19. fundur 09. maí 2011

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

mánudaginn 9. maí 2011, kl. 08:30

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson í forföllum Guðmundar Inga Gunnlaugssonar. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð, og Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, undir liðum 1 og 2.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Skipulagsmál og tengd erindi:

  1. fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 27. apríl 2011.

580-2011 Svínhagi lóð RS9, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi.

Viðar Helgi Guðjohnsen, kt. 140158-4299, Hlíðargerði 20, 108 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð sinni nr. RS9 úr landi Svínhaga, landnr. 196022, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

581-2011 Haukadalur, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir geymslum, gámum.

Ingólfur Steingrímsson, kt. 120369-5989, Lómasölum 3, 201 Kópavogi, sækir um leyfi til að setja niður þrjá gáma og nýta sem kaldar geymslur á landi sínu í Haukadal, landnr. 210911, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Samþykkt.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

582-2011 Gunnarsholt, Rangárþingi ytra – breytt notkun húsnæðis.

Sveinn Runólfsson sækir um fh. Landgræðslu ríkisins, kt. 710169-3659, Gunnarsholti, 851 Hellu, leyfi til að breyta hesthúsi í skrifstofur og gestastofu. Um er að ræða hús stóðhestastöðvarinnar sem heitir í dag Vesturgarður 1, landnr. 164499, sjá meðfylgjandi teikningar.

Samþykkt.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

583-2011 Selfjall, lóð 11, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Halldór G. Eyjólfsson, kt. 270766-5289, Boðagranda 18, 107 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi í Haga á lóð nr. 11 v/Selfjall í Rangárþingi ytra, landnr. 178410, skv. meðfylgjandi teikningum. Húsið verður flutt á staðinn.

Sótti áður um byggingarleyfi í maí 2008.

Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

584-2011 Hallstún, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir frístundahúsi.

Þorsteinn J. Karlsson, kt. 170855-3539, Bæjargili 110, 210 Garðabæ, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð sinni úr landi Hallstúns, landnr. 203907, í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Samþykkt.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

585-2011 Gaddstaðir, Rangárþingi ytra – leyfi fyrir hreinsivirki fráveitu.

Bjarni Jón Matthíasson sækir um fh. Rangárþings ytra, kt. 520602-3050, Suðurlandsvegi 1, 850 Hellu, leyfi til að reisa hús yfir hreinsivirki fráveitu. Um er að ræða bráðabirgða-staðsetningu hreinsivirkis, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Samþykkt.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

586-2011 Geitasandur, Rangárþing ytra – stöðuleyfi

Magnús Jónsson kt. 250440-4489, Heiðarvegi 20, 230 Reykjanesbæ, sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á landi sínu að Geitasandi L-20, landnr. 215021 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi gögnum

Samþykkt.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

587-2011 Svínhagi, lóð H-40, í Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Guðjón Þórisson kt. 220370-3569, f.h. Kristins Bergssonar kt. 210661-2049, Sílatjörn 15, 800 Selfossi, sækir um leyfi til byggingar sumarhúss í landi Svínhaga, lóð H-40, landnr. 198140 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Samþykkt.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

588 2011 Minni-Vellir, land 165043 - byggingarleyfi fyrir gestahúsi.

Karl Sigurðsson kt. 170542-4289, Bræðratungu 5, 200-Kópavogi, sækir um leyfi til byggingar á gestahúsi í landi Minni-Valla landnr. 165043 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

589 2011 Oddspartur í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra – leyfi fyrir klæðningu húss.

Dagrún Jónsdóttir kt. 131170-5569, Oddsparti 851 Hella, sækir um leyfi til að skipta um klæðningu á hlöðu og fjárhúsi, auk viðgerða á burðargrind, að Oddsparti, landnr. 204613, í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Samþykkt.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

  1. fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 3. maí 2011.

199 2011 Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna færslu á Búðarhálslínu. Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breytingar á legu Búðarhálslínu 1 og nýs iðnaðarsvæðis fyrir tengivirki, þar sem Búðarhálslína 1 kemur að Hrauneyjafosslínu 1.

Þær breytingar sem verða á landnotkun í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, sem staðfest var 2. febrúar 2011 eru, að gerð er breyting á greinargerð, köflum 14.2 um iðnaðarsvæði og 16.1 um háspennulínur. Á afréttaruppdrátt sveitarfélagsins er sett inn nýtt iðnaðarsvæði og legu Búðarhálslínu 1 er breytt. Samsvarandi breyting á Búðarhálslínu 1 er gerð á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.

Samsvarandi breyting verður gerð á gildandi deiliskipulagi fyrir Búðarhálsvirkjun og Búðarhálslínu 1 frá 2001.

Tilkynning um breytingu á línustæði hefur verið send Skipulagstofnun sem komst að þeirri niðurstöðu að breytingin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar.

Lega Búðarhálslínu hefur ekki áhrif á svæðisskipulag miðhálendisins sbr. umsögn nefndarinnar dags. 12. maí 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomnar athugasemdir Skipulagsstofnunar, og hefur gögnum verið breytt til samræmis við ábendingar stofnunarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu, verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

200 2011 Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna nýs þjónustu- og frístundasvæðis í landi Heysholts í Rangárþingi ytra.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og tekur hún til breyttrar landnotkunar í landi Heysholts í Landsveit (landnr. 164975). Í gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 er gert ráð fyrir landbúnaðarsvæði norðan Landvegar (nr. 26), þar er einnig hverfisverndarsvæðið H7, sem er mýri í landi Heysholts.

Gert er ráð fyrir að um 18 ha svæði úr jörðinni Heysholti verði breytt í svæði fyrir frístundabyggð. Á frístundasvæðinu er gert ráð fyrir allt að 36 lóðum. Gert er ráð fyrir að um 7 ha svæði úr jörðinni Heysholti verði breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu sem tengjast mun ferðaþjónustu. Hægt er að skipuleggja allt að 12 lóðir á svæðinu.

Þær breytingar sem verða á landnotkun í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem staðfest var 2. febrúar 2011 er að gerð er breyting á greinargerð, köflum 4.3 um frístundabyggð og 4.6 um verslunar- og þjónustusvæði og samsvarandi breyting á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomnar athugasemdir Skipulagsstofnunar, og hefur gögnum verið breytt til samræmis við ábendingar stofnunarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

201 2011 Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna

  1. nýrra frístundasvæða. (Maurholt, Tjörfastaðir, Heklukot, Hallstún og Sælukot)

Þær breytingar sem verða á landnotkun í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem staðfest var 2. febrúar 2011, að gerð er breyting á greinargerð, kafla 4.3 um frístundabyggð og samsvarandi breyting á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins.

Maurholt: Rúmlega 40 ha landspildu (landnr. 165449) hefur verið skipt út úr jörðinni Ægissíðu I og heitir spildan Maurholt. Á um 4 ha verða skipulagðar 4 lóðir fyrir frístundabyggð. Aðkoma er af Suðurlandsvegi, um Bugaveg nr. 273 og þaðan um aðkomuveg inn á svæðið. Byggðin mun tengjast viðurkenndum veitum varðandi vatnsöflun og rafmagn og gert er ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki fyrir allar lóðirnar.

Tjörfastaðir: Um 4 ha frístundasvæði er afmarkað úr jörðinni Tjörfastöðum (landnr. 165013). Áætlað er að skipuleggja 4 lóðir á frístundasvæðinu. Byggðin mun tengjast viðurkenndum vatns-og rafmagnsveitum, og er gert ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki fyrir allar lóðirnar. Aðkoma er af Suðurlandsvegi, um Árbæjarveg (nr. 271), Bjallaveg (nr.272), Húsagarðsveg (nr. 2771) og þaðan um aðkomuveg að Tjörfastöðum.

Hallstún: Um 15 ha landspildu (landnr. 203907), hefur verið skipt út úr landi Hallstúns. Nýtt frístundasvæði, allt að 5 ha er afmarkað á spildunni og er heimilt að byggja þar allt að 6 hús. Aðkoma er af Suðurlandsvegi, um Landveg (nr. 26) og þaðan um aðkomuveg að Hallstúni. Byggðin mun tengjast viðurkenndum veitum varðandi vatnsöflun og rafmagn. Gert er ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki fyrir allar byggingar.

Heklukot: Afmarkað er frístundasvæði úr jörðinni Koti á Rangárvöllum á um 1,5 ha eignarlóð (landnr. 164718). Lóðin nefnist Heklukot og eru nú þegar 2 byggingar á henni. Lóðin er á vatnsverndarsvæði III skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Áætlað er að hægt sé að byggja allt að 5 hús á lóðinni. Aðkoma að svæðinu er um Rangárvallaveg (nr. 264) og Heklubraut. Ekki er gert ráð fyrir að húsin tengist almennum veitukerfum. Gert er ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki fyrir öll húsin og þar sem lóðin er innan vatnsverndarsvæðis III verður útfærsla fráveitu unnin í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Sælukot: Í gildandi aðalskipulagi er afmarkað um 90 ha frístundasvæði (F18) í landi Haga í Holtum. Innan frístundasvæðisins er landspildan Sælukot, um 25 ha, sem skipt var út úr landi Haga. Frístundasvæði verður minnkað um 12 ha og breytt í landbúnaðarsvæði. Áætlað er að Sælukot verði sérstæð jörð og þar verði heimilt að stunda þá starfsemi sem heimiluð er á landbúnaðarsvæðum, skv. kafla 4.1 í greinargerð aðalskipulags.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomnar athugasemdir Skipulagsstofnunar, og hefur gögnum verið breytt til samræmis við ábendingar stofnunarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

210 2011 Melbær, Rangárþingi ytra, ósk um breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Einnig er sett fram ósk um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir einbýlishús, frístundahús, gestahús og skemmu.

Steinsholti sf, f.h. landeiganda Melbæjar, um 16 ha svæðis úr landi Hallstúns óskar heimildar til skipulagsvinnu á svæðinu.

Um er að ræða 14 ha landspildu 203908 – eigandi Ragnhildur Sigurðardóttir og 2 ha landspildu 203602 eigandi Halldór Karl Ragnarsson (kt. 050357-5119) og Ragnhildur Sigurðardóttir (kt. 080552-4759). Fyrir eru á spildunni 3 frístundahús.

Áætlað er að vinna deiliskipulag fyrir þrjú frístundahús, eitt einbýlishús, tvö gestahús og skemmu. Aðkoma að svæðinu verður áfram um heimreið að Hallstúni.

Með þessu er einnig óskað eftir að aðalskipulagi verði breytt, sett inn allt að tveggja ha svæði til frístundabyggðar, fyrir allt að 3 frístundahús, en áætlað er að annað svæði verði áfram landbúnaðarsvæði.

Skipulagsnefnd samþykkir að vinna tillögu að breyttu aðalskipulagi skv. 36 gr. laga nr. 123/2010, að hér sé um minni háttar breytingu að ræða. Þá heimilar nefndin að unnin verði tillaga að deiliskipulagi svæðisins skv. 1 mgr. 41. gr.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og veitir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag.

211 2011 Pula, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 4 frístundalóða.

Verkfræðistofu Suðurlands f.h. landeigenda Ólafs Helgasonar kt. 270346-4219, óskar eftir að leggja fram deiliskipulagstillögu fyrir 4 frístundalóðir í landi Pulu, lóðirnar eru frá 2,8 – 3,8 ha. að stærð.

Heimilt verður að byggja 1 sumarhús á hverri lóð, allt að 120m2 að stærð. Einnig verður leyft að byggja geymslu eða gestahús á hverri lóð allt að 25m2.

Aðkoma að svæðinu er um Hagabraut (nr.286) ca 760m frá gatnamótum Landvegar.

Deiliskipulagssvæðið er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022, merkt sem F25.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu, þar sem hún samræmist meginstefnu aðalskipulags, og mælist til að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að kynna tillöguna skv. 40. gr. sömu laga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

212 2012 Glæsivellir í landi Reyðarvatns, Rangárþingi ytra, breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 og breyting á gildandi deiliskipulagi frístundasvæðis Reyðarvatns og Geitasands.

Steinsholti sf, f.h. leigutaka af landspildu úr landi Reyðarvatns, óskar heimildar til skipulagsvinnu á svæðinu. Skipulagið verður unnið í samvinnu við landeiganda (Landgræðslu ríkisins).

Um er að ræða breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 19. maí 2005 og staðfest í B-deild stjórnartíðina 14. des. 2007.

Afmörkun frístundasvæðis breytist og afmörkun opins svæðis minnkar lítillega. Samhliða er óskað eftir að sveitarfélagið breyti aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Gert er ráð fyrir að fjölga frístundalóðum, fjórar lóðir í stað einnar lóðar. Afmörkun frístundasvæðis breytist en heildarstærð þess minnkar úr 19,4 ha í um 8 ha. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja frístundahús og geymslu/gróðurhús á hverri lóð í samræmi við skipulagsskilmála. Nú þegar er frístundahús á lóð nr. 164769. Gert er ráð fyrir að vegtenging að lóð K1 verði nýtt sem vegtenging fyrir þessar fjórar lóðir.

Þá er óskað eftir að aðalskipulagi verði breytt, afmörkun opinna svæða verði breytt lítillega, svæðið minnkað og afmörkun frístundasvæðis verði breytt, það minnki úr um 19,4 ha í um 8 ha.

Einnig er óskað heimildar til breytingar á gildandi deiliskipulagi af svæðinu, fjölga frístundalóðum í svonefndu Kóngshrauni um þrjár lóðir. Einnig verður byggingaskilmálum í deiliskipulagi breytt. Óbreytt verður með heimild til að byggja allt að 150m² frístundahús og allt að 30m² gróðurhús. Í stað 30m² geymslu eins og nú er verður heimilt að byggja allt að 80m² geymslu.

Þá verður gert ráð fyrir breyttri aðkomu að lóð K2, sem verður sú sama og tenging að nýju lóðunum og mun samnýta tengingu sem er nú þegar að lóð K1.

Skipulagsnefnd samþykkir að vinna tillögu að breyttu aðalskipulagi skv 2. mgr.. 36 gr. laga nr. 123/2010, um að hér sé um minni háttar breytingu að ræða. Þá heimilar nefndin að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. 1 mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

213 2011 Lyngás, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúsalóða.

Steinsholt sf. f.h. landeigenda Lyngáss leggur fram tillögu að deiliskipulagi sem nær til um 5 ha svæðis á Lyngási. Deiliskipulagið tekur til 10 íbúðarhúsalóða. Á fjórum lóðum hafa verið byggð íbúðarhús.

Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi um Bugaveg (273) og aðkomuveg að lóðunum.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu, þar sem hún samræmist meginstefnu aðalskipulags, og mælist til að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41 gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að kynna tillöguna skv. 40. gr. sömu laga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

214 2011 Svínhagi lóð RS 9, Rangárþingi ytra, deiliskipulag landbúnaðarspildu.

M2 Teiknistofa, f.h. landeigenda á lóð RS9 í landi Svínhaga, leggur fram deiliskipulagstillögu sem tekur til um 13ha spildu í landi Svínhaga, Rangárþingi ytra. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum , annar fyrir íbúðarhús og geymslu, hinn reiturinn fyrir 2-3 landbúnaðarbyggingar allt að 1000m2.

Aðkoma að svæðinu er um Rangárvallaveg (nr. 264) og um Þingskálaveg (nr.268) og aðkomuveg inn á Svínhaga.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu, þar sem hún samræmist meginstefnu aðalskipulags, og mælist til að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41 gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að kynna tillöguna skv. 40. gr. sömu laga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

215 2011 Heiðarbrún II, í Rangárþingi ytra, deiliskipulag tveggja sumarhúsa og skemmu. Sigrún Valdimarsdóttir kt. 110468-5479, f.h. landeigenda, leggur fram tillögu að deiliskipulagi sem tekur til tveggja sumarhúsalóða og lóðar fyrir skemmu í landi Heiðarbrúnar, landnr. 165089, í Rangárþingi ytra. Á lóð F1, verður heimilt að byggja allt að 150 fm2 sumarhús, á F2 verður heimilt að byggja allt að 80m2 frístundahús og á byggingarreit fyrir skemmu er heimilt að byggja allt að 400m2 skemmu. Aðkoma að svæðinu er um Suðurlandsveg, þá um Árbæjarveg (nr. 271) og aðkomuveg inn að Heiðarbrún.

Skipulagsnefnd telur að tillagan samræmist meginstefnu aðalskipulags, og mælist til að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41 gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að kynna tillöguna skv. 40. gr. sömu laga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Skipulagsnefnd setur fyrirvara um að landskipti verði samþykkt áður en deiliskipulag verði auglýst.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

216 2011 Lýtingur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 7 frístundahúsalóða.

Steinsholts sf, f.h. landeigenda óskar eftir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir um 10 ha spildu sem hefur landnr. 165243 og er upprunalega tekin úr landi Marteinstungu. Spildan er merkt í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem F12, en þar sem húsin verða 7 í stað 5 skv. aðalskipulagi, er einnig óskað eftir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Skipulagsnefnd samþykkir að vinna tillögu að breyttu aðalskipulagi skv. 36 gr. laga nr. 123/2010, að hér sé um minni háttar breytingu að ræða. Þá heimilar nefndin að unnin verði tillaga að deiliskipulagi svæðisins skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að kynna tillöguna skv. 40. gr. sömu laga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

220 2011 Áfangagil, Rangárþingi ytra, ósk um leyfi til skipulagsgerðar

Steinsholt sf. f.h. Áfanga ehf. óskar eftir leyfi til deiliskipulagsgerðar í og við Áfangagil í Rangárþingi ytra.

Deiliskipulagið tekur til tjaldsvæðis og þjónustuhúsa, og er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022.

Skipulagsnefnd samþykkir að unnin verði deiliskipulagstillaga í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/210.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Sveitarstjórn áréttar að samkvæmt nýjum skipulagslögum innheimtist kostnaður, sem til fellur hjá embætti skipulags- og byggingafulltrúa við alla skipulagsvinnu og vegna auglýsinga, af þeim aðilum sem óska eftir þeirri vinnu. Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til skipulags- og byggingafulltrúa að öllum þeim sem eftir slíkri vinnu óska verði þetta kynnt.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Málefni einkahlutafélagsins Suðurlandsvegur 1-3 ehf. skv. minnisblaði frá LEX Lögmannsstofu dags. 22. mars 2011 og bókun sveitarstjórnar á 16. fundi, dags. 7. apríl 2011.

Vísað er til fyrri bókana sveitarstjórnar um sama efni sú síðasta á fundi sveitarstjórnar þann 5. maí 2011. Í fyrri bókunum hefur sveitarstjórn samþykkt að vinna að endurskipulagningu fjármála Suðurlandsvegar 1-3 ehf. í samræmi við minnisblað frá LEX Lögmannsstofu dags. 22. mars. 2011. Í bókun sveitarstjórnar á 15. fundi dags. 28. mars 2011 var aðferðarfræði endurskipulagningarinnar lýst eins og hún kemur fram í minnisblaðinu. Á 16. fundi dags. 7. apríl 2011 er framgangi málsins lýst og áréttað að sveitarstjórn taki málið til endanlegrar afgreiðslu þegar aðilar sem standa að Verkalýðshúsinu hafa samþykkt að fara þá leið sem lýst er í minnisblaðinu og sátt er um meðal allra hluthafa í Suðurlandsvegi 1-3 ehf. Á 17. fundi dags. 28. apríl 2011 samþykkti sveitarstjórn lokaútgáfu af hluthafasamkomulagi því sem var meginforsenda fyrir áframhaldandi vinnu við endurskipulagninguna.

Nú liggur fyrir að allir hluthafar í Suðurlandsvegi 1-3 ehf. hafa samþykkt að fara þá leið sem tilgreind er í minnisblaðinu frá LEX Lögmannsstofu og yfirfarin er af KPMG með tilliti til 65. gr. sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórn samþykkir að fasteignin að Suðurlandsvegi 1, fastanúmer 219-6174 , sem er í 100% eigu Rangárþings ytra, verði færð inn í Suðurlandsveg 1-3 ehf. og samþykkir sveitarstjórn að breyta kröfum Rangárþings ytra á hendur Suðurlandsvegi 1-3 ehf. í hlutafé, í samræmi við það sem fram kemur í minnisblaðinu frá LEX Lögmannsstofu. Þetta er samþykkt með þeim fyrirvara að þeir aðilar sem standa að Verkalýðshúsinu á Hellu ráðstafi sinni fasteign að Suðurlandsvegi 3 og kröfum á hendur Suðurlandsvegi 1-3 ehf. með sama hætti, þ.e. í samræmi við það sem fram kemur í minnisblaðinu frá LEX Lögmannsstofu.

Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra, Gunnsteini R. Ómarssyni, fullt umboð til að undirrita afsal fasteignarinnar að Suðurlandsvegi 1 frá Rangárþingi ytra til Suðurlandsvegar 1-3 ehf., í samræmi við bókun þessa, ásamt því að undirrita öll nauðsynleg skjöl vegna endurskipulagningarinnar, s.s. vegna afsals á kröfum þeim sem nefndar eru hér að ofan. Þetta umboð er þó með þeim fyrirvara að samningar náist við verktaka byggingarinnar, Selhús ehf., um verksamning og lokauppgjör. Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að leita aðstoðar lögmanns sveitarfélagsins varðandi málið og ljúka því.

Sveitarstjórn óskar eftir því að stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf. kynni hönnuðum og eftirlitsaðilum, Arkform – TGM ráðgjöf ehf. og Verkís hf., óháða úttekt sem gerð var á hönnunar- og eftirlitskostnaði vegna byggingarinnar. Sveitarstjórn, beinir því til stjórnar að áskilja sér allan rétt varðandi leiðréttingu á hönnunar- og verkfræðikostnaði við bygginguna og leita samninga við hlutaðeigandi aðila.

Bókun Á-lista:

Einkahlutafélagið Suðurlandsvegur 1-3 ehf. í eigu Rangárþings ytra og aðila sem standa að Verkalýðshúsinu hefur átt í mjög erfiðum fjárhagsvandræðum og ekki hefur verið hægt að útvega lánsfjármagn til framkvæmdanna miðað við óbreyttar forsendur.

Nú hefur orðið forsendubreyting þar sem eigendur hafa komist að samkomulagi um endurskipulagningu félagsins. Fasteignirnar Suðurlandsvegur nr. 1 og nr. 3 verða lagðar inn í félagið og kröfum breytt í hlutafé. Það er gert til að styrkja það og skapa hagstæðari rekstrarskilyrði og veðrými fyrir eininguna. Að auki liggur vilyrði fyrir hjá Arion banka um áframhaldandi lánveitingu. Ef samningar takast fljótlega við verktaka og aðra kröfuhafa um framhaldið má búast við að framkvæmdir hefjist að nýju fljótlega. Einungis einn annar möguleiki var í spilunum, en hann var að taka félagið til gjaldþrotaskipta. Sú hefði verið þrautalendingin ef ekki hefði náðst samkomulag um þennan samruna.

Ráðstöfun eigna á þennan hátt og skuldsetning sveitarfélagsins með enn frekari lántökum er ekki óskastaða, en nýr meirihluti sveitarstjórnar stendur frammi fyrir gerðum hlut og þarf að ljúka því verki sem hafið var. Með stuðningi okkar meirihlutafulltrúa við þessa leið, lágmörkum við það tjón sem staðið er frammi fyrir svo sem frekast er kostur. Með þessari aðferð er þess freistað að bjarga verðmætum og fjármunum sem greiddir hafa verið inn í félagið úr sveitarsjóði í sumum tilfellum umfram fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á fyrri stigum málsins og ljúka við byggingu hússins þannig að það komist í notkun. Þess ber að geta að öll vinna við gerð samkomulagsins hefur verið unnin í nánu samráði við lögmenn sveitarfélagsins LEX lögmannsstofu og KPMG endurskoðanda.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson.

Bókun D-lista vegna bókunar Á-lista við 3. lið á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra, 9. maí 2011:

Fulltrúar D-listans fagna því að samstaða hefur náðst í sveitarstjórn um þá leið sem hér er farin, sem má verða til þess að byggingin verði tekin í notkun. Tilgangur samstarfsaðila að byggingunni var í upphafi að hún yrði samfélaginu til góðs og er því fagnaðarefni að nú sé fundin lausn allra aðila um að svo megi verða. Að öðru leyti áskilur D-listinn sér rétt til að bregðast frekar við bókun Á-listans á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar í júní.

Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar P. Guðbjörnsson.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 10:35.