12. fundur 27. janúar 2011

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 27. janúar 2011, kl. 13.00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Katrín Sigurðardóttir. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.

Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:

  1. Íþrótta- og tómstundanefnd, 5. fundur dags. 19. jan. 2011.

Til kynningar.

Skipulagsmál og tengd erindi til staðfestingar:

  1. Beiðni Guðjóns Egilssonar og Rósu Hlínar Óskarsdóttur um staðfestingu á landskiptum á jörðinni Selalæk, skv. erindi mótt. 13. jan. 2011.

Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Beiðni Sýslumannsins á Hvolsvelli um umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um leyfi fyrir gististað í flokki I að Þjóðólfshaga 25, erindi dags. 12. jan. 2011.

Í erindinu kemur fram að Carolina Rathgens, kt. 270563-4579, hefur sótt um leyfi fyrir gististað í flokki I, að Þjóðólfshaga 25, Rangárþingi ytra. Sýslumaður óskar umsagnar skv. 24. gr. reglugerðar nr. 585/2007 en sveitarstjórn skal veita umsögn um fyrirhugaðan afgreiðslutíma staðar, þ.e. á hvaða tíma heimilt er að hafa hann opinn. Einnig staðfestir sveitarstjórn að staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélags kveður á um.

Staðsetning fyrirhugaðs gististaðar er innan skipulagðs frístundasvæðis. Afgreiðslu erindisins er frestað þar til staðfesting á breyttri landnotkun skv. aðal- og deiliskipulagi hefur verið afgreidd.

Samþykkt samhljóða.

  1. Skólahúsnæði í Þykkvabæ; Greinargerð vegna tl. 17 frá fundi sveitarstjórnar dags. 13. jan. 2011.

Sveitarstjóra falið að auglýsa skólahúsnæðið í Þykkvabæ opinberlega til sölu eða leigu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Ákall innikróaðra íbúa Vestur-Landeyja og Bakkabæja um flóttaleið, dags. 15. jan. 2011.

Í erindinu er undirrituð áskorun, íbúa bæjanna sunnan Þverár og austan Hólsár í Rangárvallasýslu, þess efnis að tafarlaust verði tryggð flóttaleið undan mögulegu hamfaraflóði vegna hugsanlegra eldsumbrota í Kötlu. Skv. gildandi viðbragðsáætlun Almannavarna liggur eina rýmingar- og flóttaleið íbúanna út af hættusvæðinu allt að 25 km. á móti á móti straumi gífurlegrar flóðöldu við verstu mögulegu skilyrði. Þessu mótmæla íbúar og leggja til að brúuð verði leið yfir Hólsá við Djúpós á mótum Þverár og Ytri-Rangár.

Á fundinum er lögð fram undirrituð áskorun um sama efni sem barst með tölvupósti 27. jan. 2011, árituð af fólki í V-Landeyjum og á Bakkabæjum, um samstöðu um fyrirhugaða vegtengingu svæðisins um Oddaveg.

Sveitarstjórn tekur undir með íbúum að brýnt er að leita bestu leiða til að draga úr þeirri ógn sem mögulega getur steðjað að svæðinu. Sveitarstjóra falið í samvinnu við Sýslumann að funda með Vegamálastjóra vegna málefnisins.

Samþykkt samhljóða.

  1. Beiðni um styrk á móti húsaleigu vegna þorrablóts á Laugalandi í Holtum, erindi dags. 23. jan. 2011.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að veita styrk á móti húsaleigu vegna æfinga fyrir þorrablótið.

Samþykkt samhljóða.

  1. Erindi frá stjórn Lundar til Velferðarráðherra vegna fækkunar hjúkrunarrýma, dags. 24. jan. 2011.

Margrét vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til umfjöllunar um málið og víkur af fundi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra mótmælir harðlega þeim fyrirvaralausu áformum Velferðarráðuneytisins um að fækka um eitt hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Öll hjúkrunarrými eru og hafa verið fullnýtt á heimilinu fram að þessu og biðlisti haldist stöðugur. Með fækkun um eitt rými er möguleiki á skammtímainnlögnum verulega skertur sem kemur niður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og orsakar lengri biðtíma í hjúkrunarrými. Hjúkrunarheimilið Lundur sem staðsett er miðsvæðis á Suðurlandi hefur þjónustað íbúa af öllu Suðurlandi og verið í góðri samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands með nýtingu hvíldarinnlagna til að létta á sjúkrahúsinnlögnum, sem talist hefur verulega hagkvæmur kostur. Á hjúkrunarheimili af þessari stærðargráðu hefur fækkun um eitt rými mjög alvarlegar rekstrarlegar afleiðingar í för með sér þar sem manna þarf heimilið allan sólhringinn og veita þarf öllum íbúum viðeigandi þjónustu.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra skorar á Velferðarráðherra að draga þessa ákvörðun tafarlaust til baka.

Samþykkt samhljóða.

Margrét mætir aftur á fund.

  1. Málefni Oddasóknar, minnisblað frá fundi dags. 24. jan. 2011.

Til kynningar.

Lögð eru fram tilboð til sveitarfélagsins frá sóknarnefnd Oddakirkju vegna húsaleigu að Dynskálum á Hellu.

Sveitarstjóra og oddvita falið að yfirfara tilboðin og leggja fram tillögu fyrir næsta hreppsnefndarfund.

Samþykkt samhljóða.

  1. Tillaga frá D-listanum um könnun á því hvort mögulegt er að útvarpa og/eða sjónvarpa beint frá hreppsnefndarfundum, mótt. 24. jan. 2011.

„Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að kanna kostnað og tæknilega möguleika á því að útvarpað eða sjónvarpað verði beint frá fundum hreppsnefndar Rangárþings ytra. Jafnframt verði kannað hvað þarf til að útsending geti verið þráðlaus um örbylgju eða aðra miðla sem nást sem víðast um sveitarfélagið og einnig hvort útsending geti verið um kapalkerfið á Hellu.

Fulltrúar D-listans í hreppsnefnd Rangárþings ytra,

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Þorgils Torfi Jónsson

Anna María Kristjánsdóttir“

Vinnuhópur er að störfum við endurskoðun á samþykktum um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra og þar hafa þessi mál borið á góma.

Í því ljósi er sveitarstjóra falið að kanna möguleika þess að útvarpa og/eða sjónvarpa beint frá hreppsnefndarfundum skv. efni tillögunnar og skila greinargerð til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun, fyrri umræða.

Þriggja ára fjárhagsáætlun, 2012 – 2014, vísað til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðir til kynningar:

  1. stjórnarfundur á Lundi, dags. 8. okt. 2010.

Í fundargerðinni kemur fram að stjórn Lundar hefur fengið kr. 18.828.000,- úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar á sérhannaðri deild fyrir heilabilaða.

Sveitarstjórn staðfestir að fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við áætlanir um uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

  1. stjórnarfundur á Lundi, dags. 23. des. 2010.

Til kynningar.

Á fundinum undirritaði stjórn Lundar ársreikning vegna ársins 2009.

  1. Stjórnarfundur í Húsakynnum bs,. dags. 10. jan. 2011.
  2. Fundur vegna um starfsemi Samfellu í Rangárþingi ytra., dags. 11 jan. 2011.
  3. Fundur samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 12. jan. 2011.

Í fundargerðinni kemur m.a. eftirfarandi fram:

„Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps mótmæla harðlega fyrirhugaðri gjaldtöku (vegatollum) sem ríkisstjórnin boðar til uppbyggingar meðal annars á Suðurlandsvegi. Ef slík gjaldtaka yrði að veruleika myndi það hafa mikil áhrif á atvinnulíf, búsetu og ferðamannastraum á svæðinu. Höfuðborgin er höfuðborg allra landsmanna og þangað eiga allir að geta sótt atvinnu og þjónustu án þess að borga sérstök notkunargjöld (vegatolla). Sveitarstjórnirnar skora á ríkisstjórnina að leggja áform um slíka gjaldtöku (vegatolla) til hliðar.“

Samþykkt samhljóða.

  1. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 14. jan. 2011.
  2. fundur stjórnar SASS, dags. 14. jan. 2011.
  3. Gönguleiðir að fjallabaki, tækifæri og framtíðarsýn, fundur á Brúarlundi 15. jan. 2011
  4. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslu, dags. 19. jan. 2011.
  5. Fundur Héraðsnefndar Rangæinga, dags. 25. jan. 2011.

Fundargerðin staðfest.

Samþykkt samhljóða.

Fundaboð og kynningarefni:

  1. Náttúruminjasafn Íslands; Svarbréf safnstjóra vegna tillögu sveitarstjóra um flutning safnsins á Hellu, dags. 10. jan. 2011.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra er enn þeirrar skoðunar að Náttúruminjasafni Íslands yrði meiri sómi sýndur með að staðsetja það á Hellu heldur en í Reykjavík. Bendir sveitarstjórn á í því sambandi að Skógasafnið er líkast til eina safnið á Íslandi sem rekið er með rekstrarafgangi, þannig að það er ekki ávísun á velgengni að staðsetja safn í Reykjavík.

Telur sveitarstjórn að aðsókn ferðamanna gæti verulega aukist með staðsetningu á Hellu sérstaklega í því ljósi að betra er að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri og hér væri safnið í sínu rétta náttúrulega umhverfi. Sveitarstjórn óskar eftir viðræðum þess efnis að amk. hluti starfsemi Náttúruminjasafns Íslands verði starfræktur á Hellu.

Sveitarstjórn þakkar Helga Torfasyni, forstöðumanni Náttúruminjasafns Íslands, bréfið.

Samþykkt samhljóða.

  1. SASS; Málefni skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 10. jan. 2011.
  2. Erindi Héraðsnefndar til stjórnar SASS, dags. 11. jan. 2011.

Í erindinu kemur fram að Héraðsnefnd Rangæinga hefur óskað eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn SASS vegna húsnæðisvöntunar undir starfsemi SASS. Stjórn SASS varð við erindinu á fundi dags. 14. jan. 2011, en fundartími hefur ekki verið staðfestur.

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga; Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda,dags. 14. jan. 2011.
  2. Veiðifélag Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár; Aðalfundarboð, dags. 22. jan. 2011.

Sveitarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson, fór með umboð sveitarfélagsins á fundinum samkvæmt samþykkt sveitarstjórnarmanna í tölvupósti.

Samþykkt samhljóða.

  1. Ráðningarsamningur leikskólastjóra á Heklukoti – framlagður til kynningar á fundinum.

Trúnaðarmál:

  1. Trúnaðarmál.

Tillaga um að fundi verði lokað.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, KS).

Fært í trúnaðarmálabók.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 15.20