Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 13. janúar 2011, kl. 13.00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Að auki, Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð og Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson boðar seinkun á fund.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- Hreppsráð, 9. fundur dags. 29. des. 2010.
Til kynningar.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson mætir á fundinn kl. 13:15.
- Skipulagsnefnd Rangárþings bs., 35. fundur dags. 6. jan. 2011.
186 2011 Álfaskeið í Haukadal, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundabyggðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
187 2011 Háfshverfi, Rangárþingi ytra - umsókn um stöðuleyfi fyrir rannsóknamastur.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
188 2011 Garður í Rangárþingi ytra, deiliskipulag landspildu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
Jarlsstaðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, hesthúss og skemmu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
Deiliskipulag og umhverfisskýrsla fyrir Hrauneyjar hálendismiðstöð, Rangárþingi ytra.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
157 2010 Uxahryggur I. Rangárþingi ytra, deiliskipulag fyrir sumarhús.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
Skipulagsmál og tengd erindi til staðfestingar:
- Beiðni Fannars Þórs Ólafssonar, f.h. Vorlands ehf., um staðfestingu á landskiptum í Háfshjáleigu, skv. erindi mótt. 17. des. 2010.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn Grétars J. Sigvaldasonar um stofnun lögbýlis í landi Haga í Holtum, mótt. 17. des. 2010.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á 25,1 ha. í landi Haga í Holtum, landnúmer 175270.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni Stefáns Arnórssonar um staðfestingu á landskiptum í landi Skammbeinsstaða, skv. erindi mótt. 28. des. 2010.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni Elínar Sigríðar Óladóttur um umsögn vegna umsóknar um sameiningu landnúmera í landi Litla-Klofa, skv. erindi mótt. 5. jan. 2011.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við sameiningu landspildna nr. 191976 og 209901 í landi Litla-Klofa.
Samþykkt samhljóða.
- Oddafélagið, erindi um Sæmundarvelli, skv. fundargerð Héraðsnefndar, tl. 5.4, dags. 17. des. 2010.
Í erindinu kemur fram að hugað verði að hugsanlegu deiliskipulagi fyrir fræðasetur á Sæmundarvöllum.
Sveitarstjóra falið að koma á fundi með stjórn Oddafélagsins um málið. Í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa verði möguleikar kannaðir hvað skipulagsmál varðar í samræmi við erindið.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni um staðfestingu sveitarstjórnar á landskiptum á jörðinni Haukadalur, skv. erindi dags. 9. sept. 2010. Áður tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 16. des. 2010.
Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, kt. 110655-5929, Hafsteinn Hugi Hafsteinsson, kt. 300165-3629 og Magnús Hafsteinsson, kt. 291257-4539, óska eftir staðfestingu sveitarstjórnar á meðfylgjandi landskiptum.
Um er að ræða land með landnr. 219699, stærð 117,6 ha. og lóð með landnr. 219700, stærð 16000 fm. tekna úr jörðinni, Haukadal, landnr. 164500, samkvæmt meðfylgjandi hnitasettum uppdrætti.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Haukadal, 164500.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni um staðfestingu sveitarstjórnar á landskiptum á jörðinni Minni-Vellir, skv. erindi dags. 12. nóv. 2010. Áður tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 16. des. 2010.
Bjarni Bessason, kt. 240757-5409, Hjördís Harðardóttir, kt. 150458-7149, Guðrún Erna Baldvinsdóttir, kt. 250358-4589, og Örn Sveinsson, kt. 110559-2599, óska eftir staðfestingu sveitarstjórnar á meðfylgjandi landskiptum.
Um er að ræða að skipta 26,5 ha. landi með landnr. 201226 í tvær sumarhúsalóðir. Lóð 1 verður með landnr. 219864, stærð 12,8 ha og lóð 2 verður með landnr. 219865, stærð 12,8 ha.
Uppruna landnr. 201226 verður á vegstæði sem verður í sameign.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
Rúnar víkur af fundi.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Beiðni um stuðning við Snorraverkefnið, dags. 8. nóv. 2010.
Erindinu hafnað.
Samþykkt samhljóða.
- Markaðsstofa Suðurlands; ósk um fjögurra ára framlengingu á samningi, dags. 10. nóv. 2010.
Erindinu er hafnað af hálfu sveitarfélagsins en um leið eru fyrirtæki innan verslunar- og þjónustugeirans hvött til að nýta sér það góða starf sem þar er unnið. Sveitarfélagið hefur fullan hug á góðu samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands í framtíðinni og er tilbúið til að veita upplýsingar og þjónustu eftir því sem við á.
Fjórir greiða atkvæði með afgreiðslunni, þrír sitja hjá (GIG, AMK, IPG).
Afgreiðslan er samþykkt.
- HSK; Beiðni um viðbótarstyrk vegna rekstrarársins 2011, skv. erindi dags. 12. nóv. 2010.
HSK vinnur að útbreiðslu- og fræðslustarfi auk ýmissa annarra verkefna í æskulýðs- og ungmennastarfi. Því er samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr.110.000,- þrátt fyrir þrönga stöðu sveitarsjóðs.
Samþykkt samhljóða.
- Flugbjörgunarsveitin Hellu; Beiðni um endurgjaldslaus afnot af skólahúsnæði vegna Landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu, dagana 13. – 14. maí 2011, skv. erindi dags. 24. nóv. 2010.
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi til afgreiðslu málsins og víkur af fundi.
Samþykkt að veita styrk á móti húsaleigu umrædda daga.
Samþykkt samhljóða.
Margrét tekur aftur sæti á fundinum.
- Ásgeir Jónsson; Áskorun til sveitarstjórnar um að hafa frumkvæði að könnun möguleika þess að koma á ljósleiðaratengingum í dreifbýli sveitarfélagsins, skv. erindi dags. 25. nóv. 2010.
Sveitarstjóra falið að kanna málið í samráði við bréfritara og annarra framkvæmdastjóra sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu.
Samþykkt samhljóða.
- Landgræðsla ríkisins; Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið, dags. 30. nóv. 2010.
Magnús H. Jóhannsson og Anna María Kristjánsdóttir vekja athygli á hugsanlegu vanhæfi til afgreiðslu erindisins og víkja af fundi.
Samþykkt að veita styrk fyrir árið 2011 að fjárhæð kr. 100.000,-
Landgræðslan hefur á undanförnum árum og áratugum unnið þrekvirki í uppgræðslu lands. Segja má að þessi styrkur sé viðurkenning og þakklætisvottur fyrir það góða og sívaxandi starf sem Landgræðslan vinnur að, samfélaginu öllu til heilla.
Samþykkt samhljóða.
Magnús og Anna María taka aftur sæti á fundinum.
- Ungmennaráð (skv. 11. gr., 2. ml., l. 70/2007) – endurskoðun reglna Rangárþings ytra.
Sveitarstjóra falið að endurskoða reglur í samráði við íþrótta-og tómstundanefnd og leggja fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
- Viking Travel; Beiðni um að taka leikskólann í Þykkvabæ á leigu, dags. 1. des. 2010.
Í erindinu kemur fram beiðni um að taka húsnæðið á leigu yfir sumartímann, eða frá 1. maí og fram á haustið. Óskað er eftir leigusamningi til fimm ára, með framlengingarákvæðum.
Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda og fá nánari upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi áður en ákvörðun er tekin um ráðstöfun húsnæðisins. Sé ákvörðun tekin um slíkt og í anda jafnræðis og góðra stjórnhátta er eðlilegt að auglýsa opinberlega húsnæði í eigu sveitarfélagsins til leigu.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni Heklu blúsfélags um viðbótarfjárstyrk vegna Blues Festival 2010, skv. erindi dags. 29. nóv. 2010.
Samþykkt var fjárstuðningur við umrætt verkefni, að kr. 250.000, á fundi hreppsnefndar 6. maí 2010 og hefur hann þegar verið greiddur.
Sveitarstjórn ekki færi á því að verða við erindinu og er frekari fjárstuðningi hafnað.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, IPG).
Samþykkt.
- Starfsmannamál – ferlagreining og tillaga að skipuriti skrifstofu.
Skýrslan sem lögð er fram inniheldur skilgreiningu á lykilstarfsemi skrifstofu sveitarfélagsins. Helstu verkferlar eru útskýrðir og verkefnum skipt á milli starfsmanna. Gert er ráð fyrir fækkun um eitt stöðugildi á skrifstofu og núverandi stjórnunarstöður verða lagðar niður. Tilgangur skýrslunnar er að stuðla að bættri vinnutilhögun og vandaðri upplýsingagjöf til forsvarsmanna sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra er falið koma á breytingum á fyrirkomulagi skrifstofurekstursins í samræmi við skýrsluna.
Samþykkt samhljóða.
- Atvinnumál; Garnaveikibólusetning.
Rangárþing ytra hefur greitt þjónustukostnað vegna garnaveikibólusetningar sauðfjár í sveitarfélaginu, en bændur hafa greitt efniskostnað. Verkefnið er ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga og er ákveðið að hætta kostnaðarþátttöku vegna þessarar framkvæmdar.
Sveitarstjóra er falið að tilkynna sauðfjáreigendum og búfjáreftirlitsaðilum, héraðsdýralækni og búfjáreftirliti sveitarfélagsins, þessar breytingar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, IPG).
Samþykkt.
- Rammasamningur um ráðgjafarþjónustu á sviði skipulagsmála við Steinsholt sf., dags. í des. 2010.
Til kynningar.
- Samningur um ráðgjafarþjónustu um deiliskipulag miðbæjar og atvinnusvæða sunnan þjóðvegar á Hellu við Steinsholt sf., dags. í des. 2010.
Til kynningar.
- Beiðni Sýslumannsins á Hvolsvelli um samþykkt á afskriftum gjalda, skv. erindi dags. 21. des. 2010.
Í erindinu kemur fram beiðni um að afskrifa kröfur á opinberum gjöldum hjá tveimur einstaklingum. Metur Sýslumaður svo að kröfurnar séu fyrndar.
Sveitarstjórn samþykkir afskriftir þeirra krafna er varða Rangárþing ytra skv. erindinu.
Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla er skráð í trúnaðarmálabók.
- Erindi frá Oddasókn, dags. 6. jan. 2010.
Sveitarstjóra og oddvita er falið að skoða húsnæðið og fullkanna leiðir er varðar leigu á húsnæðinu og skila áliti fyrir næsta fund hreppsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Eldvarnaeftirlit - slökkvilið í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, skv. erindi vinnuhóps dags. 6. jan. 2011.
Til kynningar.
Í erindinu kemur fram tillaga um að vista eldvarnaeftirlit í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings bs. Til að mæta kostnaði embættisins við þetta verkefni er lagt til að hvert sveitarfélag í samstarfinu greiði sem nemur eitt þúsund krónum á íbúa til embættisins árið 2011.
Tillögur þessar eru jákvæðar í samanburði við fyrstu tillögur um stofnun eldvarnaeftirlits í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, út frá kostnaðarlegum samanburði. Sveitarstjórn getur þó ekki tekið afstöðu til tilhögunarinnar og kostnaðarþátttökunnar fyrr en búið er að fullskilgreina verkefnið og rekstrarfyrirkomulag Skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings bs.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samráði við framkvæmdastjóra samstarfssveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga frá D-lista; a) um skriflega birtingu fjárhagsupplýsinga á hreppsráðsfundum og b) sveitarstjóri flytji skýrslu í lok hvers sveitarstjórnarfundar um viðfangsefni sem hann er að fást við hverju sinni, mótt. 10. jan. 2010.
„Tillaga um að sveitarstjóri Rangárþings ytra geri skriflega grein fyrir ákveðnum fjárhagslegum upplýsingum úr rekstri og efnahag á hreppsráðsfundum og að á hreppsnefndarfundum birti sveitarstjóri stutta skýrslu í lok funda um helstu verkefni sem hann er að fást við hverju sinni og ekki þurfa að vera í þagnargildi, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 13. janúar 2011:
- a) Lagt er til að á hreppsráðsfundum (fyrst í febrúar 2011) leggi sveitarstjóri fram skriflega eftirfarandi upplýsingar úr rekstri og efnahag sveitarfélagsins:
- Yfirlit yfir innborgað útsvar - bæði staðgreiðslu og eftiráinnheimt í næstliðnum mánuði og uppsafnað á árinu með samanburði við stöðu á sama tímapunkti árið áður.
- Yfirlit yfir fjárstreymi - inn- og útborganir í næstliðnum mánuði og uppsafnað á árinu og samanburð við áætlað fjárstreymi ársins.
- Yfirlit yfir stöðu skuldunauta um næstliðin mánaðamót eftir tegund og aldri skulda (ekki rekjanlegt til einstakra skuldara). Um er að ræða t.d. fasteignagjöld, leikskólagjöld, gjöld vegna skóladagheimila, hundagjöld, fjallskilagjöld, gatnagerðargjöld og önnur gjöld.
- Yfirlit yfir greidd laun eftir stofnunum (ekki greint niður á einstaklinga) og sundurliðað í mánaðarlaun, dagvinnu og yfirvinnu fyrir næstliðinn mánuð.
- Yfirlit yfir áætlaða greiðslubyrði lána, brotið niður á mánuði næstu tólf mánuði. Fram komi afborganir og fjármagnskostnaður.
Greinargerð:
Framangreind tillaga miðar að því að gera sveitarstjórnarfulltrúum betur kleift að sinna eftirlitsskyldu sinni með rekstri og fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins. Allar framangreindar upplýsingar eiga að vera aðgengilegar í bókhaldi sveitarfélagsins, sé það uppfært og afstemmt reglulega, án þess að valda auknu vinnuálagi á starfsfólk skrifstofunnar svo neinu nemi. Ekki þarf að leita liðsinnis endurskoðenda vegna þeirra upplýsinga sem tillagan gerir ráð fyrir og þar af leiðandi verður enginn kostnaðarauki. Upplýsingagjöf af þessu tagi er til þess fallin að auka samstöðu starfsfólks og sveitarstjórnarfulltrúa við þau erfiðu verkefni sem við blasa í rekstrinum. Það kann að vera, að slípa þurfi til hvernig framangreindar upplýsingar verða fram settar skriflega í samstarfi sveitarstjóra og sveitarstjórnarfulltrúanna, en á því ríkir fullur skilningur.
- b) Lagt er til að sveitarstjóri flytji sveitarstjórninni í lok hreppsnefndarfunda skýrslu um helstu viðfangsefni sem hann er að fást við hverju sinni. Ekki er ætlast til að fjallað verði um mál á viðkvæmu vinnslustigi sem um stundarsakir geta ekki verið opinber.
Greinargerð:
Í anda opinnar stjórnsýslu og samstarfs innan sveitarstjórnar og við helstu embættismenn sveitarfélagsins, er þessi tillaga sett fram. Fyrirmynd að skýrslugjöfinni sem lögð er til, er auðfundin og bent er á eina: Upplýsingagjöf af þessu tagi er t.d. viðhöfð í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem bæjarstjórinn flytur í lok hvers bæjarstjórnarfundar allítarlega skýrslu um störf sín á aðliggjandi dögum. Þetta á ekki að þurfa að íþyngja sveitarstjóranum í störfum hans, því aðeins tekur nokkrar mínútur að undirbúa minnispunkta af þessu tagi. Ekki er um aukinn kostnað að ræða.
Fulltrúar D-listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Þorgils Torfi Jónsson
Anna María Kristjánsdóttir“
Tillagan tekin til afgreiðslu:
Þrír greiða atkvæði með tillögunni, fjórir greiða atkvæði á móti (GÞ, MHJ, MÝS, ST)
Tillagan er felld
Bókun Á-lista:
- a) Það er fullur vilji að veita fjárhagsupplýsingar til kjörinna fulltrúa sé eftir því leitað. Fulltrúar Á-lista benda á að sveitarstjóri vinnur nú að endurskipulagningu á verk- og vinnuferlum á skrifstofu sveitarfélagsins og hefur hann einnig greint frá, á fundum með kjörnum fulltrúum, hugmyndum um reglulega birtingu fjárhagsupplýsinga. Fulltrúar Á-lista árétta að ekki er verið að vega að þeim rétti kjörinna fulltrúa að hafa aðgang að helstu upplýsingum sem varða rekstur sveitarfélagsins en sveitastjóra er treyst til þess að vega og meta hvaða rekstrarupplýsingar verði birtar. Ofangreindar kennitölur úr rekstri eru meðal þeirra stjórntækja sem sveitarstjóri notar við stjórn sveitarfélagsins en ekki er hægt að fullyrða að nákvæmlega þessar kennitölur séu þær sem sveitarstjóri komi til með að birta þegar hann útbýr samantekt um rekstur sveitarfélagsins fyrir sveitarstjórn.
- b) Það er sjálfsagt mál að sveitarstjóri upplýsi kjörna fulltrúa um þau verkefni sem í gangi eru tengt starfi hans hjá sveitarfélaginu og það hefur hann gert óformlega á fundum. Hér eftir munu sveitarstjóri og oddviti, í byrjun sveitarstjórnarfunda, skýra með formlegum hætti í stuttu máli frá helstu verkefnum sem verið er að vinna að fyrir sveitarfélagið.
Bókun fulltrúa D-listans vegna höfnunar á tillögu um upplýsingagjöf sveitarstjóra til sveitarstjórnar:
„Í bókun fulltrúa Á-listans kemur fram að þau fela sveitarstjóra að meta hvaða upplýsingar úr rekstri og efnahag sveitarfélagsins hann kýs að leggja fram hverju sinni. Ekki er efast um að sveitarstjórinn mun standa vel að slíku, en það er fullkomlega óeðlilegt að hafna því að sveitarstjórnin sjálf ákveði hvaða upplýsingar skuli birtar reglulega á sveitarstjórnarfundum. Fulltrúar D-listans munu leita eftir fjárhagslegum upplýsingum hjá sveitarstjóranum í samræmi við rétt sinn skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Fulltrúar D-listans benda á að með ákvörðun oddvita og sveitarstjóra um að birta sveitarstjórninni punkta um helstu verkefni líðandi stunda eru þau í raun að samþykkja b lið tillögu D-listans um þetta atriði og því er undarlegt að sá liður skuli hafa verið felldur í atkvæðagreiðslunni.
Á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 13. janúar 2011
Fulltrúar D-listans í hreppsnefnd Rangárþings ytra
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Anna María Kristjánsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson“
Bókun sveitarstjóra:
„Sveitarstjóri er fullur vilja til að birta allar mögulegar fjárhagsupplýsingar fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjóri hefur unnið að því að koma fyrirkomulagi bókhalds sveitarfélagsins í það horf að hægt sé að nýta það til reglubundnar upplýsingagjafar. Mögulegt verður að horfa til þeirra upplýsinga sem fram koma í tillögu D-lista en þær eru góðra gjalda verðar. Varðandi aðra upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar þykir sveitarstjóra rétt að geta þess að í starfi sveitarstjóra fyrir Skaftárhrepp á árunum 2002-2006 flutti hann skýrslu um störf sín í upphafi sveitarstjórnafunda og gafst það vel þar sem fulltrúar fá þá nauðsynlegar upplýsingar sem geta nýst á fundinum. Þessi háttur er enn viðhafður í því sveitarfélagi.“
- Fyrirspurnir frá D-lista, mótt. 10. jan. 2010.
„Tilmæli frá D-lista um að eftirtalin umræðuefni verði tekin á dagskrá hreppsnefndarfundar þ. 13. janúar 2011:
D-listinn fer fram á að eftirtalin umræðuefni verði á dagskrá hreppsnefndar þ. 13. janúar 2011. Þetta má vera í einum dagskrárlið sem fyrirspurnarefni:
- Leiga eða sala á Mýrarkoti - staða málsins.
- Gáttin á heimasíðunni - hvað hefur komið inn af ábendingum og hvernig verða þær birtar sveitarstjórninni?
- Möguleg leiga á sal eða aðstöðu í stækkuðu safnaðarheimili Oddasóknar fyrir starfsemi og félagsaðstöðu eldri borgara og fleiri hópa.
- Styrkbeiðni frá HSK sem send var í nóvember - hefur þessi umsókn hlotið afgreiðslu?
Fulltrúar D-listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Þorgils Torfi Jónsson
Anna María Kristjánsdóttir“
Svör sveitarstjóra við ofangreindum fyrirspurnum:
- Skv. umræðum á fundi samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 12. jan. 2011, var rætt um málefni Mýrarkots. Á fundinum var tekin ákvörðun um að skoða möguleika þess að fjarlægja húsið frá Laugalandi í heilu lagi. Ef slík aðgerð reynist ekki möguleg eða óhagkvæm virðast skoðanir flestra að rífa eigi húsið og fjarlægja eins fljótt og auðið er.
- Góð viðbrögð hafa verið við hugmyndagáttinni og hafa borist um 20 innlegg hingað til. Sveitarstjóri hefur hug á að birta lista af innsendu efni og upplýsa kjörna fulltrúa í hverjum mánuði.
- Vísað er í bókun við lið nr. 24 hér að ofan.
- Vísað er í bókun við lið nr. 12 hér að ofan.
- Málefni Suðurlandsvegar 1-3, staða mála.
Í ljósi hagkvæmniútreikninga sem kynntir hafa verið á fundinum og fulltrúar Rangárþings ytra og Verkalýðshússins á Hellu hafa komið að með einum eða öðrum hætti óskar sveitarstjórn eftir formlegum samningaviðræðum við eigendur Verkalýðshússins á Hellu um samruna fasteignanna að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu, sem eru í eigu þessara aðila.
Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að framgangi málsins.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar:
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs., 35. fundur dags. 29. okt. 2010.
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs., 36. fundur dags. 5. nóv. 2010.
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs., 37. fundur dags. 30. nóv. 2010.
- Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 103. fundur dags. 15. des. 2010.
- Héraðsnefnd Rangæinga, 3. fundur, dags. 17. des. 2010.
- Fundur vinnuhóps um málefni fatlaðra, dags. 20. des. 2010.
- Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, 19. fundur, dags. 20. des. 2010.
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs., 38. fundur dags. 20. des. 2010.
- Fundargerð svæðisráðs um Vatnajökulsþjóðgarð, dags. 20. des. 2010.
- Fundur í stjórn, byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings bs., dags. 31. des. 2010.
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs., 39. fundur dags. 5. jan. 2011.
Í fundargerðinni kemur fram að Ragnheiður Hergeirsdóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. Sveitarstjórn lýsir ánægju með ráðninguna og býður Ragnheiði velkomna til starfa. Álfhildi Hallgrímsdóttur, fráfarandi félagsmálastjóra, eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
- Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf., 6. fundur dags. 7. jan. 2011..
Fundaboð og kynningarefni:
- Velferðarráðuneytið; Tilmæli til sveitarstjórna um lágmarksfjárhæð framfærslu, skv. erindi dags. 3. jan. 2011.
- Þekkingarsetur á Selfossi; Minnisblað og kynning frá fundi framkvæmdastjóra stofnana SASS 4. jan. 2011.
- Héraðsnefnd Rangæinga; Bréf frá formanni til stjórnar SASS v/húsnæðismála, dags. 11. jan. 2010.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 15.10