Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 2. desember 2010, kl. 13.00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Að auki, Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð, Indriði Indriðason, fjármálastjóri, og Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Fundargerðir hreppsráðs til staðfestingar:
- Hreppsráð, 7. fundur, dags. 18. nóv. 2010.
Vegna liðar 1 í fundargerðinni þakkar hreppsnefnd Flugbjörgunarsveitinni fyrir afnot af bifreiðum sveitarinnar í ferð nefndarinnar um Rangárvallaafrétti þann 11. okt. 2010.
Vegna liðar 3 í fundargerðinni frestar sveitarstjórn fyrirtöku gjaldskrár fyrir leikskólann Heklukot og leikskólann á Laugalandi til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt.
Vegna liðar 5 í fundargerðinni samþykkir sveitarstjórn að taka þátt í stofnun byggðasamlags um eldvarnaeftirlit með þeim fyrirvara að leitað verði hagkvæmustu leiða við reksturinn, þ.m.t. möguleg samlegðaráhrif vegna annarra samstarfsverkefna, s.s. byggðasamlags um brunavarnir og byggðasamlags um skipulags- og byggingafulltrúa. Eðlilegt er að stofnsamningur fyrir nýtt byggðasamlag sé í samræmi við stofnsamninga áðurnefndra byggðasamlaga.
Samþykkt.
Tillaga:
Vegna liðar 7 í fundargerðinni samþykkir sveitarstjórn að veita styrk á móti húsaleigu en hafnar erindinu að öðru leyti.
Samþykkt með fjórum atkvæðum og þrír sitja hjá (GIG, ÞTJ, AMK).
Fundargerð hreppsráðs að öðru leyti borin upp til staðfestingar.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
- Hreppsráð, 8. fundur, dags. 30. nóv. 2010.
Fundargerð hreppsráðs borin upp til staðfestingar.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar:
- Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefnd, 7. fundur, dags. 23. nóv. 2010.
Til kynningar.
- Skipulagsnefnd Rangárþings bs., 34. fundur, dags. 25. nóv. 2010.
093 2009 Heiðarlækur, deiliskipulag í Rangárþingi ytra.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
176 2010 Umsókn frá Sighvati Lárussyni, Hvammi í Holtum, Rangárþingi ytra, um leyfi frá Rangárþingi ytra til að nota veg í gegnum Laugaland sem aðkomu að landi Hvamms.
Skipulagsnefnd varð ekki við erindinu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af umræddu svæði.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
177 2010 Umsókn frá Oddi Hermannssyni f.h. Ferðafélags Íslands kt. 530169-3759, um stöðuleyfi fyrir litlum skála sem notast vegna hálendisgæslu í og við Landmannalaugar. Óskað er eftir stöðuleyfi til haustsins 2011.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
178 2010 Umsókn frá Magnúsi Reyni Ástþórssyni kt. 031156-4759 og Elfu Björk Benediktsdóttur kt. 240756-2349, um leyfi til að skrá landspildu þeirra Beindalsholt 2, í Holtum, sem lögbýli.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
179 2010 Umsókn frá Magnúsi Sigurðssyni kt. 251259-2249 og Valborgu Gestsdóttir kt. 010167-4859 , um leyfi til að skrá landspildu þeirra Beindalsholt 1, í Holtum, sem lögbýli.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
180 2010 Umsókn frá Sigurbjörgu Sjöfn Rafnsdóttur kt.160855-7469 um leyfi til stofnunar lögbýlis á Skeiðum, úr Landi Litla-Klofa 2, lóð C4, landnr. 209914 í Rangárþingi ytra.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest með 5 atkvæðum, tveir sitja hjá (GIG, ÞTJ).
Oddvita og skipulags- og byggingafulltrúa falið að kanna samspil landbúnaðar- og frístundahúsasvæða í aðalskipulagi í samræmi við umræður á fundinum.
181 2010 Umsókn frá Alberti Guðmundssyni verkefnisstjóra hjá Landsvirkjun, þar sem hann sækir um f.h. Landsvirkjunar leyfi til að setja upp veður-rannsóknarmastur í grennd við Ísakot, austan Þjórsár.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
- Byggingarnefnd Rangárþings bs., 40. fundur, dags. 25. nóv. 2010.
526-2010 Litli-Klofi 2, lóð C4, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir hesthúsi.
Afgreiðsla byggingarnefndar staðfest.
527-2010 Hellar, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir gestahúsi.
Afgreiðsla byggingarnefndar staðfest.
528-2010 Varmidalur, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir húsi.
Afgreiðsla byggingarnefndar staðfest.
529-2010 Svínhagi H-52, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Afgreiðsla byggingarnefndar staðfest.
Rúnar víkur af fundi.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- SASS; Þjónustusamningur við sveitarfélagið Árborg vegna málefna fatlaðra, dags. 15. nóv. 2010.
Lagt fram til kynningar
Sveitarstjórn samþykkir að mynda vinnuhóp til að vinna að hagsmunamálum um málefni fatlaðra og gera tillögu til sveitarstjórnar í samræmi við erindið.
Tillaga um að eftirtalda aðila: Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Hafdís Garðarsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.
Margréti Hörpu er falið að kalla saman fund. Sveitarstjóra og félagsmálastjóra falið að vinna með hópnum að tillögugerðinni.
Samþykkt með 6 atkvæðum, einn situr hjá við afgreiðsluna (MHG).
- SASS; Umboð til stjórnar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra, dags. 22. nóv. 2010.
Sveitarstjórn veitir stjórn þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra umboð til að annast almenna stjórnun á grundvelli samnings þar um.
Samþykkt samhljóða.
- Árshlutauppgjör fyrir Rangárþing ytra vegna fyrstu 9 mánaða ársins 2010.
Lagt fram til kynningar.
Til upplýsinga eru helstu niðurstöður A og B hluta (samstæðu) eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 13,7 mkr. Veltufjármunir 248,2 mkr. Skammtímaskuldir 752,2 mkr. Veltufjárhlutfall 0,34. Veltufé frá rekstri 53,2 mkr. Afborganir langtímalána 55,7 mkr. Heildartekjur 734,5 mkr. Heildarskuldir og skuldbindingar 1.954,3 mkr.
- Heimild til bifreiðarkaupa fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjóri óskar eftir heimild sveitarstjórnar fyrir því að keypt verði bifreið fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða 7 ára gamlan bíl, tegund Honda Jazz. Verð á umræddri bifreið er 800 þús. kr. Bíllin mun nýtast starfsfólki og sveitarstjórnarmönnum vegna funda og annarra erinda sem þeir sinna fyrir sveitarfélagið. Geta má þess að fyrir var önnur bifreið í rekstri hjá sveitarfélaginu sem var mun dýrari í rekstri en ofangreind bifreið en búið er að skila þeim bíl til leigusala.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn er á móti (GIG) og tveir sitja hjá (ÞTJ, AMK).
- Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.
Engar forsendur liggja fyrir þess efnis að ástæða sé til að endurskoða fjárhagsáætlun ársins 2010.
Samþykkt samhljóða.
- Lánasjóður Sveitarfélaga; Heimild Rangárþings ytra til lántöku.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að standa straum að fjárfestingum í gatnagerð, grunnskóla, leikskóla og fleiri fjárfestingum hjá sveitarfélaginu , sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gunnsteini R. Ómarssyni, sveitarstjóra, kt, 110870-4939, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt samhljóða.
- Fjárhagsáætlun 2011, fyrri umræða.
Fyrri umræða fór fram.
Bókun D-lista.
„Bókun D-lista vegna tillögu að fjárhagsáætlun 2011, til fyrri umræðu, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 2. desember 2010:
Takmarkaðar upplýsingar um forsendur að tillögu að fjárhagsáætlun 2011 hafa komið fram með tillögunni sjálfri og í umræðu á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 2. desember 2010 þar sem hún er lögð fram til fyrri umræðu. Ekki hafa verið lagðar fram nægar upplýsingar um forsendur að tekjuáætlun tillögunnar. Tillögur um fasteignaskattsprósentur og aðrar álagningarprósentur hafa ekki verið lagðar fram. Að mati fulltrúa D-listans er því lítill grundvöllur til frekari umræðna eða skoðanaskipta um efni tillögunnar á fundi hreppsnefndar í dag. Fulltrúar D-listans styðja það að tillögunni verði vísað til síðari umræðu í hreppsnefndinni sem gæti orðið fyrir lok desember mánaðar 2010. Fulltrúar D-listans telja að rík ástæða sé fyrir ítarlegri yfirferð á tillögunni og skoðun á forsendum hennar í samstarfi beggja listanna í sveitarstjórninni á milli umræðna. Þessi vinna gæti farið fram í hreppsráðinu eða fullskipaðri hreppsnefnd eftir því sem hreppsnefndin teldi vænlegast. Fulltrúar D-listans vilja leggja sitt af mörkum til þess að væntanleg fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2011 verði afgreidd í sátt og samstarfi allra fulltrúa í hreppsnefndinni. Fulltrúar D-listans lýsa sig reiðubúna til fundahalda og vinnu til þess að fara yfir forsendur tillögunnar með sveitarstjóranum og fulltrúum Á-listans og til þess að rýna tillögur forstöðumanna stofnana svo ná megi samstöðu um niðurstöður.
Fulltrúar D-listans í hreppsnefnd Rangárþings ytra,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Þorgils Torfi Jónsson
Anna María Kristjánsdóttir“
Bókun Á-lista:
„Á-listi hefur falið starfsmönnum sveitarfélagsins að vinna að tillögugerð fjárhagsáætlunar 2011. Allir kjörnir fulltrúar, bæði Á- og D-lista, hafa haft jafna aðkomu að þessari vinnu. Hugmyndafræðin að þessum nýju vinnubrögðum er að treysta faglega ráðnu stafsfólki til að koma með áreiðanlega tillögu að áætluninni. Fulltrúar Á-listans telja það hlutverk sveitarstjórnarmanna að móta stefnu sveitarfélagsins en hlutverk starfsfólks að vinna áætlun í samræmi við þá stefnu.
Vert er að benda á að allar forsendur framlagðrar tillögu að fjárhagsáætlun 2011 liggja fyrir og eru sveitarstjórnarmönnum aðgengilegar. Þessar forsendur eru sérstaklega tilteknar í forsendulið áætlunarinnar, þ.m.t. álagningahlutföll.
Á-listinn tekur undir það að mikilvægt er að góð samvinna sé við gerð fjárhagsáætlunar og að allir sveitarstjórnarmenn komi að þeirri vinnu. Auk þess telur Á-listinn mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins séu vel upplýstir og komi að þessari vinnu jafnframt. Því leggur Á-listinn til að haldinn verði íbúafundur milli umræðna um fjárhagsáætlun þar sem vinnan verður kynnt og tekið verður við ábendingum.
Fulltrúar Á-listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra,
Guðfinna Þorvaldsdóttir
Magnús H. Jóhannsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson“
Fram kom á fundinum að útsending á forsendulið áætlunarinnar misfórst en forsendurnar voru lagðar fram á fundinum.
Sveitarstjórn ákveður að boða til íbúafundar vegna fjárhagsáætlunar 2011 og felur sveitarstjóra að finna tíma og fundarstað í samráði við oddvita Á- og D-lista.
Samþykkt samhljóða.
Tillögu að fjárhagsáætlun 2011 vísað til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar:
- Stjórn þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi, 1. fundur, dags. 12. okt. 2010.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, 781. fundur, dags. 10. nóv. 2010.
- Stjórn þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi, 2. fundur, dags. 12. nóv. 2010.
- Stjórn SASS, 438. fundur, dags. 12. nóv. 2010.
- Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., 121 fundur, dags. 15. nóv. 2010.
- Sorpstöð Suðurlands bs., 196. fundur, dags. 18. nóv. 2010.
- Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 296. fundur, dags. 18. nóv. 2010.
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, fundur dags. 24. nóv. 2010.
- Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., 122. fundur, dags. 25. nóv. 2010.
Fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Fundaboð og kynningarefni:
- Minnisblað frá fundi fulltrúa Rangárþings ytra með fulltrúum Vegagerðarinnar, dags. 18. nóv. 2010.
- Veiðifélag Hróarslækjar; Aðalfundarboð.
Sveitarstjórn felur varaoddvita, Magnúsi H. Jóhannssyni, að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður 8. des. 2010.
Samþykkt samhljóða.
- Rangárhöllin ehf.; Aðalfundarboð.
Sveitarstjórn felur oddvita, Guðfinnu Þorvaldsdóttur, að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður 9. des. 2010.
Samþykkt samhljóða.
- Rangárbakkar, hestamiðstöð Suðurlands ehf.; Aðalfundarboð.
Sveitarstjórn felur oddvita, Guðfinnu Þorvaldsdóttur, að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður 9. des. 2010.
Samþykkt samhljóða.
- Samantekt frá fundi um göngu-, hlaupa- og hjólaleiðakorts, dags. 18. nóv. 2010, skv. bókun við lið 2 frá 7. fundi hreppsráðs, dags. 8. nóv. 2010.
- Umhverfisráðuneytið; Áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs, bréf dags. 24. nóv. 2010.
Sveitarstjóra og varaoddvita, Magnúsi H. Jóhannssyni, falið að svara erindinu í samráði við umhverfisnefnd.
Samþykkt samhljóða.
- Plan 21 ehf.; kynning á þjónustu og beiðni um fund, skv. bréfi dags. 26. nóv. 2010.
- Lífeyrissjóður Rangæinga; Suðurlandsvegur 1-3 ehf., skv. bréfi dags. 26. nóv. 2010.
- Ályktun SAMAN-hópsins vegna skemmtana fyrir unglinga undir lögaldri á veitingastöðum.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands; 30. aukaaðalfundur, dags. 3. des. 2010, dagskrá og rekstraráætlun.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 16.30