6. fundur 27. nóvember 2014 kl. 11:00 - 12:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir
  • Ágúst Sigurðsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Eyþór Björnsson starfandi aðalbókari sat fundinn undir liðum 1 og 2.

Formaður setti fund og stjórnaði honum.

Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til þá dagskrárbreytingu að við myndi bætast liður 10 Hugmyndagátt 2014. Það var samþykkt samhljóða.

1.Rekstraryfirlit 27112014

1411087

Launagreiðslur og lausafé
Lagt fram yfirlit yfir laun til loka októbermánaðar ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu 24.11.2014.

2.Fjárhagsáætlun 2015-2018

1410033

Tillaga að fjárhagsáætlun
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2015-2018. Einnig lagðar fram tillögur að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að álagningarprósentur verði óbreyttar frá árinu 2014 nema hvað holræsagjald hækki í 0,25% og lóðaleiga úr 0,85% í 1,00% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Gjaldskrár taki breytingum sem næst í samræmi við verðlagsbreytingar eða um 3,4%. Forsendur áætlunarinnar ræddar. Ákveðið að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða

3.Öldungaráð

1410002

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í fyrirhuguðu öldungaráði og felur hreppsráði að tilnefna fulltrúa Rangárþings ytra í ráðið
Tillaga um að tilnefna Heimi Hafsteinsson sem aðalmann í ráðið. Varamaður verður tilnefndur á næsta fundi hreppsráðs.



Samþykkt samhljóða

4.Hekla Handverkshús - beiðni um fjárstyrk

1410059

Óskað er eftir fjárstyrk til reksturs árið 2014-2015
Erindinu hafnað samhljóða

5.Beiðni um fjárstyrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu

1409031

Síðastliðið ár nam stuðningur sveitarstjórnar 145.000 kr.
Samþykkt samhljóða að taka þátt í kostnaði með 145.000 kr .-

6.Erindi frá kvenfélaginu Einingu

1411088

Vegna menningarmála
Tillaga um að gera samning við Kvenfélagið Einingu um framlag til árlegrar Aðventuhátíðar. Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi.



Samþykkt samhljóða.

7.Kór Fjölbrautarskóla suðurlands sækir um fjárhagslegan stuðning tónleikaferð til Ítalíu 28.mars - 3

1409033

Samþykkt samhljóða að styrkja þá kórfélaga sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu um 15.000.- kr. styrkur verður greiddur gegn framvísun greiðslukvittunar.

8.Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Sumar og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna

1409035

Samþykkt samhljóða að greiða hlut sveitarfélagsins í dvölinni eins og verið hefur.

9.Leikfélag Rangæinga óskar eftir styrk vegna leikársins 2014

1410040

Jafnframt óskar Leikfélag Rangæinga eftir því að gera samning til frambúðar við sveitarfélagið um starfsemi sína líkt og ungmennafélögin hafa gert
Ekki er unnt að styrkja Leikfélag Rangæinga meira á yfirstandandi ári en lagt er til að leitað verði eftir menningartengdum samningi við leikfélagið sem taki gildi frá og með næsta ári. Sveitarstjóra falið að vinna í málinu.



Samþykkt samhljóða

10.Hugmyndagáttin 2014

1410042

Hugmyndir, ábendingar eða fyrirspurnir sem hafa borist
Borist höfðu fjögur skilaboð í hugmyndagáttina. Ákveðið var að fjalla um tvö þeirra í hreppsráði. Um var að ræða ábendingu um öryggismyndavélar á Hellu og innsetningu fundagerða. Sveitarstjóra falið að bregðast við eða koma ábendingum og hugmyndum á framfæri við forstöðumenn viðeigandi stofnana og /eða viðeigandi formenn nefnda sveitarfélagsins.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 12:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?