28. fundur 02. febrúar 2012

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 2. febrúar 2012, kl. 15:00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Anna María Kristjánsdóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Katrín Sigurðardóttir í forföllum Guðmundar Inga Gunnlaugssonar. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi og Árni Þorgilsson mæta undir liðum 2-3.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.

Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:

Skipulagsmál og tengd erindi:

  1. Eden Mining ehf., kynning vegna beiðni um heimild til að bora tilraunaholur í landi Merkihvols.

Eiríkur Ingvarsson, framkvæmdastjóri Eden Mining ehf., kynnti fyrirtækið og hugmyndir þess fyrir sveitarstjórn. Garðar Þorfinnsson, héraðsfulltrúi hjá Landgræðslunni, sat fundinn undir þessum lið.

Landgræðslan hefur gefið heimild til að teknar verði nokkrar prufuholur á landgræðslusvæði á 90 ha spildu vestan Ytri Rangár í landi Merkihvols, sbr. tölvupóst dags. 17. des. 2011. Lögð er áhersla á að holum verði lokað að prufutökum loknum og vel frá þeim gengið á eftir. Jafnframt er þess óskað að samráð verði haft ef af námuvinnslu verði á svæðinu.

Lagt er til að veitt verði heimild til handa Eden Mining ehf. til að gera prufuholur og skal verkið taka mið af skilmálum Landgræðslunnar og þeim skilyrðum sem Rangárþing ytra setur. Framkvæmt verði undir eftirliti forstöðumanns Eignaumsjónar Rangárþings ytra og samráð verði haft við aðra hagsmunaaðila, s.s. byggingar-og skipulagsfulltrúa Rangárþings.

Tillagan borin undir atkvæði:

6 samþykkja, einn situr hjá (IPG)

Tillagan er samþykkt.

  1. fundur byggingarnefndar Rangárþings bs., dags. 26. jan. 2012.

677-2011 Búðarhálsvirkjun, Ásahreppi – byggingarleyfi fyrir tengivirki.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

680-2012 Lýtingsstaðir, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

681-2012 Garður, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

682-2012 Hróarslækur, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir breytingum.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

683-2012 Lækjargata 4, Rangárþingi ytra – byggingareyfi fyrir sumarhúsi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

684-2012 Litli – Klofi, Rangárþingi ytra - byggingareyfi fyrir sumarhúsi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.

  1. fundur skipulagsnefndar Rangárþings bs., dags. 26. jan. 2012.

275-2012 Meiri-tunga, Rangárþingi ytra, deiliskipulagstillaga fyrir tvö fuglaeldishús.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

285-2012 Stóru-Vellir, Rangárþingi ytra, landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

286 -2012 Bæjarholt, í Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, frístundahúsa og hesthúss.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

287-2012 Lækur Gunnarsholti, Rangárþingi ytra, ósk um breytingu á skilmálum í deiliskipulagi frístundabyggðar.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

288-2012 Ósk um ASK br. vegna stærða á landspildum.

Sveitarstjórn óskar eftir kynningu á áformunum áður en hægt verður að taka afstöðu til erindisins. Afgreiðslu frestað.

289-2012 Ósk um ASK br. vegna flokkun tengi- og héraðsvega.

Sveitarstjórn óskar eftir kynningu á áformunum áður en hægt verður að taka afstöðu til erindisins. Afgreiðslu frestað.

290-2012 Sörlatunga, Rangárþingi ytra, lýsing vegna deiliskipulags lögbýlis.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

291-2012 Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar í landi Hallstúns, Rangárþingi. ytra.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

292-2012 Meiri-Tunga 2, Rangárþingi ytra, landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

293-2012 Svínhagi SH 22-25, Rangárþingi ytra, landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

294-2012 Árbæjarhellir 1, Rangárþingi ytra, landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

295-2012 Raftholt, Rangárþingi ytra, landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Tillaga Á-lista; Fréttabréf Rangárþings ytra.

Á-listi gerir það að tillögu sinni að gefið verði út fréttabréf til íbúa sveitarfélagsins.

Tilgangur fréttabréfsins er að veita nánari upplýsingar um þau verkefni sem sveitarfélagið er að vinna að hverju sinni. Lagt er til að fréttabréfið komi út með vorinu, sem verði sent sem dreifibréf á öll heimili í sveitarfélaginu sem einnig yrði birt á heimasiðu sveitarfélagsins.

Vinnuhópur verði skipaður 3 sveitarstjórnarmönnum/eða varamönnum, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta, sem vinna að fréttabréfinu í samráði við sveitarstjóra.

Kostnaði verður haldið í lágmarki.

Endurskoða þarf síðan fyrirkomulag og framkvæmd þegar reynsla er komin á þetta fyrirkomulag.

Í vinnuhóp er tillaga um: Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur, Gunnar Aron Ólason og Katrín Sigurðardóttir.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

  1. Þroskahjálp á Suðurlandi, fyrirspurn í tölvupósti dags. 14. jan. 2012.

Vegna stöðu mála vísar sveitarstjórn sérstaklega til tl. 16 og 20 í fundargerðinni hér að neðan. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samvinnu við ráðgjafa Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu í málefnum fatlaðra.

  1. Reglur um félagslega heimaþjónustu skv. tillögu félagsmálanefndar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu félagsmálanefndar með fyrirvara um að 14. gr. verði eftirfarandi: „Vinnutími starfsmanna er að jafnaði dagvinnutími, mánudaga til föstudaga.“

  1. Orkustofnun; Nýting jarðhita úr borholu á Baðsheiði í landi Stóra-Klofa, dags. 25. jan. 2012.

Sveitarstjóra, í samráði við oddvita, oddvita minnihluta og oddvita Ásahrepps, falið að leita faglegrar aðstoðar við lausn erindisins.

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2013-2015 – síðari umræða.

Helstu afkomutölur og efnahagsstærðir þriggja ára áætlunar 2013-2015:

Samstæða A og B hluti (þús. kr.): 2013 2014 2015

Heildartekjur................................................. 1.132.276 1.153.694 1.202.697
Afkoma fyrir fjármagnsliði.............................. 195.639 198.876 251.181
Afskriftir................................................................ 74.896 75.077 71.775
Afkoma ársins....................................................... 74.556 97.650 156.089

Handbært fé........................................................... 45.569 78.600 111.054
Eigið fé og skuldir.......................................... 2.584.700 2.602.428 2.617.236
Skuldir og skuldbindingar............................. 1.805.215 1.740.572 1.598.091
Eigið fé................................................................ 779.485 861.856 1.019.145
Veltufjármunir.................................................... 186.465 204.281 238.001
Skammtímaskuldir alls..................................... 360.968 346.819 273.828

Veltufé frá rekstri (til rekstrar)........................ 187.679 209.862 264.020
Handbært fé frá rekstri...................................... 185.674 209.862 264.020
Fjárfestingar.......................................................... 37.000 77.000 55.000
Greiðslur langtímakrafna.................................. 111.141 106.361 103.787
Ný langtímalán............................................................... 0 0 0
Afborganir langtímalána................................... 106.270 103.769 105.801

Eiginfjárhlutfall........................................................ 30% 33% 39%
Skuldahlutfall......................................................... 165% 156% 137%
EBITDA hlutfall....................................................... 16% 16% 20%
Veltufjárhlutfall........................................................ 0,52 0,59 0,87

Þriggja ára áætlun er sett fram á föstu verðlagi og því er ekki metalin reiknuð áhrif verðlags- og gengisbreytinga, þó er gert ráð fyrir 3% verðbólgu við útreikninga á langtímalánum.

Gert er ráð fyrir fjárfestingu fyrir 171 mkr. á tímabilinu. Ekki er gert ráð fyrir langtímalántöku á tímabilinu.

Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall, þ.e. hlutfall bókfærða skulda og skuldbindinga á móti heildartekjum lækki úr 188% frá útgönguspá 2011 í 137% árið 2015.

Gert er ráð fyrir að EBITDA hlutfall (framlegð) verði, 13,28% að meðaltali í A hluta og 17% í Samstæðu A og B hluta.

Þriggja ára fjárhagsáætlun borin upp til samþykkis:

4 samþykkja, 3 sitja hjá (AMK, IPG, KS)

Þriggja ára fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2013-2015 er samþykkt.

Fundargerðir til umsagnar og kynningar:

  1. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 5. jan. 2012.
  2. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 16. jan. 2012.
  3. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 17. jan. 2012.
  4. Aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 17. jan. 2012.
  5. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 18. jan. 2012.
  6. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, dags. 19. jan. 2012.
  7. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 20. jan. 2012.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra bendir Heilbrigðisnefnd og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands á að Rangárþing ytra getur boðið uppá mjög heppilegt húsnæði á Suðurlandsvegi 1-3 í hjarta matvælaframleiðslunnar á Suðurlandi. Áður hefur verið bent á það athuga möguleika þess að hýsa stofnanir SASS annars staðar en á Selfossi þegar það á við eins og virðist vera í þessu tilfelli.

Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með formanni Heilbrigðisnefndar og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits.

  1. Vinnuhópur um málefni fatlaðra í Rangárþingi ytra, dags. 25. jan. 2012.

Í fundargerðinni koma fram réttmætar ábendingar um hömlur á aðgengi fatlaðra að íþróttamiðstöð.

Forstöðumanni eignaumsjónar falið að yfirfara málið, í samvinnu við fulltrúa Rangárþings ytra í félagsmálanefnd og leggja fyrir sveitarstjórn áætlun um bætt aðgengi að stofnunum og byggingum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn þakkar vinnuhópnum hans framlag vegna vinnu við yfirtöku sveitarfélaganna á málefnum fatlaðra frá ríkinu. Þar sem innleiðingarferlinu er lokið og félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu hefur tekið yfir málaflokkinn lítur sveitarstjórn svo á að starfi vinnuhópsins sé lokið. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að kalla hópinn saman á kjörtímabilinu ef ástæða þykir til.

  1. fundur félagsmálanefndar, dags. 25. jan. 2012.

Í tl. 1 í fundargerðinni er samþykkt að setja á laggirnar starfshóp skipaðan fulltrúum sveitarfélaganna og félagsmálanefndar sem móti stefnu um framboð, reglur og leiguverð félagslegs leiguhúsnæðis innan starfssvæðisins. Niðurstaða hópsins verður lögð fyrir sveitarstjórnirnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn tilnefnir Indriða Indriðason, aðalbókara, sem fulltrúa Rangárþings ytra í hópinn.

  1. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 25. jan. 2012.

Í fundargerðinni kemur m.a. fram að vegna breyttra aðstæðna hefur stjórn Félagsþjónustunnar ákveðið að falla frá ráðningu félagsmálastjóra um óákveðinn tíma.

Sveitarstjórn þakkar Ragnheiði Hergeirsdóttur, fráfarandi félagsmálastjóra, hennar góða starf fyrir Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu og er henni óskað velfarnaðar í nýju starfi.

  1. fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 27. jan. 2012.

Sveitarstjórn fagnar því að nú hilli undir að aukin starfsemi komist í tengibygginguna en skv. fundargerð er stærstur hluti hússins að komast í útleigu.

Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:

  1. Samningur milli stjórnar þjónustusvæðis fatlaðra á Suðurlandi og sveitarfélagsins Árborgar, dags. 13. sept. 2011.
  2. Velferðarráðuneytið; Styrkir til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu, dags. 30. des. 2011.

Umsókn Rangárþings ytra og Ásahrepps um styrk til talþjálfunar er svarað í bréfinu. Velferðarráðuneytið tekur vel í umsóknina og styrkir verkefnið um kr. 500.000.

Formanni fræðslunefndar, Dr. Magnúsi H. Jóhannssyni, er falið að svara bréfi ráðuneytisins og þakka styrkinn. Jafnframt er Magnúsi falið að koma með tillögur að nýtingu styrkjar í samráði við skólastjórnendur.

  1. Landsvirkjun; Kynning frá fundi með sveitarstjórn Rangárþings ytra dags. 12. jan. 2011.

Sveitarstjórn hitti forsvarmenn Landsvirkjunar á fundi 12. janúar 2012 þar sem kynnt voru fyrirhuguð áform fyrirtækisins vegna Hvamms- og Holta- og Urriðafossvirkjana í neðri hluta Þjórsár.

Sveitarstjórn óskar frekari viðræðna við forsvarsmenn Landsvirkjunar um útfærslur á verkáætlun þeirra auk þess sem óhjákvæmilegt er að fulltrúar sveitarfélagsins komi á beinan hátt inn í viðræður við Vegagerðina um samgöngubætur vegna þessara verkefna.

  1. KPMG; Skýrsla Regluvarðar 2011, dags. 17. jan. 2011.

Skýrsla regluvarðar lögð fram til kynningar fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn staðfestir Ásu Kristínu Óskarsdóttur, lögfræðing hjá KPMG ehf., sem staðgengil regluvarðar.

  1. Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði; Gögn tengd eldgosinu í Eyjafjallajökli, dags. 19. jan. 2012.
  2. Skólahreysti; Styrkbeiðni, mótt. 20. jan. 2012.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

Formanni fræðslunefndar er falið að kanna með þátttöku grunnskólanna í sveitarfélaginu í Skólahreysti. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja nemendur skólanna vegna ferðakostnaðar, skv. nánara samkomulagi, taki þau þátt í Skólahreysti árið 2012.

  1. RARIK; Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald, dags. 20. jan. 2012.

Sveitarstjóra falið að koma á fundi með forsvarsmönnum RARIK vegna efnisinnihalds bréfsins.

  1. Dagur leikskólans, skv. bréfi dags. 23. jan. 2012.
  2. Ásahreppur; Afrit af bréfi til Orkustofnunar, dags. 23. jan. 2012.
  3. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; Eftirlit í félagsheimili og íþróttahús Þykkvabæjar, dags. 25. jan. 2012.

Eignaumsjón er falið að vinna að úrbótum í samræmi við kröfur Vinnueftirlitsins hafi það ekki verið gert nú þegar.

  1. NFSU; Beiðni um afnot af íþróttahúsi Þykkvabæ, skv. tölvupósti dags. 25. jan. 2012.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og veitir heimild til útleigu íþróttahússins í Þykkvabæ í samræmi við erindið. Leigugjaldið er kr. 150 þús. vegna húsnæðisins. Leigutaki ber allan kostnað sem til fellur við samkomuna, s.s. vegna umsóknar um leyfi og vegna gæslu. Gerð er krafa um að lögð verði fram trygging af hálfu leigutaka vegna samkomunnar. Leigutaki skal sækja um tækifærisleyfi til sýslumanns og uppfylla allar þær kröfur sem sýslumaður setur.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 16:55.