8. fundur 04. nóvember 2010

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 4. nóvember 2010, kl. 13.00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Að auki, Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð og Árni Þorgilsson, frá embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Fundargerðir hreppsráðs til staðfestingar:

  1. Hreppsráð, 6. fundur, dags. 21. okt. 2010.

Varðar 5. lið í fundargerð hreppsráðs:

„5. Húsaleigumál; Gjaldskrá leigu fyrir fasteignir í eigu sveitarfélagsins. Erindi frá Ástu Kristjönu Guðjónsdóttur er varðar húsaleigu í íbúðum á Laugalandi.“

Tillaga Á-lista:

„Endurskoða þarf gjaldskrá leigu og niðurgreiðsur vegna leigugjalds á íbúðum sveitarfélagsins sem eru í útleigu á vegum sveitarfélagsins. Lagt er til að þetta verði unnið samhliða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og sveitarstjóra er falið að leiða vinnuna. Sveitarstjóra er einnig falið að svara bréfritara.

Guðfinna Þorvaldsdóttir

Magnús H. Jóhannsson

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir

Steindór Tómasson“

Fjórir aðilar greiða atkvæði með tillögunni (GÞ, MHJ, MÝS, ST), þrír sitja hjá (GIG, ÞTJ, AMK).

Tillagan samþykkt .

Tillaga lögð fram um að styrkumsókn frá Ungmennafélaginu Framtíðinni (tekin fyrir í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar í lið 3 hér að neðan) verði tekin fyrir sem sér erindi undir lið 10 hér á eftir.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð hreppsráðs borin upp til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðir til staðfestingar:

  1. Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 18. fundur, dags. 26. okt. 2010.

Til kynningar.

  1. Íþrótta- og tómstundanefnd, 4. fundur, dags. 27. okt. 2010.

Fundargerðin er til kynningar.

Hreppsnefnd þakkar tillögur og áhuga nefndarmanna. Mörg þessara mála eru þegar í vinnslu og verða skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2011. Sveitarstjóra er falið að vinna með formanni nefndarinnar að tillögum um afgeiðslu mála fyrir hreppsnefnd.

Samþykkt samhljóða.

Árni Þorgilsson mætir á fundinn.

  1. Skipulagsnefnd Rangárþings bs., 33. fundur, dags. 28. okt. 2010.

170 2010 Framkvæmdaleyfi vegna varnargarða við Hólsá.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda, Fiskistofu og annarra umsagnaraðila.

171 2010 Veiðivötn, Deiliskipulag þjónustusvæðis við Tjaldvatn, í Rangárþingi ytra.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda.

172 2010 Hallstúns deiliskipulag tveggja sumarhúsa og skemmu, Rangárþingi ytra.

Hreppsnefnd bendir á að átt sé við að deiliskipulagstillagan sé samþykkt til auglýsingar og að umsækjanda sé gert að gera tillögu að aðalskipulagsbreytingu samhliða.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda.

Samþykkt samhljóða.

173 2010 Deiliskipulag frístundabyggðar á Gaddstöðum, í Rangárþingi ytra.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda.

174 2010 Galtalækur 2, deiliskipulag frístundabyggðar, Rangárþingi ytra.

Staðfest með fyrirvara um samþykki landeigenda.

152-2010 Gata, Rangárþingi ytra.

Staðfest.

153-2010 Lambhagi, Rangárþingi ytra.

Staðfest.

154-2010 Sælukot við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra.

Staðfest.

149-2010 Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Svínhaga, Rangárþingi ytra.

Staðfest.

Fundargerð skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.

  1. Byggingarnefnd Rangárþings bs., 39. fundur, dags. 28. okt. 2010.

510-2010 Hagi, Breiðavík 24, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.

Staðfest.

511-2010 Lækjargata 2, Haukadalsmel, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Staðfest.

512-2010 Miðsel, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir frístundahúsi.

Staðfest.

513-2010 Gata, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir tveimur gámum.

Staðfest.

514-2010 Brekkugerði, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.

Staðfest.

515-2010 Maurholt úr landi Ægissíðu 1, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir frístundahúsi.

Staðfest.

516-2010 Sælukot, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi.

Staðfest.

517-2010 Holtsmúli, Rangárþingi ytra, - byggingarleyfi fyrir sumarhúsi og gestahúsi.

Staðfest.

518-2010 Svínhagi H-17, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Staðfest.

Fundargerð byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarmál og tengd erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Umsókn um stofnun lögbýlis; Magnús Reynir Ástþórsson og Elfa Björk Benediktsdóttir sækja um stofnun lögbýlis á Beinadalsholti 2, úr landi Bjálmholts í Rangárþingi ytra, skv. erindi mótteknu í október 2010.

Sveitarstjórn vísar umsókninni til skipulagsnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsókn um stofnun lögbýlis; Magnús Sigurðsson og Valborg Gestsdóttir sækja um stofnun lögbýlis á Beinadalsholti 1, úr landi Bjálmholts í Rangárþingi ytra, skv. erindi mótteknu í október 2010.

Sveitarstjórn vísar umsókninni til skipulagsnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsókn um stofnun lögbýlis; Sigurbjörg Sjöfn Rafnsdóttir sækir um stofnun lögbýlis á Skeifum, úr landi Litla Klofa 2, lóð 4 c, í Rangárþingi ytra, skv. erindi mótteknu 19. október 2010.

Sveitarstjórn vísar umsókninni til skipulagsnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

Árni Þorgilsson víkur af fundi.

  1. Tilboð frá Steinsholti sf. í gerð deiliskipulags fyrir miðbæ Hellu og atvinnusvæðis sunnan Suðurlandsvegar, dags. 28. okt. 2010.

Til kynningar.

Samþykkt að setja af stað vinnu vegna gerð deiliskipulags fyrir miðbæ Hellu og atvinnusvæðis sunnan Suðurlandsvegar. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga um verkefnið við Steinsholt sf. á þessum grunni.

Samþykkt samhljóða.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Ungmennafélagið Framtíðin; Styrkumsókn varðandi hátíðarhöld 17. júní 2010 í Þykkvabænum, dags. 1. sept. 2010.

Umbeðin styrkumsókn samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

Hreppsnefnd hvetur forsvarsmenn félagasamtaka í sveitarfélaginu til að sækja um styrki vegna viðburða fyrirfram.

  1. HSK; Beiðni um kaup á bókinni HSK í 100 ár, dags. 7. sept. 2010.

Sveitarstjórn samþykkir að kaupa 5 bækur sem færðar verða bókasöfnum í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

Guðfinna Þorvaldsdóttir víkur af fundi. Magnús H. Jóhannsson tekur við stjórn fundarins og Gunnar Aron Ólason tekur sæti á sínum fyrsta sveitarstjórnarfundi.

Oddviti býður Gunnar Aron sérstaklega velkominn á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund.

  1. AFS á Íslandi; Beiðni um styrk á móti húsaleigu í skólahúsnæði í Þykkvabæ, dags. 29. sept. 2010.

Bókun frá D-lista:

„Eðlilegt er að gjaldtaka verði skv. gjaldskrá fyrir íþróttahúsið í Þykkvabæ. Styrkveiting í þessu tilfelli á ekki við.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Þorgils Torfi Jónsson

Anna María Kristjánsdóttir“

Tillaga er um að veita AFS skiptinemasamtökunum, styrk á móti húsaleigu sem var vegna námskeiðs fyrir innlenda sjálfboðaliða.

Tillagan borin undir atkvæði.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (MHJ, MÝS, ST, GAÓ), þrír á móti (GIG, ÞTJ, AMK)

Tillagan samþykkt.

Sveitarstjóra er falið að fara yfir vinnureglur varðandi útleigu og styrki á móti húsaleigu á húsnæði sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

  1. Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu; Beiðni um fjárstyrk, dags. 8. október 2010.

Sveitarstjórn samþykkir að verða við styrkumsókninni.

Samþykkt samhljóða.

  1. Kvenfélagið Eining Holtum; Beiðni um beiðni um styrk á móti húsaleigu og fjárstyrk vegna Aðventuhátíðar 28.nóvember nk. 18. okt. 2010.

Samþykkt að veita styrk á móti húsaleigu á Laugalandi er varðar hlut Rangárþings ytra og umbeðinn fjárstyrk.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fyrirspurn frá fulltrúum D-listans um málefni félagsmiðstöðvarinnar og ungmennaráðs, mótt. 1. nóv. 2010.
  1. Hvenær stendur til að félagsmiðstöðin hefji starfsemi sína á þessu hausti ?
  2. Hefur verið haft samráð við ungmennaráð sveitarfélagsins um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar ?
  3. Hefur ungmennaráði verið boðið að koma á fund sveitarstjórnar ?
  4. Hefur leigu á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar að Suðurlandsvegi 3 verið sagt upp, eða stendur til að gera það ?
  5. Ef leigu á húsnæðinu hefur verið sagt upp, hvert mun félagsmiðstöðin flytja ?
  6. Hefur verið gengið frá stjórnun og umsjón félagsmiðstöðvarinnar á yfirstandandi vetri og hvernig er skipulag rekstrarins nú ?

Greinargerð Á-lista er varðar starfsemi félagsmiðstöðvar Rangárþings ytra og Ásahrepps.

  1. Starfsemi félagsmiðstöðvar hefur síðastliðin ár verið í leiguhúsnæði á Suðurlandsvegi 3, á Hellu. Húsaleiga er 1,5 m.kr. á ári. Félagsmiðstöðin hefur eingöngu verið starfandi að vetri til og húsnæðið þá ekki nýtt utan skólatíma yfir sumarið. Nýting húsnæðisins er því lítil og mikilvægt að huga betur að nýtingu fjármagns sem í húsið fer. Sveitarfélagið á húsnæði sem ekki er fullnýtt og að auki stendur húsnæði grunnskólanna autt eftir að skóla lýkur á daginn. Því þykir okkur nauðsynlegt að leita allra leiða til að nýta þetta húsnæði betur en gert er. Félagsmiðstöðin mun taka til starfa í næstu viku.
  2. Fulltrúar 42 nemenda Grunnskólans á Hellu óskuðu eftir fundi með oddvita þann 19. október s.l. og afhentu undirskriftalista 42 nemenda. Þar kom fram að mikill áhugi er á að félagsmiðstöð væri starfandi og að tvisvar í mánuði væri í lagi ef það væri félagslíf á móti hina vikuna í skólunum. Er það í samræmi við reynslu s.l. árs en þá var þátttaka ekki mikil þegar starfsemi var tvisvar í viku í félagsmiðstöðinni og líka í skólanum. Ekki hefur verið haft samráð við ungmennaráð vegna félagsmiðstöðvarinnar.
  3. Sveitarstjóri, oddviti, skólastjórar grunnskóla og formaður íþrótta-og tómstundanefndar hafa fundað um leiðir til að reka félagsmiðstöðina. Þeir hafa komist að samkomulagi um að félagsmiðstöð verði rekin undir Grunnskólanum á Hellu og verði starfrækt tvisvar í mánuði og að tvisvar í mánuði verði skipulagt félagsstarf í skólunum á móti. Á þennan hátt væri eitthvað um að vera í hverri viku hjá nemendum.
  4. Ungmennaráð hefur ekki verið boðað til fundar við sveitarstjórn. Til stendur að ráðið verði á næstunni boðað til fundar við íþrótta- og tómstundanefnd og í framhaldinu á fund sveitarstjórnar.
  5. Leigusamningi við Verkalýðshúsið hefur því verið sagt upp varðandi félagsmiðstöðina, en starfsemi verður að öllum líkindum í húsnæðinu út uppsagnarfrest leigunnar til vorsins 2011. Grunnskólarnir geta notað húsnæði félagsmiðstöðvar eins og þurfa þykir og farið með nemendur ef það hentar varðandi kennslu eða önnur verkefni á vegum skólans. Stefnt er að því að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar flytjist í húsnæði grunnskólans á Hellu þegar uppsagnarfresti núverandi húsnæðis lýkur. Akstur verður ekki skipulagður varðandi starfsemi félagsmiðstöðvar. Í ljósi þessa sem áður er talið og vegna sparnaðar í akstri má þá frekar koma til móts við nemendur með nýjungar í dagskrá félagsmiðstöðvarinnar, t.d. að kanna með froðuball eða annað sem ekki hefur verið fjármagn til.
  6. Áhersla verður á að starfsemin og annað sem fellur undir félagsmiðstöðina verði í samráði við nemendur og foreldra til að skapa sem bestan árangur og sátt um starfið. Samkomulag er við skólastjórnendur um utanumhald félagsmiðstöðvarinnar og mun Ólafur Örn Oddsson, starfsmaður grunnskólans á Hellu, hafa umsjón með rekstrinum.

Bókun fulltrúa D-lista:

„Málefni félagsmiðstöðvar Rangárþings ytra og Ásahrepps hafa verið í ólestri það sem af er hausti 2010. Félagsmiðstöðin hefur verið lokuð og ekkert hefur verið ljóst um opnunartíma eða umsjón með henni. Þetta getur ekki verið ásættanlegt ástand eða til eftirbreytni. Ungmennaráð Rangárþings ytra tók til starfa fyrr á þessu ári og átti m.a. fund með hreppsnefndinni um málefni ungmenna. Ekkert samráð hefur verið haft við ungmennaráðið á þessu hausti um málefni félagsmiðstöðvarinnar eða önnur mál sem tengjast þessum aldurshópi. Ekkert samráð hefur verið haft við foreldrafélög um málefni félagsmiðstöðvarinnar. Sú tillaga sem fyrir liggur um opnun tvisvar í mánuði, eina kvöldstund í senn, er óljós og ekki liggur fyrir hverja eða hvaða aldurshóp sú opnun á að vera. Óvissa er um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar eftir uppsögn á húsaleigusamningi að Suðurlandsvegi 3. Staða mála félagsmiðstöðvarinnar nú er mikil afturför frá því sem verið hefur undanfarin ár og verður að átelja þann seina- og vandræðagang hjá meirihluta Á-listans, sem verið hefur undanfarnar vikur í þessu máli.

Fulltrúar D-listans í hreppsnefnd Rangárþings ytra,

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Þorgils Torfi Jónsson

Anna María Kristjánsdóttir“

Bókun Á-lista vegna bókunar D-lista:

„Málefni félagsmiðstöðvarinnar eru í góðum farvegi. Mikið samráð hefur verið haft við unga fólkið og rödd þeirra komist vel til skila sbr. fund fulltrúa nemenda með oddvita. Markmið Á-listans og trú er að þessar aðgerðir muni efla innra starf félagsmiðstöðvar til langframa þar sem stjórnun verður í góðum höndum og umtalsverðar fjárhæðir munu sparast með þessari hagræðingu.

Vinna Á-listans er markviss í þessu máli, og verður að skoðast í því samhengi að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið verri en nú.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir

Magnús H. Jóhannsson

Steindór Tómasson

Gunnar Aron Ólason“

  1. Stjórnarfundur á Lundi, liður 3, ábyrgð vegna yfirdráttarheimildar, í fundargerð dags. 27. ágúst 2010 til staðfestingar.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi.

Fram kemur að stjórn Lundar hefur skrifað undir sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttarheimildar f.h. sveitarfélaganna sem standa að Lundi. Ábyrgðin stendur í 10 m.kr. og lækkar úr 30 m.kr.

Sveitarstjórn staðfestir undirritunina.

Samþykkt samhljóða.

Margrét mætir á fund.

Fundargerðir til kynningar:

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga, 777. fundur, dags. 22. sept. 2010.
  2. Samband íslenskra sveitarfélaga, 778. fundur, dags. 29. sept. 2010.
  3. Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., 120 fundur, dags. 12. okt. 2010.
  4. Samband íslenskra sveitarfélaga, 779. fundur, dags. 13. okt. 2010.
  5. Sorpstöð Suðurlands bs., 195. fundur, dags. 19. okt. 2010.
  6. Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 3. fundur, dags. 20. okt. 2010.
  7. Félagsþjónusta Rangárvallasýslu bs., 35. fundur, dags. 29. okt. 2010.
  8. Verkfundur v/Öldur III, dags. 29. okt. 2010.
  9. Minnispunktar frá fundi um málefni félagsmiðstöðvar, dags. 1. nóv. 2010.

Fundur með skólastjórnendum, umsjónarmanni félagsmiðstöðvar, formanni íþrótta- og tómstundanefndar, sveitarstjóra og oddvita. Á fundinum var undirbúningsvinna vegna breytinga á fyrirkomulagi félagsmiðstöðvarinnar kynnt. Aðkoma nemenda að málum var rædd og undirskriftalisti nemenda með áskorun um áframhaldandi rekstur félagsmiðstöðvar lagður fram. Ákvörðun tekin um að færa starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í húsnæði grunnskólans á Hellu og að utanumhald félagsmiðstöðvarinnar verði í höndum starfsmanna grunnskólanna. Ólafur Örn Oddsson, starfsmaður grunnskólans á Hellu, hefur umsjón með félagsmiðstöðinni. Félagsmiðstöðin mun fyrst um sinn verða starfrækt í núverandi húsnæði og verður opin tvisvar í mánuði. Ekki verður boðið upp á akstur barna í tengslum við starfsemi félagsmiðstöðvar.

Til kynningar.

Fundargerðir til kynningar:

  1. Umhverfisstofnun; Vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011, dags. 11. okt. 2010.
  2. Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs., aðalfundarboð, dags. 29. okt. 2010.

Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur falið að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Innheimtumál, með tilvísun í lið 2 í fundargerð hreppsnefndar frá 4. fundi, dags. 20. júlí 2010.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að endurskipuleggja innheimtumál sveitarfélagsins. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að segja upp samningum við Intrum á Íslandi ehf. og Lögheimtuna ehf.

Samþykkt samhljóða.

  1. Mötuneyti grunnskólans á Hellu, með tilvísun í lið 6 í fundargerð hreppsnefndar frá 1. fundi, dags. 14. júní 2010

Oddviti lagði fram greinargerð, sem unnin var í samvinnu við skólastjóra Grunnskólans á Hellu, um aðdraganda og undirbúningsvinnu sem farið var í eftir að ákveðið var að endurskoða rekstrarfyrirkomulag mötuneytisins sem starfrækt er í íþróttahúsinu á Hellu. Einnig er lögð fram stefna mötuneytisins, en ákvörðun var tekin um að fela skólastjóra að gerast yfirmaður mötuneytisins og bera ábyrgð á daglegum rekstri þess.

Hafist var handa við hugmyndavinnu og skoðaðar voru nýjar leiðir m.a. að elda á einu stað fyrir alla skóla í sveitarfélaginu, eða að semja um eldamennsku við utanaðkomandi aðila. Niðurstaða varð að vel athuguðu máli að hafa óbreytt fyrirkomulag er varðaði staðsetningu mötuneytis.

Endurmetin og samræmd voru starfshlutföll og laun starfsmanna mötuneyta skólanna og með því var hægt að ná að fram sparnaði í rekstrinum. Skólastjóri hefur sett á fót samráðsnefnd um rekstur mötuneytisins, en í henni eiga sæti þrír fulltrúar foreldra og tveir fulltrúar starfsmanna.

Einnig var hafist handa við að búa til nýja stefnu fyrir mötuneyti skólans, sem yrði þróuð áfram í samræmi við væntingar nemenda og foreldra.

Til kynningar.

Sveitarstjórn óskar oddvita sveitarfélagsins innilega til hamingju með stórafmælið og felur sveitarstjóra að færa henni blómvönd frá sveitarfélaginu í tilefni dagsins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 16.35