Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 10. febrúar 2011, kl. 13.00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi, mætir undir liðum 2-4. Undir lið 4 mæta Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson frá Steinsholt ehf. Undir lið 7 mætir Bjarni Jón Matthíasson, 10 Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 1. feb. 2011.
Varðandi lið 9 í fundargerðinni er afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
Fyrir liggur tillaga leikskólastjóra um sumarlokun beggja leikskóla frá 5. júlí – 8. ágúst. Um er að ræða lengingu um eina viku í Heklukoti frá því sem áður var. Sveitarstjórn telur rétt að kanna hug foreldra um fyrirhugaða lengingu á lokun leikskólans Heklukots áður en tillagan er staðfest. Sveitarstjóra og formanni fræðslunefndar er falið að láta gera þessa könnun hið fyrsta.
Að öðru leyti er fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Skipulagsmál og tengd erindi til staðfestingar:
- fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 26. jan. 2011.
534-2011 Hjallanes II, lóð 2, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir geymsluskúr.
Hallgrímur Óskarsson, kt. 171249-4739, Grenigrund 32, Selfossi, óskar eftir byggingarleyfi fyrir geymsluhús við sumarhús sitt að Hjallanesi II, lóð 2, lnr. 165026, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
535-2011 Hella, Rangárþingi ytra – leyfi fyrir auglýsingaskiltum.
Christian Japke Sepulveda, kt. 140881-2289, Baugöldu 8, Hellu, sækir um leyfi fh. Café Thor, til að setja upp auglýsingaskilti við Hellu, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, en með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að óheimilt sé að reisa auglýsingaskilti og önnur mannvirki nema að áður fengnu leyfi. Leyfi er ekki fengið fyrr en byggingarfulltrúi hefur útgefið það formlega þó svo fyrir liggi samþykki byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
536-2011 Fjarkastokkur, Þykkvabæ, Rangárþingi ytra – leyfi til að bæta við glugga á hesthús.
Júlíus Sigurðsson, kt. 201155-2749, Birkigrund 25, Selfossi, óskar eftir leyfi til að bæta við glugga á hesthús sitt að Fjarkastokki í Þykkvabæ, lnr. 174566, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
537-2011 Norðurnes, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Maja Siska og Páll S. Jónsson, kt. 160460-5639, Skinnhúfu, Rangárþingi ytra, óska eftir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi sem staðið hefur á stöðuleyfi í Norðurnesi, lnr. 195416, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
538-2011 Litli-Klofi, lóð 1, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Brynjar Freyr Stefánsson, kt. 080760-2729 og Harpa Harðardóttir, kt. 070860-7599, Lækjarhjalla 26, 200 Kópavogi, óska eftir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Litla-Klofa, lóð 1, Rangárþingi ytra, lnr. 206098, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
539-2011 Hjarðarbrekka, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi.
Walter Ausserhofer, kt. 030350-2279, Ahornacherweg7, I-39032, Sand in Taufers Ítalía, óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhús að Hjarðarbrekku í Rangárþingi ytra, lnr. 164516, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt með fyrirvara um ítarlegri gögn og um samþykkt deiliskipulag.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
540-2011 Hjarðarbrekka, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Walter Ausserhofer, kt. 030350-2279, Ahornacherweg7, I-39032, Sand in Taufers Ítalía, óskar eftir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Hjarðarbrekku í Rangárþingi ytra, lnr. 164516, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt með fyrirvara um ítarlegri gögn og um samþykkt deiliskipulag.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
541-2011 Rangá, Rangárþingi ytra – leyfi til að rífa hluta húss og byggja nýtt.
Veiðifélag Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár, kt. 691092-2599, Bjólu 1, 851 Hellu, sækir um leyfi til að rífa elsta hluta hússins að Rangá og byggja nýtt, lnr. 165412, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt með fyrirvara um ítarlegri gögn.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
542-2011 Fjarkastokkur, Þykkvabæ, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og innri breytingum
Júlíus Sigurðsson, kt. 201155-2749, Birkigrund 25, Selfossi, óskar eftir leyfi til að byggja við og breyta innra skipulagi í sumarhúsi sínu að Fjarkastokki í Þykkvabæ, lnr. 174566, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
- fundur í skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 1. feb. 2011.
189 2011 Beiðni Fannars Þórs Ólafssonar, f.h. Vorlands ehf., um staðfestingu á landskiptum í Háfshjáleigu, skv. erindi mótt. 17. des. 2010.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna til afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og frestar afgreiðslu.
190 2011 Beiðni Stefáns Arnórssonar um staðfestingu á landskiptum í landi Skammbeinsstaða, skv. erindi mótt. 28. des. 2010.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að afla ýtarlegri gagna til afgreiðslu málsins og frestar afgreiðslu.
191 2011 Beiðni Guðjóns Egilssonar kt. 180969-5519 og Rósu Hlín Óskarsdóttur kt. 290772-4519 um staðfestingu á landsskiptum samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Um er að ræða íbúðarhúsalóð með landnr. 219996, stærð 33620m2, tekið úr jörðinni Selalækur 4. landnúmer 164546. Lögbýlisréttur fylgir áfram Selalæk 4. landnr. 164546.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
192 2011 Beiðni Jónu Sveinsdóttur kt. 270244-5139 um staðfestingu landsskipta í landi Meiri-Tungu 3. landnr. 15131.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að afla ýtarlegri gagna til afgreiðslu málsins og frestar afgreiðslu.
193 2011 Hjarðarbrekka Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, sumarhúss og útihúsa.
Walter Ausserhofer kt. 030350-2279 leggur fram deiliskipulag sem nær til um 2 ha svæðis í landi Hjarðarbrekku, landnr.164516 sem er í heild um 182 ha að stærð. Deiliskipulagið tekur til íbúðarhúss,frístundahúss auk bílskúra og byggingarreits fyrir útihús. Aðkoma að Hjarðarbrekku er af Suðurlandsvegi (nr.1) niður Oddaveg (nr.266) og um heimreið að Hjarðarbrekku.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
- Deiliskipulag miðsvæðis Hellu – staða mála kynnt á fundinum.
Gísli Gíslason, landslagsarkitekt, og Ásgeir Jónsson, landfræðingur, hjá Steinsholt ehf. kynntu vinnutillögur að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Hellu.
Sveitarstjórn veitir vinnuhópi, sem samansettur er af sveitarstjóra, oddvita og oddvita D-lista, umboð til að vinna áfram með sérfræðingum Steinsholt ehf. í samráði við íbúa og hagsmunaaðila á svæðinu að deiliskipulagstillögum fyrir miðsvæði Hellu í anda kynningarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- SAMAN-hópurinn, beiðni um fjárstuðning við forvarnastarf á árinu 2011, dags. 20. jan. 2011.
Erindinu hafnað.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni um afnot af húsnæði sveitarfélagsins fyrir sumarbúðir CISV 1. – 23. júlí 2011, skv. erindi mótt. 4. feb. 2011.
Magnús vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið.
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðvar og skólastjóra grunnskólans á Hellu og koma með tillögu vegna erindisins.
Samþykkt samhljóða.
Magnús mætir aftur á fund.
- Tilboð í fráveitubúnað frá Varma & Vélaverk ehf., dags. 22. nóv. 2010.
Uppsetning þessa fráveitubúnaðar mun takmarka mjög að óhreinsaður úrgangur berist með skólpvatni í Rangá. Mörg undanfarin ár hefur þessi brýna framkvæmd frestast og er ekki hægt að una við það lengur að mengandi úrgangur berist í ána og mikilvægt að ráðist verði í þessa framkvæmd þrátt fyrir þrönga stöðu. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður uþb. 18 mkr.
Tryggja verður að framkvæmdin sé unnin í samráði og sátt við hagsmunaaðila á svæðinu. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra heimild til að ganga að tilboði Varma og Vélaverks. Framkvæmdinni er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2011.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga vegna leigutilboðs frá Oddasókn, skv. 8. dagskrárlið fundar sveitarstjórnar dags. 27. jan. 2011.
Á fundi sveitarstjóra og oddvita með forsvarsmönnum Oddasóknar, 7. feb. 2011, var ákveðið að sveitarstjóri og sóknarprestur myndu móta drög að samstarfssamningi sóknarnefndarinnar og sveitarfélagsins um félags- og menningarstarf.
Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða.
- Arion Banki, viðauki við lánssamning nr. 0308-35-6347.
Þann 26.10.2007 undirrituðu Rangárþing ytra, kt. 520602-3050, sem lántaki og Kaupþing banki hf., nú Arion banki hf., kt. 581008-0150, sem lánveitandi, lánssamning sem upphaflega svaraði til kr. 80.000.000,- og var veitt JPY. Lánið skyldi greiðast með 1 greiðslu þann 01.11.2008. Þann 15.12.2008 var gerður viðauki við lánssamninginn og láninu framlengt til 01.05.2009. Þann 29.05.2009 var gerður viðauki við lánssamninginn og láninu framlengt til 01.12.2009. Þann 08.12.2009 var gerður viðauki við lánssamninginn og láninu framlengt til 01.06.2010. Þann 30.07.2010 var gerður viðauki við lánssamninginn og láninu framlengt til 01.10.2010.
Lántaki hefur óskað eftir og lánveitandi samþykkt að framlengja láninu til 01.02.2018 og verður sú breyting gerð að framvegis skulu vextir af ofangreindu láni vera Libor vextir að viðbættu 3,9% vaxtaálagi. Á árinu 2011 mun Rangárþing Ytra taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 80.000.000,-. Framlenging þessi er háð því ófrávíkjanlega skilyrði að ekki komi til frekari skuldsetningar Rangárþings ytra nema með skriflegu samþykki bankans. Lántaki skal greiða 0,5% framlengingargjald vegna þessarar framlengingar. Skilmálabreyting þessi gildir frá og með 01.10.2010.
Að öðru leyti en hér greinir eru skilmálar lánssamningsins óbreyttir og tryggingar að baki láninu skulu haldast áfram óbreyttar.
Vegna réttaróvissu um lögmæti gjaldeyrislána áskilur Rangárþing ytra sér fullan rétt, þrátt fyrir samþykki þessa viðauka, að með lánið verði farið fyrir rétti skv. upphaflegum lánssamningi.
Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til undirritunar viðaukans við lánssamninginn, að uppfylltum öllum lögformlegum skilyrðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundadagatal sveitarstjórnar og hreppsráðs árið 2011.
Sveitarstjórn fundar að jafnaði 1. fimmtudag hvers mánaðar kl. 15.00. Fundir eru áætlaðir: 3. mars, 7. apríl, 5. maí, 9. júní, 1. september, 6. október, 3. nóvember og 1. desember.
Hreppsráð fundar að jafnaði 3. fimmtudag hvers mánaðar kl. 16.00. Fundir eru áætlaðir: 24. febrúar, 17. mars, 19. maí, 16. júní, 21. júlí, 18. ágúst, 15. september, 20. október, 17. nóvember og 15. desember.
Samþykkt samhljóða.
- Þriggja ára fjárhagsáætlun, síðari umræða.
Greinargerð:
Í ljósi skuldastöðu sveitarfélagsins er afar brýnt að sýna í framkvæmd ábyrga stjórnun fjármála þess. Vöxtur skuldbindinga sveitarfélagsins hefur verið mikill undanfarin ár og framkvæmdir hafa ekki fylgt þeim ramma sem settur hefur verið í fjárhagsáætlunum. Þessari þróun verður snúið við og lögð verður áhersla á að áætlunum verði framfylgt og haft verður með því strangt eftirlit. Mikilvægasta verkefni sveitarstjórnar á þessu þriggja ára tímabili er að ná böndum á skuldastöðuna og tryggja það að sveitarfélagið getið staðið undir þeim skuldbindingum sem það þegar hefur tekist á herðar.
Sveitarfélaginu er þröngur stakkur sniðinn til allra fjárfestinga sem lúta að grunnþjónustu sveitarfélagsins, en leitað verður allra til að verja og bæta hana. Kostnaður við Suðurlandsveg 1-3 ehf. hefur verið umfram þær áætlanir fyrri tíma sem sveitarfélagið hefur staðfest og þetta verkefni á eftir að verða þungt í fjárhag þess. Í dag er stjórn félagsins og forstöðumenn sveitarfélagsins að vinna að frekari útfærslu á verkinu, ásamt því að vinna að stefnumótun fyrir húsið. Verkefnið gerir það að verkum að ekki verður hægt að vænta lækkunar skuldbindinga sveitarfélagsins fyrr en á síðari hluta tímabilsins sem áætlunin tekur yfir. Nauðsynlegt er að leita allra leiða til að verja það fjármagn og standa við þær skuldbindingar sem sveitarfélagið var búið að takast á hendur er varðar framkvæmdina. Í tillögunni 2012 er gert ráð fyrir 209,5 mkr. í fjárfestingu vegna Suðurlandsvegar 1-3 ehf. sem er tilkomið vegna fyrirhugaðrar eignarhaldsbreytingar á fasteignunum við Suðurlandsveg 1-3. Vegna framvindu verksins er einnig gert ráð fyrir 100 mkr. fjárfestingu árið 2013. Þessi fjárfesting er þó með fyrirvara um framvindu verksins og endanlega niðurstöðu um fyrirkomulag. Í tillögunni er heildarfjárfesting félagsins sýnd en raunfjárfesting sveitarfélagsins verður í hlutfalli eignaraðildar
Fjárfestingar í tillögunni skiptast sem hér segir:
Fjárfesting (þús. kr.) |
2012 |
2013 |
2014 |
Grunnskólinn Hellu |
10.000 |
20.000 |
20.000 |
Fráveita |
10.000 |
20.000 |
20.000 |
Suðurlandsvegur 1-3 ehf. |
209.500 |
100.000 |
|
Samtals |
229.500 |
140.000 |
40.000 |
Mörg tækifæri geta hins vegar skapast með endurskipulagningu og til slíkra tækifæra verður horft verði þau að veruleika. Leggja þarf markvissa vinnu í að endurmeta þörf á þeim eignum, s.s. fasteignum og eignalandi, sem sveitarfélagið á en þarf ekki að eiga til að sinna hlutverki sínu um lögboðna þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Ef og þegar svigrúm skapast þá er lögð áhersla á fjárfestingar sem koma sem flestum íbúum til hagsbóta, bætt skólahúsnæði og aðstaða fyrir börn og unglinga, s.s. leikvellir. Horft verður sérstaklega til þeirra þátta sem stuðla að bættum búsetuskilyrðum í sveitarfélaginu og ekki verður hjá því komist að greiða niður skuldir sveitarfélagsins.
Skráðum íbúum sveitarfélagsins hefur fækkað úr 1.600, 1. des. 2008, í 1.543, 1. des. 2010, eða um 3,6%. Þetta er þróun sem snúa þarf við í ljósi þeirra gæða og tækifæra sem við búum við í sveitarfélaginu. Mörg öflug atvinnufyrirtæki eru í sveitarfélaginu en ekkert er því til fyrirstöðu að þau eflist og fyrirtækjum fjölgi með tilheyrandi fjölbreytileika starfa. Framboð íbúða-, atvinnu- og sumarhúsalóða er í sveitarfélaginu sem er undirstaða þess að hægt sé að byggja upp enn öflugara sveitarfélag og fjölga tækifærum fyrir fólk og fyrirtæki til að setjast að í sveitarfélaginu. Þó svo að kreppi að hjá sveitarfélaginu sem rekstrareiningu er mikil uppbygging innan sveitarfélagsins. Á Hellu er unnið að uppbyggingu atvinnu- og verslunarhúsnæðis og í dreifbýlinu fjölgar lögbýlum og öflug uppbygging er í landbúnaði, ferðaþjónustu og hestamennsku, svo eitthvað sé nefnt.
Tillaga að þriggja ára áætlun er varfærin og til þess ætluð að gefa raunsæja mynd miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi öll ár áætlunarinnar, aukningu handbærs fjár og styrkingu allra helstu fjármálahlutfalla yfir tímabilið.
Tillagan borin undir atkvæði:
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, ÞTJ, AMK).
Fundargerðir til kynningar:
- fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, dags. 26. jan. 2011.
- Fundur í fjallskiladeild Holtamannaafréttar, dags. 26. jan. 2011.
- Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 783. fundur, dags. 28. jan. 2011.
- fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 1. feb. 2011.
Til kynningar.
Varðandi lið 2 í fundargerðinni telur sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að bera slíkan samning undir sveitarstjórnir, fyrir undirritun, þar sem um verulegar fjárskuldbindingar er að ræða og fyrir dyrum standa miklar breytingar á fyrirkomulagi sorpmála í sýslunni.
Sveitarstjóra er falið að ræða við stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum.
Varðandi lið 4 í fundargerðinni leggst sveitarstjórn gegn öllum hugmyndum um uppbyggingu sorporkuvers í sýslunni og sveitarstjórn óskar eftir að ekki verði veitt frekara fjármagni til skoðunar á slíkri framkvæmd.
Vegna umræðna undir lið 12 í fundargerðinni ákveður sveitarstjórn að vinna áfram að fyrirkomulagi tveggja tunnu sorphirðukerfis í sveitarfélaginu í samvinnu við sveitarfélögin á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við framkvæmdastjóra nágrannasveitarfélaganna og stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Ingi víkur af fundi.
Fundaboð og kynningarefni:
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið; Æskulýðsrannsóknirnar Ung fólk, bréf dags. 20. jan. 2011.
- Rangárþing eystra; Bréf til formanns Héraðsnefndar Rangæinga vegna húsnæðismála, dags. 4. feb. 2011.
Í erindinu kemur fram sú skoðun forsvarsmanna Rangárþings eystra að sveitarfélögin í Rangárvallasýslu skuli hvert um sig sjá um húsnæðismál fyrir starfssemi eldri borgara.
Með tilvísun í tl. 8 hér að ofan er unnið að framtíðarfyrirkomulagi húsnæðismála fyrir tómstundastarf eldri borgara í Rangárþingi ytra.
Í anda skoðunar sveitarstjórnarmanna í Rangárþingi eystra varðandi húsnæðismál eldri borgara er það stefna Rangárþings ytra að nýta eigið húsnæði til eigin reksturs og húsnæði í eigu sveitarfélaganna til reksturs samstarfsverkefna þegar því verður við komið.
Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við forsvarsmenn nágrannasveitarfélaganna um húsnæðismál samstarfsverkefna.
Samþykkt samhljóða.
- Framfarafélag Þykkvabæjar; Undirskriftir íbúa og hagsmunaðila í Þykkvabæ vegna kröfu um styrkingu Djúpósstíflu, skv. tölvupósti dags. 8. feb. 2011.
Sveitarstjórn þakkar innkominn undirskriftalista íbúa og hagsmunaðila í Þykkvabæ. Sveitarstjóra falið að kynna erindið á fyrirhuguðum fundi sveitarstjóra og sýslumanns með vegamálastjóra.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð; 441. stjórnarfundur SASS, dags. 11. febrúar 2011.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 15.30