40. fundur 20. desember 2012

 

 

Rangárþing ytra

40. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, fimmtudaginn 20. desember 2012, kl. 20.30.

FUNDARGERÐ

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sat fundinn undir lið 14.2. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

Oddviti setti fundinn kl. 20.30 og stjórnaði honum.

 

1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engin fundargerð liggur fyrir á þessum fundi.

 

2. Fundargerðir annarra fastanefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

  • fundur skipulagsnefndar, 17.12.12, í 30 liðum:

 

Anna María Kristjánsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu liðar nr. 1. í fundargerð skipulagsnefndar.

 

Landskipti

1

1212013 - Helluvað 2 3, Landskipti

 

Ari Árnason sækir um leyfi til stækkunar á lóð sinni að Helluvaði 3, landnr. 164514. Lóð var áður 1000 m² en verður 2,033 m² eftir stækkun. Stækkun er tekin úr landnr. 164513.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

2

1212014 - Meiri-Tunga, Landskipti lóð fyrir spennistöð

 

Ketill Gísalson sækir um leyfi til að stofna lóð undir spennistöð úr landi sínu Meiri-Tunga, landnr. 165131.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

3

1212015 - Stóri-Klofi 2, (Leynir), Landskipti

 

Kristján Árnason sækir um leyfi til landskipta úr landi sínu Stóra-Klofa 2, landnr. 217813. Um er að ræða fjórar lóðir um 1 ha hver lóð. Stóri-Klofi verður um 60 ha eftir landskiptin.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin þar sem samþykki aðliggjandi þinglýstra landeigenda liggja fyrir.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

4

1212016 - Ægissíða 1, Landskipti

 

Steinn Kári Steinsson sækir um leyfi til landskipta úr landi sínu Ægissíða 1, landnr. 165445. Ný lóð verði sameinuð Ægissíðu 2, landnr. 197840 og verði 2,03 ha eftir sameiningu.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin þar sem samþykki aðliggjandi þinglýstra landeigenda liggja fyrir.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

5

1212017 - Bakkakot, Landskipti

 

Lúðvík Bergmann, fyrir hönd landeigenda, sækir um leyfi til landskipta úr landi sínu Bakkakot, landnr. 164473.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

 

 

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

6

1212021 - Háfshjáleiga, Landskipti

 

Fannar Þór Ólafsson, fh. Þórshúss ehf, óskar umsagnar vegna landskipta. Um er að ræða land með heitið Háfshjáleiga 5.1, stærð 38,0 ha. landnr. 219917, tekið úr Háfshjáleigu, landi 5, landnr. 207728, skv. meðfylgjandi uppdrætti.

 

Ekki liggja fyrir samþykki þinglýstra aðliggjandi landeigenda og því getur Skipulagsnefnd ekki veitt umsögn um fyrirhuguð landskipti.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

7

1212024 - Þúfa, Landskipti

 

Hannes Dagbjartsson og Ingibjörg Dagbjartsdóttir sækja um heimild til landskipta úr landi sínu, Þúfu, landnr. 165017 skv. meðfylgjandi uppdrætti.

 

Ekki liggja fyrir samþykki þinglýstra aðliggjandi landeigenda og því getur Skipulagsnefnd ekki veitt umsögn um fyrirhuguð landskipti.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

8

1212026 - Mykjunes, Landskipti

 

Valur Ragnarsson, fyrir hönd eigenda, óskar heimildar til landskipta úr jörð sinni, Mykjunes, landnr. 165133. Lóðin verður 25,5 ha að stærð. Stærð upprunalands er 197,0 ha.

 

Ekki liggja fyrir samþykki allra þinglýstra aðliggjandi landeigenda og því getur Skipulagsnefnd ekki veitt umsögn um fyrirhuguð landskipti.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Afgreiðsla skipulagsmála

9

1212003 - Gilsbakki Deiliskipulag

 

Skipulagið nær til um 6 ha af jörðinni Gilsbakki í Rangárþingi ytra en heildarstærð jarðarinnar er 102 ha. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, bílskúrs, útihúss, skemmu og geymslu. Fyrir á jörðinni er frístundahús sem gert er ráð fyrir að stækka.

Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

10

1212004 - Kot (Jónskot) deiliskipulag

 

Deiliskipulagið nær yfir eignarlóð úr landi Kots á Rangárvöllum. Lóðin nefnist Jónskot og er um 3 ha. Landið er á skilgreindu vatnsverndarsvæði í flokki III. Deiliskipulagið tekur til stækkunar á núverandi frístundahúsi, byggingu hesthúss og geymslu.

Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

11

1212005 - Lunansholt I, deiliskipulag

 

Deiliskipulagið nær yfir um 0,5 ha spildu úr landi Lunansholts. Deiliskipulagið tekur til einnar lóðar fyrir frístundahús.

Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

12

1212006 - Svínhagi 164560, deiliskipulag

 

Deiliskipulagið nær til alls 101 lóða af ýmsum stærðum í landi Svínhaga og 4 spildum. Byggðinni var skipt í 3

 

 

 

hverfi og höfðu lóðir innan hvers hverfis sjálfstætt númerakerfi. Til að einfalda alla umfjöllun um lóðir til framtíðar er götum gefið nafn og lóðir númeraðar upp á nýtt.

Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

13

1212007 - Svínhagi SH13 og SH14, deiliskipulag

 

Deiliskipulag þetta nær yfir uppbyggingu lóða SH13 og 14 úr landi Svínhaga í Rangárþingi ytra, samtals 12,7 ha að stærð. Lóðirnar liggja sunnan við austurhluta Frístundasvæðisins Heklubyggð og liggja lóðirnar Klapparhraun 1 og 3 að skipulags svæðinu. Deiliskipulagið tekur til byggingar á íbúðarhúsi, gestahúsum, gróðurhúsi, vélarhúsi ásamt útihúsi/gróðurhús.

Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

14

1211004 - Gaddstaðir við Hróarslæk deiliskipulag

 

Breytingin tekur til breyttrar aðkomu að lóðum og breytingar á lóðamörkum lóða nr. 7, 8b, 9a og 10a. Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Tillagan var grenndarkynnt og bárust engar athugasemdir

 

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Heimild til skipulagsgerðar

15

1212019 - Sorpstöð Rangárvallasýslu, Strönd, Deiliskipulag

 

Steinsholt sf, fyrir hönd Sorpstöð Rangárvallasýslu BS, sækir um leyfi til deiliskipulags fyrir sorpsvæði á Strönd, skv. meðfylgjandi skipulagsgögnum.

Óskað er eftir að tillagan verði tekin til skipulagsmeðferðar skv. 41. gr. Heimild til deiliskipulagsvinnu var afgreidd á fundi Skipulagsnefnda Rangárþings bs. þann 25. sept. síðastliðinn þar sem deiliskipulagsvinna var heimiluð og samþykkt að ekki þyrfti lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra.

 

Skipulagsnefnd telur að allar meginforsendur skipulagsins séu í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 og því er ekki þörf á lýsingu. Nefndin mælir með að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

16

1212002 - Holtsmúli I, deiliskipulag

 

Hermann G. Gunnlaugsson, fyrir hönd landeigenda, sækir um leyfi til deiliskipulagningar. Skipulagssvæðið sem hér um ræðir er 19,84 ha (14 ha skv aðalskipulagi) land lögbýlisins Holtsmúli I í Landsveit. Fyrirhugað er að reisa á landinu frístundahús ásamt hesthúsi og gestahúsi.

 

Skipulagsnefnd telur að allar meginforsendur skipulagsins séu í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 og því er ekki þörf á lýsingu. Nefndin mælir með að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en gerir fyrirvara um að Skipulagsfulltrúi kalli eftir eftirfarandi atriðum fyrir staðfestingu sveitarstjórnar.

Skipulagsnefndin bendir á að lagfæra þurfi misræmi í greinargerð varðandi landstærðir skipulagssvæðis og að greina þurfi betur skipulag á nærliggjandi svæðum.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

17

1212022 - Ketilhúshagi, lóð 47, Deiliskipulag

 

Lárus Einarsson sækir um heimild til skipulagsgerðar í landi sínu Ketilhúshagi, land, nr. 47. Lóðin er ca. 4,6 ha spilda og er áætlað að byggt verði frístundahús allt að 200 m², aðstöðuhús 30 m², og allt að 60 m² gestahús.

 

Nefndin heimilar umsækjanda að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

 

Staðfesting á afgreiðslu Byggingarfulltrúa

18

1211013 - Haukadalur, lóð nr. 8 Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging við sumarhús

 

Torfi Rúnar Kristjánsson sækir um leyfi til viðbyggingar við sumarhús sitt á lóð sinni nr. 8 í landi Haukadals. Byggingarfulltrúi samþykkir þ. 25.8.2012

 

Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

19

1211012 - Geitamelur, Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi

 

Baldur Jónsson sækir um leyfi fyrir sumarhúsi í landi sínu Geitamel. Byggingarfulltrúi samþykkir þ. 22.11.2012

 

Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

20

1211009 - Gilsbakki, Umsókn um byggingarleyfi Stækkun bílgeymslu

 

Erla Möller sækir um leyfi til stækkunar bílgeymslu á lóð sinni, Gilsbakki. Byggingarfulltrúi samþykkir þ. 21.11.2012

 

Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

21

1212011 - Lunansholt 1, Umsókn um byggingarleyfi, sumarhús

 

Jakob Heimir Óðinsson sækir um leyfi til byggingar sumarhúss í landi sínu Lunansholt I. Byggingarfulltrúi samþykkir þ. 3.12.2012

 

Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

22

1212010 - Heiðarbrún 2, Umsókn um bygginga Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.rleyfi, sumarhús

 

Valdimar Karl Jónsson sækir um leyfi til byggingar sumarhúss í landi sínu Heiðarbrún 2. Byggingarfulltrúi samþykkti þ. 5.12.2012

 

Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

23

1212008 - Höfðavegur 9, Umsókn um byggingarleyfi, sumarhús

 

Tómas Dagur Helgason sækir um leyfi til byggingar sumarhúss á lóð sinni Höfðalækur 9 í landi Haukadals. Byggingarfulltrúi samþykkti þ. 1.10.2012

 

Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

24

1212009 - Lundur, Umsókn um byggingarleyfi, stækkun nýr matshluti 04

 

Lundur, hjúkrunarheimili, sækir um endurnýjun á byggingarleyfi til stækkunar á núverandi aðstöðu við Nestún. Byggingarfulltrúi samþykkti þ. 6.12.2012

 

Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

25

1212012 - Freyvangur 9, byggingarleyfi stækkun sólskála

 

Drífa Nikulásdóttir sækir um leyfi til að stækka sólskála við hús sitt að Freyvangi 9. Hér er um minniháttar

 

 

 

breytingu að ræða.

Byggingarfulltrúi samþykkti þ. 30.11.2012

 

Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Almenn mál

26

1211006 - Umsókn Þórs Þorsteinssonar, Jarlsstöðum, um rekstrarleyfi fyrir steypustöð í landi sínu

 

Þór Þorsteinsson sækir um leyfi til reksturs steypustöðvar í landi Jarlstaða, Rangárþingi ytra.

 

Skipulagsnefnd veitir færanlegri steypustöð umsækjanda stöðuleyfi til allt að eins árs á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði sem er í skipulagsferli í landi Jarlstaða.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

27

1212025 - Heysholt, Framkvæmdaleyfi Umsókn á tæknisviði

 

Guðmundur Björnsson fyrir hönd Landborga ehf sækir um framkvæmdaleyfi til vegagerðar á landi sínu Heysholti. Vegagerð er í tengslum við fyrirhugað frístundasvæði skv. deiliskipulagi.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsóknaraðila og mælir með því að sveitastjórn veiti framkvæmdaleyfi.

 

Hreppsnefnd samþykkir að veita Landborgum ehf. framkvæmdaleyfi til vegagerðar í landi Heysholts samkvæmt framlögðum uppdráttum og skýringum.

28

1212029 - Rangárþing ytra, heimild til auglýsinga deiliskipulaga sem fallið hafa á tímafresti

 

Vegna nýlegrar niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála hefur komið í ljós að auglýsa þarf að nýju skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 nokkurn fjölda deiliskipulagsáætlana sem tóku gildi eftir gildistöku nýrra skipulagslaga 1. janúar 2011. Allar neðantaldar skipulagsáætlanir hafa áður verið auglýstar og samþykktar í sveitastjórn Rangárþings ytra en eru hér auglýstar að nýju.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa skuli tillögurnar.

 

Hreppsnefnd samþykkir að skipulagstillögur sem taldar eru upp í framlögðum lista verði auglýstar að nýju þar sem endanlegum frágangi þeirra eftir fyrri auglýsingu varð ekki lokið innan tilskilins tímafrests.

29

1212027 - Baugalda 6, Umsókn um byggingarleyfi Stækkun á bílskúr

 

Páll Melsted sækir um leyfi til að stækka bílskúr við hús sitt að Baugöldu 6. Umsækjandi fer einnig fram á að lóð hans verði stækkuð inná opið svæði um allt að 2 metra.

 

Skipulagsnefnd sér sér ekki fært að verða við beiðni um stækkun lóðarinnar vegna gildandi deiliskipulags hverfisins.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Hreppsnefnd felur skipulagsfulltrúa að huga að breytingu á deiliskipulagi í Öldum II og hafa um það samráð við umsækjanda og aðra íbúa hverfisins.

30

1212031 - Fjallabak, skipulag miðhálendisins

 

Steinsholt, fyrir hönd stýrihóps um skipulag Fjallabakssvæðisins leggur fram lýsingu á rammaskipulagi fyrir Fjallabakssvæðið, sem unnin er í tengslum við skipulag miðhálendisins í samstarfi Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps.

 

Skipulagsnefnd óskar eftir frekari kynningu á málinu.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og óskar eftir að kynning verði fyrir alla sveitarstjórnina.

 

3. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

  • Suðurlandsvegur 1 - 3 , hluthafafundur 13.12.12, í einum lið.

 

 

  1. Tillaga að afsláttarfjárhæðum vegna fasteignaskatta og fráveitugjalda eldri borgara og öryrkja árið 2013:

 

„1. gr.

Fasteignaskattur og fráveitugjald af íbúðarhúsnæði í eigu tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Sveitarfélaginu Rangárþing ytra sem þeir nýta sjálfir, skal lækkaður eða felldur niður samkvæmt heimild í 4.mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

  1.  

Til að njóta afsláttar þarf að uppfylla annað hvort:

  1. vera 67 ára á næsta ári á undan álagningarári eða
  2. hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir janúar 2013.

Afslátturinn nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi sannanlega býr í.

Rangárþing ytra sækir upplýsingar við útreikning afsláttar í upplýsingakerfi ríkisskattstjóra. Ekki er þörf á að sækja um afsláttinn til sveitarfélagsins nema samkvæmt 4. gr. hér að neðan.

  1.  

Niðurfelling eða lækkun miðar við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. fjármagnstekjur ársins 2011 eins og þær eru samkvæmt skattframtali 2012, endurskoðað í ágúst miðað við tekjur 2011samkvæmt skattframtali 2012. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

  1. Ef um er að ræða einstaklinga;
  • með brúttótekjur undir 690.000kr. getur niðurfelling orðið 100%
  • með brúttótekjur milli 690.001 – 3.110.000kr. getur niðurfelling orðið 75%
  • með brúttótekjur milli 110.001 - 3.552.000 kr. getur niðurfelling orðið 50%
  • með brúttótekjur milli 552.001 – 4.000.000 kr. getur niðurfelling orðið 25%
    1. Ef um er að ræða hjón;
  • með brúttótekjur undir 009.000 kr., getur niðurfelling orðið 100%
  • með brúttótekjur milli 009.001 - 4.662.000 kr. getur niðurfelling orðið 75%
  • með brúttótekjur milli 662.001 - 5.228.000 kr. getur niðurfelling orðið 50%
  • með brúttótekjur milli 228.001 - 5.849.000 kr. getur niðurfelling orðið 25%

Viðmiðunartekjurnar eru heildartekjur umsækjanda og eru framreiknaðar samkv. vísitölu neysluverðs, þ.e tekjur sem mynda álagningarstofn tekjuskatts- útsvars og fjármagnstekjuskatts eins og þessar tekjur voru næsta ári á undan álagningarári.

  1.  

Við fráfall maka/sambýlismanns tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega er eftirlifandi maka með tekjur allt að 4.729.000 krónur á ári heimilt að sækja um sérstakan afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi af húsnæði sem hann býr í. Tekjuviðmið eru þau sömu og í 2.gr. um tekjuviðmið.“

 

Um sömu skilmála er að ræða að öllu leyti og gilt hafa undanfarin ár. Fjárhæðum er breytt til samræmis við verðlagsþróun á árinu 2012.

Samþykkt samhljóða

 

  1. Innfærsla vegna fundargerðar fundar hreppsnefndar 14. desember 2012.

 

Tillaga að innfærslu vegna fundargerðar 39. fundar hreppsnefndar Rangárþings ytra 14. desember 2012, lögð fram á 40. fundi hreppsnefndarinnar 20. desember 2012:

 

„Á 39. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra tók Indriði Indriðason, ráðgjafi, þátt í störfum fundarins undir 5. lið um fjárhagsáætlun 2013 - 2016. Indriði vann að gerð áætlunarinnar frá grunni. Indriði skýrði ýmsa liði í

áætluninni samkvæmt efni fyrirspurna sveitarstjórnarfulltrúanna Indriða voru færðar þakkir fyrir sinn þátt í gerð fyrirliggjandi áætlana fyrir árin 2013 - 2016.“

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ, MHJ, ST).

 

Bókun Á lista: Fulltrúar Á-lista líta svo á að þessi „innfærsla“ sé hluti að afgreiðslu fjárhagsáætlunar frá síðasta sveitarstjórnarfundi og sitja því hjá til samræmis við þá afgreiðslu.

  1. Kosning fulltrúa í samgöngu-, hálendis- og

Lagt er til að eftirtaldir skipi samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefnd Rangárþings ytra:

Aðalmenn:

Sigurgeir Guðmundsson Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Sigríður Theódóra Kristinsdóttir Þröstur Guðnason

Jóhann Björnsson

 

Til vara:

Katrín Sigurðardóttir Svanur Sævar Lárusson Bæring Guðmundsson Margrét Eggertsdóttir

 

Magnús H. Jóhannsson

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Tillaga frá Á-lista um samstarfssamning við

„Tillaga Á-lista frá 37.fundi: „Rangárþing ytra geri sambærilegan samning við KFR og Rangárþings Eystra hefur nýlega gert. Hljóðar hann efnislega uppá krónur 2,1 milljón á ári og gildir til ársloka 2014. Samningurinn tekur til allra yngri flokka félagsins.“

Fyrir liggur niðurstaða vinnuhóps um samstarfssamning við KFR. Vinnuhópurinn mælir með því að gerður verði samstarfssamningur við KFR og að árleg fjárhæð verði kr. 1.800.000 á árunum 2012, 2013 og 2014.

 

Lögð eru fram drög að samstarfssamningi á milli Rangárþings ytra og KFR.

Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að gerður verði samstarfssamningur á milli Rangárþings ytra og KFR sem byggir á fyrirliggjandi drögum. Í samningi verði skilgreind sú þjónusta sem KFR veitir iðkendum knattspyrnu í Rangárþingi ytra gegn þeirri árlegu greiðslu sem um semst. Sveitarstjóra er falið að leggja tillögu að samstarfssamningi fyrir hreppsnefnd til afgreiðslu eftir viðræður við fulltrúa KFR og samráð við fulltrúa vinnuhóps og formann íþrótta- og tómstundanefndar.

 

  1. Ómar Halldórsson 12.12 - beiðni um breytingu á skráningu frístundahúss í landi Hraunhóls í fasteignamatsskrá.

 

Hreppsnefnd veitir heimild til þess að breyta skráningu frístundahúss í landi Hraunhóls í það að vera íbúðarhús með fyrirvara um að skipulags- og byggingarfulltrúi staðfesti að viðkomandi hús uppfylli kröfur Byggingareglugerðar um frágang íbúðarhúsa.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Stracta Construction 13.12.12 - umsókn um lóðina Rangárbakka 4.

Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta Stracta Construction ehf. lóðinni Rangárbakka 4 að uppfylltum skilyrðum lóðaúthlutunarreglna Rangárþings ytra.

 

  1. Vegagerðin 12.12 - umsókn um framkvæmdaleyfi v. efnisnámu í Merkurhrauni.

 

Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að veita Vegagerðinni heimild til þess að taka efni úr námu í Merkurhrauni samkvæmt umsókn þar um. Hreppsnefndin setur skilyrði um góðan frágang að efnistöku lokinni.

  1. Tillaga um lágmarksfyrirvara fyrir sveitarstjórnarfulltrúa til þess að leggja fram óskir um efnisliði á dagskrá funda hreppsnefndar og hreppsráðs:

„Undirritaðir sveitarstjórnarfulltrúar í hreppsnefnd Rangárþings ytra leggja fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórnarfulltrúar eða aðrir sem óska eftir að tiltekin mál og/eða tillögur verði teknar til meðferðar á fundum sveitarstjórnar skulu hafa skilað slíkri beiðni ásamt gögnum skriflega til sveitarstjóra eigi síðar en þremur sólarhringum fyrir áætlaðan fundartíma, sbr. ákvæði 15. gr.

Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 10. gr. fyrirmynda að samþykkt um stjórn sveitarfélaga frá innanríkisráðuneytinu með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 976/2012. Beiðni og gögn með tölvupósti innan sama tímaramma gilda.

Framangreind regla breytir ekki því að sveitarstjórnarfulltrúar geta fengið brýn mál tekin til meðferðar á fundi sveitarstjórnar með því að leggja fram dagskrártillögu sem 2/3 hlutar viðstaddra sveitarstjórnarfulltrúa þurfa að samþykkja, sbr. ákvæði 27. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

Framangreind tillaga verði tekin inn í væntanlega „Samþykkt um stjórn Rangárþings ytra“ sem stefnt er á að verði afgreidd fyrir mitt ár 2013.

 

Hellu, 17. desember 2012, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir Þorgils Torfi Jónsson

Anna María Kristjánsdóttir"

Meðfylgjandi er greinargerð.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír á móti (GÞ, MHJ, ST).

 

Bókun Á lista: Fulltrúar Á lista eru mótfallnir því að réttur sveitarstjórnarmanna til framlagningar mála sé

heftur með þessum hætti enda hafa slíkar skorður ekki verið viðhafðar það sem af er kjörtímabilinu. Að öðru leyti er vísað til afgreiðslu á 14. tl. fundargerðarinnar hér að neðan.

 

 

  1. Tillaga um að sveitarstjóra og hreppsráði verði falið að semja drög að „samþykkt um stjórn Rangárþings ytra“ og byggja á fyrri vinnu sem búin var á árinu 2010. Gert er ráð fyrir að sveitarstjóri taki saman og leggi tillögur fyrir hreppsráðið sem afgreiðir þær áfram til sveitarstjórnar fyrir apríl 2013 svo tími sé til stefnu til þess að ná tveimur umræðum fyrir 30. júní 2013.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Tillaga að fundatíma og fundadögum hreppsnefndar og hreppsráðs.

 

Fundatímar og fundadagar hreppsnefndar verði eftirfarandi á árinu 2013:

 

Fyrsti föstudagur í mánuði kl.13.00, nema í janúar, þá verði fundurinn annan föstudag kl. 13.00.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, tveir á móti ( GÞ, MHJ) einn situr hjá (ST).

 

Fundatímar og fundadagar hreppsráðs verði eftirfarandi á árinu 2013:

 

Þriðji föstudagur í mánuði kl. 9.00.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (ST).

 

  1. Frá Á-lista:
    • Fulltrúar Á-lista óska eftir umræðu um skipulag og framkvæmd sveitarstjórnarfunda Rangárþings ytra, sérstaklega er varðar a) hvernig málum er komið á dagskrá sveitarstjórnarfunda (löglegur fyrirvari, afgreiðsla oddvita), b) réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna í tengslum við að koma málum á dagskrá, c) ritun fundargerða, d) rétt áheyrnarfulltrúa á fundum sveitarstjórnar. Meðfylgjandi er greinargerð.

 

Fram er lögð eftirfarandi greinargerð ásamt svörum oddvita við tilgreindum efnisliðum:

 

„Greinargerð

Vegna síðustu funda sveitarstjórnar Rangárþings ytra vilja fulltrúar Á-lista varpa fram eftirfarandi spurningum til umræðu. Óskað er eftir skriflegum svörum oddvita við spurningum í lok hvers liðar:

 

  1. Þann nóv. s.l. kl.10 óskaði oddviti Á-lista eftir því að mál væru tekin á dagskrá sveitarstjórnarfundar þann 14. des. Var það tveimur sólarhringum og 4 klst. fyrir boðaðan fund. Þessari beiðni var hafnað og vísað til að það þyrfti

a.m.k. þrjá sólarhringa til að koma málum á dagskrá sveitarstjórnarfundar sbr. tölvupóst frá oddvita Guðmundi Inga Gunnlaugssyni til oddvita Á-lista 12.des.s.l. Til að taka af allan vafa, hversu snemma þurfa sveitarstjórnarmenn að koma með erindi inn á dagskrá sveitarstjórnarfunda?

Svar oddvita: Tölvupóstur með fyrirspurn frá Guðfinnu Þorvaldsdóttur barst oddvita u.þ.b. klukkustund fyrir lokafrest til þess að boða 39. fund hreppsnefndar föstudaginn 14. desember 2012 kl. 13.00. Þetta var of stuttur fyrirvari til þess að unnt væri að breyta dagskrá og gagnaröð sem hvorttveggja var tilbúið til útsendingar. Í tölvupósti Guðfinnu var aðeins fyrirspurn um hvenær þyrfti að skila inn málum en engin tillaga eða tilmæli um efnislið. Engu breytir þó tímasetning fundarins hafi síðar verið seinkað til kl. 14.00 sama dag. Benda má á þann rétt sveitarstjórnarfulltrúa að leggja fram dagskrártillögu á fundum og fá samþykki til þess að taka fyrir brýnt mál þó það sé ekki á dagskrá fundarins, en það ákvæði á að vera kunnugt öllum sveitarstjórnarfulltrúum. Tillaga um lágmarksfrest til þess að leggja fram mál til meðferðar á sveitarstjórnarfundum liggur fyrir 40. fundi hreppsnefndar sem tekur af allan vafa um þetta atriði.

 

Bókun Á lista: "Oddviti neitaði að taka mál á dagskrá skv. beiðni Á-lista. Beiðni um slíkt var send inn 12. des. kl. 10:01 eða 4 klst. áður en fundarboð átti að senda út í síðasta lagi. Hreppsnefndarfundur átti að vera, sbr. bókun sveitarstjórnar af 38. fundi, 14. des. kl. 14 og var Á lista fulltrúum það ljóst, þegar málið var sent oddvita. Sú hefð hefur hingað til verið að fulltrúar hafa getað komið málum á dagskrá fundar með þessum fyrirvara. Á það bæði við um yfirstandandi kjörtímabil og einnig á kjörtímabilinu 2006-2010. Fulltrúar Á-lista áskilja sér allan rétt til að láta til þess bæra aðila skoða þessa stjórnsýslu oddvita með opinberum hætti".

 

Bókun oddvita: "Í svari oddvita við 1. lið framangreindrar greinargerðar kemur glöggt fram hvenær fyrirspurn barst um hvenær tími til að leggja fram mál rynni út. Á þeim tímapunkti var sá tími útrunninn. Ekkert hindrar sveitarstjórnarfulltrúa í því að leggja fram dagskrártillögu um að taka mál inn á fundi ef þau eru brýn og þola ekki bið.

 

 

Virða þarf ákvæði í fyrirmynd um samþykkt um stjórn sveitarfélaga um að tillögur fyrir fundi sveitarstjórna þurfi að berast í "tæka tíð".

 

  1. Á fundi sveitarstjórnar neitaði oddviti sveitarstjórnarmönnum Á-lista að taka efnislega til meðferðar mál (17.1) á dagskrá sem var til kynningar í boðaðri dagskrá. Fulltrúar Á-lista vildu bera upp tillögu um frekari afgreiðslu málsins. Upplýsingar óskast um hvort að sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 eigi hugsanlega við um umrætt tilfelli og hvort sveitarstjonarmönnum hafi verið heimilt að leggja fram tillögu undir málinu í ljósi 28.gr. eða hvort að svo sé eingögnu þegar mál eru sem sér liðir á dagskrá sbr.28. gr: Sveitarstjórnarmaður getur borið fram breytingartillögu, viðaukatillögu, frávísunartillögu eða frestunartillögu við hvert það mál sem til umræðu er á fundi. Slíkar tillögur skulu vera skriflegar ef oddviti óskar. Oddviti ákveður í hvaða röð og með hvaða hætti slíkar tillögur eru teknar til afgreiðslu.

Svar oddvita: Oddviti kynnti að umrædd greinargerð skv. lið 17.1 í kynningarkafla dagskrárinnar, væri til kynningar og að oddviti gerði ekki ráð fyrir meðferð málsins á þessum fundi. Oddviti kynnti að málefnið myndi koma til meðferðar síðar þegar athugun á málavöxtum væri lokið. Oftúlkun er að segja að oddviti hafi neitað fulltrúum um að taka til efnislegrar meðferðar þennan kynningarlið, en oddviti kynnti að hann væri eingöngu lagður fram til kynningar á þessum fundi. Mikið málskraf var á þessum kafla fundarins og því miður voru fleiri en einn að tala í einu og því var ákveðin hætta á misskilningi eða mistúlkun á því sem fram fór. Fundir sveitarstjórnar fara fram eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga ásamt samþykkt um stjórn sveitarfélagsins (eða fyrirmynd innanríkisráðuneytisins) eftir því sem hún er í gildi.

 

 

Bókun fulltrúa Á-lista: "Fulltrúar Á-lista lögðu fram tillögu við lið 17.1 á 39. fundi sveitarstjórnar. Oddviti Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sagði málið vera til kynningar á fundinum en ekki til efnislegrar meðferðar eða tillögugerðar. Þrátt fyrir að Margrét Ýrr hefði yfirgefið fundinn, vegna vanhæfis hennar að því er fulltrúar Á-lista töldu, neitaði oddviti varamanni hennar að taka sæti á fundinum.

 

Fulltrúar Á-lista áskilja sér allan rétt til að láta til þess bæra aðila skoða þessa stjórnsýslu oddvita með opinberum hætti.

 

Bókun oddvita: "Fullnægjandi skýringar liggja fyrir í svari oddvita að ofan."

 

  1. Á fundi sveitarstjórnar vék fulltrúi D-lista af fundi vegna dagskrárliðar 17.1. Er nausynlegt að skrá ástæður þess þegar sveitarstjórnarmaður yfirgefur sal undir ákveðnum lið/liðum ef það er t.d. vegna vanhæfis? Svo var ekki gert á umræddum fundi.

Svar oddvita: Enginn fulltrúi af D-lista vék af 39. fundi hreppsnefndar 14. desember sl. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir færði sig stutta stund í fremri hluta fundarstofu vegna tengsla sinna við suma þá einstaklinga sem fjallað er um í greinargerð sem kynnt var undir lið 17.1 . Með þessu var Margrét að gefa fulltrúum á fundinum tækifæri til að ræða málið án sinnar nærveru, án þess þó að víkja af fundi vegna vanhæfis, enda var málið ekki lagt fram til meðferðar. Nákvæmara hefði verið að geta þessa í fundargerð.

 

 

Bókun fulltrúa Á-lista: "Af svari oddvita er ekki hægt að skilja að hann meti það svo að Margrét hafi vikið af 39. fundi við umfjöllun um efnislið 17.1. Viðurkennir hann þó að Margrét hafi fært sig um set á fundinum og að nákvæmara hefði verið að geta þess í fundargerð.

 

Fulltrúar Á-lista áskilja sér allan rétt til að láta til þess bæra aðila skoða hugsanlegt vanhæfi Margrétar Ýrrar, svar oddvita hér að ofan og frágang fundargerðar frá 39. fundi með opinberum hætti."

Bókun oddvita: Fullnægjandi skýring er fram komin í svari oddvita að ofan.

 

  1. Á fundi sat ráðgjafi sem vann að fjárhagsáætlun 2013-2016. Hann sat fundinn og svaraði fyrirspurnum. Er ekki eðlilegt að hans sé getið í fundargerð sveitarstjórnar að hann hafi setið fundinn og tekið þátt i honum?

Svar oddvita: Þetta féll niður hjá fundarritara og verður lögð til innfærsla í fundargerð 40. fundar hreppsnefndarinnar 20. desember 2012 um þetta atriði.

 

 

Bókun fulltrúa Á-lista: "Fulltrúar Á-lista gerðu strax athugasemdir við fundargerð 39. fundar þess efnis að eins einstaklings sem fundinn sat var ekki getið í fundargerðinni. Ástæða þótti til að setja fram þessa fyrirspurn fyrir fund þar athugsaemdum var ekki svarað fyrir fundarboð þessa fundar."

 

  1. Á 37. fundi sveitarstjórnar voru íbúum ekki heimilað að taka til máls á opnum sveitarstjórnarfundi af núvernadi meirihluta sveitarstjórnar. Þetta hefur þó verið heimilað í tíð fyrrverandi meirihluta og með samþykki þáverandi minnihluta D-lista á kjörtímabilinu. Óskað er eftir áliti oddvita á þessum gerningi, sérstaklega í ljósi þeirrar hefðar sem skapast hefur á kjörtímabilinu. Vísað er til gr. samþykkta Rangárþings ytra, en skv. henni er það heimilt. Á hvaða forsendum var þessi ákvörðun tekin?

Svar oddvita: Í gildandi sveitarstjórnarlögum, grein nr. 26, verður ekki glögglega séð að oddviti geti leyft áheyrendum að ávarpa fundi sveitarstjórnar. Í fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélags sem innanríkisráðuneytið hefur gefið út, hefur oddviti ekki fundið beina heimild til þess að gefa áheyrendum orðið. Samkvæmt ákvæðum í samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra frá 2002, er heimild fyrir oddvita að leyfa áheyrendum að taka til máls á fundum sveitarstjórnar með samþykki hennar. Oddviti gerir ráð fyrir að þáverandi oddviti, Guðfinna Þorvaldsdóttir, hafi með vísan í það ákvæði þessarar gömlu samþykktar, borið upp tillögu á fundinum um að leyfa áheyrendum að taka til máls. Í þessu ákvæði samþykktarinnar er það áskilið að sveitarstjórnin samþykki að oddviti leyfi áheyrendum að taka til máls. Tillaga þáverandi oddvita var felld og því var ekki til staðar heimild sveitarstjórnarinnar til þess að áheyrendur tækju til máls á þeim fundi. Það er álit oddvita að ákvæði um að sveitarstjórn geti heimilað áheyrendum að taka stuttlega til máls þegar það á við, eigi að vera í sveitarstjórnarlögum.

 

Bókun fulltrúa Á-lista: "Ekkert er að finna í sveitarstjórnalögum sem bannar áheyrendum/gestum á fundum sveitarstjórnar að fá að taka til máls, ef sveitarstjórn er því samþykk. Þrátt fyrir það vísaði oddviti í sveitarstjórnarlög þegar áheyrendum á 38. fundi sveitarstjórnar var bannað að taka til máls af núverandi meirihluta.

 

Fulltrúar Á-lista áskilja sér allan rétt til að láta til þess bæra aðila skoða þessa stjórnsýslu oddvita með opinberum hætti.

 

Bókun oddvita: "Enn og aftur minnir oddviti á að það var fyrri oddviti sem bar upp tillögu á fundinum um að áheyrendur fengju að taka til máls á fundinum. Tillagan var felld. Það er áskilið í samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra frá 2002 að oddviti geti heimilað áheyrendum að taka til máls með samþykki sveitarstjórnarinnar. Oddviti fletti upp í núgildandi sveitarstjórnarlögum og benti á ákvæði 26. gr. sem fjallar um hverjir geti tekið til máls á fundum sveitarstjórnar. Fleiri fulltrúar flettu upp í lögunum á fundinum. Oddviti tók skýrt fram að hann væri ekki lögskýrandi og felldi enga úrskurði um gildi eða innihald laga. Þetta kemur allt fram í svari oddvita að ofan og óþarft ætti að vera að endurtaka það á ný."

 

  • Fulltrúar Á-lista fara fram á að leitað verði álits lögfræðings Sambands ísl. sveitarfélaga á því hvert væri best að leita með málefni sem kynnt var undir lið 17.1 á 39. fundi hreppsnefndar 14. desember 2012 áður en efnisleg umræða fer fram skv. bókun á 39. fundi.

 

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir víkur af fundi vegna vanhæfis kl. 22.15. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 22.15.

Samþykkt með fimm atkvæðum, tveir sitja hjá ( ÞTJ, AMK, ).

 

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir vék af fundinum kl. 22.22.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju kl. 22.22.

 

15. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

  • Skotfélagið Skyttur - umsókn um

 

Hreppsnefnd samþykkir að veita Skotfélaginu Skyttum styrk að fjárhæð kr. 300 þús., vegna framkvæmda við rafvæðingu svæðis þeirra á Geitasandi. Sveitarstjóri annast útgreiðslu styrksins í samráði við forystu félagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

 

  • KFR - framlag vegna

Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að veita framlagi að upphæð kr. 1.650 þús. til KFR vegna ársins 2012 vegna þjónustu félagsins við knattspyrnuiðkendur innan sveitarfélagsins á því ári. Sveitarstjóri annast útgreiðslu framlagsins í samráði við forystu félagsins.

 

16. Annað efni til kynningar:

  • Skipulagsstofnun - umburðarbréf til sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa.

 

  1. Trúnaðarmál.

 

Fært í trúnaðarmálabók.

 

 

Sveitarstjórn Rangárþings ytra færir íbúum, starfsfólki, samstarfsaðilum og öðrum samskiptaaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir samstarfið og samskiptin á árinu sem er að líða.

 

 

 

 

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 00.01.