48. fundur 13. maí 2013

 

Rangárþing ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, mánudaginn 13. maí 2013, kl. 16.30.

 

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlauggson, oddviti, Anna María Kristjánsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, varamaður Steindórs Tómassonar og Gunnar Aron Ólason frá kl. 19.58, varamaður Steindórs Tómassonar. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritar fundargerð. Einar Sveinbjörnsson, lögg. endurskoðandi frá KPMG og Klara Viðarsdóttir, aðalbókari Rangárþings ytra, mæta á fundinn undir lið nr. 1.

 

Sveitarstjóri gerir grein fyrir helstu verkefnum á milli funda.

 

  1. Ársreikningar 2012 ásamt sundurliðunum og endurskoðunarskýrslu til síðari umræðu.

Einar Sveinbjörnsson, lögg. endurskoðandi og Klara Viðarsdóttir, aðalbókari, mæta á fundinn undir þessum lið.

 

Ársreikningar 2012 samþykktir með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá(GÞ,MHJ,MHG)

Bókun Á-lista: Rekstrarniðurstaða ársins 2012 sýnir um 49 milljóna króna hagnað og ber að fagna því sérstaklega á annars viðburðaríku framkvæmdaári. Niðurstaðan sýnir að haldið var vel á málum fjárhagslega a.m.k. meirihluta árs. Ljóst er að niðurstaða hefði getað orðið hagstæðari ef ekki hefði komið til meirihlutaskipta og umbyltingu á yfirstjórn sveitarfélagsins í nóvember 2012. Tekjuáætlun ársins var varlega áætluð eins og vera ber en útgjaldaliðir urðu óvæntir t.d. með tilkomu meirihlutaskipta og óþarfa uppsagnar sveitarstjóra. Ljóst er að mikið starf hefur verið unnið í að koma skútunni á réttan kjöl en halda þarf vel á spöðunum ef ekki á að glutra niður þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið.

 

Ánægjuefni er að skuldahlutfall skuli vera komið niður í um 165% af tekjum en það stóð í 187% þegar Á-listi tók við. Ýmis jákvæð teikn eru á lofti og ljóst að samvinna sveitarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins var að skila árangri í fjárhagslegum rekstri sveitarfélagsins. Gunnsteini R. Ómarssyni fyrrv. sveitarstjóra er þakkað fyrir vel unnin og óeigingjörn störf fyrir sveitarfélagið.

 

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir.

 

Bókun meirihluta:

Ársreikningar Rangáþings ytra og samstarfsstofnana sýna verulega betri afkomu miðað við það sem fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir eða 49,4 mkr. á móti 4.2 mkr í áætluninni. Þetta er árangur af mikilli vinnu starfsmanna við að hagræða í öllum rekstri og viljum við þakka þeim sérstaklega. Haldið verður áfram að halda þétt utan um allan rekstur og stefnt verður á að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur.

 

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engin fundargerð liggur fyrir þessum fundi.

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

3.1 9. fundur atvinnu- og menningarmálanefndar, 22.04.13, í þremur liðum.

 

Lagt er til að Rangárþing ytra gerist aðili að Markaðsstofu Suðurlands til reynslu í eitt ár.

 

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,MHG).

Bókun Á-lista: Fulltrúar Á-lista leggjast ekki gegn aðild að Markaðsstofunni en telja að upplýsingar vanti frá Markaðsstofunni sem skýra í hverju aðildin felst, og sitja því hjá.

Guðfinna Þorvaldsdóttir,Magnús H. Jóhannsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir.

 

Lagt er til að atvinnu- og menningarmálanefnd í samráði við sveitarstjóra verði falið að útfæra nánar tillögu um umfang og verksvið mögulegs upplýsinga- og markaðsfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

 

3.2 26. fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, 06.05.13, í fimm liðum.

 

Fundargerðin staðfest samhljóða.

 

3.2.1 Ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir árið 2012, til kynnningar.

 

  1. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

4.1 33. fundur í sjtórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs., 30.04.13, í fjórum liðum.

4.2 148. fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 30.04.13, í sex liðum.

4.3 466. fundur í stjórn SASS, 26.04.13, í 15 liðum.

4.3.1 SASS - Stefnumótun - niðurstöður 2013.

4.3.2 SASS - Aðgerðaáætlun 2013.

4.3.3 SASS - Skipurit 2013.

4.4 Stjórn Suðurlan dsvegar 1 - 3 ehf., fundargerð 29.04.13, í fjórum liðum.

 

  1. Marteinn Másson hrl., 18.04.13, ósk um viðræður vegna meints tjóns umbjóðenda vegna útgáfu

byggingarleyfis.

 

Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að taka upp viðræður af hálfu sveitarstjórnar við Martein Másson hrl. og hafi heimild til að leita ráðgjafar lögmanns ef tilefni verður til.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Umhverfisstofnun, 22.04.13, ósk um samþykki sveitarstjórna vegna stækkaðs friðlands Þjórsárvera.

Meðfylgjandi eru uppdrættir af mörkum friðlandsins og texti yfirlýsingar sveitarstjórna í Word.

 

Framlögð tillaga að stækkuðu friðlandi Þjórsárvera og tilheyrandi lýsing á friðlandsskilmálum er samþykkt af hálfu Rangárþings ytra, með sex atkvæðum, einn situr hjá (ÞTJ).

 

  1. Pétur Kr. Hafstein, 06.05.13, krafa um eftirfylgni vegna deiliskipulagsákvæða.

 

Sveitarstjóra er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Stracta Construction ehf., 30.04.13, umsókn um lækkun á álagningu gatnagerðargjalda vegna áforma um hótelbyggingu. Afrit lóðarumsóknar fylgir með til kynningar.

 

Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Lundur, hjúkrunar- og dvalarheimili, 08.05.13, tilmæli um tilnefningu af hálfu Rangárþings ytra í

byggingarnefnd.

 

Lagt er til að Guðmundur Ingi Gunnlaugsson verði fulltrúi Rangárþings ytra í byggingarnefnd Lundar vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar fyrir heilabilunardeild.

Breytingartillaga:

Lagt er til að Haraldur Birgir Haraldsson verði fulltrúi Rangárþings ytra í byggingarnefnd Lundar vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar fyrir heilabilunardeild.

Breytingartillagan felld. Þrjú atkvæði með, fjögur á móti (GIG, ÞTJ,AMK,MÝS).

 

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,MHG).

 

  1. Skýrsla vinnuhóps um um tölfræðilegar upplýsingar um rekstur grunnskóla í Rangárþingi ytra, samanburð við önnur sveitarfélög og mögulegir valkostir.

 

Sveitarstjórn tekur ekki efnislega afstöðu til skýrslunnar á þessu stigi málsins.

Sveitarstjóra er falið að kynna skýrsluna fyrir fræðslunefnd, skólastjórum og formönnum foreldrafélaga grunnskólanna. Skýrslan verður að lokinni kynningu tekin til ýtarlegrar umfjöllunar í sveitarstjórn.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír á móti (GÞ, MHJ, MHG).

 

Bókun Á-lista: Það vekur athygli að við skipun vinnuhóps meirihluta D-lista og Margrétar Ýrar (á 43. fundi, 7. lið) er tekið fram að hópnum var ekki ætlað að gera tillögur að breytingum á núverandi rekstri grunnskóla Rangárþings ytra en gerir það samt og leggur til að nemendur verði sameinaðir í einn skóla á Hellu. Hætta er á að með þessari skýrslu meirihlutans hafi línur verið lagðar í umfjöllun fræðslunefndar.

 

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir.

 

  1. Tillögur um aukið upplýsingaflæði til íbúa frá Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, Margréti Ýrr

Sigurgeirsdóttur, Önnu Maríu Kristjánsdóttur og Þorgils Torfa Jónssyni:

 

Greinargerð:

Báðar þessar tillögur miða að því að efla upplýsingaflæði til íbúa og kynna þeim störf sveitarstjórnarinnar og skýra sig sjálfar.

 

  1. Upptaka sveitarstjórnarfunda:

Lagt er til að komið verði á upptökukerfi til að taka upp fundi sveitarstjórnar og að þeir verði

sendir út í beinni útsendingu á heimasíðu sveitarfélagsins. Tilgangur þess er að íbúar fái

nánari upplýsingar um mál sem tekin eru fyrir og að stuðla að skilvirkari fundum

sveitarstjórnar þar sem umræður og tillöguflutningur verði í anda siðareglna kjörinna fulltrúa.

 

Viðaukatillaga: Á-listinn leggur til að kannaðar verði tæknilegar útfærslur á því að upptökur verði tiltækar á vef sveitarfélagsins eftir að fundum lýkur.

 

Sveitarstjóra er falið að vinna að málinu og leggja fram kostnaðaráætlun.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fréttabréf Rangárþings ytra:

Lagt er til að gefið verði út fréttabréf sveitarfélagsins tvisvar til þrisvar á ári og verði umsjón

þess í höndum sveitarstjóra. Sveitarstjóri mun safna efni í blaðið frá stofnunum

sveitarfélagsins, félagasamtökum, sveitarstjórnarmönnum og íbúum og leitað verður tilboða í

uppsetningu og prentun.

 

 

Sveitarstjóri leggi fram áætlun um umfang og kostnað við útgáfuna og leggi fyrir sveitarstjórn.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

12.1 Jón Á. Reynisson, 30.04.13, umsókn um stuðning vegna náms í hljóðfæraleik.

 

Sveitarstjóra falið að kynna umsækjanda reglur sveitarfélagsins um styrki til nemenda tónlistarskóla.

  1. Oddvitar D- og Á-lista gera grein fyrir stöðu mála varðandi skoðun á töxtum skólabílstjóra á liðnum skólaárum.

 

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir víkur af fundi vegna vanhæfis.

 

Málið verður áfram í vinnslu.

 

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir tekur sæti á fundinum á ný.

 

Margrét H. Guðsteinsdóttir víkur af fundi og Gunnar Aron Ólason tekur sæti á fundinum kl. 19.58.

 

  1. Annað efni til kynningar:

14.1 Vegagerðin 29.04.13, úthlutun styrkvegafjár 2013.

14.2 Héraðsdómur Suðurlands, 07.05.13, úrskurður um málskostnaðartryggingu Selhúsa ehf.

14.3 Orlofsnefnd húsmæðra, 21.04.13, skýrsla fyrir árið 2012.

 

  1. Mál á dagskrá frá Á-lista:

15.1 Störf oddvita - skriflegar fyrirspurnir sem lagðar verða fram fyrir fundinn.

 

  1. Hvernig miðar þeim verkefnum sem lögð voru til grundvallar 100% starfi oddvita.

 

Svar: Tillaga að samþykkt um stjórn Rangárþings ytra er komin fram. Tillaga að samþykkt um fráveitu og meðhöndlun seyru er komin fram. Vinna við endurskoðun fjárhagsáætlunar er hafin.

 

  1. Hvaða verkefnum er lokið og hvaða tíma tekur að ljúka þeim verkefnum sem eftir eru.

 

Svar: Sjá svar við 1. lið. Stefnt er að því að viðauki við fjárhagsáætlun verði afgreidd fyrir sumarhlé sveitarstjórnar.

 

  1. Óskað er eftir upplýsingum hvort að sveitar- eða bæjarfélög á Suðurlandi eru með oddvita sveitar- eða bæjarstjórnar í 100% starfshlutfalli, þar sem einnig er verið með sveitar- eða bæjarstjóra í fullu starfi eins og hjá Rangárþingi ytra.

 

Svar: Ekki er vitað um nákvæmlega eins tilvik, en vitað er um að oddviti sé í 70% starfshlutfalli og í 50% starfshlutfalli í öðrum sveitarfélögum.

 

15.2 Skipan í stjórn hjúkrunar og dvalarheimilisins Lundar:

 

Sveitarstjórn leggur til að skipan stjórnar Lundar verði óbreytt um sinn. Oddvitum aðildarsveitarfélaganna og sveitarstjóra Rangárþings ytra verði falið að undirbúa og leggja fram drög að nýjum samþykktum fyrir Lund, hjúkrunar- og dvalarheimili.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

 

15.3 Íþróttavöllur á Hellu - tillaga um nýframkvæmdir og gerð kostnaðaráætlunar:

 

Tillaga Á-lista:

  1. íþróttavöllurinn verði stækkaður að minnsta kosti upp í lágmarksstærð sem er 68 m x 105 m að höfðu samráði við stjórn KFR.
  2. að tyrfa yfir völlinn eins og lagt var upp með í upphafi.
  3. að sett verði upp hlaupabraut úr varanlegu efni.
  4. að svæði fyrir aftan íþróttavöll verði breytt í æfingasvæði. Til þess þarf að slétta og afmarka svæðið.
  5. að setja upp varanleg varamannaskýli.

Sveitarstjóra er falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum vegna hliðstæðra verkefna og skila þeim inn fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar. Sveitarstjóri leiti eftir samráði við KFR og ungmennafélög innan Rangárþings ytra. Einnig að kanna hvort að fyrirtæki, stofnanir og samtök í sýslunni geti komið að verkefninu með fjárstuðningi eða með öðrum hætti.

 

Samþykkt samhljóða.

 

15.4 Óvissa í réttarkerfinu.

 

Tillaga Á-lista: Leitað verði formlegs álits hjá lögfræðisviði Sambands Íslenskra Sveitarfélaga (SÍS) um réttaráhrif þess að sveitarfélag lýsi því yfir við embætti sýslumanns að það leggist gegn því að bjóða upp fasteignir gerðarþola í fullnustuaðgerðarmálum vegna verðtryggðra lána.

 

Greinargerð: Á meðan óvissa ríkir um lögmæti útreiknings á verðtryggðum lánum telja fulltrúar Á-lista að stöðva beri nauðungarsölur þar sem slík tilfelli eiga við um skilmála lána. 73. gr. nauðungarsölulaga kveður skýrt á um "að rísi upp ágreiningur" á milli gerðarþola og gerðarbeiðenda, beri sýslumanni að vísa málum frá, eða fresta þeim, þar til úrskurður héraðsdóms liggur fyrir um lögmæti krafna. Nú eru a.m.k. þrjú mál fyrir héraðsdómi þar sem tekið er á um lögmæti útreiknings og gildi verðtryggðra lána. Í ljósi þessa stendur vilji til að sveitarstjóra verði falið að tilkynna viðkomandi yfirvaldi að sveitarfélagið leggst gegn því að eignir íbúa sveitarfélagsins í sveitarfélaginu verði seldar á nauðungarsölu, án undangengins dóms í viðkomandi héraði vegna fyrrgreinds ágreinings. Fulltrúar Á-lista vilja standa vörð um hagsmuni almennings í samræmi við 7. gr. sveitarstjórnarlaga. Ef minnsti vafi leikur á réttmæti krafna gerðarbeiðanda í nauðungarmálum þarf að túlka lög þröngt almenningi í hag.

Óvissa í réttarkerfinu – Sveitarfélagið hafi forgöngu um að kannað verði lögmæti þess að banna nauðungarsölur fasteigna í sveitarfélaginu á meðan réttaróvissa er um útreikninga verðtryggðra lána.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Oddvitum D- og Á-lista og sveitarstjóra er falið að taka saman erindi og senda til Lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

15.5 Byggðasaga Hellu - atvinnu- og menningarmálanefnd finni heppilega staðsetningu fyrir söguskilti:

 

Tillaga Á-lista:

Í tilefni af útgáfu á sögu Hellu verði atvinnu- og menningarmálanefnd falið að finna heppilega staðsetningu fyrir söguskilti þar sem sögu Hellu verði gerð skil í máli og myndum.

 

Greinargerð:

Nefndinni verði falið að gera tillögu að samræmdu útliti skiltanna sem sett yrðu upp á völdum stöðum. Stefnt verði að því að setja viðlíka skilti á öðrum sögufrægum stöðum í sveitarfélaginu innan eða utan þéttbýlis eftir atvikum. Bent er á þær myndir sem þegar hafa verið settar upp s.s.í Þykkvabæ og við gamla brúarstæðið yfir ytri Rangá. Verkefnið er þess eðlis að alltaf má bæta við ef tilefni þykir til eða myndir koma í leitirnar.

 

 

Samþykkt samhljóða.

 

15.6 Betri stjórnsýsla - erindi sent á allar stofnanir, stjórnir, nefndir og aðra aðila tengda sveitarfélaginu þar sem kynntir eru góðir stjórnsýsluhættir.

 

Tillaga Á-lista:

Lagt er til að útbúið verði erindi sem innihaldi leiðbeiningar innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða og úrdrátt úr Sveitarstjórnarlögum um sama efni og sent á allar stjórnir og nefndir tengda sveitarfélaginu þar sem kynntir eru góðir stjórnsýsluhættir m.t.t. laga, samþykkta og reglugerða þar að lútandi.

 

Greinargerð:

Sérstök áhersla verði lögð á hvernig standa skuli að boðun funda, fundarritun og skilum á fundargerðum til kynningar og/eða samþykktar til sveitarstjórnar. Með þessu móti verður starf nefnda sýnilegra hinum almenna íbúa og útlit og frágangur t.d.fundargerða meira samræmdur en nú er. Einnig eru fundargerðir nauðsynleg gögn til að gera upp fyrir nefndarstörf og því mikilvægt að fundargerðir skili sér fljótt og vel og formenn nefnda eða vinnuhópa verði ábyrgir fyrir því.

 

Sveitarstjóra verði falið að gera tillögu að erindi og leggja fyrir sveitarstjórn.

 

Samþykkt samhljóða.

 

15.7 Opin stjórnsýsla - fundargögn sveitarstjórnar á vef sveitarfélagsins fyrir fundi.

 

Tillaga Á-lista:

Lagt er til að fundargögn sveitarstjórnarfunda verði birt íbúum á vefsíðu sveitarfélagsins um leið og dagskrá fundar sveitarstjórnar er birt hverju sinni. Sveitarstjóra verði falið að kanna með tæknilega útfærslu og koma tillögunni í framkvæmd.


Greinargerð:

Markmið tillögunnar er að opna stjórnsýsluna fyrir íbúum en það er í anda stefnu Á-lista. Fundargögn sveitarstjórnar verði aðgengileg á vefgátt um leið og boðað er til funda skv. lögboðnum fresti í sveitarstjórnarlögum. Fundir sveitarstjórnar eru opnir og gögnin hluti funda. Að sjálfsögðu á tillagan ekki við varðandi trúnaðarmálagögn enda er þá fundur lokaður á meðan þau eru til umræðu. Það er mat Á-lista að þetta gæti orðið til að auka áhuga og skilning íbúa á þeim fjölmörgu verkefnum sem sveitarstjórn hefur til úrlausnar hverju sinni.

 

Breytingartillaga við lið nr. 15.7 á hreppsnefndarfundi Rangárþings ytra 13.05.13:

 

Lagt er til að fundargögn verði birt á vef sveitarfélagsins samhliða birtingu fundargerða sveitarstjórnar. Leitað verði eftir samþykki þeirra sem senda erindi sérstaklega til sveitarstjórnar svo sem umsækjenda um styrki og álíka.

 

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson.

 

Samþykkt samhljóða.

Tillagan að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

  1. Torfi Suren Leósson, 08.05.13, Tré fyrir frið - ósk um þátttöku Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að annast þátttöku í verkefninu af hálfu Rangárþings ytra.

 

 

 

 

Fundargerðin yfirfarin og staðfest.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.15.