Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 9. júní 2011, kl. 15:00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Katrín Sigurðardóttir í fjarveru Þorgils Torfa Jónssonar. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Kynning vegna fyrirhugaðra framkvæmda við heilsuþorp við hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund á Hellu.
THG arkitektar kynntu hugmyndir um uppbyggingu á þjónustusvæði í nágrenni Lundar þar sem gert er ráð fyrir hjúkrunareiningu, þjónustuíbúðum, öryggisíbúðum og raðhúsum. Nýlega veitti Framkvæmdasjóður aldraðra 88,5 m.kr. til byggingar á heilabilunardeild við Hjúkrunarheimilið Lund en umsóknin var unnin af THG arkitektum.
Til að af þessum hugmyndum geti orðið og mögulegt sé að hefja framkvæmdir við heilabilunardeildina þarf að gera nýtt deiliskipulag á svæðinu umhverfis Lund. Ef til kemur nýtt deiliskipulag mun gildandi skipulag falla úr gildi, en um leið mun framboð á lóðum til bygginga aukast.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 19. maí 2011.
Afgreiðsla varðandi 1. lið í fundargerð 12. fundar hreppsráðs; 8. fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 11. maí 2011
Til umfjöllunar er fyrirhuguð stytting skólaársins í grunnskólunum í sveitarfélaginu næstu tvö ár í hagræðingarskyni.
Þar sem um verulega breytingu er að ræða á tilhögun skólastarfs, leggur sveitarstjórn áherslu á að áður en skóladagatal 2012-2013 verði staðfest, verði gerð könnun á áliti og upplifun foreldra og forráðamanna á breytingunni með sambærilegum hætti fyrir báða skólana. Eins verði gerð úttekt á fjárhagslegum ávinningi breytingarinnar.
Bókun Magnúsar H. Jóhannssonar:
Þó að langflestir foreldrar og forráðamenn séu jákvæðir gagnvart þessari breytingu, hefur það verið gagnrýnt hvernig staðið var að samráði við foreldra og forráðamenn um hana. Hugmyndir um þessa breytingu voru kynntar á fundum skólaráða beggja skóla og á foreldrafundi í Grunnskólanum á Hellu. Rafræn skoðanakönnun var gerð meðal foreldra og forráðamanna barna í Laugalandsskóla og var ákvörðunin kynnt af skólastjórum á skólaslitum beggja skóla. Taka ber fram að um tímabundna ákvörðun er að ræða, e.k. tilraun, þar sem verið er að leita leiða til sparnaðar í rekstri skólanna. Kennslustundum verður fjölgað um tvær á viku, þannig að kennslumagn minnkar ekki.
Magnús H. Jóhannsson
Afgreiðsla varðandi 8. lið í fundargerð 12. fundar hreppsráðs; Samþykkt um hunda- og kattahald ásamt gjaldskrám
Sveitarstjórn vísar drögum að samþykkt og gjaldskrám til umsagnar samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar.
Afgreiðsla varðandi 11. lið í fundargerð 12. fundar hreppsráðs; Málefni heimasíðu Rangárþings ytra
Fram kemur í skýrslu, sem sveitarstjóri og formaður atvinnu- og menningarmálanefndar hafa unnið vegna málefna heimasíðu, að 14 tilboð hafa borist í heimasíðugerð fyrir sveitarfélagið en auglýst var eftir tilboðum í Dagskránni þann 1. júní síðastliðinn. Helst er litið til uppsetningarkostnaðar, rekstrarkostnaðar og gæða vefumsjónarkerfis ásamt öðrum þáttum í þarfalýsingu. Fram kemur í skýrslunni að vefumsjónarkerfið sem Emstrur ehf. bjóða uppá hefur fengið mjög góða dóma og er það m.a. í notkun hjá vefdeild Háskóla Íslands. Kerfið er “opinn staðall” og rekstrarkostnaður þess enginn. Þess má geta til samanburðar að núverandi vefumsjónarkerfi sveitarfélagsins kostar um 240.000 kr. m/vsk á ári.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skýrsluhöfunda um að ganga að tilboði Emstra ehf. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi og móta stefnu varðandi ritstjórn síðunnar í samvinnu við formann atvinnu- og menningarmálanefndar.
Að öðru leyti er fundargerðin staðfest.
- fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar, dags. 19. maí 2011.
Fundargerðin staðfest.
- fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 6. júní 2011.
Fundargerðin staðfest.
Skipulagsmál og tengd erindi:
- fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 31. maí 2011.
597-2011 Heiðarbrún, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir vinnuskúr.
Gunnar Valdimarsson, kt. 151062-3349, Dvergabakka 26, 109 Reykjavík, óskar eftir stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á landi Heiðarbrúnar II, Rangárþingi ytra, landnr. 165089, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Með fylgjandi er samþykki landeiganda.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
598-2011 Ketilhúshagi lóð 23, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.
Ólafur Gunnarsson, kt. 061245-2949, Berjarima 4, 112 Reykjavík, óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt í landi Ketilhúshaga lóð 23, í Rangárþingi ytra, landnr. 164701, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
599-2011 Króktún, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Halldór Þráinn Sigfússon, kt. 120937-3329, Móvaði 41, 110 Reykjavík, óskar eftir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á landi sínu í Króktúni, landnr. 197568, í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Húsið verður flutt á staðinn.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
600-2011 Svínhagi, lóð R-41, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir gestahúsi.
Sigurfinna Pálmarsdóttir, kt. 220683-5169, Goðaborgum 8, Reykjavík, óskar eftir byggingarleyfi fyrir gestahúsi á lóð sinni nr. R-41 í landi Svínhaga í Rangárþingi ytra, landnr.198085, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
601-2011 Selalækur 4, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.
Guðjón Egilsson, kt. 180969-5519, Selalæk 4, Rangárþingi ytra, óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús sitt að Selalæk 4 í Rangárþingi ytra, lnr. 219996, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
602-2011 Fjallasel úr Efra-Seli, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Bára Agnes Ketilsdóttir kt. 210268-4059, Viðarrima 52, 112 Reykjavík, óskar eftir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Fjalla-seli, landnr. 220225, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
603-2011 Guttormshagi Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.
Pétur Sigurðsson kt. 020248-2465 Greniteig 28, 230 Reykjanesbæ, óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt að Guttormshaga í Rangárþingi ytra, lnr. 191691, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
604-2011 Gunnarsholt, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sofnhúsi.
Landgræðsla ríkisins, kt. 710169-3659, Gunnarsholti, 851 Hellu, sækir um byggingarleyfi fyrir sofnhúsi í Gunnarsholti, landnr. 164499, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Að öðru leyti er fundargerðin til kynningar.
- fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 1. júní 2011.
210 / 216 2011 Hallstún – Lýtingur, Rangárþingi ytra, óveruleg breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Steinsholt sf, f.h. landeigenda leggur fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra í landi Hallstúns og landi Marteinstungu. Breytingin felst annars vegar í fjölgun frístundalóða í landi Marteinstungu, Lýtingi. Í gildandi aðalskipulagi er um 10 ha svæði skilgreint til frístunda¬byggðar úr landi Marteinstungu og þar er heimilt að byggja allt að 5 frístundahús. Breytingin felst í að heimila allt að 10 húsa byggð á umræddu svæði. Afmörkun frístundasvæðis er óbreytt.
Hins vegar er sett inn allt að 5 ha frístundasvæði í Melbæ, landspildu úr landi Hallstúns og gert ráð fyrir allt að 6 frístundahúsum. Fyrir eru á svæðinu 2 frístundahús. Með breytingunni er verið að færa aðalskipulagið að núverandi stöðu á svæðinu og samhliða að heimila fjölgun húsa um fjögur hús.
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða og samþykkir því breytingartillöguna í samræmi við 2. mgr, 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
220 2011 Áfangagil, Rangárþingi ytra, lýsing vegna deiliskipulags:
Steinsholt sf, fyrir hönd Áfanga ehf. leggur fram lýsingu vegna skipulags í Áfangagili. Áfangagil liggur inn í norðvesturhlíðar Valafells og er nokkuð vel gróið. Ágætar akstursleiðir eru að Áfangagili, annars vegar af Dómadalsleið, um 4 km en af Landvegi er afleggjari, um 8 km langur. Ætla má að Áfangagil geti þjónustað ferðafólk lengri tíma ársins en aðrir staðir á hálendinu, bæði vegna nálægðar við Landveg og þess að svæðið er í um 300 m hæð.
Markmið með deiliskipulagi af svæðinu er að geta sinnt þeirri fjölgun ferðafólks sem nú þegar er orðin á svæðinu og einnig gera menn ráð fyrir fjölgun ferðafólks næstu 3-5 árin.
Það er stefnt að því að vinna deiliskipulag af svæðinu þar sem gert verði ráð fyrir rýmilegri upp¬byggingu til næstu ára. Gert er ráð fyrir að öll hús verð samræmd í útliti og verði látin taka sem mest mið af elsta húsinu á staðnum. Áfram verður hægt að tjalda heima við Gamla-skála en megin uppbygging svæðisins verði norðar, á svæði austan lækjar. Gert verður ráð fyrir að byggja upp allt að 100 gistipláss í húsum og auk þess verður byggt þjónustuhús til að sinna húsum og tjaldsvæðum. Áætlað er að hafa ágæta aðstöðu fyrir hesta, enda mun ferðaþjónusta á þessum stað taka mið af þjónustu við hestamenn og göngufólk.
Með vísan í 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir skipulagsnefnd Rangárþings bs., meðfylgjandi lýsingu vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu við Áfangagil, og mælist til að lýsingin verði send Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum til umsagnar og kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
226 2011 Lýtingur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 7 frístundahúsalóða.
Steinsholts sf, f.h. landeigenda leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir um 10 ha spildu, Lýtingi, landnr. 165243. Spildan er upprunalega tekin úr landi Marteinstungu og er skilgreind til frístundabyggðar í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem F12.
Deiliskipulagið tekur til 7 lóða fyrir frístundahús og er heimilt að byggja allt að 120 m² frístundahús, allt að 50 m² gestahús og allt að 30 m² geymslu á hverri lóð. Aðkoma að svæðinu er um Landveg (nr. 26) og þaðan um aðkomuveg að lóðum. Byggðin tengist viðurkenndum veitum og verður sameinast um hreinsivirki eftir því sem kostur er.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við . 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2011 og mælist til að hún verði auglýst með áberandi hætti.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
227 2011 Melbær, Rangárþingi ytra, deiliskipulag landspildu úr landi Hallstúns.
Steinsholti sf, f.h. eiganda Melbæjar leggur fram tillögu að deiliskipulagi 2 ha svæðis, Melbæjar sem er um 17 ha landspilda úr landi Hallstúns. Um er að ræða 15 ha landspildu, landnr. 203908 og 2 ha landspildu 203602, eigandi Ragn¬hildur Sigurðardóttir kt. 080552-4759, og auk þess er Halldór Karl Ragnarsson (kt. 050357-51199) einnig skráður fyrir 2 ha. spildunni í skrá FMR.
Deiliskipulagið tekur til íbúðarlóðar og tveggja frístundalóða þar sem heimilt verður að byggja allt að 120 m² frístundahús og allt að 50 m² gestahús á hvorri lóð. Á íbúðarlóð verður heimilt að stækka núverandi hús, sem íbúðarhús, í allt að 150 m² og allt að 150m² skemmu. Fyrir er á lóðinni gestahús, um 36m². Húsin munu tengjast viðurkenndum veitum og frárennsli verður sameiginlegt fyrir öll húsin.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við . 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2011 og mælist til að hún verði auglýst með áberandi hætti.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
229 2011 Hella, Rangárþingi ytra, lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Steinsholt, f.h. Rangárþings ytra, leggur fram lýsingu vegna skipulags á Hellu í Rangárþingi ytra.
Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 á Hellu. Breyt¬ingin tekur til gatnakerfis innan Hellu og breyttrar landnotkunar á iðnaðarsvæðinu I2, austan við Reykjagarð.
Austurhluta iðnaðarsvæðisins I2 verður breytt í athafnasvæði, A4. Eftir breytinguna verður iðnaðarsvæðið um 3 ha og athafnasvæðið um 3 ha að stærð. Gerð verður breyting á greinargerð, kafla 8.3 um iðnaðarsvæði og 8.4 um athafnasvæði. Samsvarandi breyting verður gerð á þéttbýlisuppdrætti af Hellu.
Á athafnasvæði / verslunar- og þjónustusvæði, Þ4, er gert ráð fyrir nýrri götu austan við núverandi Suðurlandsveg 2 og 4 (Pakkhúsið) með tengingu við Suðurlandsveg.
Gert er ráð fyrir nýrri götu af Suðurlandsvegi til austurs inn á núverandi veg niður að Gaddstaðaflötum og mun hún liggja um frárein af Suðurlandsvegi, rétt austan nýrrar vegtengingar inn á Rangárbakka, inn á verslunar- og þjónustusvæðið Þ6. Vegur þessi mun tengja nýjar lóðir sem verða munu á þessu svæði. Einstefna verður vestast, frá Suðurlandsvegi en meginaðkoma inn á svæðið og allur akstur út af þjónustusvæðinu verður um vegtenginu um núverandi veg niður að Gaddstaðaflötum.
Gert er ráð fyrir að sunnan bygginga við Suðurlandsveg 1-3 verði núverandi vegur frá Þrúðvangi til austurs lengdur og tengdur inn á núverandi Dynskála við Dynskála 10 (Kanslarann). Samhliða verður sett inn tenging af þessum nýja vegi inn á núverandi veg við Dynskála og þaðan áfram upp Freyvang. Þá verður tenging af þessum vegi um núverandi tengingu út á Suðurlandsveg við Kanslarann. Einnig verður gert ráð fyrir frárein af Suðurlandsvegi, (úr austri) inn á lóð Dynskála 10, Kanslarans.
Með vísan í 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir skipulagsnefnd Rangárþings bs., meðfylgjandi lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna ofangreindra svæða á Hellu, og mælist til að lýsingin verði send Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum til umsagnar og kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með áberandi hætti.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
230 2011 Verklýsing fyrir skipulagsferli vegna Hvamms- og Holtavirkjana, og umsókn um heimild til að hefja skipulagsvinnu.
Helgi Bjarnason verkefnisstjóri f.h. Landsvirkjunar, leggur fram verklýsingu skipulags-ferils vegna fyrirhugaðra Holta- og Hvammsvirkjana og óskar heimildar til að hefja skipulagsvinnu á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að verkefnið verði kynnt sveitarstjórnum fyrir sumarfrí. Lýsing verkefnis verði lögð fyrir skipulagsnefnd í ágúst og síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi. Deiliskipulag og umhverfisskýrsla verði kynnt sveitarstjórnum og almenningi í lok september og stefnt að því að hægt verði að auglýsa tillögu að deiliskipulagi um mánaðarmótin nóv./des.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirætlanir Landsvirkjunar, og samþykkir að hafin verði skipulagsvinna vegna ofangreindra vatnsfalls virkjana og vísar erindinu áfram til afgreiðslu hreppsnefnda Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Til kynningar.
231 2011 Framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar ljósleiðarastrengs milli Sultartanga og Hrauneyja, Rangárþingi ytra.
Benedikt Haraldsson verkefnisstjóri, f.h. Fjarska, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á ljósleiðara á milli Sultartanga og Hrauneyja, ca 3,3 km að lengd. Núverandi strengur liggur gegn um væntanlegt námasvæði og því þarf að endurleggja strenginn á um 3,3 km kafla. Áætlað er að ný lega verði að mestu í veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar meðfram Landvegi. Strengurinn verður að mestu leyti plægður beint í jörð.
Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 13. gr skipulagslaga nr. 123/2010, að veita framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun ljósleiðarastrengs á milli Sultartanga og Hrauneyja. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
232 2011 Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðarastrengs frá Búðarhálsvirkjun að Ísakoti (Ásahreppi og Rangárþingi ytra)
Benedikt Haraldsson verkefnistjóri, f.h. Fjarska, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar á nýjum ljósleiðara frá Búðarhálsvirkjun að Ísakoti og að blása ljósleiðara frá Ísakoti að Klifri í fyrirliggjandi rör. Lagnaleið verður að miklu leyti innan veghelgunar-svæðis Vegagerðarinnar út frá Landvegi. Strengurinn verður að mestu leyti plægður í jörð. Framkvæmdin snertir Ásahrepp og Rangárþing ytra en einnig Skeiða- og Gnúpverjahrepp og það hefur einnig verið sent erindi til Skipulagsfulltrúa uppsveitanna.
Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 13. gr skipulagslaga nr. 123/2010, að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðarastrengs frá Búðarhálsvirkjun, að Ísakoti og að Klifri. Fyrir liggur jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
233 2011 Beiðni um landskipti í Efra-Seli III, Rangárþingi ytra.
Þórður Þórðarson frá Landlínum ehf. f.h. landeigenda í Efra-Seli 3 landnr. 199262, sækir um staðfestingu á meðfylgjandi landskiptum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
234 2011 Beiðni um staðfestingu landskipta í landi Svínhaga, lóðir SH 18 og SH 2, Rangárþingi ytra.
Stefán Arnalds kt. 190772-3149, f.h. Ás-10 ehf. kt. 550509-0750, að Svínhaga lóð SH 18, landnr. 218365, óskar eftir staðfestingu á meðfylgjandi landskiptum.
Um er að ræða 2,6 ha. lóð með heitið Svínhagi SH-21, landnr. 220234 tekna úr lóðinni
Svínhagi SH-18, landnr. 218365.
Einnig eru breyttar stærðir lóða þ.e. lóðir SH-16, SH-19 og SH-20 stækka allar, þar sem landamerki færast á miðlínu aðkomuvega inn á ofangreindar spildur.
Skipulagsnefnd samþykkir landskiptin með fyrirvara um samþykki og undirskriftir landeigenda Selsunds.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
235 2011 Beiðni um staðfestingu landskipta í landi Ölversholts, í Rangárþingi ytra. Þórunn Benjamínsdóttir kt. 170245-5989, Eiríkur Benjamínsson kt. 240446-5889, Einar H. Benjamínsson kt. 290848-7849, Sólveig Benjamínsdóttir kt. 210452-3389 og Guðbjörg Benjamínsdóttir kt. 030258-6579, óska eftir staðfestingu á landskiptum í landi Ölversholts landnr. 165168, í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landinu verður skipt upp í 5. spildur sem eru frá 54 ha til 240 ha að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir landskiptin.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
236 2011 Byggingar á landbúnaðarsvæðum í Rangárvallasýslu.
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélaga með það að markmiði að skýra betur heimildir til bygginga íbúðar- og frístundahúsa á landbúnaðarlandi. Breytingin felst í því að í stað þess að heimilt verði að byggja allt að 3 íbúðarhús og allt að 3 frístundahús á lögbýlum og/eða jörðum stærri en 50 ha þá verði heimildin stigskipt eftir stærð landeigna og heimildin verði ekki bundin sérstaklega við lögbýli. Einnig verði heimilað að nýta megi byggingar, allt að 1500m² fyrir léttan iðnað en ekki bara til þjónustu eins og nú er í aðalskipulag þeirra.
Skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir um byggingar á landbúnaðarsvæðum.
208 2011 Norðurnes, Rangárþingi ytra deiliskipulag 3ja sumarhúsalóða.
Deiliskipulagið nær til þriggja sumarhúsalóða, sem hver um sig er um 1 ha að stærð. Aðkoma að Norðurnesi er um Hagabraut(nr. 286) , inn á Kvíarholtsveg (nr.2863) og um aðkomuveg inn að Norðurnesi.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma og telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
209 2011 Skotsvæði, deiliskipulag Skotveiðifélagsins Skytturnar, Rangárþingi ytra. Í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 er skilgreint 50 ha svæði sem opið svæði til sérstakra nota og er þar gert ráð fyrir skotæfingasvæði.
Deiliskipulag fyrir svæðið var auglýst þar sem gert er ráð fyrir skotbrautum fyrir riffil- haglabyssu og skammbyssuskotfimi, skothúsa og skotturna auk húss til félagsaðstöðu.
Athugasemd barst frá eigendum aðliggjandi jarða, dagsett 22. maí 2011.
Undir hana rita:
Kolbrún Jónsdóttir og Bæring Sigurbjörnsson, Stóra-Hofi
Svanlaug Adolfsdóttir og Ingvar Magnússon, Minna-Hofi
Unnur Óskarsdóttir og Ágúst Sigurðsson, Kirkjubæ
María Elínborg Ingvadóttir, Akurbrekku
Ingibjörg Ásta og Pétur Hafstein, Stokkalæk
Athugasemd barst frá ábúendum aðliggjandi jarða varðandi skotsvæði á Geitasandi, annars vegar á tillöguna sjálfa og hins vegar vegna þeirra minnispunkta sem sendir voru, ásamt skipulagsgögnum, til landeigenda aðliggjandi jarða.
Athugasemdir við tillöguna voru efnislega þrenns konar:
- Hljóðmengun frá svæðinu og sérstaklega bent á áhrif skothvella á skepnur og að hross séu sérstaklega viðkvæm gagnvart skothvellum og því geti skapast stórhætta í nágrenninu þegar riðið sé á viðkvæmum, lítt tömdum hestum.
- Svæðið var á sínum tíma tekið eignarnámi til uppgræðslu og það samrýmist ekki markmiðum þess að leggja svæði til skotæfinga né frístundabyggðar, auk þess sem uppgræðsla svæðisins hafi gengið hægt.
- Bent er á að skotæfingasvæði hafi neikvæð áhrif á annars konar útivist og umferð um Geitasand.
Þá kemur fram gagnrýni á orðalag í minnispunktum þar sem minnt er á að svæðið liggi milli tveggja flugvalla, í Stórubót og á Geitamel og telja ábúendur ólíku saman að jafna, óverulegri flugumferð og hávaða frá skotæfingasvæði.
Ábúendur telja að neikvæð áhrif skipulagsins umtalsverð og að stærstum hluta neikvæð. Verði af þessum framkvæmdum lýsa ábúendur bótaábyrgð vegna tjóns og slysa sem af skipulaginu kunna að hljótast, á hendur sveitarfélagi Rangárþings ytra.
Skipulagsnefnd vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar Rangárþings ytra.
Sveitarstjórn tók fyrir erindi frá Skotfélaginu Skyttur á fundi sínum 2.september 2010 sbr. bókun fundargerðar:
„Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis fyrir skotsvæði á umræddu svæði með fyrirvara um athugasemdarlausar umsagnir annarra umsagnaraðila“
Á sveitarstjórnarfundi 7.apríl sl. var deiliskipulagstillagan samþykkt til auglýsingar. Byggingar- og skipulagsfulltrúi vann þá að grenndarkynningu samkvæmt afgreiðslu skipulagsnefndar. Fram hafa komið athugasemdir við deiliskipulagstillöguna eftir auglýsingu og er það ljóst að ekki er sátt um hana og alvarlegar athugasemdir gerðar er varðar hljóðmengun.
Hvað varðar athugasemdir landeigenda tekur sveitarstjórn ekki afstöðu til eignarhalds á svæðinu eða hvernig það er til komið. Þá vill sveitarstjórn benda á að skotsvæðið er innan afgirts landgræðslusvæðis og það sé því ekki almennt útivistarsvæði.
Vegna athugasemda landeigenda varðandi hugsanleg áhrif hávaðamengunar á skepnur þá vill sveitarstjórn fá frekari gögn um hljóðstig við jarðamörk. Því beinir sveitarstjórn því til Skotfélagsins að skila inn ítarlegri gögnum hvernig staðið verði að mótvægisaðgerðum varðandi hljóðvist svæðisins.
Tillaga um að sveitarstjórn fresti afgreiðslu málsins þar til frekari gögn liggja fyrir.
Samþykkt með 6 atkvæðum einn situr hjá (ST).
Að öðru leyti er fundargerðin til kynningar.
- Pétur Hafstein; Gildi skipulags- og byggingarskilmála, skv. erindi dags. 17. maí 2011.
Í erindinu er það gagnrýnt að skipulags- og byggingarskilmálar séu ekki virtir í frístundabyggð á Geitasandi. Hjólhýsi, gámar og skúrar í skærum litum valdi umhverfisspjöllum og sjónmengun. Því er beint til sveitarstjórnar að hún sjái til þess að farið sé eftir þeim skilmálum sem hún sjálf hefur sett og að sú umhverfisstefna sé höfð í heiðri sem m.a. var notuð til rökstuðnings umdeildrar skipulagstillögu á svæðinu.
Sveitarstjórn þakkar ábendingarnar og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að kanna málið í samvinnu við sveitarstjóra og bréfritara.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Oddafélagið; Framtíðarumhverfi Odda á Rangárvöllum, skv. bréfi dags. 20. maí 2011.
Í erindinu kemur fram að sveitarstjórn er hvött til að leggja áherslu á verndun svæðis umhverfis Odda á Rangárvöllum með það í huga að byggja upp framtíðarumhverfi fyrir fræðasetur, Sæmundarvelli sbr. áður sent erindi frá félaginu. Með erindinu er ekki átt við að krafist verði breytinga á því sem þarna er nú fyrir hendi, en allir sem nærri koma yrðu hvattir til að taka þátt í því að hefja hinn sögufræga stað aftur til vegs og virðingar.
Sveitarstjórn óskar eftir því við skipulags- og byggingarfulltrúa að hann skili inn greinargerð til sveitarstjórnar vegna þeirra hugmynda sem fram koma í erindinu, að höfðu samráði við landeigendur og hagsmunaaðila, svo hægt sé að taka afstöðu til þess.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir veitingastað í flokki III að Þrúðvangi 34 á Hellu, skv. erindi dags. 24. maí 2011.
Skv. erindinu er verið að sækja um breytingu á gildandi leyfi þar sem óskað er eftir heimild til útiveitinga til kl. 20:30. Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
- Jón Þórðarson; Eftirlitsmyndavélar, skv. erindi dags. 2. júní 2011.
Í erindinu kemur fram ósk um að komið verði upp eftirlitsmyndavélum á völdum stöðum, í þéttbýli og dreifbýli í sveitarfélaginu vegna tíðra gripdeilda innan sveitarfélagsins. Fyrir liggur erindi hjá Héraðsnefnd að málið verði skoðað á sýslugrunni og verður það á dagskrá fundar 22.júní. nk.
Forstöðumanni eignaumsjónar Rangárþings ytra er falið að fá verðtilboð í eftirlitsmyndavélakerfi í samráði við oddvita fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir útihátíð og tímabundið áfengisleyfi á Gaddstaðaflötum, skv. erindi dags. 6. júní 2011.
Skv. erindinu hefur Útihátíðin ehf. sótt um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi hjá Sýslumanni vegna fyrirhugaðrar tónleikahátíðar á Gaddstaðaflötum 8. – 10. júlí 2011. Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.
Skv. 10. gr. laganna ber sveitarstjórn m.a. að staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Skv. 20 gr. reglugerðarinnar gefa sýslumenn út rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og tímabundin áfengisveitingaleyfi hver í sínu umdæmi að undanskildum sýslumanninum í Reykjavík en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gefur út leyfi í umdæmi hans.
Á fundinn mættu íbúar með undirskriftalista, sem fór í gang kl. 22 miðvikudaginn 8. júní, með nöfnum 76 einstaklinga sem rituðu undir eftirfarandi áskorun:
„Undirritaðir íbúar sveitarfélagsins Rangárþings ytra, skora á Hreppsnefnd að veita forsvarsmönnum „Bestu útihátíðarinnar“ EKKI leyfi til hátíðahalda á Gaddstaðaflötum nú í sumar. Borið hefur á mikilli óánægju meðal íbúa vegna þessa og fólk er hreinlega uggandi um börn sín og bú. Ljóst er að hátíð þessi, sem haldin var í Galtalækjaskógi í fyrrasumar fór mjög illa úr böndunum og vitað er um þónokkurn fjölda barna undir lögaldri sem þar voru, illa til reika vegna eiturlyfjanotkunar og drykkju. Einnig var mjög illa staðið að gæslu og ljóst að þar réði enginn við neitt. Að auki er það svæði svo illa farið eftir þessa hátíða að það mun taka mörg ár fyrir gróður og annað að jafna sig að nokkru ráði. Við neitum að hleypa inn á gafl hjá okkur stóði af sölumönnum dauðans og bendum á að þó að sveitarfélagið okkar sé illa statt fjárhagslega og þurfi að vera með allar klær úti til að næla sér í aura, þá gerum við það ekki á kostnað barnanna okkar!“
GIG leggur fram tillögu þess efnis að þessari umsagnarbeiðni verði frestað meðan aflað verði frekari upplýsinga um fyrirhugað tónleikahald og fyrirkomulag þess.
Tillagan borin undir atkvæði.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ, ST, AMK)
Bókun Steindórs Tómassonar:
Sem eindreginn stuðningsmaður einstaklingsfrelsis og minni afskipta opinberra aðila þá sé ég það ekki að það sé hlutverk mitt sem sveitarstjórnarmanns að standa í rannsóknum á einstaklingum, sem ætla að standa að viðburðum sem þessum eða af öðru tagi.
Steindór Tómasson
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir útihátíð og tímabundið áfengisleyfi í Galtalæk, skv. erindi dags. 6. júní 2011.
Skv. erindinu hefur Lexi ehf. sótt um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi hjá Sýslumanni vegna fyrirhugaðrar tónleikahátíðar í Galtalæk 24. – 26. júní 2011. Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.
Skv. 10. gr. laganna ber sveitarstjórn m.a. að staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Skv. 20 gr. reglugerðarinnar gefa sýslumenn út rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og tímabundin áfengisveitingaleyfi hver í sínu umdæmi að undanskildum sýslumanninum í Reykjavík en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gefur út leyfi í umdæmi hans.
Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum frá mótshaldara um fyrirhugað tónleikahald og fyrirkomulag þess.
Bókun:
Í ljósi afgreiðslu á tillögu GIG í lið 10 hér að framan samþykkjum við afgreiðsluna til að gæta jafnræðis.
Steindór Tómasson
Guðfinna Þorvaldsdóttir
Anna María Krisjánsdóttir
- Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands og starfsstöð á Hellu.
Sveitarstjórn hafa borist upplýsingar um það að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hafi sagt upp leigusamningi við Verkalýðshúsið á Hellu en ráðgjafi félagsins hefur haft þar aðsetur síðustu misseri.
Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum AÞS og fá nánari upplýsingar um stöðu mála.
- Málefni upplýsingamiðstöðvar.
Á fundi 7. apríl 2011 fól sveitarstjórn sveitarstjóra í samvinnu við formann atvinnu- og menningamálanefndar að kanna með fyrirkomulag upplýsingamiðstöðvar og auglýsa eftir rekstraraðilum ef starfsemin rúmaðist ekki í húsakynnum sveitarfélagsins. Niðurstaðan varð sú að auglýst var eftir rekstraraðila í Búkollu og á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur var gefinn til 15. maí 2011. Ein umsókn barst innan auglýsts umsóknarfrests og var hún frá Heklu Handverkshúsi, þar sem upplýsingamiðstöð hefur verið starfrækt síðustu ár.
Sveitarstjórn samþykkir að þessu sinni að veita 250.000 kr. styrk til Heklu Handverkshúss til reksturs upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn sumarið 2011. Upplýsingamiðstöð skal opin meðan opið er í handverkshúsinu sumarið 2011 og krafa er gerð um að grunnupplýsingar séu ávallt aðgengilegar á staðnum, utan opnunartíma, í formi upplýsingaskilta.
Því er beint til atvinnu- og menningarmálanefndar að hún komi með tillögu að fyrirkomulagi reksturs upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn á árinu 2012 eins fljótt og auðið er.
- Kynning á drögum að kjörum kjörinna fulltrúa í Rangárþingi ytra.
Til kynningar.
- Bókun fulltrúa D-listans vegna afgreiðslu á ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2010.
Bókun fulltrúa D-listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna afgreiðslu á ársreikningum fyrir árið 2010 á fundi hreppsnefndar 5. maí 2011, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 9. júní 2011:
Eins og fram kemur í ársreikningi er niðurstaða í rekstri sveitarsjóðs og samstæðu Rangárþings ytra jákvæð á árinu 2010. Fulltrúar D-listans fagna þessari niðurstöðu og líta á hana sem fyrsta áfanga í átt að viðunandi árangri í rekstri sveitarfélagsins eftir áföll áranna 2008 og 2009 ef áfram verður unnið markvisst að vandaðri áætlunargerð og að henni verði fylgt eftir í raun. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010 náðist góð samstaða með þáverandi oddvitum listanna um áætlunarvinnuna. Árangur af þessu samstarfi leit dagsins ljós í vandaðri áætlun sem lagði grunninn að rekstrarniðurstöðu ársins 2010. Rík ástæða er til þess að þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þeirra þátt í bættri rekstrarniðurstöðu og má segja að á þeirra vettvangi og í hverri vinnustöð hafi grunnurinn verið lagður að þeim árangri sem náðist. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur þurft að taka á sig skerðingar á tekjumöguleikum og einnig hafa t.d. akstursgreiðslur vegna fjarlægðar heimilis frá vinnustöð verið teknar af. Ljóst er einnig að hærri tekjur og lægri fjármagnsgjöld sem nema samtals kr. 78 milljón krónum frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010, hafa afgerandi áhrif á endanlega rekstrarniðurstöðu.
Í bókun Á-listans á hreppsnefndarfundi þ. 5. maí sl. eru nefndir tölusettir liðir nr. 1 - 5 sem eiga að vera til marks um aðgerðir meirihlutans til þess að vinna að bættri rekstrarniðurstöðu á árinu 2010. Virðist sem þar sé um einhvern misskilning að ræða. Liður 1 fjallar um vandræði við byggingu tengibyggingar milli Suðurlandsvegar 1 og 3. Sú bygging hafði mest áhrif á lausafjárstöðu sveitarfélagsins og gerði hana erfiða. Þessi þáttur hafði ekki stór áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins en þó er þar mínus upp á kr. 5,6 mkr. Ekki verður séð að stöðvun framkvæmda hafi haft nokkur áhrif á þá niðurstöðu. Aðrir liðir nr. 2 - 5 eru atriði sem fyrst byrja að hafa teljandi áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2011 og koma lítt við rekstrarárangur ársins 2010.
Ljóst er að þrátt fyrir jákvæða heildarniðurstöðu í rekstri sveitarsjóðs og samstæðu Rangárþings ytra eru nokkrir rekstrarþættir sem fóru út fyrir heimildir sínar samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Rík ástæða hefði verið til þess að farið væri yfir þessa rekstrarþætti sérstaklega og að endurskoðandi hefði skýrt sérstaklega frávikagreiningu vegna þeirra. Þetta var ekki gert og verður að ætlast til þess að úr slíku verði bætt við næstu uppgjör á rekstri sveitarfélagsins gefist tilefni til.
Á-listinn hefur kosið að hafa takmarkað samráð innan sveitarstjórnarinnar um gerð fjárhagsáætlana og ársreikninga. Hreppsráðið hefur ekki tekið þátt í vinnu við þessi málefni þó áskilið sé í Sveitarstjórnarlögum og í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra að hreppsráðið skuli vinna að þessum þáttum ásamt framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Þetta eru ekki ásættanleg vinnubrögð og lýsir D-listinn þeirri von sinni að þetta hafi verið mistök sem ekki verði endurtekin. Í upphafi árs 2010 var ákveðið að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins legði fram upplýsingar mánaðarlega úr fjárhagsbókhaldinu til upplýsingar fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og til þess að gera þeim kleift að sinna eftirlitshlutverki sínu. Þetta hefur ekki verið unnt að uppfylla það sem af er þessu kjörtímabili og fer D-listinn fram á að úr verði bætt og að eftirleiðis komi þessar upplýsingar fram. Fulltrúar D-listans lýsa því yfir, að þeir telja það sjálfsagt verkefni sitt að vinna að áætlanagerð og verkefnum tengdum fjárhagslegum rekstri sveitarfélagsins með bestan hag þess að leiðarljósi og að unnið verði markvisst að lækkun á skuldastöðu sveitarsjóðs á þessu ári og komandi árum.
Fulltrúar D-listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir, Katrín Sigurðardóttir
Bókun fulltrúa Á-lista:
Fulltrúar Á-lista áskilja sér rétt til að bóka, vegna bókunar fulltrúa D-lista, á næsta fundi sveitarstjórnar.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson
- Bókun fulltrúa D-listans vegna málefna Suðurlandsvegar 1 - 3 ehf.
Bókun fulltrúa D-listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra sem er svar við bókun Á-listans við 3. lið á 19. fundi hreppsnefndar, 9. maí sl., lögð fram á fundi hreppsnefndar þ. 9. júní 2011:
Fulltrúar D-listans fagna því að nú séu framkvæmdir að hefjast að nýju við tengibygginguna milli Suðurlandsvegar 1 og 3 eftir stöðvun þeirra um miðjan júlí s.l. sumar. Það hefur tekið meirihlutann 11 mánuði að komast að niðurstöðu í málinu eftir að hafa að lítt hugsuðu máli afturkallað afgreiðslu fyrrverandi meirihluta um aukið hlutafé til Suðurlandsvegar 1-3 ehf. til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins og til þess að gera félagið lánshæfara. Meirihluti Á-listans hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að binda mun meira af opinberu fjármagni í hlutafélaginu en ákvörðun fyrrverandi meirihluta gerði ráð fyrir. Því hefur líka verið haldið fram af meirihluta Á-listans í þessa 11 mánuði, að einungis einn annar möguleiki hafi verið í stöðunni, sem væru gjaldþrotaskipti, en slíkt hefði ekki verið raunhæft ef ákvörðun fyrri meirihluta hefði fengið að standa.
Sá dráttur sem hefur orðið á framkvæmdinni hefur leitt til þess að íbúar sveitarfélagsins misstu sennilega af langþráðu tækifæri til að fá lágvöruverðsverslun síðasta sumar. Einnig hefur verið tilkynnt um að Heilsugæslustöðinni að Suðurlandsvegi 3 verði lokað í þrjá mánuði nú í sumar og gætu tafirnar á framkvæmdum við tengibygginguna verið ein ástæða þeirrar ákvörðunar HSu. Þá hefur einnig með þessum hringlandahætti skapast umtalsverð óvissa um aðra þjónustuþætti í húsnæðinu. Því til viðbótar er rétt að halda til haga að einn megin tilgangurinn með byggingunni var að bæta aðgengi fyrir fatlaðra að þjónustu í húsnæðinu, sem var verulega ábótavant.
Í bókun Á-listans fer lítið fyrir framtíðarsýn eða jákvæðni í garð tengibyggingarinnar. D-listinn vonast til þess að sveitarstjórn geti sameinast um þau sóknarfæri sem lagt var af stað með í upphafi við framkvæmdina. Fulltrúar D-listans eru sannfærðir um að húsnæðið eigi eftir að þjóna samfélaginu vel og að þangað geti íbúar og gestir sveitarfélagsins sótt nauðsynlega þjónustu af ýmsu tagi. D-listinn mun af heilum hug taka þátt í því að efla þjónustustigið í húsinu og hvetur Á-listann til að koma samstiga að því verkefni.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir , Katrín Sigurðardóttir
Bókun fulltrúa Á-lista:
Tillaga Á-lista:
Undirritaðir fulltrúar leggja til að leitað verði til innanríkisráðuneytisins til að kanna hvort að fyrrverandi meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra (kjörtímabilið 2006-2010) hafi staðið lagalega rétt að afgreiðslu mála sem snúa að einkahlutafélaginu Suðurlandsvegur 1-3 ehf. Sveitarstjóra er falið að taka saman gögn varðandi málið í samráði við óháða fagaðila og lögmann sveitarfélagsins.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson
Tillagan borin undir atkvæði:
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, KS)
- Kjör oddvita og varaoddvita og kosning hreppsráðs til eins árs, skv. l. nr. 45/1998.
Kjör oddvita:
Tillaga um að Guðfinna Þorvaldsdóttir, Saurbæ, 851 Hellu verði oddviti 2011 - 2012.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, KS).
Kjör varaoddvita:
Tillaga um að Magnús Hrafn Jóhannsson, Freyvangi 22, 850 Hellu verði varaoddviti 2011 - 2012.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, KS).
Kosning hreppsráðs til eins árs:
Tillaga um að eftiraldir hreppsnefndarmenn skipi hreppsráð 2011 - 2012:
Aðalmenn:
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Bolöldu 4, 850 Hellu.
Steindór Tómasson, Bergöldu 2, 850 Hellu.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Laufskálum 4, 850 Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Varamenn:
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Saurbæ, 851 Hellu.
Magnús Hrafn Jóhannsson, Freyvangi 22, 850 Hellu.
Þorgils Torfi Jónsson, Freyvangi 6, 850 Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Kjör formanns og varaformanns hreppsráðs til eins árs:
Tillaga um að Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir verði formaður hreppsráðs 2011 – 2012.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga um að Steindór Tómasson verði varaformaður hreppsráðs 2011 - 2012.
Samþykkt samhljóða.
Guðfinna Þorvaldsdóttir víkur af fundi.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- stjórnarfundur á Lundi, dags. 10. mars 2011.
- fundur verkefnisstjórnar um eflingu sveitarfélaga á Suðurlandi, dags. 8. apríl 2011.
- fundur verkefnisstjórnar um eflingu sveitarfélaga á Suðurlandi, dags. 18. apríl 2011.
- fundur verkefnisstjórnar um eflingu sveitarfélaga á Suðurlandi, dags. 5. maí 2011.
- stjórnarfundur á Lundi, dags. 5. maí 2011.
- Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 10. maí 2011.
- Upplýsinga- og samráðsfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. maí 2011.
- fundur stjórnar SASS, dags. 20. maí 2011.
- fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 24. maí 2011.
Fram kemur í fundargerðinni að samþykkt er að fresta blátunnuvæðingu vegna heimilissorphirðu. Ástæðan er sú að núverandi þjónustuaðili hefur ekki yfir þeim búnaði að ráða sem nauðsynlegur er til verkefnisins. Ákveðið hefur verið að bjóða út alla þjónustu vegna umsýslu sorps á samstarfssvæði Sorpstöðvarinnar og lagt er til að blátunnuvæðingu verði frestað þar til ljóst er hver kemur til með að sjá um þjónustuna.
Sveitarstjórn þykir miður að ekki skuli hafa fundist lausn sem leitt hefði til þess að komið hefði verið á nýju kerfi sorphirðu á þeim tímapunkti sem upphaflega var stefnt að.
- fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 26. maí 2011.
- fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. maí 2011.
- fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 29. apríl 2011.
- fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 1. júní 2011.
- fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 1. júní 2011.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- Fornleifavernd ríkisins – Minjavörður Suðurlands; Heiðarbrún II, Rangárþingi ytra – dskl, dags. 10. maí 2011.
- Náttúruverndarsamtök Suðurlands; Ályktun um Friðland að fjallabaki og verndun Torfajökulssvæðisins, dags. 16. maí 2011.
- Afrit af bréfi Fjölbrautarskóla Suðurlands til skólastjórnenda; Próf í einstökum áföngum við FSu á haustönn 2011, dags. 18. maí 2011.
- Áheitasund starfsmanna íþróttamiðstöðvar, skv. tölvupósti dags. 5. júní 2011.
Í erindinu kemur fram að sl. vetur tók starfsfólk sundlaugarinnar þátt í lífshlaupi Í.S.Í sem gekk mjög vel og urðu þau þar í 6 - 11 sæti. Í kjölfarið ákváðu þau af setja af stað áheitasund og synda 100 km sem hófst 21. mars og lauk miðvikudaginn fyrir páska. Vegalengdin endaði í 214 km og mikill áhugi var fyrir áheitasundinu,börn og fullornir streymdu í sund og syntu starfsfólki til stuðnings.
Sveitarstjórn þakkar framtak starfsmanna íþróttamiðstöðvarinnar á Hellu sem vakið hefur verðskuldaða athygli.
Sveitarstjórn ákveður að sýna framtakinu stuðning og bætir við söfnunina framlagi að fjárhæð kr. 150.000.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 18:59.