27. fundur 19. janúar 2012

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 19. janúar 2012, kl. 15:00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Sigríður Theodóra Kristinsdóttir í forföllum Ingvars Péturs Guðbjörnssonar. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi mætir undir liðum 2-6.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.

Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:

  1. fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 16. jan. 2012.

Fundargerðin staðfest.

Skipulagsmál og tengd erindi:

  1. fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 15. des. 2011.

670-2011 Lýtingur, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

671-2011 Svínhagi lóð SH-11, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

672-2011 Seltún, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

673-2011 Stóru-Vellir, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús.

Sveitarstjórn óskar eftir framtíðaráformum um staðsetningu hússins, hvar aðkomuvegur að því að vera og skýringum á því hvers vegna er sótt um stöðuleyfi fyrir fullbúið sumarhús. Afgreiðslu frestað.

674-2011 Ægissíða 1, Rangárþingi ytra – byggingareyfi fyrir sumarhúsi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

675-2011 Hagi v. Gíslaholtsvatn, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir geymslu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

676-2011 Háfshjáleiga, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sólstofu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.

  1. Breyting á deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar í Ásahreppi og Rangárþings ytra, óstaðfest af sveitarstjórn eftir fund skipulagsnefndar 30. jún. 2011.

Eftirfarandi erindi var tekið fyrir og afgreitt á fundi skipulagsnefndar Rangárþings 30. júní 2011:

195 2011 Breyting á deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar í Ásahreppi og Rangárþings ytra

Gerð er breyting á nokkrum þáttum í deiliskipulagi, frá 19. júní 2001, fyrir Búðarhálsvirkjun og Búðarhálslínu 1 í Ásahreppi og Rangárþingi ytra.

Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

  1. Deiliskipulag frístundabyggðar auk verslunar- og þjónustulóða í Heysholti, Rangárþingi ytra.

Erindi frá skiplagsfulltrúa:

Varðar: Deiliskipulag frístundabyggðar auk verslunar- og þjónustulóða í Heysholti, Rangárþingi ytra.

Þar sem upprunaleg staðfesting/samþykkt hreppsnefndar á deiliskipulagstillögunni var gerð 2. september 2010 , þ.e. áður en aðalskipulagsbreyting vegna Heysholts tók gildi, þ.e. 10. nóvember 2010, er nauðsynlegt að hún verði tekin til staðfestingar að nýju hjá hreppsnefnd Rangárþings ytra.

Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar til samræmis við ábendingar umsagnaraðila.

Sveitarstjórn staðfestir deiliskipulagstillöguna.

  1. Rangárþing eystra; Beiðni um umsögn vegna lýsingar verkáætlunar skipulagsáætlunar aðalskipulags Rangárþings eystra 2011-2023.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir við lýsingu/verkáætlunar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015, sem verður aðalskipulag Rangárþings eystra 2011-2023.

  1. Þjónustulóð við Gaddstaðaflatir.

Lögð eru fram drög að auglýsingu þjónustulóðar við Gaddstaðaflatir fyrir hreppsnefnd til kynningar.

Samþykkt er að kynna fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi þjónustulóðar á Rangárflötum fyrir hugsanlegum framkvæmdaaðilum, með auglýsingu. Það þjónar hagsmunum sveitarfélagsins að lóðin verði kynnt sem fyrst, m.a. vegna Landsmóts hestamanna 2014. Æskilegt er að væntanlegir lóðarhafar geti komið að ábendingum um skipulagstillöguna á vinnslustigi, svo hægt sé að útfæra skipulagið að væntanlegri starfsemi á lóðinni.

Sveitarstjóra falið að sjá um framkvæmd auglýsingarinnar.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Tillaga félagsmálanefndar að sameiginlegum reglum um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði, skv. tölvupósti dags. 27. des. 2011.

Félagsmálanefnd leggur til að sveitarfélögin á svæðinu hafi þann háttinn á að láta félagsmálanefnd um að úthluta félagslegu leiguhúsnæði í sveitarfélögunum. Félagsþjónustan taki við öllum umsóknum þar um, meti stöðu umsækjenda og geri tillögur til nefndarinnar um úthlutun.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti sameiginlegar reglur um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði á starfsvæði Félagsþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu. Einnig er samþykkt að félagsþjónustan taki að sér utanumhald á útleigu félagslegra íbúða í sveitarfélaginu samkvæmt reglunum.

Áður en reglurnar taka gildi skal mótuð stefna um framboð félagslegs leiguhúsnæðis innan samstarfssveitarfélaganna, sem staðfest skal af sveitarstjórnunum. Sveitarstjóra og Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur er falið, f.h. Rangárþings ytra, að móta stefnu um framboð félagslegra leiguíbúða í samráði við félagsmálanefnd og/eða Félagsþjónustu Rangárvalla og V-Saftafellsýslu og samstarfssveitarfélögin.

  1. Áskorun frá foreldrum barna í 6. bekk Grunnskólans á Hellu varðandi félagsmiðstöð, mótt. 13. jan. 2012.

Foreldrar barna í 6. bekk grunnskólans á Hellu skora á sveitarstjórn Rangárþings ytra að starfrækja félagsmiðstöð á Hellu. Telja foreldrarnir að hún muni hafa stórt forvarnargildi og því nauðsynlegt að hún sé til staðar.

Vegna áskorunarinnar hefur skólastjóri Grunnskólans á Hellu tekið saman eftirfarandi greinargerð um samruna Félagsmiðstöðvarinnar Hellisins við félagslíf Grunnskólans á Hellu:

Grunnskólanum á Hellu barst beiðni frá sveitarstjórn haustið 2010 þess eðlis að Grunnskólinn á Hellu tæki að sér rekstur félagsmiðstöðvarinnar. Þessi beiðni var lögð fram að afstöðnu samráði við stjórn nemendafélags skólans, en þar hafði komið fram að framboð af félagsmálum og afþreyingu væri orðið full mikið að mati nemendafélagsins þ.e. félagsstarf, íþróttir, tónlistarnám, unglingadeild björgunarsveitar o.fl. Stjórnendur Grunnskólans á Hellu tók þessari málaleitan vel og byggðu afstöðu sína að mestu á afstöðu nemendafélagsins. Félagsmiðstöðin Hellirinn hefur því verið starfrækt undir stjórn Grunnskólans á Hellu frá haustinu 2010 og starfssemin aðlöguð og sameinuð því félagsstarfi sem starfrækt er inna vébanda skólans. Með þeirri ráðstöfun að færa rekstur félagsmiðstöðvarinnar undir grunnskólann næst talsverður fjárhagslegur sparnaður s.s. húsaleiga, fastar launagreiðslur o.fl.

Eftir samrunann má segja að félagsmál nemenda hér í skólanum sé heldur meira en var áður en félagsmiðstöðin var sameinuð félagsmálum skólans, þó að talsvert vanti upp á að ná sama magni og áður var. Þrátt fyrir þetta er hægt að fullyrða að nemendur fái tækifæri til að stund nánast alla fasta liði s.s. Samsuð og Samfés sem eru stundaðir áfram undir merkjum Félagsmiðstöðvarinnar Hellisins líkt og áður var.

Það sem hefur áunnist fyrir utan sparnaðarþáttinn er eftirfarandi:

  1. a) Öll skipulagsvinna félagsstarfsseminnar er einfaldar (ekki árekstrar dagskrárliða).
  2. b) Meira samræmi á milli þungavigtar í félagslífinu t.d. ekki tvö böll eða tvö ferðalög í sömu vikunni svo að eitthvað sé nefnt.
  3. c) Sömu starfsmenn sem sinna félagsmálum beggja þátta og hafa beinan skólalegan aðgang að nemendum.
  4. d) Allar skólareglur og upplýsingaskilda gilda nú innan vébanda félagsmiðstöðvarinnar.

Þó svo að segja megi að félagsstarf barna og unglinga hafi dregist nokkuð saman eftir samruna félagsmiðstöðvarinnar undir merki skólans, þá hafa ekki komið fram neinar kvartanir um of lítið félagslíf til stjórnenda skólans þ.e. hvorki frá nemendum né foreldrum.

Sveitarstjórn lítur svo á að starfrækt sé félagsmiðstöð á Hellu sem af kostgæfni sinni afþreyingarþörf ungmenna í sveitarfélaginu og hafi jafnframt verulegt forvarnagildi. Sveitarstjórn fer þess á leit við foreldra að ábendingum um aukna þörf á afþreyingarmöguleikum verði komið á framfæri við skólastjórnendur í sveitarfélaginu og/eða íþrótta- og tómstundanefnd eftir atvikum. Sveitarstjórn óskar jafnframt eftir því að umsjónarmenn félagsmiðstöðvarinnar gefi strax út dagskrá fyrir starfið svo foreldrar og nemendur séu vel upplýstir um það starf sem er í boði. Taka skal fram að félagsmiðstöðin er fyrir ungmenni í Rangárþingi ytra og Ásahreppi.

  1. Minka- og refaeyðing, endurskoðun fyrirkomulags.

Í reglugerð um refa- og minkaveiðar frá 31. júlí 1995, útgefin af Umhverfisráðuneytinu, kemur fram hver tilgangur veiða er: „Að koma í veg fyrir fjárhagslegt tjón sem einstaklingar, fyrirtæki eða aðrir verða fyrir, heilsufarslegt tjón fólks eða búfénaðar og tjón á náttúru landsins.“.

Í 4. gr. reglugerðar, kemur fram að sveitarstjórn sé skylt að ráða skotmenn til grenjavinnslu og minkaveiða árlega. Á svæðum sem tilgreind í 2. Viðauka reglugerðar, sbr. 12. gr. laga nr. 64/1994.

Veiðistjóri getur ákveðið í samráði við ráðuneytið takmarkað svæði. Eftirlit með því að sveitarfélög sjái um refa- og minkaveiðar er í höndum veiðistjóra og í samráði við Umhverfisráðuneytið.

Í 10.gr. reglugerðarinnar stendur: „Umhverfisráðherra ákveður árlega viðmiðunartaxta launa grenjaskyttna og minkaveiðimanna og verðlauna fyrir löglega unna refi og minka. Verðlaun fyrir unnin dýr skulu aðeins greidd sé skott af hverju unnu dýri lagt fram til sönnunar. Gildir þetta jafnt um ráðnar grenjaskyttur og minkaveiðimenn sem aðra.“.

Umhverfisstofnun greiðir að hámarki 50% greiðsluhlutfall miðað við viðmiðunartaxta eða þá taxta ef þeir eru lægri, sem sveitarfélög samþykkja hvert fyrir sig og er framlag ráðuneytis háð framlögum hvers árs á fjárlögum og getur því verið lægra en 50% viðmiðið sem ráðuneytið greiðir.

Veiðistjóri og sveitarfélagið sjá um framkvæmd er varðar ferlið áður en skýrsla er send ráðuneytinu. Ekkert er greitt fyrir ref af hálfu ráðuneytis og er það breyting frá samþ. reglugerðar 1995.

Sveitarstjóra og oddvita er falið að kanna lagaákvæði og reglugerð með tilliti til þess að um breytingar er að ræða af hálfu ráðuneytis, hvað varðar minni fjárframlög til málaflokksins á fjárlögum en þegar reglugerðin var unnin 1995. Í þessari skoðun verði kannað hvort hægt er að skylda sveitarfélagið til að fara eftir lagaákvæðum reglugerðar frá 31. júlí 1995 í einu og öllu, þar sem aðkoma ráðuneytis er minni en þegar reglugerðin var samþykkt og óvissa er um greiðslu þátttöku ráðuneytisins á hverju ári.

Í framhaldi er þeim falið að móta tillögur að fyrirkomulagi veiða og verðlauna og skila áliti fyrir sveitarstjórn.

Uppgjöri til þeirra sem ekki hafa samninga við sveitarfélagið um veiðar á mink og ref er frestað þar til málið hefur verið kannað hvað varðar lagalegar hliðar sbr. að ofan.

  1. Fundadagatal sveitarstjórnar og hreppsráðs árið 2012.

Sveitarstjórn fundar að jafnaði 1. fimmtudag hvers mánaðar kl. 15.00. Fundir eru áætlaðir: 2. febrúar, 1. mars, 12. apríl, 3. maí, 7. júní, 6. september, 4. október, 1. nóvember og 6. desember.

Hreppsráð fundar að jafnaði 3. fimmtudag hvers mánaðar kl. 16.00. Fundir eru áætlaðir: 16. febrúar, 15. mars, 21. júní, 19. júlí, 16. ágúst, 20. september, 18. október og 15. nóvember.

Áætlaðir fundardagar eru til viðmiðunar og áskilur sveitarstjórn sér rétt til að breyta dagsetningum eftir aðstæðum og bæta við fundum hjá sveitarstjórn og hreppsráði eftir því sem þörf krefur.

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2013-2015 – fyrri umræða.

Þriggja ára fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu.

  1. Trúnaðarmál – tillaga um lokun fundar.

Fært í trúnaðarmálabók.

Fundargerðir til umsagnar og kynningar:

  1. fundur Inntökuráðs ART teymis, dags. 17. maí 2011.
  2. Aðalfundur Birtu starfsendurhæfingar, dags. 2. des. 2011.
  3. fundur stjórnar SASS, dags. 9. des. 2011.
  4. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. föstudaginn 9. des. 2011.
  5. fundur Inntökuráðs ART teymis, dags. 12. des. 2011.
  6. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 14. des. 2011.
  7. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 14. des. 2011.
  8. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. des. 2011.
  9. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs., dags. 20. des. 2011.
  10. fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 21. des. 2011.
  11. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 22. des. 2011.
  12. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 27. des. 2011.
  13. verkfundur um sorphirðumál, dags. 6. jan. 2012.

Fram kemur í minnisblaðinu að verið sé að vinna að sorphirðudagatali sem birt verður á heimasíðu Gámaþjónustunnar og sveitarfélaganna í sýslunni.

Sveitarstjóra falið, í samráði við framkvæmdastjóra sveitarfélaganna í sýslunni, að koma upplýsingum á erlendum tungumálum á heimasíðu sveitarfélagsins.

  1. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 11. jan. 2012.

Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:

  1. Mannvit; Drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirkomulags og meðhöndlunar sorps að Strönd, des. 2011.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson víkur af fundinum við umræðu og afgreiðslu þessa máls og lýsir sig vanhæfan vegna setu í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands bs. sem er samstarfsaðili stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. í þessu máli. Gunnsteinn R. Ómarsson víkur af fundinum við umræðu og afgreiðslu þessa máls og lýsir sig vanhæfan vegna setu sem varamaður í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands.

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. í samstarfi við Sorpstöð Suðurlands bs. hefur látið vinna tillögu að matsáætlun með það að markmiði að greina frá hugsanlegri breytingu á urðun að Strönd, framkvæmdaþáttum og aðstæðum á núverandi urðunarstað með tilliti til umhverfisáhrifa og skipulagsmála.

Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. og sveitarstjórn Rangárþings ytra hafa borist ábendingar, athugasemdir og mótmæli vegna þessara draga. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun í bréfi dags. 6. janúar 2012. Ábúendur Lambhaga hafa gert athugasemdir við tillöguna í tölvupósti til stjórnar. Ábúendur Hjarðarbrekku hafa gert athugasemdir við tillöguna í tölvupósti til Mannvits, UST og Rangárþings ytra. Ábúendur Varmadals hafa gert athugasemd við tillöguna í bréfi til Heilbrigðiseftirlits, Mannvits og Rangárþings ytra. Formaður stjórnar Veiðifélags Eystri-Rangár hefur mótmælt stækkunartillögu þeirri sem fram kemur í drögunum.

Íbúar í nágrenni Sorpstöðvarinnar mótmæla stækkuninni harðlega og nefna fjölmargar ástæður. Fyrst og fremst hafa íbúarnir áhyggjur af aukinni mengun, óþrifnaði og ólykt sem haft getur neikvæð áhrif á grunnvatn, nærumhverfi, ferðaþjónustu, íþróttir, veiðar, landverð o.fl. Áhyggjur íbúa eru skiljanlegar, þar sem reynslan af nábýlinu við Strönd hefur ekki verið góð í gegnum tíðina. Þeir lýsa því hvernig ýmiskonar úrgangur hefur fokið yfir nærliggjandi jarðir og ásýnd nærumhverfisins hrakað.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur farið yfir framlagða lýsingu og innsendar athugasemdir frá íbúum og öðrum í næsta nágrenni starfsstöðvar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. að Strönd. Í ljósi þeirra ábendinga og athugasemda sem fram hafa komið, telur sveitarstjórnin að ekki sé þörf á því að gera mat á umhverfisáhrifum í samræmi við þær breytingar sem settar eru fram í skýrslunni því sveitarstjórn mun ekki fallast á aukna urðun óflokkaðs úrgangs á svæðinu.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að starfsemin á Strönd þurfi að vera til fyrirmyndar. Hún er og verður mikilvæg stöð umhleðslu og úrvinnslu sorps a.m.k. til 2018, en þá rennur starfsleyfi stöðvarinnar út. Þess skal geta að með nýju fyrirkomulagi sorphirðu, blátunnuvæðingu og aukinnar endurvinnslu á næstunni mun magn sorps til urðunar minnka. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar horft er til framtíðar, því allt að 70 – 80% af úrgangi sem til fellur má endurvinna eða endurnýta. Starfsemin á Strönd mun því breytast verulega. Sorpstöðin mun á næstunni byggja aðstöðu til umhleðslu sorps, sem þýðir að allt endurvinnanlegt efni er flokkað frá og afganginn (20 – 30%) má afsetja á annan hátt.

Samþykkt að sveitarstjóri og oddviti hafi samráð við stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. um framtíðarþróun á starfseminni og mótun framtíðarstefnu varðandi meðhöndlun úrgangs á starfssvæði stöðvarinnar og skili greinargerð til sveitarstjórnar.

  1. Fyrirhugaðar breytingar innan húsnæðis að Suðurlandsvegi 1.
  2. Eldvarnaeftirlit, Laugalandsskóli, skýrsla dags. 18. nóv. 2011.

Eignaumsjón er falið að vinna að úrbótum í samræmi við kröfur Eldvarnaeftirlitsins án tafar hafi það ekki verið gert nú þegar.

  1. Eldvarnaeftirlit, íþróttamiðstöð Hellu, skýrsla dags. 18. nóv. 2011.

Eignaumsjón er falið að vinna að úrbótum í samræmi við kröfur Eldvarnaeftirlitsins án tafar hafi það ekki verið gert nú þegar.

  1. Skógræktarfélag Rangæinga, ítrekun styrkumsóknar, tölvupóstur dags. 21. nóv. 2011.

Sveitarstjórn harmar þær tafir sem orðið hafa á málinu og leggur til að fundað verði með bréfritara sem fyrst og þiggur boð um vettvangsferð í vor þegar snjóa leysir.

  1. HSU; Endurskipulagning heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi, dags. 24. nóv. 2011.
  2. UMFÍ; Tillögur 47. sambandsþings, skv. bréfi dags. 29. nóv. 2011.
  3. HSK; Beiðni um fjárframlag frá Rangárþingi ytra; erindi dags. 30. nóv. 2011.

HSK vinnur að útbreiðslu- og fræðslustarfi auk ýmissa annarra verkefna í æskulýðs- og ungmennastarfi sem jákvæð áhrif hefur á íbúa Rangárþings ytra. Sveitarstjórn samþykkir að veita HSK styrk að heildarfjárhæð kr. 135.000,- sem samsvarar um 90 kr. á íbúa.

  1. Sveitarfélagið Skagafjörður; Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra, dags. 2. des. 2011.
  2. Félag tónlistarskólakennara; Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum, dags. 6. des. 2011.
  3. Lögmenn Árbæ slf.; Athugasemdir við skiptingu lands í svokölluðu Borgartúnsnesi, dags. 7. des. 2011.
  4. NASF; Til þeirra sem vilja vernda laxinn í Þjórsá, dags. 12. des. 2011.
  5. SASS; Afrit af bréfi SASS til HSU vegna endurskipulagningar heilbrigðisþjónustu, dags. 13. des. 2011.
  6. Vinnueftirlitið; Ítrekun fyrirmæla vegna leikskólans Laugalandi, dags. 19. des. 2011.

Eignaumsjón er falið að vinna að úrbótum í samræmi við kröfur Vinnueftirlitsins án tafar hafi það ekki verið gert nú þegar.

  1. Vinnueftirlitið; Ítrekun fyrirmæla vegna Grunnskólans Hellu, dags. 19. des. 2011.

Eignaumsjón er falið að vinna að úrbótum í samræmi við kröfur Vinnueftirlitsins án tafar hafi það ekki verið gert nú þegar.

  1. Landgræðsla ríkisins; Dæluhús á Baðsheiði – Stóra Klofa, dags. 19. des. 2011.

Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við aðila málsins um eignarhald dæluhússins á Baðsheiði.

  1. Fornleifavernd ríkisins; Lýtingsstaðir II, Rangárþingi ytra, dags. 21. des. 2011.
  2. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið; Umsókn um byggðakvóta, dags. 21. des. 2011.

Í bréfinu kemur fram að Rangárþing ytra uppfylli ekki skilyrði til úthlutunar byggðakvóta og er umsókn sveitarfélagsins hafnað.

  1. Landgræðsla ríkisins; Snjómokstur á vegum við Gunnarsholt, dags. 28. des. 2011.

Forstöðumanni Eignaumsjónar – Þjónustumiðstöðvar er falið að kanna hvernig þessir vegir heim að húsum flokkast.

Sveitarstjórn felur forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að taka saman viðmiðunarreglur um snjómokstur í sveitarfélaginu og leggja fyrir sveitarstjórn.

  1. Orkuveita Reykjavíkur; Gjaldskrárhækkanir fyrir heitt vatn í Rangárþingi ytra, dags. 29. des. 2011.
  2. Fornleifavernd ríkisins; Tunga, Rangárþingi ytra – dskl., dags. 21. des. 2011.
  3. Iðnaðarráðuneyti; Afrit af bréfi til Orkuveitu Reykjavíkur vegna gjaldskrárhækkana, dags. 3. jan. 2012.
  4. UMFÍ; Gisting íþróttahópa, dags. 3. jan. 2012.

Í bréfinu óskar UMFÍ eftir því að fá afslátt af gistingu í skólum Rangárþings ytra fyrir hópa sem eru í íþróttakeppni eða í öðrum samskiptum.

Í Rangárþingi ytra er að jafnaði ekki boðið uppá gistingu í skólum. Bent er á íþróttahúsið í Þykkvabæ ásamt skólahúsnæði sem þar er í eigu sveitarfélagsins, en það húsnæði er ekki rekið sem skólahúsnæði lengur og þá laust á skólatíma. Sé óskað gistingar í starfandi skólahúsnæði er hvert tilvik metið með tilliti til árstíma, tímasetningar, umfangs og gjaldtöku hverju sinni.

  1. Rangárþing ytra; Afrit af svarbréfi sveitarstjóra til Orkustofnunar vegna borholu á Baðsheiði, dags. 10. jan. 2012.
  2. Forsætisráðuneytið; Afrit af bréfi til Neyðarlínunnar vegna lagningar raf- og ljósleiðarastrengs, dags. 11. jan. 2012.
  3. Landgræðsla ríkisins; Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið, dags. 11. jan. 2012.

Landgræðslan þakkar í erindinu veittan stuðning við verkefnið á árinu 2011 sem og undanfarin ár. Þá er þess farið á leit við Rangárþing ytra að verkefnið verði einnig styrkt á árinu 2012. Fram kemur að í verkefninu séu 29 þátttakendur í Rangárþingi ytra og óskar Landgræðslan eftir 5.000 kr. framlagi pr. þátttakanda fyrir árið 2012 eða samtals kr. 145.000,-

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 110.000,- til verkefnisins árið 2012.

  1. Mannfjöldatölur frá Hagstofu.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru íbúar Rangárþings ytra 1.510 1. desember 2011.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 17:30.