Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
þriðjudaginn 29. nóvember 2011, kl. 15:00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson, Ólafur E. Júlíusson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Sigríður Theodóra Kristinsdóttir í forföllum Ingvars Péturs Guðbjörnssonar. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð og Indriði Indriðason, aðalbókari.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sigríður Theódóra Kristinsdóttir er boðin velkomin á hennar fyrsta sveitarstjórnarfund.
- tl. í boðaðri dagskrá fellur út og er afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 26. okt. 2011.
Varðandi 3. tl. í fundargerðinni:
Farið verður í vettvangsferð mánudaginn 5. des nk. og aðstæður skoðaðar.
Fundargerðin staðfest.
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 10. nóv. 2011.
Varðandi 26 tl. í fundarferðinni: „Garpur; Beiðni um styrk á móti húsaleigu, skv. erindi dags. 20. okt. 2011“ sem vísað var til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Styrkir á móti húsaleigu til ungmennafélaga eru fyrst og fremst ætlaðir vegna íþrótta- og tómstundastarfs unglinga og barna 18 ára og yngri. Þeir sem eldri eru greiða alla jafna gjald fyrir afnot af íþróttahúsum. Sveitarstjórn hafnar því erindinu.
Fundargerðin staðfest.
- fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar Rangárþings ytra, dags. 31. okt. 2011.
Varðandi 1. og 2. tl. í fundargerðinni:
Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókanir sínar um að ávallt skuli leitað hagstæðustu tilboða hjá verktökum í Rangárþingi ytra áður en ráðist er í framkvæmdir af þessu tagi.
Varðandi 3. tl.:
Sveitarstjórn óskar eftir upplýsingum hvað varðar hugmyndir um áætlaða fundarstaði og kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í verkefninu, áður en fulltrúi er tilnefndur í nefndina.
Varðandi 5. tl.:
Sveitarstjórn felur formanni nefndarinnar að skila kostnaðaráætlun til sveitarstjórnar í samvinnu við forstöðumann Þjónustumiðstöðvar.
Varðandi 6. tl.:
Sveitarstjórn býður nefndarmönnum til viðræðna 30 mín. fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
- fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 21. nóv. 2011.
Varðandi 1. tl. í fundargerðinni:
Sveitarstjórn fagnar því að vinna við nýja skólastefnu sé hafin.
Varðandi 3. tl.: „Vistun barna af skóladagheimili Grunnskólans á Hellu í Heklukoti kl.16‐17 – mat skólastjórnenda“
Sveitarstjórn fagnar því að vistun barna af skóladagheimilinu gangi vel og samþykkir framhald þessa fyrirkomulags.
Varðandi 4. tl.:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar um að keypt verði umrædd segulspjöld og felur sveitarstjóra að afgreiða málið.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Skipulagsmál og tengd erindi:
- Umsókn um lögbýlisstofnun skv. erindi frá Unnsteini Gísla Oddssyni og Þórdísi Sigríði Hannesdóttur, frestað erindi frá 24. fundi sveitarstjórnar, tl. 5, dags. 6. okt. 2011.
Stóru-Vellir, lóð 3, landnúmer 214209. Fyrir liggur hnitsett loftmynd af framangreindri lóð. Vantar þó inn á hana aðkoma frá Landvegi nr. 26 til enn frekari glöggvunar.
Skilgreining á lögbýli skv. jarðalögum 819/2004 er „Lögbýli merkir í lögum þessum sérhverja jörð sem hefur þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarfsemi og var skráð í jarðaskrá landbúnaðarráðuneytisins 1. desember 2003. Lögbýli teljast enn fremur jarðir sem hljóta síðar viðurkenningu landbúnaðarráðuneytisins sem ný lögbýli, sbr. 16.–22. gr.
Sveitarstjórn vísar erindinu til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn leggur til að framvegis verður sá háttur hafður á að umsóknir um lögbýli verði sendar byggingar- og skipulagsfulltrúa til yfirferðar áður en óskað er eftir umsögn og afgreiðslu sveitarstjórnar.
- Þjónustumiðstöð; Beiðni um breytingu á lóð umhverfis Þrúðvang 36, skv. bréfi dags. 24. nóv. 2011.
Í erindinu er vísað í samþykkt fyrir stækkun frá fundi hreppsnefndar þann 10. apríl 2008.
Sveitarstjórn leggur til í ljósi breyttra aðstæðna og aðhalds þá verði gengið frá lóðaleigusamningi við RARIK á grunni uppdráttar sem lagður er fram á fundinum af sveitarstjóra.
Forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar falið að ganga frá lóðarblaði og lóðarleigusamningi til handa RARIK á grundvelli framangreinds uppdráttar.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Álagningarhlutfall útsvars árið 2012, skv. 24. gr. l. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2012 verði óbreytt frá fyrra ári, þ.e. 14,48%.
- Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra – síðari umræða.
Sveitarstjórn staðfestir nýja samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra og felur sveitarstjóra að koma henni til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að fenginni staðfestingu Heilbrigðisnefndar og umhverfisráðherra.
- Skipun í vatnasvæðanefnd, skv. tölvupósti frá SASS, dags. 14. nóv. 2011.
Vísað er til 3. dagskrárliðar hér að ofan.
- Leigusamningur milli Suðurlandsvegar 1-3 ehf. og Rangárþings ytra um húsnæði að Suðurlandsvegi 1.
Skv. drögum að leigusamningi leigir Rangárþing ytra skrifstofuhúsnæði, geymslu og aðgang að sameign af Suðurlandsvegi 1-3 ehf. Samningurinn er til 20 ára með upphafstíma 20. júní 2011 og hefðbundnum uppsagnarákvæðum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
- Maritech; Tilboð í Sveitarstjóra í áskrift, skv. tölvupósti dags. 14. nóv. 2011.
Sveitarstjóri í áskrift er nýjung sem gefur kost á sveitarfélagalausnum í mánaðarlegri áskrift vegna reksturs fjárhags- og upplýsingakerfis. Með þessu móti stendur sveitarfélagið ekki frammi fyrir verulegri fjárfestingu við innleiðingu á nýju kerfi. Inntak tilboðs Maritech er greiðsla mánaðarlegs gjalds fyrir hugbúnað, uppfærslu og þjónustugjöld. Innifalið er vistun á gögnum, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur.
Megin tilgangurinn með nýju fjárhags- og upplýsingakerfi er að auka vinnuhagræði, aðgreina störf og stórauka upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna og stjórnenda sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir tilboð Maritech með verkbókhaldi og felur sveitarstjóra að undirrita samning þar um.
- Ferðamálastofa; Beiðni um stuðning vegna kortlagningar auðlinda í ferðaþjónustu, dags. 16. nóv. 2011.
Sveitarstjórn fagnar framtakinu og samþykkir að veita Ferðamálastofu aðgengi að kortagögnum sem unnin hafa verið af svæðinu í tengslum við aðalskipulagsvinnu og aðra skipulagsvinnu, í samvinnu við skipulags-og byggingarfulltrúa.
Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum um starfssvið samráðshópsins, fundartíðni og umfang vinnunnar áður en fulltrúar eru skipaðir í hann.
- Fjárhagsáætlun 2012 – fyrri umræða.
Fjárhagsáætlun 2012 vísað til síðari umræðu.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 5. okt. 2011.
- aðalfundur SASS, dags. 28. og 29. okt. 2011.
- fundur stjórnar SASS, dags. 3. nóv. 2011.
- Minnispunktar frá kynningarfundi, fyrir sveitarstjórnir í Rangárvallasýslu, um breytt fyrirkomulag sorphirðu, dags. nóv. 2011.
- fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, dags. 10. nóv. 2011.
- fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 11. nóv. 2011.
- Minnispunktar frá vinnufundi í Hvoli um breytt fyrirkomulag sorphirðu í Rangárþingi, dags. 14. nóv. 2011.
- fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 15. nóv. 2011.
Varðandi 7. tl. í fundargerðinni:
Sveitarstjóra er falið að afla skriflegs rökstuðnings frá fulltrúa Verkalýðshússins ehf. í stjórn félagsins, Sigurbjarti Pálssyni, vegna 7. liðar fundargerðarinnar og kynna fyrir sveitarstjórn.
- stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 17. nóv. 2011.
- fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s., dags. 21. nóv. 2011.
- fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 23. nóv. 2011.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- Velferðarráðuneytið; Öryggi barna hjá dagforeldrum, skv. bréfi dags. 1. nóv. 2011.
- Landgræðsla ríkisins; Dæluhús á Baðsheiði – Stóra-Klofa, bréf dags. 2. nóv. 2011.
Í erindinu kemur fram að Landgræðslan á ekki dæluhúsið á Baðsheiði, með fastanúmerið 219-6903. Landgræðslan fer á hinn bóginn með umsjá lóðarinnar sem húsið stendur á. Landgræðslan lýsir sig fúsa til aðstoðar við að lögformlega rétt eigendaskráning fari fram á umræddu húsi.
Sveitarstjóra og oddvita falið að gæta áfram hagsmuna sveitarfélagsins í málinu.
- Umhverfisráðuneytið; Beiðni um umsögn vegna nýrrar skipulagsreglugerðar, bréf dags. 3. nóv. 2011.
Sveitarstjóra og Ólafi Júlíussyni er falið að setja saman umsögn og senda á ráðuneyti, en umsögn þarf að berast fyrir 1. des. nk.
- Snorraverkefnið; Beiðni um stuðning við Snorraverkefni sumar 2012, erindi dags. 7. nóv. 2011.
Erindinu hafnað.
- Kvenfélagið Eining; Beiðni um styrk vegna aðventuhátíðar, erindi dags. 8. nóv. 2011.
Guðfinna Þorvaldsdóttir vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi. Varaoddviti, Magnús H. Jóhannsson, tekur við stjórn fundar.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk í formi afnota af húsnæði fyrir aðventuhátíðina. Þar sem erindið barst það seint að ekki var hægt að afgreiða það fyrir hátíðina þá sér sveitarstjórn sér ekki fært að verði við beiðni um fjárstyrk.
Guðfinna Þorvaldsdóttir mætir aftur á fund og tekur við fundarstjórn.
- Leikskólinn Laugalandi; Ársskýrsla skólaárið 2010-2011, mótt. 9. nóv. 2011.
Sveitarstjórn þakkar ítarlega og upplýsandi skýrslu.
- Umsókn frá Rangárþingi ytra til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012, dags. 9. nóv. 2011.
Í framhaldi af auglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu 28.október 2011, var send inn umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012. Sveitarfélagið liggur að Suðurströnd Íslands og vísað er til sögulegra staðreynda og hnignandi byggðar við ströndina í umsókninni. Útræði var við ströndina öldum saman en vegna aðstæðna við setningu kvótalaganna var fótunum kippt undan útræðinu. Við setningu kvótalaganna var ekki tekið tillit til veiðireynslu Þykkbæinga í gegnum aldirnar og engar bætur hafa komið í staðinn. Í ljósi þessara staðreynda óskar sveitarfélagið eftir að tekið verði tillit til þessa og bætur komi fyrir.
- Velferðarvaktin; Áskorun um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni, dags. 14. nóv. 2011.
- Samband ísl. sveitarfélaga; Minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012, dags. 14. nóv. 2011.
- Þjóðskrá Íslands; Skýrsla um Fasteignamat 2012, skv. tölvupósti dags. 15. nóv. 2011.
Fram kemur í tölvupóstinum að inn á heimasíðu Þjóðskrár er komin skýrsla um fasteignamat 2012 en hana er að finna á slóðinni: „skra.is/Fasteigna‐ og brunabótamat/Fasteignamat 2012“ (http://www.skra.is/pages/1199). Í skýrslunni eru m.a. upplýsingar um matsaðferðir, fræði og forsendur mats, niðurstöður mats, svæðisstuðlar og margt fleira.
- LSS; Umsókn um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2011, skv. erindi dags. 17. nóv. 2011.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 1.000,- á hvern nemanda úr sveitarfélaginu í 3. bekk grunnskóla vegna verkefnisins að því tilskyldu að nemendurnir hafi fengið heimsókn frá Eldvarnaátakinu.
- Orkustofnun; Nýtingarleyfi jarðhita úr borholu í landi Stóra-Klofa, dags. 17. nóv. 2011.
Fram kemur í erindinu að óskað er upplýsinga um ástand, afkastagetu og nýtingu jarðhitaborholu ásamt upplýsingum um rekstur á svæðinu. Einnig framsal nýtingarréttar og upplýsingar um fyrirkomulag hvað varðar endurgjald.
Sveitarstjóra og oddvita falið að svara erindinu i samráði við aðila málsins.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 17:25.