Rangárþing ytra
39. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 14. desember 2012, kl. 14.00.
FUNDARGERÐ
Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fundinn kl. 14.00 og stjórnaði honum.
Áður en gengið var til boðaðrar dagskrá gerðu sveitarstjóri og oddviti grein fyrir helstu viðfangsefnum sínum frá síðasta hreppsnefndarfundi.
1. Fundargerðir hreppsráðs:
Engin fundargerð liggur fyrir á þessum fundi.
2. Fundargerðir annarra fastanefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
- fundur fræðslunefndar, 04.12.12, í níu liðum.
- lið fundargerðar er frestað og fræðslunefnd falið að skoða málið betur vegna sumarlokunar leikskólanna í samráði við leikskólastjóra og foreldrafélög..
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leiti staðfest samhljóða.
- fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, 17.08.12, í fjórum liðum.
Fundargerðin staðfest samhljóða.
- fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, 13.11.12, í einum lið.
Fundargerðin staðfest samhljóða.
- a Skýrsla ÍSOR um vatnsverndarsvæði í landi Keldna og aðliggjandi svæða til
Skýrslunni vísað til skipulagsnefndar til yfirferðar og tillögugerðar. Samþykkt samhljóða.
- Aðalfundur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, 10.12 - fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerðin staðfest samhljóða.
- a Ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir árið 2011, til
- Fjallskilanefnd Landmannaafréttar - fundur 11.12.
Fundargerðin staðfest samhljóða.
- fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 05.12.12, í tveimur liðum.
Fundargerðin staðfest samhljóða.
- fundur Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 05.12.12, í tveimur liðum.
Fundargerðin staðfest samhljóða.
3. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
- stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, 17.10.12, í einum lið.
- stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, 07.12.12, í þremur liðum.
- fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 18.10.12, í þremur liðum.
- fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 23.11.12, í sjö liðum.
- Aðalfundur SASS og 19. október 2012.
- stjórnarfundur SASS, 29.11.12, í átta liðum.
- fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 23.11.12, í 28 liðum.
- Stjórn Skógasafns, fundur 12.12, í sex liðum.
- Aukaaðalfundur Brunavarna Rangárvallasýslu 05.12.12, í þremur liðum.
- stjórnarfundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 05.12.12 í þremur liðum.
- fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., 05.12.12, í fimm liðum.
- fundur Héraðsnefndar Rangæinga, 05.12.12, í sex liðum.
- Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2013: 1
2. Fasteignaskattur:
A - 0,39% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
C - 1,55% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.
- Lóðarleiga; 0,85% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.
- Vatnsgjald; 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins eða í sameign þess og annarra sveitarfélaga sbr. ákv. 6. gr. laga nr. 32/2004
- Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
- Holræsagjald á Hellu; 0,22% af fasteignamati húss og lóðar.
- Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
- Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld sérstakri gjaldskrá.
Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2013. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2013. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2013. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi.
Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.
- Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
- Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá.
Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.
Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði.
Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á hefðbundnum auglýsingastað ákvarðana sveitarstjórnar, þ.e. á töflu í afgreiðslu Rangárþings ytra og á heimasíðu.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöðina á Hellu fyrir árið
- Tillaga að gjaldskrá fyrir Íþróttahúsið og sundlaugina að Laugalandi fyrir árið
- Tillaga að gjaldskrá fyrir Íþróttahúsið í Þykkvabæ fyrir árið
- Tillaga að gjaldskrá fyrir Heklukot og Leikskólann Laugalandi fyrir árið
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og eyðingu fyrir árið
Samþykkt af hálfu hreppsnefndar Rangárþings ytra og vísað til Heilbrigðisnefndar Suðurlands til umsagnar.
- Fjárhagsáætlanir fyrir árin 2013 - 2016, síðari umræða og afgreiðsla.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 ásamt tillögu að fjárhagsáætlunum fyrir árin 2014, 2015 og 2016. Helstu kennitölur í fjárhagsáætlunum eru (allar tölur í þús. króna):
Rekstrarreikningur: |
2013: |
2014: |
2015: |
2016: |
Tekjur: |
|
|
|
|
Skatttekjur: |
697.961 |
717.173 |
736.926 |
757.238 |
Framlög Jöfnunarsjóðs: |
234.600 |
240.465 |
246.477 |
252.639 |
Aðrar tekjur: |
235.375 |
242.319 |
249.427 |
256.731 |
Samtals tekjur: |
1.167.936 |
1.199.957 |
1.232.830 |
1.266.608 |
Rekstrarkostnaður: |
|
|
|
|
Laun: |
439.623 |
444.669 |
454.985 |
467.145 |
Annar rekstrarkostnaður: |
469.679 |
485.749 |
502.684 |
520.200 |
Samtals rekstrarkostnaður: |
909.302 |
930.418 |
957.669 |
987.345 |
Framlegð: |
258.634 |
269.539 |
275.161 |
279.263 |
Afskriftir: |
75.431 |
79.208 |
81.236 |
78.925 |
Fjármagnskostnaður: |
133.694 |
120.827 |
120.196 |
119.985 |
Heildarniðurstaða rekstrar: |
49.509 |
69.504 |
73.728 |
80.354 |
Efnahagsreikningur: |
|
|
|
|
Fastafjármunir samtals: |
2.443.858 |
2.449.409 |
2.456.790 |
2.465.360 |
Veltufjármunir: |
229.751 |
232.191 |
253.393 |
275.171 |
Samtals eignir: |
2.673.609 |
2.687.600 |
2.710.183 |
2.740.530 |
Skuldir: |
|
|
|
|
Eiginfjárstaða: |
768.248 |
837.752 |
911.480 |
991.834 |
Skuldbindingar: |
22.463 |
22.463 |
22.463 |
22.463 |
Langtímaskuldir: |
1.530.715 |
1.508.346 |
1.478.233 |
1.446.491 |
Skammtímaskuldir: |
352.183 |
319.039 |
298.007 |
279.742 |
Samtals eigið fé og skuldir: |
2.673.609 |
2.687.600 |
2.710.183 |
2.740.531 |
Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 samþykkt með fjörum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST) Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2014 - 2016 samþykkt með fjörum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST)
Bókun Á lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013-2016.
Bókunin er sett fram til skýringar á afstöðu okkar vegna afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2013 og einnig á áætlun 2014- 2016.
Það er vissulega ánægjuefni hvað vel hefur tekist til ef niðurstaðan getur verið með þeim hætti sem áætlun gerir ráð fyrir. Ef þetta gengur eftir er þá mestu að þakka góðum starfsmönnum sveitarfélagsins, áræðni og kjarki hjá fyrrverandi meirihluta Á-lista og með hvaða hætti var haldið á málum fram að meirihlutaskiptum í nóv. sl. Þar á fyrrverandi sveitarstjóri Gunnsteinn R. Ómarsson stóran þátt í betri útkomu en hann vann ötullega að fjármálalegri endurskipulagningu sveitarfélagsins og félaga þess. Gunnsteini er þakkað fyrir þau verk og vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins á kjörtímabilinu.
Við undirrituð höfum samt vissar efasemdir og ekki alveg sömu sýn á forsendur og útkomu áætlunarinnar og núverandi meirihluti, þó að jarðvegurinn hafi verið vel undirbúinn á kjörtímabilinu áður en meirihlutaskipti urðu.
Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 var ekki áætlað tap af rekstri ársins 2012 en í forsendum fjárhagsáætlunar 2013 er gert ráð fyrir tapi af rekstri 2012. Væntanlega á mikill aukakostnaður vegna meirihlutaskipta stóran þátt í þessari niðurstöðu.
Það virðist sem reksturinn sé áætlaður mjög góður, þ.e. yfir 20% EBITDA hvert ár og er það óskiljanlegt í ljósi þess að hvergi er minnst á hagræðingu í rekstri í fjárhagsáætlun í samanburði við sl. ár. Fjármagna á allar framkvæmdir með lántöku. Lántaka er kostnaðarsöm fyrir utan að óljóst er hvort búið sé að leita til lánastofnana til að tryggja fjármögnun til rekstrar og framkvæmda í samræmi við framlagða áætlun. Varla munu fjármagnsliðir lækka við þessar lántökur, en þeir hafa verið stórir undanfarin ár.
Þrátt fyrir að fjármagna eigi allar fjárfestingar með lánum á að greiða skuldir "hratt" niður. Há lántaka og skuldsetning er mikill áhættuþáttur þegar kemur að verðbólgunni.
Mikilvægt er að gert sé ráð fyrir óumflýjanlegum kostnaði í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins til að áætlun sé í samræmi við raunstöðu rekstrar. Þeir liðir sem settir eru fram á fjárfestingaráætlun eru ekki fjarri þeirri sýn sem fyrrverandi meirihluti hafði. Þó eru þar liðir sem við gerum athugasemdir við:
- Í áætluninni er gert ráð fyrir að endurnýja búningsaðstöðu í íþróttamiðstöðinni á Hellu, sem við styðjum Við bendum þó á að þær 10 m.kr. sem áætlaðar eru til fjárfestinga í íþróttamiðstöðinni árið 2013 séu hugsanlega ekki nægjanlegar og gera hefði þurft ráð fyrir fjármagni til þessa liðar líka í langtímaáætlun 2014-2016.
- Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum vegna eignarinnar á Suðurlandsvegi 1-3, sem er í ákveðnu ósamræmi í ljósi stöðu mála þar.
- Fyrirhugaðar eru verulegar framkvæmdir á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu með tilheyrandi fjárhagslegum ábyrgðum sveitarfélagsins. Þrátt fyrir að fjárhagur þessara stofnana sé ekki hluti af samstæðureikningsskilum sveitarfélagsins má gera ráð fyrir að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga geri kröfu um að allar skuldbindingar sveitarfélagsins séu teknar inn í útreikninga á t.a.m. skuldahlutfalli sveitarfélagsins.
- Fjármagn til gatnakerfis og fráveitumála er vanáætlað að okkar mati vegna nauðsynlegra framkvæmda þar.
Að lokum, gerum við einnig athugasemdir við að endurskoðandi skuli ekki hafa yfirfarið tillögu að fjárhagsáætlun 2013 fyrir lokaafgreiðslu hennar í sveitarstjórn. Á þessu kjörtímabili, í tíð fyrrverandi meirihluta, hefur endurskoðandi sveitarfélagsins farið yfir forsendur reiknilíkansins og lagt mat á óleysta fjárþörf áður en fjárhagsáætlun hefur verið afgreidd.
Undirritaðir fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra vilja þakka öðrum sveitarstjórnarfulltrúum fyrir samstarfið á árinu sem að mestu leyti hefur verið jákvætt. Sérstaklega viljum við þakka öllum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir samheldni og samvinnu og ánægjuleg samskipti í störfum á árinu sem er að líða.
Guðfinna Þorvaldsdóttir Magnús H. Jóhannsson Steindór Tómasson
05.1 Áætlun um hvenær skuldastaða verður komin undir 150% af heildartekjum:
Vísað er til fjárhagsáætlana fyrir árin 2013 - 2016. Áætlað er að hlutfall skuldbindinga og skulda af heildartekjum verði orðið 163% í árslok 2013, 154% í árslok 2014, 146% í árslok 2015 og 138% í árslok 2016. Samkvæmt þessum áætlunum mun Rangárþing ytra ná settu marki samkvæmt markmiðum um hámark hlutfalls skulda af heildartekjum á árinu 2015.
Framangreind niðurstaða verður send til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST).
- Kjör eins fulltrúa í kjörstjórn Rangárþings
06.1 Bréf frá Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur, dags. 08.11.12 varðandi úrsögn úr kjörstjórn Rangárþings ytra, til kynningar.
Lagt er til að Helga Hjaltadóttir verði aðalmaður í kjörstjórn Rangárþings ytra til loka yfirstandandi kjörtímabils nema annað verði ákveðið.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga um íbúafund janúar þar sem fjárhagsáætlun 2013-2016 verður kynnt,farið verði yfir stöðu helstu mála og kynntar hugmyndir að nágrannavörslu.
Samþykkt samhljóða.
- Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013:
- Bréf frá verkefnisstjórn.
- Flæðirit fyrir atvinnuleitendur til
- Flæðirit ráðningar til
- Bréf frá Karli Björnssyni, stj.Sambands ísl. sveitarfélaga v. Vinnu og virkni 07.12.12 til kynningar.
- Glærukynning á verkefninu frá Runólfi Ágústssyni, 12.12 til kynningar.
- Leiðbeiningar til sveitarfélaga frá Karli Björnssyni til
- Tillaga að samningsformi milli sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins um Vinnu og virkni frá Karli Björnssyni til kynningar.
Framangreindum gögnum og athugun á nauðsyn á þátttöku Rangárþings ytra er vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar, sveitarstjóra og félagsmálastjóra. Farið er fram á að þessir aðilar skili tillögu til hreppsnefndar eins fljótt og við verður komið um þörf fyrir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Samþykkt samhljóða.
- Kristjón Kristjánsson, ósk um kaup á landspildu 11.12.
Tillaga Á lista: Á listi leggur til að erindinu verði vísað til skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar fyrir árið 2013:
Samþykkt að fela Þorgils Torfa Jónssyni og Guðfinnu Þorvaldsdóttur að móta tillögu um fundaáætlun fyrir næsta hreppsnenfdarfund.
- Tillögur að siðareglum fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og embættismenn:
- Tillaga, 20.11.12, frá Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa.
- Tillaga, 28.11.12, frá Á-lista að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa.
Tillaga um að sveitarstjóra verði falið að samræma tillögurnar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.
- Landgræðsla ríkisins 26.11.12 - ósk um viðræður við fulltrúa sveitarstjórnar um málefni afrétta og álagningu fjallskilagjalda, fyrirkomulag snjómoksturs í Gunnarsholti og nýtingu borholu til hitaveitu í landi Landgræslunnar á Baðsheiði í Landsveit.
Sveitarstjóra og oddvita falið að eiga fund með Landgræðslunni um framangreind málefni eins fljótt og við verður komið.
Samþykkt samhljóða.
- Afrit af bréfi Landgræðslunnar til Orkustofnunar 11.12 vegna nýtingar á borholu á Baðsheiði til kynningar.
Bókun Á lista. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið Rangárþing ytra gangi sem fyrst frá umsögn að beiðni Orkustofnunar, sem er fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Brýnt er að málefni hitaveitu á Baðsheiði komist sem fyrst í vinnslu og-rekstrarhæfara form.
Sveitarstjóra og Guðfinnu Þorvaldsdóttur er falið að taka saman drög að umsögn og leggja fyrir fund hreppsnefndar eins fljótt og unnt er.
- Sauðfjárræktarfélag Rangárvallahrepps 11.12 - erindi vegna fjölgunar á ref og vandræða sem af því hlýst fyrir sauðfjárbændur.
Sveitarstjóra og forstöðumanni umhverfis-, eigna- og tæknisviðs er falið að ræða við fulltrúa Sauðfjárræktarfélagsins, aðra hagsmunaaðila og móta tillögu um aðgerðir vegna refa innan sveitarfélagsins í samstarfi við önnur sveitarfélög.
Samþykkt samhljóða.
- Markaðsstofa Suðurlands 11.12 - ósk um samstarfssamning við Rangárþing ytra.
Lagt er til að sveitarstjóra og formanni atvinnu-og menningarmálanefndar verði falið að leita eftir upplýsingum hjá Markaðstofu Suðurlands hvað fellst í aðild að Markaðsstofunni.
Samþykkt samhljóða.
15. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Bókaútgáfan Hólar - boð um þjónustu við útgáfu rits um sögu
Væntanleg útgáfa rits um sögu Hellu verður að öllum líkindum boðin út og þá mun Bókaútgáfan Hólar geta boðið sína þjónustu eins og aðrir.
Samþykkt sammhljóða.
- Eyðibýli áhugamannafélag - boð um kaup á útgefnum
Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni. Samþykkt samhljóða.
- Landgræðsla ríkisins 11.12 - umsókn um styrk fyrir verkefnið "Bændur græða landið".
Samþykkt að styrkja verkefnið „Bændur græða landið“ um kr. 100.000. Samþykkt samhljóða.
- Snorraverkefnið 11.12 - umsókn um stuðning 2013.
Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
Samþykkt samhljóða.
- Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - umsókn um styrk vegna eldvarnarátaks
Samþykkt samhljóða að styrkja eldvarnarátak LSS 2012 um kr. 25.000.
- Kór FSu 10.12 - umsókn um styrk vegna utanlandsferðar 2013.
Samþykkt samhljóða að styrkja Kór FSu um sem nemur kr. 15.000 á hvern félaga kórsins sem á lögheimili innan sveitarfélagsins vegna utanlandsferðar vorið 2013.
- Landsbyggðin lifi - umsókn um styrk með greiðslu félagsgjalds.
Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við umsókninni að þessu sinni.
Samþykkt samhljóða.
- Félagsmálastjóri 10.12: Tillaga um að félagsmálanefnd og barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu verði sameinaðar í eina félagsmálanefnd fyrir svæðið. Áður tekið fyrir á fundi hreppsráðs 25.10.12 og á fundi hreppsnefndar 01.11.12.
Fyrir liggja umsagnir frá núverandi félagsmála- og barnaverndarnefndum.
Hreppsnefnd Rangárþings ytra fellst á sameiningu nefndanna eins og lagt er til af hálfu félagsmálastjóra. Samþykkt samhljóða.
Bókun Á lista: Lögð er áhersla á að tryggt verði að fullt samráð verði við þá fulltrúa sem hafa reynslu af þessum málum í umræddum nefndum, starfsfólk og nágrannasveitarfélög áður en nefndir eru sameinaðar.
17. Annað efni til kynningar:
- Greinargerð Gunnsteins Ómarssonar 12.11.12 um skólaakstur og tengd málefni skv. fyrirmælum sveitarstjórnar frá 02.09.10.
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.kl. 17.12.
Bókun Á lista vegna greinargerðar um skólaakstur, lið 17.1:
Fulltrúar Á-lista telja nauðsynlegt að leitað verði til lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga um álit á greinargerðinni er snýr að eftirfarandi þáttum:
- Munnlegum launasamningum, sem skólastjóri Grunnskólans á Hellu segir að fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings ytra árin 2006-2010, hafi gert við skólabílstjóra á Þykkvabæjarleið.
- Stjórnsýslulegu gildi munnlegra samninga sem vísað er
3 Reikningsgerð vegna skólaaksturs í Þykkvabæ (forsendur reikninga og gjaldskrá).
- Ábyrgð skólastjóra vegna staðfestingar á reikningum skólabílstjóra á Þykkvabæjarleið.
Við óskum eftir því að þetta mál verði tekið til efnislegrar meðferðar á öðrum reglulega fundi sveitarstjórnar á næsta ári.
Guðfinna Þorvaldsdóttir Magnús H. Jóhannsson Steindór Tómasson
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir kom inn á fundinn kl. 17.37.
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið 11.12 - fyrirspurn um skóladaga í Grunnskólanum Hellu skólaárið 2011 - 2012.
- Svar við fyrirspurn mennta- og menningarmálaráðuneytisins 12.12 ásamt greinargerð skólastjóra Grunnskólans á Hellu.
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið 11.12 - fyrirspurn um skóladaga í Laugalandsskóla skólaárið 2011 - 2012.
- Frá innanríkisráðuneytinu: Samþykkt um stjórn og fundarsköp - auglýsing um fyrirmynd í B deild Stjórnartíðinda nr. 976, 1. nóvember 2012.
- Ríkisskattstjóri 11.12 - úrskurður vegna álagningar gjalda 2012 á byggðasamlag um embætti skipulags- og byggingafulltrúa í Rangárþingi.
- Samband ísl. sveitarfélaga - samninganefnd: Markmið og helstu áherslur í kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara.
- Frétt 12.12 um að kjaradeilu Samb. isl. sveitarfél. og Félags grunnskólakennara hafi verið vísað til ríkissáttasemjara.
- Katrín Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri 11.12 - Framkvæmdaáætlun fyrir fatlað fólk 2014 og staða verkefna.
- Skógræktarfélag Íslands 11.12 - ályktun aðalfundar 24.-26.09.12 um frjósemi Lúpínu.
- Samkeppniseftirlitið (SE) 09.12 - álit I 2012 um útleigu húsnæði í eigu opinberra aðila.
- SE 09.12 - Kvörtun vegna útleigu á húsnæði að Núpi í Dýrafirði.
- SE 11.12 - Kynning á tilmælum til sveitarfélaga vegna útleigu á húsnæði.
- Svar velferðarráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannessonar, alþingismanns, um greiðsluþátttöku vegna talmeinaþjónustu.
Fundargerðin yfirfarin og samþykkt. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45.