlit yfir launagreiðslur og launaáætlun fyrir maímánuð. Um er að ræða leiðrétt yfirlit frá 10. júní 2010. Einnig staðgreiðsluyfirlit. Fram kemur að yfirlit eru í góðu samræmi við áætlanir. Ennfremur lagt fram sjóðsstreymisyfirlit fyrstu 6 mánuði ársins.

Til kynningar.

  1. Námskeið um fundarsköp, tillaga D-lista.

Tillaga um að fela sveitarstjóra að undirbúa námskeið um fundarsköp fyrir sveitarstjórnarmenn.

Samþykkt samhljóða.

  1. Sérstök skoðun á íbúðarhúsnæði og samræming á leigu, tillaga D-lista.

Lögð fram tillaga D-lista um sérstaka skoðun á íbúðarhúsnæði að Giljatanga og á Laugalandi og samræming á leigu íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins. Fyrir liggur afgreiðsla sveitarstjórnar frá 56. fundi, sbr. 4. lið, þar sem þeim tilmælum var beint til stjórnar Húsakynna bs. að kanna hvort skipta megi einhverjum umræddra fasteigna í hentugri stærðir til að ná þannig niður húsaleigu. Tillögu D-lista vísað til stjórnar Húsakynna bs. Sveitarstjóra, Magnúsi H. Jóhannssyni og Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, falið að móta tillögur um málið.

Samþykkt samhljóða.

  1. Hlutafjárframlag til Suðurlandsvegar 1-3 ehf., tillaga D-lista.

Lögð fram tillaga D-lista um hlutafjárframlag, kr. 119.750.000,-. til Suðurlandsvegar 1-3 ehf.

Tillaga frá D-lista um hlutafjárframlag til einkahlutafélagsins Suðurlandsvegur 1 - 3 ehf., lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra, þ. 28. júní 2010:

Lagt er til að Rangárþing ytra skrái sig fyrir nýju hlutafé í einkahlutafélaginu Suðurlandsvegi 1 - 3 ehf. að fjárhæð kr. 119.750.000 -eitthundraðognítjánmilljónirsjöhundruðogfimmtíu-þúsundkrónur- Þetta hlutafjárframlag bætist við fyrra hlutafjárframlag að fjárhæð kr. 250.000 -tvöhundruðogfimmtíuþúsundkrónur- þannig að heildarhlutafé Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1 - 3 ehf. eftir þessa viðbót verði kr. 120.000.000 -eitthundraðogtuttugu-milljónirkróna-.

Að auki er lagt til að framlag frá ríkissjóði vegna Heilsugæslu Rangárþings að fjárhæð kr. 10.000.000 -tíumilljónirkróna- sem greiðist til Rangárþings ytra, verði einnig lagt fram sem nýtt hlutafjárframlag í Suðurlandsvegi 1 - 3 ehf. Með þessu viðbótarframlagi verði heildarhlutafjáreign Rangárþings ytra kr. 130.000.000 -eitthundraðogþrjátíumilljónirkróna-

Að svo miklu leyti sem unnt er, skuldajafnist hlutafjárframlagið á móti skuld Suðurlandsvegar 1 - 3 ehf. við Rangárþing ytra.

Greinargerð:

Nokkrum erfiðleikum hefur verið bundið að fjármagna nýbyggingu á vegum einka-hlutafélagsins Suðurlandsvegar 1 - 3 ehf. Banki hefur ekki treyst sér til þess að ljúka fjármögnun allrar framkvæmdarinnar þangað til leigusamningar liggja fyrir um stærri hluta byggingarinnar en nú er. Einkahlutafélagið er nú í helmings eigu Rangárþings ytra og Verkalýðshússins á Hellu. Fram er komið að fyrra hlutafjárloforð Rangárþings ytra frá 26. maí 2010 var afturkallað af nýrri hreppsnefnd á fundi hennar þ. 19. júní 2010 vegna formgalla að mati fulltrúa Á-listans. Þessum formgalla hefur nú verið rutt úr vegi með samþykkt hluthafafundar frá 21. júní 2010 um hækkun hlutafjár félagsins í allt að 200.000.000

-tvöhundruðmilljónirkróna- Afar áríðandi er að eyða óvissu um greiðslur til verktaka svo verkið stöðvist ekki í heild með tilheyrandi tjóni fyrir verkkaupann, Suðurlandsveg 1 - 3 ehf. Það eru hagsmunir sveitarfélagsins að ekki hljótist af óþarfa kostnaður vegna tafa eða annarra vandræða við fjármögnun verksins. Það þolir ekki bið að festa komist í fjármögnunarþáttinn. Liður í því er að Rangárþing ytra og aðrir hluthafar komi inn með sín hlutafjárloforð og sýni með því að hluthafarnir hafi fulla tiltrú til framkvæmdarinnar. Traust fjármálastofnana til félagsins ræðst m.a. af því hversu þétt hluthafar standa með félaginu í fjármögnun framkvæmda og öðru.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson,Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir

Bókun D-lista:

D-listinn áréttar vegna orða um ábyrga fjármálastjórnun að tillaga um aukið hlutafé er til komin vegna þess að lánsfé fékkst ekki og hætta var á að framkvæmdir við tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1-3 ehf. stöðvuðust. Hefðu framkvæmdir stöðvast vegna fjárskorts hefði það valdið umtalsverðu tjóni fyrir eignaraðila.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir, Katrín Sigurðardóttir.

Tillaga Á-listans um frestun á afgreiðslu á tillögu D-lista:

  1. Í stað þess að sveitarstjórn taki ákvörðun um aukin hlutafjárkaup í Suðurlandsvegi 1-3, telur Á-listinn að best sé í stöðunni að óska eftir fundi með stjórn félagsins og sveitarstjórn til að ræða fjármögnun byggingaframkvæmda við Suðurlandsveg 1-3 og ákvörðun um aukin hlutafjárkaup verði frestað.
  2. Markmið með fundinum væri að fá yfirsýn yfir þau mál er snúa að framkvæmdunum og sýna vilja meirihluta sveitarstjórnar til áframhaldandi góðrar samvinnu um verkefnið.
  3. Sveitarfélagið hefur lagt fram rúmar 160 m.kr. í reiðufé til félagsins vegna byggingarinnar 29. maí 2010. Þegar litið er til gatnagerðagjalda er upphæðin um 168 m.kr.
  4. Á-listinn leggur alla áherslu á að verja hagsmuni sveitarfélagsins er varðar það fjármagn sem sveitarfélagið hefur þegar lagt í bygginguna og einnig að koma húsnæðinu sem fyrst í notkun.
  5. Á-listinn telur að best sé að láta reyna fyrst á allar leiðir til að koma húsnæðinu í útleigu og/eða sölu áður en ákveðið er að skuldajafna á móti í hlutafé og sé það markvissari leið en að ákveða nú þegar að kaupa hlutafé umfram fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Sérstaklega í ljósi þess að ekki er fullkannað að okkar mati með fjármögnun félagsins og því ekki hægt að ákveða á þessari stundu hver fjárþörfin er varðandi hlutafé.
  6. Á-listinn vill beina því til stjórnar félagsins að fá Fannberg á Hellu til að auglýsa eftir leigjendum og verðmeta húsnæðið. Það hefur ekki verið auglýst hvorki til leigu eða sölu á almennum markaði. Samkvæmt bókun sveitarstjórnar var það samt tilgangur sveitarfélagsins að selja það húsnæði sem sveitarfélagið þyrfti ekki fyrir sína kjarnastarfsemi. Vísað er til bókunar sveitarstjórnar í 26.fundargerð 15. maí. 2008: “Sveitarstjórn vill árétta að það er ekki markmið sveitafélagsins að eiga og reka fasteignir sem standa utan kjarnastarfsemi, því er stefnt að sölu á eignarhlut sveitarfélagsins”.
  7. Þegar fullreynt er varðandi fjármögnun hjá félaginu er varðar lán vegna leigusamninga, sölu á húsnæðinu o.fl., þá verði tekin ákvörðun um aukið hlutafjárkaup og endurgreiðslur/lán með tilliti til meðeiganda félagsins og hlutaðeigandi aðila.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.

Tillaga Á-lista um að fresta afgreiðslu tillögu D-lista um aukin hlutafjárkaup.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með að framkvæmdir við tengibyggingu gangi samkvæmt áætlun og óvissu um fjármögnun hafi verið eytt.

  1. Orlof sveitarstjórnar og umboð hreppsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála.

Tillaga um að hreppsnefnd geri hlé á reglulegum fundum á tímabilinu frá 1. júlí til 15. ágúst. Jafnframt er lagt til að hreppsráð fái umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan hreppsnefnd er í fundarhléi.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Sumar-gleði-markaður á Hellu, styrkumsókn.

Tillaga um að veita styrk að upphæð kr. 100.000,-.

Samþykkt samhljóða.

  • Thailensk Íslenska félagið, útihátíð á Hellu.

Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara um útfærslu útihátíðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

  • Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna, styrkbeiðni.

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að móti kostnaði vegna inntaksgjalda við sumarhús í landi Ketilstaða.

Samþykkt samhljóða.

  • Eyjasýn, blað vegna opnunar Landeyjahafnar.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa þjónustu sveitarfélagsins í umræddu blaði. Sveitarstjóra og Katrínu Sigurðardóttur falið að útfæra auglýsinguna.

Samþykkt samhljóða.

  • Hellnahellar, frágangur.

Sveitarstjóra falið að kalla eftir nánari upplýsingum um stöðu verkefnisins. Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

  • Harmonikkumót á Hellu.

Tillaga um að fela sveitarstjóra, Guðfinnu Þorvaldsdóttur og Önnu Maríu Kristjánsdóttur að ræða við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

  • Þjónustusvæði vegna málefna fatlaðra, fundarboð.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Ásahreppur, kjör í sameiginlegar nefndir, stjórnir og ráð.
    • Félag leikskólakennara, Undanþágunefnd grunnskóla, vegna ráðninga.
    • Velferðarvaktin, aðstæður barna og ungmenna.
    • Jafnréttisstofa, skyldur sveitarfélaga.
    • Landgræðslan, ársskýrsla 2009.
    • Hættumat í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli.
    • Vaxtarsamningur Suðurlands, styrkúthlutun.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.