55. fundur 13. desember 2013

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 13. desember 2013, kl. 13.00.

 

Mættir: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig sitja fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð og Klara Viðarsdóttir undir liðum 4 og 5.

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

Sveitarstjóri og oddviti fóru munnlega yfir verkefni frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjóri biður um að bætt sé við lið 6.3 erindi frá HSK. Oddviti biður um að 7. liður verði færður á efti 11. lið.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 39. fundur hreppsráðs, 29.11.13, í 8 liðum.

 

Fundargerðiner staðfest.

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 vinnufundur hreppsnefndar, 02.12.13, i einum lið.

 

Til kynningar

2.2 vinnufundur hreppsnefndar, 04.12.13, í einum lið.

 

Til kynningar

2.3 64. fundur skipulagsnefndar Rangárþings ytra, 02.12.13, í 17 liðum.

 

1311018 - Heysholt, landskipti

Guðmundur Björnsson óskar umsagnar vegna landskipta úr landi sínu, Heysholti. Um er að ræða ca 1 ha sem fer undir vegstæði. Hnitsettir uppdrættir aðliggjandi jarða liggja fyrir.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1311019 - Litli-Klofi C2, landskipti

María Antonsdóttir óskar eftir umsögn vegna landskipta úr landi sínu Litli-Klofi C2. Um er að ræða stofnun tveggja lóða, lóð C landnr. 221904, stærð 1,88 ha og lóð F landnr. 221905, stærð 1,07 ha. Lóð C mun sameinast Söndum, landnr. 209914 og lóð F mun sameinast landnr. 209916.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

 

1311020 - Litli-Klofi lóð C5, landskipti

Birna Rúnarsdóttir óskar eftir umsögn vegna landskipta úr landi sínu Litli-Klofi C5. Um er að ræða stofnun lóðar með heitið lóð B landnr. 221906, stærð 0,36 ha. Ný lóð mun sameinast lóðinni Sandar landnr. 209914.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1311027 - Snjallsteinshöfði 2, landskipti

Sævar Jónsson óskar eftir umsögn sveitastjórnar vegna landskipta úr landi sínu, Snjallsteinshöfða 2, landnr. 165009. Um er að ræða 3,3 ha spilda landnr. xxxxxx sem fær nafnið Snjallsteinshöfði III eftir stofnun.

Þorgils Torfi vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.


Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

Þorgils Torfi vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

Þorgils Torfi Jónsson tekur sæti á fundinum á ný.

1212031 - Fjallabak, skipulag miðhálendisins

Tillaga að rammaskipulagi fyrir suðurhálendið lögð fram að lokinni auglýsingu. Farið yfir athugasemdir sem borist hafa.

Lagt fram til kynningar.

1301058 - Litli-Klofi, lóð 6 deiliskipulag

Aðalsteinn Sigfússon hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja 12,4 ha landspildu á lóð sinni nr. 6 í Litla-Klofa II, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið tekur til byggingar frístundahúss, gestahúss, hesthúss, gróðurhúss og geymsluskúrs. Aðkoma að svæðinu er um Landveg nr. 26 og um sameiginlegan aðkomuveg inn á svæðið. Svæðið er skilgreint í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, sem frístundasvæði. Tillagan hefur hlotið meðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun sem búið er að koma til móts við.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til birtingar í B-deild stjórnatíðinda.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

  1.  

1311015 - Selás deiliskipulag íbúðabyggðar

Jón Ágúst Reynisson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt undir íbúðabyggð. Tillagan fór í lögbundna umsagnarmeðferð á sínum tíma og búið er að lagfæra þau atriði sem bent var á. Ekki hefur orðið af gildistöku skipulagsins og þarf því að endurauglýsa tillöguna vegna ákvæða um tímafrest í skipulagslögum. Breytingar hafa verið gerðar á texta og tilvísunum. Tillagan samræmist aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirvari er um að rangar upplýsingar í texta á uppdrætti vegna sorphirðu verði leiðréttar.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1304013 - Lerkiholt í landi Meiri-Tungu, Deiliskipulag

Steinsholt, fyrir hönd landeiganda, hafa fengið heimild til skipulagsgerðar í landi Meiri-Tungu, Lerkiholti. Tillagan var auglýst frá 13.6. - 1.8. sl og bárust athugasemdir frá hreppsnefnd Ásahrepps vegna aðkomu í gegnum sameiginlegt gámasvæði inná skipulagssvæðið. Uppdráttur hefur verið lagfærður og vegtengingum breytt. Fyrir liggur samkomulag á milli sveitastjórnar og umsækjanda um aðkomu í gegnum gámasvæðið.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita eftir samþykki Ásahrepps vegna aðkomu landeiganda í gegnum gámasvæðið og að farið verði eftir áður gerðu samkomulagi við umsækjanda dags. 30. maí 2007, með tilvísun í þáverandi uppdrátt, um aðkomu að landi sínu. Samþykki er skilyrt því að landeigandi greiði þann kostnað sem breytingin veldur.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu þegar samkomulag liggur fyrir við Ásahrepp.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1212004 - Kot (Jónskot) deiliskipulag

Um er að ræða um 1 ha eignarlóð (164714) úr landi Kots á Rangárvöllum. Gert er ráð fyrir að hægt sé að stækka núverandi frístundahús, byggja gestahús í stað geymslu sem verður rifin og byggja nýja geymslu. Byggðin er á skilgreindu vatnsverndarsvæði, í verndarflokki III og því er gert ráð fyrir frágangi frárennslismála í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Tillagan hefur verið auglýst og barst athugasemd frá Skipulagsstofnun þar sem stofnunin bendir á að skipulagssvæðið sé innan óbyggðs svæðis eins og það er skilgreint í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 og gerir því athugasemdir við að sveitastjórn birti auglýsingu um samþykkt í B-deild stjórnartíðinda.

Skipulagsnefnd fellst á athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur til að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem tilteknu svæði verði breytt í frístundasvæði.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1311031 - Rangárþing ytra, breytingar á aðalskipulagi Hallstún og Rangárflatir

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1310003 - Smávirkjun við Laufafell

Þórhallur Ólafsson fyrir hönd Neyðarlínunnar ohf hefur fengið heimild til skipulagsgerðar við Laufafell vegna byggingar á vatnsaflsvirkjun til reksturs fjarskiptastöðvar þeirra við Laufafell.
Sótt er um að farið verði um málsmeðferð eftir 1. tl. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að leita skuli heimildar hjá Skipulagsstofnun um að farið verði um málsmeðferð skv. 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúa verði veitt heimild til útgáfu framkvæmdaleyfis þegar jákvæðar umsagnir forsætisráðuneytis sem landeiganda, Náttúrustofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar liggja fyrir.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1309025 - Vatnshólar, deiliskipulag

Steinsholt fyrir hönd sumarbústaðafélags Vatnshóla óskar eftir heimild til að gera breytingar á deiliskipulagi fyrir frístundasvæðið Vatnshóla úr landi Árbæjarhellis. Svæðið var deiliskipulagt árið 1994. Markmiðið með breytingunni er að leiðrétta skipulagsgögn vegna hnitakerfis, rýmka á byggingarreitum og auka byggingarmagn innan þeirra, skerpa á lóðamörkum og skapa möguleika á aukinni nýtingu óskiptra sameiginlegra svæða.
Tillagan hefur verið auglýst frá 10.okt. til og með 22. nóv. og bárust engar athugasemdir. Fyrir auglýsingu tillögunnar bárust hins vegar athugasemdir frá landeiganda á svæðinu og hefur þeim verið svarað.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

 

1311029 - Baugalda 9-13, breyting á deiliskipulagi

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á deiliskipulagi við enda baugöldu. Innan lóðar nr. 9-13 verður heimilt að byggja fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða áður. Aðkomu bíla við endalóðir verður breytt lítillega á kostnað lóðarinnar nr. 7 við sömu götu.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Skipulagsfulltrúa verði því falið að grenndarkynna tillöguna skv. gr. 43 í skipulagslögum.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1311043 - Rangárþing eystra, beiðni um umsögn vegna aðalskipulags.

Skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna tillögu að aðalskipulagi fyrir Rangárþing eystra 2012-2024 sem sent er með til kynningar.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar með fyrirvara um að sveitarfélagamörk séu rétt greind á uppdráttum og í lýsingum.

Almenn mál

1311002 - Lokun fyrir umferð á milli Laufskála og Útskála á Hellu

Sveitastjórn vísaði erindinu til Skipulagsnefndar á fundi þeirra 1. nóv. 2013, með ósk um að málið verði skoðað með hagsmunaaðilum.

Skipulagsnefnd leggur til að málinu verði vísað til Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar til skoðunar. Skipulagsnefnd vill jafnframt benda á að fyrir liggur samþykkt deiliskipulag þar sem ákvæði um lokun liggur fyrir. Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur um skipulagsmál strax í byrjun næsta árs.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1311030 - Hólavangur, Umsókn um óskipulagða lóð

Andri Leó Egilsson óskar eftir að fá að byggja parhús/raðhús á opnu svæði við Hólavang, vestanmegin.

Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að kanna málið frekar.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1311042 - Landsvirkjun, uppsetning á vindmælistöð á Hafinu við Búrfell

Margrét Arnardóttir fyrir hönd Landsvirkjunar óskar eftir leyfi til að reisa 80 metra hátt mastur til vindmælinga á hafinu norðan við Búrfell. Mastrið verður notað í allt að eitt ár til mælinganna.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda né staðsetningu á mastrinu og leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að veita stöðuleyfi til Landsvirkjunar í allt að eitt ár.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

 

2.4 26. fundur samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar, í 10 liðum.

Bókun sveitarstjórnar Rangárþings ytra vegna liðar eitt:

Sveitarstjórn tekur undir álit nefndarinnar að farið verði fram á við Vegagerðina að styrkvegafé verði aukið.

Bókun sveitarstjórnar Rangárþings ytra vegna liðar þrjú:

Sveitarstjóra, byggingafulltrúa og formanni nefndarinnar er falið að vinna að úrlausn þess verkefnis sem greint er í þriðja liðar fundargerðarinnar vegna Strútslaugar.

  1. liður fundargerðar 26. fundar samgöngu- hálendis og umhverfisnefndar til kynningar.

Að öðru leiti er fundargerðin staðfest.

2.5 4. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, í þremur liðum

2.5.1 fylgiskjal með 4. fundi Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu um bílamál.

2.5.2 fylgiskjal með 4. fundi Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla - og V-Skaftafellssýslu- fjárhagsáætlun 2014.

 

Fundargerð staðfest.

 

2.6 Vinnufundur í samráðsnefnd um Holtamannaafrétt, 14.11.13, í einum lið, ásamt fylgiskjölum.

 

Fundargerð staðfest.

 

2.7 13. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, 5.12.12, í fimm liðum.

2.7.1 fylgiskjal með fundi Héraðsnefndar Rangæinga 5.12.13, um fjárhagsáætlun 2014.

 

Fundargerð staðfest.

 

2.8 10. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla-og Vestur Skaftafellssýslu 9.12.13, í tveimur liðum.

 

Fundargerð staðfest.

 

  1. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 153. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 22.11.13, í sjö liðum.

3.2 158. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, 26.11.13, í þremur liðum.

3.3 474. fundur stjórnar SASS, 28.11.13, í 14. liðum.

3.4 810. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 22.11.13, í 23 liðum.

3.5 1. fundur vinnuhóps vegna Markarfljótsvirkjana A og B, 16.10.13, í 16 liðum, ásamt fylgiskjölum.

 

Til kynningar.

  1. Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2014:

4.1 Tillaga að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2014.

Gildir frá og með 1. janúar 2014

 

  1. Útsvar; 14,52%.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fasteignaskattur;

A - 0,39% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.

B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

C - 1,60% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

 

  1. Lóðarleiga; 0,85% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

 

  1. Vatnsgjald; 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins eða í sameign þess og annarra sveitarfélaga sbr. ákv. 6. gr. laga nr. 32/2004

 

  1. Aukavatnsgjald hjá stórnotendum (s.s. sláturhúsum og kartöfluverksmiðjum) skal vera kr. 26,50 fyrir hvern notaðan rúmmetra af vatni sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 401/2005 m.v. byggingarvísitölu í des. 2007; 377,7. Gjalddagi er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum síðar.

 

  1. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

 

  1. Holræsagjald á Hellu; 0,22% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.

 

  1. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

 

  1. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

 

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2014. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2014. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2014. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi.

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.

 

  1. Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

 

  1. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

 

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði.

Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á hefðbundnum auglýsingastað ákvarðana sveitarstjórnar, þ.e. á töflu í afgreiðslu Rangárþings ytra og á heimasíðu.

 

Samþykkt samhljóða

4.2 Tillaga að reglum um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti og holræsagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Rangárþingi ytra 2014.

 

Samþykkt samhljóða

 

4.3 Tillaga að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Hellu fyrir árið 2014.

 

Samþykkt samhljóða

4.4 Tillaga að gjaldskrá Sundlaugarinnar og Íþróttahússins að Laugalandi fyrir árið 2014.

 

Samþykkt samhljóða

 

4.5 Tillaga að gjaldskrá fyrir Íþróttahúsið í Þykkvabæ fyrir árið 2014.

 

Samþykkt samhljóða

 

4.6 Tillaga að gjaldskrá Heklukots og Leikskólans á Laugalandi fyrir árið 2014.

 

Samþykkt samhljóða

 

4.7 Tillaga að gjaldskrá Skólamötuneytis Grunnskólans á Hellu og Laugalandsskóla fyrir árið 2014.

 

Samþykkt samhljóða

4.8 Tillaga að gjaldskrá fyrir sophirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra árið 2014.

 

Samþykkt af hálfu hreppsnefndar Rangárþings ytra og vísað til Heilbrigðisnefndar Suðurlands til umsagnar.

4.9 Tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra fyrir árið 2014.

 

Samþykkt samhljóða.

4.10 Tillaga að breyttum leigukjörum á íbúðum í eigu Rangárþings ytra fyrir árið 2014.

 

Sveitarstjórnin áréttar að jafnræði sé gætt við útreikning á stærð íbúða og forstöðumanni eignaumsjónar og sveitarstjóra er falið að fara yfir útreikninga íbúðastærða í samræmi við umræður á fundinum.

 

Samþykkt samhljóða.

Bókun sveitarstjórnar Rangárþings ytra:

Vakin er athygli á því að ákveðið hefur verið að hækka ekki eftirfarandi gjaldskrár: Hjá leikskólum sveitarfélagsins, fæðisgjaldið í leikskólunum, mötuneytisgjald grunnskólanna og gjald fyrir vistun á skóladagheimili. Þetta er framlag hreppsnefndar Rangárþings ytra til þess að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu, til þess að létta fyrir gerð kjarasamninga og til þess að létta barnafólki róðurinn á erfiðum tímum.

 

  1. Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2014 - 2017, síðari umræða og afgreiðsla.

 

Helstu niðurstöðutölur í fjárhagsáætlun samantekið fyrir A- og B-hluta eru (í þús. kr.):

Rekstrarreikningur

2014

2015

2016

2017

         

Tekjur:

 

 

 

 

Skatttekjur.........................................

778.008

778.008

778.008

778.008

Framlög jöfnunarsjóðs......................

247.885

247.885

247.885

247.885

Aðrar tekjur.......................................

257.211

255.411

255.311

255.311

Samtals tekjur...............................

1.283.104

1.281.304

1.281.204

1.281.204

         

Rekstrarkostnaður:

       

Laun og launatengd gjöld..................

455.383

455.383

455.383

455.383

Annar rekstrarkostnaður..................

560.884

553.804

553.804

554.036

Samtals rekstrarkostnaður........

1.016.267

1.009.187

1.009.187

1.009.419

         

Framlegð........................................

266.837

272.117

272.017

271.785

         

Afskriftir............................................

80.096

84.217

87.476

90.681

         

Fjármagnskostnaður.........................

( 121.146 )

( 107.059 )

( 105.493 )

( 103.346 )

         

Rekstrarniðurstaða......................

65.595

80.841

79.048

77.758

         

Efnahagsreikningur

       
         

Fastafjármunir...................................

2.561.072

2.576.040

2.585.128

2.590.885

Veltufjármunir...................................

187.092

203.514

216.481

223.479

Samtals eignir...............................

2.748.164

2.779.554

2.801.609

2.814.364

         

Eiginfjárreikningar.............................

893.895

974.736

1.053.784

1.131.541

Skuldbindingar..................................

26.908

28.908

30.908

32.908

Langtímaskuldir.................................

1.488.268

1.428.986

1.361.715

1.291.907

Skammtímaskuldir..............................

339.093

346.924

355.202

358.008

Eigið fé og skuldir samtals.........

2.748.164

2.779.554

2.801.609

2.814.364

         

Sjóðstreymi

       
         

Veltufé frá rekstri.............................

197.150

203.048

204.570

206.356

Afborgangir langtímalána..................

(132.713 )

( 137.681 )

( 145.222 )

( 153.042 )

Handbært fé í árslok.....................

36.349

52.709

65.613

72.546

 

Heildarfjárfesting 2014 er áætluð kr. 127.050 þús.

Fjárfesting í A-hluta er áætluð kr. 98.650 þús., þar af kr. 96.650 þús. í Eignasjóði og kr. 2.000 þús. í Þjónustumiðstöð.

Fjárfesting í B-hluta er áætluð kr. 28.400 þús., sem skiptist á Fráveitu kr. 10.000 þús. og Vatnsveitu kr. 18.400 þús.

Áætluð langtímalántaka á árinu 2014 er áætluð kr. 60 milljónir.

Framlegðarhlutfall 2014 er áætlað 20,8% og veltufjárhlutfall 0,55.

Reiknað skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum fer samkvæmt áætlun niður í 143,7% árið 2014 og skuldahlutfallið í 144,5%.

Bókun sveitarstjórnar Rangárþings ytra:

Sveitarstjórn þakkar öllum starfsmönnum sem að undirbúningi fjárhagsáætlunar hafa komið, sérstaklega sveitarstjóra, aðalbókara og forstöðumönnum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:

6.1 Landgræðsla ríkisins, 02.12.13, beiðni um styrk vegna verkefnisins "Bændur græða landið".

 

Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið "bændur græða landið" um kr. 120.000.

6.2 Aðalfundur Suðurlandsvegar 1-3 ehf verður haldinn 19.12.13 kl. 16.00.

 

Í stjórn eru tilnefndir eftirtaldir sem fulltrúar Rangárþings ytra:

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir,Steindór Tómasson og til vara Drífa Hjartardóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Gunnar Aron Ólason.

 

Samþykkt samhljóða.

6.3 HSK, 20.11.13, beiðni um styrk.

 

Samþykkt samhljóða að styrkja HSK um 150.000 kr.

  1. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, 22.11.13, efni: Fjármál Rangárþings ytra

7.1 Tillaga að svari Rangárþings ytra við bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. 8. Erindi frá stjórn Suðurlandsvegar 1 -3 ehf, 28.11.13.

 

Afgreiðslu frestað og farið er fram á við stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf að nánari útlistun verði lögð fyrir aðalfund og að fyrir liggi afstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um ráðstöfun þess fjár sem fyrir liggur vegna jarðskjálftabóta frá árinu 2000.

  1. Fitjamenn, 1.12.13, umsókn um byggingarlóð í Grashaga/Jökultungum, ásamt fylgiskjölum.

Sveitarstjórn vísar erindinu til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins og til stýrihóps um Rammaskipulag Suðurhálendis.

 

 

  1. Tilboð í spildur í Þykkvabæ.

 

Sveitarstjóra er falið að ræða við fasteignasala um verðmyndun lands á svæðinu og hugsanlegt gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.

 

  1. Frá Á lista

11.1 Staða mála - óskað er eftir skriflegum svörum frá sveitarstjóra.

Sveitarstjóri fer fram á að þessi liður verði færður til bókar í næstu fundargerð sveitarstjórnar.

 

11.2 Störf sveitarstjóra og starfsmannamál.

 

Oddvitum listanna og sveitarstjóra er falið að leita lausna í samræmi við umræður á fundinum.

Steindór Tómasson víkur af fundi kl.17.20

  1. Annað efni til kynningar:

11.1 Aðalfundur Kennarafélag Suðurlands, 03.10.13, ályktanir.

11.2 Útgáfa af ritinu Þekking beisluð- nýsköpun og frumkvæði.

11.3 Umhvefisstofnun 06.12.13, stöðuskýrsla um vatnasvæði Íslands.

11.4 Samband íslenskra sveitarfélaga, 05.12.13- sveitarstjórnarvettvangur EFTA

11.5 Rauði krossinn á Íslandi, 10.12.13, ný vefsíða- skyndihjálparátak.

11.6 Stefnumörkun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 9.12.13.

11.7 Samtök orkusveitarfélaga, 9.12.13, skýrsla Deloitte- skattar á raforku í Noregi og á Íslandi.

 

Fundargerð yfifarin og samþykkt

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50