Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
mánudaginn 7. maí 2012, kl. 15:00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Katrín Sigurðardóttir í forföllum Önnu Maríu Kristjánsdóttur. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi, situr fundinn undir tl. 13.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og varaoddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- fundur hreppsráðs, dags. 15. mars 2012.
Fundargerðin staðfest.
- fundur hreppsráðs, dags. 26. apríl 2012.
Fundargerðin staðfest.
- fundur hreppsráðs, dags. 30. apríl 2012.
Fundargerðin staðfest.
- Fjallskiladeild Holtamannaafréttar, dags. 15. mars 2012.
Sveitarstjóra og oddvita falið að afla frekari upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.
Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað af hálfu Rangárþings ytra þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.
- fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 27. mars 2012.
Fundargerðin staðfest.
- fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar, dags. 2. maí 2012.
Fundargerðin staðfest.
Skipulagsmál og tengd erindi:
- Breyting á deiliskipulagi fyrir Búðarhálsvirkjun og nágrenni, Búðarhálslínu1, Ásahreppi og Rangárþingi ytra.
Skipulagsstofnun hefur í bréfi, dags. 10. febrúar 2012, gert athugasemdir við umhverfisskýrslu vegna breytingar á gildandi deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar. Athugasemdirnar snéru að frágangi vegna slóðagerðar með línum og möstrum og var óskað eftir að sett yrðu ákvæði í skilmála deiliskipulags um frágang í samræmi við umhverfisskýrslu. Einnig var gerð athugasemd vegna umsagnar Fornleifaverndar og hvernig brugðist skuli við henni. Deiliskipulagsgögn hafa verið lagfærð til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Bætt hefur verið inn kafla um fornleifar, auk texta vegna lagningar línu og mastra.
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi Búðarháls og nágrennis, með áorðnum breytingum skv. ábendingum Skipulagsstofnunar.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir veitinga- og gististað að Árhúsum, dags. 24. apr. 2012.
Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir gististað að Hungurfit, dags. 24. apr. 2012.
Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir gististað að Fossi, dags. 24. apr. 2012.
Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir gististað að Svínhaga (R-11, R-2 og II-26), dags. 26. apr. 2012.
Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir upplýsingum frá skipulags- og byggingarfulltrúa áður en umsögn verður veitt.
- Málefni skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Rangárþings bs.
Sveitarstjóra og oddvita er falið að ganga til viðræðna við forráðamenn aðildarsveitarfélaganna um næstu skref vegna samþykktar stjórnar um slit á byggðasamlaginu. Jafnframt er þeim falið að vinna að tillögum fyrir sveitarstjórn um skipan málaflokksins innan stjórnsýslunnar til framtíðar.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Ársreikningur Rangárþings ytra 2011 – fyrri umræða.
Auðunn Guðjónsson, KPMG, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, kynnti niðurstöður ársreiknings fyrir Rangárþing ytra árið 2011. Auðunn lagði fram endurskoðunarskýrslu fyrir Rangárþing ytra vegna ársins 2011.
Ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2011 er vísað til síðari umræðu.
- Skógræktarfélag Rangæinga; Styrkbeiðni, upphaflega send 16. ágúst 2011, síðast tekið fyrir hjá sveitarstjórn 19. janúar 2012.
Skógræktarfélagi Rangæinga er þakkað boð í kynnisferð um starfssvæði félagsins í Rangárþingi ytra og farin var 16. apríl sl.
Sveitarstjórn samþykkir að leitað verði eftir samningum við Skógræktarfélag Rangæinga um átaksverkefni í gróðursetningu og fegrun aðkomu að Hellu, sem er aðkallandi. Samþykkt er að veita kr. 300 þús. til verkefnisins og er sveitarstjóra falið að vinna að samningnum. Fjárhæðin verður endurskoðuð að hausti ef tilefni þykir til.
- Iðnaðarráðuneytið; Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Orkuveitu Reykjavíkur um leyfi til gjaldskrárhækkunar, dags. 13. apr. 2012.
Sveitarstjórn mótmælir harðlega öllum áformum OR um boðaðar gjaldskrárhækkanir og beiðni um leyfi til afnáms einkaleyfis á hluta af fyrrum veitusvæði Hitaveitu Rangæinga.
Sveitarstjóra og varaoddvita falið að rita svarbréf til ráðuneytisins.
- Heimir Hafsteinsson; Stjórn Strandarvallar ehf. og væntanlegur aðalfundur 2012, dags. 15. apr. 2012.
Til kynningar.
- Hreinlætismál.
Til kynningar.
- Tillaga Á-lista um opna viðtalstíma kjörinna fulltrúa.
Lagt er til að frá 1. september n.k. verði boðið uppá opna viðtalstíma sveitastjórnarfulltrúa á skrifstofu Rangárþings ytra til þess að gefa íbúum tækifæri til að koma og ræða við sveitastjórnarfólk um þau málefni sem brenna á fólki.
Viðtalstímar verða í nýrri fundaraðstöðu sveitarstjórnar á jarðhæð Suðurlandsvegar 3 á Hellu. Viðtalstímarnir verða auglýstir þegar nær dregur.
Oddvitum listanna er falið að leggja fram tillögu um útfærslu á viðtalstímunum.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings og Ásahrepps, dags. 26. apr. 2012.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- KPMG; Lokaskýrsla stjórnsýsluskoðunar hjá Rangárþingi ytra vegna 2011, dags. 27. mars 2012.
Sveitarstjórn og sveitarstjóri taka þær ábendingar sem fram koma til greina og munu fara eftir þeim.
- Málefni Stórólfshvols – til kynningar.
Lögmönnum var falið að ganga frá heildarsamningum varðandi land Stórólfsvallar/hvols eftir leigulok Stórólfs hjá Héraðsnefnd. Lögmenn aðila hafa komist að samkomulagi sem hefur verið samþykkt með fyrirvara um samþykki Héraðsnefndar. Lögmaður mun koma á fund Héraðsnefndar og kynna samkomulagið.
- Vinnumálastofnun; Sumarstörf námsmanna, skv. tölvupósti dags. 20. apr. 2012.
- Ályktun fulltrúa fjölda sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra breytinga á fiskveiðistjórnun.
- Foreldrafélag Heklukots; Styrkbeiðni vegna leiktækjakaupa, skv. tölvupósti dags. 25. apr. 2012.
Sveitarstjórn þakkar það framlag sem foreldrafélag Heklukots hefur lagt að mörkum til kaupa á leiktæki fyrir Heklukot í tengslum við móttöku Grænfánans 12. maí nk. Í þessu ljósi samþykkir sveitarstjórn að leggja til fjáröflunarinnar kr. 75 þús.
- Fundarboð á kynningarfund Sorpstöðvar Suðurlands bs., skv. tölvupósti 26. apr. 2012.
- Vottunarstofan Tún; Aðalfundarboð, dags. 27. apr. 2012.
- VSÓ Ráðgjöf; Minnisblað vegna útboðs á viðbótarakstri á Suðurlandi, dags. 1. maí 2012.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í málið en óskar eftir því að málið verði ýtarlega kynnt sveitarstjóra og oddvita áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 18:17.