Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 7. apríl 2011, kl. 15.00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson í forföllum Þorgils Torfi Jónssonar. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, og Ásgeir Jónsson mæta undir liðum 6-17.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 17. mars 2011.
Fundargerðin staðfest.
- fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 24. mars 2011.
Varðandi 2. lið fundargerðar fræðslunefndar:
Reglur um námsstyrki til starfsmanna Rangárþings ytra og Ásahrepps í leik- og grunnskólum vegna náms til kennsluréttinda.
Sveitarstjórn fól fræðslunefnd að fara yfir drög að reglum um námsstyrki (sbr. fundargerð 10. fundar hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 24. feb. 2011, tl. 7). Fræðslunefnd gerir eina tillögu að breytingu á 2. grein (breyting skáletruð): 2. Umsókn skal skilað á þar til gerðu eyðublaði fyrir 1. apríl vegna haustannar og fyrir 1. október vegna vorannar ár hvert til sveitarstjóra Rangárþings ytra þegar um starfsmenn á Hellu er að ræða, en til rekstrarstjórnar Laugalands þegar um starfsmenn á Laugalandi er að ræða, ásamt umsögn viðkomandi skólastjóra. Upplýsingum um námsframvindu skal skilað í lok hverrar annar til skólastjóra, sveitarstjóra og launafulltrúa. Með þessu móti tekur oddviti Ásahrepps þátt í umsóknarferlinu og afgreiðsla umsóknanna verður skilvirkari. Annars samþykkir fræðslunefnd reglurnar fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu þeirra til sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Sveitarstjórn samþykkir breytingatillögu fræðslunefndar.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
- fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar Rangárþings ytra, dags. 28. mars 2011.
Varðandi 2. lið fundargerðarinnar sem varðar samning Sorpstöðvar Rangárvallasýslu við Gámastöðina.:
Sveitarstjóra er falið að kanna hvort að hægt sé að endurskoða umræddan samning, en sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ekki samþykkt samninginn við Gámastöðina.
Varðandi 7. lið fundargerðarinnar: Göngustígar á Hellu / göngustígar í og utan þéttbýlis:
Sveitarstjórn vill upplýsa að hópur ferðaþjónustuaðila og annarra áhugamanna um bætta gönguleið niður að Ægissíðufossi, hefur nú þegar haldið nokkra fundi um málið. Sótt var um styrk fyrir verkefnið til Ferðamálasjóðs að frumkvæði formanns Atvinnu- og menningarmálanefndar, en verkefninu var neitað um styrk. Þrátt fyrir þetta ákvað hópurinn að taka höndum saman og reyna að vinna verkefnið með samstilltu átaki íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Ákveðið hefur verið að laga gönguleiðina með ofaníburði, bæta við bekkjum og setja upp skilti hér og þar með upplýsingum um fuglalíf á ánni og um svæðið sem leiðin liggur um. Sigurjón Einarsson fuglaljósmyndari hefur samþykkt að gefa ljósmyndir af fuglum árinnar, Tómas Grétar Gunnarsson fuglafræðingur ætlar að skrifa um þá, grunnskólabörn ætla að teikna myndir af fuglunum og allt fer þetta á skilti. Glerverksmiðjan Samverk hefur samþykkt að gefa gler í skiltin til hlífðar myndum og texta. Ýmsir aðrir hafa lofað að leggja verkefninu lið.
Göngustígaverkefni innan Helluþorps getur verið hluti átaks í bættri ásýnd þorpsins en slíkt verkefni er í undirbúningi og vonandi næst breið þátttaka um slíkt átak á svipuðum nótum og náðst hefur með bætta gönguleið að Ægisíðufossi. Verkefni sem tengist göngustígum í nágrenni Helluþorps getur mögulega tengst átaksverkefni í Aldamótaskógi, m.a. göngustígagerð, í samvinnu Skógræktarfélags Rangæinga og Rangárþings ytra og jafnframt tengst göngustíganeti á Hellu.
Sveitarstjórn tekur undir með nefndarmönnum að nauðsynlegt er að gera bragarbót og felur umsjónarmanni Þjónustumiðstöðvar að kanna með kostnað og leggja fram tillögur.
Varðandi 8. lið fundargerðarinnar:
Sveitarstjóri og sýslumaður hafa fundað með Vegamálstjóra og einnig hefur verið fundað með Vegagerðinni um hugsanlegar leiðir til að tryggja íbúum á Bakkabæjum, í Landeyjum og í Þykkvabæ flóttaleiðir ef til hamfara kemur og flóðahættu í Þverá og Hólsá.
Sveitarstjórn mun áfram vinna að þessu brýna öryggis- og samgöngumáli í samvinnu við Almannavarnir, Vegagerðina og þingmenn kjördæmisins.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
- fundur Atvinnu- og menningarmálanefndar Rangárþings ytra, dags. 28. mars 2011.
Varðandi 1. lið fundargerðar: Manngerðir Hellar í Rangárvallasýslu.
Farið yfir erindi sem barst frá Eyjólfi Guðmundssyni um manngerða hella á svæðinu. Eyjólfur vill að hellar verði gerðir sýningarhæfir og hvetur sveitarstjórn til að hafa samband við Ugga Agnarsson, minjavörð á Skógum, vegna málsins. Nefndin þakkar Eyjólfi bréfið og vill kanna möguleika á að gera umrædda hella sýningarhæfa. Formanni atvinnu- og menningarmálanefndar er falið að hafa samband við Ugga Agnarsson til að kanna möguleikana.
Sveitarstjórn er fús að veita verkefninu lið og aðstoð við að kanna hvort að hægt sé að framkvæma hugmyndina.
Varðandi 2. lið fundargerðar:Upplýsingarmiðstöð í Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samvinnu við formann atvinnu-og menningamálanefndar að kanna með fyrirkomulag upplýsingamiðstöðvar og auglýsa eftir rekstraraðilum ef starfsemin rúmast ekki í húsakynnum sveitarfélagsins.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
- fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 4. apríl 2011.
Varðandi 2. lið: Fjöldi barna í leikskólanum á Laugalandi og starfsdagar.
Fjöldi barna í leikskólanum nú eru 32. Fimm börn munu hætta í vor og umsóknir fyrir skólavist á næsta skólaári eru sjö. Sigrún lagði fram tillögu um að hámarksfjöldi barna á leikskólanum skólaárið 2011‐2012 verði 35. Einnig lagði hún til að framvegis verði sett hámark á fjölda barna árlega miðað við þarfir þeirra og aldurssamsetningu.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða.
Sigrún lagði til að starfsdögum leikskólans fjölgi úr fjórum í sex til samræmis við Heklukot sem er með sex starfsdaga.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar fyrir sitt leyti.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
Skipulagsmál og tengd erindi til staðfestingar:
- fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 31. mars 2011.
564-2011 Kot, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir gestahúsi.
Aðalsteinn Guðmundsson, kt. 120745-4339, Heiðarbæ 11, 110 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja gestahús á lóð sinni í landi Kots, landnr. 164718 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
565-2011 Kot, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir gestahúsi.
Aðalsteinn Guðmundsson, kt. 120745-4339, Heiðarbæ 11, 110 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja gestahús á lóð sinni í landi Kots, landnr. 164718 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
566-2011 Ketilhúshagi 42, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.
Hængur Þorsteinsson, kt.030238-7299, Logalandi 13, 108 Reykjavík, sækir um að byggja við sumarhús sitt að Ketilhúshaga 42, lnr.164712 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
567-2011 Ketilhúshagi 14, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir gestahúsi.
Óskar Bjarnason, kt. 080157-4019, Kópubraut 3 260 Reykjanesbæ, sækir um leyfi til að byggja gestahús á lóð sinni að Ketilhúshaga 14, lnr.164696, í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
568-2011 Svínhagi lóð R-5, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir vinnuskúr.
Þorsteinn Pétursson, kt. 130257-8019, Andrésbrunni 9, 113 Reykjavík, sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á lóð sinni að Svínhaga, lóð R-5, í Rangárþingi ytra, landnr. 198044, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
569-2011 Þjóðólfshagi 3, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir gestahúsi og geymslu.
Guðmundur G. Gunnarsson kt. 040566-4659, Grænagarði 8, 230 Reykjanesbæ, sækir um leyfi til að byggja gestahús og geymslu á lóð sinni að Þjóðólfshaga 3, lnr.165245 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
570-2011 Heiðarbrún, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi.
Valdimar K. Jónsson, kt. 290240-4769, Melahvarfi 6, 203 Kópavogi og Sigrún Valdimarsdóttir kt. 110468-5479, Elliðavöllum 13, 230 Reykjanesbæ sækja um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi á landi sínu að Heiðarbrún landnr. 165089 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs, og með fyrirvara að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
- fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 31. mars 2011.
208 2011 Norðurnes, Rangárþingi ytra deiliskipulag 3ja sumarhúsalóða.
Páll Sigurður Jónsson kt. 160460-5639 leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir jörðina Norðurnes landnr. 195416. Deiliskipulagið nær til þriggja sumarhúsalóða, sem hver um sig er um 1ha að stærð. Aðkoma að Norðurnesi er um Hagabraut(nr. 286) , inn á Kvíarholtsveg (nr.2863) og um aðkomuveg inn að Norðurnesi.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst, lögum samkvæmt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
209 2011 Skotsvæði, deiliskipulag Skotveiðifélagsins Skytturnar, Rangárþingi ytra. Í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 er skilgreint 50 ha svæði sem opið svæði til sérstakra nota og er þar gert ráð fyrir skotæfingasvæði. Fyrir liggja samningar við landeiganda um afnot af 26 ha svæði fyrir skotæfingasvæði.
Deiliskipulagið nær til eftirfarandi atriða:
- Riffilbraut, 500 metra löng með skotmörkum á helstu færum sem skotíþróttir krefjast og veiðimenn nota til að stilla riffla.
- 300, 100, 50 og 25 metra brautir fyrir smákaliber, 22LR og skammbyssuskotfimi.
- Svæði þar sem skotið er á leirdúfur- haglabyssusvæði. Gert er ráð fyrir 100 m hættusvæði út frá skotpöllum en öryggissvæðið er allt að 300 m.
- Gert er ráð fyrir æfingasvæði fyrir skammbyssunotkun. Gert er ráð fyrir 50 m langri braut sem er um 25 m breið. Brautarsvæðið verður afmarkað af jarðvegsmön.
- Bygging félagsheimilis/aðstöðuhúss sem hýsir starfsemina og félagsskapinn.
- Skothús/skýli vegna leirdúfuskotfimi
- Skothús/skýli vegna skammbyssuskotfimi.
- Skothús við riffilbraut sem jafnframt er öryggishús sem tryggir að ekki verður hægt að skjóta út fyrir brautina.
- Vegur af Rangárvallavegi að skotíþróttasvæðinu.
Svæðið liggur skammt austan Hellu, vestan Rangárvallavegar (nr. 264). Svæðið er mela- og sand¬svæði sem hefur verið í uppgræðslu. Svæðið er fremur flatlent en hæðir að vestan og norðanverðu. Jarðvegur er malarkenndur og mjög sendinn.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna aðliggjandi jarðareigendum tillöguna.
Byggingar- og skipulagsfulltrúi vinnur nú að kynningu í samræmi við bókun skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna deiliskipulagstillögu og mælist til þess að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
171 2010 Veiðivötn, deiliskipulag og umhverfisskýrsla þjónustusvæðis við Tjaldvatn, í Rangárþingi ytra. Í Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 er svæðið skilgreint sem skálasvæði. Í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 (sem er í ferli) er gert ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins og fjölgun gistiskála. Í gildi er deili-skipulag af Veiðivatnasvæðinu dagsett í mars 1998. Við gildistöku þessa deiliskipulags fellur eldra deiliskipulag úr gildi.
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 3 nýjum gistiskálum og skemmu fyrir vélar og tæki og gistiaðstöðu fyrir starfsfólk. Svæðið verður auk þess rafvætt.
Deiliskipulagið samræmist gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2002-2014 og einnig aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem er í skipulagsferli.
Nokkrar ábendingar bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Skipulagsstofnun,
og Umhverfisstofnun. Gerðar hafa verið breytingar á uppdrætti og greinargerð til samræmis við ábendingar ofangreindra stofnana.
Engar efnislegar athugasemdir bárust frá öðrum en ofangreindum stofnunum og telur því skipulagsnefnd deiliskipulagið samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
173 2010 Deiliskipulag frístundabyggðar á Gaddstöðum, í Rangárþingi ytra.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Óskað er eftir umsögn frá Vegagerð Ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna innsendra athugasemda.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------
Athugasemdir og ábendingar við deiliskipulag frístundabyggðar á Gaddstöðum í Rangárþingi ytra. 173-2010.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Óskað er eftir umsögn frá Vegagerð Ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Suðurland vegna innsendra athugasemda.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------
186 2011 Álfaskeið í Haukadal, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundabyggðar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa er falið að afla frekari gagna.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
188 2011 Garður í Rangárþingi ytra, deiliskipulag landspildu.
Deiliskipulagið nær til um 68,2 ha svæðis en byggingarreitur er markaður á um 2,350m2 svæði. Um er að ræða uppbyggingu á allt að þremur íbúðarhúsum og þremur sumarhúsum, auk véla- og verkfæraskemmu.
Deiliskipulagið samræmist gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2002-2014 og einnig aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem er í skipulagsferli.
Engar athugasemdir bárust og telst því deiliskipulagið samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
- Fundur í stjórn, byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings bs., dags. 4. apríl 2011.
Varðandi 1. lið fundargerðarinnar um breytingu á gjaldskrá embættisins er vísað í tl. 9 hér á eftir.
Varðandi 3. lið fundargerðarinnar sem snýr að málefnum eldvarnaeftirlits:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur áður lýst ánægju með að málefnum eldvarnaeftirlit verði komið í viðunandi horf á samstarfssvæðinu. Jafnframt hefur sveitarstjórn ítrekað óskað eftir að hagkvæmasta lausn verði farin, starfsemin verði vel skilgreind og að kostnaðarskipting verkefnisins verði sanngjörn og eðlileg.
Í ljósi fyrirliggjandi gagna fellst sveitarstjórn á tillögu stjórnar um fyrirkomulag rekstrar og kostnaðarskiptingu en leggur áherslu á að ávallt verði leitað hagkvæmustu leiða við reksturinn.
Varðandi 4. lið fundargerðarinnar sem snýr að húsnæðismálum embættisins:
Sveitarstjórn tekur undir þá skoðun stjórnar embættisins og byggingar- og skipulagsfulltrúa að hagræði og jákvæð samlegðaráhrif séu fólgin í því að hýsa eldvarnaeftirlit hjá embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa. Núverandi staðsetning embættisins er þó ekki heppileg í mörgu tilliti auk þess sem yfirlýst stefna Rangárþings ytra er að nýta beri húsnæði í eigu sveitarfélaganna undir slíka starfsemi sé þess kostur. Fyrir liggur að formann embættisins hefur verið falið að kanna húsnæðismál embættisins.
Sveitarstjóra falið að fá fund með formanni byggingar-og skipulagsfulltrúaembættisins Rangárþings bs. til að kynna laust húsnæði sveitarfélagsins sem getur hentað embættinu og eldvarnaeftirlitinu.
- Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda og tengdra þjónustugjalda fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs.
Sveitarstjórn staðfestir framlagða gjaldskrá og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita hana fyrir hönd Rangárþings ytra.
- Beiðni Haraldar Eiríkssonar, kt. 100862-7199, og Guðrúnar A. Óttarsdóttur, kt. 210964-2319, um stofnun lögbýlis að Grásteinsholti, landnr. 218400, skv. beiðni dags. 16. mars 2011.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis að Grásteinsholti, landnr. 218400.
- Beiðni Ómars Halldórssonar, kt. 220254-2839, og Margrétar Guðjónsdóttur, kt. 210955-5189, um stofnun lögbýlis að Minni-Völlum land, landnr. 177568, skv. beiðni dags. 29. mars 2011.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis að Minni-Völlum land, landnr. 177568.
- Beiðni Sigurbjargar Elimarsdóttur, kt. 210157-7199, og Sveins Sigurjónssonar, kt. 011047-3789, um að spilda, landnr. 209858, upphaflega úr landi Galtalækjar 2, landnr. 192113, verði leyst úr landbúnaðarnotkun, dags. 31. mars 2011.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að spilda, landnr. 209858, verði leyst úr landbúnaðarnotkun enda hefur þegar verið gerð breyting á aðalskipulagi í þessa veru.
- Beiðni Sigurbjargar Elimarsdóttur, kt. 210157-7199, og Sveins Sigurjónssonar, kt. 011047-3789, eftir staðfestingu skiptingu á lóð, Stakkabraut 2 landr. 219741, úr Heiðalöndum, landnr. 209858, sem er upphaflega úr Galtalæk 2, landnr. 192113, dags. 31. mars 2011.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við beiðnina en bendir á að áður en að af landskiptunum getur orðið verður formlega að ganga frá erindi sem fram kemur í tl. 12 hér að framan.
- Beiðni Fannars Þórs Ólafssonar, f.h. Vorlands ehf., um umsögn vegna landskipta í Háfshjáleigu, skv. erindi mótt. 17. des. 2010 – frestað mál frá 14. fundi sveitarstjórnar, dags. 3. mars 2011, tl. 3, ml. 2.
Fyrir liggur hjá sveitarstjórn erindi Fannars Þórs Ólafssonar, fh. Vorlands ehf, er varðar landsskipti í Háfshjáleigu, ásamt gögnum þar að lútandi. Um er að ræða land með heitið Háfshjáleiga 5.1, landnr. 219917, tekið úr landi Háfshjáleigu, landi 5, landnr. 207728.
Til frekari skýringar hefur sveitarstjórn borist bréf frá Önnu S. Guðmundsdóttur og Vilhjálmi Guðmundssyni; Varðar beiðni Vorlands ehf. um landskipti, dags. 18. feb. 2011, með athugasemdum um landskiptabeiðni Vorlands ehf. Í bréfinu er einnig farið fram á að sveitarstjórn afturkalli afgreiðslu á landskiptum Vorlands ehf., Fannars Ólafssonar, sem afgreidd var í Hreppsráði 23. maí 2006. Erindið var tekið fyrir á 14. fundi sveitarstjórnar, dags. 3. mars 2011.
Einnig hefur sveitarstjórn borist bréf frá Lögmönnum Árbæ slf., fh. Karls Ólafssonar forráðamanns Króar ehf.; Varðar beiðni Vorlands ehf. um staðfestingu á landskiptum í Háfshjáleigu dags. 18. feb. 2011, með athugasemdum um landskiptabeiðni Vorlands ehf. Í umræddu bréfi kemur fram að Karl Ólafsson fh. Kró ehf. mótmælir beiðni Fannars Ólafssonar fyrir hönd Vorlands ehf. vegna landskipta hans. Erindið var tekið fyrir á 14. fundi sveitarstjórnar, dags. 3. mars 2011.
Sveitarstjórn tók erindi Fannars Þórs Ólafssonar, f.h. Vorlands ehf., fyrst fyrir á 11. fundi, dags. 13. jan. 2011, og vísaði því til skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 36. fundi, dags. 1. feb. 2011, og var skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna til afgreiðslu málsins. Á 37. fundi skipulagsnefndar var erindið aftur til umfjöllunar þar sem óskað var eftir frekari rökstuðningi er varðar landskiptin og gagna um eignarhald umræddra landspildna í ljósi innsendra gagna. Sveitarstjórn tók erindið fyrir á 14. fundi, dags. 3. mars 2011, og frestaði afgreiðslu þess þar sem umbeðin gögn lágu ekki fyrir.
Umsækjandi hefur enn ekki skilað inn umbeðnum gögnum og er málinu því vísað frá.
- Beiðni Stefáns Arnórssonar um umsögn vegna landskipta á Skammbeinsstöðum, skv. erindi mótt. 28. des. 2010 – frestað mál frá 13. fundi sveitarstjórnar, dags. 10. feb. 2011, tl. 3, ml. 2.
Stefán Arnórsson, kt. 061242-4069, óskar eftir staðfestingu á landskiptum en um er að ræða tvær sumarhúsalóðir með landnr. 219901 stærð 17,7 ha. og með landnr. 219902 stærð 18,2 ha. teknar úr Skammbeinsstöðum 1, landnr. 192624.
Í ljósi þess að gögn bárust ekki fyrir fundinn er afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
- Áfangar ehf.; Deiliskipulag í Áfangagili á Landmannaafrétti, mótt. 5. apríl 2011.
Sveitarstjórn fagnar hugmyndum félagsins um uppbyggingu og samþykkir að heimila gerð deiliskipulags á svæðinu. Almennt hafa hagsmunaðilar kostað deiliskipulagsgerð á hálendinu en sveitarfélagið hefur lagt til loftmyndir af þeim svæðum sem deiliskipulögð hafa verið. Vert er að geta að Landréttir eru á svæðinu og að skipulagið mun ná til aðkomu að réttunum. Sveitarstjórn samþykkir í þessu ljósi að taka þátt í kostnaði við deiliskipulagsgerðina, hlutfallslega í samræmi þá hagsmuni sem að réttarsvæðinu snýr, auk þess að leggja til loftmyndir af svæðinu.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn, skv. l. nr. 85/2007 og rgl. nr. 585/2007, vegna umsóknar um leyfi fyrir gististað í flokki II að Skinnhúfu, (Norðurnes) Rangárþingi ytra, dags. 17. mars 2011.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
- Málefni heilsugæslu í Rangárvallasýslu.
Heilbrigðistofnun Suðurlands hefur tekið ákvörðun um að loka heilsugæslustöðinni á Hellu vegna sumarleyfa frá 1. júní til 1. september og að heilsugæsluþjónusta flytjist á Hvolsvöll.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra mótmælir þessari ákvörðun harðlega og skorar á framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að endurskoða ákvörðun sína um lokun heilsugæslustöðvar á Hellu í sumar og fer fram á að ef grípa þurfi til lokunar verði lokun dreift jafnt á milli Hellu og Hvolsvallar til að gæta jafnræðis milli íbúa sýslunnar. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að leita til Landlæknis og velferðarráðuneytis verði ekki gerð breyting á þessari ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Í reglugerð nr. 787/2007 um heilsugæslustöðvar kemur m.a. fram í 3. gr. sem fjallar um aðgengi að heilsugæslustöð: Þrátt fyrir skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi skulu sjúklingar jafnan eiga rétt á að leita til þeirrar heilsugæslustöðvar sem þeir eiga auðveldast með að ná til hverju sinni. Í ljósi þessa og stefnu stjórnvalda um að efla heilsugæsluþjónustu og tryggja nærþjónustu við íbúa eru breytingar í Rangárþingi ekki réttmætar.
Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum vegna skerðingar á læknaþjónustu í Rangárvallasýslu en almenn vaktþjónusta lækna var tekin af 1. febrúar s.l. og er nú einungis veitt neyðarþjónusta. Ljóst er að um verulega skerðingu á þjónustu við íbúa er að ræða en íbúar þurfa nú að fara á Selfoss til að fá almenna læknaþjónustu utan dagvinnutíma. Með breytingunum aukast vegalengdir og kostnaður til muna fyrir einstaklinga og þar með eykst hætta á að íbúar veigri sér við að leita aðstoðar í veikindum sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
- Samþykkt fyrir Ungmennaráð Rangárþings ytra og Ásahrepps og skipun Rangárþings ytra í nýtt Ungmennaráð.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samþykktir fyrir Ungmennaráð Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Sveitarstjórn skipar eftirtalda nemendur í ráðið sem fulltrúa Rangárþings ytra: Karen Eva Sigurðardóttir, Grunnskólanum Hellu, Grétar Ingi Guðmundsson, Grunnskólanum Hellu, Ólafur Logi Guðmundsson, Laugalandsskóla, Karen Ósk Óskarsdóttir, Fjölbrautarskóla Suðurlands og Sindri Snær Bjarnason, Fjölbrautarskóla Suðurlands.
- Skipun í jafnréttisnefnd skv. l. 10/2008 og samþykkt Rangárþings ytra um stjórn og fundarsköp.
Sveitarstjórn skipar eftirtalda fulltrúa í jafnréttisnefnd: Hafdís Garðarsdóttir, Guðmundur Ómar Helgason og Anna María Kristjánsdóttir.
Eftirtaldir aðilar eru skipaðir til vara: Kristín Bjarnadóttir, Kjartan Magnússon og Ingvar Pétur Guðbjörnsson.
- Tillaga Á-lista um skólagarða á Hellu.
Tillaga fulltrúa Á-lista um að reknir verða skólagarðar á Hellu fyrir börn í leikskóla og grunnskóla sumarið 2011, lögð fram á 16. fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra 7. apríl 2011:
- Í samstarfi við Dvalarheimilið Lund, verði gerður matjurtagarður í garði dvalarheimilisins sem heimilisfólk og leikskólabörn sjá um í sameiningu. Verkefninu verði stýrt af leikskólastjóra Heklukots og forstöðumanni Lundar í samvinnu við Áhaldahús Rangárþings ytra. Með þessu er stuðlað að meiri samgangi elstu og yngstu kynslóðarinnar báðum til yndisauka.
- Í landi Ness norðan Dvalarheimilisins Lundar, verði gerðir matjurtagarðar fyrir grunnskólabörn í sveitarfélaginu fædd 1998 – 2004 og foreldra þeirra. Börnin fái úthlutað 15m2 reit, þar sem þau rækta matjurtir í. Foreldrar hjálpi börnunum við ræktun og umhirðu og njóti saman uppskerunnar.
Sveitarstjórn samþykkir að stofna til skólagarða skv. tillögunni og leggur áherslu á að þeir verði reknir í góðu samstarfi við foreldra, þannig að fjölskyldan taki öll þátt í ræktuninni og hafi gagn og gaman að. Mikilvægt er að kanna áhuga foreldra og barna á þátttöku í skólagörðunum. Kostnaði verði haldið í lágmarki, en foreldrar greiði efniskostnað og kostnað vegna jarðvinnslu. Laun umsjónarmanns verði greidd af sveitarfélaginu. Sveitarstjóra og varaoddvita er falið að vinna málið áfram.
- Beiðni Jóhönnu Jóhannesdóttur um niðurfellingu sorpgjalds vegna sumarbústaðar, Mörk í Landsveit landnr.164998, skv. tölvupósti dags. 30. mars 2011.
Gjaldskrá nr. 68/210 fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra er sett með stoðum í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gjaldskráin er auk þess byggð á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og í samræmi við samþykkt nr. 615/2004 um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn sér ekki færi á að verða við beiðni um niðurfellingu sorpeyðingargjalds skv. erindinu.
- Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 sem haldin verður laugardaginn 9. apríl 2011.
Engin athugasemd hefur komið fram varðandi kjörskrána. Sveitarstjórn staðfestir kjörskrána og veitir sveitarstjóra heimild til að staðfesta hana með undirritun.
- Málefni einkahlutafélagsins Suðurlandsvegur 1-3 ehf. skv. minnisblaði frá LEX Lögmannsstofu dags. 22. mars 2011 og bókun sveitarstjórnar á 15. fundi, dags. 28. mars 2011.
Vísað er til fyrri bókunar sveitarstjórnar um sama efni á fundi sveitarstjórnar þann 28. mars 2011. Í fyrri bókun var lýst fjárhagslegri stöðu félagsins Suðurlandsvegar 1-3 ehf. og hvernig til stæði að endurskipuleggja fjárhag félagsins eftir þeirri áætlun sem lýst var í minnisblaði unnu af LEX lögmannsstofu, dags. 22. mars 2011, og lagt var fyrir sveitarstjórn. Á fyrri fundi sveitarstjórnar var sveitarstjóra falið að halda áfram með undirbúning endurskipulagningarinnar, en endanlegt samþykki sveitarstjórnar væri þó háð tilteknum skilyrðum.
Sveitarstjórn hefur nú verið upplýst um að fengist hefur munnlegt vilyrði frá lögmanni aðila Verkalýðshússins, hins hluthafa Suðurlandsvegar 1-3 ehf. og aðila að endurskipulagningunni, um að henni verði haldið áfram, þó með fyrirvara um að vilyrði um fjármögnun liggi fyrir og að gert verði hluthafasamkomulag milli aðila sem tryggir minnihlutavernd þess hluthafa og festi í skorður framtíðaráætlanir með félagið. Bókun Lífeyrissjóðs Rangæinga, dags. 3. mars 2011 þess efnis er eftirfarandi:
„Stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga samþykkir að áfram verði haldið vinnu við undirbúning fjárhagslegrar endurskipulagningar einkahlutafélagsins Suðurlandsvegur 1-3 ehf. á grundvelli þeirrar áætlunar sem sett er fram í minnisblaði LEX lögmannsstofu frá 22.03.2011. Í þessu felst að stjórn sjóðsins er reiðubúin til að fara þá leið sem lögð er til í minnisblaði að því gefnu að ásættanlegar niðurstöður náist í samkomulagi við aðra eignaraðila varðandi fyrirkomulag hluthafasamkomulags og að fyrir liggi vilyrði um fjármögnun framkvæmda við tengibygginguna að Suðurlandsvegi 1-3.“
Á fundi lánanefndar Arion banka hf., sem haldinn var fyrr í dag, var Suðurlandsvegi 1-3 ehf. veitt vilyrði fyrir fjármögnun í samræmi við áætlanir og hefur fjármögnun m.v. framlagða endurskipulagningaráætlun því verið tryggð, en skrifleg staðfesting frá Arion verður kynnt öllum hlutaðeigandi þegar hún hefur borist.
Þá hefur LEX lögmannsstofa unnið drög að hluthafasamkomulagi sem nú er lagt fyrir sveitarstjórn til samþykkis. Efni hluthafasamkomulagsins hefur þó ekki verið endanlega staðfest af aðilum Verkalýðshússins þrátt fyrir að vera í samræmi við þær hugmyndir sem ræddar hafa verið munnlega. Efni samkomulagsins kann því að breytast lítillega í viðræðum milli aðila.
Endurskoðunarskrifstofan KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins, hefur jafnframt lokið gerðar skýrslu um áhrif endurskipulagningarinnar á fjárhag sveitarfélagsins og sem lögð er fyrir sveitarstjórn á fundinum. Efnisleg niðurstaða skýrslunnar verður kynnt við lokaafgreiðslu sveitarstjórnar á málinu.
Eins og vikið var að í bókun fyrri fundar sveitastjórnar um þetta efni er nauðsynlegt að málið vinnist sem allra hraðast ef takast á að forða því tjóni sem fyrirsjáanlegt er ef Suðurlandsvegur 1-3 ehf. verður tekið til gjaldþrotaskipta. Í ljósi þeirra gagna sem lögð hafa verið fyrir sveitarstjórn, veitir sveitarstjórn Gunnsteini R. Ómarssyni, sveitarstjóra, umboð til að ganga frá öllum þeim atriðum sem nauðsynleg eru til að endurskipulagningin geti farið fram, m.a. en ekki einskorðað við, samninga við aðila Verkalýðshússins um nánari útfærslu hluthafasamkomulags, undirbúning allra skjala sem nauðsynleg eru endurskipulagningunni og tilgreind eru í minnisblaðinu frá 22. mars sl. og önnur atriði sem sveitarstjóri telur nauðsynleg eða æskileg til undirbúnings endurskipulagningunni. Þegar gengið hefur verið frá öllum skjölum, endanlegir samningar hafa náðst við aðila Verkalýðshússins og fjármögnun endurskipulagningarinnar liggur skýrlega fyrir skal málið lagt fyrir sveitarstjórn til endanlegs samþykkis og sveitarstjóra þá veitt umboð til undirritunar allra nauðsynlegra skjala til frágangs endurskipulagningarinnar. Sveitarstjórn er ljóst að nauðsynlegt er að vinna málið hratt og að þurft gæti að boða til sveitarstjórnarfundar með hraði til að endanlegrar samþykktar endurskipulagningarinnar.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 11. mars 2011.
Til kynningar.
- Stjórnarfundur Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 15. mars 2011.
Til kynningar.
- fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs., dags. 15. mars 2011.
Varðandi 1. lið fundargerðarinnar sem fjallar um húsnæðismál Félagsþjónustunnar:
Fram kemur að núverandi húsnæði Félagsþjónustunnar er óhentugt og stjórn telur að huga þurfi að framtíðarlausn á húsnæðismálum.
Sveitarstjóra falið að fá fund með stjórn og félagsmálastjóra Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs. til að kynna laust húsnæði sveitarfélagsins sem getur hentað Félagsþjónustunni.
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 16. mars 2011.
Fundargerðin staðfest.
- Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 17. mars 2011.
Til kynningar.
- fundur stjórnar SASS, dags. 18. mars 2011.
Til kynningar.
- fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 23. mars 2011.
Sveitarstjórn lýsir mikilli ánægju með að vinna sé komin í gang varðandi nýtt fyrirkomulag hirðu, flokkunar, endurnýtingar, endurvinnslu og eyðingar sorps í Rangárvallasýslu. Með tilvísun í 3. lið fundargerðarinnar skorar sveitarstjórn á stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu að bjóða út hirðu og umsýslu endurvinnanlegs úrgangs á samstarfssvæðinu.
Fundargerðin staðfest.
- fundur félagsmálanefndar Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslu, dags. 24. mars 2011.
Til kynningar.
- fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. mars 2011.
Til kynningar.
- Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands, dags. 28. mars 2011.
Til kynningar.
- Aðalfundur Húsakynna bs., dags. 29. mars 2011.
Til kynningar.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- Hekla handverkshús; Beiðni um styrk, dags. 13. mars 2011.
Erindinu er frestað með tilvísun í 4.lið í fundargerðinni.
- Umboðsmaður barna; Niðurskurður í skólum, dags. 21. mars 2011.
- UMF Garpur; Styrkumsókn í formi niðurfellingar á húsaleigu, dags. 22. mars 2011.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk í formi húsaleigu í samræmi við erindið.
- Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi; Beiðni um styrk, dags. 23. mars 2011.
Styrkbeiðninni hafnað.
- Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf.; Aðalfundarboð – 14. apríl 2011 kl. 13, dags. 31. mars 2011.
Sveitarstjórn veitir Guðjóni Gestssyni umboð til að fara með atkvæðishlut sveitarfélagsins á fundinum.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 16.45