56. fundur 10. janúar 2014

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 10. janúar 2014, kl. 13.00.

 

Mættir: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Steindór Tómasson og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varamaður Magnúsar H. Jóhannssonar. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

Oddviti setti fund og stórnaði honum

Sveitarstjóri og oddviti fóru munnlega yfir verkefni frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands 9. janúar sl. afhenti, hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands leikskólanum Heklukoti á Hellu menntaverðlaun Suðurlands.

Sveitarstjórn óskar leikskólastjóra og starfsmönnum leikskólans til hamingju með verðlaunin og þakkar það góða og metnaðarfulla starf sem fram fer í Leikskólanum Heklukoti.

 

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, ráða og stjórna til staðfestingar.

 

 

1.1. 65. fundur skipulagsnefndar Rangárþings ytra, 8.01.14, í 12 liðum.

 

1 401005 - Austvaðsholt, landskipti

Jón Gunnar Benediktsson og Helgi Benediktsson hafa óskað eftir umsögn sveitastjórnar um landskipti úr jörð þeirra. Stofnuð verður lóðin Austvaðsholt 1, lóð 1 með landnúmerinu 222005 og verður hún 3.770 m³ að stærð. Tiltekin lóð verður í eigu Jóns Gunnars eftir skiptin.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskipti

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefnda

1.2 1306054 - Lunansholt 2, breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun í landi Lunansholts 2.
Tillagan hefur verið auglýst og bárust engar athugasemdir.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1.3 1305023 - Haukadalur 219699, vatnsból sett inná skipulag.

Torfi Kristjánsson fyrir hönd landeigenda óskar eftir því að vatnsból verði sett inná aðalskipulag. Starfsleyfi hefur verið veitt á vatnsveituna og fyrirhugað er að eigandi Svínhaga muni nýta sér hana. Varðandi reglur um grannsvæði vatnsbóla hefur borist athugasemd frá landeiganda sem á land rétt ofan við borholuna. Ekki liggja fyrir skipulagsáform af hans hálfu á þeim hluta landsins.

Skipulagsnefnd samþykkir að þar sem um verulega stækkun á vatnsveitu er að ræða, að gerð verði lýsing á skipulagsverkefninu sem lögð verði fyrir sveitastjórn og farið verði um málsmeðferð skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skilyrt er að stækkun á veitunni skerði ekki nýtingarrétt annarra aðila sem fyrir eru á svæðinu, án þeirra samþykkis og þeim verði kynnt áformin bréflega. Jafnframt verði mengunarvörnum gerð góð skil í texta lýsingarinnar.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1.4 1310052 - Hagi lóð, landnr. 165261, deiliskipulag

Ingimundur Gíslason hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja lóð sína, landnr. 165216 úr landi Haga við Gíslholtsvatn. Lóðin er 1,5 ha að stærð og gert er ráð fyrir að skipta henni í 3 parta þar sem heimilt yrði að byggja sumarbústað á hverri lóð. Óskað hefur verið eftir undanþágu vegna fjarlægða frá vatni.

Umsögn Umhverfis- og auðlindaráðuneytis hefur ekki borist. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Umhverfis- og auðlindaráðuneytis liggur fyrir.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1.5 1311031 - Rangárþing ytra, breytingar á aðalskipulagi fyrir Hallstún, og Rangárflatir

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Engar ábendingar bárust. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd leggur til að breyting á aðalskipulagi vegna frístundasvæðis fyrir Jónskot úr landi Kots verði tekin sérstaklega til meðferðar. Sameiginleg lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og telur skipulagsnefnd að búið sé að uppfylla ákvæði 30. gr. skipulagslaga um lýsingu fyrir öll verkefnin.
Kynning skv. 2. mgr. 30. gr. hefur farið fram þar sem kynntar voru áætlanir Hallstúns og Rangárflata annars vegar og Kots hins vegar.
Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1.6 1308026 - Galtalækur 2, br. á aðalskipulagi fiskeldi

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 hvað varðar landnotkun þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði fyrir fiskeldi. Tillagan var send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og hafa gögn verið lagfærð m.t.t. ábendinga sem bárust frá þeim. Tillagan var auglýst frá 21.11.2013 til og með 2.1.2014 og bárust engar athugasemdir í auglýsingaferlinu. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun um hvernig stuðlað verði að vörnum gagnvart blöndun eldisfisks og villtra fiskistofna í nágrenninu og hefur því verið svarað.

Skipulagsnefnd telur að sérhæfðar mengunarvarnir einstakra svæða eigi ekki beint heima í aðalskipulagi, heldur verði þeim gerð skil í greinargerð og skilmálum deiliskipulags fyrir svæðið. Deiliskipulagið er í vinnslu og hefur verið unnið samhliða breytingunni á aðalskipulaginu.
Mengunarvörnum hefur þó verið gerð skil í greinargerð aðalskipulagstillögunnar og telur skipulagsnefnd að þar með sé komið til móts við framkomnar athugasemdir.
Skipulagsnefndin samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1.7 1306058 - Galtalækur 2, Fiskeldi 214057, deiliskipulag

Stefanía Karlsdóttir fyrir hönd Íslenskrar matorku hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja svæði undir fiskeldi í landi Galtalækjar.
Tillagan var auglýst frá 21.11.2013 til og með 2.1.2014 og bárust athugasemdir frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem farið var fram á nánari útfærslu á tilhögun skipulagsins. Svar hefur verið sent til þeirra þar sem nánari skýringar hafa verið settar fram. Ekki bárust fleiri athugasemdir.

Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda. Öllum mengunarvörnum hefur verið gerð góð skil í greinargerð deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1.8 1311030 - Hólavangur, Umsókn um óskipulagða lóð

Andri Leó Egilsson óskar eftir að fá að byggja raðhús á opnu svæði við Hólavang, vestanmegin. Lóðin hefur ekki verið stofnuð. Áform eru um byggingu tveggja íbúða parhús á einni hæð á lóðinni.

Skipulagsnefnd leggur til að umrætt svæði verði tekið undir lóð fyrir parhús á einni hæð. Nefndin leggur því til að lóðin verði auglýst til byggingar skv. lóðaúthlutunarreglum sveitarfélagsins að undangenginni grenndarkynningu skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal send til íbúa Hólavangs ásamt eigendum lóða vestan Hólavangs.

Sveitarstjórn staðfestir að fram fari grenndarkynning sem yrði undanfari deiliskipulags fyrir umrædda lóð.

1.9 1309029 - Minnkun vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum.

Vegna óska landeigenda að Keldum hefur verið rannsakað áhrifasvæði vatnsverndasvæðis. Fyrir liggur skýrsla frá ÍSOR sem unnin var að beiðni sveitastjórnar Rangárþings ytra fyrir hönd Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Stjórn vatnsveitunnar tók erindið til skoðunar á fundi sínum þann 13. nóvember 2012 þar sem samþykkt var að beina því til sveitastjórnar Rangárþings ytra að gera breytingar á aðalskipulagi í samræmi við tillögu ÍSOR. Lýsing var gerð og hefur verið kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga. Lýsingin var einnig kynnt nærliggjandi sveitarfélagi, Rangárþingi eystra, og voru ekki gerðar neinar athugasemdir við lýsinguna. Kynning skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga hefur farið fram.

Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1.10 1401006 - Kot, Jónskot, breyting á aðalskipulagi

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði fyrir Jónskot úr landi Kots, einnig í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Engar ábendingar bárust. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd leggur til að breyting á aðalskipulagi vegna frístundasvæðis fyrir Jónskot úr landi Kots verði tekin sérstaklega til meðferðar. Sameiginleg lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og telur skipulagsnefnd að búið sé að uppfylla ákvæði 30. gr. skipulagslaga um lýsingu fyrir öll verkefnin.
Kynning skv. 2. mgr. 30. gr. hefur farið fram þar sem kynntar voru áætlanir Hallstúns og Rangárflata annars vegar og Kots hins vegar.
Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

1.11 1212031 - Fjallabak, skipulag miðhálendisins

Tillaga að rammaskipulagi fyrir suðurhálendið lögð fram að lokinni auglýsingu. Farið yfir athugasemdir sem borist hafa. Athugasemdir komu frá sveitastjórn vegna marka hverfisverndar og að mörk sveitarfélaganna væru rétt á uppdráttum. Mörk hverfisverndar hafa verið lagfærð og sett skv. þjóðlendulínu innan sveitarfélagamarka Rangárþings ytra og eystra. Sveitarfélagamörk eru eingöngu sett inn til skýringar og eru skv. samþykktu aðalskipulagi Rangárþings ytra.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að rammaskipulagi fyrir Suðurhálendið með þeim breytingum að skipulagssvæðið verði látið fylgja þjóðlendulínu. Bætt verði inn reit fyrir fjallasel sem verði settur við Grashaga. Jafnframt verði fyrirhugað skálasvæði við Hafrafell fært inn fyrir þjóðlendulínu norðan Hafrafells og fjallasel við Foss fellt út. Að samþykktum þessum breytingum leggur skipulagsnefnd til að gerðar verði þær breytingar sem þarf á aðalskipulagi Rangárþings ytra sem fram eru lagðar í rammaskipulaginu.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar með sex atkvæðum, einn á móti(MÝS)

Bókun:

Undirrituð telur að samþykktin feli í sér miklar breytingar á rammaskipulaginu og að eðilegt hefði verið að skoða þetta fyrr í ferlinu. Það að bæta við skálasvæðum í kjölfar þess að beiðni hefur borist um slíkt frá einkaaðilum getur verið fordæmisgefandi. Nauðsynlegt er að móta skýra stefnu um það hvar á afréttum sveitarfélagsins verður leyft að byggja í framtíðinni og í hvaða tilgangi.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir

1.12 1312005 - Grashagi, fyrirspurn um byggingarleyfi

Fitjamenn óska eftir leyfi til byggingar á skála í Grashaga við Ljósártungur. Erindið var tekið fyrir á fundi Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar þar sem ekki var unnt að veita jákvæða umsögn vegna þess að hugmyndin samræmdist ekki þeim áformum sem getið er um í rammaskipulagi Suðurhálendis. Erindið var einnig rætt á fundi með fulltrúum Rangárþings ytra í stýrihópnum fyrir rammaskipulag Suðurhálendisins, þar sem sama afstaða var tekin.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar til rammaskipulag fyrir Suðurhálendið hefur verið afgreitt.

Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til þessa erindis á þessu stigi þar sem ljúka þarf afgreiðslu rammaskipulags, breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags áður en mögulegar byggingalóðir verða til.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

2.1. 28. fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 27.12.13, í þremur liðum.

Til kynningar

2.2 Aðalfundur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 27.12.13, í fimm liðum.

Til kynningar

2.3 Ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.

Til kynningar

2.4 Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2014

Til kynningar

2.5 Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir árið 2014.

Til kynningar

2.6 Glærur aðalfundar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2012.

Til kynningar

2.7 159 fundur skólaskrifstofu Suðurlands, 19.12.13 í einum lið.

Til kynningar

2.8 232. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 11.12.13 í 10 liðum.

Til kynningar

2.9 24. stjórnarfundur Hjúkrunar-og dvalarheimilsins Lundar, 12.12.13 í sex liðum.

Til kynningar

2.10 475. fundur stjórnar SASS, 16.12.13, í 12 liðum.

Til kynningar

2.11 Umhverfisstofnun fundargerð stöðuskýrslu vatnsverndarsvæðis 3, 19.12.13, í 12 liðum.

Til kynningar

2.12 811. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 13.12.13, í 33 liðum.

Til kynningar

2.13 Hluthafafundur Háskólafélags Suðurlands ehf., 30.12.13, í fimm liðum.

Til kynningar

2.14 Stjórnarfundur Byggingar- og skipulagsembættis Rangárþings bs. 27.12.13, lokauppgjör og slit á embættinu.

Til kynningar

2.15 15. stjórnarfundur Samtaka orkusveitarfélaga, 9.12.13,í sjö liðum.

Til kynningar

 

  1. Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:

3.1 Veraldarvinir 05.01.14, ósk um samstarf.

 

Samþykkt að vísa erindinu til atvinnu-og menningarnefndar og samgöngu-hálendis- og umhverfisnefndar til umsagnar.

Erindið verði sett á heimasíðu sveitarfélagsins ef einkaaðilar vildu nýta sér samstarf við Veraldarvini.

3.2 Samband íslenskra sveitarfélaga, 8.1.14. Málstofa um "Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar".

 

Til kynningar.

 

  1. Annað efni til kynningar:

4.1 Hinn árlegi Suðurlandsskjálfti 16.12.13 , kynningarbréf.

4.1.1 Hinn árlegi Suðurlandsskjálfti, glærur.

4.2 Menntalestin á Suðurlandi, 16.12.13

4.3 Umhverfisstofnun stöðuskýrsla um vatnasvæði Íslands, 6.12.13.

4.4 Umhverfisstofnun 27.12.13, Breytingar á tillögu að mörkum stækkaðs friðlands í Þjórsárverum.

4.5 Vaskur á Bakka, 4.12.13, minkaveiðar.

 

Sveitarstjóra falið að boða Reyni Bergsveinsson á fund með forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar, skipulags- og byggingafulltrúa, formönnum veiðifélaga Rangánna og formanni héraðsnefndar Rangæinga til að ræða þessi mál í samræmi við umræður á fundinum.

4.6 Bréf frá Lex lögmannsstofu til Lánasjóðs sveitarfélaga fh. Rangárþings ytra 20.12.13, krafa um að staða láns samkv. lánssamningi nr. 16/2008 verði endurreiknuð.

Til kynningar

4.7 Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. svarbréf til Lex lögmannsstofu fh. Rangárþings ytra , 03.01.14.

Til kynningar

4.8 Rangárbakkar 4, 7.01.14,skil á lóð.

 

Samþykkt að auglýsa lóðina Rangárbakkar 4 til leigu á ný.

  1. Orkuveita Landssveitar 22.12.13, beiðni um afsal á dæluhúsi.

 

Samþykkt að fela sveitarstjóra og Guðfinnu Þorvaldsdóttur að ræða við oddvita Ásahrepps um erindið vegna sameiginlegs eignarhalds á dæluhúsinu. Þá er sveitarstjóra jafnframt falið að ganga frá afsali á dæluhúsinu til Orkuveitu Landsveitar í samráði við oddvita Ásahrepps ef samstaða er um málið.

  1. Bókun svara við spurningum Á lista frá 55. fundi.


Fulltrúar Á -lista óska eftir að eftirfarandi verði sett á dagskrá hreppsnefndar 13.desember 2013:

1. Staða mála.
Óskað er eftir því að sveitarstjóri skili skriflegum svörum við eftirfarandi fyrirspurnum Á-lista á fund sveitarstjórnar þann 13. desember 2013 og geri einnig grein fyrir þeim munnlega á fundinum.

 

  1. Hugmyndagáttin. Með hvaða hætti er sveitarstjóri að fylgja eftir þeim fjölmörgu athugasemdum og hugmyndum sem hafa komið í gegnum hugmyndagáttina? Skriflegt yfirlit óskast frá sveitarstjóra sem miðast við þann skráningarlista af hugmyndagáttinni sem síðast var lagður fram.

Svar: Það sem kemur á hugmyndagáttina er lagt fyrir hreppsráð og verður það gert á næsta fundi hreppsráðs, einnig er þeim ábendingum sem koma fram beint til forstöðumanna eftir því sem við á.

  1. Púttvöllur á Hellu sem sveitarstjórn tók vel í. Hver er staðan á þeim málum?
  2. Söguritun - Byggðasaga Hellu. Er búið að ganga frá skriflegum samningi við söguritara um lok verkefnis? Hver er staða verksins og hvenær er áætlað að verkið verði tilbúið til prófarkarlesturs? Hver er heildarupphæð sem sveitarfélagið hefur greitt söguritara vegna vinnu til 1.desember 2013?

Svar: búið er að undirrita samning við Ingibjörgu Ólafsdóttur söguritara sjá meðfl. gögn. Gert er ráð fyrir að útgáfa bókarinnar verði á árinu 2014 samkvæmt fjárhagsáætlun 2014. Greitt hefur verið fyrir söguritun frá árinu 2008 kr. um 32. mkr.

  1. Nágrannagæsla VÍS. Hver er staða vegna uppsetningar á skiltum í þéttbýlinu?

Svar: Það var búið að vinna tölvert í þessu máli fyrr á árinu og settar fram tillögur um staðsetningu skilta bæði við þjóðveg 1 og helstu íbúðagötur á Hellu.Vegagerðin samþykkti ekki framsetta tillögu um staðsetningu við Þjóðveg og því þarf að endurskoða fyrri tillögu.Um sama leyti var ákveðið að fara í útboð á tryggingum sveitarfélagsins og við þá ákvörðun dofnaði áhugi Vís á verkefninu og því var ákveðið að bíða með frekari útfærslur þar til séð yrði hvaða tryggingafélag færi með tryggingar sveitarfélagsins næstu árin. Stefnt er að því að verkefninu ljúki á nýju ári.

  1. Leikvellir í þéttbýlinu. Hver er staða á uppsetninu nýrra leiktækja sem sveitarstjórn samþykkti og stendur til að fara í lagfæringar á eldri leiksvæðum?

Svar: Öll tæki sem ákveðið var að kaupa eru komin á lóð Þjónustumiðstöðvar og bíða uppsetningar. Tækin voru valin með það í huga að þau yrðu sett upp á einum stað og að þau þjónuðu sem best breiðum aldurshópi barna.Þegar kom að því að ganga frá tækjunum voru starfsmenn Þjónustumiðstöðvar beðnir að doka við, því ekki væri samstaða um hvar þeim yrði valin staður innan Þéttbýlisins á Hellu.

  1. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. Var erindi bréfritara svarað og hver er staða málsins?

Svar: Erindið var tekið fyrir 1. nóv 2012 og er enn í vinnslu.

  1. Hver er staðan á tilboðum í vátryggingar sveitarfélagsins og uppfærslu á virði eigna?

Svar: Staða á tilboðum í vátryggingar sveitarfélagsins:

Tilboð voru opnuð 28. Nóvember s.l.

Þrjú tilboða bárust :

  1. Tryggingamiðstöðin kr. 5.519.552
  2. Sjóvá - 5.936.539
  3. VÍS - 4.899.213

Engar athugasemdir komu fram við opnun tilboða, en eftir er að fara yfir tilboðin af hálfu sveitarfélagsins áður en gengið verður til samninga

  1. Hefur boð um aðalfund í Suðurlandsvegi 1-3 ehf. þann 19.12.2013 verið sent kjörnum fulltrúum og varafulltrúum?

Svar: Það hefur verið gert.

  1. Óskað er eftir að stjórnarformaður Lundar sem er jafnframt sveitarstjóri skili upplýsingum um stöðu mála vegna nýbyggingar við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund? Er fjármögnun lokið? Ef ekki, hvernig standa þau mál? Hefur verið skrifað undir verksamning við lægstbjóðanda í verkið? Ef ekki, er þá búið að semja um frest við lægstbjóðanda?

Svar: Beðið er eftir samningsdrögum frá Velferðarráðuneytinu og Framkvæmdasýslu ríkisins, nýjustu fréttir eru að það geti gerst í janúar. Fjármögnun er ekki lokið. ekki hefur verið skrifa undir verksamning við tilboðsgjafa. Verið er að fara ofan í öll tilboðin af THG og Leif Benediktssyni hjá Velferðarráðuneytinu. Engu tilboði hefur verið tekið né hafnað.

  1. Aðstaða til fjarnáms. Hver er staða þessara mála af hálfu sveitarstjóra?

Svar: Ég fékk svar frá skólastjóra Grunnskólans á Hellu, þar er hægt að fá aðstöðu, en til þess þarf starfsmann og því fylgir kostnaður.

 

 

 

  1. Tillaga að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2014.

Breyttur texti vegna samþykkta Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps um gjaldskrá.

ÁLAGNINGARPRÓSENTUR, AFSLÆTTIR OG GJALDSKRÁR 2014

Gildir frá og með 1. janúar 2014

 

  1. Útsvar; 14,52%.

 

  1. Fasteignaskattur;

A - 0,39% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.

B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

C - 1,60% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

 

  1. Lóðarleiga; 0,85% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

 

  1. Vatnsgjald; skv. sérstakri gjaldskrá.

 

  1. Aukavatnsgjald skv. sérstakri gjaldskrá.

 

  1. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

 

  1. Holræsagjald á Hellu; 0,22% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.

 

  1. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

 

  1. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

 

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2014. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2014. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2014. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi.

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.

 

  1. Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

 

  1. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

 

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði.

Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á hefðbundnum auglýsingastað ákvarðana sveitarstjórnar, þ.e. á töflu í afgreiðslu Rangárþings ytra og á heimasíðu.

 

Hellu, 10. janúar 2014.

Drífa Hjartardóttir,

sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

  1. Tillaga um kynningarfund um skipulagsmál og um íbúafund um fjárhagsáætlun 2014 - 2017 og önnur málefni sveitarfélagsins.

 

Samþykkt að Skipulagsnefnd Rangárþings ytra haldi íbúafund um skipulagsmál sveitarfélagsins 29. janúar 2014.

Fundurinn verði haldinn í íþróttahúsinu á Hellu kl. 20.00

Skipulags- og byggingafulltrúa falið að undirbúa fundinn.

Samþykkt að halda íbúafund 27. febrúar, þar sem fjárhagsáætlun 2014-2017 verður kynnt, farið verði yfir stöðu helstu mála sem varða sveitarfélagið. Íbúafundur verði haldinn í íþróttahúsinu á Hellu kl. 20.00.

Sveitarstjóra falið að undirbúa fundinn.

 

  1. 9. Lögbýlisumsókn, Víðibakki ásamt fylgiskjölum.

Páll Briem 8.01.14, umsókn um lögbýlisrétt á lóð 55, Víðibakki úr landi Árbakka.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis í samræmi við framlögð gögn um uppbyggingaráform umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Erindi frá ábúendum að Vöðlum, Snjallsteinshöfða 1, Fagurhól og Grásteini 8.01.14, athugasemdir við að minkabú verði starfrækt á ný í landi Snjallsteinshöfða.

Skipulags- og byggingafulltrúa falið að fara yfir hvort farið er að reglum samkvæmt gildandi skipulagi og gera tillögu að svari við framangreindu erindi til sveitarstjórnar.

  1. Starfsmannamál.

 

Fundinum er lokað kl. 15.45

 

Fært í trúnaðarmálabók.

 

Fundur opnaður á ný kl. 16.30

 

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 16.40