45. fundur 05. apríl 2013

Rangárþing ytra

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 5. apríl 2013, kl. 13.00.

FUNDARGERÐ

 

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Magnús H. Jóhannsson , Steindór Tómasson og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fundinn kl. 13.00 og stjórnaði honum.

Oddviti minntist láts Ellerts Þórs Benediktssonar og sveitarstjórn vottar fjölskyldu hans samúðar.

Dagskrártillaga frá oddvita að liður nr.23 falli niður.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjóri og oddviti gerðu stuttlega grein fyrir viðfangsefnum frá síðasta fundi.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 30. fundur hreppsráðs 15.03.13, í átta liðum.

Liðir nr. 2.2, 2.3, 4.2 og 7 verða teknir fyrir sem sjálfstæðir efnisliðir á þessum fundi.

 

Fundargerðin að öðru leyti staðfest

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 57. fundur skipulagsnefndar, 26.03.13, í 22 liðum.

Allir liðir fundargerðarinnar afgreiðast sérstaklega.

 

Landskipti

  1. 1212018 - Reynifell, Landskipti

Friðrik Weisshappel fyrir hönd landeigenda, sækir um leyfi til að fá viðbótarland úr sameiginlegu landi

Rangárþings ytra og Tómasarbarna. Um er að ræða 1,4 ha svæði sem notað verður undir útivistarsvæði Reynifells

og liggur rétt ofan við skipulagt frístundasvæði.

Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu sveitastjórnar.

 

Fyrir liggur áritað samþykki meðeigenda Rangárþings ytra að Reynifelli við leigu á framangreindri lóð.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að leigja umsækjendum 1.4 ha. svæði úr landi Reynifells sem liggur að sumarbústaðalandi sem skipt hefur verið út úr landi Reynifells áður skv. framlögðum uppdrætti. Sveitarstjóra er falið að leita ráðgjafar um rétt samningsform vegna leigunnar og gera drög að leigusamningi sem lagður verður fyrir sveitarstjórnina til samþykktar og allir eigendur Reynifells og væntanlegir leigutakar undirrita.

 

  1. 1303024 - Lunansholt I, landskipti

Eigendur Lunansholts I óska eftir heimild til landskipta úr landi sínu. Um er að ræða lóðarspildu 0,5 ha að stærð

og liggur umrædd spilda öll innan landamarka jarðarinnar. Landnr. lóðarinnar er 221392.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1302081 - Umsókn um stofnun lóðar, Vörður fjarskiptalóð

Gautur Þorsteinsson fyrir hönd Vodafone sækir um að stofna lóð úr landi Varða skv. meðfylgjandi samþykki

landeiganda. Landnr. nýrrar lóðar verður 221486 og stærðin 225 m².

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1303031 - Lækjarsel úr landi Efra-Sels, landskipti

Bjarni Hannesson óskar eftir landskiptum á lóð úr landi sínu, Lækjarseli úr landi Efra-Sels. Ný lóð mun bera

nafnið Selið og landnr. verður 221491.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

 

Afgreiðsla skipulagsmála

  1. 1302042 - Staðsetning á vindmyllum innan Rangárþings ytra.

Steingrímur Erlingsson fyrir hönd Biokraft ehf óskar eftir leyfi til uppsetningar á tveimur 52 metra háum

vindmyllum til orkuöflunar. Álit Skipulagsstofnunnar er sú að breytingin sé ekki háð lögum um umhverfismat

áætlana. Tekin fyrir næstu skref.

Skipulagsnefnd telur rétt á þessum tímapunkti að halda íbúafund um málið og kynna fyrir íbúum í

Þykkvabæ þau áform sem uppi eru, áður en lengra er haldið. Fyrirhuguð áform kalla á breytingu á aðalskipulagi

Rangárþings ytra þar sem setja þarf inn nánari skilmála um vindmyllur á svæðinu, ásamt því að stækka þyrfti

núverandi iðnaðarsvæði norðan Þykkvabæjar, svo uppfylla megi fjarlægðarmörk. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að

annast undirbúning íbúafundarins.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gangast fyrir ítarlegri kynningu á málinu gagnvart íbúum í Rangárþingi ytra. Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að halda almennan íbúafund í fundaraðstöðu sveitarfélagsins í Þykkvabæ, þar sem fyrrgreind áform verða kynnt ásamt öðrum skipulagsmálum sem eru á döfinni í sveitarfélaginu.

 

  1. 1212007 - Svínhagi SH13 og SH14, deiliskipulag

Deiliskipulagið nær yfir uppbyggingu lóða SH13 og SH14 úr landi Svínhaga í Rangárþingi ytra, samtals 12,7 ha

að stærð. Lóðirnar liggja sunnan við austurhluta frístundasvæðisins Heklubyggðar og liggja lóðirnar

Klapparhraun 1 og 3 að skipulags svæðinu. Deiliskipulagið tekur til byggingar á íbúðarhúsi, gestahúsum,

gróðurhúsi, vélarhúsi ásamt útihúsi/gróðurhús

Aðkoma að lóðunum er frá Þingskálavegi 268 í um 250m fjarlægð frá aðkomuvegi að frístundalóðum í

Heklubyggð.

Farið yfir athugasemdir umsagnaraðila.

Skipulagsnefndin samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til afgreiðslu Skipulagsstofnunar til fullnaðarafgreiðslu.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1212006 - Svínhagi 164560, endurskoðun deiliskipulags

Afmörkun skipulagssvæðis er breytt þar sem mörk skipulagssvæðis um miðbik svæðisins færast til norðurs, mörk

skipulagssvæðisins til vesturs eru sett í lóðarmörk. Minnkar því opið óbyggt svæði sem því nemur. Í stað þess að

nefna svæðið Svínhagi er svæðið nefnt Heklubyggð. Númerum og heiti lóða er breytt sjá kafla 2.1. Lóðir H40-H42

eru sameinaðar í eina lóð Klettahraun 6.

Skilmálar svæðisins eru endurskoðaðir. Opið óbyggt svæði sunnan Hekluhrauns 10 og 14 (H-50,H52) er reitað upp

í spildur, staðsetning tjaldsvæðis og sameiginlegrar grillaðstöðu skilgreind. Endurskoðaður

deiliskipulagsuppdráttur er settur fram sem einn uppdráttur í mkv. 1:4000 í A1 í stað tveggja uppdrátta áður. Þetta

er gert til þess að auðvelda yfirsýn yfir heildar svæðið. Með gildistöku endurskoðaðs deiliskipulags falla úr gildi

eldri uppdrættir dags. 04.09.03 og breytt 06.01.2004 ásamt greinargerð dags 21.okt 2003,breytt. þann 5. janúar

2004.

Brugðist hefur verið við athugasemdum umsagnaraðila.

Skipulagsnefndin samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til afgreiðslu Skipulagsstofnunar til fullnaðarafgreiðslu.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1301027 - Fitjamenn vegna gistiskála á Hungurfit á Rangárvallaafrétti

Guðmundur Árnason fyrir hönd Fitjamanna óskar eftir leyfi til að reisa sæluhús, allt að 75 m² í Hungurfitum.

Sæluhúsið yrði gististaður fyrir fjallmenn og samferðafólk þeirra í haustleitum. Jafnframt er lögð fram lýsing á

deiliskipulagi og óskað eftir afgreiðslu á henni.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr.

Skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1302038 - Jarlstaðir, breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Þór Þorsteinsson óskar heimildar til breytinga á aðalskipulagi Rangárþings ytra í landi sínu Jarlsstöðum úr landi

Stóru-Valla, landnr. 205460. Um er að ræða breytingar á landnotkun, s.s. iðnaðarsvæði vegna malarnáms og

steypustöðvar ásamt efnistöku úr Rangá. Einnig verður skilgreint um 50 ha svæði undir frístundabyggð.

Steinsholt, fyrir hönd landeiganda, leggur fram lýsingu skv. 1. mgr. 30. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr.

Skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar en áréttar að breyting á aðalskipulagi verður gerð á vegum og undir umsjón skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

 

  1. 1301031 - Hella, Rangárbakkar, deiliskipulag

Deiliskipulagið fyrir Rangárbakka. Tillaga að breytingu á lóðum við Rangárflatir. Lóðir nr. 2, 4 og 6 við

Rangárflatir verði sameinaðar í eina lóð, Rangárflatir 4.

Skipulagsnefnd heimilar breytingu á núverandi deiliskipulagi og telur að um óverulega breytingu sé að

ræða. Málsmeðferð verði því skv. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er talin þörf á

grenndarkynningu vegna breytingarinnar.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1212019 - Sorpstöð Rangárvallasýslu, Strönd, Deiliskipulag

Steinsholt sf, fyrir hönd Sorpstöð Rangárvallasýslu BS, sækir um leyfi til deiliskipulagningar fyrir sorpsvæði á

Strönd, skv. meðfylgjandi skipulagsgögnum. Athugasemdir hafa borist frá Skipulagsstofnun um málsmeðferð þar

sem umhverfisskýrsla fylgdi ekki með ásamt lítilsháttar athugasemdum um uppsetningu á uppdrætti.

Skipulagsnefnd telur að til að tefja málið ekki enn frekar skuli farið að fyrirmælum Skipulagsstofnunnar.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að tillagan skuli auglýst á ný þar sem í auglýsingunni þurfi að

koma fram að umhverfisskýrsla fylgi deiliskipulaginu og að eldra deiliskipulag falli niður við gildistöku þessa

deiliskipulags. Aðrar athugasemdir hafa verið lagfærðar á uppdrætti.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

Heimild til skipulagsgerðar

 

  1. 1303015 - Lunansholt 2, land 3, 4 og 5, Deiliskipulag

Stefán Þ. Ingólfsson eigandi lands nr. 3 og Sævar Kristinsson, fyrir hönd Fjólu Pálsdóttur og Jóhönnu H.

Oddsdóttur, eigenda landa nr. 4 og 5 í landi Lunansholts 2, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar.

Deiliskipulagið tekur til 58,8 ha lands. Svæðið flokkast undir landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Rangárþings ytra

2010-2022.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjendum heimild til skipulagsgerðar á landi sínu. Jafnframt

samþykkir nefndin framkomna lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr.

123/2010.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1303018 - Strútslaug, deiliskipulag

Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, óskar heimildar til deiliskipulagsgerðar á svæðinu við Strútslaug í

Hólmsárbotnum að Fjallabaki. Sóst verður eftir að reisa skála á svæðinu ásamt salernis- og búningsaðstöðu.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda heimild til skipulagsgerðar með fyrirvara um jákvæða

afgreiðslu landeiganda. Nefndin telur að þar sem uppbygging svæðisins sé umfram meginforsendur í aðalskipulagi

Rangárþings ytra 2010-2022, sé þörf á að kalla eftir lýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt telur nefndin að leita skuli samráðs um uppbyggingu á svæðinu við aðliggjandi sveitarfélag,

Skaftárhrepp, þar sem fyrirhugað skipulagssvæði liggur á mörkum beggja sveitarfélaganna.

 

Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og skipulagsfulltrúa falið að leita eftir samstarfi við skipulagsfulltrúa Skaftárhrepps um nánari upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og nákvæma staðsetningu skála.

 

  1. 1302088 - Veiðifélag ytri Rangár deiliskipulag á landnr. 165412

Guðjón Þórisson fyrir hönd Veiðiðfélags Ytri-Rangár óskar heimildar til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi

uppdrætti á landi veiðifélagsins, Rangá, á bakka Ytri-Rangár.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjendum heimild til skipulagsgerðar. Nefndin telur að þar sem

uppbygging svæðisins sé umfram meginforsendur í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, sé þörf á að kalla

eftir lýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1302059 - Ölversholt, Deiliskipulag

Magnús K. Sigurjónsson fyrir hönd eigenda Ölversholts 3 og Einar Benjamínsson fyrir hönd eigenda Ölversholts 1

hyggjast deiliskipuleggja land sitt þar sem óskað er eftir að komi íbúðar- og frístundahúsabyggð. Tillagan

samræmist skilmálum í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjendum heimild til skipulagsgerðar á landi sínu. Jafnframt

samþykkir nefndin framkomna tillögu og leggur til að hún verði kynnt skv. skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr.

123/2010.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1303028 - Stóra-bót, deiliskipulag landnr. 178402

Steinsholt sf. f.h. Jóns Karls Snorrasonar og Gunnars Pálssonar, óska eftir heimild sveitarstjórnar Rangárþings

 

ytra til þess að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á frístundasvæði sem kallað er Stóra-Bót á Rangárvöllum.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjendum heimild til skipulagsgerðar á landi sínu. Jafnframt

samþykkir nefndin framkomna lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr.

123/2010.

 

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

Almenn mál

 

  1. 1303023 - Landgræðslan, uppsetning á skilti við Gunnarsholtsveg

Landgræðslan, Vegagerðin vegna upplýsinga um hálendisvegi, Þjóðminjasafnið vegna Keldna o.fl. aðilar áforma

að setja upp skilti á plani sem Vegagerðin hefur hannað við Rangárvallaveg (264) ofan við gatnamót þjóðvegar nr.

  1. Sveinn Runólfsson fyrir hönd ofangreindra aðila sækir um byggingarleyfi skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áform umsækjanda og felur byggingarfulltrúa að ganga frá

leyfismálum.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1301041 - Jarlsstaðir, efnistaka úr Rangá

Þór Þorsteinsson hefur óskað eftir leyfi til efnistöku úr Rangá í landi sínu við Jarlsstaði. Umsókn barst 22. júní

  1. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi nefndarinnar 28. janúar 2013. Farið yfir athugasemdir hagsmunaaðila.

Í ljósi framkominna athugasemda og nýtilkomins álits frá fulltrúa Landgræðslunnar telur nefndin að meint

landbrot ofar í ánni sé ekki hægt að rekja beint til tiltekinnar efnistöku og heimilar því umsækjanda að taka 5.000

m³ í viðbót úr ánni. Efnistakan verði því 1.000 m³ á ári á næstu 5 árum. Nefndin ítrekar að ekki verði farið yfir

heimilað efnismagn á ári hverju og að alls ekki verði geymt meira magn á árbakkanum en heimilt er að taka uppúr

ánni á ári hverju. Jafnframt áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða og afturkalla ákvörðun sína ef aðstæður

myndast í ánni sem rekja má til efnistökunnar. Nefndin bendir á að ekki skuli veita framkvæmdaleyfi fyrr en að

lokinni breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem efnistökusvæði verði sett inná

skipulagsuppdrátt.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. 1302084 - Gasmælingar Veðurstofu Íslands á Heklu.

Veðurstofa Íslands óskar eftir leyfi til að koma fyrir búnaði til gasmælinga á toppi Heklu.

Erindinu var vísað til umsagnar Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar með vísan í bókun nefndarinnar:

"Nefndin gerir ekki athugasemdir við að kofanum verði komið fyrir, enda mikilvægt í þágu vísinda og

almannavarna".

Skipulagsnefnd staðfestir álit Samg0ngu-, hálendis- og umhverfisnefndar og heimilar því umsækjanda að

koma tilteknum búnaði fyrir.

Staðfesting á afgreiðslu Byggingarfulltrúa

 

Til kynningar.

 

  1. 1303017 - Lækjarsel, landnr. 202406, byggingarleyfi fyrir gestahúsi

Vignir Bjarnason óskar eftir leyfi til að reisa gestahús við sumarhús sitt í landi Lækjarsels. Fyrir liggur leyfi

lóðareigenda vegna áforma umsækjanda.

Skipulagsnefnd staðfestir ákvörðun byggingarfulltrúa.

 

Til kynningar.

 

  1. 1302069 - Ægissíða II, Viðbygging við vélaskemmu

Ólafur Einarsson sækir um leyfi til viðbyggingar við vélaskemmu sína á lóð sinni Ægissíðu II, skv teikningum frá

Verkfræðistofu Suðurlands. Jafnframt er óskað eftir heimild til að umsóknin verði afgreidd skv. ákvæðum eldri

byggingarreglugerðar 441/1998.

Skipulagsnefnd staðfestir ákvörðun byggingarfulltrúa.

 

Til kynningar.

 

  1. 1303025 - Reynifell lóð 2, landnr. 164790, byggingarleyfi

Magni Hjálmarsson sækir um leyfi til að flytja og staðsetja áður byggt sumarhús á lóð sína nr. 2 í landi Reynifells.

Húsið verður flutt frá Álftanesi.

Skipulagsnefnd staðfestir ákvörðun byggingarfulltrúa.

 

Til kynningar.

 

 

2.2 21. fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar, í 11 liðum.

  1. og 7. liður fundargerðarinnar afgreiðast sérstaklega.

2.2.1 1. liður: Umsókn Jarðvísindadeildar Veðurstofu Íslands um staðsetningu á skýli v gasmælinga.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar og heimilar staðsetningu á búnaðinum ásamt viðkomandi smáhýsi á toppi Heklu.

 

2.2.2 7. liður: Tilnefning "bæjarfjalls".

 

Sveitarstjórn tekur undir og samþykkir niðurstöðu samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar um að Hekla sé bæjarfjall Rangárþings ytra.

 

Bókun Á - lista vegna liðar nr. 8 :

Óskað er eftir því að nefndir fjalli um þau mál sem þeim er úthlutað en ákveði ekki einhliða að hætta við umfjöllun vegna þess að þær telji líkur á að vinnan verði til einskis. Nú hefur frumvarpið verið samþykkt með gildistöku 2014 og tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri við frumvarpið er glatað.

Guðfinna Þorvaldsdóttir

Magnús H. Jóhannsson

Steindór Tómasson

 

Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.

 

  1. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 148. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 25.03.13, í fjórum liðum.

3.2 225. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. 26.03.13, í fimm liðum.

3.3 10. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 22.03.13, í átta liðum.

3.4 Stjórn Suðurlandsvegar 1 - 3 ehf., 15.03.13, í níu liðum.

3.5 Stjórn Suðurlandsvegar 1 - 3 ehf., 20.03.13, í sjö liðum.

3.6 Markaðsstofa Suðurlands, aðalfundur og málþing 19.03.13, í fimm liðum.

3.7 Rekstrarstjórn Laugalands, fundur 18.02.13.

 

  1. Tillaga að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og aðra stjórnendur Rangárþings ytra - síðari umræða.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Tillaga um umsókn um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga.

 

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá ( GÞ,MHJ,ST).

 

  1. Tillaga að samþykkt um stjórn Rangárþings ytra, til umræðu og kynningar.

 

Oddviti lagði fram og kynnti fyrstu drög að "Samþykkt um stjórn Rangárþings ytra".

Sveitarstjórn vísar tillögunni til hreppsráðs til frekari skoðunar og þróunar. Hreppsráð skili áliti sínu og drögum að

samþykkt fyrir fund hreppsnefndar í maí nk. þegar þau verða tekin til fyrri umræðu.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Tillaga um að fela oddvita að leita til annarra sveitarstjórna í Rangárvallasýslu um samvinnu varðandi mögulega endurskoðun á Fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu sem er á forræði Héraðsnefndar Rangæinga.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Tillaga um framlagningu á kjörskrá vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013 og áritun hennar.

 

Tillaga um að sveitarstjóra verði falið að yfirfara kjörskrárstofn frá Þjóðskrá og ef ekki er um

verulegar leiðréttingar eða breytingar er að ræða, að staðfesta hann sem kjörskrá í

Rangárþingi ytra vegna Alþingiskosninganna 27. apríl 2013 með áritun og leggja kjörskrána

fram til kynningar fyrir íbúa og aðra þ. 17. apríl 2013 í afgreiðslu skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Framlagning kjörskrárinnar skal auglýst í "Búkollu" og á heimasíðu sveitarfélagsins. Þurfi að

gera leiðréttingar og breytingar og ef kærur berast á kynningartíma kjörskrárinnar skal boða til

sveitarstjórnarfundar um þau mál.

Hafa skal samráð við formann kjörstjórnar Rangárþings ytra um yfirferð og framlagningu

kjörskrárinnar.

Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða

 

  1. Málefni hitaveitu á Baðsheiði:

9.1 Orkustofnun - glærur um nýtingu á heitavatnsholum í landi Stóra-Klofa - saga virkjunar og nýtingar í stórum dráttum og kröfur OS.

9.2 1. fundur um málefni hitaveitu á Baðsheiði, 06.02.13, í einum lið.

9.3 2. fundur um málefni hitaveitu á Baðsheiði, 12.03.13, í þremur liðum.

9.4 Afsal frá Fiskeldisstöðinni Fellsmúla ehf. vegna sölu á eignum fyrirtækisins 2005.

 

Hreppsnefndin felur Guðfinnu Þorvaldsdóttur og Drífu Hjartardóttur, sveitarstjóra, að vinna áfram að því að stofnuð verði hitaveita sem verði í eigu og rekstri þeirra sem nú eru að nýta heitt vatn úr borholunni á Baðsheiði. Þess verði freistað í samráði við forstöðumann umhverfis-, eigna- og tæknisviðs og Eignaumsjón og Ásahrepp að finna verð á eignir sem tengjast nýtingu heita vatnsins á Baðsheiði og ná um það sátt við nýtingaraðilana. Þessa vinnu mun Rangárþing ytra leggja til hinu óstofnaða félagi að kostnaðarlausu.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Málefni Skólaskrifstofu Suðurlands bs. og framtíð, fundur að Þingborg 21.03.13.

 

Fulltrúar aðildarsveitarfélaga að Skólaskrifstofu Suðurlands bs., utan Árborgar, komu saman til fundar að Þingborg í Flóahreppi 21. mars 2013. Umræðuefni fundarins var hvort mögulegt væri að halda áfram rekstri skólaskrifstofunnar í breyttri mynd eftir brotthvarf Árborgar úr byggðasamlaginu. Skipaður var vinnuhópur til þess að vinna að könnun á þeim möguleikum sem eru í núverandi stöðu. Sveitarstjóri Rangárþings ytra, Drífa Hjartardóttir, er í vinnuhópnum ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, Hveragerði, Ísólfi Gylfa Pálmasyni, Rangárþingi eystra, Drífu Kristjánsdóttur, Bláskógabyggð og Ásgeiri Magnússyni, Mýrdalshreppi.

 

Vinnuhópurinn mun skila niðurstöðum eins fljótt og mögulegt verður og kynna þær fyrir þessum hópi sveitarfélaga sem þátt tóku í fundinum á Þingborg.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra er hlynnt samstarfi um verkefni Skólaskrifstofunnar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram með vinnuhópnum í samræmi við umræðu á fundinum.

  1. Húsakynni bs. fundargerð stjórnar frá 06.03.13, í fjórðum liðum, vísað frá hreppsráði til hreppsnefndar, 15.03.13.

 

Til kynningar.

 

  1. Húsakynni bs., aðalfundur 06.03.13, í tveimur liðum, vísað frá hreppsráði til hreppsnefndar, 15. 03.13.

 

Bókun Á-lista: Á-listi ítrekar tillögur vinnuhóps sem lagðar voru fram á aðalfundi stjórnar Húsakynna 14.3.2012. Ljóst er að rekstrarhalli er viðvarandi og nauðsynlegt að bregðast við með endurskipulagningu félagsins og sölu eigna.

 

Meirihluti sveitarstjórnar tekur undir efni bókunarinnar.

 

Til kynningar.

 

  1. Landsmót hestamanna ehf., 28.02.13, tilnefning í undirbúningsnefnd vegna Landsmóts 2014, vísað frá hreppsráði til hreppsnefndar 15. 03.13.

 

Lagt er til að Guðmundur Ingi Gunnlaugsson verði í undirbúningsnefndinni af hálfu Rangárþings ytra og til vara Drífa Hjartardóttir.

 

Breytingartillaga Á-lista: Lagt er til að sveitarstjóri Rangárþings ytra verði fulltrúi í vinnuhópi um undirbúning landsmóts hestamanna 2014.

Bókun Á-lista: Eðlilegt er að sveitarstjóri sé í undirbúningsnefndinni þar sem sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og getur þá leitað til starfsmanna um serstök verkefni og vinnu sem tengist landsmótinu. Þetta starf fellur undir starfssvið sveitarstjóra og er þá ekki kostnaðaraukandi fyrir sveitarfélagið eins og ef oddviti tæki það að sér. Ef oddviti sinnir þessu verkefni þá þarf hann að leita samþykkis hjá sveitarstjóra á ýmsum málum auk þess sem greiða þarf honum laun fyrir.

 

Breytingartillagan er felld, þrír samþykktu, fjórir voru á móti (GIG,MÝS,ÞTJ,AMK).

 

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST).

 

  1. Sumarlokun leikskóla 2013:

14.1 Tillaga hreppsráðs um lokun Heklukots frá 15. júlí - 12. ágúst og um lokun Leikskólans á Laugalandi frá 1. júlí - 2. ágúst 2013, frá 15.03.13 .

14.2 Punktar frá fundi vinnuhóps hreppsnefndar og leikskólastjóra um sumarlokanir Heklukots og Leikskólans á Laugalandi sumarið 2013 og punktar frá sveitarstjóra um viðtöl við nokkra foreldra og fleiri.

14.3 Minnispunktar/skýrsla frá Steindóri Tómassyni um fund vinnuhóps með leikskólastjórum 18.03.13.

14.4 Orðsending og kvörtun frá Sigurbjörgu Björgúlfsdóttur og Þóri Ófeigssyni vegna seinnar ákvörðunar um sumarlokun Heklukots og tilkynningar um breytingu frá því sem áður hafði verið tilkynnt.

 

Lagt er til að sumarlokun Leikskólans á Laugalandi verði frá 1. júlí til 2. ágúst 2013.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Lagt er til að sumarlokun Heklukots verði frá 15. júlí til og með 16. ágúst 2013.

 

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST).

Bókun Á-lista: Fulltrúar Á-lista gera athugasemd við hvernig ákvörðun um lokun leikskólanna var tekin. Fræðslunefnd fjallaði um málið í tvígang og vinnuhópur var skipaður af sveitarstjórn til að funda með hagsmunaaðilum. Formaður hreppsráðs leggur fram tillögu á síðasta hreppsráðsfundi sem er hvorki í samræmi við niðurstöðu fræðslunefndar né fundar vinnuhópsins um málið. Tillagan var ekki samþykkt í hreppsráði, en þrátt fyrir það fær leikskólastjóri þau skilaboð að meirihlutinn sé sammála henni og tilkynning um hana er send á alla foreldra. Þetta er afar bágborin stjórnsýsla að okkar mati og ekki til fyrirmyndar. Við teljum að brotin hafi verið 2. grein nýsamþykktra siðareglna sveitarfélagsins þar sem segir: „Kjörnir fulltrúar skulu gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Rangárþings ytra“.

Bókun meiri hluta:

Hreppsráð lagði fram tillögu á síðasta hreppsráðsfundi um breyttan lokunartíma leikskólans Heklukots eftir samráð við leikskólastjóra og vegna ábendinga frá atvinnurekendum og foreldrum. Það er mat meiri hlutans að sú leið sem lögð er til verði til hagsbóta fyrir flesta . Mat okkar var að almennur vilji væri fyrir því að koma á breytingum sem fyrst. Við teljum að siðareglur hafi ekki verið brotnar og að meiri hluti sveitarstjórnar sé að uppfylla skyldur sínar.

 

Fulltrúar Á-lista áskilja sér rétt til þess að leggja fram bókun um málið á næsta fundi.

Sveitarstjóra er falið að kanna hvort mögulegt sé að skóladagheimili Grunnskólans Hellu verði opnað fyrr en áætlað var eða 12. ágúst og taki við börnum sem eiga að byrja í skólanum á haustönn.

 

Framangreind tillaga er samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

 

 

Næsti fundur verður boðaður með dagskrá fimmtudaginn 11. apríl n.k. kl. 16.30.

 

Fundargerði yfirfarin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.45.