50. fundur 05. júlí 2013

Rangárþing ytra

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 5. júlí 2013, kl. 13.00.

Fundargerð

 

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Undir lið 1, sitja fundinn, Ásgeir Jónsson landfræðingur, Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingafulltrúi, Sigurgeir Guðmundsson og Kristinn Guðnason fulltrúar Rangárþings ytra í stýrihópi um rammaskipulag Suðurhálendis.

Undir lið 2 situr fundinn, Klara Viðarsdóttir, aðalbókari.

 

Oddviti setti fundinn kl. 13.00 og stjórnaði honum

 

  1. Rammaskipulag Suðurhálendis, tillaga að greinargerð og uppdrætti. Ásgeir Jónsson, landfræðingur,

Steinsholti ehf., mætir á fundinn og gerir grein fyrir helstu atriðum tillögunnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst.

  1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2013, tillaga. Klara Viðarsdóttir, aðalbókari, mætir á fundinn og gerir grein

fyrir helstu atriðum í viðaukanum og áhrifum þeirra á gildandi fjárhagsáætlun.

 

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá ( GÞ,MHJ,ST).

 

Sveitarstjóra falið að afla greinargerða frá forstöðumönnum um kaup á ýmsum búnaði samkv. fjárfestingaráætlun.

Sveitarstjóri og oddviti gera grein fyrir verkefnum frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

03.1 33. fundur, 13.06.13, í átta liðum.

 

Fundargerðin staðfest.

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

04.1 5. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslna, 24.06.13, í tveimur liðum.

 

Fundargerð staðfest.

04.2 19. fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, 20.06.13, í sex liðum.

 

Frestað til næsta fundar hreppsráðs.

04.3 59. fundur skipulagsnefndar, 28.06.13 í 17 liðum.

 

Landskipti og stofnun lóða

1212026 - Mykjunes, Landskipti

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

1306057 - Tjörfastaðir 221402, stofnun lóða

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðanna.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

 

 

Afgreiðsla skipulagsmála

1306037 - Álfaskeið í landi Haukadals, deiliskipulag

Skipulagsnefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

1302072 - Þjóðólfshagi I, deiliskipulag

Skipulagsnefndin samþykkir að farið verði af stað með skipulagstillögu eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða. Tillagan verði því auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem tekið verði fram að eldra deiliskipulag falli niður við gildistöku þessa skipulags.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

1302042 - Staðsetning á vindmyllum innan Rangárþings ytra.

Skipulagsnefnd telur að kynning lýsingarinnar hafi farið fram með fullnægjandi hætti og leggur til að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

1306060 - Samráð um lagningu veiðivegar meðfram austurbakka Fiskár ásamt fjárgirðingu

Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að kynna sér staðhætti á vettvangi áður en afstaða er tekin og leggur til að farin verði sameiginleg vettvangsferð skipulagsnefndar og sveitastjórnar. Afgreiðslu frestað.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

1306054 - Lunansholt 2, breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til ábendinga skal vera 2 vikur og skal kynna lýsinguna í staðarblaði og á heimasíðu Rangárþings ytra.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

1306061 - Rauðalækur, breyting á aðkeyrslum frá Suðurlandsvegi

Skipulagsnefnd felur formanni að ræða við fulltrúa Vegagerðarinnar um fyrirhuguð áform.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

1212006 - Svínhagi Heklubyggð 164560, endurskoðun deiliskipulags

Skipulagsnefnd telur að búið sé að fjalla um og afgreiða þær athugasemdir og ábendingar sem borist hafa frá umsagnaraðilum í skipulagsferlinu. Engar athugasemdir bárust frá almenningi vegna tillögunnar í auglýstum athugasemdarfresti og því leggur skipulagsnefnd til að tillagan verði birt í B-deild Stjórnartíðinda til gildistöku.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

Heimild til skipulagsgerðar

1305045 - Flagbjarnarholt, deiliskipulag

Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til skipulagsgerðar. Skipulagsnefnd telur að framkomin skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2010/2022 í meginatriðum og leggur því til að fallið verði frá kynningu á lýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir því framkomna tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

1306007 - Ársel úr landi Neðra-Sels, Deiliskipulag

 

Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til skipulagsgerðar. Skipulagsnefnd telur að framkomin skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2010/2022 í meginatriðum og leggur því til að fallið verði frá kynningu á lýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir því framkomna tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefnda

1306039 - Fellsmúli fiskeldi, deiliskipulag

Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til skipulagsgerðar. Skipulagsnefnd telur að framkomin skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2010/2022 varðandi landnotkum. Í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði I11 í landi Fellsmúla. Jafnframt telur skipulagsnefnd að áður en tillagan verði tekin til efnislegrar meðferðar þurfi að liggja fyrir staðfesting landeiganda, í þessu tilfelli Jarðeigna ríkisins á forræði Fjármála- og efnahagsráðuneytis, um áform umsækjanda.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefnda

 

 

 

 

1306058 - Galtalækur Fiskeldi 214057, deiliskipulag

Stefanía Karlsdóttir fyrir hönd Íslenskrar matorku óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja land undir fiskeldi í landi Galtalækjar.

Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Skipulagsnefnd telur að gera þurfi nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 m.t.t. landnotkunar og leggur til að skipulagsfulltrúi annist gerð þeirrar breytingar samhliða vinnu við gerð deiliskipulagsins.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefnda

Almenn mál

1306033 - Landmannalaugar, sölurúta og skúr, umsókn um stöðuleyfi.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til 20. september 2013.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefnda

 

Staðfesting á afgreiðslu Byggingarfulltrúa

1305052 - Landmannahellir, byggingarleyfi skáli

Skipulagsnefnd staðfestir ákvörðun byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefnda

1305044 - Meiri-Tunga II, byggingarleyfi alifuglahús

Skipulagsnefnd staðfestir ákvörðun byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefnda

1305036 - Grunnskólinn Hellu, byggingarleyfi viðbygging 2013

Skipulagsnefnd staðfestir ákvörðun byggingarfulltrúa

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefnda

 

  1. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

5.1 12. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, 12.06.13, í fjórum liðum.

5.1.1 Ársreikningur Héraðsnefndar Rangæinga fyrir árið 2012.

5.2 Sameiginlegur fundur Héraðsnefnda Rangæinga og V-Skaftfellinga, 13.06.13, í fimm liðum.

5.3 Rekstrarstjórn Laugalands, 11.06.13, í tveimur liðum.

 

  1. Sérfræðiþjónusta við skóla. Fundir um málið með fulltrúum sveitarstjórna og skólastjórnenda.

Fyrirliggjandi óskir skólastjórnenda og tillaga vinnuhóps um málið. Afstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra til framhaldsins.

 

Lagt er til við sveitarstjórnirnar á svæðinu að farið verði af stað með veitingu þessarar þjónustu með eftirfarandi hætti:

  • Samkomulaginu um byggðarsamlagið sem nú rekur félagsþjónustuna á svæðinu verði breytt þannig að innan þess verði starfandi tvær sjálfstæðar deildir félagsþjónustudeild og skólaþjónustudeild.
  • Stjórn byggðasamlagsins verði skipuð fimm aðalmönnum og fimm til vara.
  • Stefnt er að fastráðningu tveggja starfsmanna 100% stöðu á skólaþjónustudeildinni, kennsluráðgjafa og sálfræðings, en sálfræðingurinn muni einnig sinna hluta starfi á félagsþjónustudeildinni.
  • Stefnt er að ráðningu annarra sérfræðinga í samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi og/eða leita eftir kaupum á slíkri þjónustu.

Óskað er eftir því að sveitarfélögin á svæðinu taki sem fyrst afstöðu til þessarar hugmyndar svo hægt verði að koma af stað vinnu við endurskipulagningu byggðasamlagsins og ráðningu starfsmanna.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu vinnuhópsins og leggur áherslu á hámarks hagkvæmni t.d. með samnýtingu húsnæðis. Jafnframt leggur sveitarstjórn til að byggðasamlagið fá nýtt nafn.

Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

  1. Innanríkisráðuneytið, 17.05.06, bréf til EFS vegna óska um athugun á lögmæti ákvarðana um

Suðurlandsveg 1 - 3 ehf. og aðkomu sveitarfélagsins að einkahlutafélaginu á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Bréf frá sveitarstjóra Ry, dags. 15.12.11 og fylgiskjöl þess eru meðal fundargagna.

 

Samþykkt að sveitarstjóra verði falið að áframsenda öll samskipti við EFS vegna þessa máls til oddvita D og Á lista.

  1. Framtíð skólahalds í Rangárþingi ytra og Ásahreppi. Viðræður við Ásahrepp.

Sveitarstjóra falið að leita eftir fundi með sveitarstjórn Ásahrepps um fyrirkomulag á sameiginlegu skólahaldi á Laugalandi, mánudaginn 8. júlí, kl. 19.30.

 

  1. Samræming reglna um úthlutun félagslegra íbúða, tillaga frá Félagsþjónustu Rang.- og V-Skaft.,

dags. 11.06.13.

 

Sveitarstjórn staðfestir tillögu um samræmingu reglna um úthlutun félagslegra íbúða.

 

  1. Kosning fulltrúa í fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps. Kosning formanns nefndarinnar.

 

Samþykkt að fulltrúi í fræðslunefnd verði Þórhallur Svavarsson. Formaður fræðslunefndar verði Hulda Karlsdóttir og varaformaður verði Katrín Sigurðardóttir.

Samþykkt með fjörum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST).

 

  1. Kosning varafulltrúa í atvinnu- og menningarmálanefnd.

 

Samþykkt að varafulltrúi í atvinnu- og menningarmálanefnd í verði Sigrún Leifsdóttir.

Samþykkt með fjörum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST).

 

  1. Stracta Construction ehf., 14.06.13, umsókn um lækkun gatnagerðargjalda vegna fyrirhugaðrar

hótelbyggingar. Lögð fram drög að almennum afsláttarreglum gatnagerðagjalda vegna atvinnuhúsnæðis.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita fyrirtækinu afslátt á grundvelli fyrirliggjandi tillögu að almennum afsláttarreglum og felur hreppsráði fullnaðarafgreiðslu á tillögunni.

Fundi frestað kl. 17.00, fundur er boðaður, mánudaginn 8. júli kl. 20.00.

Stefnt er að samráðsfundi með Ásahreppi 8. júlí kl. 19.30.

Fundi framhaldið 8. júli kl. 20.55

  1. Tónkjallarinn ehf. 11.06.13, ósk um samning.

 

Hafnað samhljóða.

 

  1. Neslundur ehf., ósk um myndun viðræðuhóps með fyrirtækinu, stjórn Lundar og sveitarfélaginu um áform

félagsins um byggingu íbúða o.fl.

 

Sveitarstjórn tilnefnir Önnu Maríu Kristjánsdóttur í viðræðuhóp við Neslund ehf.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST).

  1. Sumarhlé á störfum sveitarstjórnar og umboð til hreppsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála.

Tillaga um að hreppsnefnd geri hlé á reglulegum fundum á tímabilinu frá 8. júlí til 1. september.

Jafnframt er lagt til að hreppsráð fái umboð til fullnaðarafgreislu mála á umræddu tímabili.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

Ekkert fyrirliggjandi undir þessum lið.

 

  1. Annað efni til kynningar:

17.1 Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, kynning á styrktarsjóði EBÍ.

17.2 Samband ísl. sveitarfélaga, 30.05.13, svar við álitsbeiðni vegna samþykktar um nauðungarsölur.

17.3 Hagsmunasamtök heimilanna, 18.06.13, svar við áliti Lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

 

vegna fyrirspurnar um lögmæti þess að sveitarstjórnir lýsi sig andvíga nauðungaruppboðum á meðan óvissa ríkir um stöðu lána.

17.4 Samband ísl. sveitarfélaga, 07.06.13, úthlutun úr Námsgagnasjóði.

17.5 SASS, 11.06.13, styrkveitingar til atvinnuþróunar.

17.6 Strandarvöllur ehf., 12.06.13, ársreikningur fyrir árið 2012.

17.7 Tónlistarskóli Rangæinga, 12.06.13, ársreikningur fyrir árið 2012.

17.8 UMFÍ, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Evrópa unga fólksins, lokaskýrsla um ungt fólk og

lýðræði.

 

  1. Reglur um skólaakstur, tillaga fræðslunefndar Ry og Ásahrepps, yfirfarin af sveitarstjóra.

Sveitarstjóri leggur til að undir liðnum skóla/skólaráð/fræslunefnd.

liður 4 verði:

Öll börn sem búa utan skilgreinds þéttbýlis, ásamt börnum í Þykkvabæ, eiga rétt á skólaakstri til og frá

heimili sínu, þar sem ekki eru upplýstir gangstígar eða götur á beinni leið í skóla.

Heimili í reglum þessum merkir skráð lögheimili eða annar staður þar sem barnið hefur fasta búsetu.

liður 5 og 6 fari út .

liður 7 og 8 óbreyttur

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Frá Á-lista:

 

Á-lista fulltrúar óska eftir að fá upplýsingar um stöðu þessa mála:

  1. Lóðamörk Heiðvangi 2 og 4
    Sjá: 20. fundur hreppsráðs - mars 2012
    Sjá: 33. fundur sveitarstjórnar - júní 2012
    Sjá: 24. fundur hreppsráðs - ágúst 2012
  2. Fjölskyldugarður á Hellu
    Sjá: 34. fundur sveitarstjórnar 6. sept 2012
  3. Girðingarmál í landi Merkihvols- fyrirspurn frá Sæmundi Guðmundssyni.
    Sjá: 24. fundur hreppsráðs - ágúst 2012
  4. Uppsetningu móttökustöðvar(flokkunarkrár) fyrir heimilissorp og endurvinnanlegan heimilisúrgang

á Hellu.
Sjá: 34. fundur sveitarstjórnar - 6. sept. 2012

Svör frá starfsmönnum við framangreindum fyrirspurnum eru meðal fundargagna.

 

  1. Mál á dagskrá frá Á-lista:

20.1 Stjórnsýsla Rangárþings ytra - umbætur - fyrirspurnir

20.2 Nýting Miðjunnar tillögur- fellur niður.

20.3 Stækkun friðlands í Þjórsárverum. Umræður.

  1. Erindi Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strönd.

Sótt er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra gangi í ábyrgð samkvæmt eignarhluta sínum í byggðasamlaginu Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.vegna fyrirhugaðrar lántöku að fjárhæð kr. 120.000.000 sem er vegna framkvæmda við jarðgerðaraðstöðu og byggingar á húsi/skemmu vegna móttöku og flokkunar á sorpi að Strönd.

 

Afgreiðslu frestað og hreppsráði falin fullnaðarafgreiðsla að undangenginni kynningu frá stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Skólabílstjóramál: Fulltrúar í vinnuhópi gera grein fyrir niðurstöðum sínum.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir víkur af fundi vegna vanhæfis kl. 22.15. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 22.15.

 

Lagt er til að oddvitar lista taki saman yfirlit yfir öll gögn sem hafa komið fram í rannsókn og skoðun á málinu og sendi þau til lögmanns innanríkisráðneytis til að fá hlutlaust mat á málið. Einnig til að fá ráðgjöf um með hvaða hætti staðið verði að afgreiðslu málsins stjórnsýslulega .

 

Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG,ÞTJ,AMK).

Bókun:

Við undirrituð hörmum að þessu máli skuli enn fram haldið, eftir munnlegar skýrslur oddvita listanna þar sem kom fram að þeirra áliti að ekkert var saknæmt unnið hjá aðilum málsins og að enginn hagnaðist á því persónulega. Ljóst er að stjórnsýslan brást í því að skriflegir samningar hefðu verið gerðir milli sveitarfélagsins og umrædda skólabílstjóra um þá aksturstaxta sem um var að ræða. Þetta ber að harma, en rétt er að árétta að um munnlega samninga var að ræða sem staðfestir hafa verið af aðilum málsins.

Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir.

Bókun Á-lista:

Að okkar mati er mikilvægt að óháður aðili, s.s. lögfræðingur innanríkisráðuneytisins, yfirfari gögnin og gefi ráð um hvernig afgreiða eigi málið. Að okkar mati er óeðlilegt að fulltrúar innan stjórnsýslunnar taki lokaákvörðun í þessu máli án þess að fá hlutlaust álit.

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23.28.