44. fundur 01. mars 2013

Rangárþing ytra

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 1. mars 2013, kl. 13.00.

FUNDARGERÐ

 

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson víkur af fundi kl. 15.20 og Katrín Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum kl. 15.20. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fundinn kl. 13.00 og stjórnaði honum.

Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir helstu verkefnum á milli funda.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:
  2. fundur hreppsráðs 15.02.13 í sjö liðum.

 

Fundargerðin staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 56. fundur skipulagsnefndar, 22.02.13, í 37 liðum.

Hver liður fundargerðarinnar er afgreiddur sérstaklega.

 

Landskipti

 

1

1302002 - Ósk um að sameina lóðir H40, H41 og H42 Svínhaga í lóð H40

 

Kristinn Bergsson óskar eftir heimild til samruna á lóðum sínum nr. H40, H41 og H42 í landi Svínhaga. Ný lóð verði nr. H40.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti þar sem samþykki landeiganda liggja fyrir.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

     

2

1302060 - Tjörfastaðir, landskipti

 

Magnea Svavarsdóttir fyrir hönd Jarðeigna ríkisins óskar heimildar til landskipta úr landi ríkisins Tjörfastaðir, landnr. 165013. Fyrir liggur dómur Hæstaréttar um eignarhald og nákvæmar hnitsetningar á landamörkum.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

3

1212024 - Þúfa, Landskipti

 

Hannes Dagbjartsson og Ingibjörg Dagbjartsdóttir sækja um heimild til landskipta úr landi sínu, Þúfu, landnr. 165017 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Málinu frestað frá fundi nefndarinnar 18.12.2012 þar sem ekki lágu fyrir undirskriftir nærliggjandi landeigenda.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti þar sem samþykki landeiganda liggja fyrir.

 

 

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

4

1302083 - Lyngás 3b, Landskipti.

 

Karl R. Ólafsson fyrir hönd Kró ehf og Kristín Guðmundsdóttir óska eftir heimild til landskipta. Ný lóð, Lyngás 3b verður tekin úr landi Efri-Rauðalækjar og verður 6.464 m² að stærð. Samþykki nærliggjandi landeigenda liggur fyrir á meðfylgjandi uppdrætti.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti þar sem samþykki landeiganda liggja fyrir.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

5

1302085 - Marteinstunga, Landskipti

 

Gunnar Guttormsson óskar eftir staðfestingu á landskiptum úr jörðinni Marteinstungu. Skipulagsnefnd tók málið fyrir á fundi sínum 29. mars 2012 og benti á að gera þyrfti grein fyrir vegtengingum.

 

Gerðar voru breytingar á lóðastærð og staðsetningu til hins betra. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

Afgreiðsla skipulagsmála

6

1212029 - Rangárþing ytra, heimild til auglýsinga deiliskipulaga sem fallið hafa á tímafresti

 

Vegna ákvæða um tímafrest til birtinga á auglýstum skipulagstillögum, skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, voru eftirfarandi skipulagstillögur endurauglýstar:
Efra-Sel, Bakkasel, Þjóðólfshagi, Hjarðarbrekka, Garður, Pula, Lyngás, Heysholt, Uxahryggur I, Maurholt, Tjörfastaðir, Heklukot, Sælukot, Heiðarlönd, Mykjunes, Bæjarholt, Meiri-Tunga, Heiðarbrún II, Geitasandur, Gata og Lambhagi.
Athugasemdarfrestur var til 13. febrúar. Athugasemdir bárust vegna einnar tillögu, skotæfingasvæðið við Geitasand. Aðrar tillögur voru án athugasemda.

 

Skipulagsnefnd samþykkir tillögurnar skv. afgreiðslu tilgreindra mála. Þær tillögur sem bera athugasemdir skulu afgreiddar eftir ákv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

7

1302062 - Geitasandur, skotæfingasvæði deiliskipulag

 

Skotfélagið Skyttur, deiliskipulag skotæfingasvæðis á Geitasandi.
Athugasemdarfrestur vegna endurauglýsingar rann út 13. febrúar.
Athugasemdir hafa borist frá nærliggjandi landeigendum sem eru að mestu leyti sambærilegar og bárust við fyrri afgreiðslu skipulagstillögunnar, áður en tillagan var endurauglýst.

 

Skipulagsnefnd telur að athugasemdir þær sem borist hafa vegna endurauglýsingar deiliskipulagstillögunnar séu ekki þess eðlis að þær hafi áhrif á fyrri ákvörðun skipulagsnefndar. Jafnframt vill skipulagsnefnd árétta þær mótvægisaðgerðir sem vísað er til í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

8

1210008 - Efra-Sel Deiliskipulag

 

Gunnar Bergmann Stefánsson, leggur fram fyrir hönd landeiganda, deiliskipulag 4,6 ha svæðis úr landi Efra-Sels, og tekur til 4 frístundalóða. Gert er ráð fyrir byggingu frístundahúss og gestahúss á hverri lóð. Í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 er svæðið skilgreint sem F29.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

9

1302043 - Bakkasel úr landi Efra-Sels, landnr. 202385. Deiliskipulag

 

Íris Marelsdóttir, Deiliskipulag Bakkasel úr landi Efra-Sels, landnr. 202385. Tillagan tekur til 10 ha svæðis og leyfir byggingu tveggja frístundahúsa auk fylgihúsa.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

 

 

 

 

   

10

1302044 - Garður í landi Svínhaga, deiliskipulag

 

Hjalti Harðarson, deiliskipulag í Garði úr landi Svínhaga, landnr. 196015. Skipulagssvæðið tekur til rúmlega 68 ha þar sem áætlað er að reisa 3 íbúðarhús, 3 frístundahús auk véla- og verkfæraskemmu.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

11

1302045 - Pula, deiliskipulag

 

Jón Ágúst Reynisson, Verkfræðistofu Suðurlands, óskar heimildar til skipulagsgerðar fyrir landeiganda Ólaf Helgason, Pula, landnr. 202918
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

12

1302046 - Lyngás 1, deiliskipulag, landnr. 165113

 

Pálína S. Kristinsdóttir, deiliskipulag Lyngás 1, landnr. 165113, íbúðasvæði
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

13

1302047 - Heysholt, deiliskipulag, landnr. 164975.

 

Guðmundur Björnsson, deiliskipulag Heysholt, landnr. 164975. Tekur til frístundabyggðar með 24 lóðum.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

14

1302048 - Uxahryggur 1, landnr. 219337, deiliskipulag

 

Oddsteinn Almar Magnússon, deiliskipulag Uxahryggur 1, lóð, landnr. 219337. Skipulagið tekur til byggingar frístundahúss og gestahúss.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

15

1302049 - Maurholt í landi Ægissíðu, deiliskipulag

 

Maurholt ehf, deiliskipulag Maurholt í landi Ægissíðu, landnr. 165449. 4 ha úr landi Ægissíðu I og tekur til 4 frístundalóða.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

 

 

   

16

1301009 - Tjörfastaðir, Deiliskipulag

 

Hjörtur Egilsson fær Steinsholt til að útbúa deiliskipulag af landi sínu úr landi Tjörfastaða, landnr. 165013.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

17

1302051 - Sælukot við Gíslholtsvatn, deiliskipulag

 

Grétar Jóhannes Sigvaldason, deiliskipulag Sælukot við Gíslholtsvatn, landnr. 175270, tekur til 21 ha. svæðis og tekur til byggingar íbúðarhúss, 3 frístundahúysa auk hesthúss og reiðskemmu.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

18

1302052 - Heiðarlönd í landi Galtalækjar II, deiliskipulag

 

Sveinn Sigurjónsson, deiliskipulag Heiðarlönd í landi Galtalækjar II, landnr. 209858, tekur til 76 lóða frístundabyggðar.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

19

1302053 - Mykjunes, deiliskipulag

 

Valur Ragnarsson, deiliskipulag Mykjunes, landnr. 165133, tekur til þriggja lóða fyrir frístundahús.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

20

1302054 - Bæjarholt, deiliskipulag

 

Valur Valsson, deiliskipulag Bæjarholt, landnr. 199390, tekur til íbúðarhúss, bílgeymslu auk hesthúss og reiðskemmu.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

21

1302066 - Gata, Deiliskipulag, Birkiflöt, Stóraflöt og Litlaflöt

 

Steinsholt fyrir hönd landeiganda, deiliskipulag í landi Götu. Gert er ráð fyrir tveimur lóðum fyrir íbúðarhús ásamt bílgeymslum.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

 

 

 

 

 

   

22

1302072 - Þjóðólfshagi I, deiliskipulag

 

Ólafur Guðmundsson, formaður Sumarhúsafélagsins Þjóðólfs, deiliskipulag Þjóðólfshaga. Tillagan tekur til 35 frístundalóða.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

23

1302073 - Hjarðarbrekka, deiliskipulag

 

Hjarðarbrekka, deiliskipulag 2 ha svæðis. Deiliskipulagið tekur til byggingar á íbúðarhúsi og frístundahúsi ásamt bílskúr.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

24

1302074 - Meiri-Tunga 2, deiliskipulag alifuglaeldis.

 

Meiri-Tunga 2, deiliskipulag lóðar fyrir alifuglaeldi. Nær yfir um 3 ha og tekur yfir byggingu 2 eldishúsa fyrir alifugla.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

25

1302076 - Heiðarbrún II, deiliskipulag

 

Heiðarbrún II, deiliskipulag um 3 ha spildna úr landi Heiðarbrúnar II og tekur til byggingarreita fyrir tvö frístundahús og skemmu.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

26

1302077 - Lambhagi, deiliskipulag

 

Lambhagi, deiliskipulag rúmlega 10 ha svæðis og tekur til nýs íbúðarhúss, bílskúrs, skemmu, gripahúss og fjóss.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

27

1302050 - Heklukot, Deiliskipulag

 

Aðalsteinn Guðmundsson, Deiliskipulag Heklukot í landi Kots, landnr. 164718, tekur yfir 2 ha spildu úr landi Kots fyrir frístundahús og gestahús.
Deiliskipulagstillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.

 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

 

 

   

Heimild til skipulagsgerðar

28

1302036 - Holtamannaafréttur, Sprengisandslína Breyting á aðalskipulagi

 

Steinsholt í samráði við Landsnet leggur fram hugmyndir að færslu á Sprengisandsleiðum vega og línu. Samráðsvettvangur vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Ásahrepps. Lögð fram lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða lýsingu og telur að áform samræmist fyrirliggjandi tillögu að landsskipulagsstefnu. Jafnframt leggur nefndin til að lýsingin verði ekki auglýst fyrr en eftir gildistöku landsskipulagsstefnunnar, þar sem ákvæði í henni samræmast ekki núgildandi svæðisskipulagi.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

29

1302038 - Jarlstaðir, breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

 

Þór Þorsteinsson óskar heimildar til deiliskipulagsgerðar á landi sínu þegar breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra í landi sínu Jarlsstöðum úr landi Stóru-Valla, landnr. 205460, hafa náð fram að ganga. Um er að ræða breytingar á landnotkun, s.s. iðnaðarsvæði vegna malarnáms og steypustöðvar ásamt efnistöku úr Rangá. Einnig verður skilgreint um 50 ha svæði undir frístundabyggð.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulags og að gerð verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem þarf til að deiliskipulagið nái gildistöku.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

30

1301027 - Fitjamenn vegna sæluhúss á Hungurfit á Rangárvallaafrétti

 

Guðmundur Árnason fyrir hönd Fitjamanna óskar eftir leyfi til að reisa sæluhús/hálendisskála, allt að 75 m² í Hungurfitum. Skálinn yrði gististaður fyrir fjallmenn og samferðafólk þeirra í haustleitum. Jafnframt er farið fram á heimild til skipulagsgerðar fyrir svæðið.
Fyrir liggur svar frá Forsætisráðuneyti, sem landeiganda, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirætlanir umsækjenda og jafnframt tekið undir álit Skipulagsnefndar um samráð við ráðuneytið.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar á Hungurfit og að fallið verði frá lýsingu skv. ákv. Skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem deiliskipulagið fellur að ákvæðum aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022.
Skipulagsnefnd leggur einnig til að umsækjendum verði veitt stöðuleyfi fyrir gistiskála þar til deiliskipulag svæðisins liggur fyrir, en þá verði sótt um byggingarleyfi.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

31

1301045 - Krókur, deiliskipulag

 

Grettir Rúnarsson og Ingi Iingvarsson óska heimildar til að skipuleggja svæði við Krók í tengslum við kaup þeirra á gangnamannakofa sem þar er.
Fyrir liggur svar frá Forsætisráðuneyti, sem landeiganda, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirætlanir umsækjenda og jafnframt tekið undir álit Skipulagsnefndar um samráð við ráðuneytið.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar í Króki (við Krókskála) og að fallið verði frá lýsingu skv. ákv. Skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem deiliskipulagið fellur að ákvæðum aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022.
Skipulagsnefnd leggur einnig til að umsækjendum verði veitt stöðuleyfi fyrir salernisaðstöðu þar til deiliskipulag svæðisins liggur fyrir, en þá verði sótt um byggingarleyfi.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

32

1301015 - Merkurhraun, Efnisnáma, breyting á aðalskipulagi 2010-2022

 

Svanur G. Bjarnason fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu í námukerfi Vegagerðarinnar í Merkurhrauni ofan Galtalækjar.
Bréf hefur borist frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að ekki verði fallist á að málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga sem tekur á ef um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða, heldur skuli málsmeðferð fara skv. 1. mgr. 36. gr. sömu laga þar sem um verulega breytingu ræðir.

 

Skipulagsnefnd telur að um misskilning hafi verið að ræða hjá Skipulagsstofnun við meðferð málsins. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara og skýra nánar tildrög ákvörðunar sveitastjórnar á skipulagsuppdrætti.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

33

1302088 - Veiðifélag ytri Rangár deiliskipulag á landnr. 165412

 

Guðjón Þórisson fyrir hönd veðiðfélags ytri-Rangár óskar heimildar til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi greinargerð á uppdrætti, á landi veiðifélagsins við bakka Rangár.

 

Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til skipulagsgerðar og felur jafnframt skipulagsfulltrúa að leita eftir undanþágu vegna fjarlægðarákvæða. Skipulagsnefndin samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

Almenn mál

34

1302042 - Staðsetning á vindmyllum innan Rangárþings ytra.

 

Steingrímur Erlingsson fyrir hönd Biokraft ehf óskar eftir leyfi til uppsetningar á tveimur 52 metra háum vindmyllum til orkuöflunar. Fyrirhuguð staðsetning er á iðnaðarsvæði norðan við kartöfluverksmiðjuna í Þykkvabæ og liggur fyrir leyfi landeigenda. Vindmyllurnar eru hugsaðar til orkuframleiðslu fyrir nærumhverfið og verði einnig vettvangur til rannsókna- og þróunar þegar fram sækir.

 

Skipulagsnefndin fellst á að veitt verði framkvæmdaleyfi til uppsetningar á vindmyllum á þessu svæði, að uppfylltum skilyrðum, þar sem það samræmist landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Nefndin leggur til að farið verði eftir ákvæðum 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunnar hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum. Ef framkvæmdin flokkast ekki undir mat á umhverfisáhrifum verði skipulagsfulltrúa falið að annast grenndarkynningu eftir settum reglum þar um, áður en gengið er frá framkvæmdaleyfi.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

35

1302058 - Lækjarbotnar bleikjueldisstöð

 

Guðlaugur H. Kristmundsson óskar eftir heimild til að setja niður fiskeldisker fyrir bleikjueldi í landi sínu Lækjarbotnum. Heildarframleiðsla yrði undir 20 tonnum á ári.
Útlistun á ákvæðum aðalskipulags:
Megin landnotkun í sveitarfélaginu er landbúnaður. Gert er ráð fyrir því að landbúnaður verði áfram stundaður á bújörðum, með eðlilegum þróunarmöguleikum ýmissa atvinnugreina sem henta slíkum svæðum, eins og skipulagið kveður nánar á um. Stöðu hefðbundins landbúnaðar sem atvinnugreinar þarf að styrkja og leita leiða til uppbyggingar ýmissa stoðgreina hans. Með því er stefnt að þróun hefðbundinna búgreina í sátt við umhverfi sitt. Stefnt er að eflingu skógræktar á svæðinu.

 

Skipulagsnefndin fellst á að veitt verði framkvæmdaleyfi til uppsetningar á eldiskerjum á þessu svæði, að uppfylltum skilyrðum, þar sem það samræmist landnýtingaráformum í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Nefndin leggur til að farið verði eftir ákvæðum 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunnar hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum. Ef framkvæmdin flokkast ekki undir mat á umhverfisáhrifum verði skipulagsfulltrúa falið að annast grenndarkynningu eftir settum reglum þar um, áður en gengið er frá framkvæmdaleyfi.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

36

1302078 - Gaddstaðaflatir, yfirlit og skipulag

 

Rangárþing ytra í samvinnu við Rangárbakka útbúa skipulagsuppdrátt yfir mótssvæði og aðstöðu vegna Landsmóts hestamanna á Gaddsstaðaflötum. Skipulagið nýtist einnig við fleiri atburði á svæðinu.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

   

37

1302084 - Gasmælingar Veðurstofu Íslands á Heklu.

 

Veðurstofa Íslands óskar eftir leyfi til að koma fyrir búnaði til gasmælinga á toppi Heklu.

 

Skipulagsnefnd vísar erindinu til samgöngu- hálendis- og umhverfisnefndar til umsagnar.

 

Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

 

 

2.2 17. fundur fræðslunefndar, 27.02.13, í 9 liðum.

 

Fundargerðin staðfest samhljóða að undanteknum 1. lið sem afgreiðist sérstaklega.

 

Liður nr. 1 afgreiddur sérstaklega undir lið nr. 7. á dagskrá hreppsnefndar.

 

  1. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 146. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 15.02.13, í þremur liðum.

 

Til kynningar.

 

3.2 464. fundur stjórnar SASS, 08.02.13, í 10 liðum.

 

Til kynningar.

 

  1. Tillaga að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og aðra stjórnendur Rangárþings ytra - síðari umræða.

 

Samþykkt samhljóða að fresta málinu til næsta reglulegs fundar. Leitað verði álits lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi 4. gr.

 

  1. Tillaga um tímabundna breytingu á starfi oddvita.

 

Lagt er til að frá og með 1. mars 2013 breytist starf oddvita þannig að um fullt starf verði að ræða í átta mánuði eða til og með 31. október 2013. Tilgangur með þessari breytingu er að oddviti geti sinnt ýmsum úrlausnarefnum í stjórnsýslu sveitarfélagsins sem bíða. Nefna má sem dæmi samþykkt um stjórn Rangárþings ytra, samþykkt um fráveitu, málefni varðandi gagnavörslu og gagnaskráningu og gerð uppgjöra sem hafa tafist vegna erfiðleika sem urðu á síðasta ári við innleiðingu á nýju bókhaldskerfi.

Guðfinna Þorvaldsdóttir benti á hugsanlegt vanhæfi Guðmundar Inga Gunnlaugssonar.

Atkvæðagreiðslu er frestað þar til varamaður hefur tekið sæti á fundinum í stað Guðmundar Inga Gunnlaugssonar.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson víkur af fundi kl. 15.20 og Katrín Sigurðardóttir tekur þátt í afgreiðslu 5. liðar.

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír á móti(GÞ, MHJ,ST).

Bókun Á-lista: Það er með ólíkindum að setja þennan lið á dagskrá sveitarstjórnarfundar og engin gögn lögð fyrir um málið þegar fundurinn var boðaður. Fulltrúar Á-lista höfðu ekki hugmynd um hvað lá í tillögunni fyrr en hún var kynnt nú á fundinum. Í tíu ára sögu sveitarfélagsins hefur aldrei þótt nauðsynlegt að oddviti fengi fasta 100% stöðu. Störf þau sem tilgreind eru í tillögunni teljum við að falli undir verksvið annarra starfsmanna skrifstofu. Sé skrifstofan undirmönnuð væri eðlilegra að auglýsa eftir aðstoðarfólki í tímabundið verkefni í stað þess að skipa oddvita í þau störf. Ekki var gert ráð fyrir þessu í nýsamþykktri fjárhagsáætlun og óljóst af hvaða liðum á að ná í fjármagn til að greiða þessi laun.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.

 

  1. Tillaga um skólaakstursstefnu fyrir Grunnskólann Hellu og Laugalandsskóla.

 

Frestað.

Þorgils Torfi Jónsson leggur til að leyfi til skólaaksturs verði framlengt vegna barna á Litlu-Flöt út marsmánuð.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Tillaga um lokunartímabil leikskólans Heklukots og Leikskólann á Laugalandi sumarið 2013.

 

Lagt er til að sveitarstjóra, formanni fræðslunefndar, Steindóri Tómassyni ásamt leikskólastjórum leikskólanna beggja verði falið að móta og skila nýrri tillögu til sveitarstjórnar sem verður sveigjanlegri vegna hagsmuna fjölskyldna og atvinnulífs. Haft verði samráð við fulltrúa foreldra og aðra hagsmunaaðila.

Þessari vinnu verði hraðað eins og mögulegt er.

 

 

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Tillaga um leigu á húsnæði fyrir starfssemi félagsmiðstöðvar í Suðurlandsvegi 3.

 

Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi um húsnæðið sem í boði er í Suðurlandsvegi 3 og að starfsemi verði komið af stað eins fljótt og við verður komið.

Steindór víkur af fundi vegna vanhæfis sem stjórnarmaður í Suðurlandsvegi 1-3.

Samþykkt samhljóða af hálfu sveitarstjórnar með fyrirvara um leiðréttingu á vísitölu og að samningurinn gildi til maíloka 2014.

 

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson víkur af fundi kl.15.20 og Katrín Sigurðardóttir tekur hans sæti á fundinum.

 

  1. Tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda, stofngjöldum v. holræsa, byggingarleyfisgjalda, gjöldum vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjald byggingarfulltrúa í Rangárþingi ytra.

 

Samþykkt samhljóða.

 

9.1 Samþykkt um gatnagerðargjöld í Rangárþingi ytra frá 04.02.09, til kynningar.

 

  1. KPMG, 21.02.13, skýrsla regluvarðar og listar yfir fruminnherja 2012.

 

Skýrsla regluvarðar og tilheyrandi listar yfir fruminnherja samþykktir og fulltrúar hvattir til að skila inn upplýsingum hið fyrsta.

 

  1. Fjóla Pálsdóttir, 24.02.13, beiðni um umsögn v. umsóknar um stofnun lögbýlis í landi Lunansholts II, spilda nr. 5.

 

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu og því beint til umsækjand að leggja fram ítarlegri gögn.

 

11.1 Fjóla Pálsdóttir, 24.02.13, Lunansholt II, innri skipting og landamerki. Til kynningar.

 

  1. VÍS hf., 08.02.13, drög að samkomulagi um framlengingu á samningi um vátryggingarvernd.

Samanber einróma afstöðu sveitarstjórnar frá 1.og 23. fundi um að endurskoða og leita hagstæðustu tilboða hverju sinni í tryggingamál sveitarfélagsins samþykkir sveitarstjórn að segja upp núverandi samningi um tryggingar, sem verður laus um áramótin 2013- 2014.

Leitað verði tilboða í tryggingar sveitarfélagsins hjá stærstu tryggingafélögum sem gefa sig út fyrir slíkt. Sveitarstjóra er falið að útbúa tilboðsgögn og óska eftir tilboðum sem fyrst og leggja niðurstöður fyrir sveitarstjórn.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Fjarskiptamálefni:

13.1 Ásgeir Jónsson, 25.11.10, tilmæli um aðgerðir vegna ljósleiðaralagningar.

13.2 Valtýr Valtýsson, 22.02.13, bréf vegna óska um ADSL tengingar.

13.3 Undirskriftalisti íbúa vegna óska um ADSL tengingar.

 

Sveitarstjórn tekur undir mikilvægi bættra fjarskipta hvort heldur er um ljósleiðara eða með ADSL tengingum.

Sveitarstjóra er falið að kanna möguleika í stöðunni og taka upp viðræður við nágrannasveitarfélög.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Alþingi, 21.02.13, frv. til br. á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, persónukjör.

Til kynningar.

 

  1. Orkuveita Reykjavíkur, 20.02.13, um ábyrgðir vegna skulda Hitaveitu Rangæinga og gjöld vegna þeirra.

Oddvita og sveitarstjóra falið að taka upp viðræður við nágrannasveitarfélögin um afstöðu til tillögu Orkuveitunnar.

Samþykkt samhljóða.

Bókun Á lista:

Mælst er til að leitað verði til lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga með ráðgjöf:

  1. Kannað verði hvort að eðlilega hafi verið staðið að frágangi kaupsamnings 2005 og afsals þar sem Hitaveita Rangárþings var seld með ábyrgðum sveitarfélaga á lánum, sem eru í dag um 600 m.kr.
  2. Kannað verði lögmæti þess að sveitarfélögin geti verið í ábyrgðum fyrir lánum í ljósi 69.gr. sveitarstjórnarlaga.
  3. Jafnframt að kannað verði með hvaða hætti færð verði, a.m.k. hlutfallslega, ábyrgð sveitarfélagsins er varðar ábyrgð á lánunum til að hægt sé að meta það í skuldahlutfalli þess.
  4. Einnig hvort að heimilt er að taka við ábyrgðargjaldi af hálfu sveitarfélaga og hvort að það sé ráðlegt.

Greinargerð:
Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru enn ábyrg fyrir lánum frá Hitaveitu Rangæinga að upphæð 425 m.kr., en hitaveitan var seld 2005. Einnig eru Rangárþing ytra og Rangárþing eystra með sameiginlegar ábyrgðir á lánum um 175 m.kr. vegna sömu sölu. Samtals eru þetta um 600 m.kr. sem sveitarfélögin koma að ábyrgðum fyrir þriðja aðila, sem samræmist varla 69. grein nýrra sveitarstjórnarlaga. Nauðsynlegt er að kanna þessi máli og fá það á hreint hvort að Hitaveita Rangæinga var viljandi seld með ábyrgðum sveitarfélaga á þessum lánum eða hvort að það var handvömm í frágangi sölu.

  1. Varmadælur og ljósleiðarar:

 

16.1 Verkís, 25.02.13, bréf um varmadælur og ljósleiðara.

16.2 Verkís, 25.02.13, kynning á varmadælum og virkni þeirra.

 

Til kynningar.

 

  1. Væntanleg úrsögn sveitarfélagsins Árborgar úr Skólaskrifstofu Suðurlands - umræða.

 

Oddvita og sveitarstjóra falið að taka upp viðræður við önnur aðildarsveitarfélög um mögulegar leiðir til þess að

tryggja áframhaldandi þjónustu við leik- og grunnskóla.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

18.1 Sveitarfélagið Árborg, 18.02.13, boð á vígslu Sandvíkurseturs, 01.03.13.

18.2 Lánasjóður sveitarfélaga, 18.02.13, aðalfundarboð, 15.03.13.

18.3 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 18.02.13, ráðstefna um „Menningarlandið 2013“ 11. og 12.04.13.

18.4 Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 14.02.13, ársfundur 28.02.13.

18.5 Samband ísl. sveitarfélaga, 14.02.13, landsþing, 15.03.13.

18.6 FBSH, 16.02.13, umsókn um styrk v. álagðs fasteignaskatts.

 

Flugbjörgunarsveitinni á Hellu er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013 með því skilyrði að engin starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni fari fram í húsnæðinu, s.s.leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga-eða verslunarrekstur. Umsækjanda ber að sýna fram á að engin slík starfsemi fari fram í húsinu, eða þeim hluta þess sem sótt er um styrk fyrir, og verður styrkurinn greiddur 1. september 2013 að þessum skilyrðum uppfylltum. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda.

Samþykkt samhljóða.

 

18.7 Kartöfluballsnefnd, 21.02.13, umsókn um styrk v. húsaleigu í íþróttahúsinu í Þykkvabæ.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita sambærilegan styrk og veittur var fyrir þorrablót á Hellu og á Laugalandi. Innheimt er gjald, 280 kr. af hverjum seldum miða, sem gengur upp í leigu á Íþróttahúsinu. Veittur er styrkur á móti því sem vantar upp á fulla húsaleigu.

 

Samþykkt samhljóða.

18.8 Samtökin „Landsbyggðin lifir“, 22.02.13, umsókn um styrk.

 

Sveitarstjórn hafnar umsókninni.

Samþykkt samhljóða.

 

18.9 Rangárbakkar, 11.02.13, umsókn um styrk v. álagðs fasteignaskatts.

 

Rangárbökkum er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013 með því skilyrði að engin starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni fari fram í húsnæðinu, s.s.leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga-eða verslunarrekstur. Umsækjanda ber að sýna fram á að engin slík starfsemi fari fram í húsinu, eða þeim hluta þess sem sótt er um styrk fyrir, og verður styrkurinn greiddur 1. september 2013 að þessum skilyrðum uppfylltum. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda.

Samþykkt samhljóða.

 

18.10 Rangárhöllin, 11.02.13, umsókn um styrk v. álagðs fasteignaskatts.

 

Rangárhöllinni er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013 með því skilyrði að engin starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni fari fram í húsnæðinu, s.s.leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga-eða verslunarrekstur. Umsækjanda ber að sýna fram á að engin slík starfsemi fari fram í húsinu, eða þeim hluta þess sem sótt er um styrk fyrir, og verður styrkurinn greiddur 1. september 2013 að þessum skilyrðum uppfylltum. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda.

 

Samþykkt samhljóða.

 

18.11 Stóri forvarnahópur Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 13.02.13, umsókn um styrk vegna sameiginlegrar auglýsingaherferðar í forvarnarskyni.

 

Samþykkt samhljóða að taka þátt í að styrkja verkefnið.

 

18.12 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, 19.02.13, umsókn um styrk v. álagðs fasteignaskatts.

Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013 með því skilyrði að engin starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni fari fram í húsnæðinu, s.s.leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga-eða verslunarrekstur. Umsækjanda ber að sýna fram á að engin slík starfsemi fari fram í húsinu, eða þeim

 

hluta þess sem sótt er um styrk fyrir, og verður styrkurinn greiddur 1. september 2013 að þessum skilyrðum uppfylltum. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Annað efni til kynningar:

19.1 Háskólinn á Bifröst, 18.02.13, „Sterkari stjórnsýsla vorið 2013“, kynning á námskeiði.

19.2 Friðfinnur Hermannsson, 15.02.13, verkefni um greiningu á stöðu ísl. ferðaþjónustu.

19.3 Liðsstyrkur, 25.02.13, hvatning til sveitarfélaga um þátttöku í atvinnuátaksverkefni.

19.4 Samband ísl. sveitarfélaga, 18.02.13, námskeið fyrir sveitarstjórnarfulltrúa í Brussel, 20. - 22.03.13.

19.5 Samband ísl. sveitarfélaga, 11.02.13, umsögn um frv. til náttúruverndarlaga, 429. mál.

19.6 Velferðarráðuneytið/Fjölmennt, 14.02.13, kynning á sendiherrum samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

19.7 Velferðarvaktin, 20.02.13, hvatning til samþykktar á „fjölskyldustefnu“.

 

Samþykkt samhljóða að beina þessu erindi til sameiginlegrar félagsmála- og barnaverndarnefndar til umsagnar og tillögugerðar.

 

  1. Fulltrúar Á lista óska eftir að sveitarstjóri leiti upplýsinga um stöðu viðbyggingar við Lund í samræmi við

framlagðar fyrirspurnir á fundinum.

 

Beiðni Á- lista hefur verið komið til stjórnar Lundar.

  1. Indriði Indriðason, 27.02.13 - ósk um lausn frá þátttöku í stjórn Suðurlandsvegar 1 - 3 ehf.

 

Af hálfu Rangárþings ytra er Drífa Hjartardóttir tilnefnd til setu í stjórn Suðurlandsvegar 1 - 3 ehf. í stað Indriða Indriðasonar sem eru þökkuð störf að málefnum félagsins.

 

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST)

 

 

 

 

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.25