Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 3. mars 2011, kl. 15.00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi, mætir undir liðum 2-8.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 24. feb. 2011.
Varðandi lið 1 í fundargerðinni staðfestir sveitarstjórn framlögð samningsdrög að þjónustusamningi við UMF Framtíðina.
Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn f.h. sveitarstjórnar.
Að öðru leyti er fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Skipulagsmál og tengd erindi til staðfestingar:
- fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 24. feb. 2011.
552-2011 Norðurnes, lóð 7, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Maja Siska, kt. 250169-2729, Skinnhúfu, Rangárþingi ytra, óskar eftir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 7 í Norðurnesi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
553-2011 Svínhagi lóð R-30, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Haraldur Magnússon, kt. 160463-2019, Geitasandi 2, Hellu, sækir um byggingarleyfi á sumarhúsi á lóð sinni nr. R-30 í landi Svínhaga, Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Húsið er flutt á staðinn.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
554- 2011 Breyting á innra skipulagi að Dynskálum 50, Hellu.
Ólafur Júlíusson kt.141158-7599 sækir um f.h. Fiskáss kt. 581273-0349, leyfi til að breyta innra skipulagi að Dynskálum 50, á Hellu. Breytingin felur í sér að hluta húss er breytt í verslun.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að minniháttar verslunaraðstaða verði í hluta af iðnaðarhúsnæði Fiskáss.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
- fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 28. feb. 2011.
Frestað mál frá fundi 1. febrúar 2011:
193 2011 Hjarðarbrekka Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, sumarhúss og útihúsa.
Bókun skipulagsnefndar 1. febrúar 2011:
Walter Ausserhofer kt. 030350-2279 leggur fram deiliskipulag sem nær til um 2 ha svæðis í landi Hjarðarbrekku, landnr.164516 sem er í heild um 182 ha að stærð. Deiliskipulagið tekur til íbúðarhúss, frístundahúss auk bílskúra og byggingarreits fyrir útihús. Aðkoma að Hjarðarbrekku er af Suðurlandsvegi (nr. 1) niður Oddaveg (nr. 266) og um heimreið að Hjarðarbrekku.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Bókun skipulagsnefndar nú:
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Frestað mál frá fundi 1. febrúar 2011:
189 2011 Beiðni Fannars Þórs Ólafssonar, f.h. Vorlands ehf., um staðfestingu á landskiptum í Háfshjáleigu, skv. erindi mótt. 17. des. 2010.
Bókun skipulagsnefndar 1. febrúar 2011:
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna til afgreiðslu málsins.
Bókun skipulagsnefndar nú:
Óskað er eftir frekari rökstuðningi er varðar landskiptin og gagna um eignarhald umræddra landspildna í ljósi innsendra gagna. Sveitarstjórn Rangárþings ytra er síðan falið að fullafgreiða málið.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og er afgreiðslu erindisins frestað.
199 2011 Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna færslu á Búðarhálslínu. Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breytingar á legu Búðarhálslínu 1 og nýs iðnaðarsvæðis fyrir tengivirki, þar sem Búðarhálslína 1 kemur að Hrauneyjafosslínu 1.
Þær breytingar sem verða á landnotkun í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, sem staðfest var 2. febrúar 2011 eru að gerð er breyting á greinargerð, köflum 14.2 um iðnaðarsvæði og 16.1 um háspennulínur. Á afréttaruppdrátt sveitarfélagsins er sett inn nýtt iðnaðarsvæði og legu Búðarhálslínu 1 er breytt. Samsvarandi breyting á Búðarhálslínu 1 er gerð á Aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.
Samsvarandi breyting verður gerð á gildandi deiliskipulagi fyrir Búðarhálsvirkjun og Búðarhálslínu 1 frá 2001.
Tilkynning um breytingu á línustæði hefur verið send Skipulagstofnun sem komst að þeirri niðurstöðu að breytingin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar.
Lega Búðarhálslínu hefur ekki áhrif á svæðisskipulag miðhálendisins sbr. umsögn nefndarinnar dags. 12. maí 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings 2010-2022, og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
200 2011 Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna nýs þjónustu- og frístundasvæðis í landi Heysholts í Rangárþingi ytra.
Rangárþing ytra vinnur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og tekur hún til breyttrar landnotkunar í landi Heysholts í Landsveit (landnr. 164975). Í gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 er gert ráð fyrir landbúnaðarsvæði norðan Landvegar (nr. 26), þar er einnig hverfisverndarsvæðið H7, sem er mýri í landi Heysholts.
Þær breytingar sem verða á landnotkun í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem staðfest var 2. febrúar 2011 er að gerð er breyting á greinargerð, köflum 4.3 um frístundabyggð og 4.6 um verslunar- og þjónustusvæði og samsvarandi breyting á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins.
Gert er ráð fyrir að um 18 ha svæði úr jörðinni Heysholti verði breytt í svæði fyrir frístundabyggð. Á frístundasvæðinu er gert ráð fyrir allt að 36 lóðum. Gert er ráð fyrir að um 7 ha svæði úr jörðinni Heysholti verði breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu sem tengjast mun ferðaþjónustu. Hægt er að skipuleggja allt að 12 lóðir á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings 2010-2022, og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
201 2011 Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna 5 nýrra frístundasvæða. (Maurholt, Tjörfastaðir, Heklukot, Hallstún og Sælukot)
Þær breytingar sem verða á landnotkun í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem staðfest var 2. febrúar 2011 er að gerð er breyting á greinargerð, kafla 4.3 um frístundabyggð og samsvarandi breyting á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins.
Maurholt: Rúmlega 40 ha landspildu (landnr. 165449) hefur verið skipt út úr jörðinni Ægissíðu I og heitir spildan Maurholt. Á um 4 ha verða skipulagðar 4 lóðir fyrir frístundabyggð. Aðkoma er af Suðurlandsvegi, um Bugaveg nr. 273 og þaðan um aðkomuveg inn á svæðið. Byggðin mun tengjast viðurkenndum veitum varðandi vatnsöflun og rafmagn og gert er ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki fyrir allar lóðirnar.
Tjörfastaðir: Um 4 ha frístundasvæði er afmarkað úr jörðinni Tjörfastöðum (landnr. 165013). Áætlað er að skipuleggja 4 lóðir á frístundasvæðinu. Aðkoma er af Suðurlandsvegi, um Árbæjarveg (nr. 271), Bjallaveg (nr.272), Húsagarðsveg (nr. 2771) og þaðan um aðkomuveg að Tjörfastöðum. Byggðin mun tengjast viðurkenndum veitum varðandi vatnsöflun og rafmagn og gert er ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki fyrir allar lóðirnar.
Hallstún: Um 15 ha landspildu (landnr. 203907), hefur verið skipt út úr landi Hallstúns. Nýtt frístundasvæði, allt að 5 ha er afmarkað á spildunni og er heimilt að byggja þar allt að 6 hús. Aðkoma er af Suðurlandsvegi, um Landveg (nr. 26) og þaðan um aðkomuveg að Hallstúni. Byggðin mun tengjast viðurkenndum veitum varðandi vatnsöflun og rafmagn. Gert er ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki fyrir allar byggingar.
Heklukot: Afmarkað er frístundasvæði úr jörðinni Koti á Rangárvöllum á um 1,5 ha eignarlóð (landnr. 164718).Lóðin nefnist Heklukot og eru nú þegar 2 byggingar á henni. Lóðin er á vatnsverndarsvæði III skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Áætlað er að hægt sé að byggja allt að 5 hús á lóðinni. Aðkoma að svæðinu er um Rangárvallaveg (nr. 264) og Heklubraut. Ekki er gert ráð fyrir að húsin tengist almennum veitukerfum. Gert er ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki fyrir öll húsin og þar sem lóðin er innan vatnsverndarsvæðis III verður útfærsla fráveitu unnin í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Sælukot: Í gildandi aðalskipulagi er afmarkað um 90 ha frístundasvæði (F18) í landi Haga í Holtum. Innan frístundasvæðisins er landspildan Sælukot, um 25 ha, sem skipt var út úr landi Haga.Frístundasvæðið í Sælukoti verður minnkað um 12 ha og breytt í landbúnaðarsvæði. Áætlað er að Sælukot verði sérstæð jörð og þar verði heimilt að stunda þá starfsemi sem heimiluð er á landbúnaðarsvæðum, skv. kafla 4.1 í greinargerð aðalskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna ofangreindra deiliskipulaga, og mælist til að tillagan verði auglýst lögum samkvæmt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
202 2011 Sælukot í Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, frístundahúsa, hesthúss og skemmu.
Skipulagsstofnun hafnaði deiliskipulaginu þar sem það væri ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Skipulagið er því tekið aftur til formlegrar afgreiðslu.
Um er að ræða deiliskipulag á 25,1 ha landi Sælukots sem er norðaustan við Eystra Gíslholtsvatn og vestan við þjóðveg nr. 286. Landinu var á sínum tíma skipt út úr landi Haga í Holta- og Landsveit, nú Rangárþingi ytra. Innan deiliskipulagsreits eru nú þegar komin eitt íbúðarhús, eitt frístundahús og eitt hesthús. Fyrirhugað er að reisa þar að auki reiðskemmu við hesthúsið og 2 frístundahús í suðausturhorni landsins.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
- Bréf frá Önnu Sigrúnu Guðmundsdóttur og Vilhjálmi Guðmundssyni; Varðar beiðni Vorlands ehf. um landskipti, dags. 18. feb. 2011.
Í erindinu er farið fram á að sveitarstjórn afturkalli afgreiðslu á landskiptum Vorlands ehf., Fannars Ólafssonar, sem afgreidd var í Hreppsráði 23. maí 2006.
Sveitarstjórn vísar í bókun Hreppsráðs frá fundi 23. maí 2006:
„Lagt fram bréf frá Fannari Ólafssyni, dagsett 22/5´06, með beiðni um umsögn vegna skiptingar spildna úr landi Háfshjáleigu.
Hreppsráð gerir ekki athugasemd við framangreindar landskiptingar með fyrirvara um þinglýst eignarhald og rétt mörk milli jarða.”
Álit sveitarstjórnar; Hreppsráð er umsagnaraðili í málinu og ekki er tekin afstaða er varðar eignarhald eða mörk á milli jarða í afgreiðslunni.
Álit sveitarstjórnar er samþykkt samhljóða.
Bókun vegna liðar 4 á dagskrá 14. fundar hreppsnefndar Rangárþings ytra, 3. mars 2011.
Undirritaður vill árétta vegna ummæla í bréfi Önnu Sigrúnar Guðmundsdóttur og Vilhjálms Guðmundssonar að hreppsráð samþykkti ekki erindi frá Vorlandi ehf. 23. maí 2006. Hið rétta er að ekki voru gerðar athugasemdir við erindið, með þeim fyrirvara að ekki væri ágreiningur um landamerki og að eignarhaldið væri rétt þinglýst. Það liggur fyrir að það er ágreiningur um landamerki og einnig koma fram sterkar vísbendingar um að a.m.k. hluti umrædds lands sé ekki þinglýstur á Vorland ehf. og hafa tveir landeigendur af þremur aðliggjandi jarða þegar komið fram með athugasemdir um að þeir eigi hluta landsins. Það liggur því í augum uppi að fyrirvari hreppsráðs heldur og erindið er því ekki samþykkt sem slíkt.
Undirritaður telur mikilvægt, áður en frekar er aðhafst skipulagslega á svæðinu, að það liggi fyrir rétt, óumdeild landamerki á þessu svæði og varar við því að sveitarfélagið blandi sér inn í umræddar landamerkjadeilur.
Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður hreppsráðs í maí 2006.
- Bréf frá Lögmönnum Árbæ slf., fh. Karls Ólafssonar, forráðamanns Króar ehf.; Varðar beiðni Vorlands ehf. um staðfestingu á landskiptum í Háfshjáleigu, dags. 18. feb. 2011.
Í umræddu bréfi kemur fram að Karl Ólafsson fh. Kró ehf. mótmælir beiðni Fannars Ólafssonar fyrir hönd Vorlands ehf. vegna landskipta hans.
Til kynningar.
- Umsókn um stofnun lögbýlis; Guðberg Þórhallsson og Sigrún Stefánsdóttir sækja um stofnun lögbýlis, til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, á lóð R28 í Heklubyggð, Svínhaga, í Rangárþingi ytra. Umsókn móttekin á skrifstofu Rangárþings ytra 1. mars 2011.
Erindinu er ekki vísað beint til sveitarstjórnar en í umsókn til ráðuneytisins, um stofnun lögbýlis, er krafist umsagnar sveitarfélags. Ekki kemur skýrt fram í innsendum gögnum hvort umsækjandi sé að fara fram á umsögn sveitarstjórnar en ef svo er getur sveitarstjórn ekki fallist á að veita umsækjendum heimild til stofnunar lögbýlis á umræddri lóð, þar sem hún er inni í miðju skipulagðrar frístundabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
- Frestað erindi frá 12. fundi sveitarstjórnar 27. jan. 2011, tl. 3; Beiðni Sýslumannsins á Hvolsvelli um umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um leyfi fyrir gististað í flokki I að Þjóðólfshaga 25, erindi dags. 12. jan. 2011.
Sveitarstjórn ítrekar bókun sína frá 12. fundi þar sem forsendur hafa ekki breyst.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni skipulags- og byggingarfulltrúa um að sveitarstjórn taki til umfjöllunar fyrirkomulag skipulags- og byggingarmála í ljósi nýrra skipulags- og mannvirkjalaga, skv. tölvupósti dags. 28. feb. 2011.
Sveitarstjóra falið að leita til nágrannasveitarfélaganna um samstarf um framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingarmála í Rangárvallasýslu. Tillaga verður lögð fyrir sveitarstjórnir í sýslunni þegar hún liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Kartöfluballsnefnd; Beiðni um niðurfellingu á húsaleigu vegna Kartöfluballs í Þykkvabæ, dags. 9. feb. 2011.
Sveitarstjórn samþykkir að veita sambærilegan styrk og veittur var fyrir þorrablót á Hellu og á Laugalandi. Innheimt er gjald, 250 kr. af hverjum seldum miða, sem gengur upp í leigu á Íþróttahúsinu. Veittur er styrkur á móti því sem vantar upp á fulla húsaleigu.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá Vilborgu Sigurðardóttur; Athugasemdir vegna háspennulína í nágrenni Hellu, dags. 14. feb. 2011.
Í erindinu kemur fram ósk um að háspennulínur sem liggja meðfram Hellu verði færðar frá byggð. Fram koma áhyggjur vegna rafsegulsviðs í kringum línurnar og einnig er varðar sjónmengun.
Sveitarstjórn þakkar þarfar ábendingar og leggur áherslu á að brugðist verði skjótt við.
Sveitarstjóra falið að koma á fundi með forsvarsmönnum Landsnets og RARIK vegna erindisins.
Samþykkt samhljóða.
- Skógræktarfélag Rangæinga; Aldamótaskógur á Gaddsstöðum, bréf dags. 16. feb. 2011.
Í erindinu kemur fram að svæðið er notað sem æfingasvæði vélhjólamanna í malargryfjum en farið er út fyrirsvæðið sem bréfritari telur óásættanlegt gagnvart skógræktinni á svæðinu
Sveitarstjórn tekur undir með bréfritara að nauðsynlegt er að finna framtíðarsvæði fyrir vélhjólamenn og ekki geti talist ásættanlegt að iðjan sé stunduð í Aldamótaskóginum.
Sveitarstjóra falið að kynna málið fyrir formanni íþrótta- og tómstundanefndar og nefndinni falið að ræða við áhugafólk um hvort að grundvöllur er fyrir stofnun/endurvakningu félags áhugafólks um vélhjólaíþróttir, til að mynda reglur fyrir félagsmenn og hafa starfið markvissara. Einnig að huga að framtíðar svæði þar sem hægt er að iðka íþróttina í sátt við náttúruna.
Samþykkt samhljóða.
- Áskorun og undirskriftalisti frá Rangárvalladeild Geysis; Ósk um að gerðar verði úrbætur á aðgengi að röri undir Þjóðveg 1 við Hellu, mótt. 18. feb. 2011.
Sveitarstjórn þakkar erindið og tekur undir nauðsyn þess að brugðist verði skjótt við.
Mikilvægt er að umferð hrossa sé á þar til gerðum reiðleiðum í þéttbýlinu til að tryggja sem best öryggi þeirra sem eru að stunda íþróttina og þeirra sem verða á vegi þeirra. Forstöðumanni þjónustumiðstöðvar falið að leysa aðgengismál á svæðinu í samráði við umhverfis-, samgöngu- og hálendisnefnd og sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða.
- Rangárbakkar ehf. og Rangárhöllin ehf.; Beiðni/boð um hækkun hlutafjár í félögunum, skv. erindi dags. 28. feb. 2011.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi.
Á hluthafafundi beggja félaga 21.febrúar sl.var samþykkt að leita til hluthafa um aukningu hlutafjár vegna endurskipulagningu rekstrar félaganna. Heildarhlutur Rangárþings ytra er um 12.24% af heildarsamstæðunni. Óskað er eftir 550.800,- kr. til þessara aðgerða frá Rangárþingi ytra sem er þá sú upphæð sem er í hlutföllum við eignarhlut sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram hlutafé að heildarfjárhæð kr. 550.800,- í Rangárbakka ehf. og Rangárhöllina ehf. Þetta er með þeim fyrirvara um að settu markmiði verði náð, þ.e. að hluthafar leggist á eitt með að standa að því að auka hlutafé sitt, eða útvegi nýtt hlutafé, og að hægt verði að semja við þá sem eiga lausakröfur á félögin. Einnig að bankastofnanir séu tilbúnar að bíða með frekari innheimtuaðgerðir til að ná settum markmiðum sem er að forða félögunum frá gjaldþroti, sem blasir annars við. Sveitarstjórn samþykkir kaupin á þeim forsendum að verið sé að verja þær mikilvægu fasteignir sem eru tiltölulega lágt veðsettar og einnig þá starfsemi sem er innan sveitarfélagsins og það gert þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Ekki verður tekin afstaða til frekari hlutafjárkaupa að svo komnu máli.
Tillit skal tekið til þessa við endurskoðun á fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
Samþykkt samhljóða.
Ingvar Pétur mætir aftur á fund.
- Sumarlokun leikskóla, frestað erindi frá 13. fundi sveitarstjórnar 10. feb. 2011, 1. tl.
Könnun var gerð meðal foreldra leikskólabarna í Heklukoti og í Leikskólanum á Laugalandi um hvaða tími hentaði best til sumarlokunar. Niðurstaðan var að 2/3 foreldra voru sáttir við lokun í 5 vikur frá 4. júlí til 5. ágúst. Hinsvegar fannst 1/3 þeirra of langt að loka í 5 vikur. Í ljósi þess að 5 vikna lokun er íþyngjandi fyrir svo marga vill sveitarstjórn koma til móts við þarfir foreldra og hafa lokun leikskólanna 4 vikur eins og áður hefur tíðkast, frá 11. júlí til 5. ágúst (báðir dagar meðtaldir). Með því skapast meiri sveigjanleiki fyrir fólk til að geta verið í sumarfríi á sama tíma og börnin.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að samþykkt fyrir Ungmennaráð Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Sveitarstjóra er falið að vinna að breytingum á samþykktardrögunum, í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fyrir næsta fund samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 17. feb. 2011.
Til kynningar.
- fundur félagsmálanefndar Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslu, dags. 23. feb. 2011.
Til kynningar.
- Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 24. feb. 2011.
Til kynningar.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- Ungmennafélag Íslands; Umsóknir óskast um að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2013/2014, skv. bréfi dags. 28. jan. 2011.
Sveitarstjóra falið að kanna málið, í samvinnu við nágrannasveitarfélögin, og sækja um ef fjárhagsgrundvöllur er fyrir slíku.
Samþykkt með 6 atkvæðum, einn situr hjá (IPG).
- Ungmennafélag Íslands; Umsóknir óskast um að halda fyrsta Landsmót UMFÍ 50+, skv. bréfi dags. 15. feb. 2011.
Sveitarstjóra falið að kanna málið, í samvinnu við nágrannasveitarfélögin, og sækja um ef fjárhagsgrundvöllur er fyrir slíku.
Samþykkt með 6 atkvæðum, einn situr hjá (IPG).
- Náttúruminjasafn Íslands; Svarbréf safnstjóra vegna fyrirspurna sveitarstjóra um málefni safnsins, dags. 18. feb. 2011.
Til kynningar.
- Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins, bréf dags. 22. feb. 2011.
- Lánasjóður sveitarfélaga; Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 23. feb. 2011.
Sveitarstjórn hvetur Gunnstein R.Ómarsson, sveitarstjóra, til að gefa kost á sér í stjórn Lánasjóðsins.
Samþykkt með 6 atkvæðum, einn situr hjá (ST).
- Samband íslenskra sveitarfélaga; XXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, bréf dags. 24. feb. 2011.
- Tillögur forstöðumanns þjónustumiðstöðvar varðandi mögulegan flutning á Mýrarkoti, dags. 1. mars 2011.
Lagðar voru fram kostnaðartillögur og hugmyndir um hugsanlegan flutning hússins, sem var leikskóli á Laugalandi, á skólalóð Grunnskólans á Hellu. Húsnæðið er hugsað sem smíða- og handmenntahús við grunnskólann.
Sveitarstjóra falið að kanna málið betur með forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar, skólastjóra og skipulags-og byggingarfulltrúa fyrir næsta fund Samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Tillagan borin undir atkvæði:
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá (GIG, AMK, IPG).
Bókun D-lista:
D-listinn hvetur til þess að fleiri möguleikar verði teknir til skoðunar samhliða til þess að finna lausn á húsnæðisvanda til handmenntarkennslu. D-listinn telur hæpið að það takist að flytja Mýrarkot til Hellu nema með ærnum tilkostnaði sem erfitt getur orðið að réttlæta.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Anna María Kristjánsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 16.19