Rangárþing ytra
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, fimmtudaginn 11. apríl 2013, kl. 16.30.
Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Sigríður Th. Kristinsdóttir, varamaður fyrir Önnu Maríu Kristjánsdóttur, Magnús H. Jóhannsson , Steindór Tómasson og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Gunnar Aron Ólason tekur sæti sem varamaður Margrétar Ýrr Sigurgeirsdóttur kl. 18.30 undir 12. lið. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fundinn kl. 16.30 og stjórnaði honum.
FUNDARGERÐ
- Fundargerðir hreppsráðs:
Engin fundargerð liggur fyrir þessum fundi.
- Fundargerðir annarra fastanefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Fundur í fjallskilanefnd Holtamannaafréttar 03.04.13, í fjórum liðum.
Fundargerðin staðfest.
2.2 22. fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar 03.04.13, í einum lið.
Til kynningar.
- Landgræðsla ríkisins 20.03.12, erindi varðandi kostnað vegna fjallskila á Landmanna- og Rangárvallaafrétti, reikningagerð fyrir árið 2011 og tilmæli um að stofnunin verði undanþegin álagningu fjallskilagjalda.
Sveitarstjóra er falið að kanna lögmæti þess að undanskilja Landgræðslu ríkisins mögulega undan álagningu fjallskilagjalda.
Samþykkt samhljóða.
Erindið var afgreitt á 45. fundi og er aðeins til innfærslu í fundargerð á þessum fundi.
- Framhald af 14. lið á dagskrá 45. fundar hreppsnefndar 5. apríl 2013.
Bókun Á-lista: "Meirihluta sveitarstjórnar yfirsést að gagnrýni Á-lista beinist fyrst og fremst að því
"hvernig” ákvörðunin var tekin. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn að taka ákvarðanirmeð
lýðræðislegum hætti, en hlutverk sveitarstjóra að koma þeim í verk. Í þessu tilfelli var sveitarstjór ekki búin að staðfesta ákvörðunina og formaður hreppsráðs hafði því ekki umboð til að ákveða lokunina, hvað þá að tilkynna leikskólastjóra um hana. Að okkar mati fór því formaður hreppsráðs út fyrir hlutverk sitt sem kjörinn fulltrúi."
Bókun meirihluta:
Formaður hreppsráðs ákvað ekki lokunina og gaf ekki fyrirmæli um hana. Ekki er um neinn misskilning að ræða af hálfu meiri hluta.
- Stjórn Suðurlandsvegar 1 - 3 ehf., 02.04.13, umsókn um fjárhagslega fyrirgreiðslu Rangárþings ytra.
Lagt er til að Suðurlandsvegi 1 - 3 ehf. verði heimilað að auka skuld á viðskiptareikningi um allt að kr. 3.000.000 á árinu 2013 með því skilyrði að fyrir árslok verði búið að gera alla viðskiptaskuldina upp með greiðslu eða samkomulagi um greiðslufyrirkomulag. Samningsvextir verði á skuldinni frá og með 1. janúar 2013.
Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins vegna formgalla. Hreppsráði er falin fullnaðarafgreiðsla erindisins, þegar það hefur verið endurnýjað.
- Umhverfisráðuneytið - tillaga að auglýsingu um Friðland í Þjórsárverum og drög að friðlýsingarskilmálum.
Sjá 13. lið um sama efni.
- M. Azfar Karim 27.03.13 - viðskiptahugmynd um nýtingu mötuneytiseldhúss Grunnskólans Hellu að sumarlagi vegna þjónustu við ferðamenn og fleiri.
Sveitarstjórnin fagnar því að unnið er að því að koma slíkri starfsemi á en sér sér ekki fært að veða við erindinu þar sem um samkeppnisrekstur er að ræða. Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda og leiðbeina um aðra möguleika.
Samþykkt samhljóða.
- Jóhanna Oddsdóttir 21.03.13, umsókn um lögbýlisrétt á spildu nr. 4 úr landi Lunansholts II, beiðni um umsögn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis á spildu nr. 4 úr landi Lunansholts II í samræmi við framlögð gögn um uppbyggingaráform umsækjanda.
Samþykkt samhljóða.
- Fjóla Pálsdóttir 21.03.13, umsókn um lögbýlisrétt á spildu nr. 5 úr landi Lunansholts II, beiðni um umsögn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis á spildu nr. 5 úr landi Lunansholts II í samræmi vð framlögð gögn um uppbyggingaráform umsækjanda.
Samþykkt samhljóða.
- Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu, ályktanir frá aðalfundi 14.03.13:
10.1 Ályktun um vistunarmat, aðgengi að dvalarrýmum, hjúkrunarþjónustu og félagslegri þjónustu.
Sveitarstjórnin tekur undir áhyggjur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu vegna þrengra vistunarmats og minni möguleika til innlagnar á dvalar- og hjúkrunarheimili. Félagsþjónustan í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu og heilsugæslustöðvar leitast við að veita öldruðum sem öðrum sem besta þjónustu, m.a. á heimilum þeirra. Bent er á að samráð Félags eldri borgara við framangreindar stofnanir gæti leitt til enn markvissari þjónustu en veitt er í dag.
Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma ályktuninni og framangreindri samþykkt á framfæri við viðkomandi stofnanir og þingmenn kjördæmisins.
10.2 Áskorun á sveitarstjórnir í Rangárvallasýslu um meiri afslátt eða niðurfellingu fasteignagjalda af íbúðarhúsnæði aldraðra.
Félagi eldri borgara er vinsamlegast bent á að reglur sveitarfélaganna eru ekki samræmdar um afslætti af fasteignasköttum og holræsagjöldum til tekjulítilla eldri borgara og ekki hefur verið rætt um að koma á samræmingu en sjálfsagt er að taka málið upp í viðræðum við nágrannasveitarfélög. Félaginu er einnig vinsamlegast bent á að einungis er heimilt skv. ákvæðum laga, að veita afslætti af fasteignasköttum og holræsagjöldum til tekjulítilla eldri borgara og öryrkja. Ekki er heimilt að veita afslátt af öðrum gjöldum né heldur til allra.
Samþykkt samhljóða.
10.3 Áskorun á stjórnir Dvalarheimilanna, Kirkjuvols og Lundar, um að láta rúm ekki standa auð.
Félagi eldri borgara er vinsamlegast bent á að sveitarstjórnir hafa ekki bein afskipti af störfum stjórna dvalarheimilanna en sjálfsagt er að beina þessum tilmælum til þeirra.
Samþykkt samhljóða.
- Frá Á-lista:
11.1 Viðbrögð frá sveitarstjóra vegna 20. liðar a fundi hreppsnefndar 1.mars sl.
Tekin verður umræða um þetta mál á samráðsfundi Rangárþings ytra og Ásahrepps sem haldinn verður 15.04.13.
11.2 Nýtt starf oddvita og stjórnsýsla Rangárþings ytra.
Tillaga Á-lista: Starfshlutfalli oddvita verði breytt til fyrra horfs úr 100% í 30% frá og með 1. apríl. Það er eðlilegra að oddviti sé á sömu kjörum og aðrir kjörnir fulltrúar og fái greitt fyrir aukafundi skv. reglum um kjör kjörinna fulltrúa í Rangárþingi ytra.
Tillagan felld, þrír greiddu með tillögunni (GÞ, MHJ,ST), þrír voru á móti ( ÞTJ,MÝS, STK), einn sat hjá ( GIG).
Bókun Á-lista: Þar sem meirihluti sveitarstjórnar styður áfram 100% starf oddvita, óska fulltrúar Á-listans eftir því að oddviti skili inn vinnuskýrslu um viðveru og verkefni í lok hvers mánaðar sem verði yfirfarin á fundum hreppsráðs tveimur vikum seinna. Það er eðlilegt hlutverk hreppsráðs að fylgjast með útgjöldum af þessum toga, sérstaklega þegar þau eru utan fjárhagsáætlunar.
Bókun meirihluta: Fyrst skal áréttað að ekki er um nýtt starf oddvita að ræða heldur aukið starfshlutfall tímabundið. Að sjálfsögðu mun oddviti gera grein fyrir störfum sínum í upphafi reglulegra funda í sveitarstjórninni eins og verið hefur.
- Könnun Deloitte vegna skólabílamáls - skýrsla lögð fram hafi hún borist.
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir víkur af fundi vegna vanhæfis kl. 18.30. Gunnar Aron Ólason tekur sæti hennar kl. 18.30.
Skýrsla Deloitt var lögð fram í upphafi fundar og þar sem sveitarstjórnarmenn hafa ekki haft tök á að kynna sér skýrsluna er hún lögð fram til kynningar.
Afgreiðslu málsins frestað.
Gunnar Aron Ólason víkur af fundi kl. 19.06 og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir tekur á ný sæti á fundinum kl. 19.06.
- Vinnuhópur/nefnd um friðun Þjórsárvera - frá lokafundi 8. apríl 2013.
Í fundargögnum er friðlýsingartillaga ásamt skilmálun friðlýsingarinnar. Að auki er fundargerð lokafundar vinnuhópsins í fundargögnum einnig. Mörk friðlandsins að sunnan er mál sem ekki hefur náðst samstaða um.
Fyrirhugaður er fundur þ. 15. apríl n.k í samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps um málið en þessi sveitarfélög eru sameigendur að Holtamannaafrétti.
Sveitarstjórnin samþykkir að bíða niðurstöðu væntanlegs samráðsfundar sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps um málið og taka síðan afstöðu til tillögu um friðlýsingu Þjórsárvera.
- Landgræðsla ríkisins 04.04.13 - umsókn um staðsetningu skiltis.
Umsókn Landgræðslu ríkisins dags. 4. apríl 2013 um heimild til staðsetningar á kynningarskilti vegna Landgræðslunnar og Hótel Læks á landi sveitarfélagsins sem liggur að Gunnarsholtsvegi austanverðum en norðan Suðurlandsvegar. Staðsetningin er 19 metra frá miðlínu vegarins og er því ekki inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með fyrirvara um samþykki leigutaka landsins.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
15.1 Velferðarráðuneytið, Jafnréttisráð, Jafnréttisstofa boð um þátttöku í fundi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, Hótel Kea Akureyri 12.04.13, kl. 13.00 - 16.00.
15.2 Menningarlandið 2013, ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri 11. og 12.04.13.
15.3 Skipulagsstofnun - samráðsfundur á Hótel Cabin með sveitarfélögum 11. og 12.04.13.
15.4 SASS - kynningarfundir um Suðurland, 8. - 19.04.13. (Á Hellu 09.04.13)
15.5 Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. - aðalfundur 05.04.13.
15.6 Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 12.04.13 - Samráðsfundur sveitarfélaga í kjölfarið.
- Annað efni til kynningar:
16.1 Lánasjóður sveitarfélaga 26.03.013 - arðgreiðslur til sveitarfélaga v. 2012.
16.2 Innanríkisráðuneytið 02.04.13 - greiðslur til sveitarfélaga vegna Alþingiskosninga 2013.
Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.10.