52. fundur 04. október 2013

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 4. október 2013, kl. 13.00.

Mættir: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum

Tillaga oddvita að 8. liður verð færður aftur og verði síðastur á dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir verkefni frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

 

  1. Fundargerðir fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

1.1 36. fundur hreppsráðs frá 20. september 2013, í sjö liðum.

 

Tillaga Á-lista:

Lagt er til að kannað verði hjá lögmanni sambandsins hvort að innkaupareglum Rangárþings ytra hafi verið fylgt þegar tölvubúnaður Grunnskólans á Hellu var keyptur. Nauðsynlegt er allra vegna að það sé hafið yfir allan vafa.

 

Guðfinna Þorvaldsdóttir

Magnús H. Jóhannsson

Steindór Tómasson

 

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir víkur af fundi vegna vanhæfis.

Breytingartillaga frá Þorgils Torfa Jónssyni:

Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að kanna málið og ræða við skólastjóra.

 

Breytingartillagan samþykkt samhljóða.

 

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir tekur sæti á ný á fundinum.

 

Fundarger 36. fundarð hreppsráðs staðfest samhljóða.

Lögð fram tillaga um að fundargerð 13. fundar íþrótta- og tómstundanenfndar verði tekin fyrir þrátt fyrir að hún hafi fyrir misgáning fallið niður í fundarboði og dagskrá 52. fundar hreppsnefndar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

1.1.1 13. fundur íþrótta - og tómstundarnefndar 9.sept.2013 í þremur liðum.

 

Bókun Á lista: Fagnaðarefni er að leiktækin verði sett upp, sem sveitarstjórn var búin að samþykkja á fjárhagsáætlun 2012 . Við hefðum hinsvegar kosið að tækjum hefði verið komið fyrir á fleiri stöðum eins og til stóð í upphafi.

Guðfinna Þorvaldsdóttir

Magnús H. Jóhannsson

Steindór Tómasson

Fundargerðin staðfest.

 

 

 

 

1.2 62. fundur skipulagsnefndar 30.9.13, í 14 liðum.

 

Landskipti og stofnun lóða

  1. 1308034 - Lækjarsel 202406 Landskipti tvær lóðir

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

Afgreiðsla skipulagsmála

  1.  

1306060 - Samráð um lagningu veiðivegar meðfram austurbakka Fiskár ásamt fjárgirðingu

 

Skipulagsnefnd frestar málinu að sinni þar sem komið hafa fram nýjar hugmyndir í málinu.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

  1.  

1306037 - Álfaskeið úr landi Haukadals, deiliskipulag

 

Skipulagsnefnd telur að staðsetning þessa vatnsbóls kallar einnig á samþykki næstliggjandi landeiganda. Á meðan það liggur ekki fyrir telur nefndin að ekki sé unnt að samþykkja deiliskipulagið að svo stöddu. Málinu frestað.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

  1.  

1306007 - Ársel úr landi Neðra-Sels, Deiliskipulag

 

Steinsholt sf. f.h. Þorsteins Aðalsteinssonar, hefur fengið heimild sveitastjórnar Rangárþings ytra til þess að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á jörðinni Árseli, sem er 53 ha, skipt út úr jörðinni Neðra Seli í Holtum. Tillagan fór í auglýsing frá og með 11.7.2013 til og með 23.8.2013.
Athugasemdir bárust frá nærliggjandi landeigendum um samkomulag vegna lagningu aðkomuvegar að Árseli.

 

Skipulagsnefndin telur að þar sem ekki liggi fyrir samkomulag um aðkomu að tilteknu svæði sé ekki unnt að samþykkja deiliskipulagið að svo stöddu. .
Jafnframt furðar skipulagsnefnd sig á að ekki skuli hafa verið gert samkomulag um aðkomu við gerð landskipta á svæðinu.
Skipulagsfulltrúa verði því falið að koma á fundi með hlutaðeigandi aðilum til lausnar á aðkomu.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

5.

1305030 - Svínhagi SH-19, deiliskipulag

 

Matthías S. Magnússon hefur fengið heimild til að fá að deiliskipuleggja land sitt, Svínhaga SH-19. Lóðin er um 13,9 ha að stærð og er lögbýli. Deiliskipulagið tekur til byggingar á tveimur íbúðarhúsum, sundlaug, hesthúsi,vélageymslu ásamt jarðhýsi. .
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið gögn skipulagsins og gerir athugasemd við skort á rökstuðningi sveitastjórnar hvernig áform skipulagsins samræmist stefnu aðalskipulagsins um byggingar á landbúnaðarsvæðum.

 

Skipulagsnefnd telur að styrkja þurfi byggð í dreifbýli, m.a. til að auka hagkvæmi þeirrar þjónustu sem nú er fyrir hendi. Með því að nýta þau landsvæði sem ekki geta skilgreinst sem góð landbúnaðarsvæði er komið til móts við þau markmið. Flestir landeigendur hafa áform um uppgræðslu eða jafnvel skógrækt á slíkum svæðum og telur skipulagsnefnd brýnt að komið verði til móts við þá landeigendur sem vilja stunda smábúskap á jörðum sínum í sátt við annan landbúnað á svæðinu.
Skipulagsnefnd felur því skipulagsfulltrúa að senda málið til lokaafgreiðslu og til birtingar í B-deild stjórnartíðinda.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1.  

1308026 - Galtalækur 2, br. á aðalskipulagi fiskeldi

 

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 hvað varðar landnotkun þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði fyrir fiskeldi. Lýsing skv. 1. mgr. 30. gr skipulagslaga hefur verið kynnt og send umsagnaraðilum. Meðfylgjandi tillaga hefur því tekið mið af þeim ábendingum sem bárust á kynningartíma. Kynning skv. 2. mgr. 30 gr. laganna hefur einnig farið fram.

 

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1.  

1306058 - Galtalækur 2, Fiskeldi 214057, deiliskipulag

 

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umhverfisskýrslu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu á breytingu aðalskipulags fyrir svæðið.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1.  

1306054 - Lunansholt 2, breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

 

Skipulagsnefnd telur að búið sé að taka tillit til athugasemda og lagfæra tillöguna. Skipulagsnefnd samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1.  

1303015 - Lunansholt 2, land 3, 4 og 5, Deiliskipulag

 

Skipulagsnefnd telur að breyting á aðkomu muni ekki hafa áhrif á skipulagsferlið. Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1.  

1308036 - Fjallafang ehf, vegna aðstöðu í Landmannalaugum.

 

Skipulagsnefnd telur að ekki sé unnt að veita leyfi til frekari bygginga á svæðinu fyrr en skipulagsmál hafa verið kláruð fyrir svæðið. Verið er að vinna að rammaskipulagi fyrir suðurhálendið og einnig er hafin vinna við deiliskipulag fyrir Landmannalaugar.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1.  

1303028 - Stóra-bót, deiliskipulag landnr. 178402

 

Steinsholt sf. f.h. Jóns Karls Snorrasonar og Gunnars Pálssonar, hefur fengið heimild sveitarstjórnar Rangárþings ytra til þess að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á frístundasvæði sem kallað er Stóra-Bót á Rangárvöllum.
Skipulagsnefnd samþykkti að tillagan skildi auglýst á fundi nefndarinnar þ. 20.8.2013. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun um að umsögn vantaði frá Samgöngustofu. Umsögn frá Samgöngustofu hefur borist og segir í umsögn að Samgöngustofa geti ekki tekið afstöðu til tillagna um deiliskipulag þar sem Stóra-bót sé ekki skráður sem lendingarstaður hjá Samgöngustofu. Umsögn Samgöngustofu lögð fram.

Skipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að lendingarstaðir séu skráðir hjá Samgöngustofu. Þó telur skipulagsnefnd að skráning á lendingarstöðum skuli ekki hefta gildistöku deiliskipulags fyrir svæðið. Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu ig síðan til birtingar í B-deild stjórnartíðinda.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1.  

1309032 - Gaddstaðir, deiliskipulag frístundabyggðar

 

Rangárþing ytra hefur samþykkt að deiliskipuleggja frístundasvæði vestan við núverandi frístundabyggð í landi Gaddstaða vestan við Hróarslæk. Skipulagið hefur lokið ferli en sökum tímafrests í skipulagslögum þarf að endurauglýsa skipulagið.

 

Skipulagsnefnd ákveður að auglýsa aftur deiliskipulag fyrir frístundasvæði á Gaddstöðum þar sem of langur tími er liðinn síðan tillagan var auglýst. Í tillögunni er gerð grein fyrir breytingum, sem gerðar hafa verið í samræmi við ábendingar og athugasemdir. Sveitarstjórn telur að ekki þurfi að afla aftur umsagna þeirra sem nú þegar hafa veitt umsögn um deiliskipulagið. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

Heimild til skipulagsgerðar

  1.  

1309025 - Vatnshólar, deiliskipulag

 

Steinsholt fyrir hönd sumarbústaðafélags Vatnshóla óskar eftir heimild til að gera breytingar á deiliskipulagi fyrir frístundasvæðið Vatnshóla úr landi Árbæjarhellis. Svæðið var deiliskipulagt árið 1994.

 

Skipulagsnefnd telur að hér sé um endurskoðun að ræða á deiliskipulagi og geti því ekki verið um breytingu að ræða. Farið verði því með málsmeðferð eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1.  

1309029 - Minnkun vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum.

 

Vegna óska landeigenda að Keldum hefur verið rannsakað áhrifasvæði vatnsverndasvæðis. Fyrir liggur skýrsla frá ÍSOR sem unnin var að beiðni sveitastjórnar Rangárþings ytra fyrir hönd Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Stjórn vatnsveitunnar tók erindið til skoðunar á fundi sínum þann 13. nóvember 2012 þar sem samþykkt var að beina því til sveitastjórnar Rangárþings ytra að gera breytingar á aðalskipulagi í samræmi við tillögu ÍSOR.

 

Skiplagsnefnd telur þörf á breytingu vatnsverndarsvæðis í landi Keldna og leggur því til við sveitastjórn að gerð verði nauðsynleg breyting á afmörkun vatnsverndar, eins og lagt er til í skýrslu ÍSOR. Gerð verði breyting á aðalskipulagi þessu samhliða.
Skipulagsfulltrúa verði því falið að hefja skipulagsferli.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

Almenn mál

  1.  

1306045 - Rangárbakki, hestamannafélag, vegur til bráðabirgða

 

Kristinn Guðnason fyrir hönd hestamannafélagsins óskar eftir að sveitarfélagið útbúi bráðabirgðaveg frá Suðurlandsvegi að reiðhöllinni fyrir umferð hestafólks með kerrur. Vegurinn yrði eingöngu notaður þegar mót eru á Gaddstaðaflötum. Lagður er fram uppdráttur af staðsetningu vegastæðis.

 

Skipulagnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi skoði málið frekar í samráði við hlutaðeigandi aðila.

 

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

 

  1. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

2.1 1. fundur Félags-og skólaþjónustu Rangárvalla - og Vestur Skaftafellssýslu 18.09.13 í fjórum liðum.

 

Til kynningar.

 

2.2 150. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 26.09.13 í Þremur liðum.

 

Til kynningar.

 

2.3 154. fundur skólaskrifstofu Suðurlands 18.0913 í fjórum liðum.

 

Til kynningar.

 

2.4 22. stjórnarfundur Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar 24.09.13 í tveimur liðum

 

Bókun Á-lista:

Fulltrúar Á-lista ítreka bókun sína frá síðasta sveitarstjórnarfundi um skil á eldri fundargerða.

 

Til kynningar.

 

2.5 808. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 13.0913, í 47 liðum.

 

Til kynningar.

 

2.6 469. fundur stjórnar SASS 27.09.13 í 14 liðum.

 

Til kynningar.

 

2.7 228. fundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 16.09.13 í tveimur liðum.

 

Til kynningar.

 

2.8 Rekstrarstjórn Laugalands fundargerð 23.09.13

 

Til kynningar.

 

2.9 Stofnfundur Fuglaklasa á Suðurlandi 25.09.13

 

Til kynningar.

 

2.10 151. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 1.10.10 í þremur liðum.

 

Til kynningar.

 

  1. Önnur erindi til umsagnar og afgreiðslu:

3.1 Neyðarlínan 30.09.13 - umsókn um leyfi fyrir smávirkjun.

 

Erindinu vísað til skipulags-og byggingarfulltrúa og samgöng- hálendis -og umhverfisnefndar til umsagnar.

3.2 Fjármála- og efnahagsráðuneytið 20.09.13- Óskar eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna.

.

Sveitarstjóra falið að setja erindið á heimasíðu sveitarfélagsins.

3.3 Foreldrar barna í 5 - 10 bekk Grunnskólans á Hellu, 16.09.13 áskorun til sveitarstjórnar um auka heimaakstur vegna félagsstarfa.

 

Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2014.

3.4 Vigdís Hreinsdóttir 25.09.13- ósk um lögheimili - breytingu á sumarbústað í íbúðarhúsnæði.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingafulltrúa og falin fullnaðar afgreiðsla ef sumarbústaðurinn uppfyllir skilyrði til íbúðarhúsnæðis.

3.5 Umhverfisstofnun 19.09.13 tilnefning fulltrúa í vinnuhóp vegna friðlýsingar.

 

Tillaga meirihluta er að Þorgils Torfi Jónsson verði aðalfulltrúi og til vara Magnús H. Jóhannsson.

3.6 Tónsmiðja Suðurlands 14.08.13 umsókn um greiðslu kennslugjalda skólaárið 2013 - 2014.

 

Samþykkt að framlengja reglur um greiðslu námsgjalda í tónlistarskólum sem giltu fyrir skólaárin 2011 -2012 og 2012 - 2013 fyrir skólaárið 2013 - 2014 með fyrirvara um að hlutfallslega jafnmikið framlag komi frá Jöfnunarsjóði og hefur verið undanfarin ár.

3.7 Velferðarráðuneytið 25.09.13 áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma.

 

Sveitarstjórn Rangárþings ytra dregur í efa ágæti fyrirhugaða sameiningu heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmi Suðulands og telur að ekki hafi komið fram nægilega skýr rök fyrir henni. Sveitarstjórnin lýsir áhyggjum yfir því að þjónusta verði skert við íbúa eftir slíka sameiningu.

 

 

  1. Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:

4.1 Alþingi 26.0913 fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013,

Sveitarstjóra falið að fara á fund fjárlaganefndar með erindi varðandi sameiginlegra uppbyggingar hjúkrunar-og dvalarheimilisins Lundar og uppbyggingu vega.

4.2 Hringborð Norðurslóða 12.-14. október í Reykjavík, 16.07.13,

4.3 Ferðamálaþing 2. október 2013 -Ísland alveg milljón.

 

4.4 Málþing um framkvæmdaáætlun málefni fatlaðra 14. október 2013.

 

 

4.5 Reynir Friðriksson 27.09.13 uppbygging ferðaþjónustu.

 

Tillaga Á-lista: Lagt er til að sveitarfélagið leiti samninga við stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf. um að nýta efstu hæð Miðjunnar fyrir “Vinnustofu frumkvöðla” í Rangárþingi ytra. Í “Vinnustofu frumkvöðla” gæti orðið til vettvangur fyrir þá sem vinna með nýjar hugmyndir að atvinnusköpun í sveitarfélaginu. Aðstaðan yrði þeim að kostnaðarlausu og til nýtingar þangað til annað yrði ákveðið af stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf. Sveitarfélagið myndi greiða kostnað við rafmagnslýsingu, hitun rýmis og nettengingu þannig að húseigandi hlyti ekki kostnaðarauka af.

Sveitarstjóra verði falið að ræða við stjórn Miðjunnar um málið.

Greinargerð: Flestum er ljóst að engin starfsemi er nú á efstu hæð Miðjunnar og því mikilvægt að leita leiða til að nýta rýmið. Hugsunin með “Vinnustofu frumkvöðla” er einfaldlega sú að skapa rými til þróunar á starfsemi og nýjum atvinnutækifærum í sveitarfélaginu, líkt og Reynir Friðriksson óskar eftir í erindi sínu. Frumkvöðlasetur af þessu tagi skapar ekki beinar tekjur fyrir tengibygginguna, en hefði án efa jákvæð áhrif á atvinnulíf ef vel tekst til. Með þessu framtaki myndi efsta hæð Miðjunnar fá góða auglýsingu út á við, og gæti því haft jákvæð áhrif til framtíðar. Æskilegt væri að eitt af verkefnum þeirra sem koma til með að nýta hæðina yrði að koma hæðinni í útleigu.

 

Guðfinna Þorvaldsdóttir

Magnús H. Jóhannsson

Steindór Tómasson

 

Tillagan samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda um aðra liði.

4.6 Veiðifélag Ytri-Rangár og vesturhluta Hólsár - fundarboð 29.09.13.

Þorgils Torfi Jónsson sat fundinn sem fulltrúi sveitarfélagsins.

 

4.7 Stofnfundur klasans Fuglar á Suðurlandi 25.09.13

 

Magnús H. Jóhannsson var fulltrúi sveitarfélagsins á stofnfundinum

 

4.8 Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga- 2. október 2013

 

Sveitarstjóri var fulltrúi sveitarfélagsins á ársfundi Jöfnunarsjóðs.

 

4.9 Ársfundur aðildarsveitarfélaga að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum 4.10.13 á Hilton Nordica hóteli.

 

4.9.1 Stofnskrá Samtaka sveitarféalg á köldumsvæðum 4.10.11.

 

4.10 Aðalfundur SASS haldinn 24 og 25. október - á Hótel Heklu.

 

4.11 Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 24.10.13.

4.12 Útvarp Suðurlands 24.09.13 boð um þjónustu og samstarf.

 

Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2014.

 

  1. Annað efni til kynningar:

5.1 Hinn árlegi Suðurlandsskjálfti í mars 2014

5.2 Innanríkisráðuneytið 24.09.13 greiðsla framlaga til eflingar tónlistarfræðslu og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

5.3 Lánasjóður sveitarfélaga - ný vaxtakjör og gildisdagsetning þeirra.

5.4 Minnispunktar frá fundi um drög að samþykktum um fráveitur haldinn 30.09.13

5.5 Markaðsstofa Suðurlands 30.09.13 bæklingur South Iceland.

5.6 Samband íslenskra sveitarfélaga 23.09.13 samningur sveitarfélaga og Fjölís - staða mála.

5.7 Umhverfisstofnun 17.09.13 - frávik frá upphaflegri áætlun um framkvæmdir á Pokahrygg innan friðlandsins að Fjallabaki.

5.8 Stofnun hitaveitu á Baðsheiði 17. september 2013.

5.8.1 Stofnfundargerð Orkuveita Landssveitar.

5.8.2 Stofnsamningur Orkuveitu Landssveitar

5.8.3 Samþykktir Orkuveitu Landssveitar

5.8.4 Yfirlýsing Orkuveita Landssveitar

5.9 Minnispunktar frá samráðsfundi KFR og starfsmanna Rangárþings ytra 26.09.13, vegna samþykktar sveitarstjórnar frá 13. maí 2013.

 

Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2014.

 

  1. Tillaga að samþykkt um stjórn Rangárþings ytra síðari umræða.

6.2 Breytingartillögur

Afgreiðslu frestað til fundar í nóvember.

  1. Kosning fulltrúa á aðalfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 24. október 2013.

Aðalfulltrúar: Þorgils Torfi Jónsson , Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.

varafulltrúar: Drífa Hjartardóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir.

 

7.1 Kosning fulltrúa á aðalfund Skólaskrifstofu Suðurlands 24. október 2013

 

Aðalfulltrúar: Þorgils Torfi Jónsson , Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.

varafulltrúar: Drífa Hjartardóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir.

 

7.2 Kosning fulltrúa á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 24.október 2013

 

Aðalfulltrúar: Þorgils Torfi Jónsson , Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.

varafulltrúar: Drífa Hjartardóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir.

 

  1. Umsókn um stofnun lögbýlis

8.1 Páll Briem óskar eftir að stofna lögbýli á Árbakka lóð 55.

8.2 Tilkynning um nafn nýbýlis.

. Umsókn frá Páli Briem 280472-5069 um leyfi til að skrá Árbakka lóð 55 nr. 2342570 sem lögbýli.

Frestað.

Oddviti bar upp tillögu um að fundinum verði lokað.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fyrirspurnir um stjórnsýslu til sveitarstjóra.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

Fundurinn opnaður á ný að loknum 9. lið.

 

 

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

 

 

Fundi slitið kl. 18.30.