Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 6. október 2011, kl. 15:00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnúsar H. Jóhannsson, Steindór Tómasson, Ólafur E. Júlíusson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Katrín Sigurðardóttir í forföllum Önnu Maríu Kristjánsdóttur. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 16. sept. 2011.
Varðandi tl. 6 í fundargerðinni er vísað í tl. 9 hér á eftir.
Varðandi tl. 11 í fundargerðinni:
Eftirfarandi tillögu var vísað til sveitarstjórnar: Lagt er til að skipaður verði vinnuhópur til að móta tillögur um hvernig mætti bjóða upp á íþrótta- og tómstundasamfellu fyrir börn í 5.-10.bekk Grunnskólans á Hellu.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa vinnuhóp sem geri tillögur að því hvernig megi bjóða upp á íþrótta- og tómstundasamfellu fyrir börn í 5.-10. bekk. Mikilvægt er að niðurstaða liggi fyrir fljótt barnanna vegna. Vinnuhópinn skipa Steindór Tómasson, formaður hreppsráðs, Magnús H. Jóhansson, formaður fræðslunefndar og Sigríður Th. Kristinsdóttir. Steindóri Tómassyni er falið að kalla saman hópinn auk fag- og hagsmunaaðila til að vinna í málinu.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
- Fundur í fjallskiladeild Holtamannaafréttar, dags. 31. ágúst 2011.
Fundargerðin staðfest.
- fundur íþrótta- og tómstundanefndar Rangárþings ytra, dags. 28. sept. 2011.
Varðandi tl. 3 í fundargerðinni:
Sveitarstjórn Rangárþings samþykkir að veita mfl. KFR styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna þess glæsilega árangurs þeirra að komast upp um deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Um leið er öllum sem koma að starfinu færðar innilegar hamingjuóskir.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
Skipulagsmál og tengd erindi:
- fundur í skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 3. okt. 2011.
220 2011 Áfangagil í Rangárþingi ytra, afstaða skipulagsnefndar í kjölfar athugasemda Skipulagsstofnunar á lýsingu með deiliskipulagi Áfangagils.
Hreppsnefnd Rangárþings ytra staðfesti á fundi sínum 9. júní s.l. fundargerð Skipulagsnefndar Rangárþings bs. frá1. júní s.l., afgreiðslu lýsingar vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við Áfangagil í Rangárþingi ytra. Samþykkt var að senda Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum lýsinguna til umsagnar, og einnig var samþykkt að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Kynning á lýsingunni var gerð með auglýsingu í Búkollu (staðarblað í Rangárvallasýslu) og Morgunblaðinu 29. júní s.l.
Skipulagsstofnun hefur í bréfi dags. 6. júlí 2011, lýst því yfir að deiliskipulagið fyrir Áfangagil samræmist ekki skilgreiningu aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022, á fjallaseli, en svæðið er skilgreint í aðalskipulagi sem verslunar- og þjónustusvæði/fjallasel.
Skipulagsnefnd vísar málinu til hreppsnefndar Rangárþings ytra til afgreiðslu.
Sveitarstjórn fer fram á að Skipulagsstofnun, í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í Skipulagslögum nr. 123/2010, breyti skilgreiningu í Áfangagili á Landmannaafrétti. Í svæðisskipulagi miðhálendis Íslands til 2015 er það skilgreint sem fjallasel, en farið er fram á að það verði skilgreint sem skálasvæði. Í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem staðfest var í febrúar 2011 er svæðið skilgreint í landnotkunarflokknum verslunar- og þjónustusvæði og er gert ráð fyrir að það verði óbreytt. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og að skilgreiningu svæðisins verði breytt úr fjallaseli í skálasvæði við endurskoðun Svæðisskipulags miðhálendis.
Fyrir liggja drög að bréfi til Skipulagsstofnunar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda til Skipulagsstofnunar ósk um breytingu á skilgreiningu svæðisins sbr. bókun sveitarstjórnar.
253 2011 Holtsmúli 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, tveggja frístundahúsa, gesthúsa, gripahúss, skemmu og vélaskemmu.
Deiliskipulagið nær til 52,8ha spildu sem hefur landnr. 219495 og er upprunalega úr landi Holtsmúla 2, landnr 164980, í Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið tekur til einnar lóðar fyrir íbúðarhús, tveggja lóða fyrir sumarhús og gestahús, auk einnar lóðar fyrir gripahús, skemmu og vélageymslu. Aðkoma að Holtsmúla 4, er um Landveg (26) og síðan um Holtsmúlaveg (2777).
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu, þar sem hún samræmist meginstefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022, og mælist til að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41 gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð lýsingar né að kynna tillöguna sérstaklega skv. 40.gr laga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
256 2011 256 2011 Hraunhóll, landnr. 177568 í Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, geymslu, hesthúss og skemmu.
Steinsholt sf., f.h. Ómars Halldórssonar kt.220254-2839 leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lögbýlið Hraunhól, landnr. 177568, í Rangárþingi ytra.
Deiliskipulagið nær yfir um 12 ha svæði af 26 ha heildarstærð svæðisins.
Deiliskipulagið tekur til byggingarreits fyrir íbúðarhús, geymslu og hesthús ásamt skemmu. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022, og er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Aðkoma að Hraunhóli er um Suðurlandsveg, þá um Landveg nr.26 og um núverandi aðkomuvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu, þar sem hún samræmist meginstefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022, og mælist til að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41 gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð lýsingar né að kynna tillöguna sérstaklega skv. 40. gr. laga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
259 2011 Lýsing vegna Holta- og Hvammsvirkjunar í Rangárþingi ytra.
Steinsholt sf. f.h. Landsvirkjunar leggur fram lýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Holtavirkjun og Hvammsvirkjun sem verða reistar í Rangárþingi ytra.
Í meðfylgjandi lýsingu fyrir ofangreindar virkjanir kemur m.a. fram verkáætlun skipulagsferlis, framsetning á skipulagsgögnum, lýsing framkvæmdar á hvorri virkjun fyrir sig, umhverfismat, matsskylda, efnistök umhverfisskýrslu og að lokum samráð og kynning í skipulagsferli.
Skipulagnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsinguna, en vísar henni til afgreiðslu Hreppsnefndar Rangárþings ytra.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir kynningu á framkvæmdaáformum Landsvirkjunar vegna áðurnefndra virkjana.
260 2011 Óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi í Mið-Seli, Rangárþingi ytra.
Steinsholt sf. f.h. landeiganda leggur fram beiðni um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í Mið-Seli, Rangárþingi ytra. Breytingin felur í sér að gerð er lóð umhverfis gestahús og byggingarreitur gestahúss færður lítillega til suð, suð-vesturs.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi skv. 2.mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Það er mat skipulagsnefndar að breytingin sé það óveruleg að ekki sé sérstök ástæða til grenndarkynningar, þar sem tillagan víki ekki frá meginatriðum fyrri tillögu er varðar notkun, nýtingarhlutfall, útlit og form svæðisins.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
261 2011 Beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar á landnr. 165008, í landi Snjallsteinshöfða, Rangárþingi ytra.
Steinsholt sf. að beiðni Jóns. H. Skúlasonar, óskar heimildar til að vinna deiliskipulag 25 ha landspildu úr landi Snjallsteinshöfða (landnr. 165008) og er svæðið skilgreint sem F9 – frístundabyggð í aðalskipulagi Rangárþings ytra.
Áætlað er að skipuleggja lóðir fyrir frístundahús og skemmu og munu stærðir og skilmálar verða í fullu samræmi við Aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022.
Skipulagsnefnd samþykkir beiðni um leyfi til skipulagsvinnu í Snjallsteinshöfða.
Skipulagsnefnd telur að allar meginforsendur fyrir svæðið liggi fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, og er því mælst til að skipulagsferlið verði í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
262 2011 Vörður-Heysholt, Rangárþingi ytra, ósk um samruna lands.
Hér með óska Guðmundur M. Björnsson, kt. 030537-3199 og Guðrún Lóa Kristinsdóttir, kt. 270139-2809, eftir staðfestingu skipulagsnefndar á meðfylgjandi samruna lóða úr Vörðum.
Lóðirnar, Vörður lóð 2, stærð 4,00 ha. (216516), Vörður lóð 3, stærð 5,30 ha. (216517), Vörður lóð 4, stærð 5,02 ha. (216518 og Vörður lóð 5, stærð 5,03ha. (216519), óskast sameinaðar í eina lóð með heitið Vörður land, landnr. 216516, stærð 19,3 ha.
Einnig er óskað eftir að sameina Vörður land 2, stærð 39,7 ha. (215960) og Heysholt, stærð 13.0 ha. (164975) í eitt land undir heitinu Heysholt, landnr. 164975, stærð 52,7 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við ofangreindan samruna lóða.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
- Umsókn um lögbýlisstofnun skv. erindi frá Unnsteini Gísla Oddssyni og Þórdísi Sigríði Hannesdóttur mótt. 21. sept. 2011.
Bréfritarar, þinglýstir eigendur land í Landssveit með landnúmer 214209 úr landi Stóru-Vallar í Rangárþingi ytra, óska eftir samþykki sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar lögbýlisstofnunar á framangreindu landi.
Svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins óskar sveitarstjórn eftir hnitsettri loftmynd af því landi sem um ræðir.
Afgreiðslu erindisins er frestað.
- Hlymdalir ehf.; Umsókn Hlymdala um lóðina Seltún 6-12, frestað mál frá 23. fundi sveitarstjórnar dags. 1. sept. 2011, tl. 7.
Á stjórnarfundi Lundar 8. sept. sl. var eftirfarandi bókað í 5. lið fundargerðar:
„Stjórn Lundar bendir á að ekki sé hægt að úthluta lóðum sem svo sannarlega séu á landi Lundar og að Lundur þurfi þessar lóðir til áframhaldandi uppbyggingar og stækkunar hjúkrunarheimilisins. Þessar lóðir séu skilgreindar sem óráðstöfuðum lóðum“.
Tillaga að bókun:
Sveitarstjórn getur ekki orðið við umsókn Hlymdala með vísan í framangreinda bókun stjórnar Lundar.
Tillagan borin undir atkvæði og eru 6 samþykkir, einn situr hjá (ST)
Tillagan er samþykkt.
- Neslundur; Möguleg þátttaka Rangárþings ytra í stofnun hlutafélagsins, m.t.t. 23. fundar sveitarstjórnar, dags. 1. sept. 2011, tl. 10.
Neslundur er heiti félags sem brátt verður skráð sem einkahlutafélag. Félaginu er ætlað að byggja og hafa umsjón með þjónustumiðstöð ásamt öryggis- og þjónustuíbúðum sem tengjast munu Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hellu. Stofnfundur einkahlutafélagsins var haldinn miðvikudaginn 24. ágúst 2011 og skráði þar fjöldi einstaklinga sig fyrir hlutafé auk stofnana.
Bókun Guðmundar Inga Gunnlaugssonar:
Til að taka af allan vafa um hæfi vík ég sæti við afgreiðslu tillögunnar vegna aðstoðar minnar við stofnun félagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að leggja til kr. 500.000, sem hlutafjárframlag til Neslundar. Framlagið verður greitt við formlega skráningu félagsins.
- Stjórn Neslundar; Umsókn um land til deiliskipulagningar, dags. 29. sept. 2011.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra veitir stjórn Neslundar heimild til útfærslu deiliskipulags á svæðinu sem afmarkast af núverandi lóð Lundar og reit sem merktur er Í11 (Nes I) á þéttbýlisuppdrætti af Hellu í aðalskipulagi 2010-2020.
- Afsal; Dæluhús Stóra-Klofa, frestað mál frá 16. fundi hreppsráðs, dags. 16. sept. 2011, tl. 6.
Leitað var til Lex lögmannsstofu með málið þar sem misræmi var í eignarskráningu fyrirliggjandi gagna sem varða dæluhúsið.
„Könnuð var skráning í Fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Dæluhúsið hefur fastanúmerið 219-6903 og eigendur eru skráðir Ásahreppur, með 25% eignarhlut, og Rangárþing ytra, með 75% eignarhlut. Fram kemur í Fasteignaskrá að húsið stendur á lóð með landnúmerinu 165054 og er Ríkissjóður Íslands eigandi en Landgræðsla ríkisins umráðandi. Fram kemur í áliti lögmannsstofunnar að svo virðist sem láðst hafi að skrá dæluhúsið á sveitarfélögin lögformlega en sveitarfélögin hafi verið skráð í fasteignaskrá og í ljósi þeirra ganga sem eru fyrirliggjandi þá bendir ekkert annað til þess en að sveitarfélögin eigi dæluhúsið.“
Í ljósi ábendinga frá LEX Lögmannsstofu, skv. bréfi dags. 3. okt. 2011, er sveitarstjóra falið að leita til Landgræðslu ríkisins svo setja megi af stað ferli til að leiðrétta eignarhald dælustöðvarinnar og færa það lögformlega til Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Drög að gjaldskrá skóladagheimilis Grunnskólans á Hellu.
Sveitarstjórn samþykkir drög að gjaldskrá skóladagheimilis Grunnskólans á Hellu og skal hún gilda frá 1. september 2011. Greiðslur þjónustukaupa í september og október skulu þó aldrei verða hærri en skv. fyrri gildandi gjaldskrá. Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að framvegis verði uppfærð gjaldskrá skóladagheimilisins frágengin og afgreidd af sveitarstjórn áður en næsta skólaár hefst.
- Tillögur og umræðuefni sett fram af fulltrúum Á-lista.
- Öryggismál íbúa á Bakkabæjum og í Þykkvabæ er varðar Kötlugos og hugsanlegar afleiðingar fyrir íbúa svæðanna.
Í ljósi aukinnar jarðskjálftavirkni í Kötlu undanfarnar vikur og mögulega auknum líkum á eldgosi telur Á-listinn nauðsynlegt að leita nú allra leiða til að bregðast við þeirri hættu sem íbúum á Bakkabæjum skapast með tilliti til flóðahættu í Þverá. Til að tryggja öryggi íbúa á Bakkabæjum og í Landeyjum þarf að tengja Bakkabæi við Rangárþing ytra með vegtengingu við Oddaveg með brú eða ræsi yfir Þverá. Til að flýta málinu viljum við að málið sé nú tekið upp að nýju með það að leiðarljósi að veglagningin verði sem hagkvæmust og taki sem stystan tíma. Fyrst og fremst þarf að tryggja öryggi íbúa Bakkabæja og til viðbótar að tengja þá við sitt sveitarfélag Rangárþing ytra en vegurinn mun geta nýst íbúum og vegfarendum í Landeyjum.
Jafnframt þarf að huga að styrkingu Djúpósstíflu og taka þarf upp að nýju það brýna málefni að byggja upp og endurbæta Sandhólaferjuveg til samgöngubóta og sem öryggisleið fyrir íbúa í Þykkvabæ, m.a. vegna flóðahættu í kjölfar Kötlugoss, og koma honum aftur á vegaskrá.
Sveitarstjóra falið að fá fund með þingmönnum Suðurkjördæmis og forsvarsmönnum Vegagerðarinnar sem allra fyrst til að vinna að því brýna máli að fá vegtengingu yfir Þverá, styrkingu Djúpósstíflu sem og uppbyggingu og endurbótum á Sandhólaferjuvegi.
- Vínbúð á Hellu.
Í seinni hluta mars 2010 lokaði Vínbúðin á Hellu tímabundið vegna framkvæmda við tengibyggingu á Suðurlandsvegi 1-3. Nú hefur aðal verslunarhæð byggingarinnar verið opnuð og vitað er að rými hefur verið frátekið sérstaklega fyrir Vínbúðina á sama stað og áður. Sveitarstjórn telur að opnun vínbúðar sé nú tímabær þar sem öll aðstaða er gjörbreytt frá því sem áður var og hvetur forsvarsmenn ÁTVR til að opna vínbúð aftur á sama stað.
Sveitarstjóra, í samráði við framkvæmdastjóra Suðurlandsvegar 1-3 ehf., er falið að koma á fundi með ÁTVR hið allra fyrsta.
- Reiðvegur frá hesthúsahverfi á Hellu og að Suðurlandsvegi er varðar ofaníburð.
Nauðsynlegt er að laga reiðveg frá hesthúsahverfinu og að Gaddstaðaflatavegi til að bæta tengingu við athafnasvæði hestamanna á Gaddstaðaflötum. Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir verkið og náist að klára þetta verk á þessu ári mun sú framkvæmd skoðast sem frávik frá fjárhagsáætlun. Í framhaldinu eru hestamenn hvattir til að nota reiðveginn en ekki akvegi eins og hefur komið fyrir innanbæjar á Hellu.
Forstöðumanni eignaumsjónar falið að leita tilboða í verkið.
- Hvamms- og Holtavirkjun í Þjórsá.
Þar sem fyrir liggur lýsing vegna deiliskipulags virkjana þá telur sveitarstjórn rétt að fá fund með Landsvirkjun til að fá nánari upplýsingar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir og samninga við landeigendur og hagsmunaaðila til að vera upplýst um stöðu mála.
- Niðurgreiðslur vegna tónlistarnáms, nemenda sveitarfélagsins, utan sveitarfélags – tillaga Á-lista.
Greinargerð:
Nýlega samþykktar reglur (31. ágúst 2011) “Um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda” greina svo á um að Jöfnunarsjóður greiði kennslugjöld þeirra sem stunda nám á hljóðfæri á framhaldsstigi og söngnám á miðstigi og framhaldsstigi við viðurkennda tónlistarskóla (1. grein). Þessi breyting dregur úr kostnaði sveitarfélaga í samræmi við fjölda nemenda sem um ræðir. Í 7. grein reglnanna er fjallað um nemendur sem vegna sérstakra aðstæðna, þurfa að stunda sitt tónlistarnám í öðru sveitarfélagi en sínu eigin. Ef fjárheimildir leyfa, mun Jöfnunarsjóður greiða niður hluta af kennslukostnaði þessara nemenda eftir forgangsröð sem tilgreind er í reglunum.
Tillaga Á-lista:
Sveitarstjórn samþykkir að greiða kennslukostnað tónlistarnemenda á framhaldsskólaaldri að frádregnum styrk Jöfnunarsjóðs sem afgreiddur verður sbr. reglur settar af innanríkisráðherra 31. ágúst 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Þetta á við nemendur sem aðstöðu sinnar vegna geta ekki stundað tónlistarnám í Tónlistarskóla Rangæinga og stunda nám á grunn- og miðstigi á hljóðfæri og grunnstigi í söng í viðurkenndum tónlistarskólum. Þessi ákvörðun gildi fyrir skólaárin 2011-2012 og 2012-2013 í samræmi við samkomulag ríkisins við Samband Íslenskra Sveitarfélaga.
Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista telja að fara þurfi betur ofan í málið í heild, m.a. m.t.t. aldurs og jafnræðis, og munu þeir sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Tillagan borin undir atkvæði.
Fjórir samþykkja tillöguna, þrír sitja hjá (GIG, IPG, KS).
Tillagan er samþykkt.
- Tónsmiðja Suðurlands; Umsókn um niðurgreiðslu tónlistarnáms, dags. 13. sept. 2011.
Vísað er til samþykktar í tl. 12 hér að ofan þar sem samþykkt er að koma til móts við nemendur á aldrinum 16-20 ára, búsetta í Rangárþingi ytra sem stunda tónlistarnám utan sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.
- Beiðni Eden Mining ehf. um heimild til að bora tilraunaholur í landi Merkihvols, skv. tölvupósti dags. 16. sept. 2011.
Í erindinu kemur m.a. fram að félagið óskar eftir heimild hreppsins til að taka 15‐20 tilraunaholur til að kanna jarðlög vegna hugsanlegrar vikurvinnslu.
Sveitarstjórn óskar eftir ýtarlegri skýringum á umfangi og frágangi tilraunahola í samræmi við erindið. Áður en afstaða verður tekin til leyfisveitingar skal umsögn Landgræðslu ríkisins liggja fyrir.
- Lögreglustjórinn á Hvolsvelli; Lögregluskýrslur vegna dýrbítsmáls, skv. bréfi dags. 26. sept. 2011.
Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til viðkomandi yfirvalda, lögreglu og héraðsdýralæknis, að farið sé að gildandi samþykktum og lögum í tilvikum sem þessum.
- Tillaga fulltrúa D-lista um gerð stuttrar skýrslu um stöðu í mötuneytismálum í grunn- og leikskólum Rangárþings ytra.
Fulltrúar D-listans í hreppsnefnd Rangárþings ytra leggja fram eftirfarandi tillögu um gerð skýrslu um stöðu í mötuneytismálum í grunn- og leikskólum Rangárþings ytra:
Sveitarstjóra verði falið að láta taka saman eftirfarandi upplýsingar og leggja fyrir hreppsráð á fundi í október 2011:
- Borinn verði saman fjöldi stöðugilda eftir 15. október 2011 á móti fjölda nemenda og annarra sem neyta matar í mötuneytunum að Laugalandi annars vegar og á Hellu hins vegar.
- Reiknað verði út meðalverð pr. máltíð í hvoru mötuneyti fyrir sig. Reikna skal með heildarlaunakostnaði (ræsting meðtalin), hráefniskostnaði, kostnaði við leigu á húsnæði og orkunotkun. Verðið skal reiknast út miðað við þessar kostnaðartölur á vorönn ársins 2011 eða janúar til júní þess árs.
- Matseðlar allra skólanna á Hellu og að Laugalandi til fjögurra vikna verði birtir í skýrslunni.
- Birt verði hverjir aðrir en nemendur og starfsfólk skólanna nýta þjónustu mötuneytanna.
Greinargerð:
Breytingar á mötuneytismálum grunn- og leikskólanna í Rangárþingi ytra eru að ganga yfir þessa daga. Leikskólinn Heklukot hefur gert samkomulag við Lund, hjúkrunar- og dvalarheimili um kaup á mat þaðan. Um nokkra hríð hafa þessi matarkaup verið gerð frá mötuneyti Grunnskólans á Hellu. Þessi breyting hefur valdið nokkru umróti á starfsmannahaldi í mötuneyti grunnskólans. Álitamál hafa komið upp í þessu sambandi um raunverulega hagræðingu og ávinning af þessum breytingum. Nauðsynlegt er fyrir sveitarstjórnina að hafa nákvæmar upplýsingar um þau atriði sem lagt er til í tillögunni að verði lögð fram á fundi hreppsráðs síðar í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að þessi breyting verði til reynslu í sex mánuði og því er nauðsynlegt að hafa þessar upplýsingar klárar í upphafi og svo í lok tímabilsins svo sveitarstjórnin geti metið og tekið ákvarðanir um bestu leiðir í þessum málum til framtíðar.
Fulltrúar D-listans:
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson.
Tillagan borin undir atkvæði:
Þrír samþykkja, fjórir eru á móti (GÞ, MHJ, ST, ÓEJ)
Tillagan er felld.
Bókun fulltrúa Á-lista:
Fulltrúar Á-lista eru sammála því að ávallt skuli leita hagkvæmustu leiða við allan rekstur hjá sveitarfélaginu. Breytingin á mötuneytismálum leikskólans er ekki einungis gerð í hagræðingarskyni, heldur til að liðka fyrir þróunarstarfi innan leikskólans með meira samstarf við eldri borgarana í huga. Í þeirri vinnu sem farin er í gang vegna fjárhagsáætlunar komandi rekstrarárs verður vandlega farið ofan í mötuneytismál í sveitarfélaginu og reynslan af þessari tilraun með viðskipti við Lund á vonandi eftir að reynast verðmæt í þeirri skoðun.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson, Ólafur Elvar Júlíusson.
- Fyrirspurnir og umræðuefni sett fram að ósk fulltrúa D-lista.
- Málefni heilsugæslu Rangárþings og samráð við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um framtíðarhorfur og áætlanir.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir kynningu á málefnum Heilsugæslu í Rangárþingi fyrir sveitarstjórn Rangárþings ytra að höfðu samráði við Ásahrepp.
- Umhverfismálefni:
- a) Staða sorphirðu- og sorpeyðingarmála í Rangárþingi og á Suðurlandi. Niðurstaða útboðs á verkefninu í Rangárþingi og væntanleg þróun í flokkun og hirðingu sorps í þéttbýli og dreifbýli.
Vinna við kynningarefni er komin vel á veg hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu. Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til Sorpstöðvar Rangárvallasýslu að kynningarefni og fyrirkomulag kynningarmála vegna breyttrar tilhögunar sorphirðu liggi fyrir svo fljótt sem verða má.
- b) Staðan í fráveitumálum á Hellu.
Stefnumótun og fjárfestingarþörf í fráveitumálum verður sérstaklega tekin fyrir við fjárhagsáætlunargerð.
- c) Almenn umhirða opinna svæða á Hellu og í dreifbýli og tiltekt. Möguleiki á afmörkuðu (girtu) frálagssvæði að Strönd.
Sveitarstjórn beinir því til umhverfisnefndar að fjalla um og koma með tillögur í samræmi við efnisliðinn sem hér um ræðir.
- Staðan í húsnæðismálum samstarfsverkefna sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu.
Vísað er til annarra liða í fundargerðinni vegna þessara mála.
- Erindi frá Eddu Önfjörð Magnúsdóttur, dags. 3. okt. 2011.
Í erindinu kemur m.a. fram að bekkjum og lýsingu við göngustíga á Hellu er ábótavant. Þá telur bréfritari að gæta þurfi að öryggi vegfarenda vegna umferðar vélknúinna ökutækja innan Hellu.
Bréfritara er þakkaður sýndur áhugi á málefnum sveitarfélagsins. Eftir því sem við á verður erindinu vísað til viðeigandi stofnana og fyrirtækja m.a. til hliðsjónar við fjárhagsáætlunarvinnu.
- Trúnaðarmál – tillaga um lokun fundar.
Fært í trúnaðarmálabók.
- Trúnaðarmál – tillaga um lokun fundar.
Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- Stjórnarfundur á Lundi, dags. 8. sept. 2011.
- stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. sept. 2011.
- Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 19. sept. 2011.
- fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs., dags. 21. sept. 2011.
Í tl. 3 í fundargerðinni er eftirfarandi m.a. ritað:
„Umræða fór fram um það hvort athuga ætti með útvíkkun samstarfs á sviði skipulags- og byggingarmála og brunavarna yfir Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. Stjórn óskar eftir viðbrögðum sveitarstjórna á samstarfssvæði brunavarna við slíkum hugmyndum.“
Sveitarstjórn felur vinnuhópi um framtíðar fyrirkomulag embættis skipulags- og byggingarfulltrúa að huga að þessum þáttum samhliða skoðun á fyrirkomulagi embættisins. Hópur þessi var skipaður á 23. fundi sveitarstjórnar, dags. 1. sept. 2011, tl. 8 og í honum eiga sæti sveitarstjóri, oddviti og oddviti minnihluta sveitarstjórnar.
- fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 22. sept. 2011.
- fundur félagsmálanefndar Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu, dags. 22. sept. 2011.
Varðandi tl. 2 í fundargerðinni samþykkir sveitarstjórn framlögð drög að reglum um fjárhagsaðstoð fyrir sitt leyti.
- fundur barnaverndarnefndar Rangárvallasýslu bs., dags. 28. sept. 2011.
- fundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs., dags. 29. sept. 2011.
- fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 30. sept. 2011.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- Nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfél. við Félag leikskólakennara, tölvup. dags. 13. sept. 2011.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; Reglubundið eftirlit í grunnskóla, dags. 13. sept. 2011.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; Afrit af bréfi til Rangárbakka, Hestamiðst. Suðurlands, dags. 13. sept. 2011.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; Bókun Heilbrigðisn. Suðurl. og beiðni um upplýsingar, dags. 14. sept. 2011.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; Eftirlit í leikskóla, dags. 15. sept. 2011.
- Steinsholt sf.; Ráðgjöf í skipulagsmálum, bréf dags. 15. sept. 2011.
- Vegagerðin; Tilkynning um niðurfellingu þjóðvegar af vegaskrá, dags. 20. sept. 2011.
Í bréfunum, sem eru afrit send Rangárþingi ytra, kemur fram að Ketilsstaðavegur (nr. 2865) verður felldur út af vegaskrá sem þjóðvegur, sbr. 7. gr. vegalaga, frá og með næstu áramótum.
Sveitarstjórn felur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefnd að fjalla um þessa ákvörðun Vegagerðar.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; Reglubundið eftirlit í tónlistarskóla, dags. 21. sept. 2011.
- Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; Fjármál sveitarfélaga, dags. 21. sept. 2011.
- Ásahreppur; Aðgerðaáætlun sveitarfélaga skv. tölvupósti dags. 23. sept. 2011.
- Ásahreppur; 43. fundur stjórnar Félagsþj. Rang. og V. Skaft., skv. tölvupósti dags. 23. sept. 2011.
- Auglýsing um umhverfismat tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022, tölvupóstur dags. 23. sept. 2011.
- Ungmennafélagið Hekla; Beiðni um styrk til íþróttastarfs, skv. erindi dags. 26. sept. 2011.
Sveitarstjórn þakkar bréfritara og tekur vel í erindið. Erindinu er vísað til íþrótta og tómstundanefndar sem vinnur að endurskoðun styrkveitinga til félaga og því að móta reglur þar að lútandi. Vænst er tillagna frá nefndinni fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
- Umhverfisráðuneytið; Undirbúningur að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs, dag.s 26. sept. 2011.
- Greinargerð félagsmálastjóra Félagsþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu dags. 5. sept. 2011, skv. tölvupósti dags. 27. sept. 2011.
Sveitarstjórn þakkar félagsmálastjóra faglega unna og upplýsandi greinargerð um starfsemi Félagsþjónustunnar.
Sveitarstjórn tekur undir nauðsyn þess að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemi Félagsþjónustunnar eins og fram kemur í greinargerð félagsmálastjóra. Á Hellu er laust húsnæði sem hentar mjög vel til starfseminnar og hefur öllum hlutaðeigandi aðilum verið kynnt það húsnæði. Sveitarstjórn skorar á stjórn Félagsþjónustunnar að taka ákvörðun um framtíðarhúsnæði fyrir lok þessa mánaðar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga; Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2011, skv. tölvupósti dags. 27. sept. 2011.
- Beiðni um fjárstyrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu, dags. 28. sept. 2011.
Í erindinu er óskað fjárstyrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu og þakkir færðar sveitarstjórn fyrir mikilvægan stuðning síðustu ára. Meginverkefni nefndarinnar hefur undanfarin ár verið mótshalds að hausti með væntanlegum fermingarbörnum í sýslunni.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og veitir styrk að fjárhæð kr. 145.000,-
- Skaftárhreppur; 43. fundur stjórnar Félagsþj. Rang. og V. Skaft., skv. tölvupósti dags. 29. sept. 2011.
- Jafnréttisstofa; Ítrekun – afhending á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun, dags. 29. sept. 2011.
Erindinu er vísað til jafnréttisnefndar Rangárþings ytra.
- Landsvirkjun; Búðarhálsvirkjun – mótvægisaðgerðir – vettvangsferð 23. sept. 2011, dags. 30. sept. 2011.
- Samband ísl. sveitarfélaga; Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga, dags. 30. sept. 2011.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson er skipaður varamaður Guðmundar Inga Gunnlaugssonar á næsta fundi Héraðsnefndar Rangæinga sem haldinn verður þriðjudaginn 11. október 2011.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 18:58.