49. fundur 07. júní 2013

Rangárþing ytra

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 7. júní 2013, kl. 13.00.

 

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Magnús H. Jóhannsson , Steindór Tómasson og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fundinn kl. 13.00 og stjórnaði honum.

 

Bókun Á-lista um dagskrá fundarins:

“Það vekur athygli fulltrúa Á-lista að verulega vantar upp á dagskrá fundarins.

  • Svar velferðarráðuneytisins um málefni Suðurlandsvegar 1-3 ehf. sem send voru ráðuneyti til álitsgerðar í desember 2011 eru ekki tekin fyrir.
  • Fundargerð fræðslunefndar frá 15. maí 2013 er ekki tekin fyrir, en á þeim fundi var skýrsla vinnuhóps um tölfræðilegar upplýsingar um rekstur grunnskólana kynnt.
  • Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar vantar á fundinn en sá fundur fór fram þann 15. maí síðastliðinn.
  • Einnig vantar vikugamla fundargerð skipulagsnefndar frá 31. maí 2013. Það er sérstaklega bagalegt fyrir þá sem bíða staðfestingar sveitarstjórnar á afgreiðslu skipulagsmála.

Að okkar mati þurfa að liggja fyrir verulega veigamiklar ástæður fyrir því að fundargerðir svo mikilvægra nefnda séu ekki settar á dagskrá svo fljótt sem verða má og er þar vísað í málshraðareglur stjórnsýslulaga. Oddvita, Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, var fullkunnugt um að fundargerð skipulagsnefndar væri tilbúin þar sem hann sat sjálfur fund nefndarinnar. Að auki vekur það furðu okkar Á-lista fulltrúa að þegar svo mörg mál bíða afgreiðslu sbr. upplýsingar frá oddvita um aukafund sem halda á mjög fljótlega, afhverju þau eru ekki á dagskrá nú.”


Guðfinna Þorvaldsdóttir

Magnús H. Jóhannsson

Steindór Tómasson

 

Bókun meirihluta:

Oddviti þarf á hverjum tíma að ákveða hvaða liðir eru settir á dagskrá funda sveitarstjórnar. Þó að ákveðnir liðir lendi á aukafundi vegna fyrirliggjandi málafjölda er ekki um neina óeðlilega töf á afgreiðslu mála eða fundargerða að ræða og er aðdróttun um slíkt harðlega mótmælt.

 

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Krístjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson.

 

 

FUNDARGERÐ

 

  1. Kosning hreppsráðs til eins árs, þrír aðalmenn og þrír varamenn.

 

Tillaga um aðalmenn:

 

Frá meirihluta:

Þorgils Torfi Jónsson

Anna María Kristjánsdóttir

 

Frá minnihluta:

Guðfinna Þorvaldsdóttir

 

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá ( GÞ,MHJ,ST)

 

Tillaga um varamenn:

 

 

 

Frá meirihluta:

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

 

Frá minnihluta:

Magnús H. Jóhannsson

 

Samþykkt samhljóða

Tillaga lögð fram um að Þorgils Torfi Jónsson verði formaður og Anna María Kristjánsdóttir verði varaformaður.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá ( GÞ, MHJ, ST)

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

02.1 32. fundur, 16.05.13, í fimm liðum.

 

Fundargerðin staðfest

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

Engar fundargerðir lagðar fram á þessum fundi.

 

  1. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

4.1 4. fundur í félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 27.05.13, í tveimur liðum.

4.2 34. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs., 22.05.13, í einum lið.

4.3 Brunavarnir Rangárvallasýslu bs., aðalfundur 22.05.13, í sjö liðum.

4.4 149. fundur í stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands, 03.06.13, í tveimur liðum.

4.5 150. fundur í Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 22.05.13 í 10 liðum.

4.6 226. fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands bs., 21.05.13, í níu liðum.

4.7 467. fundur í stjórn SASS, 30.05.13, í átta liðum.

4.8 Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., aðalfundur 22.05.13, í sex liðum.

4.8.1 Mannvit 16.05.13, upplýsingar vegna urðunar að Strönd hjá Sorpstöð Rangárvallasýsly bs.

 

  1. Starfshlutfall oddvita - tillaga.

 

Tillaga um breytingu á tímabundnu starfshlutfalli oddvita, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 7. júní 2013:

 

Lagt er til að fast starfshlutfall oddvita verði frá og með 1. júní 2013 sama og reglur um kjör kjörinna fulltrúa gerir ráð fyrir eða 30%. Önnur kjör verði samkvæmt sömu reglum. Þetta gildir þangað til annað verður ákveðið.

 

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir.

 

Samþykkt samhljóða

Bókun Á-lista: "Það verður að teljast merkilegt að ákvörðun frá 1. mars 2013 um að færa starfshlutfall oddvita í 100% í átta mánuði eða til 31. október 2013, sé nú dregin til baka þremur mánuðum síðar. Fulltrúar Á-lista lögðu fram tillögu þann 11. apríl, um að færa starfshlutfallið til fyrra horfs til samræmis við samþykktir sveitarfélagsins. Tillagan var þá felld. Nú er sama tillaga borin upp aftur og samþykkt. Bendum við á að átta mánaða áætlun sem meirihlutinn lagði upp með var greinilega ofáætluð svo ekki sé meira sagt."

Guðfinna Þorvaldsdóttir

Magnús H. Jóhannsson

Steindór Tómasson

 

 

 

  1. Börn fædd árið 2000, 27.05.13, áskorun um mögulega þátttöku í vinnuskóla sveitarfélagsins.

 

Lagt er til að sveitarstjóri og forstöðumaður Umhverfis-, eigna- og tæknisviðs kanni hvort möguleiki sé á námskeiði eða öðru sem tengdist vinnuskólanum fyrir þennan aldurshóp og skili tillögu sem fyrst.

 

Samþykkt samhljóða

 

  1. Elimar Helgi Sigurbjargarson, 30.05.13, beiðni um samning um refaveiðar í Holtum og í Landsveit.

 

Tillaga Á-lista: Á listi leggur til að Rangárþing ytra gangi þegar til samninga við veiðimenn sem hafa verið með lausa samninga um refaveiðar, svo sem þurfa þykir í sveitarfélaginu.

 

Greinargerð: Ágangur vargs niður í byggð í sveitarfélaginu hefur farið vaxandi á undanförnum árum og er svo komið að refir hafa leitað á sauðfé heim við bæi. Sem dæmi, hafa greni verið unnin heim við bæi. Undanfarin ár hefur verið sótt að ráðuneyti með fyrirspurn sem hefur ekki enn verið svarað. Erindið var efnislega um hvort ríkið ætti ekki að taka þátt í þeim kostnaði sem til fellur við veiðar á ref en ríkið leggur þær skyldur á sveitarfélög að stemma stigu við fjölgun refa og minka. Ríkið hætti einhliða að greiða niður kostnað við unnin ref á móti sveitarfélögum, en greiðir áfram vegna minkaveiða á móti sveitarfélögunum. Héraðsnefnd Rangæinga ákvað á fundi sínum að kanna með samstarf sveitarfélaga í sýslunni er varðar aðgerðir til að standa að refa og minka veiðum en ekki er kunnugt hvar sú vinna stendur. Með því að ganga til samninga við veiðimenn, tekur sveitarfélagið frumkvæði í málinu. Vonandi verður það til þess að koma skriði á viðræður við ríkið og samstarfshóp sveitarfélaganna í sýslunni.

 

Guðfinna Þorvaldsdóttir

Magnús H. Jóhannsson

Steindór Tómasson

 

Sveitarstjórn sameinast um að sveitarstjóra verði falið að ganga til tímabundinna samninga við veiðimenn og móta tillögu um samningana í samræmi við umræður á fundinum.

 

  1. Lánasjóður sveitarfélaga, samþykkt um lánveitingu á árinu 2013.

8.1 Fyrirmynd að beiðni um útborgun láns, 15.05.13.

8.2 Innfærsla í fundargerð 49. fundar hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 7. júní 2013.

8.3 Lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga, vegna lántöku 2013, 15.05.13, lagður fram til afgreiðslu.

 

Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur heimilað lánveitingu til Rangárþings ytra á yfirstandandi ári að fjárhæð kr. 95.700.000. Eftirfarandi er samþykkt sveitarstjórnar:

 

Sveitarstjórn Rangárþings ytra, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 95.700.000 kr. til 21 árs, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna endurbætur á húsnæði grunnskóla auk endurfjármögnunar á hluta af afborgunum ársins til LS, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Drífu Hjartardóttur, sveitarstjóra, kt. 010250-2509, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

Tekið var fundarhlé kl. 14.04 að beiðni Á lista.

Fundur hófst aftur kl. 14.16.

 

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá( GÞ,MHJ,ST)

 

Tekið var fundarhlé kl. 14.17 að beiðni meirihluta.

Fundur hófst aftur kl. 14.31

 

 

  1. Aukafundur í hreppsnefnd, tillaga lögð fram á fundinum.

 

Lagt er til að fundi í Hreppsráði verði flýtt til 13.06.13, kl. 9.00.

Hreppsráði falin fullnaðarafgreiðsla á þeim málum sem fyrir liggja í samræmi við umræður á fundinum og brýnt er að afgreiða sem fyrst.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

10.1 Neslundur ehf., 30.05.13, aðalfundarboð vegna aðalfundar 06.06.13.

10.2 Samband ísl. sveitarfélaga og KÍ, 31.05.13, ráðstefna um hæfnismiðað námsmat 30.08.13.

10.3 Veiðifélag Eystri-Rangár, 01.06.13, aðalfundarboð vegna aðalfundar 11.06.13.

 

Tillaga er um að sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins .

Samþykkt samhljóða.

10.4 HSK, 23.05.13, umsókn um styrk vegna Landsmóts 2013.

 

Samþykkt að veita HSK umbeðinn styrk vegna landsmóts UMFÍ.

 

  1. Annað efni til kynningar:

11.1 Samband ísl. sveitarfélaga 31.05.13, um nýsköpunarverðlaun 2014.

11.2 Sjóvá vátryggingarfélag hf., 24.05.13, um vátryggingar sveitarfélagsins.

11.3 Samband ísl. sveitarfélaga, 30.05.13, leiðbeiningar um viðauka við fjárhagsáætlun.

11.4 Landgræðsla ríkisins, 28.05.13, ársskýrsla 2012.

11.5 Ýmsir aðilar 27.05.13, Framtíðarþing um farsæla öldrun - lokaskýrsla 2013.

11.5.1 Fylgiskjal frá Gyðu Hjartardóttur með lokaskýrslu um farsæla öldrun 2013.

11.6 Hagsmunasamtök heimilanna, 24.05.13, opið bréf til allra sveitarstjórna.

11.7 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 21.05.13, dagur íslenskrar náttúru.

11.8 Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerð 17.05.13, í þremur liðum.

11.9 Samband ísl. sveitarfélaga, Lögfræðisvið 30.05.13, svar vegna álitsbeiðni um nauðungarupp boð.

 

 

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.24