Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, fimmtudaginn 13. mars 2014 kl. 15.00.
Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir,
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Sveitarstjóri og oddviti; stutt yfirlit yfir verkefni frá síðasta fundi sveitarstjórnar.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 41. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, 27.02.14, í tíu liðum.
Fundargerðin er staðfest.
- Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 67. fundur skipulagsnefndar Rangárþings ytra, 04.03.14, í sex liðum.
Afgreiðsla skipulagsmála
- 1402056 - Lóð Olíudreifingar ehf - deiliskipulag
Olíudreifing óskar eftir að sveitarfélagið deiliskipuleggi svæði undir olíubirgðastöð félagsins þar sem Umhverfis- og
auðlindaráðuneytið felldi úr gildi starfsleyfi félagsins vegna þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir umrædda starfsemi.
Skipulagsfulltrúa falið að senda Olíudreifingu gildandi deiliskipulag.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
Heimild til skipulagsgerðar
- 1402059 - Grashagi, ósk um deiliskipulag
Fitjamenn ehf óska eftir heimild sveitastjórnar til að fá að deiliskipuleggja svæði í Grashaga við Launfitjasand til uppbyggingar á skála fyrir ferðamenn.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
- 3. 1401024 - Þjóðólfshagi 21 og 25, umsókn um breytingar á deiliskipulagi
Ágúst Rúnarsson óskar eftir því að deiliskipulagi verði breytt í landi Þjóðólfshaga úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Umsækjandi áformar stofnun lögbýlis á lóð sinni ásamt flutningi á lögheimili þegar breytingin hefur átt sér stað. Lögð er fram lýsing á áætlunum.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og fer fram á að kallað verði eftir samþykki annarra lóðarhafa innan gildandi deiliskipulagssvæðis.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
- 1402066 - Meiri-Tunga 3, deiliskipulag
Ketill Gíslason óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæði úr landi sínu, Meiri-Tungu 3. Deiliskipulagið tekur til nýrrar íbúðarhúsalóðar, þriggja lóða fyrir útihús og þriggja lóða fyrir frístundahús.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
- 1403002 - Svínhagi SH-17, deiliskipulag
Drífa Kristjánsdóttir og Björn Þorgrímsson óska eftir heimild sveitastjórnar til að deiliskipuleggja land sitt úr landi Svínhaga merkt SH-17. Áform eru uppi um að byggja einbýlishús ásamt bílgeymslu, gestahúsum og véla- og tækjageymslu. Landið er 3,1 ha. að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
Almenn mál
- 1402055 - Orkufjarskipti, Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðaralögn
Orkufjarskipti, kt. 561000-3520, óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðarastreng frá tengivirki vestan Rangár að símstöð Mílu við Þrúðvang 10 á Hellu. Tilgangur með lögninni er að tryggja fjarskiptamál tengivirkisins.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með þeim skilyrðum að frágangur lagnaleiðar verði með þeim hætti að umhverfi hljóti ekki skaða af. Verktaki skal einnig gerður ábyrgur fyrir því að ganga frá slitlagi á Þrúðvangi þannig að sár verði ekki varanleg. Einnig skal verktaki skila inn hnitsetningu á lagnaleiðinni.
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
2.2 Fundur í Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar, 03.03.14, í fjórum liðum.
Fundargerðin er staðfest að undanskildu niðurlagi þriðja liðar um veitingasölu.
2.3 29. fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, 10.03.14 í þremur liðum.
Fundargerðin er staðfest.
- Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 12. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 24.02.14 í tveimur liðum.
3.2 233. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., 27.02.14, í tveimur liðum.
3.3 813. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28.02.14, í 33 liðum.
3.4 stjórnarfundur Markaðsstofu Suðurlands 24.02.14
Til kynningar.
3.5 Fundur stýrihóps um deiliskipulag í Landmannalaugum, 01.10.13 í fimm liðum.
- Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps- skipun formanns, varaformanns og nefndarmanns.
Tillaga: formaður fræðslunefndar verði Katrín Sigurðardóttir, varaformaður verði Anna María Kristjánsdóttir sem verður aðalfulltrúi, varamaður í stað Önnu Maríusem verði Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST).
- 17. júni nefnd Rangárþing ytra 2014 - skipun þriggja manna nefndar.
Tillaga, formaður verði Þórunn Inga Austmar Guðnadóttir og Ómar Diðriksson, nefndin velji með sér fulltrúa ungu kynslóðarinnar.
- Tillaga að skipuriti Rangárþings ytra
Til kynningar, sveitarstjóra falið að undirbúa kynningarfund með höfundum tillögunnar og sveitarstjórnarmönnum.
- Umsókn um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sækja um lán vegna skuldbreytinga til Lánasjóðs sveitarfélaga samkvæmt fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2014-2017, sótt verði um lán að upphæð kr. 60.000.000. til tuttugu ára.
- Erindi frá 41 fundi hreppsráðs liður 3.3.: Sveitarstjóra var falið að vinna að tillögu um endurgreiðslu til námsmanna með lögheimili í Rangárþingi ytra vegna kostnaðar við vistun barna á leikskólum og hjá dagmæðrum í öðrum sveitarfélögum þar sem nám er stundað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að endurgreiða til íbúa sveitarfélagsins sem stunda framhaldsnám utan Rangárþings ytra vegna leikskólavistunar barna í öðrum sveitarfélögum samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vegna vistunar barna sömu aðila hjá dagmæðrum er samþykkt að endurgreiða kr. 30.000 á mánuði miðað við heilsdagsvistun. Umsækjendur skulu leggja fram með umsókn um endurgreiðslu staðfestingu á námi við viðurkennda framhaldsskóla /eða háskóla og reikninga frá leikskólum eða dagmæðrum.
- Leigusamningar vegna húsnæði sem er í séreign Rangárþings ytra á Laugalandi vísað frá 41. fundi hreppsráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.
- Samkomulag um afnot af húsnæði á Laugalandi -Kvenfélagið Eining Holtum- Ungmennafélagið Ingólfur
Sveitarstjórn samþykkir samkomulag um endurgjaldslaus afnot kvenfélagsins Einingar Holtum af fundarsal og geymslu
( séreign Rangárþings ytra) í vesturenda sundlaugar-íþróttahúss á Laugalandi í Holtum.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við kvenfélagið Einingu Holtum.
Sveitarstjórn samþykkir samkomulag um endurgjaldslaus afnot Ungmennafélagsins Ingólfs af fundarsal (séreign Rangárþings ytra) vesturenda sundlaugar-íþróttahúss á Laugalandi í Holtum.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við Ungmennafélagið Ingólf.
Samþykkt samhljóða.
- Rafrænar kosningar - í framhaldi af samþykkt frá sveitarstjórnarfundi, þar sem ákveðið var að sækja um að verða tilraunasveitarfélag með rafrænar kosningar.
Tillaga frá meirihluta sveitarstjórnar er að spurt verði: Vilt þú að grunnskólastarf í sveitarfélaginu verði undir einni yfirstjórn Rangárþings ytra? Félagsvísindastofnun verði falið að yfirfara spurninguna og umorða ef þörf er á.
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír á móti ( GÞ, MHJ, ST).
Fulltrúar Á-lista leggja til að spurt verði eftirfarandi spurninga í rafrænni íbúakosningu, með fyrirvara um yfirferð Félagsvísindasviðs HÍ:
- Vilt þú að sveitarstjórn gefi framkvæmdaleyfi fyrir Hvamms- og Holtavirkjanir í neðri hluta Þjórsár ef megnið af orkunni fer til uppbyggingar stóriðju utan sveitarfélagsins?
- Viltu skilyrða að ákveðinn hluti af orkunni sem framleidd yrði í virkjunum í neðri hluta Þjórsár verði nýtt innan sveitarfélagsins? Orkan verði nýtt til eflingar atvinnu í héraði.
- Ertu jákvæð(ur) gagnvart sameiningu ((allra)) sveitarfélaga í Rangárvallasýslu?
- Vilt þú að sveitarstjórn beiti sér fyrir breytingum á kjöri til sveitarstjórnar þannig að sveitarstjórn verði kosin persónukjöri í stað listakosninga?
- Skipulagsmál- Rangárþing eystra,11.02.14, óskað eftir fundi með fulltrúum Rangárþings ytra um vatnsverndarmál sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fullrúar sveitarfélagsins á fundi um vatsnverndarmál verði: Þorgils Torfi Jónsson formaður skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúi.
- Reynifell - Vatnsdalur girðingamál.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu II frá eiganda Vatnsdals og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar. Tillaga II gerir ráð fyrir girðingu frá afgirtu sumarhúsasvæði í Reynifellslandi að Fiská gegnt girðingarenda Vatnsdals og lægi eftir hraunkanti nokkru ofar en gömul girðing er nú í landi Reynifells. Girðingarstæðið er valið með tilliti til aðstæðna bæði hvað varðar uppsetningu og viðhald en þó með þeim fyrirvara að mæla þarf út endanlega legu girðingar þegar vorar 2014. Þá er fyrivari gerður af hálfu eiganda Vatnsdals að samþykki eigendur Reynifells tillögu II verði um leið tryggt að frágirt land Reynifells milli Eystri Rangár og Fiskár niður svokallaðan Krappa verði friðað fyrir búfé. Kostnaðaráætlun framkvæmdar(Vatnsdalsmegin) er kr. 3.9 milljónir og skiptist í eftirfarandi hlutföllum:
Rangárþing ytra: 72,22% kr. 2.817.000. Tómasarbörn 5x5,56% kr. 1.083.000. Kostnaður rúmst innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða
- Frá Á- lista - Stjórnsýsla Rangárþings ytra .
Fulltrúar Á-lista leggja til:
- Að fá það sem upp á vantar í One System til að sveitarstjórnarmenn geti kynnt sér mál og sinnt betur eftirfylgni með málum sem koma inn á borð stjórnsýslunnar. Klára þarf að setja upp svokallaða vefgátt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmenn. Sjá: http://onesystems.is/index.php/oneportal-committee.html
- Að allir fundir verði settir upp í kerfinu. Þessi kerfiseining er til staðar nú þegar því skipulagsfundir eru settir upp á þennan hátt. Sveitarstjórnarfundir og hreppsráðsfundir þurfa að vera settir upp á sama hátt ásamt undirnefndum. Þessu máli þarf að fylgja eftir og fá ráðgjafa frá söluaðila kerfis til að leiðbeina ef ekki er hægt að klára málið á annan hátt.
- Að kanna kostnað við viðbót sem heitir OnePortal Citizen. Með slíkri gátt geta almennir íbúar fylgt sínum málum eftir. Sjá: http://onesystems.is/index.php/oneportal-citizen.html
“OnePortal gerir sveitarfélögum kleift að veita íbúum þjónustu 24/7 tuttugu og fjóra tíma á sólahring, sjö daga vikunnar. OnePortal gerir sveitarfélögum kleift að veita meiri þjónustu til íbúa þess án þess að þenja út yfirbyggingu sveitarfélagsins.”
- Fundargögn til birtingar fyrir almenning
- Liður 15.7 frá 48. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2013: Opin stjórnsýsla - fundargögn sveitarstjórnar á vef sveitarfélagsins fyrir fundi.
Fulltrúar Á-lista óska eftir að sveitarstjóri fylgi þessu máli eftir og skili inni tillögu að framtíðarfyrirkomulagi fyrir næsta fund hreppsráðs. Vísað er í afgreiðslu sveitarstjórnar:
- Liður 15.7 frá 48. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2013: Opin stjórnsýsla - fundargögn sveitarstjórnar á vef sveitarfélagsins fyrir fundi.
15.7 Opin stjórnsýsla - fundargögn sveitarstjórnar á vef sveitarfélagsins fyrir fundi.
Tillaga Á-lista:
Lagt er til að fundargögn sveitarstjórnarfunda verði birt íbúum á vefsíðu sveitarfélagsins um leið og dagskrá fundar sveitarstjórnar er birt hverju sinni. Sveitarstjóra verði falið að kanna með tæknilega útfærslu og koma tillögunni í framkvæmd.
Greinargerð:
Markmið tillögunnar er að opna stjórnsýsluna fyrir íbúum en það er í anda stefnu Á-lista. Fundargögn sveitarstjórnar verði aðgengileg á vefgátt um leið og boðað er til funda skv. lögboðnum fresti í sveitarstjórnarlögum. Fundir sveitarstjórnar eru opnir og gögnin hluti funda. Að sjálfsögðu á tillagan ekki við varðandi trúnaðarmálagögn enda er þá fundur lokaður á meðan þau eru til umræðu. Það er mat Á-lista að þetta gæti orðið til að auka áhuga og skilning íbúa á þeim fjölmörgu verkefnum sem sveitarstjórn hefur til úrlausnar hverju sinni.
Breytingartillaga við lið nr. 15.7 á hreppsnefndarfundi Rangárþings ytra 13.05.13:
Lagt er til að fundargögn verði birt á vef sveitarfélagsins samhliða birtingu fundargerða sveitarstjórnar. Leitað verði eftir samþykki þeirra sem senda erindi sérstaklega til sveitarstjórnar svo sem umsækjenda um styrki og álíka.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson.
Samþykkt samhljóða.
Tillagan að öðru leyti samþykkt samhljóða.
- Vinnureglur vegna myndbandsupptöku sveitarstjórnarfunda.
Fulltrúar Á-lista leggja til að gerðar verði vinnureglur um meðhöndlun og geymslu myndbandsupptaka af sveitarstjórnarfundum. Atriði sem vert er að hafa í huga: - Geymsla á upptökum á netinu. Hver er framtíðarstefna með birtingu á upptökum á netinu? Hvar verða þær geymdar? Verður þetta alltaf á Youtube? Hversu lengi þar og hver er með aðgang að Youtube aðgangi sveitarfélagsins?
- Afrit á öruggum stað. Er frumrit af upptökum geymt á eldvörðum geymslustað í samræmi við reglum um geymslu skjala sveitarfélagsins?
- Tímasetning á myndbandi. Mælst er til þess að svokallað “timestamp” sé á upptökum funda svo að hægt sé að átta sig á rauntíma á upptökum. Þetta á að vera hægt að stilla í myndavélinni.
- Ákvörðun um töku fundarhlés. Hvaða reglur gilda um töku fundarhléa á opinberum fundum sem verið er að taka upp? Skoða þetta í samræmi við stöðvun á upptöku.
- Upptökur á trúnaðarmálum. Hvaða reglur gilda um upptöku á trúnaðarmálum? Skoða þetta í samræmi við algengt orðalag um afgreiðslu erinda “í samræmi við umræður á fundi.”
Sveitarstjóra falið að kanna umfang og kostnað við að koma lið 1 í framkvæmd og leggi niðurstöðu fyrir næsta fund sveitarstjórnar.Einnig að leita eftir því hvort vinnureglur um myndbandsupptökur frá sveitarstjórnarfundum eru til hjá öðrum sveitarfélögum sem fara mætti eftir. Sveitarstjóra falið að koma lið 2 í framkvæmd eins og samþykkt var 13. maí 2013.
Samþykkt samhljóða.
- Færist aftast í fundargerðina.
- 16. Félags-og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 11.03.14, beiðni um að veita byggðasamlagi sem sveitarfélagið er aðili að, veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku byggðasamlagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðasamlaginu ábyrgð vegna viðkomandi lántöku hlutfallslega í samræmi við hlut sveitarfélagsins í byggðasamlaginu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:
17.1 Endurhæfing-þekkingasetur afmælisráðstefna 21. mars 2014.
Til kynningar.
17.2 Glímusamaband Íslands, 27.02.14 - keppnisferð til Skotlands.
Til kynningar.
17.3 UMFÍ, 28.02.14, auglýst eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 6. landsmóts UMFÍ 50+ árið 2016.
Til kynningar.
17.4 UMFÍ, 28.02.14, auglýst eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 20. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2017.
Til kynningar.
17.5 Rannsóknir og ráðgjöf í ferðaþjónustu 7.03.14, boð um þjónustu
Til kynningar
17.6 Suðurland FM 96.3, 11.03.14, boð um þjónustu.
Til kynningar
- Annað efni til kynningar:
18.1 Lánasjóður sveitarfélaga, 28.02.14- auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
18.2 Samband sunnlenskra sveitarfélaga,03.03.14 niðurstaða viðhorfskönnunar meðal Sunnlendinga um gjaldtöku í ferðaþjónustu.
- Erindi vegna fasteignagjalda og starfsmannamáls:
Fundi lokað kl. 18.10
15.1 Helluvað, leiðrétt fasteignagjöld eftir bruna, sveitarstjóra falið að afgreiða málið.
15.2 Starfsmannamál, 10.03.14, trúnaðarmál
Fundurinn opnaður á ný kl. 19.05.
Fundargerðin yfirfarin og undirrituð.
Fundi slitið kl.19.10