Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 16. desember 2010, kl. 13.00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Að auki, Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð, Indriði Indriðason, fjármálastjóri, og Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Fundargerðir til staðfestingar:
- Atvinnu- og menningarmálanefnd, 2. fundur, dags. 22. nóv. 2010.
Tillaga um að fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar frá 2. fundi þ. 22. nóvember 2010 verði vísað til nefndarinnar á ný til formlegrar afgreiðslu og undirritunar, lögð fram á fundi hreppsnfendar Rangárþings ytra þ. 16. desember 2010:
Lagt er til að fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar frá 2. fundi þ. 22. nóvember 2010 verði vísað til nefndarinnar á ný til formlegrar afgreiðslu og undirritunar. Ábending hefur komið fram um að "bókun formanns" undir lið 5.5 í fundargerðinni, hafi verið bætt inn í fundargerðina eftir að fundinum var slitið án þess að hún væri lögð fram og kynnt á fundinum. Ef rétt er með farið varðandi þennan lið í fundargerðinni, þá er þetta ekki heimilt samkvæmt almennum reglum um fundarsköp og ritun fundargerða. Blaðsíður fundargerðarinnar eru ekki tölusettar og fundargerðin er ekki undirrituð. Þessu þarf að bæta úr og verður aðeins gert á nýjum fundi í nefndinni. Af þessum orsökum er rétt að vísa fundargerðinni aftur til nefndarinnar svo bæta megi úr þessum meintu og ljósu ágöllum á henni.
Fulltrúar D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Þorgils Torfi Jónsson
Anna María Kristjánsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði.
Þrír eru samþykkir tillögunni (GIG, ÞTJ, AMK) og fjórir eru á móti (GÞ, MHJ, MÝS, ST)
Bókun Á-lista
„Fulltrúar Á-lista vilja benda á að allir nefndarmenn í Atvinnu- og menningarmálanefnd heimiluðu ritara nefndarinnar að ganga frá henni eftir fund og senda til staðfestingar í tölvupósti. Þetta er staðfest í fundargerðarbók sem liggur frammi og allir fulltrúar geta séð. Umrædd fundargerð, skv. formanni Atvinnu- og menningarmálanefndar, var samþykkt af fundarmönnum í tölvupósti. Þessi háttur var hafður á, á síðasta kjörtímabili m.a. hjá Íþrótta og æskulýðsnefnd og þannig má segja að komist hafi á stjórnsýsluvenja hvað þetta varðar. Þó að þetta vinnulag sé ekki til eftirbreytni þá er það skv. lögfræðingi SÍS ekki ólöglegt. Undirritaðir fulltrúar vilja beina því til sveitarstjóra að skerpa vinnubrögð er varðar frágang fundargerða nefnda á vegum sveitarfélagsins.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson“
Fundargerðin er til kynningar.
- Brunavarnir Rangárvallasýslu bs., 23. fundur, dags. 30. nóv. 2010.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
- Stjórn byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings bs., dags. 7. des. 2010.
Til kynningar.
Skipulagsmál og tengd erindi til staðfestingar:
- Beiðni um staðfestingu sveitarstjórnar á landskiptum á jörðinni Haukadalur, skv. erindi dags. 9. sept. 2010.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni um staðfestingu sveitarstjórnar á landskiptum á jörðinni Minni-Vellir, skv. erindi dags. 12. nóv. 2010.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
- Bjarni Bessason og Guðrún Erna Baldvinsdóttir óska eftir heimild til nafngiftar á sumarhúsi og landi, skráðu í fasteignaskrá, skv. erindi dags. 22. nóv. 2010.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nafngiftina fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
- Hjördís Harðardóttir og Örn Sveinsson óska eftir heimild til nafngiftar á sumarhúsi og landi, skráðu í fasteignaskrá, skv. erindi dags. 22. nóv. 2010.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nafngiftina fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
- Bjarni Bessason, Guðrún Erna Baldvinsdóttir, Hjördís Harðardóttir og Örn Sveinsson óska eftir heimild til nafngiftar á vegstæði, skv. erindi dags. 22. nóv. 2010.
Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til erindisins.
Samþykkt samhljóða.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Lögreglustjóri; Beiðni um skipun í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga, dags. 1. des. 2010.
Sveitarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson, er skipaður í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.
- Samkomulag, um afnot og endurbætur á gangnamannahúsum í Hvanngiljum og Gásagusti á Holtamannaafrétti, milli Rangárþings ytra/Ásahrepps og Þjórsártungna ehf.
Ekki er um kostnaðarþátttöku Rangárþings ytra að ræða í verkefninu. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn.
Samþykkt samhljóða.
- Lögreglan; Beiðni um umsögn vegna beiðni Café Thor um lengdan opnunartíma um jólin, dags. 2. des. 2010.
Skv. erindinu er óskað eftir því að opið verði til kl. 03 á Þorláksmessu, aðfararnótt 24. desember, og til kl. 03 á annan í jólum, aðfararnótt 27. desember, sem er undanþága frá almennum opnunartíma. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við lengdan opnunartíma Café Thor um jólin.
Samþykkt samhljóða.
- Kvennakórinn Ljósbrá; Beiðni um endurgjaldslausa aðstöðu fyrir jólatónleika á Laugalandi, haldnir 3. des. 2010, skv. erindi dags. 8. des. 2010.
Samþykkt er að veita styrk á móti húsaleigu 3. des. sl. sem snýr að eignarhluta Rangárþings ytra í húsnæðinu.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn bendir á að betur fer á að sótt sé um styrki áður en viðburðir fara fram. Í undirbúningi er endurskoðun reglna sem snúa að styrkveitingum á móti húsaleigu hjá Rangárþingi ytra.
- Tillaga að reglum um lágmarksfjölda barna á deild á einnar deildar leikskólum í Rangárþingi ytra og Ásahreppi.
Sveitarstjórn mælir til þess að tillagan verði tekin til umræðu á fundi samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Samþykkt samhljóða.
- Erindisbréf fyrir fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Sveitarstjórn mælir til þess að erindisbréfið verði tekið til umræðu á fundi samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöðvar í Rangárþingi ytra.
Drög að gjaldskrá til kynningar.
- Tillaga að gjaldskrá fyrir leikskóla í Rangárþingi ytra.
Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Leikskólann Heklukot og Leikskólann Laugalandi. Sveitarstjórn samþykkir framlagaða gjaldskrá sem lýtur að Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu gjaldskrárinnar og felur hreppsráði fullnaðarafgreiðslu á gjaldskránni á fundi sem haldinn verður fyrir áramót.
Samþykkt samhljóða.
- Ákvörðun um álagningarhlutfall fasteignaskatts og tengdra gjalda fyrir árið 2011 skv. l. 4/1995
Lögð er fram tillaga að samþykkt um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár fyrir 2011.
Fasteignaskattur verði sem hér segir:
A - 0,400% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
B – 1,320% af fasteignamati húsa og lóða.
C – 1,467% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í B flokki
Tillagan borin undir atkvæði.
Fjórir samþykkja tillöguna, einn er á móti (ÞTJ) og tveir sitja hjá (GIG, AMK).
Tillagan er samþykkt.
- Fjárhagsáætlun 2011, síðari umræða.
Sveitarstjóri og fjármálastjóri gerðu grein fyrir niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2011.
Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 962.436 þús. kr. og skiptast með eftirfarandi hætti:
Rekstrartekjur þús.kr. Hlutfall tekna.
Útsvar............................................................................ 415.000.......................... 43,12%
Fasteignaskattur........................................................... 138.989.......................... 14,44%
Jöfnunarsjóður.............................................................. 208.800.......................... 21,82%
Lóðarleiga......................................................................... 5.585.......................... 0,58%
Aðrar tekjur.................................................................. 215.489 20,04%
Rekstrargjöld þús.kr.
Heildargjöld án fjármagnsliða.................................... 831.646..........................................................
Tekjuafgangur fyrir fjármagnslið er áætlaður......... 130.790
Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð........................... 106 984..............................................................
Rekstrarniðurstaða A hluta er áætlaður...................... 44.286.............................................................
Áætluð niðurstaða A og B hluta er............................. 23.807..............................................................
Efnahagur A og B hluta þús.kr.
Fastafjármunir eru áætlaðir...................................... 2.215.821..........................................................
Veltufjármunir eru áætlaðir........................................ 385.298..............................................................
Eignir samtals eru áætlaðar..................................... 2.601.119
Eigið fé er áætlað.......................................................... 563.057..............................................................
Lífeyrisskuldbindingar eru áætlaðar........................... 20.491
Langtímaskuldir eru áætlaðar................................. 1.546.352
Skammtímaskuldir eru áætlaðar................................. 471.219..............................................................
Eigið fé og skuldir samtals er áætlað.................... 2.601.119
Handbært fé í árslok áætlað 111.564 þús.kr.
Fjárfestingar eru áætlaðar 7.000 þús. kr. á árinu 2011 og greinast sem hér segir: Grunnskólinn Hellu, 6.000 þús. kr. Íþróttahúsið Þykkvabæ 1.000 þús. kr. fjárgirðingar, 1.000 þús. kr.
Í b-hluta eru framkvæmdir áætlaðar 42.000 þús. kr.
Bókun fulltrúa D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra við afgreiðslu á tillögu að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2011, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 16. desember 2010:
Fyrir liggur að afgreiða tillögu að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2011 sem unnin hefur verið og lögð fram af starfsmönnum sveitarfélagsins. Í tillögunni kemur fram að starfsmenn sveitarfélagsins stefna að því að afgangur verði af rekstri þess og að framlegð af rekstrinum aukist frá síðustu árum. Þetta er jákvætt og munu D-lista fulltrúar styðja við starfsmenn sveitarfélagsins í þessari viðleitni, þó benda megi á, að forsendur fyrir áætluðum tekjum séu að hluta óvissar og áætlaður minni rekstrarkostnaður, þ.m.t. launakostnaður, geti verið hlaðinn bjartsýni í ljósi þess að nánast allir kjarasamningar eru lausir. Starfsmönnum er þakkað fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í tillögu að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2011.
Fulltrúar D-lista benda á eftirfarandi atriði í 39. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og samhljóða ákvæði í 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra :
"39. gr. Hlutverk byggðarráðs.
Byggðarráð fer ásamt framkvæmdastjóra sveitarfélags með framkvæmdastjórn þess og fjármálastjórn, að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin. Það hefur umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins almennt og fjárstjórn þess sérstaklega, undirbýr fjárhagsáætlanir og sér um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt."
Við undirbúning og samningu tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 hefur meirihluti Á-listans kosið að hundsa þessi ákvæði og falið starfsmönnum alla ábyrgð á tillögugerðinni. Fullt traust er borið til starfsmanna eins og fram kemur í fyrsta hluta þessarar bókunar. Það er þó hlutverk kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa að taka þær ákvarðanir sem taka þarf við samningu tillögu að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Það hlutverk er ekki ætlað starfsmönnum. Eins og sveitarstjórnarlögin og samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra kveða á um, er hreppsráðinu ætlað stórt hlutverk í þessu árlega verkefni. Tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2011 hefur ekki komið fyrir hreppsráðið til umfjöllunar. Ekki er vitað til þess að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Rangárþings ytra hafi komið að undirbúningi að tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 (sbr. upplýsingar frá oddvita á fundi hreppsnefndar þ. 2. desember 2010), utan tveggja stuttra upplýsingafunda með starfsmönnum sem haldnir voru að frumkvæði fulltrúa D-listans. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað boðið fram krafta sína til þess að vinna sameiginlega að tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 í sátt og samvinnu við fulltrúa Á-listans, en þeir fulltrúar hafa ekki talið ástæðu til þess að vinna á þeim nótum. Af þeim orsökum sem að framan er lýst munu fulltrúar D-listans sitja hjá við afgreiðslu á fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2011 og áskilja sér rétt til þess að leita álits samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á þeirri málsmeðferð sem tillagan hefur fengið.
Fulltrúar D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Þorgils Torfi Jónsson
Anna María Kristjánsdóttir
Bókun Á-lista vegna fjárhagsáætlunar 2011.
Fjárhagsáætlun 2011 er lögð fram af Á-listanum. Að gerð hennar komu jafnt kjörnir fulltrúar frá báðum listum. Fundað var í tvígang þar sem öllum sveitarstjórnarmönum var boðið ásamt forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins þar sem farið var yfir fjárhagsáætlanir þeirra. Á þessum fundum komu fram áherslur sveitarstjórnarmanna. Á-listinn hafði einnig frumkvæði að því að halda íbúafund 13. des. 2010 til kynningar á fjárhagsáætlun til þess að ná fram breiðri samstöðu um hana meðal íbúa. Það var í höndum starfsmanna sveitarfélagsins að útbúa reiknilíkan þar sem áætlunin var unnin fyrir vinnufundina. Hugmyndafræðin að þessum nýju vinnubrögðum hjá Á-listanum við gerð fjárhagsáætlunar er að nýta sem best krafta og menntun fagaðila innan sveitarfélagsins . Fulltrúar Á-listans telja það hlutverk sveitarstjórnarmanna að móta stefnu sveitarfélagsins en hlutverk starfsfólks að vinna áætlun í samræmi við þá stefnu.
Á-listinn vill þakka sveitarstjóra, fjármálastjóra, forstöðumönnum, starfsfólki og þeim minnihlutafulltrúum sem sáu sér fært að taka þátt í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson.
Fjárhagsáætlun samstæðu Rangárþings ytra 2011 borin undir atkvæði.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, ÞTJ, AMK)
Fjárhagsáætlun 2011 er samþykkt.
Rúnar mætir á fund.
- Aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022
Tillaga að samþykktum sv.stjórnar og svörum við þeim:
Aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022
Tillaga að Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 var tekin til umræðu nýrrar sveitarstjórnar á fundi sveitarstjórnar 16. desember síðastliðinn. Tillagan var auglýst síðastliðið vor, staðfest í sveitarstjórn þann 26 maí síðastliðin og send til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við afgreiðslu sveitarstjórnar með bréfi, dags 8. Júlí og voru athugasemdir teknar fyrir á fundi hreppsráðs þan 22. júlí 2010:
- „Að mati skipulagsstofnunnar þarf að skýra nánar ákvörðun um breytta skilgreiningu Þykkvabæjar og senda þeim sem gerðu athugasemdir við þetta atriði frekari rökstuðning. svara erindinu.“
Hreppsráð felur Skipulagsnefnd og Byggingar- og skipulagsfulltrúa að leggja fram álit vegna þessarar athugasemdar til hreppsnefndar.
- Vegna reiðleiðar á landamerkjum Ægissíðu 2 og 3 en ekki er fjallað um athugasemina í svörum sveitarstjórnar.
Hreppsráð felur Skipulagsnefnd og Byggingar- og skipulagsfulltrúa að leggja fram álit vegna þessarar athugasemdar til hreppsnefndar.
- „Skipulagsstofnun ítrekar að sveitarfélagið þarf að upplýsa hvort einhver annar aðili en sveitarsjóður og Skipulagssjóður hafi komið greiðslu kostnaðar vegna gerðar aðalskipulagstillögunnar.“
Hreppsráð lýsir því yfir að engir aðrir komu að greiðslu kostnaðar við aðalskipulagstillöguna en sveitarsjóður og Skipulagsstofnun.
- Skipulagsstofnun bendir á að sveitarstjórn ber að loknum sveitarstjórnarkosningum að meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins s.b.r 5.mgr 16.gr skipulags- og byggingarlaga.
Hreppsráð vísar þessari ábendingu til hreppsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn hefur haft málið til skoðunar en tafir urðu á afgreiðslu vegna skoðunar á kostum og göllum þess að skilgreina þéttbýli í Þykkvabæ og hvernig hægt væri að afgreiða athugasemd landeigenda að Ægissíðu 3 án þess að auglýsa þyrfti tillöguna að nýju.
Sveitarstjórn samþykkir að breyta ákvörðun fyrri sveitarstjórnar um að fella út þéttbýli í Þykkvabæ. Sveitarstjórn fellst þar með á athugasemdir íbúa og mun því áfram verða þéttbýli skilgreint þar skv. þeirri afmörkun sem fram kemur á skipulagsuppdrætti. Sveitarstjórn lýsir sig jafnframt fúsa til áframhaldandi vinnu við stefnumörkun vegna Þykkvabæjar, í samráði við íbúa svæðisins.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir að verða við athugasemdum eigenda Ægissíðu 3 um að fella út reiðleið á mörkum Ægissíðu 2 og Ægissíðu 3 í aðalskipulagi. Þá samþykkir sveitarstjórn að halda sambærilegri landnotkun á jörðinni og er í gildandi aðalskipulagi fyrrum Djúpárhrepps 1998-2010.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að breyta gögnum í samráði við ofangreindar samþykktir og ganga frá bréfum til þeirra aðila er athugasemdir gerðu á grundvelli ofangreindra samþykkta.
Tillaga að aðalskipulagi samanstendur af greinargerð aðalskipulags ásamt aðalskipulagsuppdrætti byggðar í mælikv. 1:50.000, aðalskipulagsuppdrætti hálendissvæða í mælikv. 1:100.000, þéttbýlisuppdrætti af Hellu í mælikv. 1:10.000 og Þykkvabæ í mælikv. 1:10.000. Þá eru einnig meðfylgjandi umhverfisskýrsla, skýringaruppdráttur af Hellu, fjórir skýringaruppdrættir sem sýna Hekluskóga og önnur landgræðslusvæði, vatnsvernd, samgöngur og gróðurlendi.
Sveitarstjórn hefur yfirfarið fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 skv. 16 gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Samþykkt samhljóða.
Rúnar víkur af fundi.
Fundargerðir til kynningar:
- Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 4. fundur, dags. 17. nóv. 2010.
- Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 130. fundur, dags. 19. nóv. 2010.
- Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, fundur dags. 24. nóv. 2010.
- Suðurlandsvegur 1-3 ehf., 5. fundur stjórnar, dags. 3. des. 2010.
Fram kemur í fundargerðinni að stjórnir Verkalýðsfélags Suðurlands og Félags iðn- og tæknigreina hafa samþykkt að setja eign sína að Suðurlandsvegi 3 inn í félag um rekstur Suðurlandsvegar 1-3, með fyrirvara um rekstrarhæfi slíks félags.
Sveitarstjórn tekur vel í þær hugmyndir sem fram koma í fundargerðinni. Sveitarstjórn samþykkir að skoða þá leið að leggja eign sína að Suðurlandsvegi 1 inn í slíkt félag með sama fyrirvara um jákvætt mat á rekstrarhæfi slíks félags.
Samþykkt samhljóða.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 297. fundur stjórnar, dags. 3. des. 2010.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 30. aukaaðalfundur, dags. 3. des. 2010.
- Stjórn SASS, 439. fundur, dags. 10. des. 2010.
Fundaboð og kynningarefni:
- Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga, skv. bréfi dags. 8. des. 2010.
Þetta er síðasti fundur sveitarstjórnar á árinu 2010 og er næsti fundur sveitarstjórnar er áætlaður 13. janúar 2011. Sveitarstjórn óskar íbúum og starfsfólki sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 17.50