Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 7. júlí 2011, kl. 15:00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Ólafur Júlíusson í fjarveru Magnúsar H. Jóhannssonar, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 23. júní 2011.
Varðandi lið 1; Samstarfssamningur við KFR. Nefndin felur formanni nefndarinnar að kynna erindi formanns KFR fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn mælist til þess að formaður KFR kynni erindið og starfsemi félagsins fyrir hreppsráði á næsta fundi þess sem haldinn verður 20. júlí nk.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
- fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar, dags. 21. júní 2011.
Til kynningar.
- fundur Atvinnu- og menningarmálanefndar, dags. 22. júní 2011.
Varðandi lið 2; Erindisbréf nefndarinnar.
Skýra þarf betur 12. gr. erindisbréfsins áður en sveitarstjórn getur veitt samþykki sitt. Erindisbréfi er vísað til Atvinnu- og menningarmálanefndar til nánari vinnslu.
Varðandi lið “Önnur mál”; 17. júní og Töðugjöld.
Atvinnu- og menningarmálanefnd er falið að móta tillögu að stefnu varðandi þær hátíðir sem nefndar eru í fundargerðinni og skila til sveitarstjórnar.
Fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
Skipulagsmál og tengd erindi:
- Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum LV vegna virkjana í Þjórsá.
Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson, Steinsholti sf., f.h. Landsvirkjunar, kynntu verkáætlun skipulagsferils fyrirhugaðra framkvæmda við Hvamms- og Holtavirkjanir.
Sveitarstjóra og oddvita falið að óska eftir fundi, eins fljótt og mögulegt er, með forsvarsmönnum Landsvirkjunar vegna málefnisins.
- Kynning Steinsholts sf. á hugmyndum vinnuhóps um deiliskipulag á Hellu.
Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson, Steinsholti sf., kynntu hugmyndir vinnuhóps um deiliskipulag á Hellu fyrir sveitarstjórn.
Vinnuhópi um deiliskipulagsmál falið að vinna áfram að málinu í góðri samvinnu við lóðarhafa og hagsmunaðila á svæðunum.
- fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 30. júní 2011.
613-2011 Akbraut, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir dæluhúsi.
Daníel Magnússon, kt. 130353-2749, Akbraut, Rangárþingi ytra, sækir um byggingarleyfi fyrir dæluhúsi á jörðinni Akbraut, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki landeiganda
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
614-2011 Hrólfsstaðahellir, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir gestahúsi.
Anna Björg Stefánsdóttir, kt. 090862-5619, Hrólfsstaðahelli, Rangárþingi ytra, óskar eftir stöðuleyfi fyrir vinnuskúr/gestahús, að Hrólfsstaðahelli, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið, eftir skoðun á húsi og aðstæðum.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
615-2011 Ársel, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir gámi.
Sæmundur Eiríksson sækir um fh. Þorsteins Aðalsteinssonar, kt. 120348-3539, Reykási 24, 110 Reykjavík, stöðuleyfi fyrir gámi í Árseli, Rangárþingi ytra, landnr. 199844, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
616-2011 Reynifell lóð 14B, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir vinnuskúr.
Þóra Jóhanna Jónasdóttir, kt. 140765-3689, Stigahlíð 82, 105 Reykjavík, óskar eftir stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á lóð sinni í Reynifelli, lóð 14B, landnr. 164808, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
617-2011 Jarlsstaðir, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir húsi.
Þór Þorsteinsson kt. 210469-4869, óskar eftir stöðuleyfi fyrir sumarhúsi í landi Jarlsstaða í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
618-2011 Hallstún, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir skemmu.
Ragnhildur Sigurðardóttir, kt. 080552-4759, Reykjavíkurvegi 52a, 220- Hafnarfirði, sækir um byggingarleyfi fyrir skemmu á landi sínu að Hallstúni, landnr. 200602, Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
619- 2011 Veiðivötn, Rangárþingi ytra – Byggingarleyfi fyrir skemmu.
Kjartan Magnússon kt. 271153-5709, f.h. Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar kt. 630580-0999 í Rangárþingi ytra, sækir um leyfi til byggingar skemmu við Tjaldvatn í Veiðivötnum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
620-2011 Hrafntóftir, Rangárþingi ytra, - byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi
Gylfi Jónsson kt. 150658-3149 Jónsgeisla 45 í Reykjavík, sækir um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi í landi Hrafntófta landnr. 165392, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt, með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Að öðru leyti er fundargerðin til kynningar.
- fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 30. júní 2011.
239 2011 Ósk um framkvæmdaleyfi vegna efnisnámu við Jarlsstaði, í Rangárþingi ytra.
Þór Þorsteinsson kt. 210469-4869, f.h. Rangárflúða kt. 430996-2829, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í og við Ytri-Rangá.
Um er að ræða efnistöku til eigin nota á svæði sem ekki nýtur sérstakrar verndar. Þar sem efnistakan er í ánni að hluta hefur landeigandi látið afla upplýsinga um lífríki hennar á viðkomandi svæði og aflað umsagna Veiðimálastofnunar, sbr. meðfylgjandi bréf dags. 8. júní 2011, Landgræðslunnar, sbr. meðfylgjandi bréf dags. 6. maí 2011 og Veiðifélags Ytri- Rangár og vesturbakka Hólsár, sbr. meðfylgjandi ódagsett bréf. Jafnframt hefur Fiskistofa veitt leyfi fyrir framkvæmdinni fyrir sitt leyti með vísan til 33. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, sbr. meðfylgjandi erindi dags. 20. júní 2011.
Áætlað er að vinna samtals 1000 m3 efnis á árinu 2011 innan þess svæðis sem lýst er í meðfylgjandi vinnsluáætlun. Óskað er eftir því að leyfi sé veitt til vinnslu 1000 m3 á árinu 2011, með vísan í að um minniháttar efnistöku sé að ræða, sem fengið hefur umsögn og leyfi þar til bærra aðila.
Til framtíðar hefur landeigandi í hyggja að vinna í heildina 5000 m3 á fimm ára tímabili. Meðfylgjandi umsagnir og leyfi Fiskistofu sem tilgreindar eru hér að ofan miðast við það magn. Landeigandi hefur í hyggju á fá umrædda námu setta inn á
aðalskipulag sveitarfélagsins, ásamt annarri námu í landi Jarlsstaða og er undirbúningsvinna hafin . Meðfylgjandi erindinu er vinnslu- og frágangsáætlun fyrir efnistökusvæðið í samræmi við VI. kafla laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Áætlunin miðast við 5000 m3 efnistöku á næstu 5 árum.
Skipulagsnefnd telur að breyta verði aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, áður en framkvæmdaleyfi fyrir efnisnámu verði veitt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
240 2011 Jarlsstaðir, Rangárþingi ytra, ósk um breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna náma og frístundasvæðis, og heimild til deiliskipulagsgerðar.
Þór Þorsteinsson kt. 210469-4869, f.h. Rangárflúða kt. 430996-2829, óskar eftir leyfi til að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna námusvæða, og vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í landi Jarlsstaða. Einnig óskar Þór eftir leyfi til að hefja deiliskipulagsvinnu vegna frístundabyggðarinnar samfara breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir beiðni Þórs Þorsteinssonar um breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna náma og fyrirhugaðs frístundasvæðis. Einnig er heimilað að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð samfara aðalskipulagsbreytingunni.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
241 2011 Steinkusel, Rangárþingi ytra, ósk um landskipti.
Ketill Arnar Hannesson, kt. 041237-3689, óskar eftir því að skipta 4 lóðum úr landi sínu Steinkuseli, landnr. 165021.
Lóðirnar heita Mosasel, lóð F2, landnr. 220223, stærð 5000fm. Kötlusel, lóð F3, landnr. 220224, stærð 5000fm. Fjallasel, lóð F4, landnr. 220225, stærð 5000fm. og Rangársel, lóð F5, landnr. 220226, stærð 5000fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
242 2011 Vörður, Rangárþingi ytra, samruni tveggja lóða.
Guðmundur Björnsson, kt. 030537-3199 og Guðrún L. Kristinsdóttir, kt. 270139-2809, óska eftir því að sameina tvær lóðir. Lóðirnar eru Vörður, landnr. 215960, stærð 36,9ha og Vörður, landnr. 216520, stærð 30ha. Eftir samruna verður heitið Vörður, landnr. 215960, stærð 66,9ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
243 2011 Minni-Vellir, Rangárþingi ytra, ósk um landskipti.
Sigríður Th. Kristinsdóttir, kt. 100277-3019 og Fjóla Runólfsdóttir, kt. 070251-4699, óska eftir leyfi til landskipta á einni lóð úr Minni-Völlum, landnr. 164995.
Lóðin heitir Minni-Vellir, spilda, landnr. 220262, stærð 10,00ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
244 2011 Heiðarbrún, Rangárþingi ytra, skipting jarðar.
Eigendurnir að Heiðarbrún, landnr. 165089, Rangárþingi ytra, óska eftir leyfi til að skipta jörðinni í tvo jafna hluta. Nýi hlutinn fær heitið Heiðarbrún II, landnr. 220265, stærð 73,8ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
245 2011 Litli-Klofi, Rangárþingi ytra, ósk um landskipti.
María Antonsdóttir, kt. 240847-3619, óskar eftir leyfi til landskipta á lóð sinni Litla-Klofa, landnr. 205145. Nýja lóðin verður með heitið Litli-Klofi lóð C-2 og verður hún 17,3 ha. að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin, þó með fyrirvara um undirskriftir frá aðliggjandi lóðareigendum.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Afgreiðslu frestað þar sem undirskriftir frá öllum aðliggjandi lóðareigendum liggja ekki fyrir.
199 2011 Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 ásamt umhverfisskýrslu, vegna færslu á Búðarhálslínu. Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breytingar á legu Búðarhálslínu 1, og nýs iðnaðarsvæðis fyrir tengivirki, þar sem Búðarhálslína 1, kemur að Hrauneyjafosslínu 1.
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið umhverfisskýrslu vegna breytingarinnar og gerir ekki efnislegar athugasemdir.
Engar aðrar efnislegar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
200 2011 Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna nýs þjónustu- og frístundasvæðis í landi Heysholts í Rangárþingi ytra.
Gert er ráð fyrir að um 18 ha. svæði úr jörðinni Heysholti verði breytt í svæði fyrir frístundabyggð auk verslunar- og þjónustusvæðis.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
201 2011 Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna frístundasvæða. Þær breytingar sem verða á landnotkun í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem staðfest var 2. febrúar 2011, að gerð er breyting á greinargerð, kafla 4.3 um frístundabyggð og samsvarandi breyting á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins. Um er að ræða eftirfarandi svæði: Heklukot, Maurholt, Tjörfastaði, Hallstún, og Sælukot.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
164 2010 Heklukot, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundalóðar.
Deiliskipulagið nær yfir frístundalóðina Heklukot sem er um 1,5 ha úr landi Kots á Rangárvöllum. Landið er á skilgreindu vatnsverndarsvæði í III flokki. Deiliskipulagið
tekur til byggingar frístundahúss og 2ja gestahúsa. Fyrir er á lóðinni lítið frístundahús og skemma. Deiliskipulagið er í samræmi við breytingatillögu að Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Aðkoma að Heklukoti er af Rangárvallavegi nr 264, um Heklubraut og núverandi aðkomuveg að lóðinni.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
165 2010 Maurholt, deiliskipulag frístundalóða úr landi Ægissíðu, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið nær yfir Maurholt landnr. 165449 sem er um 43 ha. Deiliskipulagið tekur til byggingar fjögurra frístundahúsa og gestahúsa ásamt skemmu. Deiliskipulagið er í samræmi við breytingatillögu að Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Aðkoma er um Suðurlandsveg, Bugaveg nr. 273, og aðkomuveg inn á svæðið.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
158 2010 Tjörfastaðir í Rangárþingi ytra, deiliskipulag 4 frístundahúsalóða.
Deiliskipulagið nær yfir um 4 ha svæði af landi Tjörfastaða (landnr. 165013). Deiliskipulagið tekur til fjögurra frístundalóða, F1-F4 sem allar eru 1 ha að stærð. Áætlað er að byggja frístundahús og gestahús/geymslu á hverri lóð.Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi vestan Hellu, um Bjallaveg (nr. 272), Húsagarðsveg (nr. 2771) og nýjan afleggjara frá aðkomuvegi að Tjörvastöðum.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
160 2010 Heysholt Rangárþingi ytra deiliskipulag frístundahúsa-, verslunar- og þjónustubygginga.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir frístundabyggð með 24 lóðum og 48 byggingum. Verslun og þjónustu á tveimur lóðum með 2 byggingum þar sem önnur lóðin er til framtíðarþarfa svæðisins. Deiliskipulagið er syðst í landi Heysholts og er með aðkomu um Suðulandsveg, Landveg nr. 26 og um aðkomuveg inn á svæðið.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
172 2010 Hallstúns deiliskipulag 2 sumarhúsa og skemmu, Rangárþingi ytra.
Deiliskipulagið nær yfir 14,9 ha spildu í landi Hallstúns landnr. 203907. Deiliskipulagið tekur til byggingarreita fyrir tvö frístundahús auk byggingarreits fyrir skemmu. Aðkoma að Hallstúni er um Landveg nr. 26, um aðkomuveg að Hallstúni og um aðkomuveg að spildunni.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
202 2011 Sælukot við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, frístundahúsa og reiðskemmu.
Um er að ræða deiliskipulag á 25,1ha landi Sælukots sem er norðaustan við Eystra
Gíslholtsvatn og vestan við þjóðveg 286. Skipulag frá 20. júlí 1992, Sumarhús úr landi Haga í Rangárvallasýslu mun falla úr gildi þegar nýtt deiliskipulag tekur gildi. Innan deiliskipulagsreits eru nú þegar komin eitt íbúðarhús, eitt frístundahús og eitt hesthús. Fyrirhugað er að reisa þar að auki reiðskemmu við hesthúsið og 2 frístundahús í suðausturhorni landsins
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
211 2011 Pula, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 4 frístundalóða.
Deiliskipulagið tekur til 4 frístundalóða í landi Pulu, og eru frá 2,8 – 3,8ha að stærð.
Heimilt verður að byggja 1 sumarhús á hverri lóð, allt að 120m² að stærð. Einnig verður leyft að byggja geymslu eða gestahús á hverri lóð allt að 25m². Aðkoma að svæðinu er um Hagabraut (nr.286) ca 760m frá gatnamótum Landvegar.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
213 2011 Lyngás, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúsalóða.
Deiliskipulagið tekur til 10 íbúðarhúsalóða. Á fjórum lóðum hafa verið byggð íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi um Bugaveg (273) og aðkomuveg að lóðunum.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
214 2011 Svínhagi lóð RS 9, Rangárþingi ytra, deiliskipulag landbúnaðarspildu.
Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum, annar fyrir íbúðarhús og geymslu, hinn reiturinn fyrir 2-3 landbúnaðarbyggingar allt að 1000m2. Aðkoma að svæðinu er um Rangárvallaveg (nr. 264) og um Þingskálaveg (nr.268) og aðkomuveg inn á Svínhaga.
Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Að öðru leyti er fundargerðin til kynningar.
Sveitarstjórn áréttar að breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagsgerð eru hvorar tveggja á kostnað þeirra aðila sem eftir framkvæmdinni óska.
- Jón Ágúst Reynisson; Gata í íbúðahverfi í Holtum, erindi dags. 4. júlí 2011.
Í erindinu afhendir bréfritari sveitarfélaginu Rangárþingi ytra endurgjaldslaust land undir götu og götuna sem á landinu er í skipulagðri íbúðabyggð við Selás, land úr Pulu í Holtum. Jafnframt afsalar bréfritari allri ábyrgð um umsjón á götunni frá landeiganda, Kubbar ehf., yfir á sveitarfélagið Rangárþing ytra. Ekki er farið fram á endurgreiðslu kostnaðar við lagningu götunnar heldur er góðfúslega farið fram á að götunni verði komið í nothæft ástand með malaríburði og heflun.
Sveitarstjórn þakkar bréfritara erindið og felur sveitarstjóra að kanna lögformlegan grundvöll þess í samvinnu við lögræðisvið Sambands íslenska sveitarfélaga eða lögfræðing sveitarfélagsins, ef þurfa þykir, áður en afstaða verður tekin til þess.
Afgreiðslu frestað.
- Skotfélagið Skytturnar; Greinargerð vegna fyrirhugaðs skotsvæðis á Geitasandi, dags. 5. júlí 2011.
Í greinargerðinni kemur m.a. fram að þann 22.júní síðastliðinn mældi Vinnueftirlit ríkisins að beiðni Skotfélagsins Skyttur hljóðstyrk frá fyrirhuguðu skotsvæði þegar hleypt var af haglabyssu annarsvegar og riffli hinsvegar. Notaður var riffill af 7mm REM Magnum kaliberi sem er með stærstu kaliberum sem leyfð eru á Íslandi. Haglabyssan var af sömu hlaupvídd og haglabyssur sem notaðar eru í skotíþróttum. Skotið var með báðum byssunum í fyrirhugaða skotstefnu skotsvæðisins. Engar hljóðvarnir voru til staðar á skotsvæðinu. Eins og kemur fram í meðfylgjandi skýrslu frá Vinnueftirlitinu er hljóðstyrkur 120 db fimm metra til hliðar við riffilinn og því áætlaður hljóðstyrkur um 150 db við hlaupenda. Í deiliskipulagi fyrir skotsvæðið er gert ráð fyrir að hljóðstyrkur við hlaupenda sé 160 db og ekki gert ráð fyrir áhrifum landslags og skotstefnu á hljóðstyrk með það að leiðarljósi að á engan hátt sé verið að draga úr umhverfisáhrifum frá skotsvæðinu. Mælingar Vinnueftirlitsins sýna að skotstefna og landslag hafa afgerandi áhrif til lækkunar á hljóðstyrk miðað við hljóðkort í deiliskipulaginu og með frekari aðgerðum sem fyrirhugaðar eru mun draga enn meira úr hljóðstyrk frá skotsvæðinu. Geta má þess að þegar mælt var næst Minna Hofi þá heyrði mælingarmaðurinn ekki skothvellinn þó mælitækið næmi hann. Ljóst er samkvæmt mælingum Vinnueftirlitsins og fyrirhuguðum aðgerðum til hljóðvarna að hljóðstyrkur frá skotsvæðinu mun verða undir viðmiðunarmörkum.
Sveitarstjórn tók fyrir erindi frá Skotfélaginu Skyttur á fundi sínum 2. september 2010 sbr. bókun fundargerðar:
„Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis fyrir skotsvæði á umræddu svæði með fyrirvara um athugasemdarlausar umsagnir annarra umsagnaraðila“
Á sveitarstjórnarfundi 7. apríl 2011 var deiliskipulagstillagan samþykkt til auglýsingar. Byggingar- og skipulagsfulltrúi vann þá að grenndarkynningu samkvæmt afgreiðslu skipulagsnefndar.
Fram komu athugasemdir við deiliskipulagstillöguna eftir auglýsingu og á sveitarstjórnarfundi 9. júní 2011 var eftirfarandi m.a. bókað:
„Fram hafa komið athugasemdir við deiliskipulagstillöguna eftir auglýsingu og er það ljóst að ekki er sátt um hana og alvarlegar athugasemdir gerðar er varðar hljóðmengun.
Hvað varðar athugasemdir landeigenda tekur sveitarstjórn ekki afstöðu til eignarhalds á svæðinu eða hvernig það er til komið. Þá vill sveitarstjórn benda á að skotsvæðið er innan afgirts landgræðslusvæðis og það sé því ekki almennt útivistarsvæði.
Vegna athugasemda landeigenda varðandi hugsanleg áhrif hávaðamengunar á skepnur þá vill sveitarstjórn fá frekari gögn um hljóðstig við jarðamörk. Því beinir sveitarstjórn því til Skotfélagsins að skila inn ítarlegri gögnum hvernig staðið verði að mótvægisaðgerðum varðandi hljóðvist svæðisins.
Tillaga um að sveitarstjórn fresti afgreiðslu málsins þar til frekari gögn liggja fyrir.
Samþykkt með 6 atkvæðum einn situr hjá (ST).“
Með ýtarlegri greinargerð frá Skotfélaginu fylgir skýrsla frá Vinnueftirlitinu með niðurstöðum hávaðamælinga við skotsvæðið á Rangárvöllum, unnin fyrir Skotfélagið Skyttur, dags. 22. júní 2011.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum við deiliskipulagið.
Sveitarstjórn staðfestir deiliskipulag fyrir skotsvæði Skotfélagsins Skytturnar á Geitasandi í Rangárþingi ytra.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Tónsmiðja Suðurlands; Ósk um samstarf sveitarfélagsins við Tónkjallarann ehf. v. Tónsmiðju Suðurlands, erindi dags. 21. júní 2011.
Í erindinu leggja bréfritarar til að Rangárþing ytra feti í fótspor nærliggjandi sveitarfélaga og viðurkenni starf Tónsmiðju Suðurlands til jafns við Tónlistarskóla Rangæinga. Jafnframt kemur fram það álit bréfritara að um leið styrki sveitarfélagið grunnþjónustu sína fyrir íbúa sína og veiti Tónlistarskóla Rangæinga nauðsynlegt aðhald í formi heilbrigðrar samkeppni.
Sveitarstjórn þakkar innsent erindi og áhuga Tónsmiðju Suðurlands á samstarfi. Sveitarstjórn er mikið í mun að styrkja grunnþjónustu við íbúa en sér ekki færi á að verða við óskum bréfritara að sinni. Sveitarfélagið mun marka stefnu vegna stuðnings við tónlistarkennslu.
Erindinu hafnað.
- Jón Ragnar Björnsson; Vegna tilboðs í vef Rangárþings ytra, erindi dags. 22. júní 2011.
Í erindi bréfritara kemur fram óánægja með það hvernig staðið var að málum við öflunar tilboða í gerð nýrrar heimasíðu fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra.
Sveitarstjórn þakkar bréfritara sýndan áhuga á málefninu og ábendingarnar.
- Rally Reykjavík - 32. alþjóðarallið á Íslandi; Beiðni um leyfi til notkunar vega innan sveitarfélagsins til rallaksturs, skv. tölvupósti dags. 4. júlí 2011.
Erindinu vísað til Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar til umsagnar og er því jafnframt beint til nefndarinnar að samráð verði haft við Vegagerðina og sýslumann og hagsmunaaðila á svæðinu við undirbúning umsagnarinnar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að ekki er viðunandi að akstursíþróttir af þessum toga séu stundaðar í byggð, þ.m.t. sumarhúsabyggð.
- Tillaga Á-lista um húsnæðismál Grunnskólans á Hellu, dags. 5. júlí 2011.
Sameiginleg tillaga sveitarstjórnar um húsnæðismál Grunnskólans á Hellu, lögð fram á 22. fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra 7. júlí 2011:
Samkvæmt greinargerð skólastjórnenda, dags. í júní 2011, er brýn þörf á að auka skólahúsnæði Grunnskólans á Hellu. Skoðaðar hafa verið ýmsar hugmyndir um úrbætur þar á meðal að kaupa eða leigja færanlegar einingar til þess að leysa mesta vandann. Það er þó ljóst að slíkar lausnir eru kostnaðarsamar og til bráðabirgða. Sveitarstjórn telur að forðast eigi bráðabirgðalausnir og beina eigi frekar sjónum að framtíðarlausnum í húsnæðismálum Grunnskólans á Hellu.
Lagt er til að skipaður verði starfshópur um framtíðaruppbyggingu grunnskólamannvirkja á Hellu. Í honum sitji sveitarstjóri, oddviti, formaður fræðslunefndar, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn, skólastjóri, fulltrúi kennara og fulltrúi foreldra.
Sveitarstjórn hvetur starfshópinn til þess að skoða heildstætt sem besta nýtingu skólahúsnæðis alls sveitarfélagsins og samvinnu milli skólanna. Starfshópnum er ætlað að skila tillögum til sveitarstjórnar svo fljótt sem verða má.
Fulltrúar sveitarstjórnar í starfshópnum eru: Guðfinna Þorvaldsdóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Sigurgeir Guðmundsson og Gunnsteinn R. Ómarsson. Auk þeirra sitja í nefndinni einn fulltrúi kennara og einn fulltrúi foreldra barna við Grunnskólann á Hellu.
Tillagan borin undir atvæði:
Samþykkt samhljóða.
- Orlof sveitarstjórnar og umboð hreppsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála.
Tillaga um að hreppsnefnd geri hlé á reglulegum fundum á tímabilinu frá 7. júlí til 1. september 2011. Jafnframt er lagt til að hreppsráð fái umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan hreppsnefnd er í fundarhléi.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- stjórnarfundur á Lundi, dags. 9. júní 2011.
- Sameiginlegur fundur Héraðsnefndar Rangæinga og Héraðsnefndar V-Skaftafellssýslu haldinn í Skógum, dags. 22. júní 2011.
- fundur Héraðsnefndar Rangæinga, dags. 22. júní 2011.
- fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. júní 2011.
- fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 27. júní 2011.
- stjórnarfundur á Lundi, dags. 29. júní 2011.
Varðandi lið 2; Mötuneyti – leikskóli.
Fram kemur að viðræður hafa verið á milli starfsfólks mötuneytis Lundar og leikskólastjóra Heklukots um möguleika á því að Lundur selji leikskólanum Heklukoti hádegismat.
Sveitarstjóra falið að gera gæðasamanburð og reikna út hagræn áhrif þess að kaupa mat af Lundi fyrir leik- og grunnskólabörn á Hellu og leggja fyrir hreppsráð.
- fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 30. júní 2011.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- Vegagerðin; Afgreiðsla styrkumsókna – Styrkvegir í Rangárþingi ytra, dags. 21. júní 2011.
Til kynningar.
Í bréfinu kemur fram að Rangárþingi ytra hefur verið úthlutað kr. 3.000.000,- til endurbóta á ýmsum vegum í sveitarfélaginu.
Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefnd falið að ráðstafa fjármagninu í samráði við sveitarstjóra.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; Eftirlit í Íþróttamiðstöð Hellu, dags. 23. júní 2011.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir fjölskylduhátíð í Oddsparti, skv. erindi dags. 27. júní 2011. Erindi áður afgreitt af sveitarstjórn í tölvupósti.
Sveitarstjórn hefur þegar veitt athugasemdalausa umsögn í tölvupósti til sveitarstjóra.
- Áhugahópur um Töðugjöldin á Hellu; Beiðni um styrk, dags. 28. júní 2011.
Í erindinu kemur fram greinargóð lýsing áhugahóps um Töðugjöld á fyrirhugaðri framkvæmd þessarar fjölskylduhátíðar. Jafnframt er óskað eftir fjárstuðningi sveitarfélagsins sambærilegum þeim sem veittur var sl. ár. Að endingu er hvatt til þess að sveitarstjórn ásamt menningarmálanefnd marki stefnu um framtíð Töðugjalda.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 500.000,- til framkvæmdar fjölskylduhátíðarinnar Töðugjöld árið 2011 skv. erindinu.
Sveitarstjórn felur atvinnu- og menningarmálanefnd að taka til umfjöllunar ósk áhugahópsins um framtíðar stefnumörkun fyrir Töðugjöld sbr. bókun við 3. lið hér að ofan.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir dansleik í íþróttahúsinu á Hellu, skv. erindi dags. 29. júní 2011. Erindi áður afgreitt af sveitarstjórn í tölvupósti.
Sveitarstjórn hefur þegar veitt athugasemdalausa umsögn í tölvupósti til sveitarstjóra.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir veitingasölu á útihátíð á Gaddstaðaflötum, skv. erindi dags. 29. júní 2011.
Sveitarstjórn hefur þegar veitt athugasemdalausa umsögn í tölvupósti til sveitarstjóra.
- Umhverfisráðuneytið; Þátttaka ungmenna í VII. Umhverfisþingi 14. október 2011, dags. 30. júní 2011.
- Styrktarsamningur vegna menningar-, mannúðar- og félagsstarfs milli Rangárþings ytra, Ásahrepps og Oddasóknar, dags. 30. júní 2011.
Til kynningar.
- Ginnir ehf., f.h. True North; Afrit af erindi til sýslumanns og Heilbrigðiseftirlits vegna umsóknar um leyfi til sprenginga vegna kvikmyndatöku, skv. tölvupósti dags. 5. júlí 2011.
Í fyrirliggjandi gögnum kemur fram að sýslumaður og Heilbrigðiseftirlit hafa fyrir sitt leyti veitt leyfi til sprenginga í tengslum við kvikmyndatöku á Landmannaafrétti, n.t.t. Dómadalsleið. Leyfið gildir frá 5. júlí til 1. ágúst 2011 en jafnframt kemur fram að aðeins verður sprengt 3 daga innan þess tímaramma.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu slíkra leyfa.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 18:11.