Rangárþing ytra
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 6. september 2013, kl. 13.00.
Fundargerð
Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varamaður Steindórs Tómassonar. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund kl. 13.00 og stjórnaði honum.
Sveitarstjóri og oddviti gera grein fyrir verkefnum frá síðasta fundi sveitarstjórnar.
- Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
1.1 149. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu 23.08.13 í fjórum liðum.
Til kynningar.
1.2 6. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla - og Vestur Skaftafellssýslu 26.08.13 í tveimur liðum.
Fundargerð staðfest.
1.2.1 Reglur um sérstakar húsaleigubætur.
Afgreiðslu frestað og vísað til hreppsráðs til fullnaðar afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
2.1 Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum í þremur liðum.
2.2 152. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 23.08.13 einn liður.
2.3 Aukaaðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 23.08.13.
2.4 153. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands 28.08.13 í tveimur liðum.
2.5 20. stjórnarfundur á Lundi 16.08.13, í fimm liðum.
2.6 21. stjórnarfundur á Lundi 30.08.13, í tveimur liðum.
2.7 Hönnunarfundur Sorpstöðvar Rangæinga 28.08.13 í þremur liðum.
2.8 Aðalfundur- Vottunarstofan Tún 30.08.13 í 13 liðum.
- 3.1 Kosning fulltrúa í Félags-skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Aðalfulltrúi Margét Ýrr Sigurgeirsdóttir og varafulltrúi Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,MHG)
3.2 Skipan í vinnuhóp fyrir Landmannalaugar.
Aðalfulltrúar Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Kristinn Guðnason og Steindór Tómasson.
Til vara Sigurgeir Guðmundsson og Magnús Hrafn Jóhannsson.
Samþykkt samhljóða.
3.3 Umhverfisstofnun 08.07.13 beiðni um tilnefningu fulltrúa í vinnuhóp vegna friðlýsingar.
Tillaga meirihluta :Aðalfulltrúi Sigurgeir Guðmundsson og varafulltrúi Kristinn Guðnason.
Tillaga Á lista: Aðalfulltrúi Magnús H Jóhannsson og varafulltrúi Sigurgeir Guðmundsson.
Tillaga meirihluta samþykkt með fjórum atkvæðum , þrír á móti(GÞ,MHJ,MHG).
- 4.1 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 22.08.13 - tillaga að samþykktum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2013.
4.2 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 22.08.13 - Samþykktir SASS - Samþykkt á aðalfundi SASS 19. október 2012.
Afgreiðslu frestað og tillagan verður tekin til umræðu á vinnufundi sveitarstjórnar16. septemberkl.16.30.
- Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra önnur umræða.
Afgreiðslu frestað og tillagan verður tekin til umræðu á vinnufundi sveitarstjórnar 16. september kl. 16.30.
- Samþykkt um fráveitur og meðhöndlun seyru í Rangárþingi ytra önnur umræða.
Afgreiðslu frestað og tillagan verður tekin til umræðu á vinnufundi hreppsráðs umhverfis-samgöngu og hálendisnefndar og starfsmönnum sveitarfélagsins sem tilnefndir voru.
- Nágrannavarsla.
Tillaga um að áfallinn kostnaður kr. 405.118, verði greiddur.
Breytingartillaga Á-lista: Gerð er tillaga um að greiða helming af 250 þúsund króna kostnaði vegna sérfræðiþjónustu fyrirlesara. Annan kostnað greiði VÍS enda eru límmiðar og skilti auglýsing fyrir fyrirtækið.
Guðfinna Þorvaldsdóttir
Magnús H. Jóhannsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Breytingartillagan er felld með fjórum atkvæðum(GIG,MÝS,ÞTJ,AMK).
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír á móti( GÞ,MHJ,MHJ).
Bókun Á-lista: Fulltrúar Á-lista gera athugasemdir við stjórnsýslu varðandi utanumhald og kostnað við nágrannavörslu. Eins og kunnugt er samþykktu fulltrúar Á-lista að fara í að “auka skipulagningu á nágrannavörslu á Hellu og öðrum byggðarkjörnum sveitarfélagsins” skv. tillögu D-lista. Oddvita D-lista, Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, og þáverandi formanni hreppsráðs, Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur, var falið að vinna að málinu. Ekkert fréttist af málinu fyrr en að VÍS var allt í einu orðið samstarfsaðili án samnings þar um. Ekki hefur komið fram að leitað hafi verið til annarra aðila í sama geira. Nú er kostnaður upp á rúmar 400 þúsund krónur lagður fram og ætlast til að samþykkt verði að sveitarfélagið greiði þann kostnað. Fulltrúar Á- lista taka ekki þátt í svona vinnubrögðum og gera einnig alvarlegar athugasemdir við það að VÍS bjóðist til að fella niður kostnað ef vátryggingafélagið fær vátryggingapakka sveitarfélagsins sem nú stendur til að bjóða út. Það getur varla talist eðlilegir viðskiptahættir að opinber aðili eins og sveitarfélagið geti gengið að þannig kjörum.
Guðfinna Þorvaldsdóttir
Magnús H. Jóhannsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Bókun meirihluta: Í upphafi var öllum sveitarstjórnarmönnum ljóst að brýnt verkefni eins og nágrannavarsla mundi koma til með að leiða til kostnaðar fyrir sveitarfélagið. Vegna samstarfs við VÍS hf. um tryggingar sveitarfélagsins var leitað eftir sérfræðiþekkingu þeirra um nágrannavörslu almennt.
Vegna hagsmuna sveitarfélagsins og til þess að tryggja algjört óhæði í komandi útboðsferli á sveitarstjórnartryggingum er lagt til að útlagður kostnaður verði greiddur og með því tryggt að engin slík hagsmunatengsl verði til staðar þegar mat verður lagt á tilboð í tryggingapakkann.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Anna María Kristjánsdóttir.
- Fyrirspurnir frá Guðfinnu Þorvaldsdóttur fulltrúa Á lista frá hreppsráðsfundi 21.08.13.
8.1 Hönnun á Heilabilunardeild við Hjúkrunar- og dvalarheimilið á Hellu.
- Hver kostnaður er varðandi hönnunar á heilabilunardeild sem greiddur hefur verið THG arkitektum frá upphafi.
- Hver fyrirhugaður kostnaður vegna hönnunar á innréttingum sem getið er í fundargerðinni.
- Hvort að leitað hafi verið tilboða í hönnun og ef svo er, á hvaða vettvangi?
Svar:
- Samtals greitt vegna hönnunar á heilabilunardeild 13.388.911 með vsk.
- Fyrirhugaður kostnaður liggur ekki fyrir, ekki búið að taka ákvörðun.
- Ekki var leitað tilboða í hönnun. THG arkitektar kynntu upphaflega hugmyndir að þjónustuhverfi við Lund og teiknuðu drög að heilabilunardeild og kynntu þær fyrst fyrir Á-lista síðan íbúum, stjórn Lundar og sveitarstjórnarmönnum. Stjórn Lundar ákvað að fá þá til að gera umsókn í framkvæmdasjóðinn vegna brýnnar þarfar á að útrýma tvíbýlum þar sem þeir höfðu reynslu í slíku og áttu teikningar og annað sem þurfti að fylgja umsókn. Í kjölfarið þegar úthlutun úr framkvæmdasjóðnum fékkst og sáu þeir um hönnunina sem var langt komin.
- Fyrirspurnir fulltrúa Á lista:
9.1 Voru keypt leiktæki í samræmi við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar, sbr. 34. fund sveitarstjórnar 6. sept 2012?
Svar:
Leiktækin hafa verið keypt fyrir 2 mkr. og verða þau sett upp á næstu dögum.
9.2 Hafa verið mótaðar reglur og skilgreint sérstakt svæði fyrir útimarkaði og sölutjöld/-vagna í samræmi við bókun sveitarstjórnar á 34. fundi sveitarstjórnar 2012?
Þetta hefur ekki verið gert.
9.3 Hver er staða á ritun Hellusögu? Hvenær er áætlað að bókin verði tilbúin?
Gert er ráð fyrir að ritun bókarinnar verði lokið fyrir áramót og hún undirbúin til prentunar vorið 2014.
9.4 Hver er staða á gerð fjölskyldugarðs á Hellu í samræmi við bókun og tillögu þar um á 34. fundi sveitarstjórnar 2012?
Gerð fjölskyldugarðs var ekki á fjárhagsáætlun ársins 2013.
9.5 Hvernig standa mál varðandi úrvinnslu skráninga á hugmyndagátt sveitarfélagsins?
Þrjú atriði hafa komið á hugmyndagáttina á þessu ári eftir að fólk gat farið að setja inn færslur nafnlaust á ný og þessi atriði munu verða tekin fyrir á hreppsráðsfundi.
- Tillögur Á-lista:
10.1 Sala fasteigna sveitarfélagsins
Tillaga: Sveitarstjóra falið að taka saman lánayfirlit og skilgreind kjör lána vegna Þrúðvangs 31 á Hellu og leggja fyrir næsta reglulega fund hreppsráðs.
Samþykkt samhljóða.
10.2 Aðstaða til fjarnáms
Tillaga: Sett verði upp aðstaða fyrir nemendur sem stunda fjarnám á framhalds- og háskólastigi í sveitarfélaginu. Helst er horft til nýtingar skólahúsnæðis á kvöldin og um helgar. Sveitarstjóra falið að taka saman mögulega kosti og leggja fyrir næsta fund hreppsráðs.
Samþykkt samljóða.
10.3 Upplýsingarit um sveitarfélagið
Tillaga: Gert verði upplýsingarit um sveitarfélagið þar sem tekin verði saman þjónusta sem sveitarfélagið veitir. Fyrirtækjum sveitarfélagsins verði einnig boðin þátttaka til að kynna sig. Einnig að taka saman yfirlit yfir helstu viðburði ársins s.s. fyrirkomulag töðugjalda og þorrablóts. Bæklingurinn verði hugsaður fyrst og fremst til að auðvelda nýjum íbúum sveitarfélagsins að fóta sig á nýjum stað. Nauðsynlegt verður að huga að útgáfu á öðrum tungumálum en íslensku sem og framsetningu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Tillögunni er vísað til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.
Samþykkt samljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
11.1 Umsókn um styrk til Neyðarflutnings nám við Sjúkraflutningaskólann 19.08.13.
Erindinu er hafnað.
11.2 Landgræðsla ríkisins 14.08.13 ósk um heimild til að dreifa lífrænum áburði á lítt gróið land í eigu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
11.3 Thorp Consulting 26.08.13- Stöðugreining og árangursmat - boð um þjónustu.
Til kynningar.
11.4 Fundarboð upplýsingafundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs 10.09.13 kl. 14.00 í Hvoli Hvolsvelli.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
12.1 Sorpstöð Suðurlands 21.08.13, drög að stofnsamningi Sorpu bs. 21.08.13.
12.2 Skýrsla um Sameiningu og samstarfsmöguleika Sorpu bs og Sorpstöðvar Suðurlands 21.08.13.
12.3 Samband íslenskra sveitarfélaga 23.08.13 - Evrópsk lýðræðisvika í kringum 15. október.
12.4 Samband íslenskra sveitarfélaga 30.05.13 - Nýsköpunarráðstefna 29.01.14.
12.5 Umhverfis og auðlindaráðuneytið 27.08.13 - Dagur Íslenskrar náttúru 19.09.13.
12.6 Landsvirkjun- vindmyllur 28.08.13
12.7 Evrópsk lýðræðisvika 2013 23.08.13
12.8 Eystri Rangá- veiðidagur fjölskyldunnar 08.09.13
- 13. Stofnun hitaveitu á Baðsheiði, staða mála kynnt.
Guðfinna Þorvaldsdóttir gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið í undirbúningshópi til stofnunar hitaveitu á Baðsheiði.
Bókun:
Félag um starfsemi hitaveitu á Baðsheiði er stofnað á grundvelli nýtingarleyfis Orkustofnunar frá 22. janúar 2013.
Félagið mun taka yfir alla núverandi samninga við notendur á heitu vatni úr borholu á Baðsheiði. Tilgangur félagsins er öflun, vinnsla og dreifing á heitu vatni og markmiðið er að afla meira vatns þannig að allir núverandi notendur og rétthafar geti haft aðgang að heitu vatni og að þeir þurfi ekki að vera víkjandi eins og kveðið er á í núgildandi samningum. Einnig verður möguleiki að bæta við nýjum notendum ef vel tekst til að afla meira vatns hjá félaginu með þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.
Sveitarstjóra og Guðfinnu Þorvaldsdóttur er falið að sjá um stofnfund félagsins sem er áætlaður 17.september kl. 20:00 að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu. Þá jafnframt að leggja fram drög að samningi á milli væntanlegs félags og sveitarfélagsins þar sem fram kemur að hið nýja félag muni taka við núverandi samningum á heitu vatni á Baðsheiði og því sem þeim tilheyrir. Það verði gert í samráði við lögmann sveitarfélagsins og drögin lögð fyrir næsta fund hreppsráðs sem heimilt verði að fullafgreiða málið.
Þá er sveitarstjóra og Guðfinnu falið samhliða að funda með oddvita Ásahrepps fyrir stofnfundinn til að kynna stöðu málsins.
Tryggja þarf að nýtt félag taki yfir réttindi og skyldur Rangárþings ytra. Nýtt félag mun ganga frá samningum um auðlindagjald við landeigendur Stóra-Klofa og Litla- Klofa.
Sveitarstjórn fagnar þessum áfanga og þakkar Guðfinnu Þorvaldsdóttur og sveitarstjóra fyrir góð störf að því að koma þessu máli í höfn.
Fleira ekki gert , fundargerð yfirfarin og fundi slitið kl. 15.25.