26. fundur 08. desember 2011

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

þriðjudaginn 8. desember 2011, kl. 15:00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson, Ólafur E. Júlíusson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð og Indriði Indriðason, aðalbókari. Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi mætir undir 1. lið.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Óskað er breytinga á boðaðri dagskrá og er það samþykkt. Erindi nr. 26 bætt inn en það er frestað erindi frá 16. fundi hreppsráðs, dags. 19. sept. 2011.

Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.

Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:

Skipulagsmál og tengd erindi:

  1. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 1. des. 2011.

275 2011 Meiri-Tunga, Rangárþingi ytra, fuglaeldi, lýsing vegna deiliskipulagsáætlunar vegna tveggja fuglaeldishúsa.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

276 2011 Mykjunes, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 3 frístundahúsalóða.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

277 2011 Matslýsing/lýsing deiliskipulags fyrir fiskeldi í Fellsmúla, Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

278 2011 Matslýsing/lýsing deiliskipulags fyrir fiskeldi í Galtalæk, Rangárþingi ytra.

Í ljósi fyrirliggjandi skýrslu frá Íslenskri matorku ehf. staðfestir sveitarstjórn viðkomandi lýsingu deiliskipulags.

279 2011 Umsögn vegna rekstrarleyfis flugvallar við Skálavatn (Veiðivötn)

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

280 2011 Borgartúnsnes í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra, einkalandskipti.

Til kynningar.

281 2011 Ægissíða 1, Rangárþingi ytra, landskipti.

Ingvar P. Guðbjörnsson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu erindisins og tekur ekki þátt í afgreiðslunni.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

282 2011 Marteinstunga lóð F3, Rangárþingi ytra, landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

215 2011 Heiðarbrún II, í Rangárþingi ytra, deiliskipulag tveggja sumarhúsa og skemmu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

226 2011 Lýtingur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 7 frístundahúsalóða.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

253 2011 Holtsmúli 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, tveggja frístundahúsa, gesthúsa, gripahúss, skemmu og vélaskemmu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

255 2011 Hrafntóftir, í Rangárþingi ytra, deiliskipulag 3ja íbúðarhúsa og hlöðu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

256 2011 Hraunhóll, landnr. 177568 í Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, geymslu, hesthúss og skemmu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Málefni heilsugæslu í Rangárþingi.

Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sendi sveitarstjórnum á þjónustusvæði HSU tilkynningu, dags. 24. nóv. 2011, um endurskipulagningu á heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Í þeirri tilkynningu kom m.a. fram að loka ætti Heilsugæslustöðinni á Hellu.

Heilsugæslustöðin á Hellu þjónar íbúum á stóru svæði í Rangárvallasýslu, hátt í 2.000 íbúum, hátt í 500 húsa sumarbústaðabyggð auk gríðarlegs fjölda ferðamanna. Að auki er Stjórnstöð Almannavarna og fjöldahjálparstöð staðsett á Hellu.

Í fréttatilkynningunni voru hvorki lögð fram fagleg eða fjárhagsleg rök til stuðnings þessari tillögu sem hlýtur að vera frumkrafa þegar svo stór árkvörðun er tilkynnt.

Á Hellu var nýlega ráðist í byggingu tengibyggingar til að mynda þjónustukjarna sveitarfélagsins, verslunar, heilsugæslu, apóteks o.fl. Framkvæmdin naut stuðnings ríkisvaldsins og var einn megin tilgangurinn með framlaginu að stórbæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að heilsugæslunni og hefur það nú þegar verið gert á myndarlegan hátt. Svo vitnað sé orðrétt til samnings Rangárþings ytra, heilbrigðis- og fjármálaráðuneytisins frá 28. des. 2009: “Tilgangurinn með byggingunni er m.a. að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þeirri þjónustu sem rekin er og veitt í framangreindum húsum sérstaklega að því er varðar aðkomu að heilsugæslustöðinni”. Í samningnum kemur einnig fram að afhending húsnæðisins eigi að vera 31. des. 2011.

Sveitarstjórnirnar hafa alfarið lagst gegn fyrirhuguðum breytingum til þess að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélaganna og annarra þjónustuþega. Þessi ákvörðun HSU mætti mikilli gagnrýni í samfélaginu og sú gagnrýni náði athygli ráðamanna þjóðarinnar. Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti áður en fjárlög voru staðfest að veita auknu fjármagni til HSU svo halda mætti Heilsugæslustöðinni á Hellu opinni. Forstjóri HSU hefur með símtali tilkynnt sveitarstjóra að þessi ákvörðun verði endurskoðuð og hætt verði við lokun stöðvarinnar.

Sveitarstjórn krefst þess af ráðamönnum þjóðarinnar og forsvarsmönnum HSU að sú þjónusta sem boðið hefur verið upp á á Heilsugæslustöðinni á Hellu verði ekki skert. Nær væri fyrir samfélagið og þjóðarheill að efla þá starfsemi og styrkja.

  1. Málefni Stórólfsvallar/hvols.

Lögð er fram tillaga frá Rangárþingi eystra, dags. 25. nóv. 2011, að landskiptum jarðarinnar Stórólfsvelli/hvols sem er í eigu Héraðsnefndar Rangæinga.

Sveitarstjórn hafnar tillögunni.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa hlut Rangárþings ytra í jörðinni til sölu á almennum markaði.

  1. Hótel Rangá; Kalt vatn á Hótel Rangá, skv. erindi dags. 29. nóv. 2011.

Erindinu er vísað til stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.

  1. Álagningarhlutfall fasteignaskatts árið 2012, skv. 3. gr. l. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Lögð er fram tillaga vegna álagningar fasteignaskatts og tengdra gjalda fyrir árið 2012:

Fasteignaskattur verði sem hér segir:

A – 0,39% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B – 1,32% af fasteignamati húsa og lóða.

C – 1,55% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í B flokki.

Fulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu að álagningarprósentum fasteignaskatta:

A – 0,36%

B – 1,32%

C – 1,60%

Mismun kr. 3.422.033 verði mætt að helmingi með lækkun framlags til reksturs embættis skipulags- og byggingafulltrúa og komi að öðru leyti til lækkunar á heildarniðurstöðu rekstrar.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Anna María Kristjánsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Breytingartillagan borin undir atkvæði.

Þrír samþykkja og fjórir eru á móti (GÞ, MHJ, ST, ÓEJ).

Tillagan er felld.

Upphafleg tillaga borin undir atkvæði.

Fjórir samþykkja og þrír eru á móti (GIG, IPG, AMK).

Tillagan er samþykkt.

  1. Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Rangárþingi ytra árið 2012.

Lögð er fram tillaga að reglum um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Rangárþingi ytra árið 2012, með tilvísun í 5. gr. l. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Afsláttur nær einungis til íbúðar sem viðkomandi sannanlega býr í og miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

Samþykkt samhljóða.

  1. Tillögur að gjaldskrárbreytingum.
  1. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og -eyðingu í Rangárþingi ytra.

Lögð er fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá með tilvísun í 22. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgagns nr. 737/2003, sem innheimt verður með fasteignagjöldum:

Heimili Frístundahús Lögbýli *** Fyrirtæki

Grunngjald kr. * 14.884,- 10.615,- 6.383,- 13.024,-
Ílátagjald kr. ** 18.395,-

Samtals kr. 33.279,- 10.615,- 6.383,- 13.024,-

* Grunngjald tekur til reksturs sorpkerfisins, s.s. rekstur gámastöðvar og förgunar- og endurvinnsluleiða. Greiðsla grunngjalds veitir viðkomandi aðilum aðgengi að sorpkerfinu og afsetningu á heimilisúrgangi.

** Ílátagjald er einungis lagt á heimili og innifelur það gjald leigu og losun á ílátum.

*** Grunngjald er lagt á lögbýli sem hafa umfang umfram hefðbundið heimili, þ.e. séu fasteignir umfram íbúð og bílskúr á lögbýli er lagt á það grunngjald.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir sorphirðu- og eyðingu í Rangárþingi ytra með fyrirvara um staðfestingu Heilbrigðisnefndar og samstarfssveitarfélaganna í Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. Gjaldskráin tekur gildi frá og með 1. janúar 2012.

  1. Gjaldskrá leikskóla.

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna leikskóla. Lagt er til að gjald verði hækkað um 15% frá því gjaldi sem gildi tók 1. febrúar 2011, til að mæta auknum rekstrarkostnaði við leikskólana.

Tillagan borin undir atkvæði.

Fjórir samþykkja, þrír sitja hjá (GIG, IPG, AMK)

Tillagan er samþykkt.

  1. Gjaldskrá skólamötuneytis.

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá skólamötuneytis. Lagt er til að meðalgjald pr. máltíð verði hækkað í 310 kr. sem jafngildir mánaðargjaldi kr. 5.580,- mv. 4 daga í viku.

Tillagan borin undir atkvæði.

Fjórir samþykkja, þrír sitja hjá (GIG, AMK, IPG).

Tillagan samþykkt.

  1. Gjaldskrá skóladagheimilis.

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna skóladagheimilis. Lagt er til að gjald verði hækkað um 15% frá því gjaldi sem gildi tók í upphafi skólaárs.

Tillagan borin undir atkvæði.

Fjórir samþykkja, þrír sitja hjá (GIG, IPG, AMK).

Tillagan samþykkt.

  1. Gjaldskrá frystihólfa.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir leigu á frystihólfum í Þykkvabæ. Lagt er til að árgjald fyrir eitt hólf verði kr. 40.000,- og innheimt hjá leigutökum 1. júní ár hvert.

Ingvar P. Guðbjörnsson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu gjaldskrárinnar og tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

Tillagan borin undir atkvæði.

Fjórir samþykkja, tveir sitja hjá (GIG, AMK)

Tillagan samþykkt.

  1. Tillögur Á-lista.
  1. Brunavarnir og eldvarnaeftirlit.

Í samráði við samstarfsaðila Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fari fram heildarendurskoðun á starfsemi og rekstri slökkviliðs á svæðinu og eldvarnaeftirliti. Markmið endurskoðunarinnar er að bæta þjónustu og það að koma í veg fyrir verulegan kostnaðarauka vegna aukinna krafna á hendur sveitarfélögunum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Íþrótta og æskulýðsmál.

Frístundakort:

Árið 2012 verða tekin upp frístundakort í sveitarfélaginu

Markmið og tilgangur er að koma til móts við börn og unglinga frá 5.-10. bekk til að þau geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi. Samfella í 1-4. bekk er á vegum sveitarfélagsins, þannig að allur aldurshópur er tekinn.

Hver einstaklingur fær frístundakort að upphæð 5.000 kr. hvora önn eða fyrir samtals 10.000 kr. á ári. Ekki er um að ræða beingreiðslur til forráðarmanna heldur ávísun sem eingöngu er hægt að nota í nafni barns til niðurgreiðslu á þátttöku og æfingagjöldum fyrir íþrótta-, lista- og tómstundastarfi í Rangárvallasýslu. Ekki er hægt að flytja styrkinn á milli ára.

Útfærsla tillögunnar verður unnin í samráði við íþrótta- og tómstundanefnd.

Samþykkt samhljóða.

Íþróttir:

Steindór Tómasson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og tekur Gunnar Aron Ólason sæti í hans stað á fundinum.

Samræma þarf gjaldskrá íþróttahúsa sveitarfélagsins. Gjaldinu þarf að stilla í hóf þannig að það virki sem hvatning fyrir alla íbúa til að stunda íþróttir.

Íþrótta- og tómstundanefnd er falið að vinna að útfærslu tillögunnar í samvinnu við forstöðumann íþróttamannvirkja.

Greinargerð:

Íþróttafélög fá styrk á móti húsaleigu til iðkunar íþrótta og æfinga í íþróttahúsum sveitarfélagsins. Gerð er sú krafa að íþróttafélögin í samvinnu við forstöðumann íþróttahúsanna, nýti salina sem best og að ungir iðkendur fái forgang að þeim.

Íbúar sveitarfélagsins greiða kr. 250/klst. pr. mann fyrir leigu á íþróttasal en skilgreina skal þó lágmarksfjölda. Íbúar utan sveitarfélagsins greiða fullt gjald, eða kr.750/klst.

Megin tilgangur með lágri gjaldtöku er að koma til móts við óskir íbúa um lægri salarleigu og til að styðja við íþróttaiðkun íbúa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Steindór Tómasson tekur á ný sæti á fundinum.

Gunnar A. Ólason víkur af fundi

Framlög vegna íþróttafélaga 2011:

Þar sem breyting verður á fyrirkomulagi styrkja til íþróttafélaga 2012, með upptöku frístundakorts, verður íþróttafélögum sent bréf og óskað eftir upplýsingum um framlag félaganna 2011 er varðar íþróttastarf fyrir börn og unglinga. Samningar sem í gildi voru runnu út árið 2010, en gert verður upp á grundvelli þeirra árið 2011.

Samþykkt samhljóða.

  1. Húsakynni.

Í samvinnu við meðeiganda fari fram heildarendurskoðun á starfsemi og rekstri Húsakynna. Forsendur fyrir rekstri Húsakynna hafa breyst og mikilvægt að losa um eignir ef aðstæður leyfa. Guðfinnu og Ingvari Pétri er falið að vinna að málinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Skólamötuneyti.

Skólastjórum og leikskólastjórum er falið að skila inn tillögum til sveitarstjórnar fyrir 1. mars 2012 um það hvort og þá með hvaða hætti væri hægt að ná niður rekstrarkostnaði mötuneyta grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fasteignir sveitarfélagsins.

Tekinn verði saman listi yfir allar fasteignir sveitarfélagsins (húseignir, lóðir og lönd) með það að markmiði að koma þeim eignum í verð sem ekki gegna mikilvægu hlutverki fyrir rekstur sveitarfélagsins.

Stefnt skal að því að öll starfsemi á vegum sveitarfélagsins verði hýst í húsnæði í eigu sveitarfélagsins eða tengdra fyrirtækja, með það að markmiði að lækka útgjöld.

Samþykkt samhljóða.

  1. Áhaldahús og Þjónustumiðstöð.

Lagt er til að heildarendurskoðun verði gerð á starfsemi og umfangi Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að vinna að málinu og koma með fyrstu tillögur fyrir næsta fund hreppsráðs.

Samþykkt samhljóða.

  1. Leiguhúsnæði.

Lagt er til að niðurgreiðsla á húsnæði starfsmanna hjá leik- og grunnskólum verði felld niður. Þeir samningar sem eru í gildi verða látnir standa út samningstímann. Markmið tillögunnar er að ná fram hagræði og gæta jafnræðis á meðal starfsmanna.

Samþykkt samhljóða.

  1. Tillaga vegna embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.

Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við núverandi samstarfsaðila um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. Þar verði allir rekstrarþættir kannaðir með það að markmiði að draga úr kostnaði sveitarfélagsins.

Sveitarstjóra og oddvita er falið að vinna að málinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fjárhagsáætlun 2012 – síðari umræða.

Á fundinum er lögð fram greinargerð með fjárhagsáætlun.

Sveitarstjóri og aðalbókari gerðu grein fyrir niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2012.

Helstu niðurstöður áætlunarinnar í A- og B-hluta (samstæðu) eru með eftirfarandi hætti:

Rekstrartekjur: Þús. kr. % af heildartekjum

Skatttekjur............................................................................ 621.077,-.................................................. 59,0%

Framlög Jöfnunarsjóðs...................................................... 209.200,-.................................................. 19,9%

Aðrar tekjur......................................................................... 222.250,-.................................................. 21,1%

Heildartekjur.......................................................................... 1.052.527,-

Rekstrargjöld:

Laun og tengd gjöld........................................................... 392.069,-.................................................. 37,3%

Annar rekstrarkostnaður.................................................... 446.693,-.................................................. 42,4%

Afskriftir................................................................................. 72.218,-..................................................... 6,9%

Heildargjöld án fjármagnsliða................................................ 910.980,-.................................................. 86,6%

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði.................................. 141.547,- ................................................ 13,4%

Fjármagnsliðir.................................................................. (137.292,-).................................................. 13,0%

Rekstrarniðurstaða........................................................................ 4.255,-..................................................... 0,4%

Efnahagur:

Fastafjármunir................................................................. 2.187.694,-

Veltufjármunir.................................................................... 186.103,-

Eignir samtals.................................................................. 2.624.125,-

Eigið fé................................................................................. 708.809,-

Lífeyrisskuldbindingar......................................................... 20.756,-

Langtímaskuldir.............................................................. 1.489.672,-

Skammtímaskuldir............................................................. 404.888,-

Heildar skuldir og skuldbindingar............................... 1.915.316,-

Sjóðstreymi:

Veltufé frá rekstri............................................................... 128.242,-

Afborganir langtímalána................................................... 108.241,-

Heildar fjárfestingar eru áætlaðar 70.075,- þús. kr.

Áætlaðar fjárfestingar í A-hluta eru 33.075 þús. kr. og greinast eftirfarandi: Gangbrautir og stígar 11.500 þús. kr., Opin svæði 2.000 þús. kr., Grunnskólinn Hellu 12.000 þús. kr., Skrifstofa 3.500 þús. kr., Leikskólinn Heklukot 1.200 þús. kr., Íþróttahúsið Hellu 2.000 þús. kr. og Leikskólinn Laugalandi 875 þús. kr.

Áætlaðar fjárfestingar í B-hluta eru 37.000 þús. kr. greinast eftirfarandi: Vatnsveita 7.500 þús. kr., Fráveita 11.500 þús. kr. og Suðurlandsvegur 1-3 ehf. 18.000 kr.

Ekki er gert ráð fyrir langtímalántöku á árinu. Ekki er í áætluninni gert ráð fyrir sértekjum, s.s. vegna styrkja eða sölu eigna. Framlegð samstæðu er áætluð 213.765 þús. kr. eða 20,3%. Skuldahlutfall samstæðu er áætlað 182%.

Bókun fulltrúa D-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012:

Því er fagnað að áætluð heildarniðurstaða af rekstri samstæðu Rangárþings ytra sé jákvæð þó afgangur sé ekki mikill. Það er markverður áfangi að ekki er áætluð ný langtímalántaka og að stefnt er markvisst að lækkun skulda.

Áfram þarf að gæta hámarks aðhalds í rekstri allra stofnana og sameiginlegs rekstrar. Leita þarf leiða til þess að lækka framlög til samstarfsverkefna með hagræðingaraðgerðum.

Starfsfólki sveitarfélagsins er þakkað fyrir mikla vinnu við gerð þessarar áætlunar sem unnin er við erfið rekstrarskilyrði og þröngan fjárhag.

Guðmundur Ingi Gunnlaugson

Anna María Kristjánsdóttir

Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Bókun Á-lista vegna fjárhagsáætlunar 2012:

Mjög þröng fjárhagsstaða sveitarfélagsins hefur sett mark sitt á stefnu og ákvarðanatöku við gerð fjárhagsáætlunar 2012.

Því skal haldið skýrt til haga að aðal ástæða erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins nú má rekja til ákvarðanatöku á kjörtímabilinu 2006-2010 og ber þar hæst kostnað sveitarfélagsins vegna byggingu tengibyggingar á milli húsanna við Suðurlandsveg 1 og 3 á Hellu. Rekstur byggingarinnar og félag um byggingu hússins hefur verulega neikvæð fjárhagsleg áhrif í bókum sveitarfélagsins þegar A- og B-hluti samstæðu er skoðaður.

Eins og sjá má er áætlun um niðurstöðu reksturs A-hluta sveitarfélagsins jákvæð sem nemur um 19 milljónum en neikvæð rekstrarniðurstaða í B-hluta étur þann hagnað upp og vegur þar neikvæð rekstarniðurstaða Suðurlandsvegar 1-3 ehf. upp á 18 milljónir þyngst. Af þessu má draga þá augljósu ályktun að rekstur sveitarfélagsins er í góðum farvegi ef rekstur vegna Suðurlandsvegar 1-3 ehf. er undanskilinn. Mjög brýnt er þó að halda áfram uppbyggingu félagsins og markaðssetningu húsnæðisins, sem býður upp á ný atvinnutækifæri og styrkingu þjónustu.

Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur óskað eftir upplýsingum og fylgist með framvindu mála. Það er alvarleg staða sem stjórnendur sveitarfélagsins þurfa að glíma við þessi misserin.

Áætlunin er sett fram með ábyrgum hætti og mikilvægt er að snúa vörn í sókn en ljóst er að gæta þarf aðhalds á öllum sviðum.

Sveitarstjóra, starfsfólki og forstöðumönnum eru þökkuð frábær störf og samvinna við gerð fjárhagsáætlunar 2012. Einnig er minnihluta sveitarstjórnar þakkað fyrir samstarfið við gerð og afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson, Ólafur E. Júlíusson.

Bókun D-lista vegna bókunar fulltrúa Á-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 8. desember 2011:

Í bókun Á-listans er vísað til ákvarðanatöku í sveitarstjórninni á síðasta kjörtímabili varðandi byggingu tengibyggingar Suðurlandsvegar 1 - 3 ehf. Ekki er ljóst hvaða ákvarðanatöku er verið að vitna í og því er eðlilegt að álykta að um sé að ræða upphaflega ákvörðun um að ráðast í verkefnið að byggja tengibyggingu á milli húsanna Suðurlandsvegar 1 og 3. Rétt er að minnast þess að sú ákvörðun var samþykkt samhljóða en ekki eingöngu af þáverandi meirihluta.

Fulltrúum Á-listans er eindregið óskað þess að þeim auðnist um komandi jólahátíð að líta upp úr fortíðinni og koma inn í nútímann og horfa til framtíðar.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Anna María Kristjánsdóttir

Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Fjárhagsáætlun 2012 borin undir atkvæði.

Fjárhagsáætlun 2012 samþykkt samhljóða.

  1. Trúnaðarmál – tillaga um lokun fundar.

Fært í trúnaðarmálabók.

Fundargerðir til umsagnar og kynningar:

  1. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 22. nóv. 2011.

Til kynningar.

  1. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 23. nóv. 2011.

Til kynningar.

  1. Stofnfundur Sambands orkusveitarfélaga, dags. 25. nóv. 2011.

Í fundargerðinni er m.a. sagt frá kynningu á markmiðum félagsins en þar er m.a. sagt að mikilvægt sé að sveitarfélögin hafi sameiginlegan vettvang til að vinna í þessum málaflokki. Í þessu sambandi eru sérstaklega nefndir fasteignaskattar, nýtingarsamningar og mikilvægi þess að starfa saman. Meginsjónarmið varðandi meðferð auðlinda eigi við hvort sem það er á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Ítrekað er mikilvægi þess að arður verði eftir í sveitarfélaginu þar sem orkuframleiðsla fer fram.

Tillaga um árgjald ársins 2012 er eftirfarandi:

300.000 kr. fyrir sveitarfélög með yfir 10.000 íbúa
200.000 kr. fyrir sveitarfélög með 5.000‐10.000 íbúa
100.000 kr. fyrir sveitarfélög með undir 5.000 íbúa

Sveitarstjórn staðfestir stofnaðild að Sambandi orkusveitarfélaga.

  1. Stjórnarfundur í Húsakynnum bs., dags. 29. nóv. 2011.

Vegna þess sem fram kemur í fundargerðinni vísar sveitarstjórn í tl. 8.3. og 8.5 hér að ofan.

  1. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 30. nóv. 2011.
  2. Aðalfundur byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs., dags. 6. des. 2011.
  3. Fundur í stjórn byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings bs., dags. 6. des. 2011.
  4. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 8. des. 2011.

Sveitarstjórn fagnar þeirri niðurstöðu að búið sé að leysa húsnæðisvanda Félagsþjónustunnar.

Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:

  1. Drög að verkáætlun fyrir rammaskipulag norðan Mýrdalsjökuls.

Steinsholt sf. hefur unnið drög að verkáætlun fyrir rammaskipulag norðan Mýrdalsjökuls. Verkáætlunin er fylgigagn með styrkumsókn sem send var stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna verkefnisins.

  1. Fornleifavernd ríkisins; Heysholt í Rangárþingi ytra – DSKL fyrir lóðir 2-5, dags. 14. nóv. 2011.
  2. Fornleifavernd ríkisins; Hraunhóll í Rangárþingi ytra – DSKL, dags. 14. nóv. 2011.
  3. Fornleifavernd ríkisins; Holtsmúli 4 í Rangárþingi ytra – DSKL, dags. 16. nóv. 2011.
  4. Veritas lögmenn; Varðandi fasteignagjöld skv. erindi dags. 25. nóv. 2011.

Til kynningar.

  1. Veritas lögmenn; Varðandi fjallskilagjöld skv. erindi dags. 25. nóv. 2011.

Erindinu er vísað til fjallskilanefndar Landmannaafréttar.

  1. Markaðsskrifstofa Suðurlands, Samstarfssamningur við markaðsstofu Suðurlands, dags.8. september 2011.

Erindið var áður tekið fyrir á 16. fundi hreppsráðs, dags. 19. september 2011, og var því vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Tillaga að afgreiðslu:

Sveitarstjórn leitar nú allra leiða til að bæta fjárhag sveitarfélagsins og sér því ekki færi á því að gera samstarfssamning við Markaðsstofu Suðurlands að svo stöddu.

Tillagan borin undir atkvæði.

Fjórir samþykkja, þrír sitja hjá (GIG, IPG, AMK).

Tillagan er samþykkt og erindinu því hafnað.

  1. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS); Fyrirspurn vegna rekstrarársins 2011, skv. tölvupósti dags. 29. nóv. 2011.

Í póstinum kemur fram að EFS óskaði eftir fjárhagsupplýsingum frá sveitarstjóra vegna rekstrarársins 2011 og hafa þær upplýsingar verið veittar. Ástæður fyrirspurnar EFS um fjármálin eru meðal annars þær að á liðnum árum hefur skuldahlutfall sveitarfélagsins verið að hækka. EFS hefur sett sér 150% skuldaviðmið vegna fjárhagsskoðunar á fjármálum sveitarfélaga. Þetta viðmið er einnig að finna í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi um áramót.

Niðurstaða EFS er að miðað við áætlað sjóðstreymi 2011 og áframhaldandi rekstur á svipuðum nótum og árið 2011, ætti að myndast svigrúm til niðurgreiðslu skulda.

EFS óskar ekki eftir frekari upplýsingum að sinni en við gerð fjárhagsáætlana næstu ára, hvetur EFS sveitarfélagið til lækkunar skulda og mun nefndin yfirfara fjárhagsáætlun 2012 og þriggja ára áætlun sveitarfélagsins vegna áframhaldandi upplýsingaöflunar.

Sveitarstjórn mun áfram gæta aðhalds í rekstri og fjárfestingum.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 18:48.