34. fundur 06. september 2012

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu,

fimmtudaginn 6. september 2012, kl. 15:00

 

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Katrín Sigurðardóttir og Sigríður Th. Kristinsdóttir í forföllum Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, Þorgils Torfa Jónssonar og Önnu Maríu Kristjánsdóttur. Einnig situr fundinn Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

Oddviti setur fund og stjórnar honum.

Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.

Sveitarstjóra og oddvita er falið að ræða við oddvita minnihluta vegna forfalla allra aðalmanna minnihluta á fundinum og fá skýringar vegna þess. Kostnaðarsamt er að kalla inn 3 varamenn og skekkir það verulega fjárhagsáætlun. Mikilvægt að aðalmenn kappkosti að sækja fasta boðaða fundi sveitarstjórnar og er vísað til 22. og 31. gr. sveitarstjórnarlaga í þessum efnum þar sem kveðið er á um mætingarskyldu og óviðráðanlegar ástæður fyrir fjarveru á sveitarstjórnarfundum.

Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:

  1. fundur Íþrótta- og tómstundanefndar 2010-2014, dags. 23. ágúst 2012.

Liður 1. Nefndin leggur fram tillögur um kaup á leiktækjum fyrir leikvelli á Hellu.

Samþykkt að fela forstöðumanni / starfsmanni áhaldahúss að festa kaup á umræddum leiktækjum í samráði við fulltrúa nefndarinnar samkvæmt fjárhagsáætlun 2012.

Liður 2. Þröng búningsaðstaða er þekkt og verðugt verkefni að finna leiðir til þess að bæta þar úr þar sem þetta setur starfsemi íþróttahúss þrengri skorður en ella væri og starfsemin komin að þolmörkum hvað varðar fjölda gesta miðað við núverandi aðstöðu.

Forstöðumanni íþróttamannvirkja og sviðsstjóra þjónustumiðstöð er falið að koma með tillögur að úrbótum og kostnaði við þær fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2013.

Liður 3. Nefndin ítrekar fyrri bókun um að fundin verði aðstaða fyrir félagsmiðstöð utan skólans. Óskað er eftir að gerð verði könnun meðal nemenda á nýtingu félagsmiðstöðvar.

Sveitarstjórn samþykkir að lögð verði könnun fyrir nemendur grunnskóla sveitarfélagsins varðandi félagsmiðstöð í samráði við stjórnendur skólanna. Formanni fræðslunefndar falið að ræða við skólastjórnendur um fyrirkomulag könnunarinnar.

Fundargerðin staðfest.

Skipulagsmál og tengd erindi:

  1. Vegagerðin; Beiðni um heimild til efnistöku úr námum í Rangárþingi ytra, dags. 18. júní 2012, sbr. t.l. 4 frá 33. fundi sveitarstjórnar, dags. 21. júní 2012 og afgreiðslu hreppsráðs frá 24. fundi, dags. 16. ágúst 2012, t.l. 5.

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi sem tekur til efnisnámur í landi Svínhaga landnr. 164560 og Þingskála landnr. 164567 á Rangárvöllum. Um er að ræða 3 nýjar efnisnámur, E55 sem er malar- og sandnáma og verður 30.000m3 og er við Þingskála, einnig E56 sem er bergnáma, 30.000m3 og staðsett við Svínhaga.

Þá er gert ráð fyrir malar- og sandnámu í landi Svínhaga sem fær heitið E57 og gert ráð fyrir allt að 30.000m3. Ágreiningur er um eignarhald á milli eigenda Selsunds og Svínhaga sbr. tl.3 í fundargerð. Samt er ekki gerð athugasemd við fyrirhugaða ráðstöfun á námu E57 í þeim tilgangi að bæta Þingskálaveg 268.

Erindið er samþykkt og veitt framkvæmdaleyfi með fyrirvara um leyfi landeiganda.

  1. Kristján Ingi Úlfsson f.h. Selsundsjarðarinnar ehf. og eigenda Selsunds; Athugasemd við afgreiðslu Hreppsnefndar á máli 340-2012, dags. 31. ágúst 2012.

Fram kemur að eigendur Selsunds vekja athygli á ágreiningi sem er um landamörk á milli Selsunds og Svínhaga. Nær sá ágreiningur m.a. til malar- og sandnámu sem fékk heitið E57 í breytingu á aðalskipulagi sbr. afgreiðslu Hreppsráðs 16. ágúst 2012.

Erindið er til kynningar.

  1. Sveitagrill Míu. Beiðni um heimild til staðsetningar grillvagns á Hellu, skv. tölvupósti dags. 3. sept. 2012.

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að veita leyfi fyrir umbeðinni staðsetningu þar sem grillvagninn yrði staðsettur á bílastæðum sem ætluð eru viðskiptavinum Miðjunnar. Formanni atvinnu- og menningarmálanefndar er falið að ræða við bréfritara og finna aðra staðsetningu sem hentar. Þá er sveitarstjóra og formanni atvinnu- og menningarmálanefndar falið að skilgreina sérstakt svæði fyrir útimarkaði og sölutjöld/-vagna, og móta um það reglur og leggja fyrir sveitarstjórn.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Sveitarfélagið Árborg; Tillaga um stofnun byggðasamlag um eignarhald á fasteignum vegna málefna fatlaðra, dags. 14. ágúst 2012.

Sveitarstjórn samþykkir að leita frekari upplýsinga hjá bréfritara.

  1. Skólaskrifstofa Suðurlands; Málþing um aðalnámskrár, tölvupóstur dags. 22. ágúst 2012.

Framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands óskar eftir því að starfsfólki leik-, grunn-, og framhaldsskóla verði gert kleift að sækja málþing um aðalnámskrá í þann 31. okt. næstkomandi í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. Til þess að svo megi verða, þurfa nemendur að fá frí eftir hádegi þann dag.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að veita starfsmönnum leik- og grunnskóla sveitarfélagsins tækifæri til að sækja málþingið.

  1. Magnús Hlynur Hreiðarsson; Niðurlagning stöðu fréttaritar RÚV á Suðurlandi, skv. tölvupósti dags. 31. ágúst 2012.

Eftirfarandi er erindi Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar: „Ég hef fengið tilkynningu um það frá Óðni Jónssyni, fréttastjóra Ríkisútvarpsins að staða mín sem fréttaritari RÚV á Suðurlandi verði lögð niður frá og með morgundeginum, eða 1. september 2012. Þetta er gert í skyni hagræðingar. Sjálfur er ég mjög svekktur og sár yfir þessu enda búin að starfa í 12 - 15 ár sem fréttaritari á svæðinu fyrir sjónvarp og útvarp. Þá get ég á engan hátt skilið sparnaðinn í því að senda tökumann og fréttamann úr Efstaleitinu á svæðið í stað þess að hafa mann á staðnum með tökuvél og útvarpsgræjur og fá efnið þannig "beint í æð". Ekkert er hróflað við fréttariturunum á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Vestmannaeyjum, þeir halda allir sínum stöðum.“

Sveitarstjórn Rangárþings ytra mótmælir harðlega uppsögn eina fréttaritara RÚV á Suðurlandi sem gildi tók 1.september síðastliðinn. Erfitt er að sjá fyrir sér sparnaðinn í því að senda fréttamann og tökufólk úr Reykjavík þegar eitthvað fréttnæmt gerist í þessu víðfema héraði og ljóst að nú sem oft áður á Suðurland að gjalda nálægðarinnar við Reykjavík. Sveitarstjórn Rangárþings ytra skorar á fréttastjóra ríkisútvarpsins að endurskoða þessa uppsögn ekki síst í ljósi þess að hvergi í öðrum landsfjórðungum er fréttamönnum sagt upp enda lágmark að hafa amk.einn fréttamann í hverjum fjórðungi svo stofnunin geti virkilega staðið undir því að vera útvarp og sjónvarp allra landsmanna.

  1. Lögmál f.h. Lax-á ehf.; Mengunarslys í Ytri-Rangá, dags. 31. ágúst 2012.

Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir áliti hjá lögmanni sveitarfélagsins.

  1. Guðmundur Árnason; Beiðni um greiðslu fæðiskostnaðar vegna kvikmyndaverkefnis, skv. tölvupósti dags. 3. sept. 2012.

Í erindinu er óskað styrks frá Rangárþingi ytra vegna kvikmyndaverkefnis tengdu Laufaleitum. Óskað er eftir því að sveitarfélagið greiði kostnað vegna fæðis þriggja kvikmyndatökumanna sem fara munu í Laufaleitir nú í haust.

Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og greiða kostnað við fæði fyrir þrjár manneskjur sambærilegt við kostnað Rangárþings ytra vegna fæðis fjárleitarmanna í Laufaleitum.

  1. Tillaga að gjaldskrá fyrir þjónustu talmeinafræðings.

Lagt er til að gjaldskrá talmeinafræðings sveitarfélagsins miðist við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir talmeinaþjónustu. Talþjálfun barns undir 18 ára aldri kosti kr. 1.670,- í hvert skipti.

Greinargerð: Lögð eru próf fyrir börn sem eru talin þurfa á talþjálfun að halda. Þau börn sem skv. prófunum þurfa á mestu aðstoðinni að halda falla í A hóp. Sjúkratryggingar Íslands greiða niður kostnað við þjálfun þessara barna og skv. núgildandi gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands er hlutur sjúklings fyrir þjálfun, kr. 1.670,- í hvert skipti. Þjálfun barna sem lenda í B hópi er hinsvegar ekki greidd niður af Sjúkratryggingum Íslands en í tillögunni að ofan er gert ráð fyrir að sveitarfélagið komi til móts við börn í B hópi og veiti þeim talþjálfun á sama gjaldi og greiða þarf fyrir börn í A hópi.

Magnús H. Jóhannsson, varaoddviti

Sveitarstjórn samþykkir að miða gjaldskrá talmeinafræðings sveitarfélagsins við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Talþjálfun fyrir börn og ungmenni undir 18 ára aldri sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, kostar kr. 1.670,- hvert skipti. Hámarksfjöldi talþjálfunartíma er 10 á ári fyrir hvert barn.

Sveitarstjóra og formanni fræðslunefndar er falið að kynna starfsemi talmeinafræðings og gjaldskrána fyrir foreldrum og forráðamönnum barna í sveitarfélaginu.

  1. Tillaga Á-lista um endurskoðun á leiguupphæð og rekstri frystihólfa í Þykkvabæ.

Á-listi leggur til að leigufjárhæð frystihólfa í Þykkvabæ verði lækkuð til jafnvirðis leigufjárhæðar fyrir síðustu hækkun, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Þá er lagt til að leitað verði allra leiða við að breyta fyrirkomulagi rekstrar.

Notendur frystihólfa í Þykkvabæ hafa gert alvarlegar athugasemdir við hækkun á leigu þeirra. Nokkrir notendur hafa þegar sagt hólfum sínum upp. Fundað hefur verið í tvígang með fulltrúum þeirra til að fara yfir rekstur hólfanna, sérstaklega hvað varðar kostnað við rafmagn og innri leigu. Hækkun á leigu var talin nauðsynleg til þess að reksturinn bæri sig, en hækkunin var vissulega brött og kom notendum verulega á óvart.

Samþykkt að hækkun leigu fyrir árið 2012 verði dregin til baka og að leigjendum verði tilkynnt um það skriflega sem fyrst. Auglýsa þarf eftir leigjendum nú þegar þar sem sláturtíð er víða hafin til þess að nýting frystihólfanna verði sem best. Vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.

  1. Tillaga Á-lista um undirbúning að gerð Fjölskyldugarðs á Hellu.

Á-listinn leggur til að hafinn verði undirbúningur að stofnun fjölskyldugarðs í líkingu við Raggagarð á Súðavík (raggagardur.is). Kannaður verði áhugi íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og skóla á þátttöku í verkefninu.

Tillagan er samþykkt og er formanni íþróttanefndar og formanni atvinnumálanefndar falið að vinna að verkefninu í samráði við sveitarstjóra.

  1. Tillaga Á-lista um uppsetningu móttökustöðvar (flokkunarkrár) fyrir heimilissorp og endurvinnanlegan heimilisúrgang á Hellu.

Á-listi leggur til að sett verði upp móttökustöð (flokkunarkrá) fyrir heimilissorp og endurvinnanlegan heimilisúrgang á Hellu. Stöðin verði útbúin með lokuðum gámum fyrir heimilissorp og endurvinnanlegan heimilisúrgangúrgang og er fyrst og fremst hugsuð fyrir notendur frístundahúsa í sveitarfélaginu. Stöðin verði útbúin með hreyfistýrðri lýsingu og eftirlitsmyndavél.

Ennfremur verði kannað með staðsetningu á sambærilegri móttökustöð fyrir vestan Ytri Rangá til að mæta þörf þess svæðis.

Tillagan er samþykkt og er sveitarstjóra falið að vinna að framgangi hennar.

  1. Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu að bókun á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 6. september 2012:

Hreppsnefnd þakkar þeim Steindóri Tómassyni og Ingvari Pétri Guðbjörnssyni fyrir vinnu þeirra við að koma upp skilti á bakka Ytri Rangár til minningar um 100 ára afmæli gömlu brúarinnar. Framkvæmd þessa verkefnis tókst vel og skiltið er fróðlegt og til sóma þar sem það stendur.

Bókun Steindórs Tómassonar

Þó ekki vilji ég vanþakka hlýleg orð í minn garð þá tel ég það myndi æra óstöðugan ef sveitarstjórnarmönnum væri þakkað opinberlega í hvert sinn sem ágætlega tekst til með verkefni sem þeim eru falin. Þau eru fjölmörg eins og gefur að skilja og mörg hver mun viðameiri en þetta annars ágæta verkefni.

Að því komu mun fleiri en umræddir sveitarstjórnarmenn og ekki ástæða til að þakka okkur sérstaklega umfram það ágæta fólk.

Steindór Tómasson

Sveitarstjórn þakkar öllum þeim sem að verkefninu komu.

  1. Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi fyrirspurn á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 6. september 2012:

Fulltrúar D-listans fara fram á, að á fundinum verði gerð skriflega grein fyrir skiptingu starfa og skipuriti fyrir skrifstofu sveitarfélagsins eftir breytingar á þeirri skipan sem virðist hafa orðið á undanförnum vikum og í samræmi við nýbirtar auglýsingar eftir starfsfólki.

Skrifleg svör frá sveitarstjóra lögð fram á fundinum.

  1. Viðauki1 við fjárhagsáætlun 2012 vegna lántöku hjá Lánasjóði.

Viðauki við fjárhagsáætlun vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Breyting á sjóðsstreymi A-hluta:

Tekin ný langtímalán kr. 60.000.000 og lækkun skammtímalána kr. 60.000.000. Nettóáhrif á handbært fé eru engin.

Áhrif á rekstur A-hluta:

Gert er ráð fyrir að kostnaður við lántökuna, sem fellur til á árinu 2012, rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins, þ.e. ekki er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu.

Áhrif á efnahagsreikning A-hluta:

Langtímaskuldir - Skuldir við lánastofnanir hækka um kr. 60.000.000.

Skammtímaskuldir - Skuldir við lánastofnanir lækka um kr. 60.000.000.

Framangreindar breytingar hafa í för með sér samsvarandi breytingar hjá samanteknum A og B hluta.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins 2012 borinn undir atkvæði.

4 eru samþykkir, 3 sitja hjá (IPG, KS, STK).

  1. Lánssamningur nr. 1208_28 milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Rangárþings ytra.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 60.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við fráveitu (20 millj), vatnsveitu (20 millj.) og endurbætur á grunnskólahúsnæði sveitarfélagsins (20 millj), sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gunnsteini R. Ómarssyni kt. 110870-4939, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Lánssamningurinn borinn undir atkvæði.

4 eru samþykkir, 3 sitja hjá (IPG, KS, STK).

Fundargerðir til umsagnar og kynningar:

  1. fundur stjórnar SASS, símafundur, dags. 2. maí 2012.
  2. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 9. ágúst 2012.
  3. fundur stjórnar SASS, dags. 10. ágúst 2012.
  4. fundur skipulagsmálanefndar sambandsins, dags. 17. ágúst 2012.
  5. fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 23. ágúst 2012.
  6. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 28. ágúst 2012.
  7. Minnispunktar frá fundi með hagsmunaaðilum hitaveitu á Baðsheiði, dags. 30. ágúst 2012.

Athugasemdir hafa borist frá Orkustofnun er varðar rekstur og nýtingu á heitu vatni í borholu á Baðsheiði. Land og vatnsréttindi auðlindar eru í eigu Stóra- og Litla-Klofa.

Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, kynnti athugasemdirnar og fór yfir stöðuna á fundi með hagsmunaaðilum 31. ág. sl. Stofna þarf félag um reksturinn og vinna að málum sbr. lög um nýtingu auðlinda.

Ákveðið var að skipa undirbúnings vinnuhóp til að vinna að tillögum um stofnun félags og kanna með kostnað o.fl. þætti. Í framhaldi af þeirri vinnu verður boðað til fundar með öllum hagsmunaaðilum og landeigendum, þar sem tillögur verða kynntar og ræddar og ákveðið með næstu skref.

Til kynningar.

  1. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 30. ágúst 2012.
  2. Minnispunktar frá fundi Rangárþings ytra með Vegagerð og Landsvirkjun, dags. 30. ágúst 2012.

Boðað var til fundar 30. ágúst s.l. að frumkvæði Rangárþings ytra vegna fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar við Landveg árið 2013. Einnig til að ræða þær áherslur sem forsvarmenn Rangárþings ytra hafa lagt í viðræðum við forsvarsmenn Landsvirkjunar vegna aukinnar umferðar á Landveg með brú yfir Þjórsá og álags á Landvegi vegna þungaflutninga og vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í sveitarfélaginu.

Fram kom að Vegagerðin mun leggja 160 m.kr. til framkvæmda við Landveg á árinu 2013. Framkvæmdin mun hefjast við slitlagsenda nærri Galtarlæk og mun sá hluti, sem bættur verður, bundinn slitlagi það ár.

Landsvirkjun er með til skoðunar að byggja upp Landveg frá stíflu við Ísakot að slitlaginu við Sprengisandsleið með hagsmuni Landsvirkjunar á svæðinu að leiðarljósi. Forsenda þess að af þessum framkvæmdum verði er sú að Hvammsvirkjun verði staðfest í nýtingarflokki á Alþingi.

Áherslur Rangárþings ytra í þessum málum eru að þegar verði hafist handa á undirbúningi er varðar að leggja varanlegt slitlag frá slitlagsenda fyrir ofan Galtalæk og með tengingu við slitlag á hálendinu. Vegurinn hefur verið nýttur til þungaflutninga með aðföng vegna framkvæmda m.a.við Búðarhálsvirkjun og við þá flutninga hefur vegurinn versnað til muna og er það krafa sveitarfélagsins að fyrir það verði bætt. Ekki er sanngjarnt að tengja orðinn hlut við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir í neðri Þjórsá sem ekki eru fastar í hendi.

Sveitarstjóra og oddvita er falið að halda áfram viðræðum/samningaumleitunum við Landsvirkjun auk þess að ræða við oddvita Ásahrepps um hugsanlega aðkomu að vegbótum í tengslum við nýtingu vegarins vegna virkjana á Holtamannaafrétti í gegnum tíðina.

  1. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 31. ágúst 2012.

Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:

  1. Fornleifavernd ríkisins; Stekkjartún í landi Marteinstungu, Rangárþingi ytra – DSKL, dags. 31. júlí 2012.
  2. Fornleifavernd ríkisins; Efra-Sel, Rangárþingi ytra – DSKL, dags. 31. júlí 2012.
  3. Fjármálaráðuneytið; Óskað eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, dags. 16. ágúst 2012.
  4. Velferðarvaktin; Hvatning við upphaf nýs skólaárs, dags. 22. ágúst 2012.
  5. Innanríkisráðuneytið; Beiðni um frest á skilum skv. 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012, dags. 21. ágúst 2012.

Í bréfinu kemur fram að samþykkt er að veita Rangárþingi ytra frest til að skila inn áætlun til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til 15. nóvember n.k.

  1. Áskorun hagsmunaaðila um bætta vegagerð í Landsveit, dags. 21. ágúst 2012.
  2. Umhverfisráðuneytið; Afrit af bréfi til byggingar- og skipulagsfulltrúa – Höfnun beiðni um undanþágu, dags. 28. ágúst 2012.
  3. Vegagerðin; Afrit af bréfi – Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Heiðarvegar (nr. 2748) af vegaskrá, dags. 29. ágúst 2012.
  4. Vegagerðin; Afrit af bréfi – Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Bjálmholtsvegar af vegaskrá, dags. 29. ágúst 2012.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 16:15.