Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 15.00.
Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Gunnar Aron Ólason
varamaður fyrir Guðfinnu Þorvaldsdóttur situr fundinn undir lið 1- Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Sveitarstjóri óskar eftir að við bætist liður 15, bóknun vegna lántöku fyrir Félags-og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri og oddviti; stutt yfirlit yfir verkefni frá síðasta fundi sveitarstjórnar.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 42. fundur hreppsráðs 27.03.14, í 11 liðum.
Fundargerðin er staðfest.
Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson og Gunnar Aron Ólason með fyrirvara um lið 2.4, fundargerðir Lundar,
Á-listi gerir athugasemd við fundargerðir Lundar.
Bókun: “Nú fyrst eru að birtast fyrir sveitarstjórn fundargerðir stjórnar Lundar frá árinu 2012 eftir ítrekaðar beiðnir Á-lista þar um. Engar undirskriftir eru á fundargerðum eða nein sönnun þess að allir stjórnarmenn skrifi undir það sem fram kemur í þeim. Fyrir liggur að einn stjórnarmaður hefur sagt sig úr stjórn vegna þess hvernig haldið var á málum á þessum tíma sem fundargerðir þessar ná til.
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir gekk úr meirihluta Á-lista í nóvember 2012 og sagði í blaðaviðtali að málefni Lundar hefði verið kornið sem fyllti mælinn hjá sér. Þessar fundargerðir eru því mjög mikilvægar í sögu stjórnsýslu Rangárþings ytra.
Ákvörðun Margrétar kostaði sveitarsjóð milljónir króna og víða eru merki þess að samfélagið sé í miklum sárum sem erfitt er að meta til fjár.
Fullyrt var af Margréti í blaðaviðtalinu að farið hefði verið “í ráðuneytið án samráðs við stjórn Lundar” og mál varðandi fjármögnun heilabilunardeildar sett í biðstöðu vegna þess að “ekkert fjármagn væri til”. Það skal ítrekað hér að þetta eru hrein og klár ósannindi og vítavert að bera slíkt út. Mannorð fólks hefur beðið álitshnekki í þessu máli og ábyrgðarhluti hjá forstjóra Lundar að láta slík ósannindi frá sér.
Drífa Hjartardóttir, sem nú situr í stól sveitarstjóra, réri undir með þessum ósannindum og verður hennar framkoma sem formaður stjórnar Lundar í umboði Rangárþings ytra að teljast vítaverð einnig. Á-listi er með það í alvarlegri skoðun að leggja fram kvörtun við Umboðsmann Alþingis vegna þeirra embættisverka sem þarna voru höfð uppi í ljósi nýframlagðra fundargerða.”
Gunnar Aron Ólason, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.
Bókun meirihluta:
Framangreind bókun Á-lista fulltrúa kemur á óvart og er efnismikil og löng. Fulltrúar í meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra áskilja sér rétt til þess að svara efnisatriðum þessarar bókunar á fundi sveitarstjórnar síðar og lýsa vonbrigðum með að fulltrúar Á-listans skuli sjá ástæðu til þess að fara fram með málatilbúnað af þessu tagi. Að Á-listinn áformi að fara með málatilbúnaðinn til Umboðsmanns Alþingis kemur hins vegar ekki á óvart í ljósi fyrri afreka á því sviði sem litlu hefur skilað öðru en miklum tilkostnaði og ærnum leiðindum fyrir sveitarfélagið.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.
Gunnar Aron Ólasonar víkur af fundi kl. 15.45 og Guðfinna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 15.45.
- Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 25. fundur samgöngu-, hálendis og umhverfisnefndar, 09.09.13, í sjö liðum.
Fundargerðin er staðfest
2.2 27. fundur samgöngu-, hálendis og umhverfisnefndar, 20.03.14, í sex liðum.
Fundargerðin er staðfest
2.3 Fundur í samráðsnefnd um Holtamannaafrétt, 02.04.14, í tveimur liðum.
- liður í fundargerð um vindgarð er frestað og óskað eftir breytingu á orðalagi.
Fundargerðin staðfest að öðru leiti.
2.4 14. fundur Héraðsnefndar, 04.04.14, í fjórum liðum.
2.4.1 6 Fylgiskjöl með fundargerð Héraðsnefndar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð Héraðsnefndar.
2.5 68. fundur skipulagsnefndar Rangárþings ytra, 04.04.14, í 11 liðum.
Landskipti og stofnun lóða
2.5.1. 1402053 - Háfshjáleiga, spilda úr 207728, landskipti
Eigendur Þórshúss ehf óska umsagnar Rangárþings ytra um landskipti úr landi Háfshjáleigu, landi 5. Um er að ræða stofnun tveggja lóða úr landnr. 207728, 97 ha að stærð. Báðar nýju lóðirnar verða 36,5 ha að stærð hvor og restin því 24 ha. Nýjar lóðir fá landnr. 222102 og 222103.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar sem enn liggur ekki fyrir staðfesting á landamerkjum upprunaspildunnar með landnr. 207728.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.5.2. 1402067 - Ægissíða I og IV, landskipti og samruni.
Þórhallur Ægir Þorgilsson óskar eftir heimild sveitarstjórnar til landskipta úr landi sínu, Ægissíðu I, landnr. 165446. Stofnuð verður ný lóð, 4,2 ha. að stærð og fær landnr. 222250. Ný lóð verður sameinuð Ægissíðu IV, landnr. 165440. Eftir samrunann verður Stofnuð ný lóð, 1,4 ha. að stærð sem fær landnr. XXXXXX. Kvöð verður á Ægissíðu IV um aðkomu að nýju lóðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.5.3. 1402068 - Heiði, landskipti
Páll Melsted, fyrir hönd eigenda, óskar eftir heimild sveitarstjórnar til landskipta úr landi sínu, Heiði. Um er að ræða 60 ha. svæði sem er í eigu íslenska ríkisins og fær landnr. 222268.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.5.4. 1404004 - Marteinstunga, landskipti
Gunnar Guttormsson óskar eftir staðfestingu sveitastjórnar á landskiptum úr jörð sinni, Marteinstunga landnr. 165127. Stofnuð verður ný lóð landnr. 222287, 1,1 ha. að stærð. Eftir stofnun mun ný lóð sameinast lóðinni Lýtingur, landnr. 165243.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
Afgreiðsla skipulagsmála
2.5.5. 1401006 - Kot, Jónskot, breyting á aðalskipulagi
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að breyta landnotkun í aðalskipulagi þar sem 3 ha spilda úr landbúnaðarsvæði í landi Kots verði breytt í frístundasvæði.
Lýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bárust athugasemdir sem búið er að taka tillit til í gerð tillögunnar. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan var til sýnis frá 25. mars til og með 28. mars 2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.5.6. 1310043 - Hallstún, austan Landvegar. Breyting á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að breyta landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi frístundasvæði F27, verði minnkað úr 52 ha í 12 ha. Restin verði gerð að landbúnaðarsvæði. Breytingin tekur einnig til nýs frístundasvæðis úr landi Hallstúns, merktu F72.
Lýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bárust athugasemdir sem búið er að taka tillit til í gerð tillögunnar. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan var til sýnis frá 25. mars til og með 28. mars 2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.5.7. 1311031 - Rangárþing ytra, breytingar á aðalskipulagi fyrir Hallstún, og Rangárflatir
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að breyta landnotkun í aðalskipulagi. Um er að ræða færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bárust athugasemdir sem búið er að taka tillit til í gerð tillögunnar. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan var til sýnis frá 25. mars til og með 28. mars 2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.5.8. 1308026 - Galtalækur 2, br. á aðalskipulagi fiskeldi
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 hvað varðar landnotkun á um eins ha. svæði úr landi Galtalækjar II, þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði fyrir fiskeldi. Tillagan hefur hlotið tilskilda málsmeðferð skv. skipulagslögum og þarfnast eingöngu staðfestingar Skipulagsstofnunar á tilteknum breytingum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.5.9. 1306058 - Galtalækur 2, Fiskeldi 214057, deiliskipulag
Stefanía Karlsdóttir fyrir hönd Íslenskrar matorku hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land undir fiskeldi í landi Galtalækjar II. Tillagan hefur hlotið tilskilda málsmeðferð skv. 41. gr. skipulagslaga. Gerð var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem fyrirhugað svæði verður að iðnaðarsvæði og voru báðar tillögur auglýstar samhliða. Tillagan að breytingu á aðalskipulaginu er til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun og barst athugasemd frá stofnuninni vegna tilvísunar í rangt ákvæði skipulagslaga, þar sem vísað var í 3. mgr. 30. gr. en hefði átt að vera vísað til 2. mgr. 32. gr. Til að dagsetningar á uppdráttum aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagsins haldist í hendur þarf að endurtaka afgreiðslu í nefndinni.
Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.5.10. 1311029 - Baugalda 9-13, breyting á deiliskipulagi
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á deiliskipulagi við enda Baugöldu á Hellu. Gildandi deiliskipulag er síðan 2004 og er fyrir Öldur II. Innan lóðar nr. 9-13 verður heimilt að byggja fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða áður. Aðkomu bíla við endalóðir verður breytt lítillega á kostnað lóðarinnar nr. 7 við sömu götu. Grenndarkynning hefur farið fram og rann athugasemdarfrestur út þann 17. janúar sl. Ekki bárust neinar athugasemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.5.11. 1302059 - Ölversholt, Deiliskipulag
Magnús K. Sigurjónsson fyrir hönd eigenda Ölversholts 3 og Einar Benjamínsson fyrir hönd eigenda Ölversholts 1 hyggjast deiliskipuleggja land sitt þar sem óskað er eftir að komi íbúðar- og frístundahúsabyggð á hluta landsins. Tillagan er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022 er varðar landnotkun og byggingarheimildir. Heimild til deiliskipulagsgerðar var veitt á fundi skipulagsnefndar þann 26.3.2013 og samþykkt tillaga til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun vegna skráðra fornleifa og hefur framlögð tillaga verið lagfærð. Ekki var um frekari athugasemdir að ræða.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
- Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 13. fundur félagsmálanefndar, 31.03.14, í tveimur liðum.
Til kynningar
3.2 478. fundur stjórnar SASS, 24.03.14, í 10 liðum.
Til kynningar
3.3 814. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 21.03.14, í 21 lið.
Til kynningar
3.4 Fundur í stjórn Húsakynna, 24.03.14, í tveimur liðum.
Til kynningar
3.5 Húsakynni aðalfundur, 24.03.14, í tveimur liðum.
Til kynningar
3.6 Ársskýrsla Þjónusturáðs Suðurlands 2014.
Til kynningar
3.7 Þjónustusvæði Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks, skýrsla fagteymis 1. september 2012 - 31.12.13
Til kynningar
3.8 Stöðufundur klasans, Fuglar á Suðurlandi, 25.03.14, í fjórum liðum.
3.8.1 fylgiskj. svæðin.
Til kynningar
3.9 Fundur í rekstrarstjórn Laugalands, 02.04.14, í fjórum liðum.
Til kynningar
3.10 Fundur í fjallskiladeild Rangárvallaafréttar, 02.04.14, í fimm liðum.
Vegna tilmæla fjallskiladeildar Rangárvallaafréttar er samþykkt að fela sveitarstjóra að endurskoða lista yfir lönd og jarðir í eigu sveitarfélagsins sem eru í söluferli og leggja fram tillögu fyrir sveitarstjórn.
3.11 Fljótsdalshérað, 03.04.14 - Upplýsingamiðstöð í Möðrudal - afrit af erindi til Vatnajökulsþjóðgarðs.
Til kynningar.
- Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:
4.1 Aðalfundur Veiðifélags Ytri-Rangár og vesturhluta Hólsár- 12.04.14.
Sveitarstjórn samþykkir að Þorgils Torfi Jónsson fari með umboð Rangárþings ytra á aðalfundinum.
4.2 Leikfélag Rangæinga, 07.04.14, beiðni um styrk vegna húsaleigu.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Leikfélag Rangæinga að upphæð 400 þúsund kr. og fjárhæðinni vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
- Leigusamningar.
5.1 Leigusamningur um lóð fyrir stöðvarhús Búðarhálsvirkjunar á Holtamannaafrétti.
5.2 Leigusamningur um lóð fyrir tengivirki Búðarhálsvirkjunar á Holtamannaafrétti.
Til kynningar á þessu stigi en sveitarstjórn óskar eftir aðkomu að málinu á undirbúningsstigi.
- Erindi frá Steinari Tómassyni, 26.03.14 - ástand göngustíga við Grunnskólann á Hellu.
6.1 meðfl. myndir.
Sveitarstjórn þakkar bréfritara fyrir að vekja athygli á málinu og vísar erindinu til sveitarstjóra enda gert ráð fyrir aðgerðum við göngustíga á fjárhagsáætlun 2014 . Umræddur göngustígur verði í forgangi og framkvæmdum lokið fyrir skólabyrjun á komandi hausti.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá Lúðvík Bergmann - 26.03.14, kaup á leigulandi á Fossi. Meðfl. uppdr. á lóð.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að ræða við Lúðvík Bergmann um möguleika í stöðunni.
Samþykkt samhljóða.
- Samningur um refaveiðar í fyrrum Rangárvallahreppi.
8.1 fylgiskj.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning við skotfélagið Skyttur. En jafnframt er sveitarstjóra falið að gera drög að samningum við aðra aðila innan sveitarfélagsins sem hafa stundað refaveiðar í sveitarfélaginu, fyrir vestan Ytri Rangá.
- Yfirlýsing - Leyfi sveitarfélags vegna vindlundar á Þjórsár-Tungnaársvæði.
9.1 Yfirlitsmynd af ÞT- svæðinu.
Sveitarstjórn óskar eftir að fá kynningu frá Landsvirkjun á fyrirhuguðum framkvæmdum og áformum á Þjórsár- Tungnársvæðinu.
- 10. Gæðastjórnunarkerfi byggingafulltrúa.
Sveitarstjórn samþykkir að byggingafulltrúaembætti sveitarfélagsins taki þátt í kostnaði við að koma upp gæðastjórnunarkerfi ásamt 45 öðrum embættum, kostnaður hvers embættis er áætlaður 50 - 70 þús. kr.
- 11. Fjarskiptastofnun, 04.04.14 - framtíðarfyrirkomulag alþjónustu um tengingu við almenna fjarskiptanetið.
11.1 Yfirlit- núgildandi fjarskiptaáætlun 2011 - 2022
11.2 Fylgigögn glærur.
11.3 Uppbygging fjarskiptainnviða.
Til kynningar.
- Innanríkisráðuneytið, 25.03.14, svar - rafrænar kosningar. Ráðuneytið þakkar sveitarstjórn Rangárþings ytra auðsýndan áhuga á þáttöku í þessu verkefni og metur mikils vilja sveitarfélagsins til að styðja með þessum hætti við þetta mikilvæga verkefni. Af fyrirliggjandi erindum sveitarstjóra og þriggja fulltrúa í sveitarstjórn virðist mega ráða að ekki ríki eining innan sveitarstjórnarinnar um þá íbúakosningu, sem hér hefur verið sótt um að verði haldin með rafrænum hætti. Að mati ráðuneytisins bendir það til þess að ekki sé sem stendur traustur grundvöllur fyrir kosningunni til að hún henti til þátttöku í þessu tilraunaverkefni.
Bókun Á-lista:
Ráðuneytið hefur með bréfi sínu hafnað umsókn sveitarfélagsins um rafræna íbúakosningu. Í niðurlagi bréfsins kemur þó fram að ráðuneytið er reiðubúið til að vinna málið frekar með sveitarfélaginu. Fulltrúar Á-lista leggja því til að tilboði ráðuneytisins verði tekið vel og reynt verði að finna aðra spurningu sem hentar verkefninu betur og sveitarstjórn getur sameinast um.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.
Bókun meirihluta:
Undirritaðir fulltrúar í meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra lýsa yfir undrun og vonbrigðum með að innanríkisráðuneytið skuli láta minnihluta sveitarstjórnarinnar ráða niðurstöðu sinni. Furðulegt má telja að minnihlutinn skuli ekki hafa lagt í að fá fram álit íbúa á framtíðarfyrirkomulagi varðandi yfirstjórn grunnskólanna í sveitarfélaginu. Þegar á reynir virðist ekki vera áhugi innan Á-listans fyrir virku íbúalýðræði innan sveitarfélagsins. Sjálfsagt er að skoða með ráðuneytinu hvort möguleiki skapast til þess að viðhafa rafræna könnun eða kosningu um málefni sem brennur á íbúum og að leikreglur lýðræðisins fái þá að ráða för.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.
Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista taka ekki undir með meirihlutafulltrúum sveitarstjórnar að innanríkisráðuneytið geti ekki tekið sjálfstæða afstöðu í þessu máli. Fulltrúar Á-lista samþykktu rafræna kosningu á þeim forsendum sem Þjóðskrá lagði upp með í verkefninu, en spurningin sem meirihlutinn valdi féll ekki að þeim að okkar mati. Innanríkisráðuneytið tekur undir þessa túlkun fulltrúa Á-lista í svarbréfi sínu. Fullyrðing meirihluta um meint áhugaleysi Á-listans á íbúalýðræði er vísað til föðurhúsanna, þar sem Á-listinn hefur staðið að fjölmörgum tillögum á kjörtímabilinu sem lúta að virku og auknu íbúalýðræði. Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.
- 13. Á-listafulltrúar óska eftir umræðum og stöðu eftirtalinna verkefna sem eru á fjárhagsáætlun 2014.
13.1 Fjölskyldugarður, hvernig miðar undirbúningi og hver er staðan.
Sveitarstjóri leggur til að kosin verði fimm manna nefnd til undirbúnings verkefnisins.
Samþykkt samhljóða. Skipað verði í nefndina á næsta fundi.
13.2 Göngustígar á Hellu
Á fjárhagsáætlun 2014 eru áætlaðar 2 milljónir í lagfæringar á göngustígum, ekki hefur verið unnt að fara í framkvæmdir vegna bleytu og klaka. En gert er ráð fyrir að samþætta yfirborðsfrágang göngustíganna við önnur stærri verkefni í gatnagerð m.a. kringum hótelið sem er að rísa á Gaddstaðaflötum til að ná sem mestri hagkvæmni.
Vísað til fyrri samþykktar á fundinum í lið 6.
13.3 Viðbygging við Lund.
Stjórnarformaður Lundar Drífa Hjartardóttir og formaður byggingarnefndar Lundar Eydís Indriðadóttir oddviti Ásahrepps hafa verið í sambandi við Velferðarráðuneytið og eru að bíða eftir svörum frá þeim.
13.4 Söguritun Hellu, hver er staðan og hver er kostnaður vegna vinnu frá 1.des. sl. Hvenær er áætluð útgáfa.
Samkvæmt samningi við söguritara eru áætluð skil á handriti í sumar. Enginn kostnaður hefur verið greidddur eftir 1. des. sl. Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að bókin komi út á árinu 2014.
13.5 Viðbygging við Grunnskólann á Hellu, fjárhagsáætlun byggingar og núverandi kostnaður
Tilboðsfjárhæð Rangár ehf. í bygginguna við skólann var rúmlega 12,5 milljón króna, þar af voru greiddar kr. 1.882.500 á árinu 2013 þannig að um 10,6 koma til greiðslu á þessu ári 2014.
Samþykkt fjárveiting til grunnskólans 2014 er 25 milljónir þannig að 14,4 eru til ráðstöfnar í önnur verkefni við skólann. Einhverju af því hefur þegar verið ráðstafað í útitröppur og önnur minniháttar aukaverk tengd nýbyggingunni sem ekki voru í útboði en það ætti að vera nóg eftir til að ljúka lagfæringum á elsta hlutanum þ.e. að frátöldum ganginum.
13.6 Ljósleiðari og netsamband í sveitarfélaginu.
Viðræður eru hafnar við nágrannasveitarfélögin um samvinnu í þessum málum. Einnig hefur verið rætt við Þórhall Ólafsson hjá Neyðarlínunni um þeirra aðkomu að því að bæta skilyrði í sveitum. Verið er að skoða kostnaðarhlutdeild, annars vegar ef lína er sett í jörðu og hins vegar ef sendingar fara gegnum möstur.
Tillaga Á- lista: Að kanna möguleikana og kostnaðinn við að tengja Þykkvabæ við ljósleiðara sem liggur við þorpið og annars staðar þar sem ljósleiðari liggur um. Jafnframt verði gerð úttekt á hvar mesta þörfin sé á betri nettenginum í öllu sveitarfélaginu.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
14.1 Ályktun stjórnar SASS um gjaldtöku í ferðaþjónustu, 26.03.14.
14.2 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, mars 2014 - Húsnæðismál á Suðurlandi, niðurstöður könnunar.
14.3 LS 02.04.14, arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2013.
14.4 Samband íslenskra sveitarfélaga 4.05.14, frumvarp til laga um eflingu tónlistarnáms, mál 414.
Til kynningar
15.
Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita byggðasamlagi sem sveitarfélagið er aðili að, veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku byggðasamlagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Bókun:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að veita veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku Félags og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 8.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og eru meðfylgjandi fundargerð þessari. Er veðsetning þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lán Félags og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu er tekið til að fjármagna stofnkostnað við skólaþjónustu félagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er sveitarstjóra, Drífu Hjartardóttur 010250-2509 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Rangárþings ytra veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð.
Fundi slitið kl. 18.45