- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu,
fimmtudaginn 1. nóvember 2012, kl. 15:00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Einnig situr fundinn Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Fundargerðir hreppsráðs og fastanefnda:
- 25. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 20. sept. 2012.
Fundargerðin staðfest.
- 26. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, dags. 25. október 2012.
Fundagerðin staðfest.
Skipulagsmál og tengd erindi:
- 52. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings bs., dags. 13. sept. 2012.
Fundargerðin er til kynningar.
- Grænfánanefnd Grunnskólans á Hellu; Staðsetning á útikennslusvæði og ávaxtalundi við Grunnskólann á Hellu, dags. 3. okt. 2012.
Sveitarstjórn þakkar bréfið og lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem nemendur og kennarar hafa lagt í vegna Grænfánaverkefnisins. Sveitarstjórn þakkar einnig fyrir móttökurnar þann 17. okt. s.l. þegar sveitarstjórn skoðaði aðstöðuna á útikennslusvæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir að við framtíðarskipulag svæðisins verði tekið tillit til þeirrar kennslustarfsemi sem þar fer fram og að skipulagsnefnd verði kynnt erindið með formlegum hætti. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir samstarfi við nemendur og kennara um þróun hugmyndar um fjölskyldugarð á þessu svæði.
Í ljósi sérþekkingar nemenda á Grænfánaverkefninu, óskar sveitarstjórn eftir ábendingum nemenda um hvernig hún geti stuðlað að breyttum áherslum í anda Grænfánaverkefnisins í starfsemi annarra stofnana sveitarfélagsins.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Tillaga frá 7. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar vegna upplýsingamiðstöðvar, vísað til sveitarstjórnar á 26. fundi hreppsráðs.
Sveitarstjórn leggur til að komið verði upp aðstöðu í Miðjunni (Suðurlandsvegi 1-3) á Hellu til upplýsingagjafar um þjónustu, gistingu, og afþreyingu á svæðinu. Leitað verði samstarfs við rekstraraðila í sveitarfélaginu um þátttöku í verkefninu. Sviðsstjóra umhverfis-, eigna- og tæknisviðs sveitarfélagsins falið að koma með tillögur að útfærslu í samráði við stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
- Skipan í vinnuhóp vegna 17. júní hátíðarhalda, skv. 1. tl. 26. fundar hreppsráðs.
Sveitarstjórn samþykkir að leita til Heklu Handverkshúss um að gera samning til næstu 3ja ára til að efla menningartengda starfsemi sem þar er unnin og að sjá um 17. júní hátíðahöld.
- KFR; Beiðni um gerð þjónustusamnings vegna útbreiðslu knattspyrnu í íþrótta- og skólastarfi.
Lögð fram drög að samningi frá KFR um útbreiðslu knattspyrnu í íþrótta- og skólastarfi.
Varaformanni hreppsráðs falið að funda með formanni íþrótta- og tómstundanefndar um málið. Umsögn liggi fyrir á næsta fundi hreppsráðs.
- Stjórn Lundar; Samþykki sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps að byrja á framkvæmdum við heilabilunardeild á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, dags. 26. okt. 2012.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að stjórn Lundar hefji útboð og framkvæmdir við fyrsta áfanga heilabilunardeildar við Lund, hjúkrunar- og dvalarheimili, sem miðast við fokhelt hús. Sveitarfélagið mun koma að fjármögnun á sínum hlut til móts við Ásahrepp sem nemur 15% af byggingarkostnaði sbr. 32. grein í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.
Sviðsstjóra Umhverfis-, eigna- og tæknisviðs verði falið að ræða við fulltrúa stjórnar Lundar um mögulega útfærslu á fjármögnun á hluta Rangárþings ytra í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjórinn skili tillögu um mögulega útfærslu á fjármögnuninni fyrir næsta fund hreppsnefndar.
- Tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð.
Fyrir fundinum liggur tillaga að gjaldskrá, frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar, fyrir íþróttamiðstöð Rangárþings ytra starfsárið 2013.
Gjaldskrártillagan verður tekin til afgreiðslu við lokafrágang fjárhagsáætlunar ásamt öðrum gjaldskrám.
10.Álagningarhlutfall útsvars árið 2013, skv. 24. gr. l. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2013 verði óbreytt frá fyrra ári, þ.e. 14,48%.
11.Fjárhagsáætlun 2013-2016, fyrri umræða.
Fyrir fundinum liggur tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2013-2016. Tillögunni fylgja upplýsingar um þær forsendur sem byggt er á og lýsing framkvæmda og skuldbindinga sem gert er ráð fyrir.
Fjárhagsáætlun 2013-2016 vísað til áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum. Fjárhagsáætlun verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 6. desember n.k.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
12.221. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 1. okt. 2012.
- 460. fundur stjórnar SASS, dags. 17. okt. 2012.
- Stjórnarfundur í Húsakynnum bs., dags. 23. okt. 2012.
Sveitarstjórn áréttar fyrri bókanir um að auglýsa til sölu sem mest af húseignum samlagsins með það að markmiði að fækka fasteignum í eigu þess og draga sem mest úr umsvifum Húsakynna bs.á leigumarkaði.
15.Fundur hjá rekstrarstjórn stofnana á Laugalandi, dags. 24. okt. 2012.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
16.Velferðarráðuneytið; Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, skv. tölvupósti dags. 2. okt. 2012.
Sveitarstjóra í samvinnu við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins falið að svara bréfritara f.h. Rangárþings ytra.
17.Mennta- og menningarmálaráðuneytið; Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2012, dags. 11. okt. 2012.
Sveitarstjórn hvetur stofnanir sínar og aðra áhugasama að draga íslenska fánann að hún þann 16.nóvember næstkomandi á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar.
18.Samkomulag um framkvæmdaleyfi við Búðarhálsvirkjun, dags. 18. okt. 2012.
Samkomulagið staðfest.
19.SÁÁ; Betra líf! – mannúð og réttlæti, mótt. 18. okt. 2012.
Sveitarstjórn styður tillögurnar sem fram koma í erindinu og mun vekja athygli á undirskriftalistum átaksins á heimasíðu sveitarfélagsins ry.is ásamt því að láta undirskriftalista liggja frammi í afgreiðslu Rangárþings ytra og íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins.
20.Vegagerðin; Afrit – Tilkynning um niðurfellingu Bjálmholtsvegar af vegaskrá, dags. 23. okt. 2012.
21.Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings b.s.; Aðalfundarboð, 6. nóv. 2012 kl.10:00 að Ormsvelli 1 á Hvolsvelli.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 16:15.