Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu,
fimmtudaginn 11. október 2012, kl. 15:00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Einnig situr fundinn Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun á 35. fundi hreppsnefndar 11. október 2012 vegna „Bókunar Á-lista“ í upphafi 34. fundar hreppsnefndar 6. september 2012:
Fulltrúum Á-listans er bent á að ekki er hægt að fela embættismönnum eða kjörnum fulltrúum verkefni með bókunum. Til þess að slíkt hafi gildi þarf að leggja fram tillögu og afgreiða með þeim hætti sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum.
Vegna orða í bókuninni um mætingu fulltrúa af D-listanum skal það áréttað að á þessum fundi voru brýnar persónulegar ástæður fyrir forföllum fulltrúa D-listans. Oddvita og sveitarstjóra var skýrt frá þessu með eðlilegum fyrirvara. Oddviti hefur haft um það orð að forföll fulltrúa D-listans hafi verið tíðari en fulltrúa Á-listans. Vegna þessa má benda á að fundir eru nokkuð oft færðir til fyrirvaralaust eða fyrirvaralítið sem getur komið fulltrúum í opna skjöldu og gert þeim óhægt um vik að sækja fundi enda eru flestir búnir að raða verkefnum sinum fram í tímann.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Þorgils Torfi Jónsson. Anna María Kristjánsdóttir.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar dags. 28. sept. 2012.
Sveitarstjórn óskar eftir sundurliðaðri áætlun um kostnað vegna leitanna .
Afgreiðslu fundargerðar er frestað.
Skipulagsmál og tengd erindi:
- fundur í skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 25. sept. 2012.
Lunansholt 2
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Húsagarður 2
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Haukadalur
Magnús Hafsteinsson og Hafsteinn Hugi Hafsteinsson óska eftir að stofna um 1,2 ha lóð, Haukadal 2 úr landi Haukadals (164500).
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Haukadalur
Ný landspilda úr landi Haukadals, um 7 ha stofnuð út úr landi Haukadals (164500) Magnús Hafsteinsson og Hafsteinn Hugi Hafsteinsson óska landskipta.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
343-2012 Minni-Vellir Landsveit
Verkfræðistofa Suðurlands, leggur fram f.h. landeigenda Sólveigar Kristinsdóttur, drög að deiliskipulagi 10 ha landspildu, úr landi Minni-Valla, landnr. 220262. Gert er ráð fyrir byggingu sumarhúss auk gesthúss.
Um er að ræða fjórða frístundahús á Minni-Völlum. Skipulagsnefnd mælir með að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra í samræmi við 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að heimila gerð deiliskipulags á landspildunni.
Sveitastjórn Rangárþings ytra samþykkir að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 í samræmi við 2. mgr. 36 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er fólgin í breyttri landnotkun í landi Minni-Valla, úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði, á allt að 5 ha svæði. Sveitastjórn heimilar gerð deiliskipulagsins samhliða vinnu við breytingu á aðalskipulaginu.
344 – 2012 Gaddstaðir, Rangárvöllum
Ólafur Nilsson óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi, frá 21. nóv. 2008. Steinsholt sf. vann breytinguna. Breytingin felur í sér nýjan aðkomuveg að lóðum 10a og 10b og að lóðum 9a-9c. Þá breytast lóðamörk lóða 7, 8b, 9a og 10a lítillega sem og lóðarstærðir.
Skipulagsnefnd bendir á að setja þurfi kvöð um aðkomuveg að lóðum á skipulags-svæðinu. Nefndin mælir með að breyta deiliskipulagi fyrir Gaddstaði í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitastjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2 mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitastjórn felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna.
345 – 2012 Krókur – Rangárvallaafrétti
Grettir Rúnarsson f.h.Króksmanna ehf. leggur fram lýsingu að deiliskipulagi og er lýsingin unnin er af Steinsholti sf. Gert er ráð fyrir að byggja upp ferðaþjónustu. Á staðnum er gamalt hesthús, sem hefur verið breytt í gistiskála.
- Byggð verða tvö samstæð gistihús, hvort um sig allt að 60m²
- Gerð verða tjaldstæði og þjónustuhús í tengslum við það.
- Gert er ráð fyrir að endurbyggja gamla skálann í upprunalegri mynd.
Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Rangárþings ytra þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu vegna ferðaþjónustu í Krók á Rangárvallaafrétti.
Óskað er heimildar til að hefja skipulagsmeðferð.
Skipulagsnefnd bendir á að kynna þarf fyrirhugaða framkvæmd fyrir forsætisráðneyti þar sem hún er innan þjóðlendu.
Sveitastjórn tekur jákvætt í erindið en bendir á að umsækjandi þarf að afla umsagnar landeiganda, í þessu tilfelli forsætisráðuneyti, og eftir atvikum fleiri aðila. Sveitastjórn frestar því frekari umfjöllun málsins.
346 – 2012 Gilsbakki - Rangárvöllum
Erla Möller leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Gilsbakka (164512), sem unnin er af Steinsholti sf. Um er að ræða rúmlega 100 ha jörð á Rangárvöllum. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, útihúsa/skemmu, bílskúrs og geymslu ásamt stækkun á núverandi frístundahúsi. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Rangárþings ytra þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Óskað er eftir að tillagan verði tekin til skipulagsmeðferðar.
Skipulagsnefnd telur að þar sem allar meginforsendur skipulagstillögunnar séu í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sé ekki þörf á lýsingu vegna deiliskipulagstillögunnar. Nefndin mælir með að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitastjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulag í samræmi við bókun skipulagsnefndar.
347 - Jónskot – Koti Rangárvöllum
Ólafur Sigurðsson leggur fram tillögu að deiliskipulagi frístundahúsa, sem unnin er af Steinsholti sf. Um er að ræða um 1 ha eignarlóð (164714) úr landi Kots á Rangárvöllum. Gert er ráð fyrir að hægt sé að stækka núverandi frístundahús, byggja gestahús í stað geymslu sem verður rifin og byggja nýja geymslu. Byggðin er á skilgreinda vatnsverndarsvæði, í verndarflokki III og því er gert ráð fyrir frágangi frárennslismála í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Óskað er eftir að tillagan verði tekin til skipulagsmeðferðar.
Sveitastjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulag í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
348 – 2012 Strönd Rangárvöllum
Sorpstöð Rangárvallasýslu óskar heimildar til að vinna deiliskipulag fyrir sorpförgunarsvæðið. Lögð er fram lýsing en framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra. Förgunarsvæðið er um 30 ha að stærð og skv. starfsleyfi er heimilt að urða sláturúrgang, heimilissorp, byggingaúrgang og annan óvirkan úrgang.
Skipulagsnefnd telur að þar sem allar meginforsendur skipulagstillögunnar séu í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sé ekki þörf á að kynna lýsingu vegna deiliskipulagstillögunnar. Nefndin mælir með að heimilað verði að hefja vinnu við gerð deiliskipulags.
Sveitastjórn samþykkir bókun Skipulagsnefndar og heimilar Sorpstöð Rangárvallasýslu að hefja vinnu við gerð deiliskipulags.
349 – 2012 Ægissíða
Guðjón Þórisson óskar eftir heimild til byggingar veiðihúss í landi Ægissíðu 4. Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar til málsins, en hann hafði verið í sambandi við embættið um að fá að byggja í samræmi við 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum 123/2010, þar sem veitt er undanþága frá gerð deiliskipulags fyrir stakar byggingar.
Skipulagsnefnd telur að hér sem um byggingar að ræða sem fá þurfi undanþágu varðandi fjarlægð frá vegi og fjarlægð frá Rangá. Því er mælst til þess að skipulagstillaga fari í skipulagsmeðferð í samræmi við 40. gr. skipulagslag nr. 123/2010.
Sveitastjórn heimilar umsækjanda gerð skipulags í samræmi við bókun skipulagsnefndar.
350 – 2012 Lunansholt I Holtum
Gunnar Þór Jónsson óskar eftir að framlögð deiliskipulagstillaga verði tekin til skipulagsmeðferðar. Tillagan tekur til 0,5 ha spildu þar sem gert er ráð fyrir byggingu sumarhúss, geymslu og gestahúss í landi Lunansholts 1. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Rangárþings ytra, sem gerir ráð fyrir að heimilt sé að byggja allt að þrjú frístundahús á jörðum sem eru 50 ha eða stærri.
Skipulagsnefnd telur að allar meginforsendur skipulagsins séu í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 og því er ekki þörf á lýsingu. Nefndin mælir með að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Rangárþings ytra.
Sveitastjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulag í samræmi við bókun skipulagsnefndar.
351 – 2012 Árhús - Hellu
Eigendur Árhúsa óska heimildar til að breyta deiliskipulagi Árhúsa á Hellu, dags. í feb. 2012. Um er að ræða að byggja um 20 herbergja hótel í stað um 7-8 smáhýsa sem nú er gert ráð fyrir. Í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 er lóðin skilgreind sem verslunar- og þjónustulóð.
Skipulagsnefnd telur að allar meginforsendur vegna breytingar deiliskipulags séu í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010- 2022.
Sveitarstjórn samþykkir að um minniháttar breytingu á deiliskipulagi sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Hella, Rangárþingi ytra, breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, miðbær, Dynskálar og Rangárbakkar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Deiliskipulag Dynskála á Hellu, athafna- og iðnaðarsvæði, Rangárþingi ytra
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Deiliskipulag miðbæjarsvæðis á Hellu, Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Deiliskipulag fyrir Rangárbakka á Hellu, Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
325-2012 Sörlatunga, Rangárþingi ytra, deiliskipulag lögbýlis.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
322-2012 Litli Klofi 6, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 12,4 ha landspildu á frístundasvæði.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
323-2012 Stekkjartún við Marteinstungu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundahúsalóðar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
327-2012 Efra-Sel, Rangárþingi ytra, deiliskipulag 4 frístundalóða.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
332-2012 Galtalækur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag landspildu fyrir fiskeldi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
328-2012 Lækur, Rangárþingi ytra, breyting á gildandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.
Fundargerðin í heild sinni borin upp til staðfestingar.
Fjórir staðfesta fundargerðina, þrír sitja hjá (GIG, ÞGT, AMK).
- Landsvirkjun; Rannsóknir á veðurfarslegum þáttum – umsókn um stöðuleyfi fyrir vindmælistöðvar í Rangárþingi ytra, dags. 25. sept. 2012.
Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs skv. umsókninni enda verði engin ummerki sjáanleg vegna mælinganna að leyfistíma loknum.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Sigríður H. Heiðmundsdóttir og Sjöfn Guðmundsdóttir; Refaveiðar í Rangárþingi ytra, dags. 1. okt. 2012.
Bréfritarar, lýsa yfir áhyggjum sínum að veiðimenn halda að sér höndum vegna veiða á ref þar sem óljóst sé með greiðsluþátttöku sveitarfélagsins vegna veiðanna.
Biðstaða er á gerð samninga við veiðimenn vegna fyrirspurnar sem send var Umhverfisráðuneytinu 29.mars. s.l. er varðar greiðsluþátttöku ríkisins til refaveiða en ríkið hefur hætt allri þátttöku í greiðslum vegna refaveiða einhliða.
Á 27. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Sveitarstjóra og oddvita er falið að kanna lagaákvæði og reglugerð með tilliti til þess að um breytingar er að ræða af hálfu ráðuneytis, hvað varðar minni fjárframlög til málaflokksins á fjárlögum en þegar reglugerðin var unnin 1995. Í þessari skoðun verði kannað hvort hægt er að skylda sveitarfélagið til að fara eftir lagaákvæðum reglugerðar frá 31. júlí 1995 í einu og öllu, þar sem aðkoma ráðuneytis er minni en þegar reglugerðin var samþykkt og óvissa er um greiðslu þátttöku ráðuneytisins á hverju ári.
Þann 29. mars 2012 sendi oddviti bréf til umhverfisráðuneytisins og óskaði eftir leiðbeiningum með hvaða hætti væri hægt að standa að greiðslum fyrir unnin ref og mink í ljósi breytinga af hálfu ríkisins er varðar greiðsluþátttöku í verefninu. Ítrekun var send 22. maí sl. og einnig 2. okt. s.l. og svar hefur ekki borist enn frá ráðuneytinu.
Sveitarstjórn er fullljóst að nauðsynlegt er að halda refaveiðum áfram og koma í veg fyrir fjölgun á ref og dýrbítar eru alvarlegt mál á búsmala bænda. Málið er alvarlegt, þolir ekki bið og fundin verður lausn á því hið allra fyrsta.
- Mótus; Samningur um innheimtuþjónustu.
Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
- Skógræktarfélag Rangæinga; Samstarfssamningur um skógræktarsvæði í Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórn fagnar samningnum og væntir mikils af samstarfinu við Skógræktarfélagið.
Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
- Umboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna gerðar kjarasamninga.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra gefur hér með Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð sitt til að gera kjarasamninga fyrir sína hönd. Umboð þetta gildir fyrir alla kjarasamninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga gerir fyrir hönd sveitarfélaga við stéttarfélög á landsvísu og staðbundin félög á suðurlandi. Umboð þetta tekur gildi nú þegar og nær yfir núgildandi kjarasamninga á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Ráðningarsamningur sviðsstjóra Umhverfis-, eigna- og tæknisviðs.
Lagður fram ráðningarsamningur við Harald Birgi Haraldsson, kt.030465-4319, sem sviðsstjóri umhverfis-, eigna- og tæknisviðs Rangárþings ytra. Starfið felur m.a. í sér umsjón með skipulags- og byggingarmálum. Samningurinn tók gildi 1. okt. 2012.
Ráðningarsamningurinn var staðfestur í tölvupósti af meirihluta sveitarstjórnar fyrir 1. okt. 2012. Þrír sátu hjá (GIG, ÞTJ og AMK).
Bókun fulltrúa D-lista á 35. hreppsnefndarfundi 11. október 2012 vegna afgreiðslu á ráðningarsamningi forstöðumanns Umhverfis-, og eigna- og tæknisviðs:
Fulltrúar D-lista telja að ráðningarsamningur sem lagður er fram vegna ráðningar forstöðumanns Umhverfis-, eigna- og tæknisviðs, sé í ýmsum atriðum óljós og að launafjárhæð sé allrífleg miðað við að um dagvinnu sé að ræða og það sem almennt gerist og greitt er fyrir sambærileg störf. Óljóst orðalag er um vinnutíma, mögulega yfirvinnu og um akstursgreiðslur. Ekki liggur fyrir að umsækjandi hafi nauðsynleg réttindi til þess að gegna starfi skipulags- og byggingafulltrúa.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Þorgils Torfi Jónsson. Anna María Kristjánsdóttir.
Sveitarstjórn býður Birgi velkominn til starfa.
- Skipun í nefndir.
Sveitarstjórn samþykkir að skipað verði í 3 manna skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra tekur þá við hlutverki sameiginlegrar skipulagsnefndar er varðar Rangárþing ytra, sem starfaði til 1. okt. s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falin fullnaðarafgreiðsla erinda á sviði byggingarmála sem eru í samræmi við viðeigandi skipulag. Ef vafi leikur á hvort umsókn samræmist skipulagi tiltekins svæðis þá verður erindið lagt fyrir skipulagsnefnd. Mánaðarlega verða afgreiðslur byggingarfulltrúa teknar saman og kynntar fulltrúum skipulagsnefndar.
Skipan í skipulagsnefnd Rangárþings ytra: Guðfinna Þorvaldsdóttir, formaður, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, varaformaður og Þorgils Torfi Jónsson. Til vara: Valmundur Gíslason, Steindór Tómasson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.
- Tilnefning fullrúa á SASS þing og nefndir tengdar SASS.
Ársþing SASS veður haldið fimmtudaginn 18. október og föstudaginn 19. október n.k. á Hellu
Aðalfulltrúar sveitarfélagsins á þingið eru: Guðfinna Þorvaldsdóttir oddviti, Steindór Tómasson varaformaður hreppsráðs, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson. Varamenn: Magnús H. Jóhannsson varaoddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir formaður hreppsráðs, Anna María Kristjánsdóttir og Ingvar P. Guðbjörnsson.
Jafnframt mun Gunnsteinn R. Ómarsson sveitarstjóri Rangárþings ytra sitja þingið.
- Lóðir og lendur.
Lagður er fram eignalisti af lóðum og lendum í eigu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að setja eignirnar í söluferli hjá fasteignasala. Eignalistinn skal einnig aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, dags. 5. sept. 2012.
- fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, dags. 10. sept. 2012.
- Fundur í stjórn Byggingar- og skipulagsembætti Rangárþings, dags. 10. sept. 2012.
- fundur stýrihóps um stefnumörkun á Fjallabakssvæðinu – rammaáætlun norðan Mýrdalsjökuls, dags. 11. sept. 2012.
- fundur stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi, dags. 14. sept. 2012.
- fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 20. sept. 2012.
Fram kemur að búið er að semja tímabundið við Sorpu vegna móttöku á sláturúrgangi, þar sem leyfður kvóti til urðunar sláturúrgangs á Strönd er búinn fyrir 2012.
- Fundur í stjórn Byggingar- og skipulagsembætti Rangárþings, dags. 21. sept. 2012.
- fundur stjórnar SASS, dags. 21. sept. 2012.
- fundur stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi, dags. 12. sept. 2012.
- Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 21. sept. 2012.
- fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu b.s., dags. 25. sept. 2012.
Fram kemur að Kristín Ósk Ómarsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin í 40% stöðu vegna verkefna tengdum málefnum fatlaðra.
Sveitarstjórn býður Kristínu velkomna til starfa.
- fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, dags. 27 . sept. 2012.
Fram kemur að búið er að stofna starfshóp til að setja samræmdar reglur varðandi félagslegar leiguíbúðir, ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra og heimsendingu matar hjá aðildarsveitarfélögunum.
- fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu b.s., dags. 3. okt. 2012.
- Aðalfundur Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs., dags. 3. okt. 2012.
- Fundur forsvarsmanna Rangárhallar og framkvæmdastjóra sveitarfélaga í Rangárvallasýslu með fulltrúum Landsbanka vegna málefna Rangárhallar, dags. 5. okt. 2012.
Viðræður hafa staðið yfir á milli hagsmunaaðila um hugsanlegar leiðir til endurfjármögnunar á lánum Rangárhallarinnar.
Til kynningar.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- SASS; Rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi, dags. 17. sept. 2012.
- EBÍ; Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2012, dags. 17. sept. 2012.
Fram kemur að ekki fékkst samþykkt að veita sveitarfélaginu styrk á þessum vettvangi er varðar Fjölskyldugarð á Hellu.
- Veraldarvinir; Vantar ykkur duglega sjálfboðaliða í verðug verkefni á árinu 2013, dags. 19. sept. 2012.
Fram kemur hjá samtökunum að í boði er vinna sjálfboðaliða á árinu til sérstakra verkefna.
Samþykkt er að birta erindið á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar ef aðilar sjá sér færi á að nýta sér þetta tækifæri.
- Rakel Nathalie Kristinsdóttir; Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar, dags. 19. sept. 2012.
Rakel hefur verið valin fyrir Íslands hönd í hóp fárra þátttakenda til að keppa á Evrópumóti í hópfimleikum. Mótið er í Árhúsum í Danmörku 18. okt. n.k.
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 50.000 skv. reglum sveitarfélagsins. Styrkur verður greiddur að fenginni staðfestingu á þátttöku viðkomandi í ferðinni, s.s. með framlagningu farseðla og kostnaðarreikninga.
- Fornleifavernd ríkisins; Litli-Klofi, lóð 6, í Rangárþingi ytra – DSKL, dags. 19. sept. 2012.
Minjavörður gerir aths. við verkferlið, en búið var að steypa sökkul þegar hann bar að garði. Engar fornleifar fundust á staðnum.
- Innanríkisráðuneytið; Fyrirspurn um málstefnu sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga, dags. 21. sept. 2012.
Formanni fræðslunefndar er falið að svara erindinu.
- Skipulagsstofnun; Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024, ósk um umsögn, dags. 24. sept. 2012.
Sviðsstjóra umhverfis-, eigna- og tæknisviðs er falið að sjá um umsögn að tillögu um landskipulagsstefnu 2013-2014 og umhverfisskýrslu.
- LAND-Lögmenn; Verðbótakrafa vegna verksamnings um viðbætur við leikskólann Heklukot, dags. 26. sept. 2012.
Sveitarstjóra er falið að leita til lögmanns vegna erindisins.
- Samband íslenskra sveitarfélaga; Umsögn til umhverfis- og auðlindaráðuneytis um drög að frv. til laga um náttúruvernd, dags. 26. sept. 2012.
- Nefndasvið Alþingis; 89. þingmál, vernd og orkunýting landsvæða (rammaáætlun) – umsagnarbeiðni, dags. 27. sept. 2012.
- Skotfélagið Skyttur; Styrkbeiðni, dags. 1. okt. 2012.
Skotfélagið “Skyttur” óskar eftir styrk frá Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi til að standa straum af kostnaði við lagningu rafmagns að skotæfingasvæði þeirra á Geitasandi, samtals um kr. 850.000.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, en vísar því til umfjöllunar í Héraðsnefnd Rangæinga, þar sem verkefnið hefur verið styrkt á sýsluvísu á undanförnum árum.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 15:46.