18. fundur 05. maí 2011

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 5. maí 2011, kl. 15:00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson, Ólafur Júlíusson, í forföllum Margrétar Ýrr Sigurgeirsdóttur, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð, og Indriði Indriðason, aðalbókari.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Oddviti óskar eftir breytingum á boðaðri dagskrá í þá veru að undir lið 15 verði tekið fyrir tilboð í sorptunnur í stað tilnefningar fulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd. Dagskrárbreyting samþykkt.

Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.

Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:

  1. Fundur í fjallskiladeild Holtamannaafréttar, dags. 19. apríl 2011.

Til kynningar.

Skipulagsmál og tengd erindi:

  1. fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 27. apríl 2011.

Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað vegna forfalla skipulags- og byggingarfulltrúi. Stefnt verður að fundargerðin verði afgreidd á fundi á næstu dögum.

  1. fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 3. maí 2011.

Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað vegna forfalla skipulags- og byggingarfulltrúi. Stefnt verður að fundargerðin verði afgreidd á fundi á næstu dögum.

  1. Hlymdalir ehf.; Endurnýjun umsóknar um lóðina Seltún 6-12 á Hellu, dags. 1. maí 2011.

Í erindinu kemur jafnframt fram að Hlymdalir ehf., kt. 440106-1290, skila formlega iðnaðarlóð við Dynskála sem sveitarstjórn úthlutaði fyrirtækinu á 25. fundi, dags. 10. apríl 2008.

Sveitarstjórn staðfestir þessi skil á lóðinni.

Ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins að öðru leyti þar sem lóðirnar hafa ekki verið auglýstar.

  1. Beiðni Stefáns Arnórssonar um umsögn vegna landskipta á Skammbeinsstöðum, skv. erindi mótt. 28. des. 2010 – frestað mál frá 16. fundi sveitarstjórnar, dags. 7. apríl 2011, tl. 15.

Stefán Arnórsson, kt. 061242-4069, óskar eftir staðfestingu á landskiptum en um er að ræða tvær sumarhúsalóðir með landnr. 219901 stærð 17,7 ha. og með landnr. 219902 stærð 18,2 ha. teknar úr Skammbeinsstöðum 1, landnr. 192624.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin í ljósi fyrirliggjandi gagna.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Álögð fjallskil á Landmannaafrétti 2010.

Sveitarstjórn staðfestir álögð fjallskil á Landmannaafrétti fyrir árið 2010.

  1. Álögð fjallskil á Rangárvallaafrétti 2010.

Sveitarstjórn staðfestir álögð fjallskil á Rangárvallaafrétti fyrir árið 2010.

  1. Álögð fjallskil á Holtamannaafrétti 2010.

Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti álögð fjallskil á Holtamannaafrétti fyrir árið 2010.

  1. Samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál, dags. 15. apríl 2011.

Sveitarstjóra falið að rita umsögn samræmi við umræður á fundinum.

  1. Jötunn Vélar ehf.; Óskað er eftir því að Rangárþing ytra styrki hátíðina, Sunnlenski sveitardagurinn, með fjárframlagi að fjárhæð kr. 50.000, skv. erindi dags. 26. apríl 2011.

Erindinu er hafnað.

  1. Beiðni Nínu Jennýjar Kristjánsdóttur um styrk til þátttöku í keppnisferð U-15 landsliðshóp stúlkna í körfubolta erlendis á komandi sumri, dags. 27. apríl 2011.

Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 15.000 sem greiddur verður að keppnisferðinni lokinni með staðfestingu á þátttöku.

  1. Beiðni Heklu blúsfélags um styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna Blúshátíðar í Rangárvallasýslu 10. – 11. júní nk., dags. 3. maí 2011.

Ólafur Júlíusson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi.

Þorgils Torfi Jónsson leggur fram tillögu um að erindinu verði hafnað.

Þrír samþykkja tillöguna og þrír eru á móti (GÞ, MHJ, ST).

Tillagan er felld á jöfnun atkvæðum.

Tillaga um að erindinu verði vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar til umsagnar.

Þrír samþykkja tillöguna og þrír sitja hjá (GIG, ÞTJ, AMK).

Tillagan er samþykkt.

Ólafur kemur aftur á fundinn.

  1. Frístundalóðir í Gaddstaðalandi við Hróarslæk.

Sveitarstjórn ítrekar þá afstöðu sína að lóðirnar í Gaddstaðalandi við Hróarslæk eru til sölu en ekki til leigu samkvæmt fyrri ákvörðun sveitarstjórnar. Þeim aðilum sem áður leigðu lóðirnar var boðið að kaupa þær án undangenginnar auglýsingar og var og er verðið 1,1 mkr. á ha. Sveitarstjóra er falið að gefa fyrri leigutökum, sem hafa ekki enn nýtt sér þessa heimild til kaupa, lokafrest til 1. ágúst nk. til að ganga frá kaupum á þeim lóðum þar sem mannvirki hafa verið reist.

Ólafur Júlíusson víkur af fundi og mætir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir á fundinn í hans stað.

  1. Skipun fulltrúa D-lista í fræðslunefnd.

Anna María Kristjánsdóttir er skipuð aðalmaður í stað Valgerðar Kr. Brynjólfsdóttur.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson er skipaður varamaður í stað Önnu Maríu Kristjánsdóttur.

  1. Kaup á sorptunnum vegna tveggja tunnu sorphirðukerfis sem tekið verður upp á samstarfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. frá 1. júní 2011.

Í samræmi við bókun sveitarstjórnar frá 13. fundi, dags. 10. febrúar 2011, 15. tl. var framkvæmd verðkönnun á sorptunnum af hálfu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. með kaup á tunnum í huga. Tvö verðtilboð bárust, annarsvegar frá Hafnarbakka Flutningatækni ehf. og hins vegar frá Íslenska Gámafélaginu. Lægra tilboðið var frá Íslenska Gámafélaginu en verð kr. pr. tunnu er 4.701,- án vsk. Tunnuþörf Rangárþings ytra vegna verkefnisins er áætluð 923 tunnur. Hlutur Rangárþings ytra er því samtals kr. 4.339.023,- Samstarfssveitarfélögin hafa þegar gengið að tilboði Íslenska Gámafélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Íslenska Gámafélagsins og vinna þar með áfram að fyrirkomulagi tveggja tunnu sorphirðukerfis í sveitarfélaginu.

Sex eru samþykkir einn situr hjá (ÞTJ).

Tillagan er samþykkt.

  1. Ársreikningar samstarfsverkefna fyrir árið 2010.

Menningarmiðstöðin Laugalandi.

Heildarrekstrarkostnaður á árinu nam 158,203 mkr., þ.a. framlag Rangárþings ytra 110,476 mkr. Eignir samtals í árslok 2010 námu 22,541 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Menningarmiðstöðvarinnar á Laugalandi fyrir árið 2010 fyrir sitt leyti.

Leikskólinn Laugalandi.

Heildarrekstrarkostnaður á árinu, að frádregnum leikskólagjöldum, nam 33,658 mkr., þ.a. framlag Rangárþings ytra 22,151 mkr. Eignir samtals í árslok 2010 námu 7,351 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Leikskólans á Laugalandi fyrir árið 2010 fyrir sitt leyti.

Eignasjóður Laugalandsskóla.

Rekstrartekjur á árinu námu 56,792 mkr. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 15,479 mkr. Eignir samtals í árslok 2010 námu 254,171 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eigið fé í árslok 2010 var 6,201 mkr.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Eignasjóðs Laugalandsskóla fyrir árið 2010 fyrir sitt leyti.

Leiguíbúðir Laugalandi.

Rekstrartekjur á árinu námu 2,312 mkr. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 1,510 mkr. Eignir samtals í árslok 2010 námu 4,525 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eigið fé í árslok 2010 var neikvætt 4,809 mkr.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Leiguíbúða á Laugalandi fyrir árið 2010 fyrir sitt leyti.

Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps.

Rekstrartekjur á árinu námu 27,920 mkr. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 3,337 mkr. Eignir samtals í árslok 2010 námu 120,751 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eigið fé í árslok 2010 var neikvætt 9,056 mkr.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir árið 2010 fyrir sitt leyti.

  1. Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2010, síðari umræða.

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2010 var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 28. apríl 2010 og vísað til seinni umræðu en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.

Ársreikningurinn hefur að geyma ársreikninga fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekin ársreikning fyrir alla starfsemi þess það er A og B hluta sbr. 60 gr. sveitastjórnarlaga nr. 45/1998.

Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustustöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs. og Suðurlandsvegur 1-3 ehf.

Samkvæmt rekstrarreikningi 2010 námu rekstrartekjur A og B hluta 1.015,0 millj. kr. samanborið við 971,1 millj. kr. árið 2009. Hækkun milli ára er 4,5%.

Rekstrargjöld A og B hluta eru laun, annar rekstarkostnaður og afskriftir sem námu samtals 928,5 millj.kr., en voru 984,9 millj. kr. á árinu 2009. Lækkun frá fyrra ári nemur 5,7%.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta árið 2010 námu 83,7 millj. kr. samanborið við 118,5 millj. kr.árið 2009. Lækkun fjármagnsgjalda umfram fjármunatekjur milli ára skýrist af hagstæðari þróun gengis og verðlags á árinu 2010 samanborið við árið 2009.

Rekstrarniðurstaða ársins er því jákvæð um 5,0 millj. kr. fyrir A og B hluta samanborið við neikvæða rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 130,7 millj. kr. á árinu 2009.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2010.

Bókun Á-lista:

Eitt brýnasta verkefni nýrrar sveitarstjórnar eftir kosningar í maí 2010 var að taka á slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Nauðsynlegt var að fara í gagngera endurskipulagningu á fjármálum og finna þurfti leiðir til að hagræða í rekstri án þess að skerða lögboðna þjónustu. Yfirdráttarheimild sveitarfélagsins var fullnýtt og engrar fyrirgreiðslu var að vænta hjá lánastofnunum fyrr en sýnt væri fram á skilvirkari fjármálastjórn en verið hafði.

Núverandi sveitarstjórn hefur þurft að taka erfiðar ákvarðanir til að geta náð endum saman í rekstri sveitarfélagsins. Þar má nefna:

1) Framkvæmdir við tengibyggingu stöðvuðust í júní þar sem einkahlutafélagið Suðurlandsvegur 1-3 fékk ekki fjármagn hjá lánastofnunum til áframhaldandi framkvæmda. Sveitarfélagið, að áliti endurskoðanda og lögfræðinga, hafði ekki heimild til að leggja því til lán eða gangast í ábyrgðir fyrir lánum auk þess sem það hafði ekki fjárhagslega burði til að leggja meira fjármagn til framkvæmdarinnar.

2) Stöður aðstoðarleikskólastjóra í Heklukoti og íþrótta-og æskulýðsfulltrúa voru lagðar niður.

3) Föstum akstursgreiðslum til starfsmanna sveitarfélagsins var sagt upp.

4) Leikskóladeild í Þykkvabæ var lögð niður.

5) Í byrjun árs 2011 var fækkað um eitt stöðugildi á skrifstofu sveitarfélagsins í kjölfar endurskipulagningar á rekstri hennar og verður hagræðingaraðgerðum haldið áfram á árinu.

Athygli vekur, að við skoðun ársreiknings 2010 kemur t.d. í ljós að ekki var gert ráð fyrir fjárfestingu vegna tengibyggingar á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2010 og því ljóst að ekki var gert ráð fyrir meirihlutaeign sveitarfélagsins í Suðurlandsvegi 1-3 ehf. Benda má á að fjárhagsáætlun ársins 2010 var samþykkt við síðari umræðu í sveitarstjórn þann 21. janúar 2010.

Ljóst er að fjárhagur sveitarfélagsins verður þröngur næstu árin, en verulegur viðsnúningur hefur átt sér stað í rekstri sveitarfélagsins nú þegar með ábyrgri fjármálastjórnun stjórnenda sveitarfélagsins. Að ná jákvæðri rekstrarniðurstöðu hefur ekki verið auðvelt verk. Mjög hefur reynt á stjórnendur, forstöðumenn stofnana, starfsfólk og íbúa í þessum málum og er sveitarstjóra og starfsmönnum þökkuð vel unnin störf og íbúum skilninginn.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Bókun fulltrúa D-lista:

Eins og tekið er fram í bókun Á-listans hafa flestar ákvarðanir sem vísað er í verið teknar sameiginlega í sveitarstjórninni en ekki af fulltrúum Á-listans eingöngu. Fulltrúar D-listans áskilja sér rétt til frekari viðbragða við bókun Á-listans á næsta fundi hreppsnefndar.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson

  1. Málefni einkahlutafélagsins Suðurlandsvegur 1-3 ehf. skv. minnisblaði frá LEX Lögmannsstofu dags. 22. mars 2011 og bókun sveitarstjórnar á 16. fundi, dags. 7. apríl 2011.

Vísað er til fyrri bókunar sveitarstjórnar um sama efni á fundi sveitarstjórnar þann 7. apríl 2011.

Sveitarstjórn samþykkir að boða til sveitarstjórnarfundar nk. mánudag 9. maí kl. 08:30 vegna málsins.

Fundargerðir til umsagnar og kynningar:

  1. fundur starfshóps um sameiningarkosti sveitarfélaga á Suðurlandi, dags. 21. des. 2010.
  2. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, dags. 28. mars 2011.
  3. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, dags. 30. mars 2011.
  4. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, dags. 4. apríl 2011.
  5. fundur verkefnisstjórnar um eflingu sveitarfélaga á Suðurlandi, dags. 8. apríl 2011.
  6. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 8. apríl 2011.
  7. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs., dags. 12. apríl 2011.
  8. stjórnarfundar Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs., dags. 26. apríl 2011.

Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:

  1. Skýrsla Regluvarðar 2010, dags. 21. janúar 2011.

Öllum ábendingum í skýrslunni hefur verið fullnægt.

Til kynningar.

  1. Mennta- og menningarmálaráðuneytið; Svarbréf vegna erindis sveitarstjóra um Náttúruminjasafns Íslands, dags. 8. mars 2011.
  2. Afrit af bréfi Gámaþjónustunnar hf. til Sorpstöðvar Rangárvallasýslu, dags. 4. apríl 2011.
  3. Afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til Skipulags- og byggingarfulltrúa; Efnistaka úr Ytri-Rangá úr landi Stóru-Valla. Fyrirspurn, dags. 7. apríl 2011.
  4. Afrit af bréfi Skipulags- og byggingarfulltrúa til Þórs Þorsteinssonar; Ólögleg efnistaka við Jarlsstaði, Rangárþingi ytra, dags. 13. apríl 2011.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 18:35