Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu,
fimmtudaginn 7. júní 2012, kl. 15:00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, , Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Sigríður Th. Kristinsdóttir í forföllum Ingvars Péturs Guðbjörnssonar. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Rúnar Guðmundsson og Árni Þorgilsson sitja fundinn undir tl. 1-3.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Í tilefni af 10 ára afmæli Rangárþings ytra, 9. júní 2012, færa fulltrúar D-lista sveitarfélaginu forláta fundahamar að gjöf sem oddviti veitir viðtöku.
Í tilefni af 100 ára afmæli brúar yfir Ytri-Rangá samþykkir sveitarstjórn að skipa í vinnuhóp sem undirbúa mun viðburð, s.s. ljósmyndasýningu á Töðugjöldum. Í vinnuhópinn eru skipaðir Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Steindór Tómasson.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
Skipulagsmál og tengd erindi:
- fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 21. maí 2012.
314-2012 Haukadalur, Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
316-2012 Galtalækur 2, Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
317-2012 Árbakki, Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
322-2012 Litli Klofi 6, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 12,4 ha landspildu á frístundasvæði.
Hreppsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hreppsnefnd telur ekki þörf á gerð lýsingar né að kynna tillöguna sérstaklega skv.3. mgr. 40. gr.skipulagslaga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, en svæðið er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
323-2012 Stekkjartún við Marteinstungu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundahúsalóðar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
324-2012 Svínhagi SH13 og SH14, Rangárþingi ytra, ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
325-2012 Sörlatunga, Rangárþingi ytra, deiliskipulag lögbýlis.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
326-2012 Gaddstaðaflatir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag, hesthúsabyggð og reiðsvæði. Ósk um heimild til skipulagsgerðar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
327-2012 Efra-Sel, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 4 frístundalóða.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
328-2012 Lækur, Rangárþingi ytra, breyting á gildandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
329-2012 Dynskálar, á Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag athafna og iðnaðarsvæða.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
330-2012 Deiliskipulag Miðbæjar á Hellu, Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
331-2012 Rangárbakkar, Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag iðnaðar-, athafna og verslunarsvæðis.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
332-2012 Galtalækur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag landspildu fyrir fiskeldi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
333-2012 Ægissíða, Rangárþingi ytra, hugmyndir um 5 lóða íbúðabyggð.
Hreppsnefnd Rangárþings ytra tekur jákvætt í hugmyndir um 5 lóða íbúðabyggð við Ægissíðu og mælist til að unnið verði deiliskipulag samfara breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Einnig samþykkir hreppsnefnd að sækja um undanþágu til Umhverfisráðuneytis, vegna ónógrar fjarlægðar væntanlegra byggingarreita frá ám og vegum.
334-2012 Húsagarður, Rangárþingi ytra, 1.tl bráðbrigðaákvæða skipulagslaga.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
300-2012 Fellsmúli Rangárþingi ytra, deiliskipulag fiskeldisstöðvar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
301-2012 Skrúður, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, gesthúss og skemmu.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
302-2012 Svínhagi, Rangárþingi ytra, spilda SH-5 deiliskipulag frístundahúsa og gestahúsa.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
- fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 1. júní 2012.
728-2012 Jaðarbraut 18, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi .
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
729-2012 Höfðavegur 9, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
730-2012 Litli Klofi lóð 27, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
731-2012 Burstabrekka, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sólstofu.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
732-2012 Stóru-Vellir, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
- Lögbýlisumsókn, Stóru-Vellir, áður tekið fyrir á 31. fundi sveitarstjórnar, dags. 15. maí 2012, t.l.5.
Samkvæmt drögum að deiliskipulagi er umrædd lóð nr. 11, á milli frístundalóða nr. 10 annars vegar og lóða nr. 12 og 13 hins vegar.
Í samþykktu aðalskipulagi Rangárþings ytra er lóðin á skilgreindu frístundasvæði og því leggst sveitarstjórn gegn því að umræddri landspildu verði veittur lögbýlisréttur.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Lögreglan á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar útihátíðar í Þykkvabæ, Oddsparti, skv. tölvupósti dags. 24. maí 2012.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða útihátíð.
- Gaddstaðaflatir og hátíðahöld.
Sveitarstjóra og oddvita er falið að semja við Rangárbakka ehf. og aðra sem koma að starfsemi á Gaddstaðaflötum er varðar afnot af landi sveitarfélagsins til hátíðar- og mótshalda.
- Íþrótta-, tómstunda- og forvarnarstarf í Rangárþingi ytra, m.t.v. í t.l. 11 frá 31. fundi sveitarstjórnar, dags. 15. maí 2012.
Ungmennafélagið Hekla hefur í samstarfi við skólastjórnendur Grunnskólans á Hellu gert drög að skipulögðu tómstunda- og æskulýðsstarfi (samfellu) á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 15-17, fyrir 5.-10. bekk. Einhver námskeið eða æfingar geta verið allan veturinn en önnur eru eingöngu ein önn eða 12 vikur. Verður samsetning samfellunnar endurskoðuð eftir að skólastarf er hafið, fyrir hverja önn. Reiknað er með því að samfellan sé í gangi þegar skólinn starfar.
Sveitarstjóra og oddvita er falið að ganga til viðræðna og leita samninga við hlutaðeigandi aðila í samræmi við umræður á fundinum.
- Staðfesting sveitarstjórnar á veitingu einfaldrar ábyrgðar vegna lántöku Sorpstöðvar Rangárvallasýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Sorpstöðvar Rangárvallasýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Sorpstöð Rangárvallasýslu. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á belta- og traktorsgröfu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Sorpstöðvar Rangárvallasýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Sorpstöðvarinnar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Rangárþing ytra selji eignarhlut í Sorpstöð Rangárvallasýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Rangárþing ytra sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Gunnsteini R. Ómarssyni kt. 110870-4939, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Rangárþings ytra veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
- Kosning oddvita og varaoddvita og kosning í hreppsráð til eins árs, skv. l. nr. 138/2011.
Kjör oddvita:
Tillaga um að Guðfinna Þorvaldsdóttir, Saurbæ, 851 Hellu verði oddviti til loka kjörtímabils 2010-2014.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, STK).
Kjör varaoddvita:
Tillaga um að Magnús Hrafn Jóhannsson, Freyvangi 22, 850 Hellu verði varaoddviti til loka kjörtímabils 2010-2014.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, STK).
Kosning hreppsráðs til eins árs:
Tillaga um að eftiraldir hreppsnefndarmenn skipi hreppsráð 2012 - 2013:
Aðalmenn:
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Bolöldu 4, 850 Hellu.
Steindór Tómasson, Bergöldu 2, 850 Hellu.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Laufskálum 4, 850 Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Varamenn:
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Saurbæ, 851 Hellu.
Magnús Hrafn Jóhannsson, Freyvangi 22, 850 Hellu.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Nestúni, 850 Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Kjör formanns og varaformanns hreppsráðs til eins árs:
Tillaga um að Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir verði formaður hreppsráðs 2012 – 2013.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga um að Steindór Tómasson verði varaformaður hreppsráðs 2012 - 2013.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 28. mars 2012.
- Samráðsfundur vegna ,,Bestu- útihátíðarinnar“ 2012, dags. 9.maí 2012.
- stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 14. maí 2012.
- stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 22. maí 2012.
- fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 23. maí 2012.
- Fundur í stjórn byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings bs., dags. 24. maí 2012.
Sveitarstjóra er falið að auglýsa eftir skipulags- og byggingarfulltrúa í samræmi við umræður á fundinum.
- fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. maí 2012.
- Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 29. maí 2012.
- Aðalfundur Strandarvallar ehf., dags. 4. júní 2012.
Gunnar Aron Ólason var kosinn í stjórn á aðalfundinum sem fulltrúi Rangárþings ytra.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- Eigendur Vatnsdals; Girðing á mörkum Vatnsdals og Reynifells, afrit af bréfi til BSSL, dags. 22. maí 2012.
- EBÍ; Styrktarsjóður EBÍ 2012, dags. 22. maí 2012.
- SAMAN hópurinn; Hvatning til samveru fjölskyldunnar í sumar, dags. 23. maí 2012.
- Landgræðsla ríkisins; Athugasemdir við svör Orkuveitu Reykjavíkur til iðnaðarráðuneytis, afrit af bréfi til iðnaðarráðuneytis, dags. 24. maí 2012.
- Kór Odda og Þykkvabæjar; Styrkbeiðni vegna „Sumar í Odda“, dags. 28. maí 2012.
„Sumar í Odda“ sem Kirkjukór Odda og Þykkvabæjarkirkna hefur staðið fyrir er ætlað að auðga menningu og framboð á henni í héraði. „Sumar í Odda“ er rekið sjálfstætt og aðskilinn fjárhag kórsins og rennur ágóði, ef einhver er til þess að efla það verkefni.
Sveitarstjórn fagnar þessu framtaki og samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 100 þús. vegna þess.
- Karlakór Rangæinga; Styrkbeiðni, dags. í maí 2012.
Rangárþing ytra er aðili að þjónustusamningi við menningarheimili Oddasóknar á Hellu og greiðir mánaðarlegan styrk að fjárhæð um kr. 140 þús. Slíkur þjónustusamningur var gerður, m.a. til að styrkja starfsemi sem þessa. Frekari styrkveitingum er því miður ekki hægt að verða við.
- HES; Starfsleyfi fráveitu, dags. 29. maí 2012.
- Umhverfisráðuneytið; Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012, dags. 30. maí 2012.
- Fornleifavernd ríkisins; Bæjarholt (úr Snjallsteinshöfða) í Rangárþingi ytra, Rangárvallasýslu dskl, dags. 1. júní 2012.
- True-North vegna kvikmyndaverkefnis.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 17:03.