7. fundur 07. október 2010

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 7. október 2010, kl. 12.00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Að auki, Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð og Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:

  1. Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar, dags. 2. sept. 2010.

Til kynningar.

  1. Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar, dags. 8. sept. 2010.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

Rúnar Guðmundsson mætir á fundinn.

  1. Skipulagsnefnd Rangárþings bs., 31. fundur, dags. 17. sept. 2010.

Til kynningar.

  1. Byggingar- og skipulagsembætti Rangárþings bs., aðalfundur, dags. 27. sept. 2010.

Til kynningar.

Guðfinna Þorvaldsdóttir fór með umboð Rangárþings ytra á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, 3. fundur, dags. 27. sept. 2010.

Liður 7 – Sveitarstjórn ítrekar ósk um umsögn og tillögu frá fræðslunefnd um lágmarksfjölda barna á leikskóladeild.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð fræðslunefndar að öðru leyti.

Samþykkt samhljóða.

  1. Hreppsráð Rangárþings ytra, 5. fundur, dags. 28. sept. 2010.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu hreppsráðs.

Samþykkt samhljóða.

  1. Skipulagsnefnd Rangárþings bs., 32. fundur, dags. 30. sept. 2010.

125 2010 Deiliskipulag í Köldukinn.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda.

162 2010 Aðalskipulagsbreyting vegna deiliskipulags í Heysholti.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda.

163 2010 Deiliskipulag og umhverfisskýrsla fyrir Hrauneyjar hálendismiðstöð.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda.

164 2010 Heklukot, deiliskipulag frístundalóðar.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda.

165 2010 Maurholt, deiliskipulag frístundalóða úr landi Ægisíðu.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda.

Samþykkt samhljóða.

  1. Byggingarnefnd Rangárþings bs., 38. fundur, dags. 30. sept. 2010.

500-2010 Svínhagi, lóð SH-29, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir gámi.

Staðfest.

501-2010 Bakkasel úr landi Efra-Sels, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir frístundahúsi.

Staðfest.

502-2010 Sælukot, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir reiðskemmu.

Staðfest.

503-2010 Vatnstankur við Freyvang, Rangárþingi ytra – leyfi fyrir fjarskiptamastri.

Sveitarstjórn fagnar áhuga á bættum fjarskiptamálum í sveitarfélaginu.

Afgreiðsla byggingarnefndar staðfest.

Sveitarstjóra og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda og leita leiða að farsælli lausn.

504-2010 Bali / Fjarkastokkur, Rangárþingi ytra – leyfi fyrir breytingum á hesthúsi.

Staðfest.

505-2010 Þjóðólfshagi, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir gestahúsi.

Staðfest.

506-2010 Þjóðólfshagi 16, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir gestahúsi.

Staðfest.

Samþykkt samhljóða.

Rúnar Guðmundsson víkur af fundi.

Erindi til umsagnar of afgreiðslu:

  1. Orkustofnun; Beiðni um umsögn vegna rannsóknarleyfis við Hágöngur á Holtamannaafrétti, dags. 17. sept. 2010.

Fram kemur í erindinu að rannsóknarleyfi felur ekki í sér heimild til auðlindanýtingar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Samþykkt samhljóða.

  1. Tillaga frá D-lista um endurbætta aðstöðu fyrir smíðakennslu við Grunnskólann á Hellu og gerð nýrra búningsklefa við íþróttamiðstöðina, dags. 4. október 2010.

Tillagan er eftirfarandi:

„Lagt er til að þegar verði hafin könnun á því hvaða mögulega húsnæði í grennd við Grunnskólann á Hellu kemur til greina sem aðstaða fyrir smíðakennslu. Komi í ljós að slíkt húsnæði sé til staðar verði hugað að því að fá það keypt eða leigt til nota fyrir smíðakennsluna. Tilgangurinn er að smíðakennsluna megi flytja í viðunandi húsnæði sem uppfyllir kröfur um aðbúnað og öryggi nemenda sem kennara á þessu skólaári.

Samhliða gerð aðstöðu fyrir smíðakennslu verði undirbúið að gera búningsklefa í því húsnæði sem smíðakennslan fer fram í nú. Tilgangur þessa er að stórbæta aðstöðu íþróttaiðkenda við íþróttahúsið og sundlaugina á Hellu.

Eignaumsjón sveitarfélagsins verði falið að undirbúa þessar aðgerðir og skila um þær tillögum og kostnaðaráætlunum til sveitarstjórnar eins fljótt og við verður komið.

Greinargerð:

Fyrir liggur að núverandi aðstaða fyrir smíðakennslu við Grunnskólann á Hellu er óviðunandi og uppfyllir ekki kröfur um aðgengi og aðbúnað nemenda og kennara. Að auki er þetta húsnæði ætlað fyrir búningsklefa sem er mikil þörf fyrir við íþróttahúsið og sundlaugina. Brýna nauðsyn ber til þess að gripið verði til markvissra aðgera til úrbóta fyrir smíðakennsluna og búningsaðstöðu við íþróttahúsið og sundlaugina. Áætlun um framkvæmdir og kostnað þurfa að liggja tímanlega fyrir vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.“

Sveitarstjórn samþykkir að kanna kostnað og möguleika við framlagða tillögu D-lista.

Samþykkt samhljóða.

Eftirfarandi bókun kom frá Á-lista:

„Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er ekki góð, ekki síst vegna þess að fyrrverandi meirihluti fór í kostnaðarsöm verkefni langt umfram fjárheimildir. Húsnæðismál Grunnskólans á Hellu hafa því miður verið neðarlega á forgangsröðunarlista sveitarfélagsins á síðastliðnum kjörtímabilum. Nú er unnið að lausn á fjárhagsvanda sveitarfélagsins og ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins fyrr en þeirri vinnu er lokið. Nauðsynlegt er skoða málið í kjölfarið.“

  1. Tillaga frá Á-lista um uppsögn allra aksturstengdra hlunninda starfsmanna Rangárþings ytra, dags. 4. október 2010.

Tillagan er eftirfarandi:

„Lagt er til að aksturstengdum hlunnindum starfsmanna Rangárþings ytra verði sagt upp með lögformlegum hætti og að uppsögn taki gildi frá og með næstu mánaðamótum.“

Eftirfarandi breytingartillaga er lögð fram af fulltrúum D-lista:

„Breytingartillaga við tillögu um uppsögn allra aksturstengdra hlunninda starfsmanna Rangárþings ytra skv. 11. lið dagskrár 7. fundar hreppsnefndar, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 7. október 2010:

Lagt er til að áður en til uppsagna eða breytinga á aksturstengdum hlunnindum starfsmanna kemur, verði eftirfarandi athugað:

  1. a) Listað verði upp hvaða starfsmenn njóti akstursstyrkja samkvæmt reglum um akstursstyrki vegna aksturs frá heimili að vinnustað og heildargreiðslur hverrar stofnunar lagðar fram fyrir árið 2009 og áætlaðar greiðslur fyrir árið 2010 vegna þessa kostnaðarliðar. Þessar upplýsingar verði lagðar fyrir hreppsráð og því falið að móta tillögu um breytingu frá núgildandi reglum, eða niðurfellingu þeirra, ef ástæða verður talin vera til þess.
  2. b) Lagður verði fram listi í hreppsráði yfir alla starfsmenn sem njóta skv. ráðningarkjörum/ráðningarsamningi fastra akstursstyrkja án þess að um sérstaklega greindan akstur sé að ræða (fá bílastyrki). Lagðar verði fram upplýsingar um heildargreiðslur hverrar stofnunar á árinu 2009 og áætlaðar greiðslur árið 2010 vegna þessa kostnaðarliðar. Lagt er til að hreppsráði verði falið að leggja fram tillögu um breytingar á þessum hlunnindum og þ.m.t. mögulegar uppsagnir slíkra samninga ef ástæða verður talin vera til þess.
  3. c) Lagðar verði fram upplýsingar í hreppsráði um bílarekstur sveitarfélagsins á eigin bílum, rekstrarleigubílum og bílaleigubílum og kostnað hverrar stofnunar vegna þessa kostnaðarliðar á árinu 2009 og áætlaðan kostnað árið 2010. Einnig verði upplýst í hreppsráði hvaða starfsmenn, ef einhverjir, noti þessa bíla til aksturs milli heimilis og vinnustaðar. Hreppsráði verði falið að leggja fram tillögur um breytta hætti í þessum atriðum ef ástæða verður talin vera til þess.
  4. d) Þar sem um starfstengd kjör er að ræða sem snerta afkomu og kjör einstaklinga sem ráðið hafa sig til starfa hjá sveitarfélaginu, er lagt til að hreppsráði verði falið að fjalla um þessi málefni og móta tillögur samkvæmt framangreindum liðum til hreppsnefndar um þær breytingar sem taldar verða nauðsynlegar og til hagræðingar mega verða. Leitast verði við að skerða kjör almennra starfsmanna eins lítið og komist verði af með.

Greinargerð:

Rík ástæða er til þess að vanda mjög til alls undirbúnings að breytingu á ráðningarkjörum almennra starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að hreppsráð fái tækifæri til þess að skoða allar upplýsingar um þetta málefni í heild og til þess að leggja fram vel rökstudda tillögu fyrir hreppsnefnd að þeirri skoðun lokinni. Starfsmenn Rangárþings ytra eiga fullt í fangi með, eins og almenningur á Íslandi almennt, að láta enda ná saman í heimilisrekstrinum og því er það ekki réttlætanlegt að láta kjaraskerðingu koma fram fyrirvaralaust og án rækilegrar skoðunar á reglum sem um viðkomandi kjör gilda.

Fulltrúar D-listans í hreppsnefnd Rangárþings ytra,

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Þorgils Torfi Jónsson

Anna María Kristjánsdóttir“

Breytingartillaga D-lista er borin upp til samþykkis:

Þrír aðilar greiða atkvæði með breytingartillögu D-lista (GIG, ÞTJ, AMK) en fjórir greiða atkvæði á móti (GÞ, MÝS, ST, MHG).

Breytingartillaga D-lista er felld.

Tillaga Á-lista er tekin til afgreiðslu:

Fjórir aðilar greiða atkvæði með tillögunni (GÞ, MÝS, ST, MHG), en þrír greiða atkvæði á móti (GIG, ÞTJ, AMK).

Tillaga Á-lista er samþykkt.

Sveitarstjóra er falið að móta tillögur er varða allar aðrar akstursgreiðslur á vegum sveitarfélagsins og leggja þær fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (GÞ, MÝS, ST, MHG), tveir eru á móti (GIG, ÞTJ) og einn situr hjá (AMK).

Tillagan er samþykkt.

  1. Tillaga frá Á-lista um kostnaðarþátttöku fulltrúa sveitarfélagsins í fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, dags. 4. október 2010.

Tillagan er eftirfarandi:

„Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. október 2010 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli.

Lagt er til að allir aðalmenn sveitarstjórnar, eða varamenn þeirra, eigi kost á þátttöku í ráðstefnunni og greiði sveitarfélagið þátttökugjald fulltrúanna. Ekki verða greidd laun vegna veru sveitarstjórnarfulltrúa á ráðstefnunni og ekki verður greitt fyrir akstur og gistingu í tengslum við ráðstefnuna.“

Fulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:

„Breytingartillaga við tillögu um þátttöku Rangárþings ytra í kostnaði vegna þátttöku fulltrúa sveitarfélagsins í fjármálaráðstefnu sveitarfélaga skv. 12. lið dagskrár 7. fundar hreppsnefndar, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 7. október 2010:

Lagt er til að eftirfarandi regla verði viðhöfð varðandi greiðslu kostnaðar vegna fulltrúa sveitarfélagsins á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á árinu 2010:

  1. a) Öllum aðalfulltrúum í hreppsnefnd Rangárþings ytra verði heimilað, svo sem tíðkast hefur um langt árabil, að sækja fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga þ. 14. og 15. október 2010. Sæki aðalfulltrúar ekki ráðstefnuna, verði varamönnum þeirra heimilað að sækja hana í þeirra stað. Sveitarfélagið greiði almennan þátttökukostnað vegna ráðstefnunnar þ.m.t. málsverði.
  2. b) Fulltrúar fái greiddan ferðakostnað sem nemur einni ferð með áætlunarbíl frá Hellu til Reykjavíkur og til baka.
  3. c) Greiddir verði dagpeningar á ferðum innanlands samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar ríkisins þá tvo daga sem fjármálaráðstefnan stendur yfir.
  4. d) Ekki verði um aðrar greiðslur að ræða vegna fjármálaráðstefnunnar á þessu ári.
  5. e) Framangreindar reglur gildi vegna fjármálaráðstefnunnar á árinu 2010, en þetta málefni verði svo tekið með í þá skoðun og tillögugerð um kjör og aðbúnað kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn Rangárþings ytra sem oddvitum Á- og D-lista var falið að gera.

Greinargerð:

Það er rétt að leita hagræðingar á þessum kostnaðarlið eins og öðrum svo sem mögulegt er og ná fram sparnaði. Þó er það ekki réttlætanlegt að þrengja svo að fulltrúum, að þeir þurfi beinlínis að greiða sjálfir vinnutap og óhjákvæmilegan útlagðan kostnað vegna þátttöku í fjármálaráðstefnu allra sveitarfélaga á Íslandi. Ekki hefur heyrst um viðlíka ráðstafanir annarra sveitarfélaga eins og þær sem Á-listinn leggur til. Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga er viðamesta upplýsingaveita til sveitarstjórnarfulltrúa um fjárhagsleg og efnahagsleg málefni sem völ er á. Ráðstefnan er haldin á þeim tímapunkti ár hvert sem fjárhagsáætlunarvinna stendur sem hæst. Það hefur verið talið brýnt að sveitarstjórnarfulltrúar sæki þessa ráðstefnu til upplýsingar um það fjárhagslega umhverfi sem áætlunarvinna hvers árs er unnin við. Á það skal bent, að verði þessi breytingartillaga samþykkt, leiðir hún til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði sveitarfélagsins vegna fjármálaráðstefnunnar frá því sem verið hefur undanfarin ár. Skoða má til framtíðar (oddvitar listanna) hvort aðrar leiðir eru tiltækar til enn frekari sparnaðar vegna þessarar ráðstefnu, en til þess gefst ekki tími nú.

Fulltrúar D-listans í hreppsnefnd Rangárþings ytra,

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Þorgils Torfi Jónsson

Anna María Kristjánsdóttir“

Breytingartillaga D-lista er borin upp til samþykkis:

Þrír aðilar greiða atkvæði með breytingartillögu D-lista (GIG, ÞTJ, AMK) en fjórir greiða atkvæði á móti (GÞ, MÝS, ST, MHG).

Breytingartillaga D-lista er felld.

Tillaga Á-lista er tekin til afgreiðslu:

Fjórir aðilar greiða atkvæði með tillögunni (GÞ, MÝS, ST, MHG), en þrír greiða atkvæði á móti (GIG, ÞTJ, AMK).

Tillaga Á-lista er samþykkt.

Með tilvísun í lið 11 frá fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra, dags. 2. september 2010, þá er vinna í gangi varðandi þóknun fyrir fundi, fjárhagslega umgjörð og önnur störf kjörinn fulltrúa.

Sveitarstjórn leggur árherslu á að þeirri vinnu verði hraðað.

Sex aðilar greiða atkvæði með tillögunni (GÞ, MÝS, ST, MHG, GIG, AMK), en einn situr hjá (ÞTJ).

Tillagan er samþykkt.

  1. Tillaga um staðgengil sveitarstjóra í viku 42, dags. 5. október 2010.

Tillagan er eftirfarandi:

„Lagt er til að Guðfinna Þorvaldsdóttir leysi af sveitarstjóra í komandi viku 42, og að Magnús H. Jóhannsson gegni stöðu oddvita á meðan.“

Fulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:

„Breytingartillaga við tillögu um staðgengil sveitarstjóra í viku 42, 2010, skv. 13. lið dagskrár 7. fundar hreppsnefndar, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 7. október 2010:

Lagt er til, að vegna orlofs sveitarstjóra í vikunni 18. til 22. október 2010, verði skrifstofu sveitarfélagsins falið að taka við erindum sem berast og afhenda sveitarstjóra við endurkomu hans á skrifstofuna. Verði um mjög brýn úrlausnarefni að ræða sem ekki þola bið, geti starfsfólk skrifstofunnar gert sveitarstjóranum aðvart. Sveitarstjórinn leitist þá við að leiðbeina starfsfólki um nauðsynlegar aðgerðir, eða kalli til oddvita hreppsnefndarinnar, formann hreppsráðs eða aðra embættismenn eftir tilefninu til þess að sinna málinu, a.m.k. til bráðabirgða.

Greinargerð:

Það er almennt ekki tíðkað að skipa sérstaka staðgengla framkvæmdastjóra sveitarfélaga vegna orlofstöku þeirra sem varir aðeins í fáa vinnudaga og nær ekki yfir lengra tímabil. Starfsfólk skrifstofu sveitarfélagsins er fullfært um, þessa daga eins og aðra, að taka við erindum og leiðbeina fólki vegna þeirra og upplýsa um mögulegan afgreiðslutíma og svo framvegis. Oddviti hreppsnefndar og formaður hreppsráðs eru væntanlega tiltækir ef í nauðir rekur. Aðrir stjórnendur sveitarfélagsins, bæði á skristofunni og annars staðar, eru einnig tiltækir og geta annast allt sem að þeirra verkefnum lýtur. Það þarf svo e.t.v. að skoða til frambúðar, að það sé innbyggt í ráðningarsamning millistjórnanda á skrifstofunni að annast staðgengilsstörf fyrir framkvæmdastjórann þegar þess gerist þörf. Slík ráðstöfun er þá hluti af starfslýsingu viðkomandi og hluti af reglulegum verkefnum og koma engar sérstakar greiðslur utan fastra launa fyrir það verkefni. Þessi aðferð er víðast hvar ríkjandi, þ.e. að skrifstofustjóri, bæjarritari, fjármálastjóri eða álíka embættismaður, annist þetta verkefni.

Fulltrúar D-listans í hreppsnefnd Rangárþings ytra,

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Þorgils Torfi Jónsson

Anna María Kristjánsdóttir“

Fulltrúar Á-lista leggja til að tillögu Á-lista verði vísað frá:

Samþykkt samhljóða.

Bókun Á-lista:

„Markmið tillögunar var að oddviti mundi formsins vegna leysa sveitarstjóra af og vinna að þeim aðkallandi verkefnum sem nú þegar eru í vinnslu og þola illa bið.

Ekki var ætlunin að oddviti fengi aðrar greiðslur fyrir þetta starf, en föst mánaðarlaun oddvita. Í ljósi þess að upplýsingar voru ekki nógu skýrar í tillögunni fyrir hreppsnefnd, þá er fallið frá henni.“

Skipulags- og byggingarmál og tengd erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Umsókn um lögbýli; Matthías Magnússon sækir um lögbýli á spildu SH-19 í landi Svínhaga, 851 Hellu, dags. 23. september 2010.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að stofnað sé lögbýli á lóðinni SH19, í landi Svínhaga landnr. 218366

Samþykkt samhljóða.

Önnur málefni til kynningar:

  1. SASS, fundargerð 41. aðalfundar, haldinn 13. og 14. september 2010 á Selfossi.
  2. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, fundargerð 30. aðalfundar, haldinn 13. september á Selfossi.
  3. SASS, fundargerð 437. fundar stjórnar, dags. 22. sept. 2010.
  4. Brunavarnir Rangárvallasýslu bs., aðalfundarboð 5. október 2010, dags. 24. sept. 2010.

Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, fór með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umhverfisstofnun; Fundur varðandi Þjórsárver 7. október 2010, tölvupóstur dags. 1. okt. 2010.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 15.20