Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 1. mars 2012, kl. 15:00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, mætir undir liðum 4-5.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- fundur hreppsráðs, dags. 16. feb. 2012.
Fundargerðin staðfest.
- fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar, dags. 27. feb. 2012.
Varðandi tl. 3:
Sveitarstjóra falið að senda athugasemdir nefndarinnar til Nefndasviðs Alþingis í samræmi við bókun hreppsráðs tl. 16-19 frá 19. fundi 16. febrúar 2011.
Varðandi tl. 4a:
Sveitarstjórn leggur til að nefndin mæti til fundar við sveitarstjórn 30 mín. fyrir boðað upphaf næsta sveitarstjórnarfundar, sem áætlaður er 12. apríl 2012.
Varðandi tl. 4d:
Sveitarstjórn lýsir ánægju með bókunina og felur formanni nefndarinnar, í samvinnu við stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu, að setja fram hugmyndir að námskeiði og kostnaðaráætlun fyrir sveitarstjórn.
Varðandi tl. 4e:
Vísað er til 5. liðar í fundargerð atvinnu-og menningarmálanefndar í lið 3. hér að neðan. Sveitarstjórn áréttar að í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir 11,5 mkr. til verkefnisins.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
- fundur Atvinnu- og menningarmálanefndar, dags. 27. feb. 2012.
Varðandi tl. 3:
Formanni nefndarinnar er falið að móta ramma um verkefnið og leggja fyrir sveitarstjórn.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
Skipulagsmál og tengd erindi:
- fundur byggingarnefndar Rangárþings bs., dags. 23. feb. 2012.
688-2012 Meiri-Tunga 2, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir fuglaeldishúsi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
689-2012 Meiri-Tunga 4, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
690-2012 Höfðavegur, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
691-2012 Nefsholt, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
692-2012 Borgarbraut 1, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir stækkun og breytingum innanhúss.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
693-2012 Hólavangur 3, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir parhúsi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
676-2011 Háfshjáleiga, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sólstofu.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
- fundur skipulagsnefndar Rangárþings bs., dags. 23. feb. 2012.
Staðfesting á deiliskipulögum: Maurholt, Tjörfastaðir, Heklukot, Hallstún og Sælukot.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
300-2012 Fellsmúli Rangárþingi ytra, deiliskipulag fiskeldisstöðvar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
301-2012 Skrúður, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, gesthúss og skemmu.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
302-2012 Svínhagi, Rangárþingi ytra, spilda SH-5 deiliskipulag frístundahúsa og gestahúsa.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
303-2012 Þykkvibær, Rangárþingi ytra, áður samþykkt deiliskipulag miðbæjar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
304-2012 Kaldakinn, Rangárþingi ytra – landskipti.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
305-2012 Meiri-Tunga 4, Rangárþingi ytra – landskipti.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Björg Jónsdóttir og Jón Þ. Magnússon; Erindi vegna fasteignagjalda, dags. 22. feb. 2012.
Sveitarstjóra falið að afgreiða erindið í samræmi við umræður á fundinum.
- Sorpstöð Rangárvallasýslu; Beiðni um sjálfskuldarábyrgð Rangárþings ytra vegna yfirdráttarláns, skv. tölvupósti dags. 24. feb. 2012.
Sveitarstjóra er veitt heimild til að undirrita sjálfskuldarábyrgð f.h. Rangárþings ytra í samræmi við erindið.
- Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum sveitarstjórnar, tölvupóstur dags. 27. feb. 2012.
Þorgils Torfi Jónsson, fulltrúi D-lista í hreppsnefnd og fulltrúi Rangárþings ytra í Héraðsnefnd Rangæinga, hefur óskað eftir framlengingu á leyfi frá störfum í sveitarstjórn og Héraðsnefnd í 6 mánuði eða til 31. ágúst 2012. Vísað er til 15. tl. frá 23. fundi sveitarstjórnar 1. september 2011.
Samþykkt samhljóða.
- Landsvirkjun; Verklýsing deiliskipulagsvinnu vegna Hvamms- og Holtavirkjana, skv. bréfi dags. 28. feb. 2012.
Á fundum fulltrúa Rangárþings ytra með fulltrúum Landsvirkjunar hefur komið fram að Landsvirkjun vinni með Vegagerðinni að nauðsynlegum úrbótum á vegakerfi sem tengist fyrirhuguðum framkvæmdum og aukinni umferð um svæðið vegna þeirra. Fulltrúar Rangárþings ytra hafa lagt áherslu á vegbætur á svæðinu, s.s. bundið slitlag á efsta hluta Landvegar, Hagabraut og Árbæjarbraut, vegna varanlega aukins þunga umferðar um svæðið vegna framkvæmdanna. Eins hefur áhersla verið lögð á að full sátt náist um aðkomuveg að fyrirhugaðri Hvammsvirkjun.
Í þessu ljósi er lýsingin samþykkt og ákveðið að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Lögð er áhersla á að í deiliskipulagsferlinu verði haft samráð við alla landeigendur sem fyrirhugaðar framkvæmdir snerta og að öllum samningum verið hraðað eins og kostur er. Sveitarstjórn óskar eftir því að tímarammi verkáætlunar verði uppfærður og að texti verði lagaður þar sem við á, s.s. að aðkoma að Hvammsvirkjun er ekki um heimreið að Hvammi.
Sveitarstjóra og oddvita falið að fá sameiginlegan fund með fulltrúum Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar til að ræða fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í tengslum við verkefnið.
- Skipun tveggja fulltrúa í stýrihóp vegna skipulagsvinnu við verkefnið „FJALLABAKSSVÆÐIÐ; vestan og norðan Mýrdalsjökuls“.
Sigurgeir Guðmundsson, formaður samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar og Kristinn Guðnason, fjallkóngur á Landmannaafrétti, eru skipaðir í stýrihópinn fyrir hönd Rangárþings ytra.
- Tillaga Á-lista; Deiliskipulag á Gaddstöðum.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi.
Lagt er til að unnið verði að deiliskipulagi á Gaddstaðaflötum til þess að hægt sé að nýta alla möguleika svæðisins sem best.
Greinargerð:
Gera þarf ráð fyrir útivistarsvæði fyrir íbúa, hesthúsabyggð og skapa fallega umgjörð fyrir ásýnd svæðisins . Þá skal einnig tvinna saman svæðið með hliðsjón af samnýtingu við þau mannvirki sem eru á svæðinu í eigu Rangárbakka ehf. og Rangárhallarinnar ehf. Samhliða deiliskipulagsvinnu er hægt að vinna að gróðursetningu trjágróðurs og skapa þannig fallega umgjörð fyrir svæðið.
Samþykkt er að fela sama hópi og vinnur að skipulagi miðbæjar á Hellu að vinna að deiliskipulaginu í samráði við hagsmunaaðila.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson kemur aftur á fundinn.
- Tillaga Á-lista; Talmeinafræðingur í Rangárþingi ytra og Ásahreppi.
Lagt er til að ráðinn verði talmeinafræðingur til sveitarfélagsins, í samvinnu við Ásahrepps. Hlutverk hans verður að sinna talþjálfun barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.
Greinargerð:
Velferðarráðuneytið veitti Rangárþingi ytra og Ásahreppi styrk upp á kr. 500 þús. vegna talþjálfunar barna í sveitarfélögunum. Heildarfjöldi barna í leikskólunum og grunnskólunum sem þurfa á aðstoð að halda er 49. Um helmingur þeirra hefur fengið faglega greiningu talmeinafræðings um að vera í þörf fyrir talþjálfun. Hinn helmingur barnanna er annaðhvort í greiningarferli eða í þörf fyrir þjálfun að mati sérkennara skólanna. Verulegur kostur er að geta sinnt talþjálfuninni inni á leikskólunum. Það auðveldar talmeinafræðingi að kynnast börnunum og fylgjast með þeim að leik. Þá skapast einnig betri tækifæri fyrir kennara og talmeinafræðing að ræða um áframhaldandi þjálfun barnanna.
Formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra, í samstarfi við oddvita Ásahrepps, falið að útfæra starf talmeinafræðings við skóla sveitarfélagsins og leggja fyrir sveitarstjórn. Í þessari útfærslu skal m.a. koma fram fyrirkomulag rekstrar og heildarkostnaðaráætlun við starfið.
- Skólamötuneyti m.t.v. í tl. 8.4 frá 26. fundi sveitarstjórnar dags. 8. des. 2011.
Lögð fram hugmynd skólastjóranna, í Laugalandsskóla og Grunnskólanum á Hellu, að rekstrarhagræði fyrir skólamötuneyti og greinargerð leikskólastjóra á Heklukoti vegna mötuneytismála. Hugmynd skólastjóranna felst í því að allur matur skólabarna verði matreiddur á Laugalandi og ekið með hann á Hellu. Með þessu móti fáist hagræðing í rekstri auk þess sem öll börn í sveitarfélaginu njóti sama matar.
Formanni fræðslunefndar, sveitarstjóra og Önnu Maríu Kristjánsdóttur falið að vinna að nánari útfærslu á hugmyndinni í samvinnu við skólastjórana og leggja fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjórn leggur til að könnuð verði verð hjá öðrum aðilum til samanburðar.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- stjórnarfundur Sambands orkusveitarfélaga, dags. 16. des. 2011.
- stjórnarfundur Sambands orkusveitarfélaga, dags. 17. feb. 2012.
- Stjórnarfundur í Húsakynnum bs., dags. 20. feb. 2012.
Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum af rekstrarniðurstöðu ársins 2011, sem fram kemur í fundargerð. Mikilvægt er að strax verði brugðist við.
Vinnuhópi um framtíðarfyrirkomulag Húsakynna falið að móta tillögur sem lagðar verða fyrir aðalfund félagsins sem boðaður hefur verið 14. mars nk.
- fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 24. feb. 2012.
Sveitarstjórn þakkar fráfarandi framkvæmdastjóra, Gunnari Aroni Ólasyni, góð störf í þágu félagsins. Sveitarstjórn leggur áherslu á að stjórn félagsins gangi frá samningum hið fyrsta um framkvæmdastjórn í samræmi við tillögu stjórnar.
- Fundur í rekstrarstjórn Laugalands, dags. 27. feb. 2012.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- Eldvarnaeftirlit; Leikskólinn Heklukot, Skóladagsheimili Hellu, Grunnskólinn Hellu, , dags. 14. feb. 2012.
Eignaumsjón er falið að vinna að úrbótum í samræmi við kröfur Eldvarnaeftirlitsins hafi það ekki verið gert nú þegar.
- RARIK; Götulýsing á veitusvæði RARIK, dags. 16. feb. 2012.
- Vatnajökulsþjóðgarður; Tillaga að verndaráætlun fyrir Langasjó, tölvupóstur dags. 17. feb. 2012.
- Landgræðslan; Afrit af bréfi til Ferðaklúbbsins 4x4, dags. 20. feb. 2012.
- FSU; Beiðni um samstarf í tengslum við verkefnið „Heilsueflandi framhaldsskóli“, dags. feb. 2012.
- Orkuveita Reykjavíkur; Ábyrgð á lánum Hitaveitu Rangæinga, dags. 22. feb. 2012.
Sveitarstjóra í samvinnu við framkvæmdastjóra Ásahrepps og Rangárþings eystra falið að bregðast við erindinu.
- Viðlagatrygging Íslands; Ítrekun vegna ákvæða laga um Viðlagatryggingu, dags. 22. feb. 2012.
- Þjóðarsáttmáli gegn einelti, tölvupóstur 23. feb. 2012.
- Krabbameinsfélagið; Mottumars, tölvupóstur 23. feb. 2012.
- Húsakynni bs.; Aðalfundarboð, dags. 23. feb. 2012.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti, fer með umboð Rangárþings ytra á fundinum.
- Fornleifavernd ríkisins; Afrit af bréfi til Íslenskrar matorku ehf., dags. 23. feb. 2012.
- Christiane L. Bahner Hdl.; Innheimtuþjónusta, dags. 23. feb. 2012.
Sveitarstjórn leggur til að kannaður verði áhugi sveitarfélaga í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu á sameiginlegum þjónustusamningi um innheimtu.
- Blaklið Dímonar; Ósk um fría æfingatíma í íþróttahúsinu á Laugalandi, tölvupóstur dags. 24. feb. 2012.
Steindór Tómasson víkur af fundi.
Sveitarstjórn lýsir ánægju með samstarf íþróttafélaganna í sýslunni hvetur þau til að efla samvinnu og fjölga iðkendum. Sveitarstjórn samþykktir að veita styrki á móti húsaleigu í íþróttahúsinu á Laugalandi, skv. erindinu.
Steindór Tómasson kemur aftur á fundinn.
- Samband íslenskra sveitarfélaga; XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. feb. 2012.
- Lánasjóður sveitarfélaga; Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 27. feb. 2012.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 17:40.