33. fundur 21. júní 2012

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu,

fimmtudaginn 21. júní 2012, kl. 15:00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, , Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir og Sigríður Th. Kristinsdóttir í forföllum Ingvars Péturs Guðbjörnssonar. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Rúnar Guðmundsson og Árni Þorgilsson sitja fundinn undir tl. 2-4.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.

Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:

  1. fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar, dags. 5. júní 2012.

Fundargerðin staðfest.

Skipulagsmál og tengd erindi:

  1. Lóðamörk milli Heiðvangs 2 og Heiðvangs 4, áður á dagskrá 20. fundar hreppsráðs, dags. mars 2012.

Steindór Tómasson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi.

Óskað var eftir því að sveitarstjórn greiði úr ágreiningsmáli vegna lóðamarka milli Heiðvangs 2 og Heiðvangs 4 á Hellu. Á fundi hreppsráðs var samþykkt að fela Skipulags- og byggingafulltrúa, í samráði við fagaðila, að setja niður lóðamörk sbr. erindið.

Í framhaldi af beiðninni óskaði Byggingar- og skipulags fulltrúaembættið eftir áliti lögmanns á afgreiðslu byggingarnefndar og skipulagsfulltrúa er varðaði byggingarleyfi bílskúrs á Heiðvangi 2, árið 2006. Álit frá lögmanni barst í dag og sveitarstjórn hefur ekki náð að skoða það og ræða.

Hreppsráði er falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn, leita sérfræðiálits ef þörf krefur og fá niðurstöðu í málið.

Steindór kemur aftur á fundinn.

  1. Kristján Ingi Úlfsson, f.h. eigenda Selsunds: Fyrirspurn vegna afgreiðslu skipulagsnefndar á málum 234-2011 og 293-2012, mótt. í tölvupósti 17. júní 2012.

Á 41. fundi skipulagsnefndar bókaði skipulagsnefnd með fyrirvara um samþykki og undirskriftir landeiganda Selsunds. Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar. Ljóst er að landeigendur hafa ekki enn samþykkt landskiptin með undirskrift og þá eru landskiptin ekki kláruð og ekki hægt að byggja aðrar afgreiðslur á þeim.

  1. fundur var verið að taka lóðir undir vegi og það mál var byggt á að búið væri að afgreiða þá fyrirvara sem skipulagsnefnd setti er varðar landskiptin á 41. fundi.

Ljóst er að þeir fyrirvarar sem settir voru við afgreiðslu máls 234-2011, sem afgreitt var á 41. fundi skipulagsnefndar, eru ekki uppfylltir. Afgreiðsla skipulagsnefndar á máli 293-2012, á 47. fundi, tekur ekki gildi fyrr en þeir fyrirvarar sem áður eru nefndir, þ.e. samþykki landeigenda Selsunds, eru uppfylltir.

  1. Vegagerðin: Beiðni um heimild til efnistöku úr tveimur námum í landi Svínhaga í Rangárþingi ytra, dags. 18. júní 2012.

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu um 3-400 m ofan við afleggjarann að Svínhaga og vegna efnistöku úr námu um 100 m frá afleggjaranum að Selsundi. Efni úr þessum námum er ætlað til uppbyggingar Þingskálavegar frá afleggjaranum að Svínhaga (neðri námunni) og niður eftir. Sótt er um magn sem svarar allt að 15.000 m3 úr hvorri námu.

Við skoðun hefur komið í ljós að aðeins önnur náman er á aðalskipulagi með heimild til efnistöku allt að 10.000 m3.

Sveitarstjórn getur því ekki orðið við erindinu að svo komnu en felur sveitarstjóra að funda með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna málsins.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar Broadcast ehf. um tækifærisleyfi vegna útihátíðar, Besta útihátíðin, Gaddstaðaflötum, Hellu Rangárþingi ytra, dags. 4. maí 2012.

Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007. Einnig er sótt um tímabundið áfengisveitingaleyfi skv. 18. gr. fyrrgreindra laga.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina með fyrirvara um jákvæða umsögn annarra lögboðinna umsagnaraðila.

Sveitarstjórn fer fram á við skipuleggjendur hátíðarinnar að umferð verði greið inná svæðið og að þeir gestir sem sækja hátíðina leggi bílum sínum inná hátíðarsvæðinu til að sem minnst ónæði verði í þorpinu og á þjóðveginum. Mikilvægt er að komið verði í veg fyrir umferðartruflanir á þjóðveginum vegna hátíðarinnar, eins og gerðist á hátíðinni fyrir ári síðan. Hátíðarhaldarar eru hvattir til að haga skipulagi þannig til að sjúkrabílar eigi greiða leið til og frá svæðinu á meðan hátíð stendur. Til að halda ásýnd þorpsins sem bestri mun sveitarfélagið þurfa að halda úti vakt á vegum áhaldahúss umrædda helgi og mun krafa verða gerð um að sá kostnaður verði greiddur af leigusala lands fyrir hátíðina, þ.e. Rangárbökkum ehf.

  1. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; Beiðni um umsögn vegna umsóknar Hamborgarabúllu Tómasar um tækifærisleyfi fyrir veitingasölu vegna Besta útihátíðin, Gaddstaðaflötum, Hellu Rangárþingi ytra, dags. 4. maí 2012.

Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina með fyrirvara um jákvæða umsögn annarra lögboðinna umsagnaraðila.

  1. Tillaga D-lista um nágrannavörslu á Hellu og í öðrum byggðakjörnum sveitarfélagsins.

Tillaga um að hreppsnefnd Rangárþings ytra hafi forgöngu um að auka skipulagningu á nágrannavörslu á Hellu og í öðrum byggðakjörnum sveitarfélagsins, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 21. júní 2012:

Lagt er til að hreppsnefnd Rangárþings ytra beiti sér fyrir því að nágrannavarsla verði enn hert og skipulögð frá því sem verið hefur á Hellu og í öðrum byggðakjörnum sveitarfélagsins. Stofnaður verði vinnuhópur sem kalli til samstarfs fulltrúa íbúa, fyrirtækja og félaga um málið. Stefnt verði að því að nágrannavarsla verði enn virkari með auknu skipulagi og sýnileiki verði aukinn með merkingum svo fljótt sem auðið er. Lagt er til að á vegum sveitarfélagsins verði aðstaða sköpuð til fundahalda og skipulags starfsins og að hugað verði að aukinni notkun eftirlitsmyndavéla.

Greinargerð:

Undanfarin misseri hefur borið talsvert á innbrotum og skemmdarverkum í byggðakjörnum sveitarfélagsins en þó einkum á Hellu. Nauðsynlegt er að bregðast við þessu með virkum hætti af hálfu sveitarfélagsins, íbúa, fyrirtækja og félaga. Áríðandi er að sveitarstjórnin hafi um þetta forgöngu og leggi til aðstöðu til skipulags og athugi möguleika á aukinni notkun eftirlitsmyndavéla. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið hafi frumkvæði að því að þjappa fólki saman um aðgerðir í forvarnaskyni gegn innbrotum og skemmdarverkum.

Fulltrúar D-listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

Formanni hreppsráðs og oddvita D-lista falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

  1. Sumarfrí sveitarstjórnar og umboð hreppsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála.

Tillaga um að hreppsnefnd geri hlé á reglulegum fundum á tímabilinu frá 21. júní til 1. september 2012. Jafnframt er lagt til að hreppsráð fái umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á umræddu tímabili.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðir til umsagnar og kynningar:

  1. Fundur vegna skipulags Neslundar, dags. 9. maí 2012.
  2. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 1. júní 2012.
  3. fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 7. júní 2012.
  4. Forstöðumannafundur á Laugalandi, dags. 19. júní 2012.

Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:

  1. Fundarboð á framhaldsaðalfund Veiðifélags Ytri-Rangár og Vesturbakka Hólsár og stofnfund nýs félags.

Gunnsteini R. Ómarssyni, sveitarstjóra, er falið að fara með umboð Rangárþings ytra á fundinum.

  1. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun; Efnistaka, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum, dags. 31. maí 2012.
  2. Félag heyrnarlausra: Styrkbeiðni, skv. tölvupósti dags. 7. júní 2012.

Sveitarstjórn sér ekki færi á að verða við styrkbeiðninni.

  1. Vísinda- og rannsóknasjóður Suðurlands: Styrkbeiðni, dags. 11. júní 2012.

Sveitarstjórn sér ekki færi á að verða við styrkbeiðninni.

  1. Þjóðskrá Íslands: Fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá Þjóðskrá Íslands vegna forsetakosninga þann 30. júní 2012, dags. 13. júní 2012.
  2. Umhverfisráðuneytið: Beiðni um umsögn vegna landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024, dags. 15. júní 2012.

Sveitarstjórn óskar eftir því að stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu veiti umsögn ef ástæða þykir til.

  1. Búnaðarsamband Suðurlands: Afrit af bréfi til Sýslumannsins á Hvolsvelli vegna girðingar milli Vatnsdals og Reynifells, dags. 18. júní 2012.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 16:27.