31. fundur 15. maí 2012

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu,

þriðjudaginn 15. maí 2012, kl. 15:00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, í forföllum Magnúsar H. Jóhannssonar, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Indriði Indriðason, aðalbókari, situr fundinn undir tl. 13 og 14. Árni Þorgilsson situr fundinn undir tl. 3 og 4.

Oddviti setur fund og stjórnar honum. Fundurinn er haldinn í nýjum fundarsal á jarðhæð Suðurlandsvegar 3 á Hellu og verður hann framtíðarfundarstaður sveitarstjórnar.

Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.

Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:

  1. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, dags. 2. maí 2012.

Sveitarstjórn þakkar ábendingar nefndarinnar og mun taka þær til vandlegrar skoðunar á næstu vikum. Sveitarstjóra er falið að ræða við formann nefndarinnar um nánari útfærslur á tillögum þeim sem fram koma í fundargerðinni.

Fundargerðin staðfest.

  1. fundur fræðslunefndar, dags. 3. maí 2012.

Fundargerðin staðfest.

Skipulagsmál og tengd erindi:

  1. fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 3. maí 2012.

705-2012 Búðarhálsvirkjun, Ásahreppi – stöðuleyfi fyrir vinnubúðir.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

707-2012 Búðarhálsvirkjun Ásahreppi - ósk um framlengingu á stöðuleyfi vinnubúða.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

713-2012 Gilsbakki, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir bílageymslu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

714-2012 Lýtingur, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir geymslu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

715-2012 Svínhagi H-40, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir kvisti og svölum.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

716-2012 Litli Klofi 1, 2a-B, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

717-2012 Svínhagi SH-19, Rangárþingi ytra – stöðuleyfi fyrir gámi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

718-2012 Marteinstunga, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

719-2012 Hagi við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir geymslu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.

  1. Aðalskipulagsbreyting vegna breyttrar landnotkunar á Hellu.

Aðalskipulagsbreytingin tekur til breyttrar landnotkunar á Hellu; til iðnaðarsvæðis, verslunar- og þjónustusvæðis, breytingu á vegakerfi og til breyttrar skilgreiningar á tengivegum á Hellu.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana lögum samkvæmt.

  1. Unnsteinn Oddsson; Umsókn um stofnun lögbýlis, dags. 1. maí 2012.

Áður en erindið er afgreitt óskar sveitarstjórn eftir ýtarlegri upplýsingum um áform umsækjenda um uppbyggingu. Oddvita falið að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.

Afgreiðslu frestað.

  1. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir veitingastað (veitingavagn) að Suðurlandsvegi 2, dags. 4. maí 2012.

Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina með fyrirvara um jákvæða umsögn annarra lögboðinna umsagnaraðila og leyfi lóðarhafa.

  1. Verslunar- og þjónustulóðir og athafna- og iðnaðarlóðir á Hellu.

Samþykkt er að auglýsa í Búkollu og á heimasíðu sveitarfélagsins lausar til úthlutunar byggingalóðir sem hægt er að hefja byggingarframkvæmdir nú þegar.

Jafnframt verði farið yfir úthlutanir á lóðum sem byggingarframkvæmdir eru ekki hafnar sbr. reglur um upphaf byggingarframkvæmda eftir úthlutun lóða. Aðilum verði þá gefin ákveðin frestur til að hefja framkvæmdir en að öðrum kosti verði lóðum skilað.

  1. Jarðirnar Foss og Árbær á Rangárvöllum í eigu Rangárþings ytra.

Sveitarstjóra og oddvita er falið að ræða við hagsmunaaðila í samræmi við umræður á fundinum.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Fyrirhuguð úttekt á Hvammsvirkjun dagana 21.-24. maí.

Til kynningar.

  1. Ferðamálastofa; Beiðni um tilnefningu í samráðshóp vegna kortlagningar auðlinda í ferðaþjónustu, skv. tölvupósti dags. 9. maí 2012.

Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa og eins til vara:

Tilnefnd eru Gunnar Aron Ólason og Katrín Sigurðardóttir. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er tilnefnd til vara.

  1. Tillaga Á-lista um íþrótta-, tómstunda- og forvarnarstarf í Rangárþingi ytra.

Á- listinn leggur til að leitað verði leiða til að samfella, tengd íþrótta- og tómstundastarfi, geti verið í boði næsta skólaár fyrir 1.- 10. bekk í grunnskólum sveitarfélagsins.

Tilgangurinn með tillögunni er að efla og styðja við íþrótta-, tómstunda- og forvarnarstarf í sveitarfélaginu með markvissum hætti.

Samþykkt er að óska eftir viðræðum við skólastjórnendur og Ungmennafélagið Heklu um útfærslu á samfellu í íþrótta-og tómstundastarfi fyrir 5.-10.bekk í Grunnskólanum á Hellu á næsta skólaári. Sveitarstjóra og oddvita falið að leiða viðræðurnar.

Markmið með tillögunni er að börn á þessum aldri geti stundað íþrótta- og tómstundastarf í framhaldi af reglubundnum skóladegi. Einnig að kannað verði með grundvöll þess meðal skólastjórnenda og starfsfólks hvort að hægt sé að taka upp meiri samvinnu á milli grunnskólanna, m.a. vegna starfsmanna sem vinna að málaflokknum.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna kostnaðar- og verkáætlun fyrir sveitarstjórn í samráði við formann íþrótta-og tómstundanefndar og hagsmunaaðila.

Samhliða þessari vinnu verður skoðað að auglýsa eftir umsjónarmanni forvarnarmála í sveitarfélaginu miðað við 10-15% starf.

  1. Framkvæmdanefnd um málefni viðbyggingar við Lund, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Hellu.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Anna María Kristjánsdóttir vekja athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkja af fundi.

Sveitarstjórn þakkar stjórn Lundar og hjúkrunarforstjóra fyrir frumkvæði að þessu verkefni og þá vinnu sem þegar hefur verið lögð í það.

Hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við oddvita Ásahrepps og formann stjórnar Lundar, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Hellu, um myndun framkvæmdanefndar vegna áforma um viðbyggingu og stækkun á hjúkrunardeild Lundar.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdanefndina skipi oddvitar sveitarfélaganna, sveitarstjóri Rangárþings ytra og formaður stjórnar Lundar. Þegar samstaða er komin meðal aðila um þetta skal framkvæmdanefndin taka þegar til starfa.

Framkvæmdanefndinni er falið að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið um samning varðandi stækkun Lundar og framlög til þess verkefnis af hálfu ríkis og aðildarsveitarfélaganna.

Gert er ráð fyrir að framlög aðila verði 85% frá ríki og sveitarfélögin 15% eins og hefðbundið er varðandi byggingar hjúkrunardeilda.

Þegar liggur fyrir framlag frá "Framkvæmdasjóði aldraðra" að upphæð kr. 88.500.000 -áttatíu og átta milljónir og fimmhundruð þúsund krónur- sem eru 40% af áætluðum framkvæmdakostnaði og skoðast sem hluti af framlagi ríkisins.

Á vantar að afla samþykkis ríkis er varðar framlag af þess hálfu fyrir 45% af áætluðum framkvæmdakostnaði og að sveitarfélögin samþykki og tryggi framlag sem nemur 15% af áætluðum framkvæmdakostnaði.

Jafnframt er óskað eftir að framkvæmdanefndin geri tillögu um með hvaða hætti haldið verður utan um framkvæmdakostnaðinn og meðferð fjármuna honum tengdum. Skoðað skal hvort „Framkvæmdasýsla ríkisins“ annist bókhald og meðferð fjármuna eða með hvaða hætti það verði unnið og þá í samráði við ráðuneytið.

Framkvæmdanefndin geri síðan tillögur um einstaka áfanga til sveitarstjórnanna og í samráði við þá aðila sem að málinu koma af hálfu ríkisins og fái umboð til þess.

Margrét og Anna María koma aftur á fundinn.

  1. Ársreikningar samstarfsverkefna 2011.

Menningarmiðstöðin Laugalandi.

Heildarrekstrarkostnaður á árinu nam 157,655 mkr., þ.a. framlag Rangárþings ytra 107,753 mkr. Eignir samtals í árslok 2011 námu 8,810 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Menningarmiðstöðvarinnar á Laugalandi fyrir árið 2011 fyrir sitt leyti.

Leikskólinn Laugalandi.

Heildarrekstrarkostnaður á árinu, að frádregnum leikskólagjöldum, nam 43,530 mkr., þ.a. framlag Rangárþings ytra 26,597 mkr. Eignir samtals í árslok 2011 námu 3,947 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Leikskólans á Laugalandi fyrir árið 2011 fyrir sitt leyti.

Eignasjóður Laugalandsskóla.

Rekstrartekjur á árinu námu 56,624 mkr. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 13,892 mkr. Eignir samtals í árslok 2011 námu 233,023 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eigið fé í árslok 2011 var 20,094 mkr.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Eignasjóðs Laugalandsskóla fyrir árið 2011 fyrir sitt leyti.

Leiguíbúðir Laugalandi.

Rekstrartekjur á árinu námu 2,844 mkr. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 1,838 mkr. Eignir samtals í árslok 2011 námu 4,791 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eigið fé í árslok 2011 var neikvætt 2,971 mkr.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Leiguíbúða á Laugalandi fyrir árið 2011 fyrir sitt leyti.

  1. Ársreikningur Rangárþings ytra 2011 – síðari umræða.

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2011 var staðfestur af hreppsráði 30. apríl 2012 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar mánudaginn 7. maí 2012 og vísað til seinni umræðu en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.

Ársreikningurinn hefur að geyma ársreikninga fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekin ársreikning fyrir alla starfsemi þess það er A og B hluta sbr. 60. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011.

Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustustöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs. og Suðurlandsvegur 1-3 ehf.

Samkvæmt rekstrarreikningi 2011 námu rekstrartekjur A og B hluta 1.070,0 millj. kr. samanborið við 1.015,0 millj. kr. árið 2010. Hækkun milli ára er 5,4%.

Rekstrargjöld A og B hluta eru laun, annar rekstarkostnaður og afskriftir sem námu samtals 928,5 millj.kr., en voru 928,5 millj. kr. á árinu 2010. Hækkun frá fyrra ári nemur 0,4%.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta árið 2011 námu 20,4 millj. kr. samanborið við 83,7 millj. kr.árið 2010. Lækkun fjármagnsgjalda umfram fjármunatekjur milli ára skýrist af endurútreikningi á erlendum lánum samanborið við árið 2010.

Rekstrarniðurstaða ársins er því jákvæð um 120,5 millj. kr. fyrir A og B hluta samanborið við 5,0 millj. kr. á árinu 2010. Jákvæð rekstrarniðurstaða er að stórum hluta til komin vegna leiðréttinga á höfuðstól lána.

Mörg jákvæð teikn eru í ársreikningi samstæðunnar fyrir síðasta ár. Framlegð eykst, veltufé frá rekstri eykst og launakostnaður tók hlutfallslega lítilli breytingu frá áætlun og er lægri en var árið 2010. Skuldahlutfall samstæðunnar lækkar og er 177% í árslok. Þetta hlutfall er á réttri leið verði gætt varúðar í lántökum svo sem boðað er í fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun fyrir árin 2013 – 2015. Ástæða er til þess að þakka stjórnendum og starfsmönnum Rangárþings ytra og samstarfsverkefna fyrir þrotlausa vinnu við það að ná hagræðingu og aðhaldi í rekstrinum. Sveitarstjórn vonast til þess að gott samstarf haldist milli yfirstjórnar og starfsmanna um það að rekstur sveitarfélagsins skili jákvæðum árangri á þessu og komandi árum og skili sér í öflugri stöðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2011.

Fundargerðir til umsagnar og kynningar:

  1. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 9. mars 2012.
  2. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 26. apr. 2012.
  3. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. apr. 2012.
  4. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, dags. 2. maí 2012.

Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:

  1. Umhverfisráðuneytið; Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra, dags. 30. apr. 2012.
  2. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga; Endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu 2012, dags. 7. maí 2012.
  3. Landskerfi bókasafna; Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2012, dags. 8. maí 2012.
  4. Iðnaðarráðuneytið; Afrit af bréfi til Orkuveitu Reykjavíkur, hitaveitugjaldskrá fyrir dreifbýli Rangárveitu, dags. 11. maí 2012.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 17:35.