Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 1. nóvember 2013, kl. 13.00.
Mættir: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Þorgils Torfi Jónsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson varamaður fyrir Önnu Maríu Kristjánsdóttur, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Sveitarstjóri leggur til að liður 2.3 í útsendri dagskrá færist og verður liður 3.8
Samþykkt smahljóða.
og að liður 9.1 í útsendri dagskrá verði 9. liður fundarins og aðrir liðir endurnúmerist samkvæmt því.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga um að liður 7.1 verði liður 4
Tillagan er felld, þrír greiða atkvæði með og fjórir á móti ( GIG, ÞTJ,MÝS,IPG).
Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir verkefni frá síðasta fundi sveitarstjórnar.
- 1. Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 37. fundur hreppsráðs, 18.10.13, í 12 liðum.
Fundargerðin er staðfest.
Bókun Á-lista: Ljóst er af minnisblaði aðalbókara að innkaupareglum sveitarfélagsins var ekki fylgt þegar keyptar voru tölvur fyrir Grunnskólann á Hellu. Innkaup voru gerð fyrir alls um 10 milljónir m/vsk króna án útboðs eða verðfyrirspurnar en í innkaupareglum segir að hafa þurfi útboð þegar vörukaup fara yfir um 4,4 milljónir króna m/vsk. Sveitarstjóri ber höfuðábyrgð, enda í verkahring sveitarstjóra að skrifa upp á og ábyrgjast öll innkaup sem eru hærri en kr. 400 þús. Ef undirmönnum sveitarstjóra er óljóst um hvaða reglur gilda, er það í verkahring sveitarstjóra að kynna þær og sjá til þess að eftir þeim sé farið.
Guðfinna Þorvaldsdóttir Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.
Bókun fulltrúa D-lista:
Um tvö aðskilin mál er að ræða: Annars vegar er um að ræða endurnýjun á tölvum nemenda sem ákveðið var að taka á rekstrarleigu hjá TRS að undangenginni könnun á hagkvæmustu leiðum. Hins vegar var um að ræða kaup á spjaldtölvum fyrir kennara. Hagstætt tilboð fékkst frá innflytjanda á slíkum búnaði og var því tekið. Heildarfjárhæð þeirra kaupa fór líttillega fram úr viðmiðunartölu í innkaupareglum varðandi útboð og hefur sveitarstjóri vísað ábyrgð á því á sínar hendur.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson.
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir tekur ekki þátt í umræðu undir þessum lið vegna vanhæfis.
1.2 1. vinnufundur hreppsráðs við gerð fjárhagsáætlunar 2014, í níu liðum.
Til kynningar
1.3 2. vinnufundur hreppsráðs við gerð fjárhagsáætlunar 2014, í tveimur liðum.
Til kynningar
- Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 63. fundur skipulagsnefndar, 23.10.13, í 13 liðum.
Landskipti og stofnun lóða
- 1310053 - Dísukot, landskipti
Dísukot spilda A (Gljábær), landnr. 221871 verður 24.421 m² og Dísukot spilda B+C, landnr. 221872 verður 91.051 m² að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
Afgreiðsla skipulagsmála
- 1304039 - Hellar í Landsveit, land B, Ásgarður, landnr. 218373, Deiliskipulag
Skipulagsnefnd telur að styrkja þurfi byggð í dreifbýli, m.a. til að auka hagkvæmi þeirrar þjónustu sem nú er fyrir hendi. Með því að nýta þau landsvæði sem ekki geta skilgreinst sem góð landbúnaðarsvæði er komið til móts við þau markmið. Flestir landeigendur hafa áform um uppgræðslu eða jafnvel skógrækt á slíkum svæðum og telur skipulagsnefnd brýnt að komið verði til móts við þá landeigendur sem vilja stunda smábúskap á jörðum sínum í sátt við annan landbúnað á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til lokaafgreiðslu og til birtingar í B-deild stjórnartíðinda.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
- 1310039 - Búðarhálsvirkjun og Búðarhálslína 1, beiðni um umsögn vegna breytingar á deiliskipulagi
Ásahreppur óskar umsagnar vegna breytinga á deiliskipulagi við stöðvarhússvæði Búðarhálsvirkjunar. Lögð er fram tillaga að breytingu. Breytingarnar fela í sér að afmörkuð er lóð undir stöðvarhús, 8,6 ha að stærð. Jafnframt er afmörkuð lóð undir tengivirki, 0,7 ha að stærð. Einnig er helgunarsvæði Búðarhálslínu 1 stytt lítillega og látið ná yfir tengivirkið en ekki stöðvarhúsið eins og áður. Sultartangalón er aðlagað að breyttri lögun losunarsvæðanna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi breytingar.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
- 1302042 - Vindmyllur í Þykkvabæ br ASK
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi gagnvart landnotkun norðan Þykkvabæjar, þar sem reisa á vindmyllur til orkuöflunar. Tillagan var auglýst frá og með 24.8.2013 til og með 10.10.2013. Nokkrar athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og er þeim hér svarað.
Umsagnir vegna útsendrar tillögu bárust frá Vegagerðinni, Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Póst- og fjarskiptastofnun, Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun Íslands. Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum og ábendingum sem borist hafa. Í samræmi við athugasemdir Fuglaverndarfélagsins og Náttúrufræðistofunnar hefur verið gerð breyting á tillögu á breyttu aðalskipulagi og gert er ráð fyrir vöktun vegna hættu á áflugi farfugla fyrstu rektsrarárin. Lagfæringar hafa verið gerðar á uppdrætti og greinargerð og telur skipulagsnefndin að þær lagfæringar hafi ekki áhrif á fyrirliggjandi tillögu í grundavallaratriðum.
Því leggur skipulagsnefndin til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
- 1308012 - Þykkvibær, vindmyllur, deiliskipulag
Biokraft ehf hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja iðnaðarsvæði norðan þéttbýlis við Þykkvabæ. Deiliskipulagið var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra.
Nokkrar athugasemdir komu og verður þeim svarað hér.
Umsagnir vegna útsendrar tillögu bárust frá Vegagerðinni, Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Póst- og fjarskiptastofnun, Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun Íslands. Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum og ábendingum sem borist hafa. Í samræmi við athugasemdir Fuglaverndarfélagsins og Náttúrufræðistofunnar hefur verið gerð breyting á tillögu á breyttu aðalskipulagi og gert er ráð fyrir vöktun vegna hættu á áflugi farfugla fyrstu rektsrarárin. Lagfæringar hafa verið gerðar á uppdrætti og greinargerð og telur skipulagsnefndin að þær lagfæringar hafi ekki áhrif á fyrirliggjandi tillögu í grundavallaratriðum.
Því leggur skipulagsnefnd til að tillagan verði afgreidd skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
- 1310043 - Hallstún, vestan Landvegar. Breyting á aðalskipulagi.
Karl Hermannsson hefur óskað eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi í landi sínu úr landi Hallstúns, vegna flokkunar landnotkunar.
Svæðinu var breytt úr landbúnaðarlandi í frístundaland við endurskoðun á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 og landeigendur telja að gengið hafi verið framhjá þeim í þeim gjörningi.
Skipulagsnefnd samþykkir að verða við beiðni umsækjanda og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, þar sem landnotkun tiltekins svæðis úr landi Hallstúns verði breytt til baka úr frístundasvæði lí andbúnaðarsvæði til að koma til móts við landeigendur á svæðinu.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við landeigendur á svæðinu.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
- 1310045 - Hallstún, landnr. 203907, deiliskipulag
Þorsteinn J. Karlsson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt úr landi Hallstúns. Deiliskipulagið tekur til um 3 ha svæðis úr landnr. 203907. Skipulagið tekur til byggingarreita fyrir tvö frístundahús auk byggingarreits fyrir skemmu. Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu frá árinu 2010, ekki fengið lokameðferð og verður því að hefja ferli að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að endurauglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
- 1310041 - Melbær, (Holt), í landi Hallstúns, deiliskipulag
Ragnhildur Sigurðardóttir hefur fengið heimild sveitastjórnar til að deiliskipuleggja land sitt, Melbæ í landi Hallstúns.
Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu frá byrjun ársins 2011, ekki fengið lokameðferð og verður því að hefja ferli að nýju.
Skipulagsnefnd telur að breyta þurfi aðalskipulagi til að verða við óskum umsækjanda. Núverandi landnotkun á tilteknu svæði er landbúnaðarsvæði sem breyta þarf í frístundasvæði. Skipulagsnefnd felur því skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem hluta svæðisins verði breytt úr landbúnaðarnotkun í frístundasvæði. Jafnframt verði tillagan að deiliskipulaginu endurauglýst samhliða breytingunni á aðalskipulaginu.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
- 1309029 - Minnkun vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum.
Rangárþing ytra hefur samþykkt að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Gert er ráð fyrir breytingu á afmörkun vatnsverndarsvæða ofan byggðar á Rangárvöllum. Einnig er gert ráð fyrir að vernd á nokkrum lindum verði felld niður. Lögð er fram lýsing að skipulagsáætlunum.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
- 1306037 - Álfaskeið úr landi Haukadals, deiliskipulag
Þráinn Hauksson fyrir hönd landeiganda fékk heimild til að deiliskipulag fyrir Álfaskeið yrði sett í skipulagsmeðferð. Málið var fyrst tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 6. janúar 2011 þar sem skipulagsnefnd samþykkti tillöguna til auglýsingar. Tillagan fór í auglýsingu frá 19. janúar 2011 til og með 1. mars 2011. Athugasemdir bárust frá landeigendum í Haukadal varðandi samráð um skipulagið. Snérust athugasemdir um aðkomu og vatnsmál. Einnig barst athugasemd frá Vegagerðinni vegna tengingar inná svæðið. Búið er að afgreiða athugasemdir og svara þeim. Tillagan var síðast tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2012 og samþykkt. Hreppsráð staðfesti niðurstöðu skipulagsnefndar á fundi sínum sama dag. Málið var aftur tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 27.9.2013 þar sem málinu var frestað þar sem vantaði að sýna vatnsból á uppdrætti skv. athugasemd frá Heilbrigðiseftirliti, ásamt því að athugasemd kom frá nærliggjandi landeiganda um fyrirhuguð áform vegna nýtingar vatnsbólsins.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að koma til móts við athugasemdir og að uppdráttur hafi verið lagfærður með hliðsjón af þeim. Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
Heimild til skipulagsgerðar
- 1310003 - Smávirkjun við Laufafell
Þórhallur Ólafsson fyrir hönd Neyðarlínunnar ohf óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna byggingar á vatnsaflsvirkjun til reksturs fjarskiptastöðvar þeirra við Laufafell.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda að svo stöddu og leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi að undangenginni deiliskipulagsgerð fyrir umrætt svæði. Þar sem svæðið er innan þjóðlendu þarf einnig samþykki landeiganda sem er íslenska ríkið.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
- 1310052 - Hagi lóð, landnr. 165261, deiliskipulag
Ingimundur Gíslason óskar heimildar til að deiliskipuleggja lóð sína, landnr. 165216 úr landi Haga við Gíslholtsvatn. Lóðin er 1,5 ha að stærð og gert er ráð fyrir að skipta henni í 3 parta þar sem heimilt yrði að byggja sumarbústað á hverri lóð.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulags og að ekki sé þörf á lýsingu þar sem tillagan samræmist ákvæðum aðalskipulags. Hafa ber í huga að óska þarf undanþágu vegna fjarlægðar frá vatni og vegi.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
Almenn mál
- 1310051 - Malartekja í Ytri Rangá
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum um verulegt efnisnám úr ytri-Rangá.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda bréf til landeigenda meðfram ytri-Rangá, þar sem bent verði á mikilvægi þess að fara að skipulagslögum og leiðbeina um ákvæði þeirra. Jafnframt verði sett auglýsing í Búkollu og á heimasíðu sveitarfélgsins.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
2.2 10. fundur atvinnu- og menningarmálnefndar, 21.10.13, í fimm liðum.
Fundargerðin staðfest
- Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 155. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 01.10.13, í einum lið.
Til kynningar.
3.2 156. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 23.10.13, í einum lið.
Til kynningar.
3.3 2. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu 16.10.13, í sex liðum.
Til kynningar
3.4 230. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., 10.10.13, í einum lið.
Til kynningar
3.5 35. fundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs., 22.10.13, í fjórum liðum.
Til kynningar
3.6 471. fundur stjórnar SASS, 17.10.13, í tveimur liðum.
Til kynningar
3.7 472. fundur stjórnar SASS, 23.10.13, í þremur liðum.
Til kynningar
3.8 27. fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, 23.10.13, í fimm liðum.
Til kynningar
- Tillaga að samþykkt um stjórn Rangárþings ytra, framhald síðari umræðu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar og Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, oddvita og Guðfinnu Þorvaldsdóttur falið að vinna áfram að málinu.
- Tillögur frá Á lista:
5.1 Nýtt húsnæði fyrir þjónustumiðstöð og tengd mál.
Tillaga: Lagt er til að kannað verði með kaup sveitarfélagsins á húsnæði að Dynskálum 36 fyrir starfsemi þjónustumiðstöðvar og Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. Ef um semst um flutning slökkviliðs, losnar húsnæðið á Laufskálum 2 sem nýta má fyrir verknámshús í samvinnu við Grunnskólann á Hellu.
Greinargerð:
Með kaupum á húsnæðinu fær þjónustumiðstöð framtíðarhúsnæði og brunavarnir betra aðgengi vegna starfseminnar þar sem greiðari leið er að þjóðvegi 1. Margsskonar hagræði vegna nálægðar við hús flugbjörgunarsveitar sem stjórnstöð í hamförum, blasir einnig við. Starfsemi og daglegur rekstur þjónustumiðstöðvar og brunavarna hentar betur á iðnaðarsvæði en inni í íbúðarhverfi. Með því að flytja smíðastofu í núverandi húsnæði slökkviliðs, fæst hentugt húsnæði fyrir smíðastofu til dæmis vegna góðrar lofthæðar og betri loftræstingar. Þá losnar einnig pláss það sem nýtt er undir smíðastofur sem gæti t.d.nýst til stækkunar á þreksal eða fjölgunar á búningsklefum. Ýmsir möguleikar eru í nýtingu og miðar þessi tillaga að því að vera í senn hagkvæm og nytsöm. Guðfinna Þorvaldsdóttir,Magnús H. Jóhannsson,Steindór Tómasson.
Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu 2014.
5.2 Fjölskyldugarður á Hellu.
Tillaga: Lagt er til að á árinu 2014 verði fjármagni veitt til hugmynda- og hönnunarvinnu í anda við þá vinnu sem á sér stað við endurhönnun á skólalóð Heklukots, en þar eiga allir aðkomu, börn, foreldrar og starfsmenn leikskólans.
Greinargerð:
Á 36. fundi sveitarstjórnar 1. nóv. 2012 samþykkti sveitarstjórn samhljóða að hefja vinnu við gerð fjölskyldugarðs á Hellu. Óskað var eftir aðkomu nemenda og kennara við Grunnskólannn á Hellu um þróun verkefnisins. Eftir fund með þeim aðilum þar sem meðal annars kom fram að Fjölskyldugarðinum væri í engu stefnt gegn þeirri vinnu sem þegar hefur verið lögð í umrætt svæði vegna útikennslu, var almennt jákvæðni gagnvart verkefninu og allir opnir fyrir samvinnu. Líkt og segir í tillögunni eiga allir aðkomu að hugmyndavinnu varðandi hönnun á garðinum sem er ætlað að verða fjölnota útisvæði með náttúrulegu landslagi fyrir heimafólk og gesti. Það er vænst mikils af samstarfi við skólann ef tillagan fær brautargengi.
Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu 2014
5.3 Lokun fyrir umferð á milli Laufskála og Útskála á Hellu.
Tillaga: Lagt er til að lokað verði fyrir umferð vélknúinna ökutækja fyrir endann á milli Laufskála og Útskála á Hellu.
Greinargerð: Umræddur vegbútur er ekki á skipulagi. Mikið ónæði skapast fyrir íbúa sem þarna búa þar sem það virðist vinsælt að láta reyna á kraft ökutækja og hæfni ökumanna á þessum stað og þá sérstaklega seint á kvöldin. Með lokuninni skapast jafnframt möguleikar á að útbúa betri bílastæði fyrir starfsmenn skólans. Guðfinna Þorvaldsdóttir,Magnús H. Jóhannsson
Steindór Tómasson.
Ákveðið var á fundi forstöðumanna með sveitarstjóra fyrir nokkru að loka fyrir umferð á milli Laufskála og Útskála til reynslu.
Lögð er fram tillaga um að vísa tillögunni til skipulagsnefndar sem falið er að skoða málið i samráði við alla hagsmunaaðila í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrártillaga frá Á-lista um að 7. liður verði tekinn fyrir á undan.
Tillagan er felld, þrír greiða atkvæði með og fjórir á móti ( GIG, ÞTJ,MÝS,IPG).
- Stjórnsýsla sveitarfélagsins - athugasemdir og fyrirspurnir til sveitarstjóra.
Tillaga Á-lista: Í ljósi erfiðrar verkefnastöðu á skrifstofu sveitarfélagsins, álags á skrifstofunni og að hugsanlega hafi verið staðið rangt að uppsögn starfsmannsins, leggjum við til að uppsögn hans verði dregin til baka, og honum veitt starfið a.m.k. út árið þar sem gert var ráð fyrir launum starfsmannsins út árið á fjárhagsáætlun 2013. Guðfinna Þorvaldsdóttir,Magnús H. Jóhannsson,
Steindór Tómasson.
Tillagan er felld, þrír greiða atkvæði með og fjórir á móti ( GIG, ÞTJ,MÝS,IPG)
Bókun Á-lista: Þrennt skýtur skökku við: 1) Sveitarstjóri hefur marg sagt að skrifstofan sé alvarlega undirmönnuð, 2) gerðar eru tillögur að fjölgun starfa á skrifstofu í drögum að fjárhagsáætlun og 3) gert hefur verið ráð fyrir starfinu til loka árs 2013 skv. fjárhagsáætlun ársins. Það blasir við tækifæri til að létta starfsmönnum róðurinn vegna álags og fjölda verkefna á skrifstofu sveitarfélagsins, sem meirihluti sveitarstjórnar kýs að hafna. Í staðinn munu verkefnin hlaðast enn hraðar upp, álag á starfsmenn eykst og starfsánægja fer þverrandi og ljóst er að sveitarstjóri hefur ekki falið neinum öðrum þau verkefni sem fulltrúinn vann og þá færast þau verkefni sjálfkrafa á þá starfsmenn sem nú eru störfum hlaðnir í sínum föstu verkum.Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.
- Erindi frá starfsmönnum á skrifstofu Rangárþings ytra, dagsett 28.10. 2013, varðandi starfsöryggi á skrifstofu sveitarfélagsins.
Tillaga Á-lista: Vegna staðhæfinga starfsmanna eftir starfsmannafund með sveitarstjóra 27. sept.sl. um að uppsögn
starfsmannsins hafi verið á pólitiskum forsendum, leggjum við til að sveitarstjóra verði vikið tímabundið frá starfi á meðan rannsökuð er ástæða uppsagnar. Lagt er til að oddvitar Á og D lista boði starfsmenn til sín í viðtal og fari yfir málið. Niðurstöður rannsóknar verði kynntar á aukafundi sveitarstjórnar svo fljótt sem verða má. Ef þurfa þykir, verði óháður aðili fenginn að borðinu.
Tillagan er felld, þrír greiða atkvæði með og fjórir á móti ( GIG, ÞTJ,MÝS,IPG).
Sveitarstjórn áréttar að einungis var um að ræða að tímabundin heimild fyrir tilraunaverkefni á skrifstofu sveitarfélagsins var
útrunninn 31. október sl. Sjálfkrafa féll þá út tímabundin ráðning starfsmanns sem vann að því verkefni. Engin áform eru um
breytingar á stöðu fastráðinna starfsmanna.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum og þrír á móti(GÞ,MHJ,ST).
- Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:
8.1 Í þínum sporum- Dagur gegn einelti 8. nóvember, 16.10.13.
8.2 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - VIII. Umhverfisþing 8. nóvember 2013 í Hörpu Reykjavík.
8.3 Sjálfbær sveitarfélög - málþing fimmtudaginn 7. nóvember á Cabin Hotel.
8.4 Rangárbakkar ehf., kt. 691200-2130, 16.10.13 - beiðni um styrk á móti fasteignaskatti ársins 2013.
Rangárbökkum ehf. er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013 með því skilyrði að engin starfsemi
sem rekin er í ágóðaskyni fari fram í húsnæðinu, s.s. leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga- eða verslunarrekstur. Umsækjanda ber að sýna fram á að engin slík starfsemi fari fram í húsinu, eða þeim hluta þess sem sótt er um styrk fyrir, og verður styrkurinn greiddur að þessum skilyrðum uppfylltum. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson vék af fundi vegna vanhæfis.
Samþykkt með fimm atkvæðum, einn situr hjá( ST)
8.5 Rangárhöllin ehf., kt. 480807-1030, 16.10.13 - beiðni um styrk á móti fasteignaskatti ársins 2013.
Rangárhöllinni ehf. er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013 með því skilyrði að engin starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni fari fram í húsnæðinu, s.s.leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga-eða verslunarrekstur. Umsækjanda ber að sýna fram á að engin slík starfsemi fari fram í húsinu, eða þeim hluta þess sem sótt er um styrk fyrir, og verður styrkurinn greiddur að þessum skilyrðum uppfylltum. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson vék af fundi vegna vanhæfis.
Samþykkt með fimm atkvæðum, einn situr hjá( ST)
8.6 Kvenfélagið Eining, Holtum- ósk um föst og endurgjaldslaus afnot af fundarsal á Laugalandi, dagsett 11.10.13.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Eignaumsjónar til skoðunar og samráðs við hagsmunaaðila sem skili tillögu til sveitarstjórnar sem fyrst.
8.7 Birta starfsendurhæfing Suðurlands, ársfundur 31. október 2013.
Til kynningar
8.8 Kvennaathvarf 29.10.13 umsókn um rekstrarstyrk 2014.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
8.9 Leikfélag Rangæinga, 23.10.13 beiðni um styrk.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Héraðsnefndar.
8.10 Leikskólabörn Heklukoti 29.10.13 óska eftir að fá stjörnukíki fyrir leikskólann, svona kíkir er mjög gott kennslugagn.
Sveitarstjórn þakkar frumlega umsókn til kaupa á stjörnukíki og samþykkir að heimila Leikskólanum Heklukoti að nýta rými innan fjárhagsáætlunar til kaupa á stjörnukíki.
- Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, 23.10.13, bréf sent öllum sveitarfélögum og beiðni um upplýsingar.
Lagt er til að sveitarstjóri leiti til Einars Sveinbjörnssonar, löggilts endurskoðanda KPMG um að tekin verði saman greinargerð til svara á fyrirspurnum EFS.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
10.1 Landssamtökin Þroskahjálp, 17.10.13, ályktanir samþykktar á landsþingi Þroskahjálpar 11. og 12. október 2103.
10.2 Erindi Rangárþings ytra og Ásahrepps til fjárlaganefndar 29.10.13
Fundargerð yfirfarin og samþykkt.
Fundi slitið kl.17.30.