54. fundur 21. nóvember 2013

 

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, fimmtudaginn 21. nóvember 2013, kl. 11.00.

 

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir,

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri og Klara Viðarsdóttir, aðalbókari, undir lið 1 - 6.

 

Samþykkt samhljóða að taka fyrir erindi frá Kvennakórnum Ljósbrá sem verður liður 7.2.

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 38. fundur hreppsráðs, 18.11.13, í einum lið.

 

Tillaga hreppsráðs að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 er vísað til 6. liðar á dagskrá þessa fundar.

 

Funargerðin staðfest samhljóða.

 

1.2 3. vinnufundur hreppsráðs, 30.10.13 í einum lið, til kynningar.

1.3 4. vinnufundur hreppsráðs, 6.11.13, í fjórum liðum, til kynningar.

1.4 5. vinnufundur hreppsráðs, 13.11.13, í þremur liðum, til kynningar.

1.5 6. vinnufundur hreppsráðs, 18.11.13, í einum lið, til kynningar.

 

  1. Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám 2014

Lagt er til að eftirtaldar álagningarprósentur, gjaldskrár og afsláttarreglur gildi fyrir árið 2014 í Rangárþingi ytra:

 

2.1 Útsvar: 14.48%

 

Samþykkt samhljóða.

Fasteignaskattur A verði 0,39% af fasteignamati húss og lóðar.

Fasteignaskattur B verði 1,32% af fasteignamati húss og lóðar

Fasteignaskattur C verði 1.55% af fasteignamati húss og lóðar

Lóðarleiga verði 0,85% af fasteignamati húss og lóðar

Vatnsgjald verði 0.25% af fasteignamati húss og lóðar

Holræsagjald verði 0.22% af fasteignamati húss og lóðar

 

Gjalddagar fasteignaskatta, lóðarleigu, holræsagjalds og vatnsgjalds verði 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2014. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2014. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2014. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi.

 

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði samkvæmt reglum sem samþykktar verða af

sveitarstjórn.

 

Framangreindum tillögum að fasteignasköttum, fasteignagjöldum og tillögu að afsláttarreglum er vísað til afgreiðslu fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 Tillögur að gjaldskrám íþróttamannvirkja á Hellu, Laugalandi og í Þykkvabæ fyrir árið 2014.

Lagt er til að framlagðar tillögur að gjaldskrám fyrir íþróttamannvirki á Hellu, Laugalandi og í Þykkvabæ gildi fyrir árið 2014. Um efni tillagnanna er vísað til fundargagna.

 

Framangreindum tillögum er vísað til hreppsráðs til frekari vinnslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.3 Tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2014.

Lagt er til að framlögð tillaga að gjaldskrá vegna meðhöndlunar og eyðingar úrgangs gildi fyrir árið 2014. Um efni tillögunnar er vísað til fundargagna.

 

Gjalddagar verði sömu og fasteignaskatta.

 

Framangreindri tillögu er vísað til hreppsráðs til frekari vinnslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

 

Samþykkt samhljóða.

2.4 Tillaga að gjaldskrá fyrir Heklukot og Leikskólann á Laugalandi.

Lagt er til að framlögð tillaga að gjaldskrá fyrir leikskólana í Rangárþingi ytra gildi fyrir árið 2014. Vísað er til fundargagna um efni tillögunnar.

 

Gjalddagar verða útgáfudagar reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

 

Framangreindri tillögu er vísað til hreppsráðs til frekari vinnslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Húsakynni bs., fjárhagsáætlun 2014, til kynningar.

 

3.1 Húsakynni bs., fundargerð 15.10.13, í sex liðum, til kynningar..

 

  1. Tónlistaskóli Rangæinga- fjárhagsáætlun 2014, til kynningar:

  1. Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla og V- Skaftafellssýslu- fjárhagsáætlun 2014, til kynningar.

  1. Tillaga að fjárhagsáætlun 2014 - 2017, fyrri umræða:

 

Lögð fram og kynnt tillaga hreppsráðs að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árin 2014 - 2017.

 

Fjárhagsáætlun 2014-2017 vísað til áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum.

Fjárhagsáætlun verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 6. desember n.k.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:

7.1 Kvenfélagið Eining Holtum, 29.10.13: Umsókn um styrk á móti húsaleigu að Laugalandi vegna Aðventuhátíðar 1. desember. Að auki er sótt um fjárhagsstyrk að upphæð kr. 45.000.- vegna kostnaðar við auglýsingar ofl.

Samþykkt að veita Kvenfélaginu Einingu Holtum styrk á móti hlut Rangárþings ytra í húsaleigu á Laugalandi 1. desember nk.

Erindið samþykkt samhljóða.

 

7.2 Kvennakórinn Ljósbrá, 20.11.13: Umsókn um styrk á móti húsaleigu á Laugalandi vegna tónleika 28.11.13.

Karlakór Rangæinga og Hringur kór eldri borgara í Rangárþingi halda tónleikana ásamt kvennakórnum.

 

Samþykkt samhljóða að veita Kvennakórnum Ljósbrá styrk á móti hlut Rangárþings ytra í húsaleigu á Laugalandi 28 nóvember nk.

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.40