61. fundur 08. maí 2014

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, fimmtudaginn 8. maí 2014, kl. 15.00.

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir,

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritar fundargerð og Klara Viðarsdóttir, aðalbókari undir liðum 4 og 5.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

 

Sveitarstjóri og oddviti; stutt yfirlit yfir verkefni frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 44. fundur hreppsráðs 25.04.14, í átta liðum.

 

Fundargerðin er staðfest

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 6. fundur skipulagsnefndar Rangárþings ytra 2.05.14, í 13 liðum.

 

2.1.1 1404021 - Svínhagi lóðir L6, L7 og L8, Landskipti

Ingi Ingvarsson fyrir hönd Litla Hofs ehf óskar eftir að fá að skipta landi sínu upp í spildur skv. meðfylgjandi uppdráttum. Lóð L6 verði skipt í 3 lóðir, L6, L6a og L6b. Lóð L7 verði skipt í 4, lóðir, L7, L7a, L7b og L7c. Lóð L8 verði skipti í 3 lóðir, L8, L8a og L8b. Eignarhald á umræddum spildum var staðfest við landskipti úr landi Svínhaga 17.12.2009.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.2 1405001 - Heiði, Heiðarnrekka og Nesbakki, landskipti

Landeigendur Heiðar, Heiðarbrekku og Nesbakka óska eftir landskiptum á milli jarðanna þar sem óskiptu landi allra jarðanna er skipt skv. meðf. uppdrætti. Allir nærliggjandi landeigendur hafa staðfest landamerki með samþykki sínu.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.3 1404011 - Ölversholt 5, landskipti

Eiríkur Benjamínsson óskar eftir landskiptum úr jörðinni Ölversholt 5, landnr. 219185. Ný lóð verði 10,2 ha. að stærð og fengi landnr. XXXXXX.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.4 1311029 - Baugalda 9-13, breyting á deiliskipulagi

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á deiliskipulagi Öldur II á Hellu. Núverandi deiliskipulag er síðan 2004. Breytingin verður þannig að innan lóðar nr. 9-13 verður heimilt að byggja fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða áður. Aðkomu bíla við endalóðir verður breytt lítillega á kostnað lóðarinnar nr. 7 við sömu götu. Íbúðirnar verða númeraðar 9, 11a, 11b og 13.
Grenndarkynning fór fram á tímabilinu 20.12.2013 - 17.1.2014 og bárust engar athugasemdir við tillöguna. Við lokaafgreiðslu Skipulagsstofnunar kom hins vegar í ljós að deiliskipulag fyrir Öldur II hefur ekki verið birt í B-deild stjórnartíðinda á sínum tíma og er því ekki í gildi.

Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulag fyrir Öldur II verði sett í lögbundið ferli og áður gerðar breytingar verði teknar með.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.5 1403002 - Svínhagi SH-17, deiliskipulag

Drífa Kristjánsdóttir og Björn Þorgrímsson hafa fengið heimild sveitastjórnar til að deiliskipuleggja land sitt úr landi Svínhaga merkt SH-17. Áform eru uppi um að byggja einbýlishús ásamt bílgeymslu, gestahúsum og véla- og tækjageymslu. Landið er 3,1 ha. að stærð. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.6 1404020 - Svínhagi RS-9, deiliskipulag

Deiliskipulag fyrir RS-9 úr landi Svínhaga var sett í ferli á árinu 2011 en hefur ekki verið lokið. Málið er því tekið aftur til meðferðar skv. 41. gr. skipulagslaga.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.7 1212022 - Ketilhúshagi, lóð 47, Deiliskipulag

Lárus Einarsson hefur fengið heimild til deiliskipulagsgerðar á lóð sinni í landi Ketilhúshaga, lóð nr. 47, landnr. 218198. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.8 1310003 - Smávirkjun við Laufafell

Þórhallur Ólafsson fyrir hönd Neyðarlínunnar ohf hefur fengið heimild til skipulagsgerðar við Laufafell vegna byggingar á vatnsaflsvirkjun til reksturs fjarskiptastöðvar þeirra við Laufafell.
Tillagan var auglýst frá 10.3.2014 til 24.4.2014. Athugasemdir bárust frá Vegagerð ríkisins um samvinnu við lagningu vatnslagnar með veginum. Ekki bárust aðrar athugasemdir.

Skipulagsnefnd telur að komið hafi verið til móts við athugasemdir umsagnaraðila og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.9 1305023 - Haukadalur 219699, vatnsból sett inná aðalskipulag.

Torfi Kristjánsson fyrir hönd landeigenda hefur óskað eftir því að vatnsveita verði sett inná skipulag. Starfsleyfi hefur verið veitt á vatnsveituna þar sem fyrirhugað er að eigandi Svínhaga muni nýta sér hana. Lögð er fram lýsing á skipulagsáætlunum.

Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til ábendinga skal vera 2 vikur og skal kynna lýsinguna í staðarblaði og á heimasíðu Rangárþings ytra.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.10 1404007 - Fögruvellir, breyting á aðalskipulagi

Ólöf Rún Tryggvadóttir óskar eftir því að gerð verði breyting á landnotkun á hluta af jörð sinni í aðalskipulagi Rangárþings ytra. Jörðin nefnist Fögruvellir og er um 32 ha. úr landi Stóru-Valla. Lögbýli er skráð á jörðina. Breyting verði út frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Áform umsækjanda eru að fytja lögheimili sitt á jörðina á næstu árum.

Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að fara betur yfir málið með umsækjendum.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.11. 1404022 - Ljósleiðari frá Snjóöldufjalli að Kirkjubæjarklaustri, framkvæmdaleyfi

 

Orkufjarskipti hf óska eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðarastreng frá Snjóöldufjalli að Hörðubreiðarhálsi. Um er að ræða 1. áfanga að lögn ljósleiðara frá Snjóöldu að Kirkjubæjarklaustri.
Ljósleiðaralagning fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 13. gr skipulagslaga nr. 123/2010, að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðarastrengs þegar jákvæðar umsagnir Forsætisráðuneytis og Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Einnig telur nefndin að leita þurfi umsagnar Fiskistofu og Veiðimálastofnunar ásamt Veiði- og fiskræktarfélagi Landmannaafréttar vegna þverunar Tungnaár.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið þegar jákvæðar umsagnir liggja fyrir.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.12 1404023 - Áfangagil, byggingarleyfi fyrir salernis og sturtuhúsi

Birgir Leó Ólafsson fyrir hönd Áfanga ehf óskar eftir leyfi til að reisa salernis- og sturtuhús í Áfangagili. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Áfangagil en í aðalskipulagi er það skilgreint sem fjallasel.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til allt að eins árs og fer um málsmeðferð skv. 2.6.1. gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.1.13 1405002 - Hesthúsvegur 10, fyrirspurn um byggingarleyfi

Kristinn Scheving leggur fram fyrirspurn um hvort heimilt sé að byggja við hesthús sitt á lóð nr. 10 við Hesthúsveg. Núverandi hús verði lengt um 2 metra til austurs.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda að því tilskildu að umrætt svæði er víkjandi skv. ákvæðum aðalskipulagsins og er því umsækjandi einn ábyrgur gagnvart því hvenær tiltekin hesthúsabyggð þarf að víkja.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.2 Sameiginlegur fundur Héraðsnefndar Rangæinga og Héraðsnefndar Vestur Skaftafellssýslu 23.04.14, í tveimur liðum.

2.2.1 Tillaga að bókun vegna lántöku Héraðsnefnda vegna Byggðasafnsins í Skógum.

 

Sveitarstjórn Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps samþykkja hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Héraðsnefndar Rangárvallasýslu og Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 120.000.000 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í eignum Héraðsnefndanna. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélaganna, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu við Byggðasafnið í Skógum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Drífu Hjartardóttur 010250-2509, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

Samþykkt

 

 

2.3 Fundargerð stýrihóps um deiliskipulag í Landmannalaugum, 28.04.14, í fimm liðum.

 

2.3.1 Landmannalaugar hugmyndasamkeppni um deiliskipulag.

 

Sveitarstjórn samþykkir

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til kynningar.

3.1 14. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 28.04.14, í tveimur liðum.

 

Til kynningar

 

3.2 Fundur í fagráði Sérdeildar Suðurlands(Setrinu), 22.04.14, í tveimur liðum.

 

Til kynningar

 

3.3 Aðalfundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu bs. 29.04.14, í sex liðum.

 

Til kynningar

 

3.3.1 Skýrsla stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu bs.fyrir árið 2013.

 

Til kynningar

 

3.4 Fundur í rekstrarstjórn Laugalands, 28.04.14, í þremur liðum.

 

Til kynningar

3.5 30. fundur í stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. 05.05.14, í þremur liðum.

Til kynningar

  1. Ársreikningar samstarfsverkefna 2013.

4.1 Leikskólinn á Laugalandi 2013.

Heildarrekstrarkostnaður á árinu nam 44.022.689 mkr., Þar af framlag Rangárþings ytra 27.639.468 mkr. Eignir samtals í árslok 2013 námu 4.418.804 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi.

 

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Leikskólans á Laugalandi fyrir árið 2013 fyrir sitt leyti.

 

4.2 Menningarmiðstöðin á Laugalandi 2013.

 

Heildarrekstrarkostnaður á árinu nam 160.968.746 mkr., Þar af framlag Rangárþings ytra 105.343.069 mkr. Eignir samtals í árslok 2013 námu 8.179.578 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi.

 

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Mennignarmiðstöðvar á Laugalandi fyrir árið 2013 fyrir sitt leyti.

 

4.3 Ársreikningur MML Leiguíbúðir 2013.

 

Rekstrartekjur á árinu námu 2.469.737 mkr., Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 1.485.954. Eignir samtals í árslok 2013 námu 4.860.995 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi.

 

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Leiguíbúða á Laugalandi fyrir árið 2013 fyrir sitt leyti.

 

4.4 Ársreikningur MML Eignasjóður 2013.

 

Rekstrartekjur á árinu námu 62.382.450 mkr.,Rekstrarniðurstaða var jákvæð 19.945.328 mkr. Eigið fé í árslok 2013 var 58.941.446 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi.

 

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Eignasjóðs Laugalandsskóla fyrir árið 2013 fyrir sitt leyti.

 

4.5 Ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2013.

 

Rekstrarhagnaður á árinu var 8.733.046. Eigið fé í árslok 2013 nam 116.213.702.

 

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahepps fyrir árið 2013 fyrir sitt leyti.

 

 

4.6 Ársreikningur Suðurlandsvegar 1-3 ehf 2013.

 

Til kynningar

  1. Ársreikningur Rangárþings ytra 2013, síðari umræða.

 

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2013 var staðfestur af hreppsráði 14. apríl 2014 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 15.apríl 2014 og var vísað til seinni umræðu.Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.

Ársreikningurinn hefur að geyma ársteikninga fyrir þær rekstrareingingar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekin ársreikning fyrir alla starfsemi þess það er A og B hluta sbr. 60.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyritækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs. og Suðurlandsvegur 1-3 ehf.

 

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2013

 

  1. Tillaga að samþykkt um stjórn Rangárþings ytra eftir yfirferð hjá innanríkisráðuneytinu.

 

Sveitarstjórn samþykkir

  1. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga Svæðalýsingar fuglaskoðunarsvæða innan sveitarfélagsins til kynningar:

7.1 Upplýsingar um verkefnið, staða og næstu skref.

7.2 Svæðalýsingar Oddaflóð Rangarþing ytra.

7.3 Svæðalýsingar Veiðivötn Rangárþing ytra.

7.4 Svæðalýsingar Vötn og tjarnir í Holtum Rangárþingi ytra

7.5 Svæðalýsingar Þjórárver Skeiða og Gnúpverjahrppi og Rangárþingi ytra.

7.6 Svæðalýsingar Þykkvibær Rangárþingi ytra og Ásahrepp.

 

Til kynningar

  1. Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:

8.1 Aðalfundur Landskerfis bókasafna verður haldinn 13.05.14.

 

8.1.1 Samþykktir fyrir Landskerfi bókasafna hf.

 

Til kynningar

 

8.1.2 Ársreikningur Landskerfi bókasafna hf.

 

Til kynningar

 

8.2 Handverkshúsið Hekla, 28.04.14, beiðni um styrk.

 

Sveitarstjórn

 

8.3 Samband sunnlenskra sveitarfélaga, 05.05.14, beiðni um þátttöku í verkefninu Hjólreiðamennska á Suðurlandi.

 

Sveitarstjórn

8.4 Muhammad Azfar Karim, 05.05.14, beiðni um afnot af eldhúsi í íþróttahúsinu Þykkvabæ.

Sveitarstjórn

  1. Landsmót hestamanna 2014 á Hellu.

9.1 Rangárbakkar, 25.04.14, ósk um tilnefingu fulltrúa í nefnd vegna Landsmóts Hestamanna 2014.

9.2 Flugbjörgunarsveitin á Hellu, afrit af bréfi sem sent var til stjórnar Landsmóts ehf. 31.03.14

9.3 Guðfinna Þorvaldsdóttir, 04.05.14, beiðni til sveitarstjóra að leita eftir skriflegum rökum frá LM hvers vegna ekki var samið við heimamenn.

9.4 Erindi sveitarstjóra til LM 04.05.14, ósk um skrifleg rök.

9.5 LM 2014 05.05.14, afrit af bréfi til formanns Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.

Sveitarstjórn

 

  1. Umboð til hreppsráðs til þess að yfirfara og samþykkja kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórna 2014.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita hreppsráði umboð til að yfirfara og samþykkja kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórna 2014.

 

  1. Tillaga um framlag vegna áranna 2010 - 2014 til lista sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn Rangárþings ytra á yfirstandandi kjörtímabili, sbr. ákvæði 5. gr. l. nr. 162/2006.

 

Á fjárhagsáætlun 2014 eru kr. 1.600.000 ætlaðar í útgáfustyrki til framboða. Þessi upphæð var rædd á vinnufundum hreppsráðs í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.Listarnir sem nú sitja í sveitarstjórn eiga eftir að fá styrk fyrir yfirstandandi kjörtímabil sem lýkur 31. mai 2014. 1.400.000 rennur til Á- og D-lista vegna þessa tímabils í hlutfalli við atkvæðamagn.

Kr. 200.000 standa eftir eftir af áætlun þessa liðs sem hægt er að ráðstafa ef fram koma ný framboð sem gæti þurft að veita styrk að kosningum loknum.

Upphæðin skiptist þá svona milli listanna.

 

Fjöldi atkvæða 2010

Hlutfall

Styrkur

Á-listi

494

57,85%

809.836

D-listi

360

42,15%

590.164

       

Samtals

854

100,00%

1.400.000

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

  1. Lánasjóður sveitarfélaga

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 60.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána sveitarfélagsins hjá lánasjóðnum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Drífu Hjartardóttur 010250-2509, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

 

  1. Annað efni til kynningar:

12.1 Orlof Húsmæðra 22.04.14, ársreikningur og skýrsla fyrir árið 2013.

 

Til kynningar

 

  1. Starfsmannamálefni, fært í trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð.

Fundi slitið kl.