41. fundur 11. janúar 2013

Rangárþing ytra

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 11. janúar 2013, kl. 13.00.

FUNDARGERÐ

 

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fundinn kl. 13.00 og stjórnaði honum.

 

Oddviti lagði fram tillögu um breytingu á dagskrá þannig að Haraldur Birgir Haraldsson, forstöðumaður Umhverfis-, eigna- og tæknisviðs, og Gísli Gíslason, Steinsholti ehf., komi inn á fundinn strax í upphafi og kynni erindi varðandi "Rammaskipulag Fjallabakssvæðisins norðan Mýrdalsjökuls". Erindið verði svo lagt fyrir hreppsráð til fullnaðarafgreiðslu á fundi þess þ. 18. janúar 2013.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Oddviti lagði fram tillögu um breytingu á dagskrá þannig að erindi frá félagsmálastjóra um skipan á fulltrúa í "Stjórn þjónustusvæðis" vegna málefna fatlaðra verði tekið fyrir sem liður nr. 14.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Oddviti lagði fram tillögu um breytingu á dagskrá þannig að heimilað verði að taka fyrir trúnaðarmál sem lið nr. 15.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

Sveitarstjóri og oddviti gerðu stuttlega grein fyrir viðfangsefnum frá síðasta fundi.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engin fundargerð liggur fyrir á þessum fundi.

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Stjórn byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingafulltrúa, fundur 19. desember 2012 í sex liðum.

 

Fundargerðin staðfest

 

2.2 Stjórn byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingafulltrúa, fundur 28. desember 2012 í sex liðum.

 

Fundargerðin staðfest

 

2.3 Rekstrarstjórn stofnana að Laugalandi, fundur 29. nóvember 2012 í þremur liðum.

 

Fundargerðin staðfest

 

  1. Tillaga að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og aðra stjórnendur Rangárþings ytra - fyrri umræða.

 

Vísað til síðari umræðu á næsta fundi hreppsnefndar

 

  1. Tillaga að umsögn til Orkustofnunar vegna umsóknar um nýtingarleyfi vegna hitaveitu í Landsveit.

Tillagan er unnin af Guðjóni Ármannssyni lögmanni.

 

Eftirtalin gögn eru lögð fram auk tillögunnar til kynningar:

Umsögn Landgræðslu ríkisins til Orkustofnunar frá 27. nóvember 2012.

Viðbótarumsögn Landgræðslu ríkisins til Orkustofnunar frá 7. desember 2012.

Orkustofnun 2. nóvember 2012 - beiðni um umsögn vegna umsóknar Íslenskrar Matorku ehf. f.h. notenda á heitu vatni úr borholum í Baðsheiði um nýtingarleyfi.

 

 

Samþykkt samhljóða að senda þessa tillögu sem umsögn sveitarstjórnar til Orkustofnunar, með þeim fyrirvara, að

væntanleg hitaveita taki yfir þá samninga sem í gildi eru og gæti að hagsmunum allra núverandi notenda.

Sveitarstjóri sendi umsögnina til Orkustofnunar.

  1. Tillaga að dagskrá íbúafundar 24. janúar 2013.

„Lagt er til að dagskrá fundarins verði eftirfarandi:

  1. Fundarsetning og kynning á starfsmönnum fundarins - oddviti.
  2. Kynning á hugmyndum um nágrannavörslu og mögulegri útfærslu - Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og fulltrúi frá VÍS hf.
  3. Kynning á fjárhagsáætlun 2013 - 2016 - oddviti.
  4. Umræður og fyrirspurnir um framangreinda liði og önnur málefni sveitarfélagsins.

Sveitarstjóra er falið að fá tvo aðila til að annast fundarstjórn og sjá til þess að rituð verði fundargerð.

 

Samþykkt með sex atkvæðum einn situr hjá (GÞ).

 

  1. Tillaga um skoðun á hagkvæmni í rekstri grunnskóla Rangárþings ytra:

„Lagt er til að þriggja manna nefnd verði falið að taka saman tölfræði um rekstrarkostnað grunnskólanna í Rangárþingi ytra og að stilla upp möguleikum sem kunna að vera fyrir hendi til hámörkunar á hagkvæmni í rekstri grunnskóla sveitarfélagsins. Formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri vinni með nefndinni að öflun upplýsinga og mati á möguleikum. Nefndinni verði heimilt að afla sér aðstoðar við þessa vinnu með upplýsingasöfnun á skrifstofu sveitarfélagsins, uppstillingu á möguleikum og öðru sem þarf til þess að

ljúka verkefninu. Ekki er ætlast til þess að nefndin geri tillögur um breytingar frá núverandi fyrirkomulagi, heldur stilli upp mögulegum leiðum.

Lagt er til að hreppsráði verði falið að ganga frá kjöri nefndarmanna á fundi sínum þ. 18. janúar 2013.

Nefndinni verði falið að skila niðurstöðum sínum til hreppsnefndar fyrir lok mars 2013.

Hellu, 7. janúar 2013,

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir Þorgils Torfi Jónsson Anna María Kristjánsdóttir."

Breytingartillaga Á lista:

"Fulltrúar Á-lista leggja til að ekki verði skipaður sérstakur vinnuhópur að sinni, heldur verði hreppsráði falið að vinna málið með sveitarstjóra og formanni fræðslunefndar og leggi niðurstöður sínar fyrir hreppsnefnd."

 

Þrír greiða atkvæði með breytingartillögunni og fjórir á móti (GIG, MÝS, ÞTJ, AMK).

Breytingartillan er felld.

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti(ST), tveir sitja hjá (GÞ, MHJ).

Bókun frá Steindóri Tómassyni:

Ég vísa til nýlegrar skýrslu um málefni og rekstur Grunnskólanna í Rangárþingi ytra. Úttekt á rekstri fræðslustofnana frá október 2009. Óþarft er að mínu mati að skipa sérstakan vinnuhóp um málið þar sem starfsfólk á skrifstofu getur annast samantekt tölulegra upplýsinga sem liggja fyrir á skrifstofu.

 

  1. Félagsmálastjóri - beiðni um að eftirtaldar tillögur að samræmdum reglum verði samþykktar af sveitarstjórnum:

7.1 Tillaga að samræmdum reglum vegna heimsendingu matar.

7.2 Tillaga að samræmdum reglum um liðveislu.

7.3 Tillaga að samræmdum reglum fyrir ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Krókur félag sumarbústaðaeigenda í Reynifellslandi 10.12.12 - beiðni um viðræður um sorphirðu og álagningu grunngjalds vegna meðferðar úrgangs.

 

Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að eiga fund með fulltrúum Króks, félags sumarbústaðaeigenda í Reynifellslandi til skýringar á reglum varðandi álagningu „Grunngjalds“ vegna meðhöndlunar á úrgangi og til þess að koma á framfæri mögulegum leiðum til lausnar á sorphirðuvanda sumarbústaðaeigendanna.

 

 

  1. Frá Á-lista vegna málefna sveitarstjórnar og viðbyggingar við Lund, hjúkrunar- og dvalarheimili:

 

9.1 Beiðni um upplýsingar um hver annist fjármálastjórnun Rangárþings ytra eftir 12. nóvember 2012.

 

Svar: Sveitarstjóri, sem er prókúruhafi sveitarfélagsins, hefur frá og með 13. nóvember 2012, annast fjármálastjórnun eins og gert er ráð fyrir í Sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sbr. ákvæði 55. gr. Sveitarstjóri hefur samráð við

oddvita og styðst við upplýsingar og aðstoð frá starfsmönnum á skrifstofu Rangárþings ytra, þ.e. bókara, launafulltrúa, fulltrúa við gerð reikninga, innheimtu og gjaldkera. Hreppsráð er að auki samstarfsaðili sveitarstjóra um fjármálastjórnun sveitarfélagsins sbr. ákvæði 35. gr. L. nr. 138/2011 en hefur ekki komið saman á reglulegan fund á því tímabili sem spurt er um. Þetta fyrirkomulag verður viðhaft þangað til annað verður ákveðið.

Bókun Á-lista: Í svari við fyrirspurn Á-lista fæst ekki annað séð en að útskýrt sé hvernig fjármálastjórnun á að vera háttað hjá sveitarfélaginu. Þar sem engar fjárhagsupplýsingar hafa verið kynntar sveitarstjórn með opinberum hætti frá því núverandi meirihluti tók við stjórn sveitarfélagsins 12. nóvember s.l. fæst ekki séð að utanumhald fjármála þess sé á þann veg sem lýst er auk þess sem hér er látið að liggja að breyting verði gerð á þessu fyrirkomulagi. Nýr meirihluti breytti verulega áherslum við yfirstjórn strax við meirihlutaskiptin og lýsa fulltrúar Á-lista áhyggjum sínum af þróun mála.

Bókun meiri hluta:

Eftir að núverandi meirihluti tók við, var hafist handa við að undirbúa afgreiðslu á fjárhagsáætlun fyrir árin 2013 - 2016. Á vinnufundum hreppsráðs við gerð fjárhagsáætlunarinnar voru birtar upplýsingar úr bókhaldi og launabókhaldi um stöðu mála. Verður það að teljast fullnægjandi við þær aðstæður. Næsti fundur hreppsráðs verður 18. janúar n.k. Ekki er unnt að skilja hvað átt er við með fullyrðingu um breytingu á áherslum við yfirstjórn þar sem engar verulegar breytingar hafa orðið.

 

9.2 Beiðni um upplýsingar um kostnað við ráðgjöf Indriða Indriðasonar eftir 12. nóvember 2012.

 

Svar: Kostnaður við ráðgjöf Indriða Indriðasonar vegna gerðar fjárhagsáætlunar frá 12. nóvember 2012 til áramóta liggur ekki fyrir þar sem reikningur hefur ekki borist. Kostnaður vegna tímabilsins ágúst til loka október vegna vinnu Indriða Indriðasonar við fjárhagsáætlun 2013 - 2016 er kr. 1.421.664 m. VSK.

Umbeðnar upplýsingar verða veittar um leið og þær berast.

 

9.3 Beiðni um upplýsingar um kostnað vegna vinnufunda hreppsráðs við fjárhagsáætlun 2013 - 2016 eftir 12. nóvember 2012.

 

Svar: Ekki hefur enn verið greitt fyrir vinnufundina, þar sem reglan er að gera upp alla aukafundi í júní ár hvert. Miðað er við að það séu 10-12 fundir á ári og fyrir hvern fund umfram það er greitt skv. 3. gr. Samþykktar um kjör kjörinna fulltrúa. Árlega skulu kjörnir fulltrúar skila að jafnaði 10-12 fundum í hreppsnefnd . Ef kjörnir fulltrúar hafa setið fleiri fundi í hreppsnefnd þá ber að greiða fyrir hvern fund umfram það.

9.4 Beiðni um upplýsingar um útfærslu á fjármögnun hluta Rangárþings ytra til uppsteypu og frágangs utanhúss, 1. hluta (viðbyggingar við Lund, hjúkrunar- og dvalarheimili).

 

Svar: Samningur við Lund, hjúkrunar- og dvalarheimili, um það hvernig áætlað framlag Rangárþings ytra verður greitt hefur ekki verið gerður ennþá og því liggja ekki fyrir ítarlegri upplýsingar núna um útfærsluna en þær sem er að finna í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2013.

 

Bókun Á-lista: Óskað er eftir því að stjórn Lundar verði boðuð á fund hreppsráðs til þess að fara yfir fjármögnun og stöðu verkefnisins.

 

9.5 Beiðni um sundurliðun á útfærslu skv. lið 9.4 og um það hvaða starfsmenn Rangárþings ytra komi að verkefninu, hlutverk þeirra við stjórn og umsjón verkefnisins, vísað í bókun sveitarstjórnar á 36. fundi, 8. tl.

 

Svar: Sama svar á við um þennan lið eins og lið nr. 9.4.

Bókun Á-lista: Til áréttingar þá var um það rætt á 36. fundi sveitarstjórnar að samið yrði við Lund um það að starfsmenn Umhverfis-, eigna- og tæknisviðs myndu taka að sér byggingarstjórn og eftirlit framkvæmdarinnar auk þess sem utanumhald fjármála verkefnisins yrði í höndum starfsmanna skrifstofu Rangárþings ytra. Fulltrúar Á-lista lýsa yfir áhyggjum með að enn hafi ekki verið gerður samningur í þessa veru.

 

9.6 Beiðni um upplýsingar um hvernig verkefnið uppsteypa og frágangur utanhúss, 1. hluti verði fjármagnað að fullu og hverjir séu helstu kostnaðarliðir utan útboðs

 

Svar: Réttara er að beina þessari fyrirspurn til stjórnar Lundar, hjúkrunar- og dvalarheimilis, sem er

framkvæmdaraðili verkefnisins.

 

9.7 Beiðni um upplýsingar um hvernig fjármögnun 2. hluta (innréttinga og búnaðar) verði háttað.

 

Svar: Réttara er er að beina þessari fyrirspurn til stjórnar Lundar, hjúkrunar- og dvalarheimilis, sem er

framkvæmdaraðili verkefnisins.

Bókun Á-lista: Vísað er til bókunar Á-lista við lið 9.4

 

  1. Ráðning leikskólastjóra.

Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að ráða Þórunni Þórarinsdóttur sem leikstkólastjóra við Heklukot.

Sveitarstjóra er falið að ganga frá ráðningasamningi í samráði við formann fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Tillaga um að hreppsráði verði falið að yfirfara og gera tillögur um breytingar á gjaldskrám skólamötuneyta og skóladagheimilis og skila áliti til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

12.1 Sóknarnefnd Oddakirkju 21.12.12 - umsókn um styrk vegna vinnu vinnuskólans á lóð safnaðarh. 2012.

 

Samþykkt samhljóða að reikningur þjónustumiðstöðvar vegna starfa vinnuskóla við umhirðu verði felldur niður. Mikið og gott sjálfboðaliðastarf hefur verið unnið við að koma safnaðarheimili og menningarsal í gagnið með góðum stuðningi Rangárþings ytra við það verkefni.

Lagt er til að sveitarfélagið styrki Safnaðarheimilið árlega sem nemur einum degi í vinnuframlagi vegna snyrtingar á lóð umhverfis húsið. Styrkurinn færist á "menningarmál"

12.2 Kvenfélagið Eining 18.12.12 - umsókn um styrk á móti húsaleigu að Laugalandi.

 

Samþykkt samhljóða að veita Kvenfélaginu Einingu styrk sem nemur hlut Rangárþings ytra í húsaleigu að Laugalandi vegna samkomu 1. febrúar n.k. Styrkurinn færist á „menningarmál“.

 

  1. Annað efni til kynningar:

13.1 Ársskýrsla Leikskólans Laugalandi fyrir skólaárið 2011 - 2012.

 

Hreppsnefndin þakkar fyrir ítarlega og góða ársskýrslu.

 

13.2 Magnús H. Jóhannsson - Skýrsla til velferðarráðuneytisins um talþjálfun í Rangárþingi ytra 2012.

Hreppsnefnd þakkar fyrir skýrsluna.

13.3 Kolbrún Sigþórsdóttir, skólastjóri Laugalandsskóla 11.12.12 - skýring til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna skýrslu um fjölda skóladaga.

13.4 Vaskur á Bakka 18.12.12 - kynning á minkasíum.

 

  1. Tilnefning í "Stjórn þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra":

 

Lagt er til að Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, verði fulltrúi sveitarfélaganna á þjónustusvæði Félagsþjónustu Rangávalla-og Skaftafellssýslu þangað til annað verður ákveðið.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók.

 

 

 

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.33