Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 2. september 2010, kl. 13:00.
Mætt voru: Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Að auki, Gunnsteinn R. Ómarsson sveitarstjóri, Indriði Indriðason, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð og Rúnar Guðmundsson byggingarfulltrúi.
Formaður setti fund og bauð nýjan sveitarstjóra, Gunnsteinn R. Ómarsson velkomin til starfa sem og var Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga boðin velkominn á fundinn.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Íþrótta- og tómstundanefnd, 2. fundur, frá 11. ágúst 2010.
Liður 2. 3. grein þá vill sveitastjórn árétta að samfella í íþrótta og tómstundastarfi verður í 2. daga samkvæmt samkomulagi sveitarfélagsins og UMF Heklu.
Hvað varðar lið 4. þá vill sveitastjórn fela sveitastjóra að vísa afgreiðslu nefndarinnar til atvinnu og menningarmálanefndar til umsagnar.
Liður 5. Sveitarstjóra og formanni íþrótta- og tómstundarnefndar er falið að ræða við skólastjóra grunnskóla sveitarfélagsins um rekstur félagsmiðstöðvar og skila áliti til sveitastjórnar.
Að öðru leiti er fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Samgöngu- hálendis og umhverfisnefnd, 2. fundur, frá 10. ágúst 2010.
Hvað varðar lið 2. í fundargerð þá er sveitastjóra falið að vinna með nefndinni að gerð tillögu að gjaldsskrá og hugmyndum að framtíðar gámasvæði.
Hvað varðar lið 5a er sveitarstjóra falið að kynna sér starf nefndar um friðland að fjallabaki og samsetningu hennar.
Hvað varðar lið 5b. Sveitastjóra er falið að kanna stöðu umrædds gerðis og kynna það fyrir sveitarstjórn
Hvað varðar 5. lið c þá er sveitastjóra falið að senda bréf til fyrirtækja og stofnanna í samráði við nefndina varðandi umgengni í sveitarfélaginu
Samþykkt samhljóða.
- Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, frá 13. ágúst 2010.
Til kynningar.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands 294. fundur stjórnar, frá 16. ágúst 2010.
Til kynningar.
- Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, frá 26. ágúst 2010.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar fundur, frá 27. ágúst 2010.
Hvað varðar launakostnað vegna fjallskilanefnd þá er sveitarstjóra falið að svara nefndinni.
Fundargerðin er staðfest, og samþykkir sveitarstjórn greiða kostnað vegna girðingarvinnu við Krók samkvæmt meðfylgjandi kostnaðaryfirliti þar sem girðingin er í eigu sveitarfélagsins.
Hvað varðar viðhald á Fosshraunsveg þá tekur sveitarstjórn jákvætt í erindið og vísar því til samgöngu- hálendis og umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Skólaskrifstofa Suðurlands, 122. stjórnarfundur, frá 17. ágúst 2010.
Til kynningar.
- Barnaverndarnefnd , 100. fundur, frá 11 ágúst 2010.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands 191. stjórnarfundur, frá 29. júní 2010.
Til kynningar.
- Samráðsfundur sorpsamlaga á Suðvesturlandi, 23 ágúst 2010.
Til kynningar.
- Skipulagsnefndar Rangárþings ytra bs.,fundur, frá 21.júlí 2010., frestað mál frá 3. fundi hreppsráðs.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða deiliskipulagstillögu, en með skilyrði um vegtengingu að Réttarnesi.
Samþykkt samhljóða.
- Heilbrigðinefnd Suðurlands, 128 fundur, frá 19 ágúst 2010.
Til kynningar.
- Skólaskrifstofa Suðurlands, 123 stjórnarfundur, frá 24. ágúst 2010.
Til kynningar.
- Byggingarnefnd Rangárþing bs., 37. fundur frá 30. ágúst 2010.
483-2010 Rjúpnavellir, Rangárþingi ytra byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Björn Halldórsson, kt. 080841-2999, Rjúpnavöllum, Holta- og Landsveit, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Rjúpnavöllum, landnr. 177230, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
484-2010 Seltún 4, Hellu – stöðuleyfi fyrir geymsluhúsi.
Elísabet Benediktsdóttir, kt. 211240-2379, Seltúni 4, Hellu, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 12fm. geymsluhúsi á lóð nr. 4 við Seltún á Hellu, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
485-2010 Dísukot, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir gámum.
Óskar Kristinsson, kt. 201160-3249, Dynskálum 9, Hellu, óskar eftir stöðuleyfi fyrir tveimur gámum á spildu úr landi Dísukots í Þykkvabæ, landnr. 216105, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
486-2010 Selsund, lóð 4, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir skemmu.
Jóhannes C. Klein, kt. 010846-4049, Lækjarkinn 26, Hafnarfirði, sækir um byggingarleyfi fyrir skemmu á lóð sinni nr. 4 í landi Selsunds á Rangárvöllum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
487-2010 Kvíarholt II, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir skemmu.
Ólafur Jónsson, kt. 130943-2339, Kambaseli 56, Reykjavík, sækir um byggingarleyfi fyrir skemmu á landi sínu að Kvíarholti II í Rangárþingi ytra, landnr. 198169, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
488-2010 Merkihvoll 15, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir kvisti.
Pálmi Thorarensen, kt. 300945-7169, Glaðheimum 22, 104 Reykjavík, óskar eftir því að fá að bæta við kvisti á sumarhús sitt að Merkihvoli, lóð 15, Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
489-2010 Flagbjarnarholt/Litla-Setberg, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir geymslu.
Elísabet Jónsdóttir, kt. 200952-7669, Þrastargötu 11, 107 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi á lóð sinni Litla-Setbergi úr landi Flagbjarnarholts, landnr. 175637, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
490-2010 Lyngás, Hellu – stöðuleyfi fyrir Nesbúð gisti- og þjónustuhús.
Bergur Sveinbjörnsson fh. Söluskálans Landvegamótum ehf. kt.700687-1479 Lyngási 2, 851 Hella, sækir um stöðuleyfi fyrir 1080fm húsnæði sem setja á niður á Lyngási 2 við Suðurlandsveg í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Byggingarnefnd hafnar umsóttri staðsetningu.
Byggingarnefnd veitir byggingarfulltrúa heimild til að semja við umsækjanda um tímabundna geymslu á umræddum húsakosti, náist samkomulag um viðunandi staðsetningu.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
491-2010 Rangá, Rangárþingi ytra – leyfi fyrir breyttum teikningum.
Veiðifélag Ytri-Rangár, kt. 691092-2599, Bjólu 1, 851 Hellu, óskar eftir leyfi til að breyta gluggum á veiðihúsi sínu að Rangá, Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
492-2010 Uxahryggur 1, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Oddsteinn Magnússon, kt. 160180-5609, Álfaskeiði 32, 220 Hafnarfirði, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð sinni í landi Uxahryggs 1, Rangárþingi ytra, lóð með landnr. 219337, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Húsið verður flutt tilbúið á staðinn.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
493-2010 Merkihvoll, lóð 9, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir geymslu.
Anton Kristinsson, kt. 190741-7969, Bollasmára 1, 201 Kópavogi, óskar eftir byggingarleyfi fyrir geymslu á lóð sinni nr. 9 í landi Merkihvols í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
- Skipulagsnefnd Rangárþing bs., 30. fundur frá 30. ágúst 2010.
110 2009 Deiliskipulag skálasvæðis við Álftavatn, Rangárþingi ytra.
Smávægilegar breytingar voru gerðar á deiliskipulaginu eftir staðfestingu hreppsnefndar Rangárþings ytra 30. nóvember 2009. Breytingarnar voru gerðar eftir ábendingar frá Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun.
Skipulagsstofnun bendir á í bréfi dags 23. júní 2010 að staðfesta þurfi fyrrgreindar breytingar áður en deiliskipulagið er auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
Skipulagsnefnd vísar deiliskipulaginu með áorðnum breytingum til hreppsnefndar Rangárþings ytra til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
140 2010 Steinkusel Rangárþingi ytra, deiliskipulag 5 frístundahúsalóða, óveruleg breytingin felur í sér að heiti á lóðum F4 og F5 breytast. Einnig breytast hnit á F4 og F5 lítillega eftir ítarlega mælingu.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingarnar.
Til kynningar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
157 2010 .Uxahryggur I. Rangárþingi ytra, deiliskipulag fyrir sumarhús.
Deiliskipulagið nær yfir rúmlega 2 ha lóð í landi Uxahryggjar 1 (landnr. 219337). Deiliskipulagið tekur til frístundahúss og gestahúss/geymslu. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2002-2014, en þar er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Skógræktarsvæði Skógræktarfélags Rangæinga við Þverá er norðan lóðarinnar. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi austan Hvolsvallar, um Landeyjaveg (nr. 252) og nýjan afleggjara að lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fyrirvara um samþykki landeiganda og felur sveitarstjóra að auglýsa ofangreinda tillögu lögum samkvæmt.
Samþykkt samhljóða
157 2010 Tjörfastaðir í Rangárþingi ytra, deiliskipulag 4 frístundahúsalóða.
Deiliskipulagið nær yfir um 4 ha svæði af landi Tjörfastaða (landnr. 165013). Deiliskipulagið tekur til fjögurra frístundalóða, F1-F4 sem allar eru 1 ha að stærð. Áætlað er að byggja frístundahús og gestahús/geymslu á hverri lóð.
Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi vestan Hellu, um Bjallaveg (nr. 272), Húsagarðsveg (nr. 2771) og nýjan afleggjara frá aðkomuvegi að Tjörfastöðum.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með fyrirvara um aðalskipulagsbreytingu.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
158 2010 Ósk um breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna breytinga á legu Búðarhálslínu. (Unnur Helga Kristjánsdóttir sækir um breytinguna f.h. Landsnets)
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði aðalskipulagsbreyting vegna breytinga á legu Búðarhálslínu. Skipulagsnefnd vekur athygli á, að við útgáfu framkvæmdaleyfis skuli þess gætt að tryggt verði að röskun á gróðri verði sem allra minnst.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
159 2010 Heysholt Rangárþingi ytra deiliskipulag frístundahúsa-, verslunar- og þjónustubygginga.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir frístundabyggð með 24 lóðum og 48 byggingum. Verslun og þjónustu á tveimur lóðum með 2 byggingum þar sem önnur lóðin er til framtíðarþarfa svæðisins.
Deiliskipulagið er syðst í landi Heysholts og er með aðkomu um Suðulandsveg, Landveg og um aðkomuveg inn á svæðið.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með fyrirvara um aðalskipulagsbreytingu.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
128 2010 Hrafntinnusker, deiliskipulag og umhverfisskýrsla skálasvæðis á hálendi Rangárþings ytra
Skálasvæðið við Hrafntinnusker er innan svæðis miðhálendisins og fellur það undir lög um mat á umhverfisáhrifum áætlana skv. lögum nr. 105/2006. Svæðið fellur undir þjóðlendur sbr. úrskurð óbyggðanefndar og 2. gr.laga nr. 58/1998 um þjóðlendur
Deiliskipulag þetta nær til 1ha svæðis við Hrafntinnusker sem er í 1.140m hæð yfir sjó. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2002-2014 og einnig í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022, sem er í lögbundnu staðfestingarferli.
Ekki hafa borist athugasemdir við deiliskipulagstillögunni og telst hún því samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
131 2010 Hvanngil, deiliskipulag og umhverfisskýrsla skálasvæðis á hálendi Rangárþings ytra
Hvanngil er um 3 km suður af Álftavatni og er við Fjallabaksleið syðri, rétt norðan
Mýrdalsjökuls.
Deiliskipulagið nær til tveggja svæða og samanlögð stærð þeirra er um 2 ha. Ferðafélag Íslands festi kaup á skálunum í Hvanngili árið 2002 og núv. byggingar eru 1 skáli byggður 1994, 1 hesthús með gistiaðstöðu byggt 1963, 1 skálavarðarhús byggt 1993 og 1 salernishús byggt 1996. Tvö tjaldsvæði eru á svæðinu.
Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2002-2014 og einnig í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022, sem er í lögbundnu staðfestingarferli.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
139 2010 Deiliskipulag hálendismiðstöðvar að Hrauneyjum, Rangárþingi ytra.
Deiliskipulagið nær til um 6 ha lóðar Hálendismiðstöðvarinnar Hrauneyja,
landnr. 179274. Deiliskipulagið tekur til byggingarreits fyrir stækkun hálendismiðstöðvarinnar, sem felur í sér stækkun á núverandi gistirými og byggingarreits fyrir fræðslustofu.
Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010 - 2022,
þar er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði.
Eldra deiliskipulag unnið af Litlu Teiknistofunni, dags. í júní 1993 m/síðari
breytingum, er fellt úr gildi.Aðkoma að Hrauneyjum er af Landvegi 26 og aðkomuvegi að hálendismiðstöðinni.
Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2002-2014 og einnig í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022, sem er í lögbundnu staðfestingarferli.
Ekki hafa borist athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna og telst hún því samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
137 2010 Haukadalur lóð 5, á norðursvæði, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar, Rangárþingi ytra
Breytingin felur í sér breytingar á gildandi greinargerð skipulagsins gr. 2.3 og 2.4.
Í grein 2.3 er bætt við setningu sem segir „ Heimilt skal að byggja tvö hús á hverri lóð, enda sé stærð þeirra innan marka sem tilgreind eru í grein 2.4“
Í grein 2.4 er breytingin á þá vegu að heimilt verður að byggja allt að 250m2 brúttó, þ.e. 180m2 á aðalhúsi og annað hús allt að 70m2.
Að auki er byggingarreitur á lóð nr. 5 stækkaður og færður ofar í lóðina.
Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2002-2014 og einnig í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022, sem er í lögbundnu staðfestingarferli.
Ekki hafa borist athugasemdir við deiliskipulagstillögunni og telst hún því samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
- Umsagnir um veitingaleyfi og tengd erindi:
- Sýslumaðurinn Hvolsvelli, erindi dags. 18. ágúst 2010.
Afgreiðslu frestað og er sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda um væntanlega starfsemi og skila áliti til sveitastjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
- Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fjölskyldumiðstöð Árborgar sækir um að nemandi fái námsvist í Grunnskólanum á Hellu.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og skal kostnaður verð greiddur í samræmi við viðmiðunarreglu Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða
- Landskipti og tengd erindi:
- Hlymhólar, lögbýlisumsókn, frestað erindi frá 4. fundi hreppsráðs frá 12. ágúst 2010.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að stofnað sé lögbýli Hlymhólar á sameinuðum landspildum með lnr.1 91976 og lnr. 209901
Samþykkt samhljóða.
- Eyrartún 2. landskipti erindi dags. 12. ágúst 2010.
Hreppsráð gerir ekki athugasemd við að 2,8 ha. lóð með lnr. 219634 verði skipt úr jörðinni Eyrartún 2 Rangárþingi ytra, lnr.165372. Lögbýlisréttur fylgir upprunalandi (lnr. 165372).
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Skipulagstofnun skálasvæði við Hrafntinnusker umsögn um matskyldu, erindi dags. 20. ágúst 2010.
Sveitastjórn telur að deiliskipulagstillagan sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum þar sem um óverulegar breytingu er að ræða á starfsemi og ásýnd svæðisins.
Samþykkt samhljóða
- Skipulagstofnun skálasvæði við Hvanngil umsögn um matskyldu, erindi dags. 20. ágúst 2010
Sveitastjórn telur að deiliskipulagstillagan sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum þar sem um óverulegar breytingar er að ræða á starfsemi og ásýnd svæðisins.
Samþykkt samhljóða.
- Lóðaframkvæmdir við Suðurlandsveg 1-3, frestað mál frá 4. fundi hreppsráðs:
Samkvæmt upplýsingum frá Byggingarfulltrúa þá eru gildandi uppdrættir að deiliskipulagi á miðbæ Hellu frá 1993. Lóðarframkvæmdir sem unnar hafa verið á undanförnu við Suðurlandsveg 1-3 eru ekki inn á núgildandi deiliskipulagi. Lagt er til að deiliskipulag verði unnið fyrir Suðurlandsveg 1-3, og miðbæjarsvæðið í heild. Framkvæmdum verði frestað þar til að deiliskipulag öðlist gildi. Nauðsynlegt að semja við aðra eignaraðila vegna lóðaframkvæmda í samræmi við gildandi eignarskiptayfirlýsingu. Sveitarstjóra falið að gera kostnaðaryfirlit vegna framkvæmda og tillögu að skiptingu kostnaðar við framkvæmdirnar á grundvelli eignaskiptayfirlýsingu.og einnig er sveitarstjóra falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæ Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi bókun kom frá Á lista.
Varðandi lóðaframkvæmdir við Suðurlandsveg 1-3 viljum við fulltrúar Á-listans vekja athygli á að ekki var til deiliskipulag fyrir lóðaframkvæmdum. Einnig að vegna útdeilinga verkefna tengdum lóðaframkvæmdunum og þakviðgerðum, hafi ekki allir verktakar setið við sama borð, þar sem verkin voru einungis boðin fáum aðilum.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson.
- Drög að samningi um hús á Holtamannaafrétti, erindi dags. 25. ágúst 2010:
Afgreiðslu frestað og sveitastjóra falið að ræða við hlutaeigandi aðila.
Samþykkt samhljóða.
- Frágangur lóðaleigusamninga vegna spennistöðva, erindi frá RARIK dags. 25. ágúst 2010:
Sveitarstjóra falið að gera lóðarleigusamninga vegna umræddra fasteigna.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umsjónarmanni fasteigna Rangárþings ytra um kaup á skólpdælu:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar kostnaðartölur í skolpdælu og er kostnaði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
- Skotfélagið Skyttur, erindi dags. 17. ágúst 2010:
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis fyrir skotsvæði á umræddu svæði með fyrirvara um athugasemdarlausar umsagnir annarra umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.
- Skipun vinnuhóps um þóknun fyrir fundi, fjárhagslega umgjörð og önnur störf kjörinna fulltrúa:
Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvitum meiri og minnihluta að afla gagna og leggja fram tillögur fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
- Afgreiðsla styrkumsókn- styrkvegir í Rangárþingi ytra, erindi dags. 23. ágúst 2010:
Rangárþingi ytra hefur verið úthlutað 3.000 þús.kr til endurbóta á ýmsum vegum í sveitarfélaginu. Erindinu er vísað til samgöngu- hálendis og umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Fyrirspurn um tölvumál sveitarfélagsins, erindi dags. 30. ágúst 2010:
Sveitarstjórn þakkar bréfritara erindið.
Samþykkt samhljóða.
- Drög að fundaáætlun sveitarstjórnar 2010:
Drög að fundaráætlun hreppsnefndar og hreppsráðs lögð fram. þar kemur fram að fundir hreppsnefndar eru fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði og hefjast kl 13.00, og fundir hreppsráðs eru þriðja fimmtudag í hverjum mánuði og hefjast kl 16.00.
Samþykkt samhljóða.
- Tjaldsvæðið Laugalandi, ósk um kaup á Mýrarkoti vegna reksturs á tjaldsvæði á Laugalandi, erindi dags. 36. ágúst 2010:
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara um erindið og afla upplýsinga um stöðu Mýrarkots.
Samþykkt samhljóða.
- Leyfisumsókn vegna fjallarallkeppna, erindi dags. 15 ágúst 2010:
Erindinu er vísað til samgöngu- hálendis og umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson víkur af fundi og sæti hans tekur Ingvar Pétur Guðbjörnsson.
- Fjölmiðlavöktun varðandi Norðlingaölduveitu, erindi dags 16 ágúst 2010:
Erindinu er hafnað.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá Eddu Ö. Magnúsdóttur um bílastæði fyrir fatlaða við Suðurlandsveg 1-3 o.fl., dags. 25 ágúst 2010:
Sveitarstjóra er falið að svara bréfritara.
Samþykkt samhljóða.
- Skólaakstur skipulag og kostnaður:
Sveitarstjóra er falið að taka saman kostnað vegna skólaaksturs grunnskóla og afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum og skila áliti til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- Tilnefning fulltrúa í starfshóp á vegum SASS, um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga. Bréf dags. 8.apríl 2010 og 27.ágúst 2010:
Sveitarstjórn tilnefnir Gunnsteinn R Ómarsson, sveitarstjóra sem fulltrúa í stafshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.
- Leigusamningar við Suðurlandsveg 1-3 ehf.:
Sveitarstjóra er falið að undirrita leigusamninga og önnur skjöl er lúta að umræddri húsaleigu.
Samþykkt samhljóða.
Bókun Á-lista :
Fulltrúar Á-lista gagnrýna fyrrverandi meirihluta sveitarstjórnar fyrir að hafa lánað fé til Suðurlandsvegar 1-3 , rúmlega 100 m.kr. umfram fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fram til 28. maí 2010. Einnig viljum við gagnrýna að forsvarsmenn Suðurlandsvegar 1-3 sem voru að hluta til sömu aðilar og voru í meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra, skuli ekki hafa tryggt fjármagn til framkvæmdarinnar áður en skrifað var undir fjárskuldbindingar um byggingu hússins. Frá því að nýr meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra tók við stjórn sveitarfélagsins, þá hefur ekki verið greitt til félagsins. Leitað var til fagaðila á sviði fjármála þegar einkahlutafélagið Suðurlandsvegur 1-3, komst í greiðsluvanda í júlí s.l. og þrýstingur kom á sveitarfélagið að leggja meira fé til einkahlutafélagsins. En þá vantaði 100-120 m.kr. til að hægt væri að standa við gerða samninga við ýmsa aðila og opna húsið. Að fengnu áliti fagaðila þá var ekki ráðlagt að sveitarfélagið kæmi með meira fjármagn til verksins, enda hafði verið staðið við allar greiðslur af þess hálfu, samkvæmt fjárhagsáætlun Sveitarstjórnarmenn verða að gæta þess að verja fjármuni sveitarfélagsins með ábyrgum hætti , þar sem hlutverk sveitarfélaga er að veita íbúum lögboðna grunnþjónustu og afla fjármagns til rekstrar stofnanna sveitarfélagsins. Samið var um frestun á greiðslum og verkstopp á verksamningi í júlí s.l. Fulltrúar Á-lista samþykkja framlagða leigusamninga sem unnir hafa verið af fagaðilum og endurskoðanda sveitarfélagsins. Markmiðið er að verja það fjármagn sem Rangárþing ytra hefur lánað til byggingarinnar og stuðla að opnun hússins.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Steindór Tómasson
Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar fulltrúa Á-lista vegna 21. liðar á 6.
fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra, 2. September 2010:
Verk fyrrverandi meirihluta sveitarstjórnar eru ekki yfir gagnrýni hafin. Lagt var af stað í verkefnið með það að markmiði að bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins, með bættri verslun og aðgengi að þeirri þjónustu sem fyrir var, s.s. verslun, skrifstofu sveitarfélagsins og starfssemi í Verkalýðshúsinu, s.s. heilsugæslu o.fl.
Fulltrúar D-lista munu nú sem fyrr reiðubúnir að vinna að lausn mála þannig að tryggt verði að þær fjárfestingar sem liggja í húsinu nýtist sem fyrst til hagsbóta fyrir samfélagið. Skora fulltrúar D-lista á fulltrúa Á-lista að axla ábyrgð sína í þeim efnum. Einnig viljum við árétta fyrri bókanir D-listans um málið.
Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar P. Guðbjörnsson
- Málefni vínbúðar á Hellu:
Sveitarstjóra og oddvita falið að fá fund með forsvarsmönnum Vínbúðarinnar.
Samþykkt samhljóða.
- Vinnuaðstaða kjörinna fulltrúa í hreppsnefnd Rangárþings ytra:
Sjá lið nr. 11.
Samþykkt samhljóða.
- Gangbraut yfir Suðurlandsveg:
Sveitarstjóra og oddvita falið að koma á fundi með Vegagerð.
Samþykkt samhljóða.
- Gönguleiðir úr Hrafntinnuskeri í Landmannahelli, erindi dags. 30. ágúst 2010:
Sveitastjórn fagnar framkomnum hugmyndum Hellismanna um stikun gönguleiðar.
Samþykkt samhljóða.
- Þjóðskrá Íslands, umsögn sveitarfélags erindi dags. 13. ágúst 2010:
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framkomnar breytingar á skráningu umræddra eigna í Þjóðskrá.
Samþykkt samhljóða.
- Hellubíó-menningarhús.Mál frá hreppsnefndarfundi 28.júní sl.:
Lagt var fram álit frá formanni atvinnu og menningarmálanefndar.
Sveitarstjórn telur að ekki sé þörf fyrir sveitarfélagið að koma að kaupum á Hellubíó.
Samþykkt samhljóða.
- Gjaldskrá leikskóla sbr. 2.fundargerð hreppsráðs. Staða mála:
Lögð fram drög að gjaldskrá til umræðu af Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur og Guðfinnu Þorvaldsdóttur. Sveitarstjóra falið að vinna útreikninga vegna nýrrar gjaldskrá í samræmi við umræður á fundinum og vísa drögum að nýrri gjaldskrá til umsagnar fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.
Lagður var fram undirskriftalisti frá 22. foreldrum barna við Leikskólann Heklukots þar sem fram kom óánægja foreldra með núverandi gjaldskrá Leikskólans Heklukots.
- Trúnaðarmál:
Fært í trúnaðarmálabók.
- Kjör í nefndir, ráð og stjórnir á vegum Rangárþings ytra:
- Fjallskilanefnd um Holtamannaafrétt.
Tillaga að Sigfús Davíðsson verði aðalmaður og til vara verði Ingvar Pétur Guðbjörnsson í fjallskilanefnd Holtamannaafréttar.
Samþykkt samhljóða.
- Stjórn Húsakynna.
Tillaga að Kristín Bjarnadóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson verða fulltrúar Rangárþings ytra í stjórn Húsakynna bs. og til vara verða Gunnar Aron Ólason og Anna María Kristjánsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
- Stjórn byggðasamlags um félagsmálafulltrúaembættið.
Tillaga að Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn byggðasamlags um félagsmálafulltrúaembættið og til vara Anna María Kristjánsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
- Stjórn byggðarsamlags um skipulags-og byggingarfulltrúaembættið.
Tillaga að Guðfinna Þorvaldsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn byggðasamlags um skipulag og byggingarfulltrúaembættið og til vara Þorgils Torfi Jónsson.
Samþykkt samhljóða.
- Stjórn byggðasamlags um brunavarnir Rangárvallasýslu.
Tillaga að Gunnsteinn R. Ómarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn byggðasamlags um brunavarnir Rangárvallasýslu og til vara verði Steindór Tómasson.
Samþykkt samhljóða.
- Stjórn almannavarna Rangárvallasýslu.
Tillaga að Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn almannavarna Rangárvallasýslu og til vara verði Guðfinna Þorvaldsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
- Stjórn Strandavallar.
Tillaga að Heimir Hafsteinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Strandavallar og til vara Erna Sigurðardóttir.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Kvennakórinn Ljósbrá, styrkumsókn, bréf dags. 12. ágúst 2010.
Hreppsnefnd fellst á að veita styrk fyrir hlut Rangárþings ytra til greiðslu leigugjalds á íþróttahúsinu vegna æfinga á komandi hausti.
Samþykkt samhljóða.
- Karlakór Rangæinga,umsókn um styrk á móti húsaleigu á Laugalandi.
Hreppsnefnd fellst á að veita styrk fyrir hlut Rangárþings ytra til greiðslu leigugjalds á íþróttahúsinu vegna æfinga á komandi hausti.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
- Kjörbréf á aðalfund SASS, AÞS, HES og SKS 13 og 14 september 2010.
Fulltrúar Rangárþing ytra á aðalfundi Skólaskrifstofu Suðurlands eru: Guðfinna Þorvaldsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og Þorgils Torfi Jónsson. Þessir aðilar fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundum ofangreindra samstarfsverkefna.
Samþykkt samhljóða
- Lánasjóður sveitarfélaga svarbréf vegna fyrirvara við lánum í erlendri mynt.
- Leikskólinn Laugalandi árskýrsla.
- Sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu fatlaðra, drög að samningi dags. 28. júlí 2010.
- Suðurlandsskógar tilkynning frá Októ Einarssyni vegna þátttöku í Suðurlandskógum. dags. 6. ágúst 2010.
- Heimasíða sveitarfélagsins.
- Kort af göngu, hlaupa og hjólaleiðum og opnum svæðum á og við Hellu.
Erindinu er vísað til samgöngu-hálendis og umhverfisnefndar, atvinnu og menningarmálanefnd og íþrótta og tómstundanefnd.
Samþykkt samhljóða
- Heimasíða sveitarfélagsins
- Umræða um niðurgreiðslur á raforku til húshitunar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.40.